Hellissandur 1942

Í framboði voru Alþýðuflokkur og óháðir, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og listi Utan flokka. Alþýðuflokkur og óháðir hlutu 3 hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði haft hreinan meirihluta (listi 1938 merktur Utan flokka) hlaut einn hreppsnefndarmann en hafði haft hreinan meirihluta. Framsóknarflokkurinn hlaut 1 hreppsnefndarmann en listi Utan flokka náði ekki manni inn. Sjálfstæðisflokkinn vantaði aðeins tvö atkvæði til að fella þriðja mann Alþýðuflokksins og þar með meirihluta hans. Lista Utan flokka vantaði þrjú atkvæði til þess sama.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur og óháðir 73 43,20% 3
Framsóknarflokkur 27 15,98% 1
Sjálfstæðisflokkur 47 27,81% 1
Utan flokka 22 13,02%
Samtals gild atkvæði 169 100,00% 5
Auðir og ógildir 6 3,43%
Samtals greidd atkvæði 175 69,44%
Á kjörskrá 252
Kjörnir hreppsnefnarmenn
1. Snæbjörn Einarsson (Alþ.) 73
2. Hjörtur Jónsson (Sj.) 47
3. Bogi Sigurðsson (Alþ.) 37
4. Hannes Pétursson (Fr.) 27
5. Júlíus Þórarinsson (Alþ.) 24
Næstir inn vantar
(Sj.) 2
(Ut.fl.) 3
(Fr.) 22

Framboðslistar

Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sjálfstæðisflokksins Listi Utan flokka
Snæbjörn Einarsson Hannes Pétursson, skólastjóri Hjörtur Jónsson vantar
Bogi Sigurðsson
Júlíus Þórarinsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 26. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942, Vesturland 31. janúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.

%d bloggurum líkar þetta: