Akranes 1932

Fjölgun hreppsnefndarmanna úr fimm í sjö. Kosið var óhlutbundinni kosningu um einn mann til fimm ára og annan til tveggja ára í stað Þorsteins Briem sem þá var orðinn ráðherra.

Kosnir voru Árni Böðvarsson ljósmyndari til fimm ára með 147 atkvæðum og Haraldur Kristmannsson til tveggja ára með 139 atkvæðum. Næstir voru Svafar Þjóðbjörnsson með 110 atkvæði og Sveinbjörn Oddsson með 105 atkvæði.

Heimild: Kjörbók Ytri-Akraneshrepps.