Suðurland 1991

Sjálfstæðisflokkur: Þorsteinn Pálsson var þingmaður Suðurlands frá 1983. Árni Johnsen var þingmaður Suðurlands 1983-1987 og frá 1991. Eggert Haukdal var þingmaður Suðurlands 1978-1979 fyrir Sjálfstæðisflokkinn, kjörinn þingmaður  Suðurlands fyrir L-lista Utan flokka 1979-1983, þingmaður Suðurlands fyrir Sjálfstæðisflokk frá 1983-1991 og þingmaður Suðurlands landskjörinn frá 1991.

Framsóknarflokkur: Jón Helgason var þingmaður Suðurlands frá 1974. Guðni Ágústsson var þingmaður Suðurlands frá 1987.

Alþýðubandalag: Margrét Frímannsdóttir var þingmaður Suðurlands frá 1987.

Fv.þingmenn: Árni Gunnarsson var þingmaður Norðurlands eystra landskjörinn 1978-1979, kjördæmakjörinn 1979-1983 og 1987-1991. Óli Þ. Guðbjartsson var þingmaður Suðurlands landskjörinn 1987-1991 kjörinn fyrir Borgaraflokk. Leiddi lista Frjálslyndra 1991. Óli var frambjóðandi Sjálfstæðisflokks í 6. sæti 1974, 1978 og 1983. Hann lenti í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 1987.

Magnús H. Magnússon var þingmaður Suðurlands 1978-1983. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir var þingmaður Reykjavíkur landskjörin 1987-1991. Aðalheiður var í 12. sæti á lista Frjálslyndra og  í 2. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1978.

Flokkabreytingar: Brynleifur Steingrímsson í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokks var í 2. sæti á lista Alþýðuflokks 1971 og frambjóðandi Þjóðvarnarflokksins í Austur Húnavatnssýslu 1953 og 1956. Arnór Karlsson í 6. sæti á lista Alþýðubandalagsins leiddi lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1974 og var í 8. sæti á lista Framsóknarflokksins 1971. Lilja Hannibalsdóttir í 12. sæti á lista Samtaka um kvennaframboð var í 9. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1978. Magnús Eyjólfsson í 2. sæti á lista Frjálslyndra var í 7. sæti á lista Borgaraflokks 1987. Skúli B. Árnason í 9, sæti Frjálslyndra var í 9. sæti Borgaraflokks 1987.

Sigrún Þorsteinsdóttir í 12. sæti á lista Flokks mannsins bauð sig fram til forseta Íslands 1988.

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki og forval hjá Alþýðubandalagi. Eggert Haukdal alþingismaður færðist niður í 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokki en Árni Johnsen fv. alþingismaður upp í 2. sætið.

Úrslit

1991 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 1.079 8,61% 0
Framsóknarflokkur 3.456 27,58% 2
Sjálfstæðisflokkur 4.577 36,53% 2
Alþýðubandalag 2.323 18,54% 1
Samtök um kvennalista 467 3,73% 0
Frjálslyndir 468 3,74% 0
Þjóðarfl.-Flokkur manns. 126 1,01% 0
Heimastjórnarsamtök 33 0,26% 0
Gild atkvæði samtals 12.529 100,00% 5
Auðir seðlar 171 1,34%
Ógildir seðlar 27 0,21%
Greidd atkvæði samtals 12.727 91,21%
Á kjörskrá 13.953
Kjörnir alþingismenn
1. Þorsteinn Pálsson (Sj.) 4577
2. Jón Helgason (Fr.) 3456
3. Árni Johnsen (Sj.) 2851
4. Margrét Frímannsdóttir (Abl.) 2323
5. Guðni Ágústsson (Fr.) 1730
Næstir inn
Eggert Haukdal (Sj.) Landskjörinn
Árni Gunnarsson (Alþ.)
Ragnar Óskarsson (Abl.)
Óli Þ. Guðbjartsson (Frj.)
Drífa Kristjánsdóttir (Kv.)

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Árni Gunnarsson, alþingismaður, Reykjavík Jón Helgason, alþingismaður, Seglbúðum, Skaftárhreppi
Þorbjörn Pálsson, skrifstofustjóri, Vestmannaeyjum Guðni Ágústsson, alþingismaður, Selfossi
Alda Kristjánsdóttir, húsmóðir, Þorlákshöfn Þuríður Bernódusdóttir, verkstjóri, Vestmannaeyjum
Tryggvi Skjaldarson, bóndi, Norður-Nýjabæ, Djúpárhreppi Unnur Stefánsdóttir, verkefnisstjóri, Kópavogi
Eygló Lilja Gränz, deildarstjóri, Selfossi Guðmundur Svavarsson, rekstrarfræðingur, Fögruhlíð, Fljótshlíðarhreppi
Sólveig Adolfsdóttir, verkakona, Vestmannaeyjum Ólafía Ingólfsdóttir, bóndi, Vorsabæ 2, Gaulverjabæjarhreppi
Jóhann Tr. Sigurðsson, yfirverkstjóri, Hveragerði Sigurður Eyþórsson, háskólanemi, Hveragerði
Elín Sigurðardóttir, hreppsnefndarfulltrúi, Eyrarbakka María I. Hauksdóttir, bóndi, Geirakoti, Sandvíkurhreppi
Bergvin Oddsson, skipstjóri, Vestmannaeyjum Málfríður Eggertsdóttir, verkamaður, Vík
Oddný Ríkharðsdóttir, skrifstofumaður, Þorlákshöfn Páll Sigurjónsson, bóndi, Galtalæk, Landmannahreppi
Steingrímur Ingvarsson, yfirverkfræðingur, Selfossi Skæringur Gerogsson, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum
Magnús H. Magnússon, fv.ráðherra, Reykjavík Sigurjón Karlsson, bóndi, Efstu-Grund, Vestur-Eyjafjallahreppi
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, Reykjavík Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, Stokkseyri
Árni Johnsen, blaðamaður, Vestmannaeyjum Ragnar Óskarsson, kennari, Vestmannaeyjum
Eggert Haukdal, bóndi, Bergþórshvoli. Vestur-Landeyjahreppi Anna Kristín Sigurðardóttir, kennari, Selfossi
Drífa Hjartardóttir, bóndi, Keldum, Rangárvallahreppi Margrét Guðmundsdóttir, bóndi, Vatnsskarðshólum, Mýrdalshreppi
Arndís Jónsdóttir, kennari, Selfossi Elín Björg Jónsdóttir, skrifstofumaður, Þorlákshöfn
Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum Arnór Karlsson, bóndi, Arnarholti, Biskupstungnahreppi
Jóhannes Kristjánsson, bóndi, Höfðabrekku, Mýrdalshreppi Ingibjörg Sigmundsdóttir, garðyrkjubóndi, Hveragerði
Baldur Þórhallsson, háskólanemi, Ægissíðu, Djúpárhreppi Guðmundur Jensson, kennari, Vestmanneyjum
Kjartan Björnsson, hárskeri, Selfossi Hilmar Gunnarsson, verkamaður, Kirkjubæjarklaustri
Þórunn Gísladóttir, skrifstofustjóri, Vestmannaeyjum Grétar Zophóníasson, sveitarstjóri, Stokkseyri
Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri, Vík Bjarni Halldórsson, bóndi, Skúmsstöðum, Vestur-Landeyjahreppi
Brynleifur H. Steingrímsson, læknir, Selfossi Þór Vigfússon, skólameistari, Straumum, Ölfushreppi
Samtök um kvennalista Þjóðarflokkur – Flokkur mannsins
Drífa Kristjánsdóttir, bóndi og skólastjóri, Torfastöðum, Biskupstungnahreppi Eyvindur Erlendsson, höfundur og listamaður, Hátúni, Ölfushreppi
Margrét Björgvinsdóttir, skrifstofustúlka, Hvolsvelli Karl Sighvatsson, organisti og kórstjóri, Hveragerði
Elísabet Valtýsdóttir, kennari, Selfossi Inga Bjarnason, leikstjóri, Hellur
Sigríður Steinþórsdóttir, bóndi, Vestra-Skagnesi, Mýrdalshreppi Ketill Sigurjónsson, orgelsmiður, Forsæti, Villingaholtshreppi
Sigurborg Hilmarsdóttir, kennari, Laugavatni Hjalti Rögnvaldsson, leikari, Noregi
Pálína Snorradóttir, kennari, Hveragerði Gunnar I. Guðjónsson, listmálari, Reykjavík
Sigríður Jensdóttir, fulltrúi, Selfossi Magni Rósenbergsson, sjómaður, Vestmannaeyjum
Alda Alfreðsdóttir, yfirpóstafgreiðslumaður, Selfossi Guðmundur G. Guðmundsson, verkamaður, Hveragerði
Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hveragerði Magnea Jónasdóttir, húsmóðir, Hveragerði
Edda Antonsdóttir, kennari, Vík Sigurþór Pálsson, verkamaður, Selfossi
Svala Guðmundsdóttir, húsmóðir, Selsundi, Rangárvallahreppi Arna Kristín Sigurðardóttir, verkakona, Þorlákshöfn
Lilja Hannibaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir, Vestmannaeyjum
Frjálslyndir Heimastjórnarsamtök
Óli Þ. Guðbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, Selfossi Ingi B. Ársælsson, skrifstofumaður, Reykjavík
Magnús Eyjólfsson, bóndi, Hrútafelli, Austur-Eyjafjallahreppi Helga G. Eiríksdóttir, meðferðarfulltrúi, Bóli, Biskupstungnahreppi
Hólmfríður Sigurðardóttir, húsfreyja, Vestmannaeyjum Jón Logi Þorsteinsson, bóndi, Hvolsvelli
Guðmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri, Þorlákshöfn Gísli Hjartarson, nemi, Selfossi
Gísli Theódór Ægisson, vélstjóri, Vestmannaeyjum Halla Bjarnadóttir, bóndi, Bakkakoti, Rangárvallahreppi
Víglundur Kristjánsson, verkamaður, Hellu Haukur Einarsson, bifvélavirki, Vík
Valgerður Una Sigurvinsdóttir, verslunarmaður, Selfossi
Guðríður Erna Halldórsdóttir, húsfreyja, Þorlákshöfn
Skúli B. Árnason, fulltrúi, Selfossi
Magnús Sigurðsson, læknir, Seylum, Ölfushreppi
Garðar Sigurðsson, verkstjóri, Hellu
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli

Prófkjör

Sjálfstæðisflokkur 1. sæti 1.-2.sæti 1.-3.sæti 1.-4.sæti 1.-5. sæti 1.-6.sæti 1.-7.sæti 1.-8. sæti
Þorsteinn Pálsson 2481 2692 2838 2920 2981 3005 3022 3034
Árni Johnsen 416 2023 2307 2481 2610 2649 2677 2689
Eggert Haukdal 194 1013 1267 1540 1786 1864 1909 1956
Drífa Hjartardóttir 42 234 1143 1684 2078 2207 2281 2321
Arndís Jónsdóttir 34 154 682 1167 1659 1836 1912 1972
Arnar Sigurmundsson 43 251 865 1322 1646 1772 1868 1928
Jóhannes Kristjánsson 16 74 311 841 1293 1444 1538 1642
Brynleifur Steingrímsson 101 175 358 686 1037 1187 1279 1354
Baldur Þórhallsson 11 42 164 479 918 1077 1204 1319
Kjartan Björnsson 10 38 109 272 732 879 992 1094
3522 greiddu atkvæði
174 auðir og ógildir
Alþýðubandalag
Margrét Frímannsdóttir
Ragnar Óskarsson
Anna Kristín Sigurðardóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Elínborg Jónsdóttir

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Morgunblaðið 30.10.1990 og Þjóðviljinn 27.11.1990.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: