Siglufjörður 1938

Í framboði voru sameiginlegt lið Alþýðuflokks og Kommúnistaflokks Íslands, listi Framsóknarflokks og listi Sjálfstæðisflokks. Sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Kommúnistaflokks hlaut 5 bæjarfulltrúa en Alþýðuflokkurinn hlaut þrjá bæjarfulltrúa 1934 og Kommúnistaflokkurinn tvo. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa og vann einn en Framsóknarflokkurinn hlaut 1 bæjarfulltrúa og tapaði einum. Framsóknarflokkinn vantaði aðeins 6 atkvæði til að fella 3 mann Sjálfstæðisflokks.

Úrslit

1938 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðufl./Komm.fl. 669 51,11% 5
Framsóknarflokkur 253 19,33% 1
Sjálfstæðisflokkur 387 29,56% 3
Samtals gild atkvæði 1.309 100,00% 9
Auðir seðlar 11 0,82%
Ógildir seðlar 25 1,86%
Samtals greidd atkvæði 1.345 83,96%
Á kjörskrá 1.602
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Erlendur Þorsteinsson (Alþ./Komm.) 669
2. Ole Hertervig (Sj.) 387
3. Gunnar Jóhannsson (Alþ./Komm.) 335
4. Þormóður Eyjólfsson (Fr.) 253
5. Jóh. F. Guðmundsson (Alþ./Komm.) 223
6. Aage Schiöth (Sj.) 194
7. Þóroddur Guðmundsson(Alþ./Komm) 167
8. Jón Tr. Jóhannsson (Alþ./Komm.) 134
9. Jón Gíslason (Sj.) 129
Næstir inn: vantar
Sigurður Tómasson (Fr.) 6
Aðalbjörn Pétursson (Alþ./Komm.) 106

Framboðslistar (efstu menn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks)

Alþýðuflokkur og Kommúnistaflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Erlendur Þorsteinsson Þormóður Eyjólfsson, ræðismaður Ole Hertervig, bakarameistari
Gunnar Jóhannsson Sigurður Tómasson, kaupfélagsstjóri Aage Schiöth, lyfsali
Jóh. F. Guðmundsson Hannes Jónasson, bóksali Jón Gíslason, verslunarstjóri
Þóroddur Guðmundsson Ragnar Jóhannsson, kjötbúðarstjóri Guðmundur Hafliðason, Hafnarvörður
Jón Tr. Jóhannsson Andrés Hafliðason, kaupmaður Sigurður Kristjánsson, útgerðarmaður
Aðalbjörn Pétursson Friðleifur Jóhannsson, útgerðarmaður Egill Stefánsson, kaupmaður
Arnþór Jóhannsson Snorri Arnfinnsson, bústjóri Friðbjörn Níelsson, bæjargjaldkeri
Sveinn Þorsteinsson Páll S. Dalmar, bústjóri Alfons Jónsson, fátækrafulltrúi
Kristján Sigurðsson Einar Hermannsson Ásgeir Jónasson
Kristján Dýrfjörð Friðrik Sigtryggsson Eyþór Hallsson, skipstjóri
Rósmundur Guðnason Sigurjón Sigtryggsson Snorri Stefánsson
Kristmar Ólafsson Skafti Stefánsson Ásgeir Bjarnason
Óskar Garibaldason Jóhann Sveinbjörnsson Ólafur Vilhjálmsson
Gunnlaugur Sigurðsson Björn Sigurðsson Einar Kristjánsson
Kristján Sigtryggsson, trésmiður Kristján Hallgrímsson Sigurjón Björnsson
Guðmundur Sigurðsson Jóhann Guðmundsson Hafliði Helgason
Páll Ásgrímsson Eggert Sölvason Hafliði Jónsson
Páll Jónsson, bygg.fulltrúi Bjarni Kjartansson Finnur Níelsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 27.desember 1937, Brautin 29.1.1938, Nýja Dagblaðið 8. janúar 1938, Verkamaðurinn 31. desember 1937,  Vísir 4. janúar 1938 og Þjóðviljinn 22. desember 1937.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: