Reykjavík 1956

Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram lista í Reykjavík en hann var í kosningabandalagi með Alþýðuflokknum.

Bjarni Benediktsson var þingmaður Reykjavíkur frá 1942(júlí)-1946 og frá 1949. Landskjörinn þingmaður Reykjavíkur 1946-1949. Björn Ólafsson var þingmaður Reykjavíkur  frá 1948 er hann kom inn við andlát Péturs Magnússonar. Jóhann Hafstein var þingmaður Reykjavíkur frá 1946. Gunnar Thoroddsen var þingmaður Mýrasýslu landskjörinn 1934-1937, Snæfellsnessýslu landskjörinn 1942 (júlí-okt.), þingmaður Snæfellsnessýslu 1942 (okt.) -1949 og þingmaður Reykjavíkur frá 1953. Ragnhildur Helgadóttir var þingmaður Reykjavíkur frá 1956. Ólafur Björnsson var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn frá 1956.

Sigurður Kristjánsson var þingmaður Reykjavíkur 1934-1942 og frá 1942(okt.)1949 og landskjörinn  þingmaður Reykjavíkur 1942(júlí-okt.).

Einar Olgeirsson var þingmaður Reykjavíkur frá 1937. Hannibal Valdimarsson var landskjörinn þingmaður Norður Ísafjarðarsýslu 1946-1952, þingmaður Ísafjarðar frá aukakosningunum 1952-1953, landskjörinn þingmaður Ísafjarðar frá 1953-1956 fyrir Alþýðuflokkinn. Þingmaður Reykjavíkur fyrir Alþýðubandalagið.  Alfreð Gíslason var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn frá 1956. Alfreð var í framboði fyrir Alþýðuflokk 1953.

Haraldur Guðmundsson var þingmaður Ísafjarðar 1927-1931 og Seyðisfjarðar 1931-1942(okt) og þingmaður Reykjavíkur landskjörinn frá 1942(okt.)-1946 og þingmaður Reykjavíkur kjördæmakjörinn frá 1949. Gylfi Þ. Gíslason var þingmaður Reykjavíkur frá 1946-1949 en landskjörinn þingmaður Reykjavíkur frá 1949-.

Rannveig Þorsteinsdóttir var þingmaður Reykjavíkur 1949-1953 fyrir Framsóknarflokk og var  í þriðja sæti lista Alþýðuflokksins. Hún var kjörin 1. varamaður Alþýðuflokks en afsalaði sér varaþingmannsætinu áður en kjörstjórn gaf út kjörbréf.

Gils Guðmundsson var þingmaður Reykjavíkur 1953-1956 og Bergur Sigurbjörnsson var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn 1953-1956.

Úrslit

1956 Atkvæði Landslisti Samtals Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 6.091 215 6.306 18,77% 1
Framsóknarflokkur 151 151 0,45%
Sjálfstæðisflokkur 16.427 501 16.928 50,38% 5
Alþýðubandalag 7.917 323 8.240 24,52% 2
Þjóðvarnarflokkur 1.905 73 1.978 5,89%
Gild atkvæði samtals 32.340 1.263 33.603 100,00% 8
Ógildir atkvæðaseðlar 969 2,80%
Greidd atkvæði samtals 34.572 91,94%
Á kjörskrá 37.603
Kjörnir alþingismenn
1. Bjarni Benediktsson (Sj.) 16.928
2. Björn Ólafsson (Sj.) 8.464
3. Einar Olgeirsson (Abl.) 8.240
4. Haraldur Guðmundsson (Alþ.) 6.306
5. Jóhann Hafstein (Sj.) 5.643
6. Gunnar Thoroddsen (Sj.) 4.232
7. Hannibal Valdimarsson (Abl.) 4.120
8. Ragnhildur Helgadóttir (Sj.) 3.386
Næstir inn vantar
Gylfi Þ. Gíslason (Alþ.) 466 Landskjörinn
Gils Guðmundsson (Þj.) 1.481
Alfreð Gíslason (Abl.) 1.918 Landskjörinn
Ólafur Björnsson (Sj.) Landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Þjóðvarnarflokkur
Haraldur Guðmundsson, forstjóri Bjarni Benediktsson, ráðherra Einar Olgeirsson, ritstjóri Gils Guðmundsson, rithöfundur
Gylfi Þ. Gíslason,  prófessor Björn Ólafsson, forstjóri Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ Bergur Sigurbjörnsson, viðskiptafræðingur
Rannveig Þorsteinsdóttir, hdl. Jóhann Hafstein, bankastjóri Alfreð Gíslason, læknir Þórhallur Vilmundarson, menntaskólakennari
Eggert G. Þorsteinsson, múrari Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri Eðvarð Sigurðsson, verkamaður Björn E. Jónsson, verkamaður
Jóhanna Egilsdóttir, frú Ragnhildur Helgadóttir, frú Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur Guðríður Gísladóttir, frú
Egill Sigurgeirsson, hrl. Ólafur Björnsson, prófessor Snorri Jónsson, járnsmiður Hákon Kristjánsson, húsasmiður
Kristinn E. Breiðfjörð, pípulagningam. Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri Eggert Ólafsson, verslunarmaður Gunnar Jónsson, stud.med
Hjalti Gunnlaugsson, bátsmaður Angantýr Guðjónsson, verkamaður Hólmar Magnússon, sjómaður Karl Sigurðsson, pípulagningarmaður
Guðmundur Sigtryggsson, verkamaður Sveinn Guðmundsson, vélfræðingur Áki Pétursson, fulltrúi Eggert H. Kristjánsson, póstmaður
Ellert Ág. Magnússon, prentari Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri Drífa Viðar, frú Unnsteinn Stefánsson, efnafræðingur
Grétar Ó. Fells, rithöfundur Auður Auðuns, frú Ingimar Sigurðsson, vélvirki Sigurður Kári Jóhannsson, sjómaður
Skeggi Samúelsson, járnsmiður Kristján Sveinsson, læknir Benedikt Davíðsson, húsasmiður Jafet Sigurðsson, afgreiðslurmaður
Guðbjörg Arndal, frú Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur Skúli H. Norðdahl, arkitekt Dagbjört Eiríksdóttir, fóstra
Pálmi Jósefsson, skólastjóri Birgir Kjaran, hagfræðingur Hulda Ottesen, frú Ólafur Pálsson, verkfræðingur
Jón Eiríksson, læknir Ólafur H. Jónsson, framkvæmdastjóri Þórarinn Guðnason, læknir Þórhallur Bjarnason, prentari
Sigurður Guðmundsson, skrifstofumaður Sigurður Kristjánsson, forstjóri Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur Friðrik Ásmundsson Brekkan, rithöfundur

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.