Helgafellssveit 1994-5

Helgafellssveit og Stykkishólmsbær voru sameinuð á árinu og bæjarstjórn kjörin í kosningum í maí. Sú kosning var hins vegar úrskurðuð ógild þar sem að sameining hafði verið auglýst eftir að framboðsfrestur rann út. Nýjar kosningar voru haldnar 1. október. Þær kosningar ógiltust einnig þar sem að atkvæðagreiðslan um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar var úrskurðuð ógild. Í endurteknum sameiningarkosningum í apríl 1995 var sameining sveitarfélganna felld á jöfnum atkvæðum í Helgafellssveit. Í framhaldinu var boðað til kosninga í báðum sveitarfélögunum. Einn listi kom fram í þeim báðum og var því sjálfkjörið í sveitarstjórnir Stykkishólms og Helgafellssveitar.

Einn listi kom fram, Lýðræðislistinn, og var hann sjálfkjörinn.

Lýðræðislistinn
Hólmfríður Júlíana Hauksdóttir, Arnarstöðum
Guðrún Reynisdóttir, Gríshóli
Ólöf Brynja Sveinsdóttir, Svelgsá
Auður Vésteinsdóttir, Hólum
Bryndís Reynisdóttir, Hrísum

Heimildir: DV 5.8.1994, 19.8.1994, 12.12.1994, 10.4.1995, 2.5.1995, Morgunblaðið 30.6.1994, 9.1.21994, 3.5.1995, Tíminn 9.12.1994, 4.5.1994