Akranes 2014

Í framboði voru fimm listar. B-listi Frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokks, S-listi Samfylkingar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Æ-listi Bjartar framtíðar.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 5 bæjarfulltrúa, bætti við sig þremur og hlaut hreinan meirihluta. Samfylkingin hlaut 2 bæjarfulltrúa, tapaði tveimur. Frjálsir með Framsókn hlaut 1 bæjarfulltrúa, tapaði einum. Björt framtíð hlaut 1 bæjarfulltrúa. Vinstrihreyfingin grænt framboð tapaði sínum eina bæjarfulltrúa en vantaði aðeins 7 atkvæði til að ná honum inn og fella þannig fimmta mann Sjálfstæðisflokks. Sömuleiðis vantaði Samfylkinguna aðeins 28 atkvæði til að ná inn sínum þriðja manni.

Úrslit

Akranes

Akranes Atkv. % F. Breyting
B-listi Frjálsir með Framsókn 468 14,57% 1 -9,23% -1
D-listi Sjálfstæðisflokkur 1.338 41,67% 5 16,50% 3
S-listi Samfylking 744 23,17% 2 -11,59% -2
V-listi Vinstri grænir 261 8,13% 0 -8,15% -1
Æ-listi Björt framtíð 400 12,46% 1 12,46% 1
Samtals gild atkvæði 3.211 100,00% 9
Auðir og ógildir 125 3,75%
Samtals greidd atkvæði 3.336 69,70%
Á kjörskrá 4.786
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Ólafur Guðmundur Adolfsson (D) 1.339
2. Ingibjörg Valdimarsdóttir (S) 775
3. Sigríður Indriðadóttir (D) 670
4. Ingibjörg Pálmadóttir (B) 468
5. Einar Brandsson (D) 446
6. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir (Æ) 400
7. Valgarður Lyngdal Jónsson (S) 388
8. Valdís Eyjólfsdóttir (D) 335
9. Rakel Óskarsdóttir (D) 268
Næstir inn vantar
Þröstur Þór Ólafsson (V) 7
Gunnhildur Björnsdóttir (S) 28
Jóhannes Karl Guðjónsson (B) 67
Svanberg Júlíus Eyþórsson (Æ) 135

Mjög lítið var um útstrikanir.

Skoðanakannanir

AkranesMiklar breytingar verða á fylgi flokkanna ef skoðanakönnun sem birtist 6. maí sl. yrðu úrslit kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna stórsigur, hlyti 43%, bætti við sig 18% og fengi 4 bæjarfulltrúa.

Björt framtíð sem kemur ný inn fær rúmlega 20% og tvo bæjarfulltrúa.

Samfylkingin fengi 19% fylgi og 2 bæjarfulltrúa. Tapaði 15% frá síðustu kosningum.

Framsóknarflokkur hlyti 11% fylgi og 1 bæjarfulltrúa. Tapaði rúmlega helmings fylgi síns frá 2010.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hlyti 5% og engan bæjarfulltrúa og tapaði 11% frá síðustu kosningum. Þetta myndi leiða af sér að meirihlutinn í bæjarstjórn væri kolfallinn enda aðeins með 3 bæjarfulltrúa af 9.

Framboðslistar

B-listi Frjálsra með Framsókn D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og fv.ráðherra 1. Ólafur Adolfsson, lyfsali
2. Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður 2. Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri
3. Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur 3. Einar Brandsson, tæknistjóri
4. Elínbergur Sveinsson, kennari 4. Valdís Eyjólfsdóttir, viðskiptafræðingur MBA
5. Katritas Jónsdóttir, B.S.C. Í umhverfis- og byggingaverkfræði 5. Rakel Óskarsdóttir, viðskiptamaður
6. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður og bæjarfulltrúi 6. Þórður Guðjónsson, viðskiptastjóri
7. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur 7. Katla María Ketilsdóttir, háskólanemi
8. Ole Jakob Wolden, húsasmiður 8. Sævar Jónsson, blikksmíðameistari
9. Hlini Baldursson, sölumaður 9. Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri
10. Sólveig Rún Samúelsdóttir, verkakona 10. Atli Vilhelm Harðarson, skólameistari
11. Valdimar Ingi Brynjarsson, verkamaður 11. Anna María Þráinsdóttir, byggingaverkfræðingur
12. Hilmar Sigvaldason, verkamaður 12. Stefán Þór Þórðarson, bifreiðastjóri
13. Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur 13. Hjördís Guðmundsdóttir, félagsliði
14. Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður 14. Ingþór Bergmann Þórhallsson, verslunarstjóri
15. Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur 15. Svana Þorgeirsdóttir, nemi
16. Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður 16. Eymar Einarsson, skipstjóri
17. Björk Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur 17. Ragnheiður Ólafsdóttir, fv.móttökuritari
18. Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður 18. Gunnar Sigurðsson, svæðisstjóri
S-listi Samfylkingar V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra
1. Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 1. Þröstur Þór Ólafsson, vélfræðingur og bæjarfulltrúi
2. Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari 2. Reynir Þór Eyvindsson, verkfræðingur
3. Gunnhildur Björnsdóttir, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari 3. Elísabet Ingadóttir, viðskiptafræðingur
4. Kristinn Hallur Sveinsson, landfræðingur 4. Hjördís Garðarsdóttir, aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðarlínunni
5. Björn Guðmundsson, húsasmiður 5. Guðrún Margrét Jónsdóttir, eðlisfræðingur
6. Jónína Halla Víglundsdóttir, framhaldsskólakennari 6. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur
7. Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur 7. Valgerður Helgadóttir, nemi
8. Guðríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og menningarstjórnun 8. Eygló Ólafsdóttir, stuðningsfulltrúi
9. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ 9. Björn Gunnarsson, læknir
10. Sigrún Ríkharðsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur 10. Ólöf H. Samúelsdóttir,  félagsráðgjafi
11. Gunnþórunn Valsdóttir, háskólanemi 11. Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, rafeindavirkjanemi
12. Vigdís Elfa Jónsdóttir, grunnskólakennari 12. Jón Árni Friðjónsson, kennari
13. Hrafn Elvar Elíasson, sjómaður 13. Elísabet Jóhannesdóttir, kennari
14. Sigríður Hrund Snorradóttir, leikari 14. Ingibjörg Gestsdóttir, þjóðfræðingur
15. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður 15. Guðundur Þorgrímsson, kennari
16. Andri Adolphsson, stuðningsfulltrúi 16. Jón Hjartarson, hárskeri
17. Júlíus Már Þórarinsson, tæknifræðingur 17. Rún Halldórsdóttir, læknir
18. Hrönn Ríkharðsdóttir, fv.bæjarfulltrúi og skólastjóri 18. Benedikt Sigurðsson, kennari
Æ-listi Bjartar framtíðar
1. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, grunnskólakennari
2. Svanberg Júlíus Eyþórsson. verkamaður og nemi
3. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri mannréttindamála
4. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari
5. Starri Reynisson, framhaldsskólanemi
6. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, húsmóðir og handverkskona
7. Þórunn María Örnólfsdóttir, sagnfræðinemi
8. Bjarki Þór Aðalsteinsson, verkamaður
9. Kristinn Pétursson, kerfisstjóri og grafískur hönnuður
10. Patrycja Szalkowicz, þverflautukennari
11. Bjargey Halla Sigurðardóttir, iðjuþjálfi
12. Sigríður Havsteen Elliðadóttir, söngkennari
13. Magnús Heiðarr Björgvinsson, vélvirki
14. Erna Sigríður Ragnarsdóttir, vaktstjóri
15. Björgvin Þorvaldsson, umsjónarmaður verkbókhalds
16. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
17. Elísabet Rut Heimisdóttir, háskólanemi og leikskólastarfsmaður
18. Ingunn Anna Jónasdóttir, eftirlaunaþegi
Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: