Stjórnlagaþingskosningar 2010 (ógiltar)

Kosningarnar voru úrskurðaðar ógildar.

Stjórnlagaþingskosningar voru haldnar 27. nóvember 2010. Með þeim var ætlunin að kjósa þing til að yfirfara stjórnarskrá lýðveldisins og koma með tillögur að breytingu. Stjórnlagaþingskosningarnar voru kærðar og úrskurðar ógildar af Hæstarétti. Í stað stjórnlagaþings voru sett lög um stjórnlagaráð þar sem hinum kjörnu stjórnlagaþingsmönnum var boðin seta. Þeir þáðu allir sætið fyrir utan Ingu Lind Karlsdóttur. Í hennar stað kom Íris Lind Sæmundsdóttir.

Kjósendur á kjörskrá voru 232.374. Samtals greiddu 83.531 atkvæði eða 35,95%. Auðir og ógildir voru 1.196. Gild atkvæði voru 82.335 Talið var eftir aðferðinni Single Transferable Vote (STV). Fjöldi fulltrúa sem kjósa átti 25 og var því sætishlutur 3.167.

Upplýsingar um talningu atkvæða:

Eftirtaldir voru kjörnir:

Andrés Magnússon, læknir, Kópavogi
Ari Teitsson, bóndi, Þingeyjarsveit
Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor, Kópavogi
Ástrós Gunnlaugsdóttir, nemi og stjórnmálafræðingur, Garðabæ
Dögg Harðardóttir, deildarstjóri, Akureyri
Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, Reykjavík
Erlingur Sigurðarson, fv.forstöðumaður og menntaskólakennari, Akureyri
Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og nemi, Garðabæ
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Kópavogi
Guðmundur Gunnarsson, form.RSÍ, Reykjavík
Illugi Jökulsson, blaðamaður, Reykjavík
Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlamaður og háskólanemi, Garðabæ
Katrín Fjeldsted, læknir, Reykjavík
Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, Reykjavík
Lýður Árnason, læknir og kvikmyndagerðarmaður, Hafnarfirði
Ómar Þorfinnur Ragnarsson, fjölmiðlamaður, Reykjavík
Pawel Bartoszek, stærðfræðingur, Reykjavík
Pétur Gunnlaugsson, lögmaður og útvarpsmaður, Reykjavík
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, Reykjavík
Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingu og aðjúkt við HÍ
Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, Reykajvík
Þorkell Helgason, stærðfræðingur, Sveitarfélaginu Álftanesi
Þorvaldur Gylfason, prófessor, Reykjavík
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, Reykjavík
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, Reykjavík

Heimild: Vefur Landskjörstjórnar og kosningavefur Innanríkisráðuneytisins

%d bloggurum líkar þetta: