Könnun frá Gallup í gær

Skoðanakönnun frá Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda var kynnt í gær. Samkvæmt könnuninni eru þær Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir með jafnmikið fylgi eða 25%. Baldur Þórhallsson mældist með 18%, Halla Tómasdóttir 11% og Jón Gnarr 10%. Aðrir sem mældust með yfir 1% fylgi voru Arnar Þór Jónsson með 6%, Viktor Traustason með 2% og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 1%. Aðrir voru samtals með 1%.

Könnun frá Maskínu

Skoðanakönnun um fylgi forsetaframbjóðenda var kynnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Könnun var framkvæmd dagana 30. apríl til 8. maí. Þetta er fjórða könnunin í röð þar sem Halla Hrund Logadóttir er með á bilinu 29-30% en Katrín Jakobsdóttir mælist betur í þessari könnunum en þeim tveim síðustu og í takti við síðustu könnun Maskínu. Niðurstöður könnunarinnar var sem hér segir (síðustu kannanir EMC, Prósents, Maskínu, Gallup og Félagsvísindastofnunar í sviga) :

Halla Hrund Logadóttir29,7% (29,1% – 29,7% – 29,4% – 36% – 27,6%)
Katrín Jakobsdóttir26,7% (22,9% – 21,3% – 26,8% – 23% – 29,9%)
Baldur Þórhallsson18,9% (21,8% – 20,4% – 19,9% – 19% – 23,6%)
Jón Gnarr11,2% (13,0% – 14,7% – 12,9% – 10% – 7,4%)
Halla Tómasdóttir5,4% (4,1% – 5,1% – 3,7% – 4% – 4,5%)
Arnar Þór Jónsson4,2% (4,5% – 4,3% – 4,2% – 3% – 4,1%)
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir1,2% (1,1% – 1,9% – 0,9% – 2% – 1,3%)
Ásdís Rán Gunnarsdóttir1,2% (0,6% – 1,0% – 1,5% – <1% – 0,5%)
Helga Þórisdóttir0,8% (0,3% – 0,3% – 0,4% -<1% – 0,2%)
Viktor Traustason0,6% (2,0% – 0,0% – 0,0% – <1% – _)
Ástþór Magnússon Wium0,4% (0,3% – 1,1% – 0,3% – <1% – 0,9%)
Eiríkur Ingi Jóhannsson0,1% (0,3% – 0,2% – 0,1% – <1% -0,1%)

Könnun frá EMC markaðsrannsóknum

EMC markaðsrannsóknir kynntu í dag könnun sem gerð var dagana 2.-8.maí. Þetta er þriðja könnunin í röð þar sem Halla Hrund Logadóttir fær 29-30% fylgi og virðist hafa nokkra forystu á þau Katrínu Jakobsdóttur sem mælst hefur með 21-27% fylgi og Baldur Þórhallsson sem mælist með 19-22% fylgi. Aðrir frambjóðendur hafa mun minna fylgi. Jón Gnarr mælist með 10-15%, Arnar Þór Jónsson með 3-4,5%, Halla Tómasdóttir 4-5% en aðrir 2% eða minna. Niðurstöður könnunarinnar var sem hér segir (síðustu kannanir Prósents, Maskínu, Gallup og Félagsvísindastofnunar í sviga) :

Halla Hrund Logadóttir29,1% (29,7% – 29,4% – 36% – 27,6%)
Katrín Jakobsdóttir22,9% (21,3% – 26,8% – 23% – 29,9%)
Baldur Þórhallsson21,8% (20,4% – 19,9% – 19% – 23,6%)
Jón Gnarr13,0% (14,7% – 12,9% – 10% – 7,4%)
Arnar Þór Jónsson4,5% (4,3% – 4,2% – 3% – 4,1%)
Halla Tómasdóttir 4,1% (5,1% – 3,7% – 4% – 4,5%)
Viktor Traustason 2,0% ( 0,0% – 0,0% – <1% – _)
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1,1% (1,9% – 0,9% – 2% – 1,3%)
Ásdís Rán Gunnarsdóttir 0,6% (1,0% – 1,5% – <1% – 0,5%)
Eiríkur Ingi Jóhannsson 0,3% (0,2% – 0,1% – <1% -0,1%)
Ástþór Magnússon Wium 0,3% (1,1% – 0,3% – <1% – 0,9%)
Helga Þórisdóttir 0,3% (0,3% – 0,4% -<1% – 0,2%)

266.935 kjósendur á kjörskrárstofni

Þjóðskrá hefur gefið út kjörskrárstofn fyrir komandi forsetakosningar. Samtals eru 266.935 kjósendur á kjörskrárstofninum, 132.291 karl, 133.868 konur og 146 kynsegin/annað. Flestir kjósendur eru í Reykjavík en fæstir í Árneshreppi 48, Tjörneshreppi 49 og Skorradalshreppi 60. Kjósendur eftir kjördæmum eru sem hér segir:

  • Reykjavíkurkjördæmi suður 46.996
  • Reykjavíkurkjördæmi norður 47.662
  • Suðvesturkjördæmi 77.967
  • Norðvesturkjördæmi 22.175
  • Norðausturkjördæmi 30.840
  • Suðurkjördæmi 41.295

Kosið um sameiningu í A-Hún í júní

Álit samstarfsnefndarinnar um sameiningu Skagabyggðar og Húnabyggðar var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar í síðustu viku. Á fundinum var samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar fari fram í samræmi við tillögur samstarfsnefndarinnar og fól nefndinni að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynningu fyrir íbúa. Gert er ráð fyrir að kosningin fari fram á tímabilinu 8. júní til 22. júní næstkomandi. Kosningaaldur mun miðast við 16 ár.

Könnun frá Prósenti

Morgunblaðið birtir í dag könnun frá Prósenti sem gerð var dagana 30. apríl til 5. maí. Niðurstöður könnunarinnar voru sem hér segir (síðustu kannanir Maskínu, Gallup, Félagsvísindastofnunar og Prósenti í sviga):

  • Halla Hrund Logadóttir           29,7% (29,4% – 36% – 27,6% – 28,5%)
  • Katrín Jakobsdóttir                  21,3%  (26,8% – 23% – 29,9% -18,0%)
  • Baldur Þórhallsson                   20,4% (19,9% – 19% – 23,6% – 25,0%)
  • Jón Gnarr                                    14,7% (12,9% – 10% – 7,4% – 16,0%)
  • Halla Tómasdóttir                       5,1% (3,7% – 4% – 4,5% – 3,9%)
  • Arnar Þór Jónsson                        4,3% (4,2% – 3% – 4,1% – 2,7%)
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1,9% (0,9% – 2% – 1,3% – 2,3%)
  • Ástþór Magnússon                        1,1% (0,3% – <1% – 0,9% – 0,5%)
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir           1,0% (1,5% – <1% – 0,5% – 1,9%)
  • Helga Þórisdóttir                           0,3% (0,4% – <1% – 0,2% – 0,2%)
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson             0,2% (0,1% – <1% – 0,1% – _)
  • Viktor Traustason                        0,0% (0,0% – <1% – _ – _ )

Úrslit í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Kosið var til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í gær. Á kjörskrá voru 1.001 en atkvæði greiddu 665 eða 66,43%. Samtals voru 20 atkvæði auð eða ógild. Úrslit urðu þessi:

  • D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra 268 atkvæði og þrjá bæjarfulltrúa
  • N-listi Nýrrar sýnar 377 atkvæði og fjóra bæjarfulltrúa

Kjörnir í bæjarstjórn voru þau Páll Vilhjálmsson (N), Friðbjörg Matthíasdóttir (D), Jenný Lára Magnadóttir (N), Maggý Hjördís Keransdóttir (D), Gunnþórunn Bender (N), Tryggvi B. Bjarnason (N) og Jóhann Örn Hreiðarsson (D).

Einnig var kosið til fjögurra heimastjórna urðu úrslit sem hér segir:

  • Heimastjórn Patreksfjarðar: Aðalmenn voru kjörnir: Rebekka Hilmarsdóttir, 95 atkvæði og Gunnar Sean Eggertsson, 50 atkvæði. Varamenn voru kjörnir: Sigurjón Páll Hauksson, 16 atkvæði og Sveinn Jóhann Þórðarson, 9 atkvæði. Á kjörskrá voru 564. Atkvæði greiddu 232.
  • Heimastjórn Tálknafjarðar: Aðalmenn voru kjörnir: Þór Magnússon, 48 atkvæði og Jónas Snæbjörnsson, 33 atkvæði. Varamenn voru kjörnir: Jón Aron Benediktsson, 12 atkvæði og Trausti Jón Þór Gíslason, 4 atkvæði. Á kjörskrá voru 197. Atkvæði greiddu 134.
  • Heimastjórn Arnarfjarðar: Aðalmenn voru kjörnir: Rúnar Örn Gíslason, 31 atkvæði og Valdimar B. Ottósson, 12 atkvæði. Varamenn voru kjörnir: Jón Þórðarson, 10 atkvæði og Matthías Karl Guðmundsson, 5 atkvæði. Á kjörskrá voru 190. Atkvæði greiddu 107.
  • Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasands­hrepps: Aðalmenn voru kjörnir: Elín Eyjólfsdóttir, 15 atkvæði og Edda Kristín Eiríksdóttir, 10 atkvæði. Varamenn voru kjörnir: Þórður Sveinsson, 7 atkvæði og Ástþór Skúlason, 5 atkvæði. Á kjörskrá voru 72. Atkvæði greiddu 49.

Könnun frá Maskínu

Visir.is birti í dag skoðanakönnun gerða af Maskínu dagana 22. apríl til 3. maí. Niðurstöður könnunarinnar voru sem hér segir (síðustu kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar, Prósent og Maskínu í sviga):

  • Halla Hrund Logadóttir            29,4% (36% – 27,6% – 28,5% – 26,2%)
  • Katrín Jakobsdóttir                    26,8% (23% – 29,9% -18,0% – 25,4%)
  • Baldur Þórhallsson                     19,9% (19% – 23,6% – 25,0% – 21,2%)
  • Jón Gnarr                                      12,9% (10% – 7,4% – 16,0% – 15,2%)
  • Halla Tómasdóttir                        3,7% (4% – 4,5% – 3,9% – 4,1%)
  • Arnar Þór Jónsson                        4,2% (3% – 4,1% – 2,7% – 3,3%)
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 0,9% (2% – 1,3% – 2,3% – 1,2%)
  • Ástþór Magnússon                        0,3% (<1% – 0,9% – 0,5% – 0,5%)
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir           1,5% (<1% – 0,5% – 1,9% – 1,5%)
  • Helga Þórisdóttir                           0,4% (<1% – 0,2% – 0,2% – 0,2%)
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson             0,1% (<1% – 0,1% – _ – _ )
  • Viktor Traustason                        0,0% (<1% – _ – _ – _)

Könnun frá Gallup

Ruv.is birti í dag skoðanakönnun gerða af Gallup. Niðurstöður könnunarinnar voru sem hér segir (síðustu kannanir Félagsvísindastofnunar, Prósent, Maskínu og Gallup í sviga):

  • Halla Hrund Logadóttir           36% (27,6% – 28,5% – 26,2% – 16%)
  • Katrín Jakobsdóttir                   23% (29,9% -18,0% – 25,4% – 31%)
  • Baldur Þórhallsson                    19% (23,6% – 25,0% – 21,2% – 28%)
  • Jón Gnarr                                     10% (7,4% – 16,0% – 15,2% – 15%)
  • Halla Tómasdóttir                        4% (4,5% – 3,9% – 4,1% – 4%)
  • Arnar Þór Jónsson                        3% (4,1% – 2,7% – 3,3% – 3%)
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 2% (1,3% – 2,3% – 1,2% – 1%)
  • Ástþór Magnússon                      <1% (0,9% – 0,5% – 0,5% – _)
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir         <1% (0,5% – 1,9% – 1,5% – _)
  • Helga Þórisdóttir                         <1% (0,2% – 0,2% – 0,2% – _ )
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson           <1% (0,1% – _ – _ – _ )
  • Viktor Traustason                        <1%

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna 1. júní n.k. hefst í dag hjá sýslumönnum og á sendiskrifstofum þar sem að landskjörstjórn auglýsti í gær hverjir væru í kjöri. En í kosningalögum segir: „Við forsetakjör skal hefja kosningu utan kjörfundar þegar landskjörstjórn hefur auglýst hverjir séu í kjöri …“.