Sveitarstjórnarkosningar 2014

x2014Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar 31. maí 2014.

Höfuðborgarsvæðið: Reykjavík(8), Seltjarnarnes(4), Kópavogur(8), Garðabær(5), Hafnarfjörður(6), Mosfellsbær(6), Kjósarhreppur(ó)
Suðurnes: Grindavík(4), Reykjanesbær(6), Sandgerði(4), Sveitarfélagið Garður(3), Sveitarfélagið Vogar(3)
Vesturland: Akranes(5), Hvalfjarðarsveit(ó), Skorradalshreppur (ó), Borgarbyggð(4), Eyja- og Miklaholtshreppur(2), Snæfellsbær(4), Grundarfjörður(2), Helgafellssveit(ó), Stykkishólmur(2), Dalabyggð(ó)
Vestfirðir: Reykhólahreppur(ó), Vesturbyggð(1), Tálknajörður(ó), Bolungarvík(2), Ísafjarðarbær(4), Súðavíkurhreppur(2), Árneshreppur(ó), Kaldrananeshreppur(ó), Strandabyggð(3)
Norðurland vestra: Húnaþing vestra(2), Húnavatnshreppur(2), Blönduós(2), Sveitarfélagið Skagaströnd(2), Skagabyggð(ó), Sveitarfélagið Skagafjörður(4), Akrahreppur(ó)
Norðurland eystra: Fjallabyggð(4), Dalvíkurbyggð(3), Hörgársveit(3), Akureyri(7), Eyjafjarðarsveit(3), Svalbarðsstrandarhreppur(ó), Grýtubakkahreppur(ó), Þingeyjarsveit(2), Skútustaðahreppur(1), Tjörneshreppur(1), Norðurþing(4), Svalbarðshreppur(ó), Langanesbyggð(3)
Austurland: Vopnafjörður(3), Fljótsdalshreppur(ó), Fljótsdalshérað(5), Borgarfjarðarhreppur(ó)Seyðisfjörður(3), Fjarðabyggð(3), Breiðdalshreppur(ó), Djúpavogshreppur(2), Sveitarfélagið Hornafjörður(3)
Suðurland: Skaftárhreppur(3), Mýrdalshreppur(2), Vestmannaeyjar(2), Rangárþing eystra(3), Rangárþing ytra(2),  Ásahreppur(ó), Skeiða- og Gnúpverjahreppur(3), Hrunamannahreppur(2), Bláskógabyggð(2), Grímsnes- og Grafningshreppur(2), Flóahreppur(2), Árborg(5), Hveragerði(3), Sveitarfélagið Ölfus(3).
—————————————————————————————————————————————

3. júní 2014

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sl. laugardag verða sett inn á síður hvers sveitarfélags næstu daga.

29. maí 2014

rvkMorgunblaðið og Fréttablaðið birtu bæði skoðanakannanir í morgun vegna Reykjavíkur. Báðar kannanirnar sýna verulega fylgisaukningu Samfylkingarinnar en það liggur á bilinu 35,5%-37,3% sem myndi duga flokknum til allt að 6 borgarfulltrúum.

Sjálfstæðisflokkur mælist með 21-22% og fengi 3 borgarfulltrúa. Flokkurinn myndi tapa 11% og 2 borgarfulltrúum.

Björt framtíð mælist með 19-20% og virðist fylgi flokksins vera að dragast saman. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn tapa þremur borgarfulltrúum og 15-16% fylgi Besta flokksins.

Framsókn og flugvallarvinir mælast með 5,5% í skoðanakönnun Morgunblaðsins en með ríflega 9% í könnun Fréttablaðsins. Í báðum könnunum er flokkurinn með borgarfulltrúa inni, örugglega í Fréttablaðskönnuninni en naumlega í Morgunblaðskönnuninni.

Píratar virðast eins og Björt framtíð vera að missa fylgi. Þeir mælast nú með 7-7,5% á móti 8-10% fyrr í mánuðinum. Þeir myndu fá einn borgarfulltrúa.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með í kringum 6% sem er tap upp á rúmt prósent frá síðustu kosningum og þýðir að flokkurinn er á mörkum þess að ná inn borgarfulltrúa.

Dögun mælist með 0,8% og 1,6%. Alþýðufylkingin mælist með 0,3 báðum könnunum. Báðir flokkarnir eru langt frá þvi að ná inn manni.

26. maí 2014

rvkNý könnun í Reykjavík. MMR birti í dag nýja skoðanakönnun. Samfylkingin mælist með tæplega 30% fylgi og myndu bæta við sig ríflega 10% fylgi og tveimur borgarfulltrúum og myndi samkvæmt könnuninni fá 5 borgarfulltrúa.

Björt framtíð mælist með 24% fylgi og tapar tæpum 11% frá fylgi Besta flokksins fyrir fjórum árum. Björt framtíð fengi 4 borgarfulltrúa og tapar 2 frá 2010.

Sjálfstæðisflokkur mælist með 21% og tapar 12,5% frá síðustu kosningum og mælist með 3-4 borgarfulltrúa en hafði fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 9% og bætir við sig tæpum 2% og heldur sínum borgarfulltrúa.

Píratar mælast með 8% og 1 borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur mælist nú með 5,3% sem er með því mesta sem flokkurinn hefur mælst með og er hann jafn fjórða manni Sjálfstæðisflokks um að verða ná fimmtánda manninum í borgarstjórn. Dögun mælist með 2,6% og Alþýðufylkigin 0.2%.

24, maí 2014

KópavogurSkoðanakönnun í Kópavogi. Fréttablaðið birtir í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Kópavogi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstu með ríflega 31% fylgi. Það er lítillega meira fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum og fengi hann 4 bæjarfulltrúa áfram. Fjórði bæjarfulltrúi flokksins er hins vegar næstsíðastur inn. Í könnun Morgunblaðsins um miðjan mánuðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 40% fylgi.

Samfylkingin mælist með tæplega 21% fylgi og tapar 7% frá síðustu kosningum og fengi 2 bæjarfulltrúa og tapaði einum.

Björt framtíð mælist með ríflega 16% fylgi sem er aðeins minna en í könnun Morgunblaðsins og fengi 2 bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkur er með 10% fylgi sem er 3% meira en í síðustu kosningum og tvöföldun á fylgi frá könnun Morgunblaðsins fyrr í mánuðnum. Flokkurinn héldi sínum bæjarfulltrúa.

Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi ríflega 8% sem tap upp á 1,5% en héldi sínum bæjarfulltrúa.

Píratar mælast með 7,6% sem er mun minna en í Morgunblaðskönnuninni en dugir þeim fyrir 1 bæjarfulltrúa en hann er samkvæmt könnuninni síðastur inn.

Næstbestiflokkurinn og sundlaugarvinir mælast með 4%, tapa tæplega 10% frá síðustu kosningum og missa sinn bæjarfulltrúa.

Dögun og umbótasinnar mælast með 0,7% fylgi.

22. maí 2014

AkureyriSkoðanakönnun á Akureyri. Vikudagur á Akureyri birtir skoðanakönnun fyrir Akureyri í dag. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með 20,6% sem er fylgisaukning frá síðustu kosningum upp á ríflega 7%. Yrðu þetta úrslit kosninga myndi flokkurinn hljóta 3 bæjarfulltrúa og bæta við sig tveimur.

Sjónarmun á eftir Sjálfstæðisflokknum kemur L-listi Bæjarlistans með 20% og bæjarfulltrúa. Um er að ræða sameiginlegt framboð A-lista og L-lista frá síðustu kosningum og tapar listanir samtals 33,6% atkvæða og fimm bæjarfulltrúum.

Framsóknarflokkurinn mælist með 17% og 2 bæjarfulltrúa sem er bæting upp á 4% og einn bæjarfulltrúa.

Samfylkingin bætir einnig við sig, fer úr 10% í 14,4% og fær 1 bæjarfulltrúa í stað eins áður.

Björt framtíð mælist með rúm 13% og fengi 1 bæjarfulltrúa. Flokkurinn hefur hrapað nokkuð skarpt í skoðanakönnunum í maí en í skoðanakönnun Morgunblaðsins í byrjun maí var flokkurinn með 20% og með 18% í könnun Fréttablaðsins um miðjan mánuðinn.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 12% sem er 1,5% meira en í síðustu kosningum og dugar fyrir 1 bæjarfulltrúa. Dögun mælist með tæplega 3% fylgi og langt frá því að ná inn manni.

Samkvæmt þessari skoðanakönnun er þriðji maður Sjálfstæðisflokks síðastur inn en næstir honum eru þriðji maður L-lista og annar maður Bjartrar framtíðar.

HafnarfjSkoðanakönnun í Hafnarfirði. Fréttablaðið birti skoðanakönnun fyrir Hafnarfjörð í dag.

Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkur stærstur með 28% og fengi 4 bæjarfulltrúa, tapaði einum og 9% fylgi.

Samfylkingin mælist með 25,5% tapar rúmum 15% af fylginu frá 2010, fengi 3 bæjarfulltrúa og tapaði tveimur.

Björt framtíð og Píratar buðu ekki fram 2010 en fá nú umtalsvert fylgi. Björt framtíð hlýtur tæp 17% og fengi 2 bæjarfulltrúa og Píratar mælast með tæp 13% og fengju 1 bæjarfulltrúa.

Vinstrihreyfingin grænt framboð heldur sínum bæjarfulltrúa þrátt fyrir að missa ríflega 4% fylgi en flokkurinn mælist með 10% nú.

Framsóknarflokurinn er með litlu minna fylgi en 2010 en nær ekki inn bæjarfulltrúa en vantar hins vegar innan við 0,5% til að ná inn manni á kostnað Sjálfstæðisflokks.

20. maí 2014

ReykjavíkNý könnun í Reykjavík. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Reykjavík bætir Samfylkingin við sig rúmum 15% og 3 borgarfulltrúum, fengi 34% og 6 borgarfulltrúa.

Björt framtíð (Besti flokkurinn) er með 22% fylgi sem myndi færa flokknum 4 borgarfulltrúa, rúmum sjónarmun á undan Sjálfstæðisflokki. Þetta þýðir fylgistap upp á rúmlega 12% og að flokkurinn missir 2 borgarfulltrúa. Meirihluti Bjartar framtíðar/Besta flokksins og Samfylkingar hlyti því öruggan meirihluta áfram með 10 af 15 borgarfulltrúum en hafa samanlagt 9 í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5% sem er sögulega líklega minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í Reykjavík. Það þýðir aðeins 3 borgarfulltrúa og flokkurinn missir því 2 frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkinn vantar innan við 1% til að ná inn sínum fjórða manni á kostnað Bjartar framtíðar.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 6,3% og tapar tæpu 1% frá síðustu kosningum og heldur sínum borgarfulltrúa.

Píratar mælast með ríflega 9% og fá samkvæmt könnuninni 1 borgarfulltrúa. Þeir þurfa að bæta við sig ríflega 1,5% til að ná inn öðrum manni.

Framsóknarflokkur mælist með 3% og vantar því 2,5% til að ná inn manni. Dögun mælist með 2% og Alþýðufylkingin rúmlega hálft prósent.

19. maí 2014

SeltjarnarnesSkoðanakönnun á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið birtir skoðanakönnun vegna Seltjarnarness í morgun. Könnunin sýnir yfirburðafylgi Sjálfstæðisflokks sem mælist með 66% sem myndi þýða að flokkurinn bætti við sig 8% og einum bæjarfulltrúa, fengi 6 af 7 bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi.

Samfylkingin mælist með tæplega 21%, bætir við sig 5% og fengi 1 bæjarfulltrúa og vantar innan við 2% til að bæta við sig öðrum bæjarfulltrúa.

Neslistinn mælist með 9,4% og tapar ríflega helmingi fylgis síns frá 2010 og eina bæjarfulltrúa sínum. Neslistinn vantar hins vegar innan við 2% til að halda sínum manni.

Framsóknarflokkur og óháðir mælast með 3,3% sem er um helmingur þess sem flokkurinn hlaut í kosningunum 2010.

Fimmti maður Sjálfstæðisflokks er inni á 13,2% og því þyrftu Neslistinn og Samfylking að bæta við sig allnokkru fylgi þannig að hann yrði í hættu.

17. maí 2014

ÁrborgSkoðanakönnun í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn missir meirihluta sinn í Árborg samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Það er í samræmi við skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 35% fylgi og fengi 4 bæjarfulltrúa. Flokkurinn tapar því um 15% frá kosningunum 2010.

Framsóknarflokkur mælisti með tæplega 23% fylgi og bætir við 3% og fengi 3 bæjarfulltrúa.

Samfylkingin mælist með 15% fylgi, tapar tæpum 5% og fengi 1 bæjarfulltrúa.

Björt framtíð er með tæp 15% og fengi einn bæjarfulltrúa. Vinstrihreyfingin grænt framboð er með 7,3% og missir sinn bæjarfulltrúa. Litlu munar á þriðja manni Framsóknarflokks, fyrsta manni Vinstri grænna og öðrum manni Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.

MosfellsbærSkoðanakönnun í Mosfellsbæ. Samkvæmt skoðanakönnun sem Morgunblaðið birtir í dag fær Sjálfstæðisflokkurinn öruggan meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.Flokkurinn mælist með tæplega 56% fylgi en var með tæð 50% í síðustu kosningum. Vegna mikilla dreifingar á fylgi annarra framboða í bænum myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 7 af 9 bæjarfulltrúum.

Samfylkingin mælist með 15% fylgi sem er 3% meira en í síðustu kosningum. Flokkurinn myndi samkvæmt þessu fá 1 bæjarfulltrúa og vera nálægt því að fá annan á kostnað Sjálfstæðisflokks.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 12% sem er svipað og í síðustu kosningum fengju 1 bæjarfulltrúa.

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ er með ríflega 6% og tapar samkvæmt því 9% og vantar að endurheimta 2-3% til að ná kjörnum bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn og Mosfellslistinn mælast með 4,4% og 5% og þurfa því að bæta við sig í kringum 4% til að ná kjörnum bæjarfulltrúa.

16. maí 2014

HafnarfjörðurSkoðanakönnun í Hafnarfirði. Miklar breytingar eru á fylgi flokkanna í Hafnarfirði ef marka má skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.  Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 31,6% fylgi og tapar um 6,5% frá síðustu kosningum og fengi 4 bæjarfulltrúa og tapaði einum.

Samfylkingin mælist með 24% og tapar samkvæmt því 17% fylgi og fengi 3 bæjarfulltrúa, tapaði tveimur.

Björt framtíð mælist með 20,4% og fengi 2 bæjarfulltrúa.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 8,2% og tapaði 6,4% og héldi sínum manni.

Píratar mælast með 8,1% og fengju 1 bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn mælist með 7,1% sem er nokkurn veginn sama fylgi og í kosningunum 2010 en nægir ekki til að ná inn manni.

Fjórði maður Sjálfstæðisflokks, þriðji maður Samfylkingar og fyrstu menn Vinstri grænna og Pírata eru síðastir og nær jafnir inn. Framsóknarflokkinn vantar samkvæmt þessari könnun innan við 1% til að ná inn manni.

15. maí 2014

Nýlegar skoðanakannanir í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum hafa verið settar inn á síður þeirra. Þau eru Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Reykjanesbær, Akranes, Ísafjarðarbær, Akureyri, Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar og Árborg. Fleiri kannanir munu koma inn eftir því sem þær verða birtar.

Íbúar á sveitarstjórnarmann. Sveitarfélögin í landinu er mjög misfjölmenn. Íbúar Reykjavíkur er 121.230 um síðusta áramót á meðan íbúar í Árneshreppi og Helgafellssveit eru aðeins 53.  Út frá því er athyglisvert að skoða hversu margir íbúar eru á bak við hvern sveitarstjórnarfulltrúa.

Flestir eru þeir í Reykjavík 8.082 íbúar á hvern borgarfulltrúa. Næst þar á eftir koma Kópavogur með 2.937, Hafnarfjörður 2.487, Akureyri með 1.646, Reykjanesbær 1.321, Garðabær 1.289 og Mosfellsbær 1.008.

Fæstir eru þeir hins vegar í Tjörneshreppi, Helgafellssveit og Árneshreppi þar sem það eru um 11 íbúar á hvern hreppsnefndarmann, 12 í Skorradalshreppi, 14 í Fljótsdalshreppi, 18 í Svalbarðshreppi og 20 í Skagabyggð.

14. maí 2014

Tvö kvennaframboð verða við kosningarnar í vor. Annars vegar er um að ræða M-listi Máttar meyja og manna í Bolungarvík en þar fer 14 kvenna listi gegn lista Sjálfstæðisflokks og óháðra sem hefur meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Hins vegar er um að ræða framboð sjö kvenna í Sveitarfélaginu Garði sem fer fram undir merkjum Z-lista Samstöðu.

Sá listi sem fer næst því að vera karlalisti er líklega listi Pírata í Kópavogi en hann skipa 13 karlar og 1 kona sem er í 5. sæti listans.

13. maí 2014

Sjálfkjörið er í Tjörneshreppi, Skútustaðahreppi og Vesturbyggð þar sem aðeins einn listi kom fram.

Óhlutbundin kosning verður í eftirtöldum sveitarfélögum þar sem enginn framboðslisti kom fram: Akrahreppur, Árneshreppur, Ásahreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Dalabyggð, Fljótsdalshreppur, Grýtubakkahreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Skorradalshreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tálknafjarðarhreppur.

J-listi fyrir fjölbreytt og réttlátt samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

1. Anna Sigríður Valdimarsdóttir, náttúrufræðingur
2. Þórir Árnason, verkstjóri
3. Guðfinnur Jakobsson, forstöðumaður
4. Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir, starfsm.Skaftholti
5. Jón Marteinn Finnbogason, búfræðinemi
6. Jón Einar Valdimarsson, húsasmiður
7. Logi Pálsson, atferlisþjálfari

O-listi Hins listans í Eyjafjarðarsveit er kominn fram.

1. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, verkefnastjóri
2. Lilja Sverrisdóttir, bóndi
3. Einar Svanbergsson, rekstrarstjóri
4. Þórir Níelsson, bóndi
5. Halla Hafbergsdótdtir, sérfræðingur
6. Sigurður Friðleifsson, umhverfisfræðingur
7. Anna Sonja Ágústsdóttir, tamningakona og nemi
8. Jónína M. Guðbjartsdóttir, grunnskólakennari
9. Brynjar Skúlason, skógfræðingur
10. Hrönn A. Björnsdóttir, ritari
11. Aðalsteinn Hallgrímsson, bóndi
12. Sigríður Ásný Ketilsdóttir, heilari
13. Ármann Skjaldarson, bóndi og bifvélavirki
14. Davíð R. Ágústsson, húsvörður

Tveir listar komu fram í Djúpavogshreppi.

F-listi Framfaralistans Ó-listi Óskalistans
1. Andrés Skúlason 1. Rán Freysdóttir
2. Sóley Dögg Birgisdóttir 2. Kári Snær Valtingojer
3. Kristján Ingimarsson 3. Júlía Hrönn Rafnsdóttir
4. Þorbjörg Sandholt 4. Óðinn Sævar Gunnlaugsson
5. Sigurjón Stefánsson 5. Ester Sigurásta Gunnlaugsdóttir
6. Berta Björg Sæmundsdóttir 6. Birgir Thorberg Ágústsson
7. Sigurður Ágúst Jónsson 7. Óskar Ragnarsson
8. Ingibjörg B. Gunnlaugsdóttir 8. Helga Rún Guðjónsdóttir
9. Magnús Kristjánsson 9. Steinþór Björnsson
10. Þór Vigfússon 10. Hörður Ingi Þórbjörnsson

Z-listi Samstöðu í Sveitarfélaginu Garði er kominn fram.

1. Hildur Sigfúsdóttir, meistaranemi
2. Jóna Rut Gísladóttir, hjúkrunarfræðinemi
3. Linda Rós Björgvinsdóttir, tryggingafulltrúi
4. Jóhanna Pálsdóttir, grunnskólakennari
5. Sigrún Sigurðardóttir, þroskaþjálfi
6. Elín Arnbjörnsdóttir, félagsráðgjafanemi
7. Anna Elísabet Gestsdóttir, leik- og grunnskólakennari

Lýðræðislistinn á Súðavík hefur verið lagður fram.

1. Eiríkur Valgeir Scott, pípulagningamaður
2. Halldóra Pétursdóttir, verslunarmaður
3. Salvar Ólafur Baldursson, bóndi
4. Jóhanna R. Kristjánssdóttir, bóndi
5. Karl Guðmundur Kjartanson, sjómaður
6. Guðmundur Birgir Ragnarson, húsvörður
7. Eðvarð Örn Kristinsson, sjómaður
8. Guðmundur M. Halldórson, bóndi
9. Guðrún I. Halldórsdóttir, verkakona
10. Ómar Már Jónsson, iðnrekstrarfræðingur

Listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum hefur verið lagður fram.

1. Björn Sæbjörnsson
2. Guðbjörg Kristmundsdóttir
3. Oddur Ragnar Þórðarson
4. Kristinn Benediktsson
5. Sigurður Árni Leifsson
6. Drífa B. Gunnlaugsdóttir
7. Gottskálk H. Kristjánsson
8. Sylvía Hlíf Latham
9. Magga Lena Kristinsdóttir
10. Elfar Árni Rúnarsson
11. Hólmgrímur Rósenbergsson
12. Þórður Kr. Guðmundsson
13. Sveindís Skúladóttir
14. Guðmundur Valdemarsson

Listi Fólksins í Sveitarfélaginu Vogum hefur verið lagður fram.

1. Kristinn Björgvinsson
2. Jóngeir H. Hlinason
3. Sigríður Þorgeirsdóttir
4. Bergur Guðbjörnsson
5. Magnús Jón Björgvinsson
6. Elín Ösp Guðmundsdóttir
7. Kristinn Þór Sigurjónsson
8. Guðrún Kristmannsdóttir
9. Sóley Hafsteinsdóttir
10. Klara Birgisdóttir
11. Tómas Pétursson
12. Guðmundur Hauksson
13. Arnar Már Jónsson
14. Benedikt Guðmundsson

Listi Næstbestaflokksins og sundlaugarvina í Kópavogi hefur verið lagður fram.

Hjálmar Hjálmarsson, leikari
Donata H. Bukowska, kennari
Ásdís Helga Jóhannesdóttir, íslenskufræðingur
Nadia Borisdóttir, ráðgjafi hjá Mannréttindaskrifstofu
Sigrún Sif Jóelsdóttir,  Ms. í sálfræði og verkefnisstjóri við HÍ
Einar Rafn Þórhallsson, tómstundafræðingur og tónlistarmaður
Angelina Belista, hugbúnaðarprófari
Ágúst Valves Jóhannesson, matreiðslumaður
Hafsteinn Már Sigurðsson, múrari og upptökumaður
Hinrik Ólafsson, framleiðandi og leikari
Valgeir Skagfjörð, höfundur, tónlistarmaður og leikari
Margrét E. Kaaber, leikkona
Daníel Þór Bjarnason, leikari
Bjarni Steinar Kárason, lífstílsráðgjafi

Listi Framsóknar og óháðra á Seltjarnarnesi hefur verið lagður fram.

1. Guðmundur Einarsson, viðskiptafræðingur
2. Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður
3. Kristjana Bergsdóttir, kerfisfræðingur
4. Sigurður E. Guðmundsson, flugstjóri
5. Björn Ragnar Bjarnason, viðskiptafræðingur
6. Edda Sif Bergmann Þorvaldsdóttir, sérkennari
7. Sigrún Þorgeirsdóttir, málfræðingur
8. Stefán E. Sigurðsson, flugstjóri
9. Íris Gústafsdóttir, hárgreiðslumeistari
10. Guðbjörg Hannesdóttir, fv.skólaliði
11. Hildur Aðalsteinsdóttir, leikskólasérkennari
12. Svala Sigurðardóttir, fv.skólaritari
13. Dóra Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur
14. Erna Kristinsdóttir, fv.iðnrekandi

12. maí 2014

Á hádegi í dag rann út framlengdur framboðsfrestur í þeim sveitarfélögum þar sem að aðeins einn listi kom fram. Sjálfkjörið verður í Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi.

Óhlutbundin kosning verður í Kjósarhreppi, Fljótsdalshreppi og Kaldrananeshreppi.

Listi Dögunar og umbótasinna í Kópavogi hefur verið birtur.

1. Árni Þór Þorgeirsson, frumkvöðull
2. Jónína Björk Erlingsdóttir, MPM
3. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, mannauðsstjóri
4. Baldvin Björgvinsson, raffræðingur og kennari
5. Hans Margrétarson Hansen, leikskólastarfsmaður
6. Clara Regína Ludwig, nemi
7. Ólafur Víðir Sigurðsson, tæknifræðingur
8. Rúnar Sigurðsson, verkefnastjóri
9. Ólafur Garðarsson, forritari
10. Sigurður Haraldsson, rafvirki
11. Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fv.alþingismaður

Tveir listar komu fram í Eyja- og Miklaholtshreppi.

F-listi Sveitar H-listi Betri byggðar
1. Þröstur Aðalbjarnarson, búfræðikandidat og bóndi, Stakkhamri I 1. Eggert Kjartansson, bóndi Hofsstöðum.
2. Sigrún Erla Eyjólfsdóttir, leikskólakennari og hótelstjóri, Vegamótum 2. Atli Sveinn Svansson, bóndi Dalsmynni.
3. Halldór Jónsson, bóndi og oddvitaefni, Þverá 3. Katrín Gísladóttir, bóndi Minni Borg.
4. Gísli Guðmundsson, tamningamaður og fv. Lögregluvarðstjóri, Hömluholti 4. Herdís Þórðardóttir, deildarstjóri, Kolviðarnesi.
5. Harpa Jónsdóttir, bóndi, Hjarðarfelli 5. Halldór Sigurkarlsson, tamningamaður, Hrossholti.
6. Kristján Þór Sigurvinsson, bóndi, Fáskrúðarbakka 6. Áslaug Sigvaldadóttir, kennari, Syðra Lágafelli.
7. Ásdís Ólöf Sigurðardóttir, tamningakona, Eiðhúsum 7. Guðbjörg Gunnarsdóttir, skólaliði, Laugargerði.
8. Þorleifur Halldórsson, vélvirki, Þverá 8. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, nemi, Minni Borg.
9. Trausti Skúlason, bóndi, Syðra-Skógarnesi 9. Halla Sif Svansdóttir, nemi, Dalsmynni.
10. Bjarni Alexandersson, búfræðingur og bóndi, Stakkhamri II 10. Svanur Guðmundsson, bóndi Dalsmynni

Þrír listar komu fram í Strandabyggð. 

E-listi Strandamanna F-listi Óháðra kjósenda J-listi Félagshyggjufólks
1. Ingibjörg Benediktsdóttir, háskólanemi 1. Haraldur V.A. Jónsson, húsasmíðameistari 1. Jón Gísli Jónsson, verkamaður
2. Jóhann Björn Arngrímsson,svæðisstjóri 2. Sigríður G. Jónsdóttir, bóndi 2. Ingibjörg Emilsdóttir, grunnskólakennari
3. Vignir Örn Pálsson, rafvirki 3. Már Ólafsson, sjómaður 3. Viðar Guðmundsson, bóndi
4. Jóhanna G. Rósmundsdóttir, stuðningsfulltrúi 4. Hlíf Hrólfsdóttir, þroskaþjálfi 4. Ásta Þórisdóttir, grunnskólakennari
5. Hlynur Þór Ragnarsson, skólabílstjóri 5. Jón Stefánsson, bóndi 5. Jóhann L. Jónsson, húsasmiður
6. Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur 6. Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarstjóri 6. Guðrún E Þorvaldsdóttir, heimaþjónusta
7. Marta Sigvaldadóttir, bóndi 7. Gunnar T. Daðason, pípulagningarmaður 7. Unnsteinn Árnason, bóndi
8. Andrea Marta Vigfúsdóttir, bóndi 8. Júlíana Ágústsdóttir, skrifstofumaður 8. Ingibjörg B. Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi
9. Þröstur Áskelsson, verkamaður 9. Karl V. Jónsson, verkstjóri 9. Ingimundur Jóhannsson, vélstjóri
10. Ingibjörg H. Theodórsdóttir, heilbrigðisstarfsmaður 10. Valdemar Guðmundsson, eldriborgari 10. Bryndís Sveinsdóttir, skrifstofumaður

M-listi Mýrdælinga í Mýrdalshreppi er kominn fram.

1. Árni Rúnar Þorvaldsson, verkefnisstjóri
2. Eva Dögg Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
3. Eiríkur Tryggvi Ástþórsson, landpóstur
4. Hafdís Eggertsdóttir, félagsliði
5. Pálmi Kristjánsson, rekstrarstjóri
6. Eygló Guðmundsdóttir, sundlaugarvörður
7. Kristján Þórðarson, verkstjóri
8. Sæmunda Ósk Fjeldsted, verslunarmaður
9. Ívar Páll Bjartmarsson, tæknimaður
10. Steinþór Vigfússon, hótelstjóri

Ó-listi Óháðra, Skaftárhrepp á kortið í Skaftárhreppi er kominn fram.

1. Guðmundur Ingi Ingason, lögregluvarðstjóri
2. Jóhannes Gissurarson, bóndi
3. Sverrir Gíslason, bóndi
4. Auður Eyþórsdóttir, framkvæmdastjóri
5. Kristín Lárusdóttir, bóndi/tamningamaður
6. Ragnheiður Hlín Símonardóttir, bóndi/sjúkraliði
7. Gunnar Pétur Sigmarsson, landpóstur/nemi
8. Þóranna Harðardóttir, bóndi/landpóstur
9. Sigurlaug Linda Harðardóttir, bóndi
10. Magnús Þorfinnsson, bóndi

Z-listi Sólar í Skaftárhreppi, óháðs framboðs er kominn fram.

1. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi
2. Jóna Björk Jónsdóttir, líffræðingur
3. Gústaf B. Pálsson, bóndi
4. Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi/ferðaþjónustubóndi
5. Rannveig Ólafsdóttir, náttúrufræðingur/bóndi
6. Arnhildur Helgadóttir, nemi
7. Kári Kristjánsson, stm. Vatnajökulsþjóðgarðs
8. Anna Sigríður Bjarnadóttir, öryrki
9. Valgerður Erlingsdóttir, skógfræðingur
10. Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður.

11. maí 2014

Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær.

Aðeins einn listi kom fram í Vesturbyggð, Skútustaðahreppi, Djúpavogshreppi og Tjörneshreppi og verður því framboðsfrestur í þessum sveitarfélögum framlengdur til hádegis á mánudag. Ekki er vitað til að nema einn listi hafi komið fram í Súðavíkurhreppi en það er ekki staðfest.

Staðfest er að enginn listi kom fram í eftirtöldum sveitarfélögum: Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppi, Dalabyggð, Reykhólahreppi, Akrahreppi og Breiðdalshreppi. Líklega kom enginn listi fram í eftirtöldum sveitarfélögum en það er ekki staðfest: Tálknafjarðarhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Skagabyggð, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Svalbarðshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur og Ásahreppur.

Flest framboð komu fram í Reykjavík og Kópavogi, átta á hvorum stað. Sjö framboð komu fram á Akureyri og sex framboð í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Reykjanesbæ.

C-listi Lýðræðissinna í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið lagður fram.

1. Hörður Óli Guðmundsson, bóndi, Haga
2. Ingibjörg Harðardóttir, viðskiptafræðingur, Björk II
3. Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi, Ártanga
4. Björn Kristinn Pálmarsson, verkamaður, Borgarbraut 5
5. Auður Gunnarsdóttir, bóndi, Hömrum
6. Ása Valdís Árnadóttir, markaðsstjóri, Bíldsbrún 1
7. Steinar Sigurjónsson, nemi, Miðengi 5
8. Hildur Magnúsdóttir, ritari, Stóru-Borg
9. Alfreð Aron Guðmundsson, verkamaður, Borgarbraut 28
10. Þorkell Gunnarsson, pípulagningameistari, Stærri-Bæ II

Listi Framsóknarflokksins á Seyðisfirði hefur verið lagður fram.

1. Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri
2. Unnar B. Sveinlaugsson vélsmiður
3. Örvar Jóhannsson rafvirkjanemi
4. Óla B. Magnúsdóttir skrifstofumaður
5. Sigríður Stefánsdóttir loftskeytamaður
6. Rúnar Gunnarsson fiskverkamaður
7. Hjalti Þór Bergsson bifreiðastjóri
8. Eygló Björg Jóhannsdóttir bókari
9. Gunnhildur Eldjárnsdóttir eldri borgari
10. Sigurður Ormar Sigurðsson bæjarstarfsmaður
11. Snorri Jónsson vinnslustjóri
12. Ingibjörg Svanbergsdóttir eldri borgari
13. Páll Vilhjálmsson sjómaður
14. Þórdís Bergsdóttir framkvæmdastjóri

Þrír listar komu fram í Langanesbyggð.

L-listi Framtíðarlistans N-listi Nýs afls
1. Þorsteinn Ægir Egilsson, íþróttakennari og neyðarflutningamaður 1. Hilma Steinarsdóttir, háskólanemi og grunnskólakennari
2. Hulda Kristín Baldursdóttir, starfsmaður íþróttahúss 2. Reynir Atli Jónsson, reiðkennari
3. Gunnólfur Lársson, vertaki og sveitarstjórnarmaður 3. Dagrún Þórisdóttir, bóndi
4. Halldór Rúnar Stefánsson, útgerðarmaður 4. Aneta Potrykus, gjaldkeri
5. Magnús Elíasson, sjómaður 5. Þorstenn Vilberg Þórisson, atvinnubílstjóri
6. Steinunn Anna Halldórsdóttir, hrossaræktarráðunautur 6. Sóley Indriðadóttir, forstjóri
7. Oddný S. Kristjánsdóttir, dagforeldri 7. Heiðrún Óladóttir, verkefnastjóri
8. Sölvi Steinn Ólason, húsvörður 8. Ívar Þór Jónsson, vélstjóri
9. Albert Sigurðsson, járnsmiður 9. Kristín Heimisdóttir, háskólanemi
10. Jósteinn Hermundsson, smiður 10. Jón H. Marinósson, sjómaður
11. Gísli Jónsson, verkamaður 11. Guðmundur Jóhannsson, skipstjóri
12. Maríus Halldórsson, bóndi og búfræðingur 12. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, verkefnastjóri
13. Þórarinn Björnsson, eldiri borgari 13. Ari Sigfús Úlfsson, verkamaður
14. Líney Sigurðardóttir, ritari og grunnskólakennari
U-listinn
1. Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri
2. Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, leikskólastjóri
3. Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri
4. Karl Ásberg Steinsson, bifvélavirki
5. Steinunn Leósdóttir, leiðbeinandi
6. Vilborg Stefánsdóttir, kerfisfræðingur
7. Ævar Rafn Marinósson, bóndi
8. Nanna S. Höskuldsdóttir, matráður
9. Magdalena Zawodna, leikskólakennari
10. Sigríður Ósk Indriðadóttir, leiðbeinandi
11. Aðalbjörn Arnarsson, vélamaður
12. Ólöf Kristín Arnmundsdóttir, útgerðarmaður
13. Sólveig Sveinbjörnsdóttir, flugupplýsingafulltrúi
14. Rafn Jónsson, verksmiðjustjóri

Ð-listinn á Skagaströnd kom fram í gær.

1. Steindór Haraldsson, framleiðslustjóri
2. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi
3. Kristín Björk Leifsdóttir, háskólanemi
4. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari
5. Eygló Amelía Valdimarsdóttir, snyrtifræðingur
6. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir
7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi.
8. Þröstur Líndal, bóndi
9. Sigríður Þórunn Gestsdóttir, húsmóðir.
10. Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari

E-listi Endurreisnar – lista fólksins í Fljótsdalshéraði hefur verið lagður fram.

1. Áskell Gunnar Einarsson
2. Lilja Hafdís Óladóttir
3. Bylgja Dröfn Jónsdóttir
4. Guðrún Agnarsdóttir
5. Örvar Már Jónsson
6. Erlingur Hjörvar Guðjónsson
7. Agnar Benediktsson
8. Guðjón Einarsson
9. Arinbjörn Árnason
10. benedikt Arnórsson
11. Bragi S. Björgvinsson
12. Rögnvaldur Ragnarsson
13. Árni Sigurður Jónsson
14. Rúnar Guðmundsson
15. Óli Stefánsson

10. maí 2014

Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag.

Aðeins einn listi kom fram í Vesturbyggð, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi og verður því framboðsfrestur í þessum sveitarfélögum framlengdur til hádegis á mánudag.

Staðfest er að enginn listi kom fram í eftirtöldum sveitarfélögum: Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Reykhólahreppi og Breiðdalshreppi.

Nýtt framboð kom fram í Snæfellsbæ  í dag, N-listinn, en það er framboð sem skipað er ungu fólki.

1. Friðþjófur Orri Jóhannsson, skipstjóri og útvarpsmaður
2. Víðir Haraldsson, vélstjóri og hestamaður
3. Hreinn S. Jónsson, sjómaður
4. Adam Geir Gústafsson, verkamaður
5. Krystyna Stefanczyk, háskólanemi
6. Arnór Ísfjörð Guðmundsson, laxveiðimaður
7. Hildur Ósk Þórsdóttir, búðakona og dama
8. Arngrímur Stefánsson, verkamaður

Þrír listar komu fram í Hörgársveit.

J-listi Grósku L-listi Lýðræðislistans N-listi Nýrra tíma
1. Axel Grettisson 1. Jón Þór Benediktsson 1. Ásrún Árnadóttir
2. Jóhanna María Oddsdóttir 2. Helgi Þór Helgason 2. Jónas Þór Jónasson
3. Helgi Bjarni Steinsson 3. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir 3. Þórður Ragnar Þórðarson
4. María Albína Tryggvadóttir 4. Andrea R. Keel 4. Jónas Ragnarsson
5. Róbert Fanndal Jósavinsson 5. Guðmundur Sturluson 5. Ingibjörg Stella Bjarnadóttir
6. Sigríður Guðmundsdóttir 6. Ásdís Skarphéðinsdóttir 6. Bjarki Brynjólfsson
7. Sigríður Kristín Sverrisdóttir 7. Halldóra E. Jóhannsdóttir 7. Auður Eiríksdóttir
8. Gústav Geir Bollason 8. Áslaug Stefánsdóttir 8. Einar Þórðarson
9. Halldóra Vébjörnsdóttir 9. Hannes Gunnlaugsson 9. Andrés Kristinsson
10. Haukur Sigfússon 10. Jónas Davíð Jónasson 10. Arnar Pálsson

Ónefndur listi er kominn fram í Tjörneshreppi

1. Steinþór Heiðarsson
2. Smári Kárason
3. Jón Gunnarsson
4. Sveinn Egilsson
5. Katý Bjarnadóttir
6. Jónas Jónasson
7. Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir
8. Máni Snær Bjarnason
9. Halldór Sigurðsson
10. Jóhanna R. Pétursdóttir

M-listi Fólksins í bænum í Garðabæ hefur verið lagður fram.

1. María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Ingvar Arnarson, framhaldsskólakennari
3. Sigríður Finnbjörnsdóttir, hárgreiðslumeistari
4. Huginn Freyr Þorsteinsson, aðjúnkt og heimspekingur
5. Kristján Guðmundsson, knattspyrnuþjálfari
6. Jóhann Ívar Björnsson, nemi
7. Sigurlaug Viborg, gjaldkeri og fyrrverandi bæjarfulltrúi
8. Bjartur Máni Sigurðsson, markaðsstjóri
9. Ólafur Karl Finsen, nemi og knattspyrnumaður
10. Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, MS í stjórnun & stefnumótun
11. Kristján Gunnarsson, viðskiptafræðingur
12. Paresh Mandloi, verkfræðingur
13. Kristján Másson, viðskiptafræðingur
14. Kristín Harðardóttir, fiskifræðingur
15. Borgþór Stefánsson, viðskiptafræðingur
16. Haukur Freyr Agnarsson, flugmaður
17. Aðalbjörg Karlsdóttir, lyfjatæknir
18. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri og fv.hreppsnefndarmaður
19. Hreiðar Ingi Ársælsson, bílstjóri
20. Anna Guðný Andersen, MS í stjórnun & stefnumótun
21. Magnús Karl Pétursson, atvinnurekandi
22. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, fv. Skólastjóri

T-listi Sveitunga í Þingeyjarsveit hefur verið lagður fram.

1.   Ragnar Bjarnason, verkfræðingur
2.   Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, smiður
3.   Ketill Indriðason, bóndi
4.   Baldvin Kr Baldvinsson
5.   Sigurlaug Svavarsdóttir
6.   Freydís Anna Arngrímsdóttir
7.   Ari Heiðmann Jósavinsson
8.   Birna Óskarsdóttir
9.   Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
10. Friðgeir Sigtryggsson
11. Teitur Erlingsson
12. Guðný Þorbergsdóttir
13. Haraldur Bóasson
14. Ari Teitsson

J-listi Bæjarmálafélags Snæfellsbæjar hefur birt framboðslista sinn.

1. Baldvin Leifur Ívarsson, framkvæmdarstjóri
2. Fríða Sveinsdóttir, bókasafnsvörður
3. Kristján Þórðarson, bóndi
4. Svandís Jóna Sigurðardóttir, kennari
5. Ari Bent Ómarsson, skrifstofumaður
6. Gísli Bjarnason, skipstjórnarmaður
7. Marta S. Pétursdóttir, umönnun
8. Guðmundur Ólafsson, verkstjóri
9. Guðný H. Jakobsdóttir, bóndi
10. Drífa Skúladóttir, verslunarmaður
11. Ása Gunnarsdóttir, húsmóðir og nemi
12. Atli Már Hafsteinsson, verslunarmaður
13. Matthildur Kristmundsdóttir, umönnun
14. Þorbjörg Alexandersdóttir, skrifstofumaður

Píratar í Kópavogi hafa birt lista sinn.

1. Ingólfur Árni Gunnarsson
2. Einar Páll Gunnarsson
3. Gunnar Þór Snorrason
4. Bjartur Thorlacius
5. Auður Eiríksdótir
6. Birgir Örn Einarsson
7. Hörður Sigurðsson
8. Andri Már Einarsson
9. Þórir Már Ingólfsson
10. Arnfinnur Finnbjörnsson
11. Friðfinnur Finnbjörnsson
12. Sindri Már Ágústsson
13. Steinar Þór Guðleifsson
14. Egill Óskarsson

T-listi Dögunar og sjóræningjanna í Kópavogi var skilað inn til kjörstjórnar en hefur ekki verið birtur. Á listanum munu vera fyrrum stjórnarmenn í Pírötum í Kópavogi og ásamt fólki úr Dögun.

Björt framtíð í Ísafjarðarbæ hefur birt framboðslista sinn.

1. Benedikt Bjarnason, þjónustufulltrúi
2. Aðalheiður Rúnarsdóttir, fulltrúi hjá LífVest
3. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri
4. Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi
5. Ómar Örn Sigmundsson, vélstjóri
6. Sunneva Sigurðardóttir, hárgreiðslumeistari
7. Jóhann D. Svansson, bakari
8. Gunnlaugur I.M. Grétarsson, leiðsögumaður
9. Bryndís Ósk Jónsdóttir, saksóknari
10. Stígur Berg Sophusson, skipstjóri
11. Freyja Rein Grétarsdóttir, verkakona
12. Ólöf Öfjörð, dagforeldri
13. Guðmundur Heiðar Svanbergsson, sjúkraflutningsmaður
14. Hrund Sæmundsdóttir, þjónustufulltrúi
15. Stefanía Kristín Leiknisdóttir, nemi
16. Sigurður Aron Snorrason, matreiðslumaður
17. Salóme Katrín Magnúsdóttir, nemi
18. Valdimar Hreiðarsson, prestur

9. maí 2014

Framboðsfrestur rennur út á hádegi á morgun, laugardaginn 10. maí.

O-listi Okkar sveitar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur birt framboðslista sinn. Frambjóðendur listans skipuðu voru á öðrum listum 2010. Björgvin, Harpa Dís og Jón Vilmundarson setið í sveitarstjórn á liðnu kjörtímabili fyrir E-lista Einingar og K-lista Farsælla framfarasinna. Einar Bjarnason var einnig á K-listanum og Oddur Guðni sat í sveitarstjórn fyrir N-lista Nýrra tíma og nýs afls. K-listinn var í meirihluta á yfirstandandi kjörtímabili þar til undir lok árs 2012 að slitnaði uppúr einingu listans og mynduðu þá tveir fulltrúar listans nýjan meirihluta með fulltrúum E- og N-lista.

1. Björgvin Skafti Bjarnason
2. Einar Bjarnason
3. Meike Witt
4. Anna Þórný Sigfúsdóttir
5. Anna María Flygenring
6. Ásmundur Lárusson
7. Haraldur Ívar Guðmundsson
8. Jón Vilmundarson
9. Harpa Dís Harðardóttir
10. Oddur Guðni Bjarnason

Listi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði var birtur í dag.

1. Arnbjörg Sveinsdóttir, sjálfstætt starfandi
2. Margrét Guðjónsdóttir, verslunareigandi og kennari
3. Svava Lárusdóttir, kennari
4. Íris Dröfn Árnadóttir, lögfræðingur
5. Sveinbjörn Orri Jóhannsson, stýrimaður
6. Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri
7. Páll Þór Guðjónsson, framkvæmdastjóri
8. María Michaelsdóttir Töczik, húsmóðir
9. Viktor Heiðdal Andersen, starfsmaður HSA
10. Árni Elísson, tollvörður
11. Dagný Erla Ómarsdóttir, íþróttafræðingur
12. Jóhann Petur Danielsson Vest, nemi
13. Ragnar Mar Konráðsson, starfsmaður Alcoa
14. Daníel Björnsson, fjármálastjóri

Seyðisfjarðarlistinn á Seyðisfirði var birtur í dag.

1. Elfa Hlín Pétursdóttir, verkefnisstjóri
2. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari
3. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri
4. Kolbeinn Agnarsson, sjómaður
5. Guðjón Egilsson, sjómaður
6. Símon Þór Gunnarsson, stóriðjutæknir
7. Halla Dröfn Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
8. Arna Magnúsdóttir, meistaranemi
9. Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, leikskólaliði
10. Guðjón Már Jónsson, tæknifræðingur
11. Garðar Garðarsson, verkfræðingur
12. Bára Mjöll Jónsdóttir, fjarnámsstjóri
13. Hilmar Eyjólfsson, eldri borgari
14. Jóhann Sveinbjörnsson, fv. bæjargjaldkeri

K-listi Félagshyggju á Vopnafirði er kominn fram.

1. Eyjólfur Sigurðsson, bifreiðastjóri
2. Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
3. Einar Björn Kristbergsson, þjónustustjóri
4. Ásgrímur Guðnason, sjómaður
5. Lilja Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
6. Ása Sigurðardóttir, grunnskólakennari
7. Agnar Karl Árnason, verkamaður
8. Bjartur Aðalbjörnsson, framhaldsskólanemi
9. Silvía Björk Kristjánsdóttir, grunnskólakennari
10. Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi
11. Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir, bréfberi
12. Hjörtur Davíðsson, lögreglumaður
13. Guðrún Svanhildur Stefánsdóttir, skrifstofumaður
14. Ólafur K. Ármannsson, framkvæmdastjóri

Á-listinn í Hrunamannahreppi er kominn fram.

1. Bjarney Vignisdóttir hjúkrunarfræðingur
2. Erla Björg Arnardóttir garðyrkjufræðingur
3. Elvar Harðarson vinnuvélastjóri
4. Þröstur Jónsson húsasmíðameistari
5. Jón Gunnar Sigurðarson múrari
6. Katrín Ösp Emilsdóttir garðyrkjufræðingur
7. Bozena Maria Jozefik veitingamaður
8. Bjarni Arnar Hjaltason búfræðingur
9. Kristín Garðarsdóttir ellilífeyrisþegi
10. Esther Guðjónsdóttir bóndi

Listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vesturbyggð er kominn fram.

1. Friðbjörg Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri
2. Magnús Jónsson, skipstjóri
3. Ásgeir Sveinsson, bóndi
4. Nanna Á. Jónsdóttir, bóndi
5. Gísli Ægir Ágústsson, skipstjóri
6. Halldór Traustason, málarameistari
7. Ása Dóra Finnbogadóttir, umhverfisskipulagsfræðingur
8. Gunnar Héðinsson, vélstjóri
9. Jón B. G. Jónsson, læknir
10. Gerður Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
11. Hjörtur Sigurðsson, hafnarvörður
12. Jórunn Helgadóttir, húsfreyja
13. Víðir Hólm Guðbjartsson, bóndi
14. Guðmundur Sævar Guðjónsson, bílstjóri og húsasmíðameistari

8.maí 2014

Listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík er kominn fram.

1. Elías Jónatansson, bæjarstjóri
2. Margrét Jómundsdóttir, starfsmaður félagsþjónustu
3. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, grunn- og leikskólakennari og nemi
4. Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
5. Helga Svandís Helgadóttir, grunnskólakennari
6. Einar Guðmundsson, umboðsmaður
7. Sunna Reyr Sigurjónsdóttir, bóndi
8. Guðrún Halldóra Halldórsdóttir, þjónustufulltrúi og háskólanemi
9. Hafþór Gunnarsson, pípulagningameistari
10. Elísabet María Pétursdóttir, leikskólasérkennari
11. Andri Rúnar Bjarnason, knattspyrnumaður
12. Einar Guðmundsson, skipstjóri
13. Guðrún Valdís Benediktsdóttir, verslunarstjóri
14. Jón Guðni Pétursson, skipstjóri

J-listi Umbótasinnaðra Blönduósinga er kominn fram. Tveir efstu menn listans voru á lista Samfylkingar og óháðra 2010.

1. Hörður Ríkharðsson fræðsluerindreki
2. Oddný María Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi
3. Sindri Páll Bjarnason bóndi
4. Harpa Hermannsdóttir sérkennari
5. Valdimar Guðmannsson iðnverkamaður
6. Zanný Lind Hjaltadóttir sérfræðingur
7. Guðmundur A. Sigurjónsson byggingariðnfræðinemi
8. Erla Ísafold Sigurðardóttir stöðvarstjóri Íslandspósts
9. Bergþór Pálsson kjötiðnaðarmaður
10. Kristín Jóna Sigurðardóttir kennari
11. Pawel Mickiewicz iðnverkamaður
12. Ingibjörg Signý Aadnegard sjúkraliði
13. Hávarður Sigurjónsson verslunarmaður
14. Halla Bernódusdóttir forstöðukona

Alþýðufylkingin í Reykjavík hefur birt framboðslista sinn.

1. Þorvaldur Þorvaldsson
2. Friðrik Atlason
3. Claudia Overesch
4. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir
5. Axel Björnsson
6. Gyða Jónsdóttir
7. Björk Þorgrímsdóttir
8. Guðmundur R. Guðmundsson
9. Björg Kjartansdóttir
10. Guðbjörg Ása Jónsdóttir Huldudóttir
11. Ólafur Tumi Sigurðarson
12. Sóley Þorvaldsdóttir
13. Guðbrandur Loki Rúnarsson
14. Sólveig Hauksdóttir
15. Jón Fanndal Þórðarson

Listi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ er kominn fram.

1. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður
2. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi
3. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari
4. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi
5. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður
6. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur
7. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður
8. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari
9. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur
10. Emil Pétursson, húsasmíðameistari
11. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari
12. Páll Kristjánsson, hnífasmiður
13. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra
14. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari
15. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur
16. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona
17. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir
18. Ingimar Sveinsson, fv.bóndi og kennari í hestafræðum

Gísli Halldór Halldórsson formaður bæjarráðs oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ er genginn úr Sjálfstæðisflokknum og er bæjarstjóraefni Í-listans sem hefur verið í minnihluta í Ísafjarðarbæ.

L-listi F’ólksins á Blönduósi er kominn fram.

1. Valgarður Hilmarsson
2. Guðmundur Haukur Jakobsson
3. Anna Margrét Jónsdóttir
4. Zophonías Ari Lárusson
5. Anna Margrét Sigurðardóttir
6. Gerður Beta Jóhannsdóttir
7. Kári Kárason
8. Brynja Birgisdóttir
9. Linda Sóley Guðmundsdóttir
10. Helgi Haraldsson
11. Jóhann Sigurjón Jakobsson
12. Bóthildur Halldórsdóttir
14. Ágúst Þór Bragason

H-listinn í Hrunamannahreppi er kominn fram.

1. Ragnar Magnússon, oddviti og bóndi
2. Halldóra Hjörleifsdóttir, sveitarstjórnar- og skrifstofumaður
3. Unnsteinn Eggertsson, sveitarstjórnarmaður og iðnrekstrarfræðingur
4. Sigurður Sigurjonsson, pípulagningamaður
5. Kolbrún Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og sérkennari
6. Valdís Magnúsdóttir, bóndi og þroskaþjálfi
7. Hörður Úlfarsson, verktaki
8. Vigdís Furuseth, ferðaþjónustubóndi
9. Jón Bjarnason, nemi
10. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri

7. maí 2014

F-listi Framsýnar og uppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er kominn fram.

1. Gunnar Örn Marteinsson, ferðaþjónustubóndi, Steinsholti
2. Halla Sigríður Bjarnadóttir, kennari og bóndi, Hæli 3
3. Kristjana Heyden Gestsdóttir, skrifstofumaður, Hraunteigi
4. Bjarni Másson, bóndi, Háholti
5. Ingvar Hjálmarsson, bóndi, Fjalli
6. Hildur Lilja Guðmundsdóttir, kennari, Bugðugerði 5a
7. Kjartan Halldór Ágústsson, kennari og bóndi, Löngumýri
8. Irma Elisa Díaz Cruz, ferðamálafræðingur, Bugðugerði 7b
9. Páll Ingi Árnason, húsasmiður og bóndi, Leiti
10. Sigrún Guðlaugsdóttir, sölumaður, Haga

Næstbestiflokkurinn og sundlaugarvinir munu bjóða fram í Kópavogi segir bæjarfulltrúi Næstbestaflokksins.

H-listinn í Eyjafjarðarsveit er kominn fram:

1. Elmar Sigurgeirsson, bóndi og húsasmiður
2. Kristín Kolbeinsdóttir, framkvæmdastjóri
3. Þór Reykdal Hauksson, lögfræðingur
4. Ásta Sighvats Ólafsdóttir, leikkona og leiðbeinandi
5. Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Anna Gísladóttir, viðskipta- og hagfræðingur
7. Gunnbjörn R. Ketilsson, bóndi og húsasmiður
8. Guðrún Jóhannsdóttir, sérfræðingur
9. Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi og viðskiptafræðingur
10. Rósa S. Hreinsdóttir, bóndi
11. Sveinn Ásgeirsson, verkefnastjóri
12. Þórdís Rósa Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur
13. Birna Snorradóttir, bankastarfsmaður
14. Arnar Árnason, bóndi og iðnaðartæknifræðingur

Prófkjör Pírata í Kópavogi er lokið. Niðurstöður eru sem hér segir:

1. Ingólfur Árni Gunnarsson
2. Einar Páll Gunnarsson
3. Gunnar Þór Snorrason
4. Bjartur Thorlacius
5. Sigurður Haraldsson
6. Árni Þór Þorgeirsson
7. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
8. Hans Margrétarson Hansen
9. Margrét Tryggvadóttir
10. Baldvin Björgvinsson
11. Guðrún Vaka Helgadóttir
Atkvæði greiddu 25.

F-listinn í Eyjafjarðarsveit hefur verið lagður fram.

1. Jón Stefánsson, byggingariðnfræðingur
2. Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, kennari og frístundabóndi
3. Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri
4. Halldóra Magnúsdóttir, stuðningsfulltrúi og nemi
5. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi
6. Tryggvi Jóhannsson, bóndi
7. Hákon Bjarki Harðarson, bóndi
8. Beate Stormo, bóndi og eldsmiður
9. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri og bóndi
10. Kristín Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur
11. Jóhannes Ævar Jónsson, bóndi
12. Hulda M. Jónsdóttir, kennari
13. Sigmundur Guðmundsson, hdl.
14. Valdimar Gunnarsson, fv.kennari

6. maí 2014

K-listi Skagafjarðar er kominn. Flestir þeirra sem eru á listanum voru á lista Samfylkingar og Frjálslyndra og óháðra 2010.

1. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri
2. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri
3. Hanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsm. í liðveislu
4. Ingvar Björn Ingimundarson, nemi
5. Guðni Kristjánsson, ráðgjafi
6. Guðný H Kjartansdóttir, verkakona
7. Gísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandi
8. Þorgerður Eva  Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúi
9. Jón G. Jóhannesson, sjómaður
10. Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri
11. Helgi Thorarensen, prófessor
12. Benjamín Baldursson, nemi
13. Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóri
14. Þorsteinn T. Broddason, verkefnastjóri
15. Guðrún Helgadóttir , deildarstjóri
16. Leifur Eiríksson, gæðastjóri
17. Pálmi Sighvatsson, bólstrari
18. Ingibjörg Hafstað, bóndi

3. maí 2014

Listi Dögunar á Akureyri er kominn fram.

T-listi Dögunar
1. Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi og kennari
2. Inga Björk Harðardóttir gullsmiður
3. Erling Ingvason tannlæknir
4. Michael Jón Clarke tónlistarmaður
5. Sigurbjörg Árnadóttir ráðgjafi
6. Torfi Þórarinsson bifreiðastjóri
7. Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri
8. Björk Sigurgeirsdóttir viðskiptafræðingur
9. Hólmfríður S Haraldsdóttir ferðamálafræðingur
10. Signa Hrönn Stefánsdóttir verslunarmaður og húsmóðir
11. Arinbjörn Kúld stjórnunarfræðingur
12. Arnfríður Arnardóttir myndlistarmaður
13. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir húsmóðir
14. Kári Sigríðarson búfræðingur

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra á Vopnafirði er kominn fram.

1. Bárður Jónasson, verkstjóri og oddviti
2. Hrund Snorradóttir, viðskiptafræðingur
3. Magnús Þór Róbertsson, vinnslustjóri
4. Víglundur Páll Einarsson, verkstjóri
5. Sigríður Bragadóttir, bóndi
6. Linda Björk Stefánsdóttir, verkakona
7. Sigurjón Haukur Hauksson, bóndi
8. Elísa Joensen Creed, verkakona
9. Hreiðar Geirsson, verkamaður
10. Dorota Joanna Burba, verslunarstjóri
11. Hafþór R. Róbertsson, kennari
12. Árni Hlynur Magnússon, rafverktaki
13. Helgi Sigurðsson, bóndi
14. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður og bóndi

Óháð framboð í Rangárþingi eystra er komið fram. Meðal frambjóðenda er sveitarstjórnarmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í sveitarfélaginu.

1. Guðmundur Jónsson, lögmaður
2. Christiana L. Bahner, lögmaður og ferðaþjónstubóndi
3. Guðmundur Ólafsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
4. Hildur Ágústsdóttir, kennaranemi
5. Jónas Bergmann Magnússon, kennari
6. Elfa D. Ragnarsdóttir, nemi
7. Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
8. Reynir Björgvinsson, matvælafræðingur
9. Hildur Guðbjörg Tryggvadótir, stjórnmálafræðingur
10. Einar Þór Jóhannsson, matreiðslumaður
11. Ewa Tyl, deildarstjóri
12. Tómas Birgir Magnússon, fjallamaður
13. Sara Ástþórsdóttir, hrossaræktandi
14. Jón Gísli Harðarson, rafvirkjameistari

H-listinn í Sandgerði er kominn fram.

1. Magnús Sigfús Magnússon
2. Helga Björk Stefánsdóttir
3. Svavar Grétarsson
4. Jóna Kristín Sigurjónsdóttir
5. Haukur Andrésson
6. Andrea Dögg Færseth
7. Kjartan Dagsson
8. Andrea Bára Andrésdóttir
9. Ingi Björn Sigurðsson
10. Jóna Júlíusdóttir
11. Ásta Laufey Sigurjónsdóttir
12. Björgvin Guðmundsson
13. Rafn Magnússon
14. Ottó Þormar

Í Þingeyjarsveit er unnið að nýjum framboðslista til að bjóða fram.

Á Vopnafirði stefnir ungt fólk að því að bjóða fram listann Betra Sigtún.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur skipað Sólveigu Pétursdóttur fv.ráðherra í heiðursæti listans í stað Jórunnar Frímannsdóttur Jensen sem sagði sig frá því.

2. maí 2014

Samfylkingin og óháðir borgarar í Sandgerði hafa birt lista sinn.

1. Ólafur Þór Ólafsson, stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar
2. Sigursveinn Bjarni Jónsson, sölustjóri og form.bæjarráðs
3. Fríða Stefánsdóttir, grunnskólakennari
4. Andri Þór Ólafsson, verslunarstjóri
5. Kristinn Halldórsson, blikksmíðameistari og bæjarfulltrúi
6. Sæunn Guðrún Guðjónsdóttir, þroskaþjálfi og varabæjarfulltrúi
7. Rakel Ósk Eckard, yfirþroskaþjálfi
8. Lúðvík Júlíusson, háskólanemi
9. Thelma Guðlaug Arnarsdóttir, danskennari
10. Rakel Rós Ævarsdóttir, framhaldsskólanemi
11. Sævar Sigurðsson, múrarameistari
12. Sif Karlsdóttir, grunnskólakennari
13. Jónas Ingason, smiður
14. Helga Karlsdóttir, hússtjórnarkennari

Kvennaframboðið Máttur meyja og manna í Bolungarvík hefur birt lista sinn.

1. Soffía Vagnsdóttir
2. Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir
3. Guðrún Stella Gissuardóttir
4. Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir
5.Arndís Aðalbjörg Finnbogadóttir
6. Linda Björk Harðardóttir
7. Ólína Adda Sigurðardóttir
8. Birna Hjaltalín Pálmadóttir
9. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir
10. Monika Anna Gawek
11. Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
12. Solveig Edda Vilhjálmsdóttir
13. Inga Rós Georgsdóttir
14. Þóra Hansdóttir

E-listinn í Vogum hefur verið samþykktur.

1. Ingþór Guðmundsson, stövarstjóri og bæjarfulltrúi
2. Bergur B. Álfþórsson, leiðsögumaður og bæjarfulltrúi
3. Inga Rut Hlöðversdóttir, gullsmíðameistari
4. Birgir Örn Ólafsson, deildarstjóri
5. Áshildur Linnet, framkvæmdastjóri
6. Erla Lúðvíksdóttir, verslunarmaður og bæjarfulltrúi
7. Ivan Kay Frandsen, múrarameistari
8. Davíð Harðarson, fiskeldisfræðingur
9. Hákon Þór Harðarson, nemi
10. Brynhildur S. Hafsteinsdóttir, húsmóðir
11.  G. Kristinn Sveinsson, sendiráðsstarfsmaður
12. Friðrik V. Árnason, orkuráðgjafi
13. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, safnafræðingur
14. Eiður Örn Hrafnsson, vélvirki

N-listinn í Garði er kominn fram.

1. Jónína Hólm
2. Pálmi S. Guðmundsson
3. Álfhildur Sigurjónsdóttir
4. Ólafur Ágúst Hlíðarsson
5. Heiðrún Tara Stefánsdóttir
6. Bragi Einarsson
7. Helgi Þór Jónsson
8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir
9. Díana Ester Einarsdóttir
10. Markús Finnbjörnsson
11. Ásta Óskarsdóttir
12. Jón Sverrir Garðarsson
13. Viggó Benediktsson
14. Þorbjörg Bergsdóttir

1. maí 2014

Listi Samfylkingarinnar í Grindavík er kominn fram.

1. Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og söluráðgjafi
2. Magnús Andri Hjaltason, sölustjóri
3. Viktor Scheving Ingvarsson, skipstjóri
4. Valgerður Jennýardóttir, leiðbeinandi á leikskóla
5. Sigurður Enoksson, bakari
6. Sigríður Jnsdóttir, leikskáld og mannfræðingur
7. Páll Þorbjörnsson, fiskeldisstjóri
8. Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri
9. Sigríður Gunnarsdóttir, háskólanemi
10. Sigurður G. Sigurðsson, verktaki
11. Sara Arnbjörnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla og nemi
12. Sigurður Gunnarsson, vélstjóri
13. Albína Unndórsdóttir, leikskólastjóri
14. Steinþór Þorvaldsson, eldri borgari

30. apríl 2014

Sjálfstæðismenn og óháðir í Sandgerði hefur birt framboðslista sinn.

1. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
2. Tyrfingur Andrésson
3. Elín Björg Gissurardóttir
4. Gísli Þór Þórhallsson
5. Ólafur Oddgeir Einarsson
6. Gyða Björk Guðjónsdóttir
7. Margrét Bjarnadóttir
8. Björn Ingvar Björnsson
9. Ingibjörg Oddný Karlsdóttir
10. Thelma Hlöðversdóttir.
11. Linda Bj. Ársælsdóttir
12. Sigurpáll Árnason
13. Sveinbjörg Eydís Eiríksdóttir
14. Þórunn Björk Tryggvadóttir

 Framsóknarflokkurinn í Garðabæ hefur birt framboðslista sinn.

1. Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri hjá Latabæ
2. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur og kennari, forstöðumaður
3. Björn Þorfinnsson, sölufulltrúi og alþjóðlegurmeistari í skák
4. Anna Lena Halldórsdóttir, grunnskólakennari
5. Þórgnýr Albertsson, nemi og Gettu betur sigurvegari
6. Elín Jóhannsdóttir, leikskólaleiðbeinandi
7. Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
8. Sigurbjörn Úlfarsson, atvinnurekandi
9. Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur
10. Garðar Jóhannsson, knattspyrnumaður
11. Aðalsteinn Magnússon, rekstarhagfræðingur
12. Sonja Pálsdóttir, starfsmaður Sporthússins
13. Eyþór Þórhallsson, verkfræðingur og dósent
14. Ellen Sigurðardóttir, tannsmiður
15. Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur
16. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fv.bæjarfulltrúi
17. Þórður G Pétursson, íþróttakennari
18. Drífa Garðarsdóttir, leiðbeinandi Krakkakoti
19. Þorsteinn Jónsson, verslunarmaður
20. Ágúst Karlsson, tæknifræðingur
21. Gunnar Gunnarssson, framkvæmdastjóri
22. Sigrún Aspelund, fv. bæjarfulltrúi

Samfylkingin og óháðir í Garðabæ hefur birt framboðslista sinn.

S-listi Samfylkingar
1. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
2. Guðrún Arna Kristjánsdóttir, sölustjóri og viðskiptafræðinemi
3. Rósanna Andrésdóttir, stjórnmálafræðinemi og alþjóðaritari UJ
4. Gísli Geir Jónsson, verkfræðingur
5. Sigríður Erla Jónsdóttir, rekstrarhagfræðingur
6. Hildur Jakobína Gísladóttir, MBA, félagsmálastjóri
7. Sigurður Flosason, tónlistarmaður
8. Sólveig Guðrún Geirsdóttir, mannfræðinemi og starfsmaður Garðalundar
9. Bragi Sigurvinsson, ökukennari
10. Svanbjörg Ólafsdóttir, nemi í viðburðarstjórnun og ferðamálafræði
11. Sigurjóna Sverrisdóttir, MBA verkefnastjóri
12. Arnar Óskarsson, málarameistari
13. Þórunn Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastýra
14. Inga Margrét Róbertsdóttir, sjúkraþjálfari
15. Kristján Sigurðsson, fjármálastjóri
16. Þóra Kemp, félagsráðgjafi
17. Áslaug Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, meistaranemi
19. Eygló Bjarnardóttir, lífeindafræðingur
20. Halldór S. Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri
21. Erna Aradóttir, fyrrverandi leikskólastjóri
22. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur

Píratar í Kópavogi hafa ákveðið að opna lista flokksins og bjóða hugsanlega undir merkjum Pírata og umbótasinna. Rætt er um að hugsanlega komi einstaklingar úr Dögun í Kópavogi að framboðinu.

29. apríl 2014

Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík hafa birt 10 efstu sætin á framboðslista sínum.

1. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður
2. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður
3. Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur
4. Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og markþjálfi
5. Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrv. lögreglumaður
6. Ríkharð Óskar Guðnason, útvarpsmaður
7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur
8. Herdís Telma Jóhannsdóttir, verslunareigandi
9. Katrín Dögg Ólafsdottir, jafnréttisfulltrúi lögreglunnar
10. Jón Sigurðsson, skemmtikraftur

Björt framtíð í Garðabæ hefur birt lista sinn. Í 3. og 4. sæti eru einstaklingar sem voru á M-lista Fólksins í bænum 2010.

1. Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur
2. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri
3. Auður Hallgrímsdóttir, atvinnurekandi
4. Baldur Svavarsson, arkitekt
5. Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, hársnyrtir og háskólanemi
6. Elsa Bjarnadóttir, háskólanemi og rekstrarstjóri
7. Ragnar Sverrisson, háskólanemi og kosningastjóri
8. Hlíf  Böðvarsdóttir, viðskiptafræðingur
9. Harpa Hafberg, BA í sálfræði
10. Snævar Sigurðsson, erfðafræðingur
11. Erling Jóhannesson, leikstjóri og gullsmiður
12. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögfræðingur
13. Hilmar Bjarnason, háskólanemi í viðskiptafræði
14. Kamilla Sigurðardóttir, háskólanemi í verkfræði
15. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, MSc í Mannvistfræði
16. Anna Hugadóttir, námsráðgjafi
17. Steingrímur Eyjólfsson, háskólanemi í viðskiptafræði
18. Bjarni J. Jónsson, iðnrekstrarfræðingur
19. Halldór Ó. Zoëga, verkfræðingur
20. Jón Sigvaldason, bílasmiður
21. Aðalbjörg Stefánsdóttir, fv. starfsmaður Garðabæjar
22. Ólafur Proppé, fv. rektor

Sjálfstæðisflokkur í Rangárþingi ytra hefur birt framboðslista sinn.

1. Ágúst Sigurðsson, Kirkjubæ, Rangárvöllum
2. Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, Hellu
3. Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Baugöldu 1, Hellu
4. Haraldur Eiríksson, Grásteinsholti, Holtum
5. Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði, Rangárvöllum
6. Heimir Hafsteinsson, Freyvangi 14, Hellu
7. Sindri Snær Bjarnason, Bergöldu 4, Hellu
8. Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Landsveit
9. Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir, Breiðöldu 9, Hellu
10. Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu, Holtum
11. Helena Kjartansdóttir, Drafnarsandi 3, Hellu
12. Hjalti Tómasson, Freyvangi 21, Hellu
13. Hugrún Pétursdóttir, Hólavangi 3b, Hellu
14. Drífa Hjartardóttir, Keldum, Rangárvöllum

Bæjarmálafélag Snæfellsbæjar býður ekki fram að óbreyttu vegna skorts á frambjóðendum. Frá þessu er greint á facebook-síðu framboðsins.

K-listi óháðra kjósenda í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið birtur.

1. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri, Sólheimum
2. Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi Stóra Hálsi
3. Jón Örn Ingileifsson, verktaki, Svínavatni
4. Karl Þorkelsson, verktaki, Borg
5. Pétur Thomsen, ljósmyndari, Sólheimum
6. Ágúst Gunnarsson, bóndi, Stærri Bæ
7. Hanna Björk Þrastardóttir, matráður,Ljósafossi
8. Ólafur Ingi Kjartansson, bóndi, Vaðnesi
9. Jóhannes Guðnason, bifreiðastjóri,  Borg
10. Böðvar Pálsson, bóndi, Búrfelli

B-listi Framfarasinna í Mýrdalshreppi er kominn fram.

B-listi Framfarasinna
1. Ingi Már Björnsson, bóndi
2. Þráinn Sigurðsson, atvinnurekandi
3. Elín Einarsdóttir, kennari
4. Þorgerður Hlín Gísladóttir, atvinnurekandi
5. Örn Sigurðsson, rekstrarstjóri
6. Sigurjón Eyjólfsson, bóndi
7. Bergþóra Ástþórsdóttir, skólaliði
8. Ingvar Jóhannesson, vélvirki
9. Drífa Bjarnadóttir, líffræðingur
10. Sigurður Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri

Skagastrandarlistinn á Skagströnd hefur ákveðið fimm efstu sætin á framboðslista sínum.

H-listi Skagastrandarlistans
1. Adolf H. Berndsen
2. Halldór G. Ólafsson
3. Róbert Kristjánsson
4. Gunnar S. Halldórsson
5. Jón Ó. Sigurjónsson

Hreppslistinn í Súðavík er kominn fram.

Hreppslistinn
1. Pétur G. Markan, framkvæmdastjóri
  2. Anna Lind Ragnarsdóttir, skólastjóri
  3. Sigmundur H. Sigmundsson, bóndi á Látrum
  4. Guðbjörg Bergmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  5. Steinn Ingi Kjartansson, aðstoðarútibússtjóri Landsbankans
  6. Hulda Gunnarsdóttir, féhirðir
  7. Yordan Yordanov, atvinnurekandi og verkamaður
  8. Örn „Mugison“ Guðmundsson, tónlistarmaður
  9. Helgi Bjarnason, bifvélavirki
10. Stella Guðmundsdóttir, ferðaþjónustufrömuður og fv. Skólastjóri

28. apríl 2014

Listi Félagshyggjufólks í Sveitarfélaginu Ölfusi er kominn fram. Hann skipa:

1. Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri
2. Sigurlaug B Gröndal, verkefnastjóri
3. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri
4. Elsa Gunnarsdóttir, móttökuritari
5. Viggó Dýrfjörð Birgisson, matreiðslumeistari
6. Svanlaug Ósk Ágústsdóttir, hársnyrtir
7. Ida Lön, framhaldsskólakennari
8. Guðný Bergrós Gísladóttir, matráður
9. Jónína Sigurjónsdóttir, félagsliði
10. Sigþrúður Harðardóttir, grunnskólakennari
11. Einar Ármannsson, sjómaður
12. Ása Bjarnadóttir, eldri borgari
13. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar
14. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

A-listi Framtíðar í Þingeyjarsveit er kominn fram. Athygli vekur að oddviti Framtíðarlistans frá því í sveitarstjórnarkosningunum  árið 2010, Árni Pétur Hilmarsson, er í þriðja sæti á lista Samstöðu.

1. Arnór Benónýsson, sveitarstjórnarfulltrúi og framhaldsskólakennari
2. Margrét Bjarnason, sveitarstjórnarfulltrúi, hjúkrunarfræðingur og bóndi
3. Árni Pétur Hilmarsson, sveitarstjórnarfulltrúi og aðstoðarskólastjóri
4. Ásvaldur Æ. Þormóðsson, sveitarstjórnarfulltrúi, bóndi og húsasmiður
5. Heiða Guðmundsdóttir, grunnskólakennari
6. Eiður Jónsson, rafvirki og túrbínusmiður
7. Nanna Þórhallsdóttir, grunnskólakennari og húsgagnasmiður
8. Ingvar Vagnsson, frjótæknir
9. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi
10. Ingibjörg Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bóndi
11. Helga Magnea Jóhannsdóttir, ferðaþjónustubóndi
12. Vagn Sigtryggsson, bóndi
13. Jón Þórólfsson, vélvirki og verktaki
14. Ólína Arnkelsdóttir, oddviti og bóndi

27. apríl 2014

Vinstrihreyfingin grænt framboð og óháðir í Skagfirði hafa birt efstu fimm sætin á lista sínum.

1. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi
2. Hildur Magnúsdóttir, atvinnuráðgjafi
3. Björg Baldursdóttir, grunnskólakennari
4. Valdimar Sigmarsson, bóndi
5. Íris Baldvinsdóttir

25 apríl 2014

A-listi Framtíðar í Húnavatnshreppi hefur verið lagður fram.

1. Þorleifur Ingvarsson, bóndi, Sólheimum
2. Sigrún Hauksdóttir, bóndi og bókari, Brekku
3. Jón Gíslason, bóndi, Stóra-Búrfelli
4. Jóhanna Magnúsdóttir, bóndi, Ártúnum
5. Pálmi Gunnarsson, tónlistarkennari og viðskiptafræðingur, Akri
6. Berglin Hlin Baldursdóttir, sérkennari, Miðhúsum
7. Rúnar Aðalbjörn Pétursson, húsasmíðanemi, Hólabæ
8. Guðrún Sigurjónsdóttir, skólaliði og bóndi, Auðkúlu 2
9. Hjálmar Ólafsson, forritari, Kárdalstungu
10. Ásmundur Óskar Einarsson, búfræðinemi, Grænuhlíð
11. Björn Benedikt Sigurðarson, háskólanemi, Guðlaugarstöðum
12. Egill Herbertsson, bóndi, Haukagili
13. Fanney Magnúsdóttir, bóndi, Eyvindarstöðum
14. Björn Magnússon, bóndi, Hólabaki

Listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Garði hefur verið lagður fram.

1. Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur og bæjarfulltrúi
2. Jónína Magnúsdóttir, náms-og starfsráðgjafi
3. Gísli Rúnar Heiðarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
4. Einar Tryggvason, vinnuvélastjóri og bæjarfulltrúi
5. Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi
6. Björn Bergmann Vilhjálmsson, verkamaður
7. Bjarki Ásgeirsson, kennari
8. Svava Guðrún Hólmbergsdóttir, atvinnuleitandi og húsmóðir
9. Hafrún Ægisdóttir, leikskólakennari
10. Sigurður Smári Hansson, nemi
11. Ingibjörg Lilja Hólmarsdóttir, leiðbeinandi
12. Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðarmaður
13. Ólafur Róbertsson, rafvirki
14. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður

Listi Grindvíkinga í Grindavík hefur verið lagður fram.

1. Kristín María Birgisdóttir, kennari og bæjarfulltrúi
2. Ómar Örn Sævarsson, aðstoðarvaktstjóri í Bláa Lóninu og körfuknattleiksmaður
3. Lovísa H. Larsen, grunn- og framhaldsskólakennari og háskólanemi
4. Dagbjartur Willardsson, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
5. Aníta Björk Sveinsdóttir, sjúkraliði og nemi í iðjuþjálfun
6. Nökkvi Harðarson, nemi og varaformaður ungmennaráðs
7. Anna Sigríður Jónsdóttir, sjúkraliði
8. Gunnar Baldursson, járnsmiður og umsjónarmaður sjúkraflutninga
9. Þorgerður Elíasdóttir, húsmóðir
10. Þórir Sigfússon, nemi
11. Steinunn Gestsdóttir, starfsmaður í dagdvöl aldraðra í Miðgarði
12. Helgi Þór Guðmundsson, byggingaverkfræðingur
13. Tracy Vita Horne, dagforeldri
14. Pétur Már Benediktsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar

24. apríl 2014

Listi Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbær hefur verið birtur.

1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.
2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður.
3. Björn Hilmarsson útibússtjóri.
4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður.
5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri.
6. Örvar Marteinsson sjómaður.
7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari.
8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi.
9. Anton Ragnarsson skipstjóri.
10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona.
11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri.
12. Þóra Olsen fiskmatsmaður.
13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri.
14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari.

Í-listinn í Ísafjarðarbæ er kominn fram.

1. Arna Lára Jónsdóttir, starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar, Ísafirði
2. Kristján Andri Guðjónsson, útgerðarmaður, Ísafirði
3. Nanný Arna Guðmundsdóttir, leikskólakennari og framkvæmdastjóri, Ísafirði
4. Sigurður Hreinsson, iðnfræðingur, Ísafirði
5. Gunnhildur Elíasdóttir, verkakona, Þingeyri
6. Gunnar Jónsson, myndlistarmaður og leiðbeinandi, Ísafirði
7. Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir, Ísafirði
8. Aron Guðmundsson, útkeyrslumaður, Ísafirði
9. Agnieszka Tyka, bakari og afgreiðslumaður, Ísafirði
10. Magnús Bjarnason, viðskiptafræðingur, Ísafirði
11. Inga María Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Ísafirði
12. Sigurður Hafberg, kennari, Flateyri
13. Guðný Harpa Henrysdóttir, leiðbeinandi, Ísafirði
14. Ólafur Baldursson, véla-og verkamaður, Ísafirði
15. Svava Rán Valgeirsdóttir, leikskólastjóri, Suðureyri
16. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, Ísafirði
17. Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, Ísafirði
18. Svanhildur Þórðardóttir, safnvörður, Ísafirði.

Fjallabyggðalistinn í Fjallabyggð er kominn fram.

1. Magnús Jónasson
2. Kristinn Kristjánsson
3. Ríkharður Hólm Sigurðsson
4. Anna Þórisdóttir
5. Guðný Kristinsdóttir
6. Ásdís Sigurðardóttir
7. Aðalsteinn Arnarsson
8. Valur Þór Hilmarsson
9. Hilmar Hreiðarsson
10. Hörður Júlíusson
11. Gunnlaugur Oddsson
12. Rannveig Gústafsdóttir
13. Eyrún Skúlason
14. Björn Þór Ólafsson

23. apríl 2014

Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi verður í efsta sæti Dögunar á Akureyri. Hlín var kjörin af L-lista fólksins í kosningunum 2010 en var á framboðslista Dögunar í alþingiskosningunum 2013.

Jórunn Frímannsdóttir Jensen sem skipar 30. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur óskað eftir því að nafn hennar verði tekið af listanum.

Þ-listinn í Bláskógabyggð hefur birt framboðslista sinn. Fjögur efstu sætin skipa:

1. Óttar Bragi Þráinsson, bóndi, Miklaholti
2. Ragnhildur Sævarsdóttir, náttúrufræðingur og bóndi, Hjálmsstöðum
3. Sigurlaug Angantýsdóttir, grunnskólakennari og garðyrkjubóndi
4. Sigurjón Pétur Guðmundsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

21. apríl 2014

Björt framtíð í Snæfellsbæ hefur birt 9 efstu sæti á lista sínum.

1. Hallveig Hörn, Leikskólaliði og hagfræðinemi
2. Sigursteinn Þór Einarsson, Húsasmiður og söngvari
3. Gunnsteinn Sigurðsson, Kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri
4. Helga Lind Hjartardóttir, Námsráðgjafi og verkefnastjóri
5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, Verkakona og frumkvöðull
6. Birgir Tryggvason, Verkamaður og slöngutemjari
7. Halldóra Unnarsdóttir, Skipstjóri og frístundaleiðbeinandi

17.apríl 2014

Sex efstu sætin á Á-lista Áhugafólks um sveitarstjórnarmál í Rangárþingi ytra hafa verið birt.

1. Yngvi Karl Jónsson, forstöðumaður
2. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, matráður og bóndi
3. Sigrún Oddsdóttir, leiðbeinandi
4. Steindór Tómasson, verkamaður og sveitarstjórnarmaður
5. Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri og sveitarstjórnarmaður
6. Yngvi Harðarson, vélstjóri

16.apríl 2014

Sjálfstæðisflokkurinn í Skagafirði hefur birt framboðslista sinn.

1. Sigríður Svavarsdóttir, framhaldsskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi
2. Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri
3. Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri
4. Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi og skólabílstjóri
5. Guðný Hólmfríður Axelsdóttir, bókari
6. Ásmundur Pálmason, framkvæmdastjóri
7. Halla Ólafsdóttir umsjónarmaður gæðamála hjá lls
8. Gróa Guðmunda Haraldsdóttir, vistarstjóri
9. Ari Jóhann Sigurðsson, forstöðumaður
10. Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir, afgreiðslumaður
11. Ingibjörg Sigurðardóttir, jógakennari
12. Hjörvar Árni Leósson, bóndi
13. Bryndís Lilja Hallsdóttir, BA í sálfræði
14. Bára Jónsdóttir, hársnyrtir
15. Finnur Sigurbjörnsson, stýrimaður
16. Emma Björnsdóttir, grunnskólakennari
17. Bjarni Haraldsson, kaupmaður
18. Jón Magnússon, verkfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi

Mosfellslistinn í Mosfellsbæ er kominn fram. Átta efstu sætin skipa.

1. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri
2. Sigrún Theodóra Steinþórsdóttir, kennari
3. Hjalti Árnason, framkvæmdastjóri
4. Kristján Ingi Jónsson, arfasali
5. Daníel Örn Sólveigarson, nemi og framkvæmdastjóri
6. Þórunn Ísfeld Þorsteinsdóttir, ellilífeyrisþegi
7. Bjarni Ingimarsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
8. Erla Jóna Steingrímsdóttir, skólastuðningsfulltrúi

Neslistinn á Seltjarnarnesi hefur verið birtur.

1.  Árni Einarsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, uppeldis- og menntunarfræðingur
2. Hildigunnur Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og framhaldsskólakennari
3. Brynjúlfur Halldórsson, varabæjarfulltrúi og matreiðslumeistari
4. Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, skólaritari
5. Ragnhildur Ingólfsdóttir, arkitekt
6. Oddur Jónas Jónasson, þýðandi
7. Rán Ólafsdóttir, laganemi
8. Guðbjörg Eva Pálsdóttir, menntaskólanemi
9. Axel Kristinsson, þjálfari
10. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, þroskaþjálfi
11. Björgvin Þór Hólmgeirsson, handknattleiksmaður
12. Helga Charlotte Reynisdóttir, leikskólakennari
13. Jens Andrésson, vélfræðingur og öryggisfulltrúi
14. Kristín Ólafsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði og dósent v/HÍ

Frjálsir með Framsókn í Hveragerði hafa birt framboðslista sinn.

1. Garðar Rúnar Árnason, kennari
2. Daði Steinn Arnarsson, íþróttakennari
3. Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir
4. Ásdís Alda Runólfsdóttir, flutningafulltrúi
5. Adda María Óttarsdóttir, háskólanemi
6. Ágúst Örlaugur Magnússon, leiðbeinandi og knattspyrnuþjálfari
7. Steinar Rafn Garðarsson, sjúkraflutningamaður og fjallaleiðsögumaður
8. Sæbjörg Lára Másdóttir, háskólanemi
9. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuboltamaður og nemi
10. Ingibjörg Sverrisdóttir, skrifstofumaður
11. Fanný Björk Ástráðsdóttir, sjúkraliði og þroskaþjálfi
12. Gísli Garðarsson, eldri borgari og fyrrverandi bæjarfulltrúi
13. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
14. Pálína Agnes Snorradóttir, kennari á eftirlaunum

Samfylkingin og óháðir í Hveragerði hafa birt framboðslista.

1. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur
2. Viktoría Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastjóri
3. Guðjón Óskar Kristjánsson, bifvélavirki og tónlistarmaður
4. Bjarney Sif Ægisdóttir, náms- og starfsráðgjafi
5. Walter Fannar Kristjánsson, atvinnubílstjóri
6. Álfhildur E. Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur
7. Davíð Ágúst Davíðsson, innkaupafulltrúi
8. Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur
9. Erla María Gísladóttir, náms- og starfsráðgjafi
10. Gísli Magnússon, rafeindavirki
11. Valdimar Ingvason, húsasmiður
12. Sigurbjört Gunnarsdóttir, heilari
13. Sigurgeir Guðmundsson, sundlaugarvörður
14. Anna Sigríður Egilsdóttir, förðunarfræðingur

Frjálst afl í Reykjanesbæ hefur birt framboðslista sinn. Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks leiðir listann.

1. Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
2. Elín Rós Bjarnadóttir, grunnskólakennari og yogakennari
3. Davíð Páll Viðarsson, markaðsfræðingur
4. Alexander Ragnarsson, húsasmíðameistari
5. Jasmina Crnac, nemi við Keili
6. Eva Björk Sveinsdóttir, grunnskólakennari
7. Guðni Jósep Einarsson, lögmaður
8. Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari og deildarstjóri
9. Þórður Karlsson, rafvirki
10. Reynir Ólafsson, viðskiptafræðingur
11. Gunnar Örlygsson, útgerðarmaður
12. Ásgeir Hilmarsson, útgerðarmaður
13. Baldur Rafn Sigurðsson, prestur
14. Örvar Kristjánsson, viðskiptastjóri
15. Grétar Ólason, leigubílstjóri
16. Elínborg Ósk Jensdóttir, lögfræðinemi
17. Hólmfríður Karlsdóttir, grunnskólakennari
18. Geir Gunnarsson, stýrimaður
19. Bryndís Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur og flugfreyja
20. Ása Ásmundsdóttir, deildarstjóri
21. Kristján Friðjónsson, þjónustustjóri
22. Steinn Erlingsson, vélstjóri

Píratar í Reykjanesbæ hafa birt 14 efstu sætin.

1. Trausti Björgvinsson
2. Tómas Elí Guðmundsson
3. Einar Bragi Einarsson
4. Páll Árnason
5. Arnleif Axelsdóttir
6. Hrafnkell Brimar Hallmundsson
7. Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir
8. Bergþór Árni Pálsson
9. Gústaf Ingi Pálsson
10. Magnea Ólafsdóttir
11. Friðrik Guðmundsson
12. Sigrún Björg Ásgeirsdóttir
13. Guðleif Harpa Jóhannsdóttir
14. Linda Kristín Pálsdóttir

Á-listi Áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði hefur birt framboðslista sinn.

1. Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs
2. Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi
3. Þórður Mar Þorsteinsson, grunnskólakennari
4. Esther Kjartansdóttir, garðyrkjufræðingur og grunnskólakennari
5. Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi og varabæjarfulltrúi
6. Hrund Erla Guðmundsdóttir, matvælafræðingur og starfsmaður í verslun
7. Jóhann Gísli Jóhannsson, bóndi
8. Guðríður Guðmundsdóttir, öryggissérfræðingur
9. Baldur Grétarsson, bóndi
10. Þórhildur Þöll Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur og framhaldsskólakennari
11. Jón Ingi Arngrímsson, rafvirki og tónlistarskólastjóri
12. Soffía S. Sigurjónsdóttir, húsmóðir
13. Stefán Sveinsson, ferðaþjónustubóndi
14. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, guðfræðingur og leiðbeinandi á leikskóla
15. Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi og verktaki
16. Sigríður Ragna Björgvinsdóttir, leiðbeinandi grunnskólakennari og varabæjarfulltrúi
17. Reynir Hrafn Stefánsson, vélamaður
18. Alda Hrafnkelsdóttir, skrifstofumaður

Björt framtíð á Akranesi hefur birt 10 efstu sætin á framboðslista sínum.

1. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, grunnskólakennari
2. Svanberg Júlíus Eyþórsson. verkamaður hjá Elkem
3. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri Mannréttindamála
4. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari
5. Starri Reynisson, framhaldsskólanemi
6. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, húsmóðir og handverkskona
7. Þórunn María Örnólfsdóttir, sagnfræðinemi
8. Bjarki Þór Aðalsteinsson, verkamaður hjá Norðuráli
9. Kristinn Pétursson, kerfisstjóri og grafískur hönnuður
10. Patrycja Szalkowicz, tónlistarkennari

14. apríl 2014

Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Sveitarfélaginu Árborg er kominn fram.

1. Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi
2. Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur
3. Haukur Örn Jónsson, fangavörður
4. Elín Finnbogadóttir, ferðamálafræðingur og kennari
5. Óðinn Kalevi Andersen, skrifstofumaður
6. Anna Þorsteinsdóttir, landvörður
7. Sigurbjörn Snjólfsson, öryrki
8. Guðrún Lilja Magnúsdóttir, námsmaður
9. Halldór Pétur Þorsteinsson, verkfræðingur
10. Kristín María Birgisdóttir, búfræðingur og námsmaður
11. Þröstur Þorsteinsson, vagnstjóri
12. Guðfinna Ólafsdóttir, læknaritari
13. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur
14. Ingibjörg Stefánsdóttir, flokkstjóri
15. Sigfinnur Snorrason, jarðfræðingur
16. Guðrún Jónsdóttir, eftirlaunakona
17. Jón Hjartarson, fv. bæjarfulltrúi
18. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi

L-listi Bæjarlista Akureyrar er kominn fram. Um er að ræða sameiginlegna L-lista fólksins og A-lista Bæjarlistans.

1. Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri
2. Silja Dögg Baldursdóttir, markaðsfulltrúi
3. Dagur Fannar Dagsson, hugbúnaðarráðgjafi
4. Tryggvi Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi og sölumaður
5. Eva Reykjalín, viðskiptafræðingur og danskennari
6. Hólmdís Benediktsdóttir, leikskólakennari
7. Jóhann Gunnar Sigmarsson, deildarstjóri
8. Víðir Benediktsson, skipstjóri og blikksmiður
9. Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, nemi
10. Ágúst Torfi Hauksson, ráðgjafi
11. Geir Kr. Aðalsteinsson, rekstrarstjóri og bæjarfulltrúi
12. Birna Baldursdóttir, íþróttafræðingur
13. Inda Björk Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi og leikskólastjóri
14. Þorvaldur Sigurðsson, netagerðarmaður
15. Dusanka Kotaras, matráður
16. Ingimar Ragnarsson, verkstjóri
17. Dagný Þóra Baldursdóttir, iðjuþjálfi
18. Rósa Matthíasdóttir, jógakennari
19. Halldór Kristinn Harðarson, nemi
20. Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir, rekstrarfræðingur
21. Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi
22. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og atvinnurekandi

A-listinn í Hveragerði mun ekki bjóða fram í vor. Samfylkingin og óháðir hefur ákveðið að bjóða fram og mun Njörður Sigurðsson varabæjarfulltrúi leiða listann. Framsóknarflokkurinn er að skoða fram en litlar líkur eru taldar á að Björt framtíð eða listi óflokksbundinna komi fram.

E-listi Nýs afls í Húnavatnshreppi er kominn fram.

1. Þóra Sverrisdóttir, sjúkraliði og rekstrarfræðingur, Stóru-Giljá
2. Jakob Sigurjónsson, bóndi, Hóli
3. Magnús Sigurðsson, bóndi, Flögu
4. Ingibjörg Sigurðardóttir, búfræðingur, Auðólfsstöðum
5. Kristín Rós Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Tindum
6. Jón Árni Magnússon, nemi LBHÍ, Steinnesi
7. Sigurður Árnason, bóndi og vélfræðingur, Syðri-Grund
8. Maríanna Þorgrímsdóttir, leiðbeinandi, Holti
9. Helgi Páll Gíslason, bóndi, Höllustöðum
10. Ólafur Magnússon, bóndi og tamningamaður, Sveinsstöðum
11. Haukur Suska Garðarsson, hrossa- og ferðaþjónustubóndi, Hvammi
12. Þorbjörg Pálsdóttir, bóndi, Norðurhaga
13. Maríanna Gestsdóttir, bóndi, Hnjúki
14. Jóhann Guðmundsson, bóndi, Holti

11. apríl 2014

Vinstrihreyfingin grænt framboð á Akureyri hefur birt framboðslista sinn.

1. Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastýra
2. Edward H. Huijbens, prófessor
3. Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsfræði
4. Valur Sæmundsson, tölvunarfræðingur
5. Vilberg Helgason, sérfræðingur í gagnasöfnum
6. Agla María Jósepsdóttir, hópstjóri á leikskóla
7. Ólafur Kjartansson, vélvirki
8. Anna María Hjálmarsdóttir, ráðgjafi
9. Hermann Arason, framkvæmdastjóri
10. Guðrún Þórsdóttir, meistaranemi í menningarstjórnun
11. Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi
12. Wolfgang Frosti Sahr, framhaldsskólakennari
13. Guðmundur Sigfússon, læknir
14. Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagfræðingur og framkvæmdastýra
15. Jóhannes Árnason, framhaldskólakennari
16. Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari
17. Árni Steinar Þorsteinsson, sölufulltrúi
18. Inga Sigrún Atladóttir, skólastjóri
19. Guðmundur Ármann, myndlistarmaður
20. Kristín Sigfúsdóttir, framhaldsskólakennari og umhverfisfræðingur
21. Pétur Pétursson, læknir
22. Málmfríður Sigurðardóttir, ráðskona

12. apríl 2014

Í dag var prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Rangárþingi ytra.

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8.
1. Ágúst Sigurðsson, bóndi og erfðafræðingur 221
2. Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri 101
3. Sólrún Helga Guðmundsdóttir, móttökuritari 148
4. Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri 155
5. Anna María Kristjánsdóttir, bóndi 196
6.Heimir Hafsteinsson, húsasmíðameistari 169
7. Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður 164
8. Sævar Jónsson, húsasmiður 147

Prófkjör er í gangi hjá Pírötum í Reykjanesbæ, en því lýkur 14.apríl. Þau sem bjóða sig fram eru:  Tómas Elí Guðmundsson – 1 – 3 sæti, Páll Árnason – 1 – 3 sæti, Einar Bragi Einarsson – 1 – 4 sæti, Bjarni Már Jónsson – 1 – 4 sæti, Trausti Björgvinsson – 1 – 4 sæti, Arnleif Axelsdóttir – 1 – 5 sæti, Bergþór Árni Pálsson – 3 – 8 sæti, Gústaf Ingi Pálsson – Hvaða sæti sem er, Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir – Hvaða sæti sem er, Unnar Örn Ólafsson – Hvaða sæti sem er og Hrafnkell Brimar Hallmundsson – Hvaða sæti sem er.

11. apríl 2014

Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra á Akranesi er kominn fram.

1. Þröstur Þór Ólafsson vélfræðingur
2. Reynir Þór Eyvindsson verkfræðingur
3. Elísabet Ingadóttir viðskiptafræðingur
4. Hjördís Garðarsdóttir aðst. varðstjóri hjá Neyðarlínunni
5. Guðrún Margrét Jónsdóttir eðlisfræðingur
6. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur
7. Valgerður Helgadóttir háskólanemi
8. Gunnur Hjálmsdóttir leikskólakennari
9. Eygló Ólafsdóttir stuðningsfulltrúi FVA
10. Björn Gunnarsson læknir
11. Ólöf Samúelsdóttir félagsráðgjafi
12. Inga Nína Jóhannsd rafeindavirkjanemi
13. Elísabet Jóhannesdóttir kennari
14. Ingibjörg Gestsdóttir þjóðfræðingur
15. Guðundur Þorgrímsson kennari
16. Jón Hjartarson hárskeri
17. Rún Halldórsdóttir læknir
18. Benedikt Sigurðsson kennari

Listi Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Ölfusi er kominn fram.

1. Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri
2. Þrúður Sigurðardóttir, rekstrarstjóri
3. Helena Helgadóttir, leikskólakennari
4. Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
5. Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri
6. Gestur Þór Kristjánsson, húsasmiður
7. Jón Haraldsson, vélfræðingur
8. Þór Emilsson, framleiðslustjóri
9. Guðrún Sigurðardóttir, flokkstjóri
10. Hafsteinn Hrannar Stefánsson, nemi
11. Þorvaldur Þór Garðarsson, skipstjóri
12. Sigurður Bjarnason, skipstjóri
13. Laufey Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri
14. Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

Listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er kominn fram í Rangárþingi eystra.

1. Kristín Þórðardóttir, fulltrúi sýslumanns og sveitarstjórnarmaður
2. Birkir Arnar Tómasson, bóndi og verktaki
3. Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi og atvinnurekandi
4. Heiða Björg Scheving, atvinnurekandi og fv.leikskólastjóri
5. Sigríkur Jónsson, hrossabóndi
6. Víðir Jóhannsson, málarameistari og ferðaþjónustubóndi
7. Harpa Mjöll Kjartansdóttir, klæðskera-og kjólasveinn, leikskólastarfsm.
8. Jón Óskar Björgvinsson, húsasmiður og nemi
9. Svavar Hauksson, símvirki og stjórnarmaður í félagi eldri borgara
10. Katrín Óskarsdóttir, nuddari og myndlistarmaður
11. Kristján Friðrik Kristjánsson, iðnfræðingur
12. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra
13. Ingibjörg Þorgilsdóttir, fyrrverandi starfsmaður SS á Hvolsvelli
14. Elvar Eyvindsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður

Fram er kominn listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi. 

1. Jónas Hreiðar Einarsson, rafmagnsiðnfræðingur
2. Kjartan Páll Þórarinsson, stjórnmálafræðingur og smiður
3. Anna Ragnarsdóttir, skrifstofutæknir og ritari
4. Björn Halldórsson, bóndi
5. Berglind Pétursdóttir, viðskiptafræðingur
6. Unnur Sigurðardóttir, leikskólakennari
7. Einar Gíslason, framkvæmdastjóri og ferðamálafræðingur
8. Sigríður Valdimarsdóttir, húsmóðir
9. Gunnar Illugi Sigurðsson, tónlistarmaður
10. Erla Dögg Ásgeirsdóttir, náms og starfsráðgjafi
11. Sindri Ingólfsson, nemi
12. Rannveig Þórðardóttir, förðunarfræðingur og leiðbeinandi
13. Hreiðar Másson, nemi
14. Silja Árnadóttir, nemi
15. Júlíus Jónasson, vélstjóri
16. Aðalbjörg Sigurðardóttir, læknaritari
17. Kristbjörg Sigurðardóttir, félagsliði
18. Sigurjón Jóhannesson, fv. skólastjóri

10. apríl 2014

S-listi Jafnaðarmannafélags Fjallabyggðar hefur samþykkt framboðslista sinn.

1. Steinunn María Sveinsdóttir
2. Kristjana R. Sveinsdóttir
3. Hilmar Elefsen
4. Nanna Árnadóttir
5. Ægir Bergsson
6. Sæbjörg Ágústsdóttir
7. Helga Hermannsdóttir
8. Thelma Guðjónsdóttir
9. Eva Karlotta Einarsdóttir
10. Friðrik Már Jónsson
11. Svanborg Anna Jóhannsdóttir
12. Friðfinnur Hauksson
13. Benedikt Þorsteinsson
14. Sigmundur Agnarsson

9. apríl 2014

Björt framtíð í Hafnarfirði hefur birt 10 efstu sætin á framboðslista sínum.

1. Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og form.BHM
2. Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri
3. Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt
4. Pétur Óskarsson, rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri
5. Helga Björg Arnardóttir, klarinettuleikari og tónlistarkennari
6. Hörður Svavarsson, leikskólastjóri og form.Íslenska ættleiðingafél.
7. Matthías Freyr Matthíasson, námsmaður og barnaverndarstarfsmaður
8. Lilja Margrét Ólsen, hdl.
9. Karólína Helga Símonardóttir
10. Hlini Melsteð Jóngeirsson, kerfisstjóri

Vinstrihreyfingin grænt framboð og óháðir í Norðurþingi hefur lagt fram framboðslista sinn.

V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra
1. Óli Halldórsson, forstöðumaður
2. Sif Jóhannesdóttir, þjóðfræðingur
3. Trausti Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri
4. Aðalbjörn Jóhannsson, frístundafulltrúi
5. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, kennari
6. Stefán Leifur Rögnvaldsson, bóndi
7. Dögg Stefánsdóttir, forstöðumaður
8. Ásrún Ósk Einarsdóttir, framhaldsskólanemi
9. Röðull Reyr Kárason, ferðaþjónustustarfsmaður
10. Ólöf Traustadóttir, framhaldsskólanemi
11. Sigurður Ágúst Þórarinsson, bóndi
12. Sigríður Hauksdóttir, forstöðumaður
13. Guðmundur H. Halldórsson, málarameistari
14. Guðrún Sigríður Grétarsdóttir, stuðningsfulltrúi
15. Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur
16. Sólveig Mikaelsdóttir, sérkennari
17. Þórhildur Sigurðardóttir, kennari
18. Kristján Pálsson, símvirki


L-listinn á Blönduósi
 mun stilla upp á framboðslista sinn.8. apríl 2014

Fram er kominn N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra. Á listanum eru þrír af fjórum sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og óháðra og sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar. Samtals eru fimm einstaklingar á listanum sem voru á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í síðustu kosningum og þrír sem voru á lista Samfylkingarinnar. Listinn er sem hér segir:

1. Unnur Valborg Hilmarsdóttir
2. Stefán Einar Böðvarsson
3. Elín Jóna Rósinberg
4. Sigurbjörg Jóhannesdóttir
5. Magnús Eðvaldsson
6. Gunnar Þorgeirsson
7. Leó Örn Þorleifsson
8. Guðrún Eik Skúladóttir
9. Maríanna Eva Ragnarsdóttir
10. Pétur R. Arnarsson
11. Ingibjörg Jónsdóttir
12. Þórarinn Óli Rafnsson
13. Ómar Eyjólfsson
14. Sigrún B. Valdimarsdóttir

Ný bæjarmálasamtök í Súðavíkurhreppi, Hreppslistinn, boðar framboð.

Björt framtíð í Árborg hefur tilkynnt hverjir skipi sjö efstu sætin á lista flokksins.

1. Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður og húsasmiður
2. Eyrún Björg Magnúsdóttir, stjórnsýslufræðingur og framhaldsskólakennari
3. Már Ingólfur Másson, grunn- og framhaldsskólakennari og sagnfræðingur
4. Guðríður Ester Geirsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur
5. Jón Þór Kvaran, áfengis- og meðferðarfulltrúi og matreiðslumeistari
6. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari
7. Ómar Vignir Helgason, fangavörður og handboltamaður

7. apríl 2014

Bæjarlistinn og L-listi fólksins á Akureyri hafa sameinast undir merkjum L-listans, bæjarlista Akureyrar.

Listi 3. framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði er kominn fram.

1. Þórhildur Ásta Magnúsdóttir, landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði
2. Sæmundur Helgason, grunnskólakennari
3. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, klæðskeri og frumkvöðull
4. Ottó Marwin Gunnarsson, sölumaður og ráðgjafi
5. Þórey Bjarnadóttir, bóndi og ráðunautur
6. Hjálmar Jens Sigurðsson, sjúkraþjálfari
7. Heiðrún Högnadóttir, gistihúsaeigandi
8. Aron Franklín Jónsson, fjallaleiðsögumaður
9. Joanna Marta Skrzypkowska, húsmóðir
10. Ragnar Logi Björnsson, vélfræðingur
11. Ingólfur Reynisson, símsmiður
12. Sigurður Einar Sigurðsson, vélstjóri
13. Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari
14. Kristín Guðrún Gestsdóttir, fv.bæjarfulltrúi og grunnskólakennari

Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hefur birt framboðslista sinn.

1.    Sigríður Guðrún Hauksdóttir, verkakona
2.    Helga Helgadóttir, þroskaþjálfi
3.    Ásgeir Logi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
4.    Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur
5.    Helgi Reynir Árnason, verkamaður
6.    Jón Karl Ágústsson, sjómaður
7.    Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir, skrifstofustjóri
8.    Margrét Ósk Harðardóttir, bankastarfsmaður
9.    Sæunn Gunnur Pálmadóttir, hjúkrunarnemi
10.  Arndís Erla Jónsdóttir, nemi
11.  Lísebet Hauksdóttir, íþróttafræðingur
12.  Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir, bókari
13.  Sverrir Mjófjörð Gunnarsson, sjómaður
14.  Þorsteinn Þór Tryggvason, sjómaður

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra í Sandgerði var samþykktur í gærkvöldi.

1. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi
2. Daði Bergþórsson, deildarstjóri
3. Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari
4. Jóna María Viktorsdóttir, húsmóðir
5. Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki
6. Berglind Mjöll Tómasdóttir, skrifstofumaður
7. Hjörtur Fjeldsted, knattspyrnuþjálfari
8. Guðrún Pétursdóttir, húsmóðir
9. Þorgeir Karl Gunnarsson, starfsmaður IGS
10. Agnieszka Woskresinska, þýðandi
11. Bjarki Dagsson, nemi í tölvunarfræði
12. Gréta Ágústsdóttir, húsmóðir
13. Jón Sigurðsson, verkstjóri IGS
14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri

T-listinn í Flóahreppi er kominn fram.

1. Svanhvít Hermannsdóttir, sveitarstjórnarmaður og sagnfræðingur, Lambastöðum.
2. Elín Höskuldsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Galtastöðum.
3. Rósa Matthíasdóttir, ferðaþjónustubóndi, Hraunmörk.
4. Ágúst Valgarð Ólafsson, tölvunarfræðingur, Forsæti 3.
5. Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi og heildsali, Vatnsholti 2.
6. Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Vorsabæjarhjáleigu.
7. Benedikt Hans Kristjánsson, bóndi, Ferjunesi II.
8. Jón Elías Gunnlaugsson, bóndi, Ölvisholti.
9. Elinborg Alda Baldvinsdóttir, móttökufulltrúi, Vorsabæ 2.
10. Vigfús Helgason, kennari, Laugarvöllum.

6. apríl 2014

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí n.k. hefst á morgun 7. apríl.

Prófkjör S-lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði fór fram í gær. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Ólafur Þór Ólafsson
7 .Lúðvík Júlíusson
2. Sigursveinn Bjarni Jónsson
4. Andri Þór Ólafsson
6. Helgi Haraldsson
3. Fríða Stefánsdóttir
5. Kristinn Halldórsson
Atkvæði greiddu 232.

5. apríl 2014

Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Hafnarfirði hefur verið lagður fram.

1. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri
2. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, lögmaður
3. Sverrir Garðarsson, háskólanemi og knattspyrnumaður
4. Júlíus Andri Þórðarson, verkefnastjóri og Háskólanemi
5. Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Sjúkraliðafélags Íslands
6. Gestur Svavarsson, bankamaður
7.Valgerður Fjölnisdóttir, nemi
8. Þorbjörn Rúnarsson, framhaldsskólakennari
9. Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur
10. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna
11. Birna Dís Bjarnadóttir, leikskólakennari
12. Hlynur Guðlaugsson, prentari
13. Fjölnir Sæmundsson, rannsóknarlögreglumaður
14. Ragnheiður Hjálmarsdóttir, grunnskólakennari
15. Árni Stefán Jónsson, form.SFR
16. Elísabet Brand, leiðsögumaður og íþróttakennari
17. Sigurbergur Árnason, arkítekt og leiðsögumaður
18. Árni Áskelsson, tónlistarmaður
19. Hlíf Ingibjörnsdóttir, framkvæmdarstjóri
20. Kristbjörn Gunnarsson, upplýsingatækniráðgjafi
21. Jón Ólafsson, framhaldsskólakennari og húsasmiður
22. Rannveig Traustadóttir, prófessor

M-listi Fólksins í bænum í Garðabæ mun sameinast Bjarti framtíð í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og félagshyggjufólks í Kópavogi hefur verið lagður fram.

1. Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi
2. Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og varabæjarfulltrúi
3. Sigríður Gísladóttir,  dýralæknir
4. Arnþór Sigurðsson, forritari og varabæjarfulltrúi
5. Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi
6. Gísli Baldursson, náms-og starfsráðgjafi og nemi
7. Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur
8. Hulda Margrét Erlingsdóttir, nemi
9. Helgi Hrafn Ólafsson, íþróttafræðingur
10. Svala Jónsdóttir, fjölmiðlafræðingur
11. Þuríður Backmann, fv.alþingismaður
12. Amid Derayat, fiskifræðingur
13. Hrafnhildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðinemi
14. Egill Ásgrímsson, pípulagningameistari
15. Margrét Sigríður Sigbjörnsdóttir, framhaldsskólakennari
16. Andrés Magnússon, læknir
17. Agnes Jóhannsdóttir, sérkennari
18. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur
19. Magnús Jakobsson, málmsteypumaður
20. Helga Margrét Reinhardsdóttir, skrifstofumaður
21. Sveinn Jóhannsson, fv.skólastjóri
22. Þóra Elfa Björnsson, setjari

4. apríl 2014

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði er kominn fram.

1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarfulltrúi
2. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi
3. Bjarki Tryggvason, skrifstofustjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
4. Viggó Jónsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
5. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður
6. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
7. Ísak Óli Traustason, framhaldsskólanemi
8. Einar E. Einarsson, bóndi og ráðunautur
9. Hrund Pétursdóttir, fjármálaráðgjafi
10. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
11. Snorri Snorrason, skipstjóri
12. Ásdís Garðarsdóttir, skólaliði
13. Bryndís Haraldsdóttir, nemi
14. Guðrún Sif Gísladóttir, nemi
15. Ingi Björn Árnason, bóndi
16. Guðrún Kristófersdóttir, atvinnurekandi
17. Gunnar Valgarðsson, forstöðumaður
18. Einar Gíslason, tæknifræðingur

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði er kominn fram.

1. Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri
2. Jósef Kjartansson, vélstjóri
3. Bjarni Georg Einarsson, áliðnaðarmaður
4. Sigríður Guðbjörg Arnardóttir, þroskaþjálfi
5. Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri
6. Hólmfríður Hildimundardóttir, verkstjóri
7. Unnur Þóra Sigurðardóttir, húsmóðir og múrari
8. Valdís Ásgeirsdóttir, veiðieftirlitsmaður
9. Runólfur Guðmundsson, fv. Skipstjóri
10. Runólfur Jóhann Kristjánsson, stýrimaður
11. Unnur Birna Þórhallsdóttir, kennari
12. Ágústa Ósk Guðnadóttir, húsmóðir
13. Hrólfur Hraundal, vélsmíðameistari
14. Þórey Jónsdóttir, skrifstofustjóri

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akranesi var samþykktur í gærkvöldi.

1. Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
2. Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari
3. Gunnhildur Björnsdóttir, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari
4. Kristinn Hallur Sveinsson, landfræðingur
5. Björn Guðmundsson, húsasmiður
6. Jónína Halla Víglundsdóttir, framhaldsskólakennari
7. Guðmundur Þór Valsson, mælingaverkfræðingur
8. Guðríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari/menningarstjórnun
9. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki/trúnaðarmaður RSÍ
10. Sigrún Ríkharðsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur
11. Gunnþórunn Valsdóttir, háskólanemi
12. Vigdís Elfa Jónsdóttir, grunnskólakennari
13. Hrafn Elvar Elíasson, sjómaður
14. Hrund Snorradóttir, leikari
15. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður
16. Andri Adolphsson, stuðningsfulltrúi
17. Júlíus Már Þórarinsson, tæknifræðingur
18. Hrönn Ríkharðsdóttir, fv.bæjarfulltrúi og skólastjóri

Framboðsliti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var samþykktur í gærkvöldi og eru sex efstu sætin í samræmi við prófkjör flokksins.

1. Rósa Guðbjartsdóttir, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi
2. Kristinn Andersen, verkfræðingur og bæjarfulltrúi
3. Unnur Lára Bryde, viðskiptafræðingur
4. Ingi Tómasson, fv. aðalvarðstjóri og varabæjarfulltrúi
5. Helga Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
6. Kristín Thoroddsen, ferðamálafræðingur
7. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri
8. Pétur Gautur Svavarsson, myndlistarmaður
9. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir,  oddviti Nemendafélags Flensborgarskóla
10. Valdimar Víðisson, skólastjóri
11. Ebba Særún Brynjarsdóttir, hárgreiðslukona og frjálsíþróttakona
12. Sigurbergur Sveinsson, háskólanemi og handknattleiksmaður
13. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur og varabæjarfulltrúi
14. Þór Sigfússon, stálskipasmiður
15. Unnur Birna Magnúsdóttir, snyrtifræðingur og form.Bandl.kvenna í Hafnarf.
16. Pétur Viðarsson, viðskiptafræðingur og knattspyrnumaður
17. Þorgerður María Halldórsdóttir, mannfræðingur
18. Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri
19. Lára Janusdóttir, viðskiptafræðingur
20. Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, varabæjarfulltrúi
21. Geir Jónsson, mjólkurfræðingur og bæjarfulltrúi
22. Valdimar Svavarsson, hagfræðingur og bæjarfulltrúi

Listi Samstöðu í Grundarfirði hefur verið birtur.

1. Eyþór Garðarson, bæjarfulltrúi og sjúkraflutningamaður
2. Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
3. Hinrik Konráðsson, fangavörður.
4. Elsa Björnsdóttir, ferðamálafræðingur.
5. Gunnar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri.
6. Sævör Þorvarðardóttir, fangavörður.
7. Þorbjörg Guðmundsdóttir, kennari.
8. Ólafur Tryggvason, umsjónarmaður fasteigna hjá FSN.
9. Guðrún Jóna Jósepsdóttir, fjármálastjóri FSN.
10. Bjarni Jónasson, vélstjóri.
11. Sólrún Guðjónsdóttir, framhaldsskólakennari.
12. Helena María Jónsdóttir, afgreiðslumaður í Lyfju.
13. Vignir Maríasson, vinnuvélastjóri.
14. Una Ýr Jörundardóttir, framhaldsskólakennari.

Samfylkingin í Reykjanesbæ hefur samþykkt framboðslista sinn.

 Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi, ráðgjafi og kennari
 Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og mastersnemi
 Eysteinn Eyjólfsson, bæjarfulltrúi og leiðbeinandi
 Dagný Steinsdóttir, framkvæmdastjóri
 Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari
 Gunnar Hörður Garðarsson, stjórnmálafræðinemi
 Jón Haukur Hafsteinsson, forstöðumaður sérdeildar og stjórnunarfræðinemi
 Jóhanna Sigurbjörnsdóttir,  fótaaðgerðafræðingur
 Ómar Jóhannsson, þjálfari og nemi
Katarzyna Jolanta Kraciuk, kennari
Teitur Örlygsson, verslunarmaður og þjálfari
Heba Maren Sigurpálsdóttir, þroskaþjálfi
Hinrik Hafsteinsson, stúdent
Valgeir Ólason, vakt – og björgunarstjóri
Elínborg Herbertsdóttir, kennari
Elfa Hrund Guttormsdóttir, félagsráðgjafi
Arnbjörn H. Arnbjörnsson, trésmíðameistari
Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur
Vilborg Jónsdóttir, þroskaþjálfi og sérkennslustjóri
Bjarni Stefánsson, málarameistari
Ásmundur Jónsson, rafvirki
Erna Þórdís Guðmundsdóttir, kennari

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi var samþykktur i gærkvöldi.

1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, húsmóðir og fv.ráðherra
2. Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður
3. Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur
4. Elínbergur Sveinsson, kennari
5. Katritas Jónsdóttir, B.S.C. Í umhverfis- og byggingaverkfræði
6. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður og bæjarfulltrúi
7. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
8. Ole Jakob Wolden, húsasmiður
9. Hlini Baldursson, sölumaður
10. Sólveig Rún Samúelsdóttir, stúdent og verkakona
11. Valdimar Ingi Brynjarsson, stúdent og verkamaður
12. Hilmar Sigvaldason, verkamaður
13. Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur
14. Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður
15. Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur
16. Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður
17. Björg Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður

3. apríl 2014

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Árborg var samþykktur í kvöld. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagins Árborgar sem varð í 1. sæti í prófkjöri flokksins tekur 5.sætið á listanum sem er baráttusæti flokksins ætli hann að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Þeir sem lentu í 2.-5. sæti færast upp um eitt sæti hver.

1. Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
2. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi
4. Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi
5. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar
6. Magnús Gíslason, sölustjóri
7. Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri
8. Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari
9. Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur
10. Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari
11. Sigríður Guðmundsdóttir, formaður Félags eldri borgara
12. Ingvi Rafn Sigurðsson, sölumaður
13. Ásgerður Tinna Jónsdóttir, nemi
14. Einar Ottó Antonsson, íþróttakennari og tónlistarmaður
15. Gísli Gíslason, flokksstjóri
16. Jóna S. Sigurbjartsdóttir, hársnyrtimeistari
17. Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður
18. Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi

Óskar Bergsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka.

2. apríl 2014

Framboðslisti Bjartar framtíðar á Akureyri var birtur í kvöld.

1. Margrét Kristín Helgadóttir, lögmaður og nemi
2. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, grunnskólakennari og húsmóðir
3. Preben Pétursson, framkvæmdastjóri og mjólkurtæknifræðingur
4. Þorsteinn Hlynur Jónsson, framkvæmdastjóri og nemi
5. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur
6. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor
7. Eva Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari og atvinnurekandi
8. Sigurjón Jónsson, flugumferðarstjóri
9. Hlín Garðarsdóttir, háskólanemi og húsmóðir
10. Stefán Guðnason, kennari og nemi
11. Agnes Mutonga Maluki, dagmóðir og rithöfundur
12. Jónas Björgvin Sigurbergsson, nemi og íþróttamaður
13. Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri
14. Kristinn Pétur Magnússon, prófessor og umhverfiserfðafræðingur
15. Brynja Reynisdóttir, framhaldskólanemi og verslunarmaður
16. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og sjálfstæður atvinnurekandi
17. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, prestur og ellilífeyrisþegi
18. Konráð Wilhelm Bartsch, verkamaður og tónlistarmaður
19. Guðrún Karítas Garðarsdóttir, verslunarstjóri og atvinnurekandi
20. Hólmgeir Þorsteinsson, slökkvi- og sjúkraflutningamaður og leiðsögumaður
21. Saga Jónsdóttir, leikkona
22. Oddur Lýður Árnason, prentari og eldri borgari

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Húnaþingi vestra hefur verið birtur.

1. Elín R. Líndal
2. Ingimar Sigurðsson
3. Valdimar Gunnlaugsson
4. Sigríður Elva Ársælsdóttir
5. Gerður Rósa Sigurðardóttir
6. Sigtryggur Sigvaldason
7. Sigurður Kjartansson
8. Sigrún Waage
9. Ragnar Smári Helgason
10. Anna Birna Þorsteinsdóttir
11. Guðmundur Ísfeld
12. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir
13. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir
14. Þorleifur Karl Eggertsson

Framboðslisti Framsóknarflokks í Ísafjarðarbæ var samþykktur í gærkvöldi.

1. Marzellíus Sveinbjörnsson
2. Helga Dóra Kristjánsdóttir
3. Sólveig Sigríður Guðnadóttir
4. Gísli Jón Kristjánsson
5. Barði Önundarson
6. Elísabet Samúelsdóttir
7. Jón Reynir Sigurðsson
8. Rósa Helga Ingólfsdóttir
9. Gauti Geirsson
10. Martha Sigríður Örnólfsdóttir
11. Sigfús Þorgeir Fossdal
12. Violetta Maria Duda
13. Jón Sigmundsson
14. Svanlaug Guðnadóttir
15. Steinþór Auðunn Ólafsson
16. Þorleifur Kristján Sigurvinsson
17. Konráð G. Eggertsson
18. Sigurjón Hallgrímsson

Héraðslistinn á Fljótsdalshéraði er kominn fram.

1. Sigrún Blöndal, kennari og bæjarfulltrúi
2. Árni Kristinsson,  svæðisfulltrúi og bæjarfulltrúi
3. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi
4. Ingunn Bylgja Einarsdóttir, starfsm. félagsþjónustu og háskólanemi
5. Aðalsteinn Ásmundarson, vélsmiður
6. Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri
7. Kristín M. Björnsdóttir, sérfræðingur
8. Árni Ólason, áfangastjóri
9. Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri
10. Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur
11. Ireneusz Kolodziejczy, rafvirkjameistari
12. Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnisstjóri
13. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri
14. Ólöf Björg Óladóttir, þroskaþjálfi
15. Leifur Þorkelsson, heilbrigðisfulltrúi
16. Karen Erla Erlingsdóttir, ráðgjafi
17. Guðmundur Ólason, bóndi
18. Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi

Flóalistinn í Flóahreppi er kominn fram. Hann skipa:

1. Árni Eiríksson, Skúfslæk 2
2. Margrét Jónsdóttir, Syðra Velli
3. Sigurbára Rúnarsdóttir, Langstöðum
4. Stefán Geirsson, Gerðum 2
5. Helgi Sigurðsson, Súluholti 1
6. Ingunn Jónsdóttir, Hallanda
7. Heimir Rafn Bjarkason, Árprýði
8. Mareike Schacht, Fljótshólum
9. Davíð Ingi Baldursson, Litla Ármóti
10. Bjarni Stefánsson, Túni

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði var samþykktur í gærkvöldi. Listann skipa eftirtaldir:

1. Daníel Jakobsson
2. Jónas Þór Birgisson
3. Kristín Hálfdánsdóttir
4. Martha Kristín Pálmadóttir
5. Sif Huld Albertsdóttir
6. Steinþór Bragason
7. Hildur Elísabet Pétursdóttir
8. Stefanía H Ásmundsdóttir
9. Ingólfur H. Þorleifsson
10. Ívar Kristjánsson
11. Guðný Stefanía Stefánsdóttir
12. Þórir Karlsson
13. Arna Ýr Kristinsdóttir
14. Davíð Sighvatsson
15. Þórdís Jónsdóttir
16. Regína Huld Guðbjarnadóttir
17. Óðinn Gestsson
18. Óli M. Lúðvíksson

Framboðslisti Eyjalistans í Vestmannaeyjum var samþykktur í gærkvöldi. Eyjalistinn er sameiginlegt framboð Framsóknarflokks, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, óflokksbundinna og óháðra kjósenda.

1. Jórunn Einarsdóttir grunnskólakennari
2. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri
3. Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur
4. Gunnar Þór Guðbjörnsson tæknimaður
5. Auður Ósk Vilhjálmsdóttir rekstraraðili
6. Georg Eiður Arnarson sjómaður
7. Sonja Andrésdóttir matráður
8. Guðjón Örn Sigtryggsson bifreiðastjóri
9. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir sjúkraliði
10. Drífa Þöll Arnardóttir tvíburamóðir
11. Haraldur Ari Karlsson kvikmyndagerðarmaður
12. Hulda Sigurðarsdóttir húsmóðir
13. Jónatan Guðni Jónsson grunnskólakennari
14. Bergvin Oddsson skipstjóri

1. apríl 2014

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðurþingi var samþykktur í kvöld.

1. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri
2. Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi og hagfræðingur
3. Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi og kennari
4. Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur
5. Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður
6. Anny Petra Sigmundsdóttr, sálfræðingur
7. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri
8. Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari
9. Aðalsteinn Júlíusson, lögreglumaður
10. Sigríður Benediktsdóttir, bankaritari
11. Anna Björg Lindberg Pálsdóttir, tómstundafulltrúi
12. Hjörvar Gunnarsson, nemi
13. Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur
14. María Guðrún Jónsdóttir, verkakona
15. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, form.FEBH
16. Birna Björnsdóttir, varabæjarfulltrúi og kennari
17. Jónína Á. Hallgrímsdóttir, fv.sérkennari
18. Jón Grímsson, bæjarfulltrúi

J-listinn í Dalvíkurbyggð var samþykktur í gærkvöldi. Kristján Eldjárn Hjartarson í 3. sæti listans var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir A-listi Byggðalistans 2010.

1. Guðmundur St. Jónsson
2. Valdís Guðbrandsdóttir
3. Kristján Eldjárn Hjartarson
4. Andrea Ragúels
5. Marinó Þorsteinsson
6. Auður Helgadóttir
7. Elmar Eiríksson
8. Elísa Rán Ingvarsdóttir
9. Sigurður Viðar Heimisson
10. Kristín Dögg Jónsdóttir
11. Zbigniew Kolodziejczyk
12. Heiða Hringsdóttir
13. Gunnsteinn Þorgilsson
14. Svanfríður Jónasdóttir

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík var samþykktur í gærkvöldi.

1. Hjálmar Hallgrímsson
2. Guðmundur Pálsson
3. Jóna Rut Jónsdóttir
4. Þórunn Svava Róbertsdóttir
5. Sigurður Guðjón Gíslason
6. Klara Halldórdóttir
7. Ómar Davíð Ólafsson
8. Jón Emil Halldórsson
9. Gunnar Harðarson
10. Birgitta Káradóttir
11. Magnús Bjarni Pétursson
12. Berta Grétarsdóttir
13. Kristín Gísladóttir
14. Vilhjálmur Árnason

Listi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Hornafirði er þannig skipaður:

1. Björn Ingi Jónsson
2. Lovísa Rósa Bjarnadóttir
3. Páll Róbert Matthíasson
4. Óðinn Eymundsson
5. Anna María Kristjánsdótttir
6. Bryndís Björk Hólmarsdóttir
7. Þröstur Þór Ágústsson
8. Alma Þórisdóttir
9. Páll Guðmundsson
10. Nína Síbyl Birgisdóttir
11. Jón Malmquist Einarsson
12. Þorkell Óskar Vignisson
13. Einar Jóhann Þórólfsson
14. Halldóra K. Guðmundsdóttir

Listi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar
2. Eiður Ragnarsson, viðskiptafulltrúi
3. Pálína Margeirsdóttir, verslunarmaður
4. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, skólaliði
5. Svanhvít Yngvadóttir, kennari
6. Guðjón Björn Guðbjartsson, nemi
7. Tinna Hrönn Smáradóttir, iðjuþjálfi
8. Þuríður Lilly Sigurðardóttir, nemi
9. Einar Björnsson, forstjóri
10. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður
11. Anton Helgason, framkvæmdastjóri
12. Anna Sigríður Karlsdóttir, þroskaþjálfi
13. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi
14. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi
15. Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
16. Krzysztof Zbigniew Sakaluk, ráðsmaður
17. Þorbergur N. Hauksson, varaslökkvistjóri
18. Guðmundur Þorgrímsson, verktaki

Listi Sjálfstæðisflokksins í Vestmanneyjum hefur verið birtur. Hann er þannig:

1. Elliði Vignisson, bæjarstjóri
2. Páley Borgþórsdóttir, lögfræðingur
3. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri
4. Trausti Hjaltason, sérfræðingur
5. Birna Þórsdóttir, snyrtifræðingur
6. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari
7. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur
8. Sigursveinn Þórðarson, markaðsstjóri
9. Esther Bergsdóttir, grunnskólakennari
10. Geir Jón Þórisson, fv.yfirlögregluþjónn
11. Dóra Kristín Guðjónsdóttir, nemi
12. Kristinn Bjarki Valgeirsson, vélstjóri
13. Sæbjörg Snædal Logadóttir, verkakona
14. Gísli Geir Guðlaugsson

30. mars 2014

Framsóknarflokkur og aðrir framfarasinnar í Rangárþingi eystra hafa samþykkt framboðslista. Hann er þannig skipaður:

1. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri
2. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
3. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bóndi
4. Benedikt Benediktsson, verkstjóri
5. Þórir Már Ólafsson, bóndi
6. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi
7. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur
8. Katarzyna Krupinska, starfsmaður SS
9. Bjarki Oddsson, nemi
10. Helga Guðrún Lárusdóttir, bankastarfsmaður og nemi
11. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, bóndi
12. Ágúst Jensson, bóndi
13. Ingibjörg Marmunsdóttir, félagsliði
14. Bergur Pálsson, sölumaður

28. mars 2014

Viðræður hafa verið milli Bjartar framtíðar og Bæjarlistans á Akureyri um sameiginlegt framboð, Þeim hefur verið slitið.

Framboðslisti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ er kominn fram. Framboðið er sagt óháð stjórnmálaflokkum. Í efsta sæti er Guðbrandur Einarsson fv.bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna 2002-2006 og sameiginlegan lista Samfylkingar og Framsóknarflokks 2006-2010. Ekki er vitað til að aðrir hafi verið í framboði síðustu árin nema Lovísa Hafsteinsdóttir sem er í 6.sæti en hún var í 6. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Listinn er annars sem hér segir:

1. Guðbrandur Einarsson, form.VS og LÍV
2. Anna Lóa Óalfsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
3. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, laganemi
4. Kristján Jóhannsson, form.og framkvæmdastjóri FFR
5. Helga María Finnbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur og kennari
6. Lovísa N. Hafsteinsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur og meistaranemi
7. Sólmundur Friðriksson, sérkennari
8. Dominika Wróblewska, fjölbrautaskólanemi
9. Davíð Örn Óskarsson, frístundaleiðbeinandi
10. Una María Unnarsdóttir, háskólanemi
11. Birgir Már Bragason, umsjónmaður fasteigna Keilis
12. Arnar Ingi Tryggvason, stöðvarstjóri og form.LK
13. Baldvin Lárus Sigurbjartsson, menntaskólanemi
14. Guðný Backmann Jóelsdóttir, viðskiptafræðingur
15. Hafdís Lind Magnúsdóttir, framhaldsskólanemi
16. Tóbías Brynleifsson, fv.sölumaður
17. Hrafn Ásgeirsson, lögregluþjónn
18. Kristín Gyða Njálsdóttir, þjónustufulltrúi
19. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, grunnskólakennari
20. Einar Magnússon, tannlæknir
21. Sossa Björnsdóttir, listmálari
22. Hulda Björk Þorkelsdóttir, verkefnastjóri

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði var samþykktur í gær. Hann er þannig:

1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar
2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi
3. Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi
4. Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi
5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri
6. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi
7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari
8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi
9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki
10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur
11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi
12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur
13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, véltæknifræðingur
14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leikskólaleiðbeinandi
15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður
16. Magnús Karlsson, bóndi
17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi
18. Jónas Guðmundsson, bóndi og fv.bæjarfulltrúi

Sex efstu sætin á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og félagshyggjufólks í Kópavogi hafa verið birt. Athygli vekur að Margrét Júlía Rafnsdóttir í 2.sæti listans er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Gísli Baldursson í 6. sæti hefur fylgt Samfylkingunni að málum.

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi
Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og varabæjarfulltrúi
Sigríður Gísladóttir,  dýralæknir
Arnþór Sigurðsson, forritari og varabæjarfulltrúi
Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi
Gísli Baldursson, náms-og starfsráðgjafi og nemi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði er kominn fram og er þannig skipaður:

1. Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur og forseti bæjarstjórnar
2. Eyþór Ólafsson, verkfræðingur og öryggisstjóri
3. Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri og formaður bæjarráðs
4. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
5. Þórhallur Einisson, hugbúnaðararkitekt
6. Friðrik Sigurbjörnsson, sölufulltrúi
7. Berglind Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
8. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ
9. Ingimar Guðmundsson, framhaldsskólanemi
10. Alda Pálsdóttir, skólaritari
11. Jakob Fannar Hansen, starfsmaður Kjörís
12. Þorkell Pétursson, stýrimaður
13. Sæunn Freydís Grímsdóttir, myndlistarkona
14. Örn Guðmundsson, dúklagninga- og veggfóðrarameistari

27. mars 2014

Píratar í Reykjanesbæ hafa auglýst eftir framboðum vegna prófkjörs flokksins. Framboðsfrestur er til 5. apríl.

26. mars 2014

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri var samþykktur í kvöld. Hann er sem hér segir:

1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi
2. Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður
3. Siguróli Magni Sigurðsson, nemi
4. Elvar Smári Sævarsson, kennari
5. Halldóra Hauksdóttir, héraðsdómslögmaður
6. Tryggvi Már Ingvarsson, deildarstjóri
7. Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
8. Húni Hallsson, söluráðgjafi
9. Sigríður Bergvinsdóttir, hársnyrtir
10. Óskar Ingi Sigurðsson, framhaldsskólakennari
11. Ragnhildur Hjaltadóttirm, umboðsmaður
12. Jóhannes Gunnar Bjarnason, kennari
13. Regína Helgadóttir, bókari
14. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður
15. Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
16. Axel Valgeirsson, meindýraeyðir
17. Viðar Valdimarsson, verkamaður og nemi
18. Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, leikskólakennari
19. Klemenz Jónsson, dúklagningameistari
20. Mínerva Björg Sverrisdóttir, leiðbeinandi
21. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri
22. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fv. bæjarfulltrúi

Framboðslisti Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra hefur verið lagður fram. Hann er þannig:

1. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri
2. Valdemar Þór Viðarsson, ökukennari/gullsmiður
3. Lilja Björk Ólafsdóttir, mannauðsstjóri/forvarnaráðgjafi
4. Haukur Arnar Gunnarsson, vélstjóri
5. Silja Pálsdóttir, BA í sálfræði/bókari
6. Kristinn Ingi Valsson, bruggari
7. Guðrún Anna Óskarsdóttir, nemi/starfsmaður í skammtímavistun
8. Viktor Már Jónasson, verkefnastjóri félagsmiðstöðvar
9. Þórunn Andrésdóttir, starfsmaður á leikskóla/nemi
10. Guðný Rut Sverrisdóttir, þjónustustjóri
11. Hörður Arnar Másson, sjómaður/vélfræðingur
12. Ásdís Jónasdóttir, tryggingaráðgjafi
13. Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri
14. Gréta Sigrún Tryggvadóttir, ellilífeyrisþegi

24. mars 2014

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík var samþykktur í kvöld.

1. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi
2. Líf Magneudóttir, grunnskólakennari
3. Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur
4. Hermann Valsson, íþróttakennari
5. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglukona
6. Gísli Garðarsson, háskólanemi
7. René Biasone, umhverfisfræðingur
8. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, bókmenntafræðingur
9. Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkítekt
10. Ásgrímur Angantýsson, framhaldsskólakennari
11. Benóný Harðarson, háskólanemi
12. Auður Alfífa Ketilsdóttir, blaðamaður
13. Torfi Hjartarson, lektor
14. Sunna Snædal Jónsdóttir, læknir
15. Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður
16. Sigríður Pétursdóttir, deildarstjóri KHÍ
17. Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður
18. Elín Vigdís Ólafsdóttir, kennslukona
19. Ragnar Karl Jóhansson, uppeldis- og tómstundafræðingur
20. Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistarmaður
21. Jóhann Björnsson, heimspekingur
22. Katrín Þorgerðar Pálmadóttir, háskólanemi
23. Bjartur Steingrímsson, varaformaður Röskvu
24. Áslaug Thorlacius, myndlistarmaður
25. Kári Emil Helgason, grafískur hönnuður
26. Ragnar Auðun Árnason, framhaldsskólanemi
27. Sesselja Traustadóttir, kennari og framkvæmdastjóri Hjólafærni
28. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi þulur
29. Gísli B. Björnsson, teiknari
30. Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur

Fjarðalistinn í Fjarðabyggð hefur birt lista sinn. Hann er eins og hér segir:

1. Elvar Jónsson, skólameistari
2. Eydís Ásbjörnsdóttir, hársnyrtimeistari
3. Esther Ösp Gunnarsdóttir,kynningarstjóri
4. Einar Már Sigurðarson,skólastjóri og fv.alþingismaður
5. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir,grunnskólakennari
6. Ævar Ármannsson, húsasmíðameistari
7. Marsibil Erlendsdóttir, vitavörður
8. Stefán Már Guðmundsson, íþróttakennari
9. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, dagmóðir
10. Þórdís Jóna Guðmundsdóttir, háskólanemi
11. Jón Finnbogason, vélsmiður
12. Jóhanna Reykjalín, hundaþjálfari og uppeldisfræðingur
13. Steina Gunnarsdóttir, framhaldsskólanemi
14. Haukur Árni Björgvinsson, háskólanemi
15. Óskar Ágúst Þorsteinsson, bókavörður
16. Elías Jónsson, stóriðjutæknir
17. Katrín Guðmundsdóttir, glerlistamaður
18. Þórður M. Þórðarson, eldri borgari

Eyjalistinn mun bjóða fram í Vestmannaeyjum í vor. Eyjalistinn er félag fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni- grænu framboði og að auki óflokksbundnum og óháðum kjósendum.

Alþýðufylkingin mun bjóða fram í Reykjavík og verður Þorvaldur Þorvaldsson formaður flokksins í efsta sæti listans.

Sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og Frjálslyndra og óháðra í Skagafirði boða sameiginlegt framboð.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði er kominn fram. Hann skipa:

1. Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri
2. Guðmundur Sveinsson Kröyer, umhverfissérfræðingur
3. Guðbjörg Björnsdóttir, viðskiptafræðingur
4. Viðar Hafsteinsson, framhaldsskólakennari
5. Karl S. Lauritzson, viðskiptafræðingur
6. Þórhallur Harðarson, forstöðumaður
7. Adda Birna Hjálmarsdóttir, lyfsali
8. Guðrún Ragna Einarsdóttir, bóndi og húsmóðir
9. Aðalsteinn Jónsson, bóndi
10. Davíð Þór Sigurðarson, verkefnastjóri
11. Helgi Sigurðsson, tannlæknir
12. Lilja Sigurðardóttir, stuðningsfulltrúi og sjúkraflutningamaður
13. Jóhann Már Þorsteinsson, framleiðslutæknir
14. Þröstur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur
15. Ásta Sigurðardóttir, bóndi
16. Þórhallur Borgarsson, húsasmiður
17. Sigríður Sigmundsdóttir, framreiðslumaður
18. Vilhjálmur Snædal, bóndi

23. mars 2014

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurþingi samþykkti framboðslista sinn í dag. Efsta sæti listans skipar Friðrik Sigurðsson sem kjörin var í sveitarstjórn Norðuþings af Þinglistanum 2010 en var áður kjörnn af lista Sjálfstæðisflokks. Staðfest er að Þinglistinn býður ekki fram í vor. Listi Sjálfstæðisflokksins er þannig skipaður:

1. Friðrik Sigurðsson, bóksali og bæjarfulltrúi
2. Olga Gísladóttir, bæjarfulltrúi
3. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og formaður Húsavíkurstofu
4. Erna Björnsdóttir, lyfjafræðingur
5. Áki Hauksson, rafvirki
6. Þóra Kristín Sigurðardóttir, nemi
7. Jón Ketilsson, stýrimaður
8. Karólína Kr Gunnlaugsdóttir, nemi
9. Stefán Jón Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur
10. Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður HSÞ
11. Friðgeir Gunnarsson, fiskvinnslumaður
12. Kristrún Ýr Einarsdóttir, aðstoðarrekstrarstjóri Gamla Bauks
13. Arnar Guðmundsson, rafvirki
14. Kasia Cieslukowska, verslunarkona
15. Hjalti Hálfdánarson, skipstjóri
16. Kathleen Hafdís Jensen, húsmóðir
17. Katrín Eymundsdóttir, fv. bæjarfulltrúi
18. Jón Helgi Björnsson, bæjarfulltrúi

Prófkjör Sjálfstæðisflokks og óháðra í Sveitarfélaginu Garði fór fram í gær. Úrslit urðu þessi:

Sjálfstæðismenn og óháðir
1. Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur og forseti bæjarstjórnar
2. Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
3. Gísli Heiðarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
4. Einar Tryggvason, vinnuvélastjórnandi og bæjarfulltrúi
5. Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi
6. Björn B. Vilhjálmsson, verkamaður
7. Bjarki Ásgeirsson, grunnskólakennari og húsasmiður
8. Björn Vilhelmsson, kennari og deildarstjóri
9. Sævar Leifsson, vallarstjóri

22. mars 2014

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg fór fram í dag. Úrslit urðu sem hér segir:

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
1. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri 521
2. Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 223
3.-4.Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi 306
3.-4.Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi 306
5. Ari Björn Thorarensen, fangavörður og forseti bæjarstjórnar 379
6. Magnús Gíslason, sölustjóri 287
Aðrir
Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri
Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari
Ragnheiður Guðmundsdóttir, verslunarmaður
Atkvæði greiddu 686. Auðir og ógildir voru 44.

Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir aðsendri grein í Víkurfréttum að hann íhugi sérframboð. Ástæðan er að hann lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins en var boðið sjöunda sætið sem hann þáði ekki. Hann var síðan ekki á lista flokksins sem kynntur var í gær.

Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð hefur samþykkt framboðslista sinn. Hann er þannig skipaður:

1. Jens Garðar Helgason, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Fiskimiða.
2. Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi og rekstrarstjóri HSA.
3. Kristín Gestsdóttir, ráðgjafi innkaupa hjá Alcoa Fjarðaáli.
4. Dýrunn Pála Skaftadóttir, stöðvarstjóri Olís.
5. Ragnar Sigurðsson, svæðisstjóri HSA.
6. Sævar Guðjónsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
7. Borghildur Stefánsdóttir, varabæjarfulltrúi.
8. Birkir Hauksson, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls.
9. Sigurbergur Ingi Jóhannsson, nemi.
10. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólakennari.
11. Margeir Margeirsson, starfsmaður á vélaverkstæði.
12. Ingi Lár Vilbergsson, vélfræðingur og formaður björgunarsv.Ársólar.
13. Kristín Ágústsdóttir, landfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands.
14. Óðinn Magnason, veitingamaður.
15. Lísa Lotta Björnsdóttir, þjónustustjóri.
16. Agnar Bóasson, framkvæmdastjóri hjá Bíley.
17. Guðlaug Dana Andrésdóttir, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls.
18. Tómas Zoega, rafvirkjameistari.

21. mars 2014

Listi Dögunar í Reykjavík var kynntur í dag. Eins og áður hefur komið fram er hann leiddur Þorleifi Gunnlaugssyni varaborgarfultrúa sem skipaði 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs  í kosningunum 2010.

1. Þorleifur Gunnlaugsson, dúklagningameistari og varaborgarfulltrúi
2. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
3. Salmann Tamimi, tölvunarfræðingur
4. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi
5. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur
6. Alma Rut Lindudóttir, forvarnarráðgjafi
7. Björgvin Vídalín, rafeindavirki
8. Helga Þórðardóttir, kennari
9. Hannes Ingi Guðmundsson, lögfræðingur ÖBÍ
10. Birna Magnúsdóttir, fulltrúi, Strætó bs
11. Elva Dögg Gunnarsdóttir, uppistandari
12. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir, sviðslistakona og menningarmiðlari
13. Júlíus Guðmundsson, iðnaðarmaður
14. Kristmundur Axel Kristmundsson, tónlistarmaður
15. Gígja Skúladóttir , hjúkrunarfræðinemi
16. Kristjana Sveinsdóttir, framhaldsskólakennari
17. Piotr Karolmurawski, verkstjóri
18. Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur og menningarmiðlari
19. Leifur Leifsson, þjónustufulltrúi
20. Rannveig Ernudóttir Bergmann, guðfræðingur
21. Guðmundur Steinsson, áfengisráðgjafi
22. Álfheiður Þórhallsdóttir, tónmenntakennari
23. Hafsteinn Freyr Gunnarson, smiður og kerfisfræðingur
24. Jón Bjarni Jónuson, einkaþjálfari
25. Björgvin Björgvinsson, ellilífeyrisþegi
26. Bergrún Brá Kormáksdóttir, félagsráðgjafanemi
27. Sigurður Jónas Eggertsson, tölvunarfræðingur
28. Elísabet (Dottý) Kristjánssdóttir, félags- og sjúkraliði
29. Sigurbjörg Guttormsdóttir, leikskólakennari
30. Kristján Hreinsson, skáld

Listi Bjartar framtíðar í Kópavogi hefur verið kynntur. Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins er ekki á listanum en hann hafði verið orðaður við hann. Hins vegar er Erla Karlsdóttir varabæjarfulltrúi Næstbesta flokksins er í 18.sæti. Þá eru þrír sem voru á lista Kópavogsbúa 2010 á listanum. Efstur þeirra er Hreiðar Oddsson í 3.sæti listans. Listinn er þannig skipaður.

1. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
2. Sverrir Óskarsson, félagsráðgjafi
3. Hreiðar Oddsson, grunnskólakennari og verslunarstjóri
4. Ragnhildur Reynisdóttir, sölu og markaðsstjóri
5. Andrés Pétursson, sérfræðingur
6. Rannveig Bjarnadóttir, forstöðumaður
7. Auður Sigrúnardóttir, verkefnastjóri
8. Vilhjálmur Einarsson, fasteignasali
9. Anna María Bjarnadóttir, verkefnastjóri
10. Eiríkur Ólafsson, grunnskólakennari
11. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri
12. Hulda Hvönn Kristinsdóttir, laganemi
13. Sigursteinn Óskarsson, rafvirkjameistari og framhaldsskólakennari
14. Rannveig Jónsdóttir, grunnskólakennari
15. Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur
16. Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur
17. Ólafur H. Ólafsson, stjórnmálafræðinemi
18. Erla Karlsdóttir, guðfræðingur
19. Kristinn Sverrisson, kennaranemi
20. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, B.A. í mannfræði og markvörður HK
21. Jón Ingi Ragnarsson, málarameistari
22. Kjartan Sigurjónsson, organisti

Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hefur verið samþykktur. Nokkrar breytingar voru gerðar á framboðslistanum. Þannig hafa þau Magnea Guðmundsdóttir og Böðvar Jónsson sætaskipti. En Böðvar lenti í 2. sæti í prófkjörinu en Magnea í því 3. Gunnar Þórarinsson sem lenti í 5. sæti í prófkjörinu og bauð sig fram gegn Árna Sigfússyni í 1. sæti listans er ekki á listanum. Við það færist Björk Þorsteinsdóttir upp í 5.sæti. Þá er Einar Þór Magnússon bæjarfulltrúi sem lenti í 7.sæti í prófkjörinu í 21.sæti á framboðslistanum.

1. Árni Sigfússon, bæjarstjóri
2. Magnea Guðmundsóttir, upplýsingafulltrúi og bæjarfulltrúi
3. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og  bæjarfulltrúi
4. Baldur Guðmundsson, útibússtjóri og bæjarfulltrúi
5. Björk Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
6. Ingigerður Sæmundsdóttir, framhaldsskólakennari
7. Jóhann S. Sigurbergsson, forstöðumaður
8. Una Sigurðardóttir, sérfræðingur
9. Ísak Ernir Kristinsson, stúdent
10. Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri
11. Hildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur og varaformaður SUS
12. Hanna B. Konráðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í lögfræði
13. Þórarinn Gunnarsson, stúdent og form.ungra sjálfstæðism. í Reykjanesbæ
14. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, sálfræðinemi
15. Rúnar Arnarson, bankastarfsmaður
16. Haraldur Helgason, matreiðslumeistari
17. Sigrún I. Ævarsdóttir, lögfræðingur og kaupmaður
18. Erlingur Bjarnason, rekstrarstjóri
19. Gígja S. Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
20. Grétar Guðlaugsson, byggingafræðingur
21. Einar Magnússon, skipstjóri og bæjarfulltrúi
22. Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður og ráðherra

Sjö gefa kost á sér í prófkjöri S-lista Samfylkingar og Óháðra borgara í Sandgerði. Þau eru: Andri Þór Ólafsson (2.-3. sæti), Fríða Stefánsdóttir (2.-4. sæti), Helgi Haraldsson (2.-3. sæti), Kristinn Halldórsson (2.-4. sæti), Lúðvík Júlíusson (1.-6. sæti), Ólafur Þór Ólafsson (1. sæti) og Sigursveinn Bjarni Jónsson (2. sæti).

Allt stefnir í óhlutbundnar kosningar verði í Hvalfjarðarsveit í vor en þau framboð komu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum munu ekki bjóða fram. Fyrr í vetur skrifaði stærstur hluti atkvæðisbærra manna undir undirskriftalista þar sem hvatt var til þess að kosningar yrðu óhlutbundnar.

T-listinn í Bláskógabyggð er kominn fram. T-listinn hefur 4 sveitarstjórnarmenn og hreinan meirihluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Listinn er sem hér segir:

1. Helgi Kjartansson, íþróttakennari, Dalbraut 2, Reykholti.
2. Valgerður Sævarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Garði, Laugarvatni.
3. Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki, Heiðarási.
4. Guðrún S. Magnúsdóttir, bóndi, Bræðratungu.
5. Bryndís Böðvarsdóttir, ráðgjafi hjá Mentor, Torfholti 2, Laugarvatni.
6. Kristinn Bjarnason, verslunarmaður, Brautarhóli.
7. Trausti Hjálmarsson, bóndi, Austurhlíð.
8. Lára Hreinsdóttir, kennari, Hverabraut 8, Laugarvatni.
9. Smári Þorsteinsson, smiður, Bjarkarbraut 3, Reykholti.
10. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum.
11. Gróa Grímsdóttir, bóndi, Ketilvöllum.
12. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi, Heiðarbæ.
13. Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari, Arnarholti.
14. Svava Theodórsdóttir, viðskiptafræðingur og húsfreyja, Höfða.

20. mars 2014

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í kvöld. Hann er sem hér segir:

1. Birkir Jón Jónsson, fv.alþingismaður og MBA
2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri
3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfr.og lífstílsleiðbeinandi
4. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari
6. Helga María Hallgrímsdóttir, grunnskólakennari og félagsráðgjafi
7. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, fv.yfirmaður öldrunarmála í Kópavogi
8. Gunnleifur Gunnleifsson, forvarna- og fræðslufulltrúi
9. Alexander Arnarson, málarameistari
10. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólakennari
11. Sigmar Ingi Siguðarson, lögfræðingur
12. Linda Wessman, konditor og lífsstílsleiðbeinandi
13. Íris Lind Verudóttir, deildarstjóri og söngkona
14. Mariena Anna Frydrysiak, viðskiptafræðingur
15. Kristján Matthíasson, doktor í efnafræði
16. Björg Baldursdóttir, aðstoðarskólastjóri
17. Trausti Marel Guðmundsson, nemi og gleðigjafi
18. Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
19. Einar Baldursson, grunnskólakennari
20. Hulda Salómonsdóttir, sjúkraliði
21. Einar Kristján Jónsson, rekstrarstjóri
22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður

Bæjarmálafélagið Samstaða í Grundarfirði hefur auglýst eftir tilnefningum á L-lista Samstöðu.

Framboðslisti Framsóknarflokksins og óháðra í Dalvíkurbyggð er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur
2. Kristján Guðmundsson, fyrirlesari
3. Heiðar Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri
4. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
5. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
6. Íris Hauksdóttir, viðskiptalögfræðingur
7. Sölvi Hjaltason, bóndi
8. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
9. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
10. Linda Geirdal, skólaliði
11. Jóhannes Tryggvi Jónsson, bakari
12. Anna Danuta Jaklonska, fiskverkakona
13. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
14. Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri

Endanlegur framboðslisti Bjartar framtíðar í Reykjavík er kominn fram. Helsta breytingin er að Margrét Kristín Blöndal varaborgarfulltrúi og tónlistarmaður sem var í áttundi sæti er ekki lengur á listanum en í hennar stað kom Nichole Leigh Mosty leikskólakennari. Listann í heild er að finna inn á síðunni Reykjavík 2014.

19. mars 2014

Bæjarmálafélag Bolungarvíkur mun halda opið prófkjör til að stilla upp á lista félagsins.

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ gerði í gær umtalsverðar breytingar á framboðslista sínum. Gunnar Einarsson bæjarstjóri færðist úr fyrsta sæti niður í það áttunda og Sturla Þorsteinsson bæjarfulltrúi kom inn í sjöunda sætið en var ekki á fyrri lista flokksins. Það þýddi að það fólk sem skipaði 2.-7. sæti færðust öll upp um eitt sæti og það sem skipaði áttunda og níunda sætið færðust niður um eitt sæti. Þá kom Kristinn Guðlaugsson fv.bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Álftanesi inn í 11.sæti.  Eftir þessar breytingar er listinn þannig:

1. Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
2. Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
3. Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi
4. Gunnar Valur Gíslason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri
5. Jóna Sæmundsdóttir, lífeindafræðingur og varabæjarfulltrúi
6. Almar Guðmundsson, hagfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri
7. Sturla Þorsteinsson, kennari og bæjarfulltrúi
8. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
9. Viktoría Jensdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri
10. Björg Fenger, lögfræðingur
11.Kristinn Guðlaugsson, fv. bæjarfulltrúi
12. Sigríður Björk Gunnarsdóttir, hagfræðingur
13. Torfi Geir Símonarson, verkefnastjóri
14. Sigþrúður Ármann, lögfræðingur og MBA
15. Sigurður Bjarnason, tölvunarfræðingur
16. Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, mastersnemi í skipulagsfræði
17. Jóhann Gunnar Jóhannsson, fjármálastjóri
18. Berglind Birgisdóttir, flugfreyja
19. Ástbjörn Egilsson, form.Félags eldri borgara
20. Ásgrímur Gunnarsson, nemi
21. Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni
22. Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

18. mars 2014

Bæjarmálafélagið Samstaða í Vesturbyggð mun ekki bjóða fram í vor.

Listi Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Ölfusi er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Sveinn Samúel Steinarsson, hrossaræktandi og forseti bæjarstjórnar
2. Anna Björg Níelsdóttir, bókari, bóndi og bæjarfulltrúi
3. Jón Páll Kristófersson, rekstrarstjóri
4. Ágústa Ragnarsdóttir, grafískur hönnuður og kennari
5. Baldur Þór Ragnarsson, einkaþjálfari
6. Eyrún Hafþórsdóttir, ráðgjafi og nemi
7. Grétar Geir Halldórsson, rafvirkjameistari
8. Anna Júlíusdóttir, kennari
9. Michal Rybinski, rafvirki
10. Margrét S. Stefánsdóttir, tónlistarkennari
11. Sigurður Garðarsson, verkstjóri
12. Valgerður Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri
13. Páll Stefánsson, dýralæknir
14. Hansína Ásta Björgvinsdóttir, fyrrv. kennari og bæjarstjóri í Kópavogi

12. mars 2014

Listi félagshyggjufólks í Ölfusi mun bjóða fram í vor og er undirbúningur að framboði hafinn.

Prófkjöri Pírata í Hafnarfirði lauk í gærkvöldi. Seint í gærkvöldi höfðu 21 greitt atkvæði en upplýsingar um fjölda þeirra sem greiddu atkvæði liggja ekki fyrir. Tíu gáfu kost á sér og varð röðun þeirra þannig:

1. Brynjar Guðnason, hönnuður
2. Hildur Björk Vilhjálmsdóttir, háskólanemi
3. Finnur Þ. Gunnþórsson, Ms.c. Alþjóðamarkaðsfræði og stjórnun
4. Kristlind Viktoría Leifsdóttir
5. Ragnar Unnarsson, ferðamarkaðsráðgjafi
6. Guðmundur Fjalar Ísfeld
7. Haraldur Sigurjónsson, háskólanemi
8. Heiða Hrönn Sigmundsdóttir, nemi í lyfjatækni
9. Kári Valur Sigurðsson, pípari
10. Dmitri Antonov

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Guðbjörg Eyglóardóttir, Borgarnesi
2. Helgi Haukur Hauksson, Bifröst
3. Finnbogi Leifsson, Hítardal
4. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Borgarnesi
5. Kolbreinn Magnússon, Stóra-Ási
6. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi
7. Einar Guðmann Örnólfsson, Sigmundarstöðum Þverárh.
8. Jóhanna Sjöfn Guðmunsdóttir, Grímsstöðum
9. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, Borgarnesi
10. Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti
11. Sigurjón Helgason, Mel
12. Halla Magnúsdóttir, Borgarnesi
13. Sigrún Ólafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð
14. Kristján Axelsson, Bakkakoti
15. Dagný Sigurðardóttir, Innri-Skeljabrekku
16. Sveinn Hallgrímsson, Vatnshömrum
17. Jenný Lind Egilsdóttir, Borgarnesi
18. Ásmundur Einar Daðason, Þverholtum

Framsóknarflokkur og stuðningsmenn þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði hafa birt framboðslista sinn.

1. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri
2. Kristján S. Guðnason, matreiðslumaður
3. Gunnhildur Imsland, ritari
4. Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri
5. Arna Ósk Harðardóttir, póstmaður
6. Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfari
7. Snæfríður H. Svavarsdóttir, leiksskólastjóri
8. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, húsmóðir
9. Gunnar Páll Halldórsson, verkstjóri
10. Erla Rún Guðmundsdóttir, bóndi
11. Dóra Björg Björnsdótir, nemi og verkamaður
12. Gunnar Sigurjónsson, bóndi
13. Örn Eriksen, fv.bóndir
14. Reynir Arnarson, vélstjóri og bæjarfulltrúi

Framsóknarflokkurinn í Fjallabyggð hefur birt lista. Hann er sem hér segir:

1. Sólrún Júlíusdóttir, verkefnisstjóri
2. Jón Valgeir Baldursson, pípari
3. Ólafur Guðmundur Guðbrandsson, innheimtufulltrúi
4. Rósa Jónsdóttir, heilsunuddari
5. Hafey Björg Pétursdóttir, þjónustufulltrúi
6. Kolbrún Björk Bjarnadóttir, þjónustufulltrúi
7. Haraldur Björnsson, veitingamaður
8. Kristófer Þór Jóhannsson, námsmaður
9. Kristín Freysdóttir, fulltrúi
10. Sigrún Sigmundsdóttir, leiðbeinandi
11. Jakob Agnarsson, húsasmiður
12. Gauti Már Rúnarsson, vélsmiður
13. Gunnlaugur Haraldsson, verkstjóri
14. Sverrir Sveinsson, fv.veitustjóri

11. mars 2014

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Mosfellsbæ hefur birt lista. Hann skipa:

1. Bjarki Bjarnason
2. Bryndís Brynjarsdóttir
3. Ólafur Snorri Rafnsson
4. Íris Hólm Jónsdóttir
5. Bragi Páll Sigurðarson
6. Halla Fróðadóttir
7. Högni Snær Hauksson
8. Harpa Lilja Júníusdóttir
9. Magnús Örn Friðjónsson
10. Jóhanna B. Magnúsdóttir
11. Höskuldur Þráinsson
12. Katharina Knoche
13. Ólafur Gunnarsson
14. Þórhildur Pétursdóttir
15. Guðmundur R. Guðbjarnarson
16. Marta Hauksdóttir
17. Elísabet Kristjánsdóttir
18. Karl Tómasson, bæjarfulltrúi

Hópur áhugasamra bæjarbúa um betra samfélag í Mosfellsbæ kom saman um síðustu helgi og ákvað að boðið skyldi fram og leitað var til Valdimars Leós Friðrikssonar um að leiða framboðið.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg hefur verið kynntur. Hann er sem hér segir:

1. Eggert Valur Guðmundsson, sjálfstætt starfandi og bæjarfulltrúi, Tjarnabyggð
2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Selfossi
3. Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Eyrarbakka
4. Viktor Stefán Pálsson, lögfræðingur, Selfossi
5. Svava Júlía Jónsdóttir, ráðgjafi og vinnumiðlari, Selfossi
6. Anton Örn Eggertsson, matreiðslumaður, Selfossi
7. Kristrún Helga Jóhannsdóttir, nemi, Selfossi
8. Jean-Rémi Chareyra, veitingamaður, Tjarnabyggð
9. Sesselja S. Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi
10. Hörður Ásgeirsson, kennslustjóri, Selfossi
11. Steinunn Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Selfossi
12. Magnús Gísli Sveinsson, sundlaugarvörður, Selfossi
13. Kristín Sigurðardóttir, starfsmaður í leikskóla, Stokkseyri
14. Hermann Dan Másson, nemi, Selfossi
15. Frímann Birgir Baldursson, lögregluvarðstjóri, Selfossi
16. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi
17. Gestur S. Halldórsson, fyrrverandi staðarhaldari, Selfossi
18. Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, Tjarnabyggð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur verið kynntur. Að minnsta kosti sex efstu sætin eru samkvæmt niðurstöðu prófkjörs. Listinn er þannig skipaður:

1. Ármann Kr. Einarsson, bæjarstjóri
2. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari
3. Karen E. Halldórsdóttir, Ms í mannauðsstjórnum
4. Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri
5. Guðmundur Geirdal, sjómaður
6. Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi
7. Jón Finnbogason, lögmaður
8. Andri Steinn Hilmarsson, háskólanemi
9. Anny Berglind Thorstensen, hjúkrunar- og viðskiptafræðingur
10. Gunnlaugur Snær Ólafsson, háskólanemi
11. Rakel Másdóttir, háskólanemi
12. Kjartan Sigurgeirsson, kerfisfræðingur
13. Áslaug Thelma Einarsdóttir, verkefnastjóri
14. Ólafur Örn Karlsson, viðskiptafræðingur
15. Ása Inga Þorsteinsdóttir, deildarstjóri
16. Lovísa Ólafsdóttir, heilsuhagfræðingur
17. Þórir Rúnar Geirsson, lögreglumaður
18. Þórdís Helgadóttir, hárgreiðslumeistari
19. Jón Haukur Ingvason, framkvæmdastjóri
20. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði
21. Stefán Runólfsson, fv.framkvæmdastjóri
22. Gunnsteinn Sigurðsson, fv.bæjarstjóri

10. mars 2014

Sjálfstæðisflokkur og óháðir í Bolungarvík munu stilla upp á lista.

Bæjarmálafélag Bolungarvíkur mun bjóða fram.

Sandra Dís Hafþórsdóttir bæjarfulltrúi í Árborg sækist eftir 2. sæti á lista flokksins.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Grindavík hefur verið samþykktur. Hann er sem hér segir:

1. Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur
2. Ásrún Kristinsdóttir, kennari og deildarstjóri
3. Páll Jóhann Pálsson, bæjarfulltrúi, alþingismaður og bóndi
4. Hjörtur Waltersson, framkvæmdastjóri
5. Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri
6. Hilmar Helgason, skipstjóri
7. Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
8. Guðmundur Grétar Karlsson, framhaldsskólakennari
9. Sæbjörg Erlingsdóttir, leikskólaleiðbeinandi
10. Anton Guðmundsson, matreiðslunemi og slökkviliðsmaður
11. Eva Björg Sigurðardóttir, snyrtifræðingur
12. Hörður Sigurðsson, sjómaður
13. Unnar Á. Magnússon, vélsmiður
14. Sæbjörg M. Vilmundsdóttir, heldri borgari

9. mars 2014

Aðildarfélag Pírata í Árborg var stofnað síðastliðinn laugardag og ætlun þess er að bjóða fram í vor.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er kominn fram. Níu efstu sætin eru í samræmi við úrslit prófkjör að öðru leiti en því að Eyjólfur Þór Sæmundsson bæjarfulltrúi sem lenti í 4. sæti ákvað að taka ekki það sæti en hann er í 20. sæti listans. Listinn er eins og hér segir:

1. Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur og form. bæjarráðs
2. Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og forseti bæjarstjórnar
3. Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari
4. Ófeigur Friðriksson, viðskiptastjóri
5. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikstjóri
6. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
7. Eva Lín Vilhjálmsdóttir, nemi
8. Gylfi Ingvarsson, vélvirki
9. Gunnar Þór Sigurjónsson, kerfisfræðingur
10. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, kennari
11. Aron Kristjánsson, handknattleiksþjálfari
12. Hafdís I. Hinriksdóttir, mastersnemi HÍ
13. Ægir Örn Sigurgeirsson, félagsráðgjafi
14. Bára Friðriksdóttir, prestur
15. Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
16. Algirdas Slapikas, bátasmiður og form. Stálúlfs
17. Kristín G. Gunnbjörnsdóttir, hárgr.meistari og form. Hraunprýði
18. Óskar Steinn Ómarsson, leiðbeinandi og formaður Bersans
19. Jóhanna Axelsdóttir, fyrrv. Kennari og form. 60+ Hfj.
20. Eyjólfur Sæmundsson, bæjarfulltrúi
21. Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
22. Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi

8.mars 2014

Marzelíus Sveinbjörnsson varabæjarfulltrúi mun skipa 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ.

Fram er kominn H-listi Framfarasinnaðra Hólmara í Stykkishólmi. Að listanum standa m.a. Sjálfstæðisfélag staðarins og er Sturla Böðvarsson fv.ráðherra, alþingismaður og bæjarstjóri í Stykkishólmi í baráttusæti listans og er bæjarstjórnarefni listans. Í öðru sæti listans er Sigurður Páll Jónsson varaþingmaður Framsóknarflokksins. Listinn er annars þannig skipaður:

H-listi Framfarasinnaðra Hólmara
1. Hafdís Bjarnadóttir
2. Sigurður Páll Jónsson
3. Katrín Gísladóttir
4. Sturla Böðvarsson, fv.ráðherra
5. Íris Huld Sigurbjörnsdóttir
6. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
7. Sigmar Logi Hinriksson
8. Ólafur Örn Ásmundsson
9. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir
10. Ásmundur Guðmundsson
11. Hildur Sigurðardóttir
12. Þorgrímur R. Kristinsson
13. Guðfinna D. Arnórsdóttir
14. Sesselja Pálsdóttir

7. mars 2014

Nýtt framboð Guðbrands Einarssonar o.fl.  í Reykjanesbæ hefur hlotið nafið Bein leið. Unnið er að uppstillingu á listanum.

6. mars 2014

Dögun í Reykjavík hefur kynnt átta efstu sætin á lista flokksins. Þau eru:

1. Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi
2. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
3. Salmann Tamimi, tölvunarfræðingur
4. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi
5. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur
6. Alma Rut Lindudóttir, forvarnarráðgjafi
7. Björgvin Egill Vídalín, rafeindavirki
8. Helga Þórðardóttir, kennari

Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hefur kynnt sex efstu sætin á lista flokksins. Þau eru:

1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur
2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Sigurjón Norberg Kjærnested, vélaverkfræðingur
4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
5. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur

Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarbyggð hefur kynnt framboðslista sinn.

1. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og form.byggðarráðs
2. Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari og sveitarstjórnarmaður
3. Hulda Hrönn Sigurðardóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður
4. Lilja Björg Ágústsdóttir, grunnskólakennari og laganemi
5. Sigurður Guðmundsson, viðskiptafræðingur
6. Heiða Dís Fjeldsted, bóndi og reiðkennari
7. Haraldur Már Stefánsson, grasvalla- og íþróttafræðingur
8. Pétur Már Jónsson, menntaskólanemi
9. Maren Sól Benediktsdóttir, verkfræðinemi
10. Gunnar Ásgeir Gunnarsson, verkamaður
11. Pálmi Þór Sævarsson, tæknifræðingur
12. Íris Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi
13. Gunnar Örn Gunnarsson, dýralæknir
14. Hildur Hallkelsdóttir, kennaranemi
15. Guðrún Ingadóttir, laganemi
16. Ólafur Pálsson, verkamaður og frístundabóndi
17. Guðrún María Harðardótir, fv.póstmeistari
18. Vilhjálmur Egilsson, rektor og fv.alþingismaður

Svokallað 3. framboð í Sveitarfélaginu Hornafirði boðar framboð í vor.

Prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Rangárþing ytra 12. apríl n.k.

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Árborg er runninn út. Níu gefa kost á sér. Þau eru: Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi, Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri Selfossbíós, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Svf. Árborgar, Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri Icecool og bæjarfulltrúi, Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari, Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi, Magnús Gíslason, sölustjóri, Ragnheiður Guðmundsdóttir, verslunarmaður og Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi.

5. mars 2014

Tíu bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði. Þau eru: Brynjar Guðnason, Haraldur Sigurjónsson, Heiða Hrönn Sigmundsdóttir, Kári Valur Sigurðsson, Kristlind Viktoría Leifsdóttir, Dmitri Antonov, Finnur Þ. Gunnþórsson, Guðmundur Fjalar Ísfeld, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir og Ragnar Unnarsson.

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ samþykkti framboðslista sinn í gærkvöldi. Sjö efstu sætin skipa:

1. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
2. Áslaug Hulda Jónsdódttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
3. Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
4. Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi
5. Gunnar Valur Gíslason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri
6. Jóna Sæmundsdóttir, lífeindafræðingur og varabæjarfulltrúi
7. Almar Guðmundsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri

4. mars 2014

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri hefur lagt fram framboðslista sinn. Sex efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins. Listinn er sem hér segir:

1. Gunnar Gíslason, fræðslustjóri
2. Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri
3. Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri
4. Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri
5. Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri
6. Sigurjón Jóhannesson, verkfræðingur
7. Þórunn Sif Harðardóttir, starfsmannastjóri
8. Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri
9. Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, lögfræðingur
10. Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, háskólanemi
11. Ármann Sigurðsson, sjómaður
12. Kristinn Frímann Árnason, sjálfstæður atvinnurekandi
13. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
14. Hanna Dögg Maronsdóttir, gæðastjóri
15. Jón Orri Guðjónsson, viðskiptafræðingur
16. Ragnheiður Runólfsdóttir, sundþjálfari
17. Sunneva Hjaltalín, menntaskólanemi
18. Florin Paun, fimleikaþjálfari
19. Björn Vilhelm Magnússon, ökukennari
20. Hjördís Stefánsdóttir, málarameistari
21. Dóróthea J. Eyland, húsmóðir
22. Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi

Þrír efstu menn á lista Bjartar framtíðar á Akureyri eru:

Margrét Kristín Helgadóttir, lögmaður
Áshildur Hlín Valtýsdóttir, grunnskólakennari
Preben Pétursson, framkvæmdastjóri

Fimm efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi eru:

1. Birkir Jón Jónsson, fv.alþingismaður
2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri
3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfr.og lífstílsleiðbeinandi
4. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari

Píratar í Reykjavík hafa birt 15 efstu sætin á lista flokksins. Þau eru:

1. Halldór Auðar Svansson
2. Þórgnýr Thoroddsen
3. Þórlaug Ágústsdóttir
4. Ásta Helgadóttir
5. Arnaldur Sigurðsson
6. Kristín Elfa Guðnadóttir
7. Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
8. Svafar Helgason
9. Arndís Einarsdóttir
10. Kjartan Jónsson
11. Perla Sif Hansen
12. Haukur Ísbjörn Jóhannsson
13, Þórður Eyþórsson
14. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
15. Björn Birgir Þorláksson

3. mars 2014

S-listi Samfylkingar og Óháðra borgara í Sandgerði heldur opið prófkjör 22. mars n.k. til að velja á lista.

Á-listi Áhugafólks um sveitarstjórnarmál  á Fljótsdalshéraði mun stilla upp á framboðslista sinn.

Sjálfstæðisflokkur á Fljótsdalshéraði mun stilla upp á framboðslista sinn.

Fjarðarlistinn í Fjarðabyggð mun stilla upp á framboðslista sinn.

1. mars 2014

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fór fram í dag. Bæjarfulltrúar flokksins röðuðust í sjö efstu sætin. Gunnar Þórarinsson sem var í 2. sæti 2010 og sóttist eftir 1. sæti lenti í fimmta sæti. Úrslit urðu þessi:

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. alls
1. Árni Sigfússon, bæjarstjóri 959 1115
2. Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar 763
3.Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi 960
4. Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi 737
5. Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs 655
6. Björk Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi 721
7. Einar Þór Magnússon, bæjarfulltrúi 742
Aðrir:
Alexander Ragnarsson, húsasmíðameistari
Jóhann Snorri Sigurbergsson, viðskiptafræðingur
Ísak Ernir Kristinsson,
Guðmundur Pétursson, húsasmiður
Una Sigurðardóttir, sérfræðingur
Birgitta Jónsdóttir Klasen, ráðgjafi
Atkvæði greiddu 1525. Auðir og ógildir voru 80.

Listi Samfylkingarinar í Reykjavík hefur verið kynntur. Átta efstu sætin eru í samræmi við niðurstöðu prófkjör. Listinn er annars eins og hér segir:

1. Dagur B. Eggertsson
2. Björk Vilhelmsdóttir
3. Hjálmar Sveinsson
4. Kristín Soffía Jónsdóttir
5. Skúli Helgason
6. Heiða Björg Hilmisdóttir
7. Magnús Már Guðmundsson
8. Dóra Magnúsdóttir
9. Sabine Leskopf
10. Tomasz Chrapek
11. Eva H. Baldursdóttir
12. Stefán Ben
13. Margrét Norðdahl
14. Hilmar Sigurðsson
15. Þorgerður Laufey
16. Hörður Oddfríðarsson
17. Kidda Rokk
18. Bergvin Oddsson
19. Jódís Bjarnadóttir
20. Bjarni Þór Sigurðsson
21. Svala Arnardóttir
22. Teitur Atlason
23. Ingibjörg Guðmundsdóttir
24. Guðni Rúnar Jónasson
25. Vilborg Oddsdóttir
26. Viktor Stefánsson
27. Birna Hrönn Björnsdóttir
28. Guðrún Ögmundsdóttir
29. Einar Kárason
30. Oddný Sturludóttir

28. febrúar 2014

Sjálfstæðisflokkur í Reykjanesbæ heldur prófkjör á morgun laugardaginn 1. mars. Þrettán eru í kjöri og hefur það vakið sérstaka athygli að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs hefur látið hafa eftir sér að það þurfi að ráða bæjarstjóra á faglegum nótum sem ekki verður skilið öðruvísi en sem gagnrýni á Árna Sigfússon bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Eftirtaldir eru í framboði:

Árni Sigfússon, bæjarstjóri 1.sæti
Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs 1.-2.
Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar 2.sæti
Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi 3.sæti
Einar Þór Magnússon, bæjarfulltrúi 4. sæti
Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi 4. sæti
Alexander Ragnarsson, húsasmíðameistari 4.-5.
Björk Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi 5. sæti
Jóhann Snorri Sigurbergsson, viðskiptafræðingur 5.-6.
Ísak Ernir Kristinsson, 5.-6.
Guðmundur Pétursson, húsasmiður 5.-7.
Una Sigurðardóttir, sérfræðingur 6.-7.
Birgitta Jónsdóttir Klasen, ráðgjafi 7.sæti

Framboðslisti L-lista Bæjarmálafélags Stykkishólms hefur verið samþykktur eftir forval sem 122 tóku þátt í. Listinn er sem hér segir:

1. Lárus Ástmar Hannesson
2. Ragnar Már Ragnarsson
3. Helga Guðmundsdóttir
4. Davíð Sveinsson
5. Berglind Axelsdóttir
6. Dagbjört Höskuldsdóttir
7. Baldur Þorleifsson
8. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir
9. Bjarki Hjörleifsson
10. Birta Antonsdóttir
11. Jón Einar Jónsson
12. Hrefna Frímannsdóttir
13. Guðmundur Helgi Þórsson.
14. vantar

Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mun leiða lista Dögunar við borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Innanríkisráðuneytið hefur formlega auglýst að sveitarstjórnarkosningar verði 31. maí n.k. Jafnframt kemur fram að framboðsfrestur rennur út kl.12 á hádegi laugardaginn 10. maí og að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist 5. apríl.

27. febrúar 2014

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ var samþykktur í kvöld. Hann er sem hér segir:

1. Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur
2. Halldóra Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Halldór Ármannsson, skipstjóri og form.Lands.smáb.eig.
4. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
5. Guðmundur Gunnarsson, íþróttakennari og stuðningsfulltrúi
6. Kolbrún Marelsdóttir, þroskaþjálfi og framhaldsskólakennari
7. Baldvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri
8. Magnea Lynn Fisher, sálfræðinemi
9. Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisiðnfr.og skrúðgarðyrkjum.
10. Þóra Lilja Ragnarsdóttir, háskólanemi
11. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari
12. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngnemi
13. Eyþór Þórarinsson, búfræðingur og slökkvil.og sjúkrafl.maður
14. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari og frístundabóndi
15. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi
16. Ólfía Guðrún Lóa Bragadóttir, sjúkraliði og snyrtifræðingur
17. Birkir Freyr Guðbjörnsson, framhaldsskólanemi
18. Kristrún Jónsdóttir, verkakona
19. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðsmaður
20. Oddný J. B. Mattadóttir, leiðsögumaður
21. Hilmar Pétursson, fv.bæjarfulltrúi
22. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og varabæjarfulltrúi

Listi Samfylkingar á Akureyri er kominn fram. Hann er sem hér segir:

1. Logi Einarsson, bæjarfulltrúi
2. Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari
3. Bjarki Ármann Oddsson
4. Dagbjört Pálsdóttir
5. Eiður Arnar Pálmason
6. Ólína Freysteinsdóttir
7. Árni Óðinsson
8. Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir
9. Ragnar Sverrisson
10. Vala Valgarðsdóttir
11. Pétur Maack
12. Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir
13. Þorgeir Jónsson
14. Linda María Ásgeirsdóttir
15. Jón Ingi Cæsarsson
16. Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir
17. Hreinn Pálsdóttir
18. Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
19. Unnar Jónsson
20. Magnús Aðalbjörnsson
21. Guðlaug Hermannsdótir
22. Hermann Jón Tómasson

26. febrúar 2014

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurþingi mun stilla upp á lista.

25. febrúar 2014

Prófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðismönnum og óháðum í Garði. Ekki kemur fram hvenær prófkjörið verður haldið en eftirtaldir eru í framboði: Einar Jón Pálsson (1. sæti), Bjarki Ásgeirsson (1.-3. sæti), Bjarki Ásgeirsson (1.-3. sæti), Björn Vilhelmsson (1.-3. sæti), Gísli Heiðarsson (1.-3. sæti), Sævar Leifsson (1.-3. sæti), Brynja Kristjánsdóttir (2. sæti), Jónína Magnúsdóttir (2. sæti), Ágústa Ásgeirsdóttir (3. sæti), Einar Tryggvasson (3.-4. sæti) og Björn Bergmann Vilhjálmsson (5.-7. sæti).

24. febrúar 2014

Meirihluti íbúa Skorradalshrepps sem þátt tóku í skoðanakönnun sem hreppsnefnd stóð fyrir á meðal íbúanna vill að hreppurinn verði áfram sjálfstætt sveitarfélag. 59% að Skorradalshreppur verði áfram sjálfstætt sveitarfélag, 38,5% að hreppurinn taki upp sameiningarviðræður við Borgarbyggð og 2,6% að hann taki upp slíkar viðræður við Hvalfjarðarsveit.

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Árborg hefur skipað uppstillingarnefnd til að vinna að framboði flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn í Skagafirði mun stilla upp á lista.

23. febrúar 2014

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Röð manna er sem hér segir:

1. Halldór Auðar Svansson, tölvunarfræðingur
2. Þórgnýr Thoroddsen, tómstundafræðingur
3. Ásta Helgadóttir
4. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur
5. Arnaldur Sigurðsson, háskólanemi
6. Kristín Elfa Guðnadóttir, leikskólakennai
7. Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
8. Svafar Helgason, sjálfstætt starfandi í grafík
9. Arndís Einarsdóttir,
10. Kjartan Jónsson
11. Perla Sif Hansen
12. Haukur Ísbjörn Jóhannsson
13. Þórður Eyþórsson
14. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
15. Óskar Hallgrímsson
16. Björn Birgir Þorláksson

22. febrúar 2014

Forval var hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði á Akureyri í dag. Úrslit urðu sem hér segir:

Vinstri hreyfingin grænt framboð 1.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti
1. Sóley Björk Stefánsdóttir 36
2. Edward H. Huijbens 33
3. Hildur Friðriksdóttir 37
4. Valur Sæmundsson 18
5. Vilberg Helgason 16 26
Hermann Ingi Arason 3 11 5
Ólafur Kjartansson 3
Inga Sigrún Atladóttir 2
Auðir seðlar og ógildir 3 3 1 2 1
Samtals 42 47 43 36 32

20. febrúar 2014

Samfylkingin í Mosfellsbæ hefur birt framboðslista sinn. Hann er sem hér segir:

1. Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur
2. Ólafur Ingi Óskarsson
3. Steinunn Dögg Steinsen
4. Rafn Hafberg Guðlaugsson
5. Samson Bjarnar Harðarson
6. Gerður Pálsdóttir
7. Kjartan Due Níelsen
8. Branddís Ásrún Eggertsdóttir
9. Andrés Bjarni Sigurvinsson
10. Arnheiður Bergsteinsdóttir
11. Brynhildur Hallgrímsdóttir
12. Gísli Freyr J. Guðbjörnsson
13. Jón Eiríksson
14. Dóra Hlín Ingólfsdóttir
15. Finnbogi Rútur Hálfdánarson
16. Kristín Sæunnar Sigurðardóttir
17. Guðný Halldórsdóttir
18. Jónas Sigurðsson

Framsóknarflokkur í Sveitarfélaginu Hornafirði mun halda skoðanakönnun meðal félagsmanna um röðun á lista.

Sjálfstæðisflokkur í Sveitarfélaginu Hornafirði mun halda skoðanakönnun meðal félagsmanna um röðun á lista.

Óháð framboð er í undirbúningi í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Samfylkingin í Borgarbyggð hefur birt framboðslista sinn. Hann er sem hér segir:

1. Geirlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst
2. Magnús Smári Snorrason, forstöðum. símenntunar á Bifröst
3. Björk Jóhannsdóttir, myndlistarkennari
4. Unnsteinn Elíasson, grjóthleðslumaður og háskólanemi
5. Maj Brit Hjördís Briem, lögfræðingur
6. Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
7. Erla Stefánsdóttir, BS í viðskiptalögfræði
8. Jón Arnar Sigurþórsson, lögreglumaður
9. Inga Björk Bjarnadóttir, listfræðinemi
10. Jóhannes F. Stefánsson, húsasmiður
11. Monica Mazur, leikskólakennari
12. Sölvi Gylfason, nemi í afbrotafræði og knattspyrnuþjálfari
13. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
14. Ólafur Þór Jónsson, sálfræðinemi
15. Sóley Sigþórsdóttir, kennari
16. Sveinn G. Hálfdánarson, fv. form. Stéttarfélags Vesturlands
17. Ingigerður Jónsdóttir, kjötiðnaðarmeistari
18. Jenni R. Ólason, eldri borgari.

Bæjarmálasamtök Stykkishólms verða með forval til að velja á framboðslista sinn 23. febrúar n.k. Þeir sem gefa kost á sér eru: Baldur Þorleifsson, Berglind Axelsdóttir (5.-7.sæti), Birta Antonsdóttir, Bjarki Hjörleifsson, Dagbjört Höskuldsdóttir, Davíð Sveinsson (3.sæti), Guðmundur Sævar Guðmundsson, Guðmundur Þórsson, Guðrún Erna Magnúsdóttir (5.-10.sæti), Helga Guðmundsdóttir, Hrefna Frímannsdóttir, Ingveldur Eyþórsdóttir, Jón Einar Jónsson (4.-10.sæti), Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir, Lárus Ástmar Hannesson (1.sæti), Matthías Arnar Þorgrímsson, Ragnar Ragnarsson (2.-5.sæti), Steindór Hjaltalín, Víglundur Jóhannsson og Þröstur Auðunsson (3.-6.sæti).

19. febrúar 2014

Bæjarmálasamtök Snæfellsbæjar hafa ákveðið að bjóða fram í vor.

Framsóknarflokkurinn á Seyðisfirði hefur skipað uppstillingarnefnd til að raða á lista flokksins.

Nýtt framboð í Reykjanesbæ, sem m.a. Guðbrandur Einarsson fv.bæjarfulltrúi standa að, mun skipa uppstillingarnefnd til að raða á lista.

Samfylkingin á Seltjarnarnesi hefur birt átta efstu sætin á framboðslista sínum. Þau eru sem hér segir:

1. Margrét Lind Ólafsdóttir, sérfræðingur
2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur
3. Eva Margrét Kristinsdóttir, lögfræðingur
4. Magnús Dalberg, viðskiptafræðingur
5. Sigurþóra Bergsdóttir, ráðgjafi
6. Jakob Þór Einarsson, ráðgjafi
7. Laufey Elísabet Gissurardóttir, þroskaþjálfi
8. Stefán Bergmann, dósent

18. febrúar 2014

Samfylkingin í Fjallabyggð hefur ákveðið að viðhafa uppstillingu til að velja á lista flokksins.

Sjálfstæðisflokurinn á Seyðisfirði hefur ákveðið að viðhafa upstillingu til að velja á lista flokksins.

16. febrúar 2014.

Úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði:

Samfylking 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8.
1. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs 400 628
2. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi 345 577
3. Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari 402 604
4. Eyjólfur Þór Sæmundsson, bæjarfulltrúi 345 448
5. Ófeigur Friðriksson, viðskiptastjóri 347 431
6. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur/leikstjóri 390 435
7. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri 419 438
8. Eva Lín Vilhjálmsdóttir, nemi 404
9. Gylfi Ingvarsson, vélvirki
10.Gunnar Þór Sigurjónsson, framhaldsskólanemi
11.Sóley Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi/sérkennari
12. Jón Grétar Þórsson, æskulýðsstarfsmaður
13. Björn Bergsson, félagsfræðikennari
14. Hafsteinn Eggertsson, húsasmiður

Úrslit á valfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík:

Vinstri grænir 1.sæti 1.sæti 2.sæti 3.sæti 3.sæti 4.sæti 4.sæti 5.sæti
1.umf. 2.umf. 1.umf. 1.umf. 2.umf. 1.umf. 2.umf. 1.umf.
1. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi 150 153
2. Líf Magneudóttir, grunnskólakennari 132 152 66%
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri 82
3. Hermann Valsson, íþróttakennari 26% 36%
Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur 31% 35% 64%
4. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglumaður 10% 32% 51%
5 .Gísli Garðarsson, háskólanemi 20% 37% 49% 68%
Ragnar Auðun Árnason, nemi 15% 15%
Ragnar Karl Jóhannsson, mannauðsstjóri 6% 11% 13%
Birna Magnúsdóttir, starfsm.Strætó 3% 2% 5% 3%
Auðir og ógildir 6 8
370 313

Hermann Valsson hlaut 3. sætið þrátt fyrir að hafa aðeins hlotið 36% á móti 64% Elín Oddnýjar Sigurðardóttur vegna ákvæða um kynjakvóta.

14. febrúar 2014.

Prófkjör er hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði um helgina. Frambjóðendur eru: Gunnar Axel Axelsson (1.sæti), Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi (1.-2.sæti), Hafsteinn Eggertsson húsasmiður (1.-3.sæti), Eyjólfur Þór Sæmundsson bæjarfulltrúi (1.-3.sæti), Adda María Jóhannsdóttir framhaldsskólakennari (2.-3.sæti), Sóley Guðmundsdóttir þroskaþjálfi og sérkennari (2.-3. sæti), Ófeigur Friðriksson viðskiptastjóri (2.-4.sæti), Gunnar Þór Sigurjónsson framhaldsskólanemi (3.-5.sæti), Gylfi Ingvarsson vélvirki (3.-6.sæti), Björg Bergsson félagsfræðikennari (4.sæti), Eyrún Ósk Jónsdóttir rithöfundur og leikstjóri (4.sæti), Jón Grétar Þórsson æskulýðsstarfsmaður (4.sæti), Eva Lín Vilhjálmsdóttir nemi (4.-5.sæti) og Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri (5.-6. sæti).

Flokksval er hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavík á laugardag. Frambjóðendur eru: Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi (1.sæti), Líf Magneudóttir grunnskólakennari (1.sæti), Grímur Atlason framkvæmdastjóri (1.sæti), Elín Oddný Sigurðardóttir félagsfræðingur (2.-3.), Birna Magnúsdóttir starfsmaður Strætó (2.-5.sæti), Gísli Garðarsson háskólanemi (3.-4.), Hermann Valsson íþróttakennari (3.-4.sæti), Eyrún Eyþórsdóttir lögreglumaður (3.-5.sæti), Ragnar Karl Jóhannsson mannauðsstjóri (3.-5.sæti) og Ragnar Auðun Árnason nemi (4.-5.sæti).

Framsóknarflokkurinn á Fljótsdalshéraði mun stilla upp á lista flokksins.

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í gærkvöldi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að standa fyrir framboði Samfylkingarinnar og óháðra í bæjarstjórnarkosningunum að undangenginni uppstillingu.

Nýtt framboð er boðað í Reykjanesbæ. Þeir sem standa að framboðinu segja það ekki tengjast neinum flokkum og sé grasrótarhreyfing sem vill stuðla að auknu lýðræði. Meðal aðstandenda eru Guðbrandur Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Kristján Jóhannsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Lovísa Hafsteinsdóttir, Hulda Björk Þorkelsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir. Guðbrandur var bæjarfulltrúi fyrir Samfylkingu og Lovísa Hafsteinsdóttir var á lista Bjartrar framtíðar við síðustu alþingiskosningar.

Listi Samfylkingarinnar í Kópavogi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Hann er sem hér segir:

1. Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri
2. Ása Richarsdóttir, verkefnastjóri
3. Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, háskólanemi
4. Hannes Friðbjarnarson, tónlistarmaður
5. Kristín Sævarsdóttir, sölumaður og form.Samf.Kópav.
6. Ingimundur Ingimundarson, handboltamaður
7. Bergljót Kristinsdóttir, landfræðingur
8. Kolviður Ragnar Helgason, blikksmiður
9. Svava Skúladóttir, skrifstofumaður
10. Sigurður M. Grétarsdóttir, viðskiptafræðingur
11. Hlín Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari
12. Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri
13. Benedikt Kristjánsson, heimspekingur
14. Berglind Vignisdódttir, stúdent
15. Einar Gísli Gunnarsson, laganemi
16. Ýr Gunnlaugsdóttir, viðburðastjóri
17. Guðmundur Örn Jónsson, verkfræðingur
18. Helga Elínborg Jónsdóttir, leikskólastjóri
19. Árni Gunnarsson, fv.framkvæmdastjóri
20. Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri
21. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi
22. Guðríður Arnardóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi

13.febrúar 2014.

Píratar munu velja á framboðslista sinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í rafrænni kosningu dagana 14. – 22. febrúar. Eftirtaldir gefa kost á sér: Þórgnýr Thoroddsen í 1. sæti, Halldór Auðar Svansson í 1. sæti, Arndís Einarsdóttir í 1. – 2. sæti, Þórlaug Ágústsdóttir í 1 – 2. sæti, Óskar Hallgrímsson í eitthvert af efstu sætunum, Ásta Helgadóttir í hvaða sæti sem er, Arnaldur Sigurðarson í  2. sæti, Björn Birgir Þorláksson í 2. sæti, Svafar Helgason í 2. – 3. sæti, Kristín Elfa Guðnadóttir í 3. sæti, Haukur Ísbjörn Jóhannsson í 3. – 4. sæti, Þórður Eyþórsson í  3. – 4. sæti, Perla Sif Hansen í 3. – 5. sæti, Kjartan Jónsson í 4. -6. sæti, Þuríður Björg Þorgrímsdóttir í 4. – 6. sæti og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson í 5. sæti.

Alexander Ragnarsson húsasmíðameistari gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Framsóknarflokkurinn í Dalvíkurbyggð mun beita uppstillingu til að velja á framboðslista sinn.

Listi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi hefur verið samþykktur hann er sem hér segir:

1. Ólafur Adolfsson, lyfsali
2. Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri
3. Einar Brandsson, tæknistjóri
4. Valdís Eyjólfsdóttir, viðskiptafræðingur MBA
5. Rakel Óskarsdóttir, verslunarmaður
6. Þórður Guðjónsson, viðskiptastjóri
7. Katla Ketilsdóttir, háskólanemi
8. Sævar Jónsson, blikksmíðameistari
9. Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri
10. Atli Harðarson, skólameistari
11. Anna María Þráinsdóttir, byggingaverkfræðingur
12. Stefán Þórðarson, bifreiðastjóri
13. Hjördís Guðmundsdóttir, félagsliði
14. Ingþór Bergmann Þórhallsson, verslunarstjóri
15. Svana Þorgeirsdóttir, nemi
16. Eymar Einarsson, skipstjóri
17. Ragnheiður Ólafsdóttir, fv.móttökuritari
18. Gunnar Sigurðsson, svæðisstjóri

9. febrúar Prófkjör helgarinnar.

Samfylkingin í Reykjavík. Dagur og Björk hlutu afgerandi kosningu í fyrsta og annað sætið. Hjálmar Sveinsson marði þriðja sætið en hann hlaut 13 atkvæðum meira en Skúli Helgason. Skúli lenti í fjórða sæti en færist niður fyrir Kristínu Soffíu Jónsdóttir sem lenti í fimmta sæti vegna ákvæða um paralista.

Samfylking 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi 1421 1489 1526 1538 1548 1552 1557 1570
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi 72 1012 1125 1209 1255 1294 1312 1330
Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi 26 134 501 693 881 952 1002 1029
Skúli Helgason, fv.alþingismaður 43 131 488 669 835 913 979 1013
Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi 33 172 470 665 774 874 932 1007
Heiða Björg Hilmisdóttir, form.Kvennahr.Samfylk. 21 187 368 561 659 791 854 926
Magnús Már Guðmundsson, sögukennari 14 57 122 377 508 589 675 719
Dóra Magnúsdóttir, stjórnsýslufræðingur 9 56 103 260 352 476 583 672
Kristín Erna Arnardóttir, háskólanemi 7 32 69 179 238 344 428 528
Sverrir Bollason, skipulagsverkfræðingur 6 27 96 169 239 293 392 459
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, kennari 19 42 84 162 206 283 354 446
Anna María Jónsdóttir, kennari 3 16 57 114 156 240 312 411
Natan Kolbeinson, formaður FUJ 7 8 24 69 105 135 185 254
Reynir Sigurbjörnsson, rafvirki 9 19 34 77 112 148 209 246
Guðni Rúnar Jónasson, framkvæmdastjóri 12 22 39 66 98 136 194 236

Sjálfstæðisflokkur í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sigraði örugglega en í öðru sæti lenti Margrét Friðriksdóttir skólameistari sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu. Margrét Björnsdóttir bæjarfulltrúi náði aðeins sjötta sæti og Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi lenti enn neðar.

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri 171 1808 1874 1909 1948 1995
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari 956 1174 1278 1328 1412 1516
Karen E. Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi 13 742 1006 1159 1359 1534
Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri 11 115 361 1081 1384 1616
Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður 6 86 716 908 1181 1439
Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi 33 608 819 925 1079 1282
Aðrir:
Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúi
Andri Steinn Hilmarsson, háskólanemi
Anný Berglind Thorstensen
Ása Inga Þorsteinsdóttir
Áslaug Telma Einarsdóttir
Gunnlaugur Snær Ólafsson, háskólanemi
Jóhann Ísberg, varabæjarfulltrúi
Jón Finnbogason, lögmaður
Kjartan Sigurgeirsson
Lárus Axel Sigurjónsson
Sigurður Sigurbjörnsson
Þóra Margrét Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri

Sjálfstæðisflokkur á Akureyri. Gunnar Gíslason fræðslustjóri náði fyrsta sætinu, Eva Hraun Einarsdóttir lenti í öðru sæti en Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi í því þriðja.

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri 580 638 674 705 741 772
Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri 5 583 704 833 925 990
Njáll Trausti Friðbertsson, varabæjarfulltrúi 495 562 616 668 707 762
Bergþóra Þórhallsdótir, aðstoðarskólastjóri 46 325 489 736 823 923
Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri 31 88 540 657 767 835
Sigurjón Jóhannesson, verkfræðingur 9 56 141 307 452 592
Aðrir:
Ármann Sigurðsson, sjómaður
Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri
Hjörtur Narfason, framkvæmdastjóri
Kristinn F. Árnason, sjálfstæður atvinnurekandi
Svanhildur Dóra Börgvinsdóttir, laganemi
Atkvæði greiddu 1206. Auðir og ógildir voru 19.

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar sem sóttust eftir endurkjöri náðu þremur efstu sætunum.

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri 660 675 684 687 687 689 690 695
Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi 25 415 488 529 557 588 620 637
Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi 15 201 358 386 416 453 480 507
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, varabæj. kennari og lýðheilsufr. 5 47 263 362 402 457 5020 551
Theodór Kristjánsson, varabæjarfulltr.og aðstoðayfirlögregluþjónn 2 18 43 99 376 458 520 566
Eva Magnúsdóttir, varabæjarfulltrúi 6 27 77 268 322 372 427 483
Rúnar Bragi Guðlaugson, viðskiptastjóri og varabæjarf. 10 33 64 223 259 302 348 386
Karen Anna Sævarsdóttir, framhaldsskólanemi 0 6 15 33 57 100 273 369
Aðrir:
Dóra Lind Pálmarsdóttir, byggingatæknifræðingur
Fjalar Freyr Einarsson, grunnskólakennari
Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, framkvæmdastjóri
Ólöf A. Þórðardóttir, aðalbókari
Sigurður Borgar Guðmundsson, sölustjóri
Sturla Sær Erlendsson, nemi
Örn Jónasson, viðskiptafræðingur
Atkvæði greidu 770. Auðir og ógildir voru 20.

Sjálfstæðisflokkurinn í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson bæjarstjóri var kjörinn í efsta sætið, Jónas Þór Birgisson í það annað, Kristín Hálfdánsdóttir bæjarfulltrúi í það þriðja og Martha Kristín Pálmadóttir í það fjóðra.

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri 196
Jónas Þór Birgisson, lyfjafræðingur 183
Kristín Hálfdánsdóttir, bæjarfulltrúi 148
Martha Kristín Pálmadóttir, 189
Sif Hulda Albertsdóttir 232
Steinþór Bragason, bæjarfulltrúi 225
Atkvæði greiddu 317.

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík. Hjálmar Hallgrímsson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Pálsson bæjarfulltrúi lenti í öðru sæti eins og hann sóttist eftir.

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður 185
Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi 168
Jóna Rut Jónsdóttir, grunnskólakennari 144
Þórunn Svava Róbertsdóttir, þroskaþjálfi 176
Sigurður Guðjón Gíslason, viðskiptafræðingur 213
Klara Halldórsdóttir, sölustjóri 250
Aðrir:
Davíð Ómar Ómarsson, verkstjóri
Gunnar Ari Harðarson, sjómaður
Jón Emil Halldórsson, byggingatæknifræðingur

7. febrúar 2014

Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, munu bjóða fram lista í Reykjavík fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor. Þá eru þreifingar um framboð á Ísafirði, Akureyri og fleiri stærri sveitarfélögum.

Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík, íhugar að bjóða sig fram undir merkjum nýs framboðs í borginni.

6. febrúar 2014

Prófkjör helgarinnar. Valið verður í efstu sæti á sex listum um helgina. Einn hjá Samfylkingunni, í Reykjavík, og fimm hjá Sjálfstæðisflokki, í Kópavogi, á Akureyri, í Mosfellsbæ, á Ísafirði og í Grindavík. Fjallað verður stuttlega um hvert prófkjör fyrir sig hér að neðan:

Samfylkingin í Reykjavík.  Samfylkingin hlaut 3 borgarfulltrúa í síðustu kosningum og tapaði einum. Ætla má að þau Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir mun fá yfirburðakosningu í 1. og 2. sætið. Slagurinn um 3. sætið mun verða harðari þar sem fjórir sækjast eftir því og sex segjast sækjast eftir 3.-4. sæti. Búast má við mikilli atkvæðadreifingu vegna fjölda frambjóðenda en líklegastir til að ná árangi af þeim sem bjóða sig fram í sætið eru Hjálmar Sveinsson, Skúli Helgason og Heiða Björk Hilmisdóttir. Þar sem um paralista er að ræða verður að gera ráð fyrir að Heiða Björk verði í síðasta lagi í 4. sæti.
Frambjóðendur eru:
1.sæti Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi
1.-4.sæti Reynir Sigurbjörnsson, rafvirki
2.sæti Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi
3.sæti Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi, Kristín Soffía Jónsdóttir varaborgarfulltrúi, Skúli Helgason fv.alþingismaður og Sverrir Bollason skipulagsverkfræðingur
3.-4. Anna María Jónsdóttir kennari, Guðni Rúnar Jónasson framkvæmdastjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, Kristín Erna Arnardóttir háskólanemi, Natan Kolbeinsson, formaður FUJ og Þorgerður Laufey Friðriksdóttir kennari.
4. sæti Dóra Magnúsdóttir stjórnsýslufræðingur og Magnús Már Guðmundsson sögukennari.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi. Flokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa í síðustu kosningum en hafði 5 fyrir. Líklega er mest spenna í kringum prófkjör Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi en opinberar ýfingar hafa verið með frambjóðendum og einnig gagnvart formanni kjörstjórnar í prófkjörinu, Braga Michaelssyni, sem sjálfur er fv.bæjarfulltrúi. Því hefur verið haldið fram að flokkurinn skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar stuðningsmenn Ármanns Kr. bæjarstjóra og hins vegar stuðningsmenn Gunnars Birgissonar sem ekki er í framboði nú eftir að hafa setið lengi í bæjarstjórn Kópavogs. Stuðningsmenn Ármanns eru sagðir vera Margrét Björnsdóttir bæjarfulltrúi og Karen E. Halldórsdóttir varabæjarfulltrúi. Á meðan eftirtaldir eru taldir til stuðningsmanna Gunnars Birgissonar eru Margrét Friðriksdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Jóhann Ísberg og Gunnlaugur Snær Ólafsson. Margrét hefur hafnað þessu og segist bjóða sig fram á eigin forsendum. Athyglisvert verður að sjá útkomuna í Kópavogi þar sem bæjarstjóranum oddvita síðustu fjögurra ára er ógnað og einnig hvort önnur hvor fylkingin verður ofan á, ef þær eru þá eins raunverulegar og haldið er fram.
Frambjóðendur eru:
1.sæti Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Margrét Friðriksdóttir skólameistari.
2.sæti Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi, Karen E. Halldórsdóttir varabæjarfulltrúi og Margrét Björnsdóttir bæjarfulltrúi.
2.-3.sæti Þóra Margrét Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri
2.-4.sæti Jóhann Ísberg varabæjarfulltrúi
3. sæti Guðmundur Gísli Geirdal sjómaður og Gunnlaugur Snær Ólafsson háskólanemi.
4. sæti Andri Steinn Hilmarsson háskólanemi, Anný Berglind Thorstensen, Hjördís Ýr Johnson kynningarstjóri, Jón Finnbogason lögmaður, Kjartan Sigurgeirsson og Lárus Axel Sigurjónsson.
Aðrir eru: Ása Inga Þorsteinsdóttir, Áslaug Telma Einarsdóttir og Sigurður Sigurbjörnsson.

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri hlaut aðeins einn bæjarfulltrúa í síðustu bæjarstjórnarkosningum, tapaði þremur bæjarfulltrúum en það var lakasta útkoma flokksins frá upphafi. Í framhaldi af kosningaúrslitunum sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir af sér sem bæjarfulltrúi og Ólafur Jónsson dýralæknir tók við. Hann gefur ekki kost á sér nú. Varamaður Ólafs, Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi, er sá eini af efstu mönnunum frá síðustu kosningum sem eru í framboði nú. Um 1. sætið við hann keppa Gunnar Gíslason fræðslustjóri á Akureyri og Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri. Vegna fjölda nýrra frambjóðenda erfitt að segja til um úrslit þó að Njáll Trausti hljóti að njóta nokkurs forskots vegna starfa sinna á kjörtímabilinu.
Frambjóðendur eru:
1.sæti Gunnar Gíslason fræðslustjóri og Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi.
1.-2.sæti Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri.
1.-4. Hjörtur Narfason framkvæmdastjóri
2.sæti Eva Hrund Einarsdóttir starfsmannastjóri
3.sæti Baldvin Valdemarsson verkefnastjóri
3.-4.sæti Elías GUnnar Þorbjörnsson skólastjóri
3.-6.sæti Kristinn F. Árnason, sjálfstæður atvinnurekandi
4.-6.sæti Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, laganemi
5.-6.sæti Ármann Sigurðsson sjómaður

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ  hlaut fjóra bæjarfulltrúa, bætti við sig einum og hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórninni. Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi gefur ekki kost á sér en allir aðrir aðal- og varabæjarfulltrúa gera það hins vegar. Ekki er búist við öðru en að bæjarfulltrúarnir verði í efstu sætum og spennan snúist þá um hverjir fari í sæti fjögur og fimm sem verður væntanlega baráttusæti flokksins í vor.
Frambjóðendur eru:
1.sæti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
2.sæti Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi
2.-3.sæti Hafsteinn Pálsson bæjarfulltrúi
3.sæti Kolbrún G. Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi og kennari og Sigurður Borgar Guðmundsson sölustjóri.
4.sæti Eva Magnúsdóttir varabæjarfulltrúi, Dóra Lind Pálmarsdóttir byggingatæknifræðingur og Rúnar Bragi Guðlaugsson varabæjarfulltrúi og viðskiptastjóri.
5.sæti Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari, Hreiða Örn Stefánsson Zoega framkvæmdastjóri og Theodór Kristjánsson varabæjarfulltrúi og aðstoðaryfirlögregluþjónn.
6.sæti Sturla Sær Erlendsson nemi og Örn Jónasson viðskiptafræðingur.
7.sæti Karen Anna Sævarsdóttir framhaldsskólanemi.
Ótilgreint – Ólöf A. Þórðardóttir aðalbókari.

Sjálfstæðisflokkurinn í Ísafjarðarbæ hlaut fjóra menn í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Miklar breytingar verða á lista flokksins þar sem að Kristín Hálfdánardóttir gefur ein kost sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn af þeim sem kjörnir voru í kosningunum 2010. Fyrir utan hana gefur Steinþór Bragason bæjarfulltrúi kost á sér en hann var í 7. sæti í síðustu kosningum.  Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Kristinn Jakobsson, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins en upplýsingar vantar um hvaða sæti aðrir frambjóðendur gefa kost á sér í. Aðrir sem gefa kost á sér eru: Jónas Þór Birgisson, Martha Kristín Pálmadóttir og Sif Hulda Albertsdóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík hlaut 1 bæjarfulltrúa í síðustu sveitarstjórnarkosningum, tapaði einum bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur flokksins í sveitarfélaginu í áratugi. Guðmundur Pálsson bæjarfulltrúi býður sig nú fram í 2.sæti á lista flokksins en þrír sækjast eftir að leiða listann.
Frambjóðendur eru:
1.sæti Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður, Jón Emil Halldórsson byggingatæknifræðingur og Jóna Rut Jónsdóttir grunnskólakennari.
2.sæti Guðmundur Pálsson bæjarfulltrúi.
3.sæti Davíð Már Ómarsson verkstjóri og Gunnar Ari Harðarsson sjómaður.
3.-5.sæti Þórunn Svava Róbertsdóttir þroskaþjálfi.
4.sæti Klara Halldórsdóttir sölustjóri.
4.-5.sæti Sigurður Guðjón Gíslason viðskiptafræðingur.

————

Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ hefur birt sex efstu sætin á lista flokksins. Þau eru sem hér segir:

1. Óðinn Pétur Vigfússon, sagnfræðingur og aðstoðarskólastjóri
2. Sandra Harðardóttir, sjúkraliði og laganemi
3. Rúnar Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri
4. H. Valey Erlendsdóttir, BA í sálfræði
5. Sveinbjörn Ottesen, verkstjóri
6. Hrönn Kjartansdóttir, nemi

Örn Jónasson viðskiptafræðingur gefur kost á sér í 6. – 8. sæti á lista Sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ.

5. febrúar 2014

Gunnar Þórarinsson gefur kost á sér í 1. til 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en Gunnar skipaði 2.sætið í síðustu kosningum. Áður hafði Árni Sigfússon bæjarstjóri boðið sig fram í 1. sætið og Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar boðið sig fram í 2. sætið.

Á fundi Hvalfjarðarlistans í Hvalfjarðarsveit í gær var ákveðið að listinn byði fram í vor.

Rúnar Bragi Guðlaugsson varabæjarfulltrúi sækist eftir 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Kjartan Sigurgeirsson, varabæjarfulltrúi, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Birna Magnúsdóttir, starfsmaður Strætó, sækist eftir 2.-5. sæti á valfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík.

Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglumaður, sækist eftir 3.-5. sæti á valfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík.

Hermann Valsson, íþróttakennari, sækist eftir 3.-4. sæti á valfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík.

Ragnar Karl Jóhannsson, mannauðsstjóri, sækist eftir  3.-5. sæti á valfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík.

4. febrúar 2014

Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Sigurður Borgar Guðmundsson sölustjóri býður sig fram í 3.sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

Björk Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi gefur kost á sér í  5. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.

3.febrúar 2014

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

1. febrúar 2014

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði:

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 597 725 804 875 924 971
Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi 425 603 726 826 915 1007
Unnur Lára Bryde 15 309 467 612 778 894
Ólafur Ingi Tómasson, varabæjarfulltrúi 21 275 444 566 706 875
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi 98 218 375 512 648 801
Kristín Thoroddsen 14 126 290 448 622 810
Aðrir:
Geir Jónsson, bæjarfulltrúi
Pétur Gautur Svavarsson, myndlistarmaður
Skarphéðinn Orri Björnsson
Sævar Már Gústavsson

Atkvæði greiddu 1305.

Kjartan Björnsson rakari og bæjarfulltrúi býður sig fram í 3.sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Árborg.

Níu bjóða sig fram í fimm efstu sætin á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri en valfundur fer fram 22. febrúar n.k. Þeir eru: Edward H. Huijbens, Hermann Arason, Hildur Friðriksdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Ólafur Kjartansson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Valur Sæmundsson og Vilberg Helgason. Andrea Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri grænna gefur ekki kost á sér.

Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði fer fram í dag.

Samfylkingin á Seltjarnarnesi stillir upp á lista og er gert ráð fyrir að listinn verði frágenginn 18. febrúar.

Óvíst er með framboð Neslistans á Seltjarnarnesi.

31. janúar 2014

Píratar í Reykjanesbæ stofnuðu félag í kvöld og samþykktu að skoða með framboð í kosningunum í vor.

Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði. Á morgun, laugardaginn 1. febrúar, fer fram prókjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Tíu gefa kost á sér. Oddviti listans, Valdimar Svavarsson, gefur ekki kost á sér og því er barátta um efsta sæti listans.

Eftir fyrsta sætinu sækjast þeir fjórir bæjarfulltrúar flokksins sem áhuga hafa á því að halda áfram. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen sem skipuðu 2. og 3. sætið 2010 segjast sækjast eftir 1. sætinu eingöngu. Geir Jónsson og Helga Ingólfsdóttir sem skipuðu 4. og 5. sætið síðast segjast sækjast eftir 1.-3. sæti listans.  Ólafur Ingi Tómasson varabæjarfulltrúi sem var í 6. sæti síðast sækist eftir 2. sæti og það gera einnig þær Unnur Lára Bryde sem var í 13. sæti og Kristín Thoroddsen. Skarphéðinn Orri Björnsson sækist eftir 3. sæti. Þá sækjast þeir Pétur Gautur Svavarsson og Sævar Már Gústavsson eftir 4. sætinu.

Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúi og íþróttakennari sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Anný Berglind Thorstensen markaðsfræðingur sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur sækist eftir 3. sæti á lista  Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

30. janúar 2014

Hjörtur Narfason framkvæmastjóri sækist eftir 1.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Kristján Jóhannesson verkfræðingur sækist eftir 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri sækist eftir 3.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Kristján F. Árnason sjálfstæður atvinnurekandi sækist eftir 3.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir laganemi sækist eftir 4.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Ármann Sigurðsson sjómaður sækist eftir 5.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksin á Akureyri.

Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari sækist eftir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

29. janúar 2014

Framsóknarflokkurinn í Skagafirði ákvað á fundi í kvöld að viðhafa uppstillingu við val á lista.

Guðmundur Pétursson húsasmiður sækist eftir 5.-7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

28. janúar 2014

Níu bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík sem fram fer 8. febrúar n.k. Þau eru:
1.sæti: Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður, Jón Emil Halldórsson byggingatæknifræðingur og Jóna Rut Jónsdóttir grunnskólakennari.
2.sæti: Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi
3.sæti: Davíð Ómar Ómarsson verkstjóri og Gunnar Ari Harðarson sjómaður.
3.-5.sæti: Þórunn Svava Róbertsdóttir þroskaþjálfi.
4.sæti: Klara Halldórsdóttir sölustjóri.
4.-5.sæti: Sigurður Guðjón Gíslason viðskiptafræðingur

Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði ákvað í kvöld að viðhafa uppstillingu við val á lista.

Jóhann Ísberg býður sig fram í 2-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Einar Þórarinn Magnússon bæjarfulltrúi og útvegsbóndi gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.

Jóhann Snorri viðskiptafræðingur sækist eftir 5.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Ísak Ernir Kristinsson gefur kost á sér í 5.- 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

27. janúar 2014

Allt stefnir í framboð Bjartrar framtíðar á Akureyri í vor, en stofnfundur félags BF á Akureyri er boðaður 4.febrúar n.k.  Eins og þekkt er listabókstafur Bjartrar framtíðar A en A var listabókstafur Bæjarlistans á Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosningunum.

Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð stillir upp á lista. Jens Garðar Helgason, Valdimar O. Hermanns og Sævar Guðjónsson bæjarfulltrúar flokksins gefa kost á sér áfram.

Vestmannaeyjalistinn í Vestmannaeyjum stillir upp á lista. Að Vestmannaeyjalistanum standa Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og óháðir.

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar gefur kost á sér í 2.sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

26. janúar 2014

Alþýðufylkingin sem bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþíngiskosniningum fer líklega fram í komandi borgarstjórnarkosningum.

Svafar Helgason sjálfstætt starfandi í grafík býður sig fram í 2.-3. sæti  í prófkjöri Pírata í Reykjavík.

Píratar stofnuðu félag í Hafnarfirði í gær og ákváðu jafnframt að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Ellefu framboð bárust hjá Vinstrihreyfinguna grænu framboði í Reykjavík, en valfundur verður haldinn 15.febrúar. Þeir eru: Birna Magnúsdóttir, starfsmaður Strætó bs., Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur, Elín Vigdís Ólafsdóttir, kennari, Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglumaður, Gísli Garðarsson, háskólanemi, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri, Hermann Valsson, íþróttakennari, Líf Magneudóttir, kennari, Ragnar Auðun Árnason, framhaldsskólanemi, Ragnar Karl Jóhannsson, mannauðsstjóri og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi.

Gísli Garðarsson háskólanemi gefur kost á sér í 3. – 4. sæti í félagsfundarvali Vinstri grænna í Reykjavík.

25. janúar 2014

Halldór Auðar Svansson, tölvunarfræðingur og Þórgnýr Thoroddsen, tómstundafræðingur gefa kost á sér í efsta sæti á lista Pírata í Reykjavík. Þórlaug Ágústsdóttir stjórnmálafræðingur og Arnaldur Sigurðarson háskólanemi gefa kost á sér í annað sætið. Kristín Elfa Guðnadóttir leikskólakennari, landvörður og mannfræðingurbýður sig fram í þriðja sætið.

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri fv. bæjarstjóri Bolungarvíkur, tilkynnti í kvöld að hann hyggðist bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri Grænna í borgarkosningum nú í vor.

23. janúar 2014

Framsóknarmenn á Akranesi ákváðu í kvöld að stilla upp á lista. Guðmundur Páll Jónsson sem setur hefur í bæjarstjórn í 20 ár gefur ekki kost á sér áfram.

Sjálfstæðismenn í Árborg efna til prófkjörs þann 22. mars næstkomandi. Á fundinum lýstu þrír sitjandi bæjarfulltrúar listans yfir áhuga sínum á að skipa annað sæti listans, þau Sandra Dís Hafþórsdóttir, Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar hefur áður lýst yfir vilja sínum til að leiða listann.

Uppstillinganefnd mun stilla upp á lista hjá framboði Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.

Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

Elliði Vignisson bæjarstjóri sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum áfram.

Líf Magneudóttir grunnskólakennari sækist eftir 1. sæti á lista Vinstrihreyfingarinn græns framboðs í Reykjavík.

Kosið verður i fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins á Akureyri í vor á almennum félags fundi þann 15. mars nk.

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Borgarbyggð hefur birt framboðslista sinn. Hann er sem hér segir:

1. Ragnar Frank Kristjánsson
2. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
3. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir
4. Friðrik Aspelund
5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
6. Stefán Ólafsson
7. Anna Berg Samúelsdóttir
8. Bjarki Grönfeldt Gunnarsson
9. Hanna Þorgrímsdóttir
10. Finnbogi Rögnvaldsson
11. Ingibjörg Daníelsdóttir
12. Sigurður Helgason
13. Guðný Dóra Gestsdóttir
14. Gunnar Jónsson
15. Ingibjörg Jónasdóttir
16. Kristberg Jónsson
17. Guðbrandur Brynjúlfsson
18. Vigdís Kristjánsdóttir.

L-listi Samtaka félagshyggjufólks í Stykkishólmi heldur fund þann 4. febrúar n.k. þar sem teknar verða ákvarðanir um framboðsmál.

Bergþóra Þórhallsdóttir  aðstoðarskólastjóri við Brekkuskóla á Akureyri, stefnir á 1. eða 2. sæti  í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.

Stillt verður upp á lista Samfylkingar í Árborg. 

Þreifingar eru hjá Bjarti framtíð og Pírötum varðandi framboð í Árborg.

22.janúar 2014

Ragnar Auðun Árnason menntaskólanemi sækist eftir 4.-5. sæti á valfundi Vinstri grænna í Reykjavík.

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Kópavogi hefur ákveðið að fela uppstillinganefnd að koma með tillögu að framboðslista.

Forsvarsmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslyndra hafa átt í viðræðum um framboð Í-listans í bæjarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ í vor. Það mun vera vilja allra flokkanna að halda samstarfinu áfram og ályktun þess efnis verið samþykkt á fundi fulltrúa flokkanna.

21. janúar 2014

Listi Sjálftæðisflokksins á Seltjarnarnesi var samþykktur í kvöld. Listinn er í samræmi við úrslit prófkjörs flokksins frá í nóvember. Listinn er sem hér segir:

D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
2. Guðmundur Magnússon, bæjarfulltrúi
3. Bjarni Álfþórsson, bæjarfulltrúi
4. Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
5. Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur
6. Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri
7. Katrín Pálsdóttir, háskólakennari
8. Sigríður Sigmarsdóttir, viðskiptastjóri
9. Lýður Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
10. Ásgeir G. Bjarnason, hagfræðingur
11. Ásta Sigvaldadóttir, ráðgjafi
12. Hrefna Kristmansdótir, prófessor emeritus
13. Magnús Ingi Guðmundsson, laganemi
14. Lárus Brynjar Lárusson, bæjarfulltrúi

Framsóknarfélag Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að  stilla upp lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Sturla Sær Erlendsson framhaldsskólanemi gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Sjálfstæðisflokkurinn í Garði hefur ákveðið framboð og er að undirbúa prófkjör.

Eva Hrund Einarsdóttir viðskiptafræðingur sækist eftir öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

20. janúar 2014

Dóra Magnúsdóttir stjórnsýslufræðingur gefur kost á sér í fjórða sæti í flokksvali  Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Sóley Guðmundsdóttir býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Hafsteinn Pálsson gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ þann 18. janúar var ákveðið að stilla upp á lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Theódór Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sækist eftir 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

19. janúar 2014

Birkir Jón Jónsson fv.alþingismaður sækist eftir 1.sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Framboðsfrestur í flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði rann út í gær. Eftirtaldir buðu sig fram: Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari í 2. til 3. sæti, Björn Bergsson, félagsfræðikennari í 4. sæti, Eva Lín Vilhjálmsdóttir, nemi í 4. til 5. sæti, Eyjólfur Þór Sæmundsson, verkfræðingur MBA/bæjarfulltrúi í 1. til 3. sæti, Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur/leikstjóri í 4. sæti, Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri í 5. til 6. sæti, Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur/form. bæjarráðs í 1. sæti, Gunnar Þór Sigurjónsson, kerfisstjóri í 3. til 5. sæti, Gylfi Ingvarsson, vélvirki í 3. til 6. sæti, Hafsteinn Eggertsson, húsasmiður í 1. til 3. sæti, Jón Grétar Þórsson, æskulýðsstarfsmaður í 4. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í 1. 2. sæti, Ófeigur Friðriksson, viðskiptastjóri í 2. til 4. sæti og Sóley Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi/sérkennari í 2. til 3. sæti.

18. janúar 2014

Anna María Jónsdóttir kennari gefur kost á sér í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Frestur til að skila inn framboðum vegna flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rann út í gær. Eftirtaldir eru í framboði: Anna María Jónsdóttir kennari, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og læknir, Dóra Magnúsdóttir stjórnsýslufræðingur, Guðni Rúnar Jónasson framkvæmdastjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir deildarstjóri LSH, Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi, Kristín Erna Arnardóttir háskólanemi og kvikmyndagerðarmaður, Kristín Soffía Jónsdóttir varaborgarfulltrúi, Magnús Már Guðmundsson framhaldsskólakennari, Natan Kolbeinsson, formaður Hallveigar, félags UJ í Reykjavík, Reynir Sigurbjörnsson rafvirki, Skúli Helgasson stjórnmálafræðingur og fv.alþingismaður, Sverrir Bollason skipulagsverkfræðingur og Þorgerður L. Diðriksdóttir kennari.

17. janúar 2014

Reynir Sigurbjörnsson rafvirki  býður sig fram í 1 – 4. sæti í forvali Samfylkingarinar í Reykjavík.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sækist eftir efsta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Elín Oddný Sigurðardóttir gefur kost á sér í 2.-3. sæti á valfundi Vinstri Grænna í Reykjavík.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins áfram.

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ rann út í gær. Eftirtaldir gefa kost á sér: Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi, Dóra Lind Pálmarsdóttir byggingatæknifræðingur, Eva Magnúsdóttir forstöðumaður, Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari, Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Hreiðar Örn Zoega Stefánsson framkvæmdastjóri, Karen Anna Sævarsdóttir nemi og fimleikaþjálfari, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur, Ólöf A. Þórðardóttir aðalbókari, Rúnar Bragi Guðlaugsson viðskiptastjóri, Sigurður B. Guðmundsson sölustjóri, Sturla Sær Erlendsson nemi, Theodór Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Örn Jónasson viðskiptafræðingur.

Þóra Margrét Þórarinsdóttir gefur kost á sér í 2. – 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ mun viðhafa uppstillingu við val á lista flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun viðhafa uppstillingu við val á lista flokksins.

Dóra Lind Pálmarsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Magnús Már Guðmundsson, sögukennari, stefnir á 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.

16. janúar 2014 

Gengið var frá lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. Hann er í samræmi við úrlit prófkjörs flokksins að öðru leiti en því að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi er ekki á listanum en aðrir færast upp um eitt sæti. Listinn er sem hér segir:

1. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga
2. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi
3. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
4. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi
5. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi
6. Marta Guðjónsdóttir, kennari og borgarfulltrúi
7. Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri
8. Björn Gíslason, slökkviliðsmaður og varaborgarfulltrúi
9. Lára Óskarsdóttir, stjórnendamarkþjálfari og kennari
10. Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri
11. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur
12. Elísabet Gísladóttir, form.íbúasamtaka í Grafarvogi
13. Örn Þórðarson, ráðgjafi og fv.sveitarstjóri
14. Íris Anna Skúladóttir, skrifstofustjóri
15. Ólafur Kr. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
16. Hjörtur Lúðvíksson, málari
17. Guðlaug Björnsdóttir, deildarstjóri
18. Hulda Pjetursdóttir, viðskiptafræðingur
19. Sigurjón Arnórsson, alþjóðlegur viðskiptafræðingur
20. Jórunn Pála Jónasdóttir, laganemi
21. Viðar Helgi Guðjohnsen, lyfjafræðingur
22. Sigrún Guðný Markúsdóttir, framkvæmdastjóri
23. Kristinn Karl Brynjarsson, verkamaður
24. Elín Engilbertsdóttir, ráðgjafi
25. Rafn Steingrímsson, vefforritari
26. Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri
27. Aron Ólafsson, nemi
28. Kolbrún Ólafsdóttir, sérhæfður leikskólastarfskraftur
29. Kristín B. Scheving Pálsdóttir, húsmóðir
30. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, býður sig fram til að leiða áfram lista flokksins í borginni.

Karen Anna Sævarsdóttir framhaldsskólanemi gefur kost á sér í 7.  sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hefur ákveðið að halda prófkjör 1.mars n.k. til að velja á lista flokksins.

Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hefur ákveðið að hafa uppstillingu til að raða á lista flokksins. Framboðsfrestur er til 25. janúar n.k.

Guðni Rúnar Jónasson sækist eftir 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Kristín Erna Arnardóttir, háskólanemi, óskar eftir 4. sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Jón Finnbogason, lögmaður, býður sig fram í 4. sæti í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Y-listi Kópavogsbúa, sem hefur einn bæjarfulltrúa, eru að skoða samruna við Bjarta Framtíð en flokkurinn ákvað í gærkvöldi að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi í vor.

15. janúar 2014

Björt framtíð í Kópavogi ákvað í kvöld að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru bæjarfulltrúarnir Hjálmar Hjálmarsson, úr Næst besta flokknum og Rannveig H. Ásgeirsdóttir, fulltrúi Y-lista Kópavogsbúa.

Píratar í Hafnarfirði huga nú að stofnun félags í Hafnarfirði og þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Stofnfundur hefur verið boðaður 25. janúar n.k.

Andri Steinn Hilmarsson háskólanemi gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Hjördís Ýr Johnson kynningarstjóri gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Eva Magnúsdóttir varabæjarfulltrúi gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði.

14. janúar 2014

Ófeigur Friðriksson stjórnmálafræðingur býður sig fram í 2. – 4. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Hafsteinn Eggertsson, húsasmiður, gefur kost á sér í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari, býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Hafnarfirði .

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir kennari gefur kost á sér í 3.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

13. janúar 2014

Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri (sveitarstjóri) Sveitarfélagsins Árborgar hyggst taka þátt í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og sækist eftir að leiða lista flokksins.

Gunnar Þór Sigurjónsson, 19 ára Hafnfirðingur, sig fram í 3. – 5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í bænum.

Guðmundur Geirdal sjómaður sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir  2. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3-4 sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.

12. janúar 2014

Sverrir Bollason skipulagsverkfræðingur býður sig fram í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík

11. janúar 2014

Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sækist eftir fyrsta sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Áður hafði Gunnar Gíslason fræðslustjóri lýst því yfir að hann sæktist eftir því að leiða lista flokksins.

10.janúar 2014

Skúli Helgason fv.alþingismaður gefur kost á sér í 3. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Kristín Thoroddsen ferðamálafræðingur gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

9. janúar 2014

Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 1.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Unnur Lára Bryde gefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í prófkjöri flokksins.

Lárus Axel Sigurjónsson eftirlitsfulltrúi þjónustu- og gæðamála hjá Strætó bs sækist eftir 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Gunnar Gíslason fræðslustjóri sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi kosningum.

Sævar Már Gústavsson gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði

Geir Jónsson mjólkurfræðingur og bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 1.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

8. janúar 2014

Næstbesti flokkurinn í Kópavogi býður ekki fram í komandi bæjarstjórnarkosningum en einhverjir af forsvarsmönnum flokksins munu gengnir til liðs við Bjarta framtíð. Óvíst er með framboð Y-lista Kópavogsbúa.

Kristín Soffía Jónsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor.

Baldvin Valdemarsson, sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, stefnir á þriðja sæti listans.

Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi stefnir á 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í flokksvalinu í febrúar.

Sigurborg Hannesdóttir oddviti L-lista Bæjarmálafélagsins Samstöðu í Grundarfirði hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Samstaða hefur meirihluta í bæjarstjórn Grundarfjarðar.

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg hefur tilkynnt að hann verði ekki í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg hefur hreinan meirihluta í sveitarstjórn.

7. janúar 2014

Skarphéðinn Orri Björnsson framkvæmdastjóri sækist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi, sækist eftir 1.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Áður höfðu bæjarfulltrúarnir Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen lýst yfir að þau sæktust einnig eftir að leiða listann.

Gunnlaugur Snær Ólafsson stjórnmálafræðinemi sækist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksin í Kópavogi.

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði sækist eftir 1.-2. sæti á lista flokksins.

Ellefu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem fram fer 8. febrúar rann út í gær. Ellefu tilkynntu um framboð. Þau eru: Ármann Sigurðsson, sjómaður Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri, Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri, Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri, Gunnar Gíslason, fræðslustjóri, Hjörtur Narfason, framkvæmdastjóri, Kristinn F. Árnason, sjálfstæður atvinnurekandi, Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og varabæjarfulltrúi, Sigurjón Jóhannesson, verkfræðingur og Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, laganemi.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut einn bæjarfulltrúa í kosningunum 2010, tapaði þremur. Sigrún Björk Jakobsdóttir sem kjörin var bæjarfulltrúi sagði af sér fljótlega eftir kosningar og tók Ólafur Jónsson við af henni. Hann er ekki meðal prófkjörsframbjóðenda. Af þeim sem voru á listanum 2010 eru aðeins tveir sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Það eru þeir Njáll Trausti Friðbertsson sem var í 3. sæti og Baldvin Valdemarsson sem var í 16. sæti. Miklar breytingar munu því verða á efstu sætum listans.

6. janúar 2014

Framboðsfréttir dagsins

Breytingar verða hjá Í-lista í Ísafjarðabæ þar sem þau Sigurður Pétursson(Samfylkingu) oddviti listans og Jóna Benediktsdóttir (VG) ætla bæði að hætta í vor. Arna Lára Jónsdóttir (Samfylkingu) og Kristján Andri Guðjónsson (Frjálslynda flokki) gefa hins vegar kost á sér áfram. Ekki er búið að ganga frá hvort að Í-lista samstarfið haldi áfram en fram hefur komið vilji til þess að hálfu þeirra sem að því standa.

Könnunarviðræður eru hafnar um sameiningu Skorradalshrepps við annað hvort Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit.

Kristinn Andersen bæjarfulltrúi, verkfræðingur og formaður Verkfræðingafélags Íslands býður sig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Ingi Tómarsson varabæjarfulltrúi sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi sækist eftir 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

3. janúar 2014

Sex í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ rann út 27. desember sl. Sex gefa kost á sér. Daníel Jakobsson bæjarstjóri gefur kost á sér í efsta sætið. Af núverandi bæjarfulltrúum gefa þau Kristín Hálfdánsdóttir og Steinþór Bragason kost á sér áfram. Nýir frambjóðendur eru: Jónas Þór Birgisson lyfjafræðingur, Martha Kristín Pálmadóttir og Sif Huld Albertsdóttir Prófkjörið verður haldið 8. febrúar. Þau þrjú sem leiddu listann 2010 gefa ekki kost á sér. Eiríkur Finnur Greipsson sem leiddi listann flutti úr sveitarfélaginu á síðasta ári. Gísli Halldór Halldórsson sem tók við oddvitasætinu af Eiríki gefur ekki kost á sér. Þá hefur Guðfinna Hreiðarsdóttir flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu en sem kunnugt er leiðir Halldór Halldórsson eiginmaður hennar lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

2.janúar 2014

Árni Sigfússon gefur kost á sér áfram. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum gefur kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í kosningunum 2010 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn ríflega 52% atkvæða og 7 bæjarfulltrúa af 11.

23.desember 2013

Frambjóðendur í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði rann út 19. desember sl. Valdimar Svavarsson bæjarfulltrúi og oddviti flokksins í bæjarstjórn gefur ekki kost á sér. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins, þau Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson og Helga Ingólfsdóttir gefa hins vegar kost á sér. Það gerir einnig fyrsti varamaður flokksins Ólafur Ingi Tómasson. Aðrir frambjóðendur eru: Kristín Thoroddsen, Pétur Gautur Svavarsson, Skarphéðinn Orri Björnsson, Sævar Már Gústavsson og Valdimar Víðisson,

19.desember 2013 

Framboðsfréttir dagsins. L-listinn á Akureyri og Björt framtíð hafa átt í þreifingum um sameiginlegt framboð í vor. Samkvæmt Akureyri Vikublaði mun ekki verða af sameiginlegu framboði þeirra í vor. Gert er ráð fyrir framboði Bjartar framtíðar á Akureyri í vor.

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi rann út í dag. Gunnar I. Birgisson fv.bæjarstjóri og núverandi bæjarfulltrúi gefur ekki kost á sér. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins þau Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir og Aðalsteinn Jónsson gefa kost á sér áfram. Þá gefa varafulltrúarnir Karen E. Halldórsdóttir og Jóhann Ísberg kost á sér. Aðrir frambjóðendur í prófkjörinu eru: Andri Steinn Hilmarsson, Anný Berglind Thorstensen, Ása Inga Þorsteinsdóttir, Áslaug Telma Einarsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Hjördís Ýr Johnson, Jón Finnbogason, Kjartan Sigurgeirsson, Lárus Axel Sigurjónsson, Margrét Friðriksdóttir, Sigurður Sigurbjörnsson og Þóra Margrét Þórarinsdóttir.

18. desember 2013

Framboðsfréttir dagsins. Daníel Jakobsson bæjarstjóri á Ísafirði gefur kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði.

Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ þann 16. desember var ákveðið að stillt skyldi upp á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn á Ísafirði efnir til prófkjör þann 8. febrúar n.k. til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 27. desember.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi efnir til prófkjör þann 8. febrúar n.k. til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 19. desember.

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík verður dagana 7.-8. febrúar n.k. Framboðsfrestur er til 17. janúar.

Vinstri grænir á Akureyri hafa ákveðið að halda sérstakan valfund um miðjan febrúar til að velja í fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

16. desember 2013

Sjálfstæðisflokkur í Hafnarfirði með lokað prófkjör. Ákveðið hefur verið að viðhafa lokað prófkjör þann 1.febrúar n.k.  til að velja á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 19. desember n.k.

14. desember 2013

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Grindavík. Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík hefur ákveðið að viðhafa prófkjör til að velja frambjóðendur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 17. janúar.

Samfylking í Ísafjarðarbæ vill skoða Í-listasamstarf. Aðalfundur Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ hefur samþykkt að fela stjórn félagsins að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi um Í-lista, til framboðs við sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Píratar bjóða fram í Reykjavík. Píratar hafa tekið formlega ákvörðun um framboð til borgarstjórnar í Reykjavík. Framboðslistinn verður tilkynntur eftir áramót.

13. desember 2013

Listi Bjartar framtíðar í Reykjavík. Björt framtíð hefur birt 16 efstu sætin á lista flokksins fyrir  borgarstjórnarkosningarnar í vor. Allnokkur endurnýjun er á listanum en eins og áður hefur komið fram mun Jón Gnarr borgarstjóri ekki gefa kost á sér. Einar Örn Benediktsson, Karl Sigurðsson og Páll Hjaltason borgarfulltrúar færast langt niður listann. Af borgarfulltrúuum Besta flokksins sem rann inn í Bjarta framtíð eru það aðeins Elsa Yeoman og Eva Einarsdóttir sem halda áfram. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og varaborgarfulltrúi mun leiða listann. Listinn er sem hér segir:

1. Björn Blöndal – aðstoðarmaður borgarstjóra og tónlistarmaður.
2. Elsa Yeoman – forseti borgarstjórnar og húsgagnasmiður.
3. Ilmur Kristjánsdóttir – leikkona.
4. Eva Einarsdóttir – borgarfulltrúi.
5. Ragnar Hansson – leikstjóri.
6. Magnea Guðmundsdóttir – arkitekt.
7. Kristján Freyr Halldórsson – bóksali og tónlistarmaður.
8. Margrét Kristín Blöndal – varaborgarfulltrúi og tónlistarmaður.
9. Heiðar Ingi Svansson – bókaútgefandi.
10. Diljá Ámundadóttir – varaborgarfulltrúi.
11. Barði Jóhannsson – tónlistarmaður.
12. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir – kennari.
13. Páll Hjaltason – bogarfulltrúi og arkitekt.
14. Hjördís Sjafnar – framkvæmdarstjóri.
15. Einar Örn Benediktsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður.
16. Karl Sigurðsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður.

Framsókn í Árborg fyrst með lista. Framsóknarflokkurinn í Árborg hefur samþykkt framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta mun vera fyrsti heili framboðslistinn sem samþykktur hefur verið fyrir komandi kosningar. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn einn bæjarfulltrúa, Helga Haraldsson, sem leiðir listann áfram.  Listinn er sem hér segir:

1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi og svæðisstjóri, Selfossi
2. Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi og sálfræðingur, Óseyri
3. Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri og framhaldsskólakennari, Selfossi
4. Karen Karlsdóttir Svendsen, leiðbeinandi og háskólanemi, Selfossi
5. Guðrún Þóranna Jónsdóttir, sérkennari, Selfossi
6. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Selfossi
7. Gissur Kolbeinsson, fulltrúi hjá BHM, Selfossi
8. Björgvin Óli Ingvarsson, trésmiður og sjúkraflutningamaður, Geirakoti
9. Renuka Perera, veitingakona, Tjarnarbyggð
10. Björn Harðarson, bóndi, Holti
11. Guðbjörg S. Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Selfossi
12. Arnar Elí Ágústsson, sölustjóri, Tjarnarbyggð
13. Sylwia Konieczna, matráður, Selfossi
14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur, Selfossi
15. Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri, Selfossi
16. Sigrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi, Selfossi
17. Ármann Ingi Sigurðsson, tæknimaður, Selfossi
18. Margrét Katrín Erlingsdóttir, löggiltur bókari, Stóra-Aðalbóli

10. desember 2013

Framboðsfréttir dagsins. Þrír hafa lýst yfir framboði í efsta sæti á lista Framsflokksins í Kópavogi fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Það eru þau Sigurjón Jónsson, formaður ungra framsóknarmanna í Kópavogi, Una María Óskarsdóttir, formaður Freyju – félags framsóknarkvenna, og Kristinn Dagur Gissurarson, formaður Framsóknarfélags Kópavogs. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi hafði áður gefið út að hann sækist ekki eftir endurkjöri.

Á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi í gærkvöldi var ákveðið að stilla upp á framboðslista Framsóknarflokksins sem boðinn verður fram í sveitarstjórnarkosningum 2014.

Sigurður Rúnarsson, 39 ára kerfisfræðingur, gefur kost á sér í 2. til 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík,

7.desember 2013

Björk vill 2. sætið. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og félagsráðgjafi, ætlar að gefa kost á sér í 2. sæti í væntanlegu flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.

5.desember 2013

Opið prófkjör hjá Samfylkingu í Hafnarfirði. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur ákveðið að við hafa flokksval til að velja á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það þýðir að félagsmenn og skráðir stuðningsmenn kosningarétt. Flokksvalið verður haldið 6.-8.febrúar n.k.

3. desember 2013

Valfundur hjá VG í Reykjavík. Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík sem fram fór í gærkvöld samþykkti að haldinn yrði valfundur í febrúar næstkomandi þar sem efstu menn á framboðslista VG vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor verða valdir.

2. desember 2013

Framsókn í Norðurþingi stillir upp. Á félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga, laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn var samþykkt að nota uppstillingu við skipan á B-lista Framsóknarflokks í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

26. nóvember 2013 

Samfylkingin í Reykjavík með lokað prófkjör. Samfylkingin í Reykjavík ákvað á fundi sínum kvöld að viðhafa lokað prófkjör, svokallað flokksval, til að velja á framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það þýðir að þátttaka er bundin við þá sem eru í flokknum. Greidd voru atkvæði á milli flokksval og uppstillingu og hlaut flokksvalið 62 atkvæði en uppstilling 58 atkvæði á fundinum.

25. nóvember 2013

Framboðsmál Samfylkingarinnar í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hjálmar Sveinsson sækist eftir að halda áfram í borgarmálunum. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar hins vegar ekki að gefa áfram kost á sér í í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík í kvöld verður ákveðið hvort flokkurinn viðhefur hefðbundið prófkjör eða hvort sjö manna nefnd sjái um að stilla upp listanum.

22. nóvember 2013

Guðmundur vill leiða Framsókn á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, vill leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Logi vill leiða Samfylkingu á Akureyri. Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, stefnir á að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Samfylkingin í Árborg. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg, þau Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir hyggjast bæði gefa kost á sér til setu lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

20. nóvember 2013

Óskar leiðir Framsókn í Reykjavík. Framsóknarmenn í Reykjavík hafa samþykkt að sjö efstu á lista flokksins fyrir komandi kosningar verði eftirtaldir:

1. Óskar Bergsson, rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari
2. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur
3. Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur
4. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, vélfræðingur
5. Hafsteinn Ágústsson, kerfisstjóri
6. Hallveig Björk Höskuldsdóttir, öryggisstjóri
7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur

17. nóvember 2013

Úrslit í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík urðu sem hér segir:

Sjálfstæðisflokkur í Reykjavík 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Halldór Halldórsson, form.Sambands ísl.sveitarf. 1802 2136 2462 2706 2953 3180
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi 1663 2031 2378 2612 2770 2930
Kjartan Gunnarsson, borgarfulltrúi 96 1918 2531 2872 3123 3342
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi 736 1156 1601 1981 2267 2489
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi 66 962 1466 1967 2404 2753
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi 452 772 1161 1484 1857 2212
Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi 20 146 1076 1404 1757 2104
Börkur Gunnarsson, rithöfundur 10 90 527 832 1147 1511
Björn Gíslason, slökkviliðsmaður og varaborgarf. 7 64 191 739 1100 1422
Lára Óskarsdóttir, kennari 10 81 209 677 991 1325
Aðrir:
Aron Ólafsson, háskólanemi
Björn Jón Bragason, sagnfræðingur
Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri
Kristínn Karl Brynjarsson
Margrét Friðriksdóttir,
Ólafur Kr. Guðmundsson, varaform. FÍB
Rafn Steingrímsson, vefforritari
Sigurjón Arnórsson, alþjóðaviðskiptafræðingur
Viðar Guðjohnsen, lyfjafræðingur
Örn Þórðarson, ráðgjafi og fv.sveitarstjóri
Atkvæði greiddu 5075. Auðir og ógildir 102.

15. nóvember 2013

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á morgun. Á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tuttugu eru í framboði. Þau eru eftir sætum sem þau sækjast eftir:

1.sæti – Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
2. sæti – Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon
2.-3.sæti – Björn Jón Bragason
2.-4.sæti Margrét Friðriksdóttir
3. sæti – Börkur Gunnarsson og Marta Guðjónsdóttir
4. sæti – Lára Óskarsdóttir, Björn Gíslason og Ólafur Kristinn Guðmundsson
4.-5.sæti Aron Ólafsson og Rafn Steingrímsson
4.-6.sæti – Sigurjón Arnórsson og Viðar Gudjohnsen
5.sæti – Herdís Anna Þorvaldsdóttir
5.-6.sæti – Kristinn Karl Brynjarsson
5.-7.sæti – Örn Þórðarson

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ hefur ákveðið að viðhafa prófkjör í febrúar n.k. til að stilla upp á framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

12. nóvember 2013

Gunnar Sigurðsson á Akranes ætlar að hætta. Gunnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. Gunnar hefur setið í bæjarstjórn í 20 ár. Einar Brandsson sem er annar tveggja fulltrúa flokksins í bæjarstjórn hefur hins vegar áhuga á að halda áfram. Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi hefur ákveðiðað stilla upp á framboðslista flokksins og hefur uppstillinganefnd verið skipuð.

11. nóvember 2013

Dögun stefnir á framboð í vor. Á landsfundi Dögunar um helgina var ákveðið að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun var verður boðið fram. Þátttaka í kosningum getur verið með framboðslistum undir merkjum Dögunar, í samvinnu við íbúasamtök eða aðra stjórnmálaflokka.

9. nóvember 2013

Lokatölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. 

Í prófkjör Sjálfstæðisflokksins voru greidd 759 atkvæði og voru 36 þeirra auð og ógild. Á kjörskrá voru 1314. Úrslit urðu sem hér segir:

Úrslit 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri 517 544 552 564 581 598 620
Guðmundur Magnússon, bæjarfulltrúi 77 275 332 388 443 486 529
Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfullt´rui 27 247 348 398 458 510 551
Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi 26 150 315 430 504 569 624
Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur 19 54 123 230 336 414 482
Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri 19 45 153 220 295 364 420
Katrín Pálsdóttir, varabæjarfulltrúi 1 12 39 150 244 352 450
Aðrir:
Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri
Ásta Sigvaldadóttir
Lýður Þór Þorgeirson
Sigríður Sigmarsdóttir, viðskiptastjóri

Píratar fram í Reykjavík. Píratar hafa ákveðið að bjóða fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Þeir segja einnig koma fram að bjóða fram í öðrum sveitarfélögum.

8. nóvember 2013

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki á Akureyri. Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri til að skipa á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið verður 8. febrúar n.k. og verður kosið um sex sæti.

7.nóvember 2013

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi á laugardag. Fyrsta prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður verður n.k. laugardag. Það verður Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi sem ríður á vaðið. Ellefu gefa kost á sér. Þau eru röðuð eftir sætum:

1.sæti – Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
2.sæti – Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi og Sigrún Edda Jónsdóttir deildarstjóri og bæjarfulltrúi.
2.-3.sæti – Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
2.-5.sæti – Sigríður Sigmarsdóttir, viðskiptastjóri.
3. sæti – Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri.
3.-4.sæti – Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri.
4. sæti – Katrín Pálsdóttir, háskólakennari og varabæjarfulltrúi.
4.-5.sæti – Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur og Ásgeir G. Bjarnason framkvæmdastjóri.
4.-7.sæti – Ásta Sigvaldadóttir.

5. nóvember 2013

Meira af framboðsmálum í Kópavogi. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins mun ekki gefa kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. Pétur Óskarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur látið hafa eftir sér að hann sækist eftir því að leiða lista flokksins í bænum. Ármann Kr. Ólafsson  og Margrét Björnsdóttir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks gefa kost á sér áfram. Hinir tveir bæjarfulltrúar flokksins, Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson hafa hins vegar ekki ákveðið sig. Rannveig Ásgeirsdóttir bæjarfulltrúi lista Kópavogsbúa gefur kost á sér áfram en gert er ráð fyrir að listi Kópavogsbúa bjóði fram næsta vor. Verið er að athuga með framboðsmál Næstbestaflokksins en bæjarfulltrúi hans er Hjálmar Hjálmarsson.

Efstu menn Samfylkingar í Kópavogi hætta. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, og Hafsteinn Karlsson, sem skipar annað sætið á lista flokksins gefa hvorugt kost á  sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Samfylkingin í Kópavogi hefur samþykkt að stjórn skipi uppstillinganefnd sem ákveði röð frambjóðenda á lista flokksins í næstu sveitastjórnarkosningum.

31. október 2013 

Framboð Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Í framhaldi af yfirlýsingu Jóns Gnarr borgarstjóra í gær og þess að borgarfulltrúar Besta flokksins gengu í Bjarta framtíð á stofnfundi Reykjavíkurfélags Bjartrar framtíðar í gær hafa framboðsmál flokksins (flokkanna) skýrst nokkuð. Þannig hefur S. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra sagt að hann hafi sækist eftir efsta sæti lista Bjartar framtíðar. Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi lýsti því yfir að hann sækist eftir 8. sæti listans sem Björt framtíð segir vera baráttusætið þar sem flokkurinn sækist eftir hreinum meirihluta í borginni. Þá hafa Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason borgarfulltrúar lýst því yfir að þau sækist eftir að halda áfram.

30. október 2013

Jón Gnarr hættir og Besti sameinast Bjartri framtíð. Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík mun ekki verða í framboði í vor. Hann lýsti þessu yfir í þætti á Rás 2 í morgun. Þá sagði hann að Besti flokkurinn myndi ekki bjóða fram á ný heldur sameinast Bjartri framtíð sem byði fram í Reykjavík í vor. Björt framtíð í Reykjavík heldur stofnfund sinn í dag. Þá hefur komið fram að Helga Kristín Helgadóttir mun ekki bjóða sig fram í . vor.

27. október 2013

Ellefu í framboði hjá Sjálfstæðisflokki á Seltjarnarnesi. 11 frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara þann 9. nóvember 2013. Þeir eru:

Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Sigvaldadóttir, ráðgjafi
Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri
Katrín Pálsdóttir, háskólakennari og varabæjarfulltrúi
Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur
Sigríður Sigmarsdóttir, viðskiptastjóri
Sigrún Edda Jónsdóttir, deildarstjóri og bæjarfulltrúi

25. október 2013

Tuttugu framboð komu hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík. Tuttugu hafa boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þau eru eftir sætum sem þau sækjast eftir:

1.sæti – Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
2. sæti – Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon
2.-3.sæti – Björn Jón Bragason
3. sæti – Börkur Gunnarsson og Marta Guðjónsdóttir
4. sæti – Lára Óskarsdóttir, Björn Gíslason og Ólafur Kristinn Guðmundsson
4.-5.sæti Aron Ólafsson og Rafn Steingrímsson
4.-6.sæti – Sigurjón Arnórsson og Viðar Gudjohnsen
5.sæti – Herdís Anna Þorvaldsdóttir
5.-6.sæti – Kristinn Karl Brynjarsson
5.-7.sæti – Örn Þórðarson
? sæti  –  Margrét Friðriksdóttir.

Framboðsfrestur rann út kl.16 í dag.

Ólafur Kristinn og Örn Þórðarson í framboð. Ólafur Kristinn Guðmundsson varaformaður FÍB sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þá gefur Örn Þórðarson fv. sveitarstjóri kost á sér í 5.-7. sæti.

Börkur Gunnarsson fer í prófkjör. Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri, býður sig fram í 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 16. nóvember næstkomandi.

24. október 2013

Hildur Sverrisdóttir sækist eftir 1. sæti. Hildur Sverrisdóttir sem varð borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk í Reykjavík þegar að Gísli Marteinn Baldursson lét af störfum, sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Þá gefur Aron Ólafsson háskólanemi kost á sér í 4.-5.sæti.

23. október 2013

Karl Pétur vill 3.sætið á Nesinu. Karl Pétur Jónsson býður sig fram í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Karl Pétur er framkvæmdastjóri Mostly Human Entertanment, fyrirtækis í alþjóðlegri framleiðslu menningarefnis.

Áslaug María borgarfulltrúi vill 2. sætið. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti listans í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 16. nóvember næstkomandi.

22. október 2013

Kjartan Magnússon sækist eftir 2.sæti. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Björt framtíð stefnir á framboð í Hafnarfirði. Björt framtíð stefnir á að bjóða fram lista í Hafnarfirði í sveitastjórnarkosningum sem fram fara í vor. Þetta staðfestir Hlini Melsteð Jóngeirsson, formaður Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, í samtali við VB.is

Halldór Halldórsson vill leiða Sjálfstæðisflokk í Reykjavík. Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fv. bæjarstjóri á Ísafirði lýsti því yfir í morgun að hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

21. október 2013

Rósa vill leiða Sjálfstæðisflokk í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði gefur kost á sér í fyrsta sæti lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta kemur fram á vefmiðlinum H220.is

Ellefu frambjóðendur komnir fram. Lára Óskarsdóttir stjórnendaþjálfari býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og Rafn Steingrímsson vefhönnuður gefur kost á sér í 4. – 5. sæti.  Þar með eru frambjóðendur í prófkjörinu orðnir ellefu.

20. október 2013

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Á Stöð2 í kvöld var fjallað um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þar kom fram að níu hafi þegar boðið sig fram og búist sé við 3-4 framboðum í viðbót. Þeir sem þegar hafa boðið sig fram eru: Júlíus Vífill Ingvarsson (1.sæti), Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (1.sæti), Björn Jón Bragason (2.-3,sæti), Marta Guðjónsdóttir (3.sæti), Lára Óskarsdóttir (4.sæti), Björn Gíslason (4.sæti), Sigurjón Arnórsson (4.-6.sæti), Viðar Gudjohnsen (4.-6.sæti) og Kristján Karl Brynjarsson (5.-6.sæti). Samkvæmt fréttinni er búist við að Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að viðhafa uppstillingu til vals á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar og hefur þegar verið auglýst eftir framboðum.

19. október 2013

Nýtt framboð hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík. Björn Gíslason, slökkviliðsmaður og varaborgarfulltrúi, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðrir sem tilkynnt hafa um framboð eru Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Viðar Helgi Guðjohnsen, Marta Guðjónsdóttir, Jón Björn Bragason og Sigurjón Arnórsson.

Beðið er tilkynningar frá Kjartani Magnússyni, Áslaugur Maríu Friðriksdóttur og Hildi Sverrisdóttur sem öll sitja í borgarstjórn. Einnig er beðið ákvörðunar Halldórs Halldórssonar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóra á Ísafirði en hann hefur samkvæmt fréttum flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur.

Prófkjörið fer fram þann 16. nóvember og framboðsfrestur rennur út þann 25. október.

18. október 2013

Framsóknarmenn í Árborg munu stilla upp á lista. Framsóknarfélag Árborgar hefur ákveðið að stilla uppá lista fyrir sveitastjórnarkosningar í vor. Bæjarfulltrúinn Helgi Sigurður Haraldsson  og varabæjarfulltrúinn Íris Böðvarsdóttir hafa bæði ákveðið að gefa kost á sér áfram.

17. október 2013

Fleiri í prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Nokkrar tilkynningar hafa birt frá frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Marta Guðjónsdóttir fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 3. sætinu, Jón Björn Bragason gefur kost á sér í 2.-3. sæti, Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur gefur kost á sér í 4.-6. sæti listans og Sigurjón Arnórsson alþjóðlegur viðskiptafræðingur gefur kost á sér í 4.-6. sæti.

10. október 2013

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík. Þá er Kjartan Magnússon sagður íhuga það sama og sömuleiðis Halldór Halldórsson formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga og fv.bæjarstjóri á Ísafirði. Auk þeirra sitja nú í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Þá hefur Viðar Helgi Guðjohnsen gefið kost á sér í prófkjörinu. Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa látið af störfum á kjörtímabilinu, þau Hanna Birna Kristjánsdóttir sem fór á þing og Gísli Marteinn Baldursson sem lét af störfum fyrir nokkrum dögum og hyggur á endurkomu í fjölmiðlum.

Bæjarlistinn aftur fram. Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi A-listans eða Bæjarlistans í bæjarstjórn Akureyrar segir í viðtali við Akureyri Vikublað að listinn muni bjóða fram næsta vor. Líkur eru því á að framboðslistar verði a.m.k. sex eins og í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Auk Bæjarlistans buðu þá fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokks, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð og L-listi fólksins sem hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn.

25. september 2013

Gísli Marteinn hættir. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi er hættur í borgarstjórn og mun ekki taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember.

19.september 2013

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík. Í kvöld samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að viðhafa skuli prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið verður haldið 16. nóvember n.k.Upphaflega stóð til að greidd yrðu atkvæði um prófkjör eða svokallað leiðtogaprófkjör en tillaga um leiðtogaprófkjör var dregin til baka.

18. september 2013

Fjarðalistinn í Fjarðabyggð heldur áfram. Á aðalfundi Fjarðalistans, félags félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, í júní sl. var ákveðið að bjóða fram með sama sniði og áður í sveitarstjórnarkosningunum 2014. Fjarðalistinn hefur nú 3 af 9 bæjarfulltrúum í Fjarðabyggð. Sjálfstæðisflokkur hefur 4 og Framsóknarflokkur 2.

17.september 2013

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ákveður framboðsaðferð. Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, kemur saman á fimmtudagskvöldið 19. september n.k. til að taka ákvörðun um með hvaða hætti stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ef marka má fréttir mun fundurinn snúast um hvort farið verði í einhvers konar leiðtogaprófkjör eða hefðbundið prófkjör. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fimm borgarfulltrúa í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

16. september 2013

Bæjarfulltrúum í Garðabæ verður fjölgað úr 7 í 11 við bæjarstjórnarkosningarnar í maí 2014. Íbúar voru 13.872 þann 1. janúar síðastliðinn en þann sama dag sameinaðist Sveitarfélagið Álftanes Garðabæ. Ef bæjarfulltrúar hefðu verið ellefu í kosningunum 2010 hefði Sjálfstæðisflokkur hlotið 8 bæjarfulltrúa, M-listi Fólksins í bænum 2 og Samfylkingin 1.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í Garðabæ frá 1966.

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki á Seltjarnarnesi. Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi samþykktu í júní sl. að halda prófkjör laugardaginn 9. nóvember 2013. Þetta er fyrsta prófkjörið sem vitað er að hafi þegar verið ákveðið. Sjálfstæðisflokkur hefur haft hreinan meirihluta á Seltjarnarnesi frá 1962 eða í rúm fimmtíu ár.

7.ágúst 2013

Framboðsmál í Reykjavík. Í morgun greindi Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri frá því að Besti flokkurinn muni bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Jón sjálfur er hins vegar ekki ákveðinn í því hvort að hann muni sjálfur bjóða sig fram.  Besti flokkurinn hlaut 6 borgarfulltrúa af 15 í síðustu borgarstjórnarkosningum. Af þeim hefur Óttar Proppé verið kjörinn á þing fyrir Bjarta framtíð. Líklegt verður að telja að verði af framboði Besta flokksins verði það í einhverju samstarfi við Bjarta framtíð en margir af forystumönnum Besta flokksins voru í framboði fyrir Bjarta framtíð í nýliðnum alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 5 borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum sem var slakasti árangur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum í 80 ára sögu flokksins. Oddviti flokksins var Hanna Birna Kristjánsdóttir sem kjörin var á þing og er orðin innanríkisráðherra. Framundan er því slagur um forystusæti í flokknum en búast má við því að blásið verði til prófkjörs ekki seinna en í nóvember n.k. Samfylkingin hlaut 3 borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekki er vitað um áform sitjandi borgarfulltrúa en Björk Vilhelmsdóttir gerði atlögu að þingsæti sem tókst ekki. Sóley Tómasdóttir var eini fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem náði kjöri í síðustu kosningum og eins og með Samfylkinguna er ekki vitað um hverjir koma til með að leiða lista flokksins í næstu kosningum. Fyrir utan þá flokka sem náðu mönnum kjörnum síðast mun Framsóknarflokkurinn örugglega bjóða fram. Þá er spurning hvort að Píratar og jafnvel einhverjir af minni flokkunum muni bjóða fram. Af minni flokkum hafa Kristleg stjórnmálasamtök og Húmanistaflokkurinn gefið því undir fótinn að bjóða fram.

Sameiningar sveitarfélaga. Af fréttum má ráða að verið sé að skoða sameiningar sveitarfélaga a.m.k. á tveimur stöðum á landinu. Annars vegar voru fréttir af því um helgina að Vesturbyggð hefði óskað eftir viðræðum við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaganna. Hins vegar er einhver vinna í gangi í Austur-Húnavatnssýslu varðandi hugsanlega sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Gengju þessar sameiningar eftir myndi sveitarfélögum fækka um fjögur.

 10.júní 2013

Fjöldi sveitarstjórnarmanna II. Eins og farið var yfir í síðasta pistli tóku ný sveitarstjórnarlög sem m.a. taka á fjölda sveitarstjórnarmanna gildi þann 1.janúar 2012. Reykjavík sem er lendir í efsta flokki er með 15 borgarfulltrúa og mun að líkindum ekki breyta því. Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri og Reykjanesbær eru öll með 11 bæjarfulltrúa en mega vera með allt að 15 bæjarfulltrúum. Garðabær er með 7 og mun að líkindum fjölga þeim í 11 á næstu vikum.

Fimmtán sveitarfélög eru í næsta flokki fyrir neðan sem hafa 2000-9999 íbúa og eiga vera með 7-11 sveitarstjórnarmenn. Ekkert af þeim sveitarfélögum nýtir sér hámarkið en níu hafa 9 sveitarstjórnarmenn en sex þeirra hafa sjö sveitarstjórnarmenn. Þar af eru m.a. Mosfellsbær sem er stærsta sveitarfélagið í þessum flokki með tæplega 9.000 íbúa, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjar sem eru með ríflega 4.000 íbúa. Á hinn bóginn er Fjallabyggð sem er fámennasta sveitarfélagið í þessum flokki með 9 bæjarfulltrúa en ekki er ólíklegt að ein ástæða þess sé sameining Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í sveitarfélagið Fjallabyggð fyrir nokkrum árum.

Öll sveitarfélög sem hafa færri en 2.000 íbúa eiga að hafa 5-7 sveitarstjórnarfulltrúa. Átján sveitarfélög eru með 750-1.999 íbúa.  Öll þeirra hafa 7 sveitarstjórnarmenn nema Hrunamannahreppur en þar eru íbúar fæstir eða tæplega 800.

Sextán sveitarfélög eru með 400 – 750 íbúa. Sjö sveitarfélög eru með 7 sveitarstjórnarmenn og níu sveitarfélög eru með 5 sveitarstjórnarmenn. Fjöldi sveitarstjórnarmanna er nokkurn veginn í réttu falli við íbúafjölda nema að í Húnavatnshreppi sem fámennasta sveitarfélagið í þessum flokki er með 7 sveitarstjórnarmenn sem skýrist af sameiningu fimm hreppa sem höfðu fimm hreppsnefndarmenn hver. Öll sveitarfélög með færri en 400 íbúa eru með fimm sveitarstjórnarmenn í hreppsnefndum sínum.

Fjöldi sveitarstjórnarmanna. Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi 1. janúar 2012. M.a. tóku lögin á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Tvö sveitarfélög, Garðabær og Reykjavík þurfa samkvæmt núverandi íbúatölu að fjölga í sveitarstjórnum sínum en hafa þó til þess umþóttunartíma fram að kosningunum 2018. Tillaga hefur verið lögð fram í bæjarstjórn Garðabæjar um að fjölga fulltrúum í 11 og verður hún væntanlega afgreidd fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar. Er það m.a. gert vegna sameiningar Sveitarfélagsins Álftaness og Garðarbæjar. Í Reykjavík hefur hins vegar formaður borgarráðs látið hafa eftir sér að hann telji ekki tilefni til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík.

Reglur um fjölda sveitarstjórnarmanna eru sem hér segir:
100.000 eða fleiri íbúar 23-31 sveitarstjórnarfulltrúi
50.000-99.999 íbúar      15-23 sveitarstjórnarfulltrúar
10.000-49.999 íbúar      11-15 sveitarstjórnarfulltrúar
2.000-9.999 íbúar            7-11 sveitarstjórnarfulltrúar
færri en 2.000 íbúar         5-7 sveitarstjórnarfulltrúar

24.apríl 2013

Kristin stjórnmálasamtök ákváðu á fundi sínum þann 20.apríl sl. að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík næsta vor. Sjá