Alþingiskosningar 2021 – fréttir

Alþingiskosningar fóru fram 25. september 2021.

Úrslit í einstökum kjördæmum og á landinu öllu: Norðvesturkjördæmi – Norðausturkjördæmi – Suðurkjördæmi – Suðvesturkjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi norður – Reykjavíkurkjördæmi suður   –  Landið allt  – Uppbótarsæti

25.11.2021 Kjörbréf staðfest á Alþingi í kvöld. Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf þau sem landskjörsstjórn gaf út eftir alþingiskosningarnar 25. september sl. og byggðu á seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Sléttir tveir mánuðir eru frá kosningum í dag.

7.10.2021 Búseta eftir sveitarfélögum. Búseta nýkjörinna þingmanna eftir sveitarfélögum byggir á auglýsingu landskjörsstjórnar. Flestir eða 25 eru búsettir í Reykjavík. Fjórir þingmenn búa í Kópavogi, Garðabæ og Akureyri. Þrír þingmenn búa Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Tveir þingmenn búa í Mosfellsbæ, Ísafjarðarbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði. Einn þingmaður býr í eftirtöldum sveitarfélögum: Seltjarnesi, Akranesi, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppi, Múlaþingi, Fjarðabyggð, Hrunamannahreppi, Sveitarfélaginu Árborg, Hveragerði, Grindavík, Sveitarfélaginu Vogum og Suðurnesjabæ.

6.10.2021 Meðalaldur þingflokka eftir nýliðun og endurkjörnum þingmönnum. Að öllu jöfnu má búast við því að nýliðar í þingflokkum séu nokkru yngri en þeir þingmenn sem eru endurkjörnir. Þannig var það líka í flestum tilfellum í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tveimur undantekningum, því nýliðar Pírata og Viðreisnar voru eldri, að meðaltali, en þeir þingmenn sem voru endurkjörnir. Engir nýliðun varð í þingflokki Miðflokksins þar sem allir kjörnir þingmenn flokksins sátu einnig á síðasta kjörtímabili. Annars lítur þetta þannig út:

FlokkurMeðalaldur endurkjörinnaMeðalaldur nýkjörinna
Sjálfstæðisflokkur50,539,1
Framsóknarflokkur52,637,7
Vinstri grænir50,946,8
Samfylking57,039,5
Flokkur fólksins64,262,0
Píratar41,046,1
Viðreisn52,257,7

4.10.2021 Meðalaldur eftir þingflokkum og kjördæmum. Meðalaldur þingflokka á nýkjörnu þingi er ákaflega mismunandi. Þannig er sker Flokkur fólksins sig nokkuð úr með meðalaldur upp á 62,7 ár sem er nákvæmlega 20 árum meira en meðalaldur þingmanna Pírata sem er 42,7 ár. Meðalaldur annarra þingflokka er sem hér segir: Viðreisn 54,4 ár, Miðflokkurinn 49,6 ár, Vinstrihreyfingin grænt framboð 48,8 ár, Samfylking 48,3 ár, Sjálfstæðisflokkur 47,6 ár og Framsóknarflokkur 45,7 ár.

Eftir kjördæmum lítur meðalaldurinn þannig út. Suðurkjördæmi 52,6 ár, Suðvesturkjördæmi 52,1 ár, Norðausturkjördæmi 50,3 ár, Norðvesturkjördæmi 46,9 ár, Reykjavíkurkjördæmi suður 46,7 ár og yngstir eru að meðaltali þingmenn Reykjavíkurkjördæmis norður 45,0 ár.

3.10.2021 Elstu og yngstu þingmenn. Elstu þingmennirnir eru Tómas A. Tómasson (72), Jakob Frímann Magnússon (68), Guðmundur Ingi Kristinsson (66) allir úr Flokki fólksins, Ásmundur Friðriksson (65) og Jón Gunnarsson (65) báðir úr Sjálfstæðisflokki og Oddný G. Harðardóttir (64) úr Samfylkingu.

Yngstu þingmennirnir eru hins vegar Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (25) Framsóknarflokki, Berglind Ósk Guðmundsdóttir (28) Sjálfstæðisflokki, Jóhann Páll Jóhannsson (29) Samfylkingu, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (30) Framsóknarflokki og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (30) Sjálfstæðisflokki og dómsmálaráðherra. 

2.10.2021 Útskrikanir í kosningunum. Landskjörstjórn birti í gær upplýsingar um útstrikanir og færslu niður um sæti. Sex einstaklingar fengu fleiri en 100 útstrikanir. Þeir voru: Bjarni Benediktsson D-listi SV 184, Ásmundur Friðriksson D-listi SU, Jón Gunnarsson D-listi SV 136, Brynjar Þór Níelsson D-listi RN, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir C-listi SV og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir D-listi RS. Þar á eftir komu Guðlaugur Þór Þórðarson D-lista RN, Svandís Svavarsdóttir V-lista RS og Diljá Mist Einarsdóttir D-lista RN. Flestar útstrikanir í Norðvesturkjördæmi hlaut Haraldur Benediktsson D-lista, 69 og í Njáll Trausti Friðbertsson Norðausturkjördæmi einnig af D-lista, 55.

1.10.2021 Landskjörstjórn úthlutar þingsætum. Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum í samræmi við skýrslur yfirkjörstjórna í kjördæmunum sex, þ.m.t. skýrslu frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem gerð var eftir endurtalningu í kjördæminu. Í bókun Landskjörstjórnar segir í niðurlagi: “ Fellur það utan valdsviðs landskjörstjórnar að taka afstöðu til hugsanlegra ágalla á framkvæmd kosninga í einstökum kjördæmum eða hvort, og þá hvaða, áhrif slíkt hafi á gildi kosninga. Leggur landskjörstjórn áherslu á að í samræmi við 46. gr. stjórnarskrárinnar er það hlutverk Alþingis að úrskurða um hvort til staðar kunni að vera þeir gallar á framkvæmd kosninga sem ætla megi að hafi haft áhrif á úrslit þeirra, sbr. einnig 3. mgr. 120. gr. laga um kosningar til Alþingis.“ Það kemur því í hlut Alþingis að úrskurða um lögmæti alþingiskosninganna sl. laugardag og taka þær kærur sem kunna að berast til afgreiðslu.

1.10.2021 Talningin í NV kærð. Magnús Davíð Norðdahl efsti maður á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur kært talningu atkvæða í kjördæminu og krefst þess að kosningin í kjördæminu verði úrskurðuð ógild og kosið verði að nýju.

30.9.2021 Yfirkjörstjórn fundar um úthlutun þingsæta. Landskjörstjórn kemur saman til fundar föstudaginn 1. október nk., kl. 16, til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 25. september sl.

29.9.2021 Þessi yfirgefa þingið. Samtals eru 25 þingmenn sem sátu á síðasta þingi sem ekki koma til með að sitja næsta kjörtímabil. Þau eru eftir flokkum: Miðflokkur (6): Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson. Samfylkingin (5) : Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Vinstrihreyfingin grænt framboð (5): Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steingrímur J. Sigfússon. Sjálfstæðisflokkur (4) : Brynjar Níelsson, Kristján Þór Júlíusson, Páll Magnússon og Sigríður Á. Andersen. Píratar (3): Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson og Smári McCarthy. Framsóknarflokkur (1) : Silja Dögg Gunnarsdóttir. Viðreisn (1) : Jón Steindór Valdimarsson.

28.9.2021 Engar breytingar í Suður. Atkvæði voru tvíendurtalin í Suðurkjördæmi í gær og varð niðurstaðan í báðum tilfellum sú sama og á kosninganótt. Yfirkjörstjórnir í kjördæmunum þurfa nú að skila skýrslum um talninguna til Landskjörstjórnar. Einhverjar kjörstjórnir skiluðu í gær og einhverjar gera það í dag. Í framhaldinu úrskurðar Landskjörstjórn um formleg úrslit alþingiskosninganna á laugardaginn.

27.9.2021 Endurtalning í Suðurkjördæmi. Í framhaldi af þeim breytingum sem urðu eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi bárust óskir um að talið yrði að nýju í Suðurkjördæmi og var orðið við því.

26.9.2021 Þingsæti færist frá NV til SV. Í næstu alþingiskosningum færist eitt kjördæmissæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Er það í samkvæmt kosningalögum og takti við breytingar á fjölda einstaklinga á kjörskrá við nýliðnar alþingiskosningar.

26.9.2021 Beðið um endurtalningu í Suður. Umboðsmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi hefur farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Aðeins munaði sjö atkvæðum á að Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs næði kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður á kostnað Birgis Þórarinssonar MIðflokki. Kjörstjórnin í Suðurkjördæmi mun taka afstöðu til beiðnarinanr á morgun.

26.9.2021 Endurtalning í NV breytir miklu. Í dag voru atkvæði í Norðvesturkjördæmi endurtalin vegna þess að lítill munur var á hlutfalli frambjóðenda Viðreisnar sem aftur ræður því hverjir verða uppbótarþingmenn. Niðurstaðan var að atkvæði greidd Viðreisn og Miðflokknum oftalin, níu atkvæði hjá Viðreisn og fimm hjá Miðflokki. Það leiðir af til þess að breytingar verða á uppbótarþingmönnum. Þær eru sem hér segir:

  • Guðbrandur Einarsson í Suður kemur inn í staðinn fyrir Guðmund Gunnarsson í NV hjá Viðreisn.
  • Orri Páll Jóhannsson í Reykjavík suður kemur inn í staðinn fyrir Hólmfríði Árnadóttur í Suður hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
  • Páll Jóhann Pálsson í Reykjavík norður kemur inn í staðinn fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur í Reykjavík suður hjá Samfylkingu.
  • Gísli Rafn Ólafsson í Suðvestur kemur inn í staðinn fyrir Lenya Rún Taha Karim í Reykjavík norður hjá Pírötum.

26.9.2021 Nýliðar á þingi. Í kosningunum í gær tóku 23 nýir þingmenn sæti og tveir þingmenn komu inn að nýju eftir að hafa verið utanþings í eitt kjörtímabil eða meira. Nýir þingmenn eru: Sjálfstæðisflokkur (3) Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Framsóknarflokkur(6): Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Jóhann Friðrik Friðriksson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson. Vinstrihreyfingin grænt framboð(4): Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Hólmfríður Árnadóttir og Jódís Skúladóttir. Samfylkingin(1): Kristrún Mjöll Frostadóttir. Flokkur fólksins (4): Eyjólfur Ármannsson, Jakob Frímann Magnússon, Ásthildur Lóa Þórsdóttri og Tómas A. Tómasson. Píratar (2): Arndís Anna K. Gunnarsdóttir og Lenya Rún Taha Karim. Viðreisn(2): Guðmundur Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Þær Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki og Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu koma inn eftir að hafa verið utanþings.

26.9.2021 Kjörnir alþingismenn:

Sjálfstæðisflokkur (16): Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Haraldur Benediktsson NV, Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir NA, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson SU, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason SV, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Birgir Ármannsson RS, Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir RN.

Framsóknarflokkur (13): Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir NV, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson NA, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir SU, Willum Þór Þórsson og Ágúst Bjarni Garðarsson SV, Lilja Dögg Alfreðsdóttir RS og Ásmundur Einar Daðason RN.

Vinstrihreyfingin grænt framboð (8): Bjarni Jónsson NV, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir (u) NA, Guðmundur Ingi Guðbrandsson SV, Svandís Svavarsdóttir RS, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir RN og Hólmfríður Árnadóttir (u) SU.

Samfylkingin (6): Logi Már Einarsson NA, Oddný G. Harðardóttir SU, Þórunn Sveinbjarnardóttir SV, Kristrún Mjöll Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir (u) RS og Helga Vala Helgadóttir RN.

Flokkur fólksins (6): Eyjólfur Ármannsson NV, Jakob Frímann Magnússon NA, Ásthildur Lóa Þórsdóttir SU, Guðmundur Ingi Kristinsson SV, Inga Sæland RS og Tómas A. Tómasson RN.

Píratar (6): Þórhildur Sunna Ævarsdóttir SV, Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir RS, Halldóra Mogensen, Andrés Ingi Jónsson (u) og Lenya Rún Taha Karim (u) RN.

Viðreisn (5): Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson (u) SV, Hanna Katrín Friðriksson RS, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir RN og Guðmundur Gunnarsson (u) NV.

Miðflokkur (3): Sigmundur Davíð Gunnlaugsson NA, Birgir Þórarinsson SU og Karl Gauti Hjaltason SV.

26.9.2021 Úrslit alþingiskosninganna.

AtkvæðiHlutfallÞingmennBreyting
Framsóknarflokkur34,49617.27%13+5
Viðreisn16,6378.33%5+1
Sjálfstæðisflokkur48,69824.38%160
Flokkur fólksins17,6758.85%6+2
Sósíalistaflokkur Íslands8,1744.09%0
Miðflokkurinn10,8845.45%3-4
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn8440.42%0
Píratar17,2348.63%60
Samfylkingin19,8269.93%6-1
Vinstihreyfingin grænt framboð25,11512.57%8-3
Ábyrgð framtíð1440.07%0
Samtals199,727100.00%63

25.9.2021 Kosningaspá Kosningasögu. Þingmannaspáin byggir á skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Samkvæmt spánni fær Sjálfstæðisflokkurinn 15 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 12 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 7. Samtals fá því ríkisstjórnarflokkarnir 34 þingsæti og halda meirihlutanum. Samfylkingin fær 8 þingsæti, Viðreisn 6, Píratar 5, Flokkur fólksins 4, Miðflokkurinn 3 og Sósíalistaflokkurinn 3. Spáin gerir ráð fyrir að þrír síðastnefndu flokkarnir verði með í kringum 6% fylgi.

Sjálfstæðisflokkur(15): Guðlaugur Þór Þórðarson, Diljá Mist Einarsdóttir og Brynjar Níelsson Rvk-norður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hildur Sverrisdóttir Rvk-suður. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason SV. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Haraldur Benediktsson NV. Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir NA. Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason SU.

Framsóknarflokkur(12): Ásmundur Einar Daðason Rvk-norður og Lilja Alfreðsdóttir Rvk-suður. Willum Þór Þórsson og Ágúst Bjarni Garðarsson SV. Stefán Vagn Stefánsson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir NV. Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson NA. Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir SU.

Vinstrihreyfingin grænt framboð (7): Katrín Jakobsdóttir Rvk-norður, Svandís Svavarsdóttir Rvk-suður, Guðmundur Ingi Guðbrandsson SV, Bjarni Jónsson NV, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir NA  og Hólmfríður Árnadóttir SU. Uppbótarmaður er Orri Páll Jóhannsson Rvk-suður.

Samfylking (8): Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson Rvk-norður. Kristrún Mjöll Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir Rvk-suður. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Andri Thorsson SV. Logi Einarsson NA og uppbótarmaður er Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir SV.

Viðreisn (6):  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Rvk-norður, Hanna Katrín Friðriksson Rvk-suður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir SV og Guðbrandur Einarsson SU. Uppbótarmenn eru Guðmundur Gunnarsson NV og Daði Már Kristófersson Rvk-suður.

Píratar (5): Halldóra Mogensen Rvk-norður, Björn Leví Gunnarsson Rvk-suður, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir SV og Einar Brynjólfsson NA. Uppbótarmaður er Andrés Ingi Jónsson Rvk-norður.

Flokkur fólksins (4): Inga Sæland Rvk-suður og Ásta Lóa Þórsdóttir SU. Uppbótarmenn eru Jakob Frímann Magnússon NA og Guðmundur Ingi Kristinsson SV.

Miðflokkurinn (3): Bergþór Ólason NV og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson NA. Uppbótarmaður Birgir Þórarinsson SU.

Sósíalistaflokkur (3): Helga Thorberg NV og Guðmundur Auðunsson SU. Uppbótarmaður er Gunnar Smári Egilsson Rvk-norður.

Eftirtaldir tíu þingmenn sem eru í framboði ná því ekki kjöri: Steinunn Þóra Árnadóttir(V) og Jón Steindór Valdimarsson (C) í Reykjavík norður, Birgir Ármannson (D) í Reykjavík suður, Karl Gauti Hjaltason (M) og Ólafur Þór Gunnarsson (V) í Suðvesturkjördæmi, Halla Signý Kristjánsdóttir (B) og Lilja Rafney Magnúsdóttir í Norðvesturkjördæmi, Anna Kolbrún Árnadóttir (M) í Norðausturkjördæmi, Ásmundur Friðriksson (D) og Oddný Harðardóttir (S) í Suðurkjördæmi.

24.9.2021 Síðustu skoðanakannanir fyrir kosningar. Fjögur kannanafyrirtæki hafa birt síðustu kannanir sínar fyrir komandi alþingiskosningar. Fyrirtækin eru Gallup, Maskina, MMR og Prósent. Nokkur munur er á niðurstöðum eftir fyrirtækjum, sjá myndina að neðan. Ef horft er á kannanir dagsins er staðan þannig:

  • Framsóknarflokkur 14,9-16,4%
  • Viðreisn 9,2-12,0%
  • Sjálfstæðisflokkur 21,4-23,4%
  • Flokkur fólksins 6,1-6,4%
  • Sósíalistaflokkurinn 5,1-6,2%
  • Miðflokkurinn 5,5-6,8%
  • Píratar 8,8-10,2%
  • Samfylking 11,5-13,8%
  • Vinstri grænir 9,7-12,0%
  • Frjálslyndi lýðr.fl. 0,6-0,8%

24.9.2021 Utankjörfundaratkvæði aldrei fleiri. Samtals höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar í morgun en utankjörfundaratkvæði hafa aldrei verið fleiri. Það þýðir að talning mun dragast enn meira fram á sunnudagsmorgun en ekki er hægt að byrja að telja utankjörfundaratkvæði fyrr en að kjörstöðum hefur verið lokað.

24.9.2021 Skoðanakönnun MMR. Morgunblaðið birti í morgun skoðanakönnun sem gerð er af MMR. Helstu breytingar frá síðustu skoðanakönnunum eru að Framsóknarflokkurinn er að mælast mun hærra en í öðrum könnunum. Sama á við um Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn og Flokkur fólksins eru eru í efri mörkum miðað við aðrar kannanir. Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru með heldur slakari niðurstöðu en að í öðrum könnunum vikunnar. Sósíalistaflokkurinn kemur sömuleiðis ver út en áður en hann mælist í þessari könnun með 5,1%.

23.9.2021 Skoðanakönnun Maskínu. Stöð 2 birti í kvöld skoðanakönnun sem gerð er af Maskinu. Helstu breytingar frá síðustu könnunum eru að Viðreisn mælist heldur hærri og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru heldur á uppleið. Á móti kemur að Samfylkingin mælist með minna fylgi en í undanförnum þremur könnunum. Aðrir eru á svipum stað og áður.

23.9.2021 Minnihlutastjórn í kortunum? Miðað við þær skoðanakannanir sem birst hafa undanfarna daga og vikur gæti reynst erfitt að mynda meirihlutastjórn að afloknum kosningum. Hugmyndin um minnihlutastjórn hefur því komið upp, þ.e. minnihlutastjórn sem væri ekki eins konar starfsstjórn heldur alvöru ríkisstjórn. Ekki eru dæmi um slíkt í lýðveldissögunni, a.m.k. hafa ríkisstjórnir alltaf farið af stað með meirihluta þingmanna að baki sér. Ef til minnihlutastjórnar myndi koma þyrfti meirihluti þingsins að þola hana, eða a.m.k. verja vantrausti. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir á lýðveldistímanum og í öllum tilfellum hefur verið um að ræða bráðabirgðaráðstöfun. Þau dæmi eru:

  • Ráðuneyti Ólafs Thors 6.desember 1949 – 14.mars 1950 – eingöngu skipað sjálfstæðismönnum.
  • Ráðuneyti Emils Jónssonar 23.desember 1959 – 20.nóvember 1959 – eingöngu skipað alþýðuflokksmönnum.
  • Ráðuneyti Benedikts Gröndal 15.október 1979 – 8.febrúar 1980 – eingöngu skipað alþýðuflokksmönnum.
  • Ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur 1.febrúar 2009 – 10.maí 2009 – skipað þingmönnum Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

23.9.2021 Skoðanakönnun Prósent. Fréttablaðið birtir í dag skoðankönnun sem gerð var Prósent. Í könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 20,1% sem lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með lengi. Þá mælast Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins með minna fylgi en í undanförnum könnunum. Á móti mælast Píratar og Samfylking með meira fylgi. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mælist með 1,1% sem er besta mæling flokksins frá upphafi.

22.9.2021 Skoðanakönnun MMR. Mbl.is birti i dag skoðanakönnun sem gerð var MMR. Samkvæmt könnuninni eru Framsóknarflokkur, Samfylking og Flokkur fólksins að bæta við sig fylgi á meðan að Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn eru að gefa eftir. Miðflokkurinn mælist með 4,7% sem myndi þýða að hann ætti ekki rétt á uppbótarþingsætum. Fylgi flokkanna er ekki reiknað niður á kjördæmi og því ómögulegt að reikna út þingmannafjölda. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr áberandi stærstur. Þar á eftir koma Framsóknarflokkur og Samfylking sem hafa samkvæmt könnuninni slitið sig frá Viðreisn, Pírötum og Vinstihreyfingunni grænu framboði sem eru nokkrun veginn með sama fylgi. Þar á eftir koma Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð mælast samtals með 0,6% fylgi.

22.9.2021 Skoðanakönnun í Húnavatnshreppi. Fyrr á árinu var felld sameining Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Í framhaldi af því bauð bæjarstjórn Blönduósbæjar Húnavatnshreppi til sameiningarviðræðna. Samhliða alþingiskosningunum á laugardaginn fer fram skoðanakönnun meðal íbúa Húnavatnshrepps hvort þeir vilji að hreppurinn fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa hins vegar ákveðið að ráða fyrirtæki til að gera skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélaganna um hvort þau eigi að fara í sameiningarviðræður.

21.9.2021 Sameiningarkosningar á Suðurlandi. Samhliða alþingiskosningunum á laugardaginn fer fram atkvæðagreiðsla um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Þau eru Ásahreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Skaftárhreppur.

20.9.2021 Skoðanakönnun Gallup. RÚV birti skoðanakönnun um fylgi flokkanna í kvöld. Helstu tíðindin frá könnunum Maskinu, Prósents og MMR eru að Flokkur fólksins virðist vera að sækja í sig veðrið og að Samfylkingin mælist með minna fylgi en hjá Maskinu og Prósenti. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 15 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 9, Samfylkingin 8, Píratar 7, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 hvor flokkur. Að síðustu fengju Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn 4 þingmenn hver. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sem er með 0,6% og Ábyrg framtíð ná ekki kjörnum mönnum samkvæmt könnuninni. Hér að neðan er samanburður á könnun Gallup við þrjár síðustu kannanir sem birtar höfðu verið á undan.

20.9.2021 Ábyrg framtíð yfirlit. Flokkurinn býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis og aðeins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn hefur ekki mælst í skoðanakönnunum. Þrír af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Alþýðufylkingin (1), Frelsisflokkur (1) og Flokkur heimilanna (1).

Reykjavíkurkjördæmi norður – efstu sæti: 1.sæti Jóhannes Loftsson verkfræðingur og 2. Helgi Örn Viggósson forritari.

20.9.2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn yfirlit. Flokkurinn býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis. Fylgi í nýjustu könnunum: 0,1%-0,6%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Hægri grænir (3), Frelsisflokkur (3), Flokkur fólksins (2), Frjálslyndi flokkurinn (2), Dögun (2), Íslenska þjóðfylkingin (1),  Miðflokkur (1), Stjórnmálaflokkur (1), Framsóknarflokkur (1), Nýtt afl (1), Samfylkingin (1), Regnboginn (1) og Sjálfstæðisflokkur (1).

Norðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir verslunarmaður og 2.sæti Jóhann Bragason rafvirki.

Norðausturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson eldri borgari og Hilmar Daníel Valgeirsson framkvæmdastjóri.

Suðurkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Magnús Ívar Guðbergsson skipstjóri og 2.sæti Gestur Valgarðsson verkfræðingur.

Suðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Svandís Brynja Tómasdóttir hönnuður og 2.sæti Ívar Örn Hauksson lögfræðingur.

Reykjavíkurkjördæmi suður – efstu sæti: 1.sæti Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur og 2.sæti Júlíana Sigurbjörg Jónsdóttir forstjóri.

Reykjavíkurkjördæmi norður – efstu sæti: 1.sæti Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur og 2.sæti Auðunn Björn Lárusson leiðsögumaður.

19.9.2021 Sósíalistaflokkur Íslands yfirlit .Flokkurinn býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis. Fylgi í nýjustu könnunum: 6,1%-7,9%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Vinstrihreyfingin grænt framboð (9), Alþýðufylkingin (7), Björt framtíð (3), Píratar (3), Dögun (3), Lýðræðisvaktin (2), Samfylkingin (2), Samtök um kvennalista (1), Sjálfstæðisflokkur (1) og Alþýðuflokkur 1.

Norðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur og 2.sæti Árni Múli Jónasson mannréttindalögfræðingur.

Norðausturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri og 2.sæti Margrét Pétursdóttir verkakona.

Suðurkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Guðmundur Auðunsson stjórnmálahagfræðingur og Birna Eik Benediktsson framhaldsskólakennari.

Suðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti María Pétursdóttir myndlistarkona og öryrki og 2.sæti Þór Saari hagfræðingur og fv.alþingismaður.

Reykjavíkurkjördæmi suður – efstu sæti: 1.sæti Kristín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur og blaðamaður og 2.sæti Símon Vestarr Hjaltason bókmenntafræðingur og kennari.

Reykjavíkurkjördæmi norður – efstu sæti: 1.sæti Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og 2.sæti Laufey Líndal Ólafsdóttir stjórnmálafræðingur.

Skoðanakönnun MMR. Morgunblaðið birtir í dag nýja skoðanakönnun frá MMR. Óveruleg frávík eru frá skoðanankönnunum sem birtust í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn er áberandi stærstur. Þá koma Framsóknarflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Píratar og Viðreisn í nokkuð þéttum hnappi. Þar á eftir Sósíalistaflokkurinn en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins rétt yfir 5% markinu. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er með 0,5% og Ábyrg framtíð 0,3%.

Flokkur fólksins yfirlit. Flokkurinn hlaut 6,9% atkvæða og 4 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Á kjörtímabilinu var þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni vikið úr flokknum en þeir gengu síðar í Miðflokkinn. Báðir þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum.

Fylgi í nýjustu könnunum: 3,6%-5,1%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Frjálslyndi flokkurinn (4), Dögun (3), Íslandshreyfingin (2), Sjálfstæðisflokkur (1), Framsóknarflokkur (1), Lýðræðishreyfingin (1), Lýðræðisvaktin (1), Vinstrihreyfingin grænt framboð (1), Alþýðufylkingin (1) og Hægri grænir (1).

Norðvesturkjördæmi – engan þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur og 2.sæti Þórunn Björg Bjarnadóttir landbúnaðarverkakona. Í síðustu kosningum leiddi Magnús Þór Hafsteinsson fv.alþingismaður listann.

Norðausturkjördæmi – engan þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og 2.sæti Katrín Sif Árnadóttir þjálfari. Í síðustu kosningum leiddi Halldór Gunnarsson, oft kenndur við Holt, listann.

Suðurkjördæmi – fengu einn þingmann kjörinn. Efstu sætin skipa: 1.sæti Ásta Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari og 2.sæti Georg Eiður Arnarson hafnarvörður. Í síðustu kosningum leiddi Karl Gauti Hjaltason listann.

Suðvesturkjördæmi – fengu einn þingmann kjörinn (uppbótarmaður). Efstu sætin skipa: 1.sæti Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og 2.sæti Jónína Björk Óskarsdóttir. Tvö efstu sætin eru óbreytt frá síðustu kosningum.

Reykjavíkurkjördæmi suður – einn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Inga Sæland alþingismaður og 2.sæti Wilhelm Wessman hótelráðgjafi og leiðsögumaður. Inga leiddi listann einnig í síðustu kosningum.

Reykjavíkurkjördæmi norður – einn þingmaður (uppbótarmaður). Efstu sætin skipa: 1.sæti Tómas A. Tómasson veitingamaður og 2.sæti Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Í síðustu kosningum leiddi Ólafur Ísleifsson listann.

17.9.2021 Skoðanakönnun Prósents. Fréttablaðið birti í morgun skoðanakönnun unna af fyrirtækinu Prósent. Könnunin er í stórum dráttum í samræmi við kannanir sem birtust fyrr í vikunni. Niðurstöður fjögurra síðustu kannana má sjá á myndinni hér að neðan:

17.9.2021 Viðreisn yfirlit. Flokkurinn hlaut 6,7% atkvæða og 4 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Á kjörtímabilinu sagði Þorsteinn Víglundsson af sér þingmennsku og tók Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sæti hans. Allir sitjandi þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum.

Fylgi í nýjustu könnunum: 9,9%-12,3%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Sjálfstæðisflokkur (9), Björt framtíð (4), Samfylking (4), Þjóðvaki (1) og Framsóknarflokkur (1).

Norðvesturkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Guðmundur Gunnarsson fv.bæjarstjóri á Ísafirði og 2.sæti Bjarney Bjarnadóttir kennari. Í síðustu kosningum leiddi Gylfi Ólafsson listann í kjördæminu.

Norðausturkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Eiríkur Björn Björgvinsson fv.bæjarstjóri og 2.sæti Sigríður Ólafsdóttir mannauðs- og markþjálfari. Í síðustu kosningum leiddi Benedikt Jóhannesson þáverandi fjármálaráðherra listann.

Suðurkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og 2.sæti Þórunn Wolfram Pétursdóttir sviðsstjóri. Í síðustu kosningum leiddi Jóna Sólveig Elínardóttir þáverandi þingmaður listann.

Suðvesturkjördæmi – tveir þingmenn (annar uppbótarmaður. Efstu sætin skipa: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður, 2.sæti Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður og 3.sæti Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Þorgerður leiddi listann í síðustu kosningum en þá var Jón Steindór Valdimarsson í 2.sæti. Hann skipar nú 2.sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Reykjavíkurkjördæmi suður – einn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður og 2.sætið Daði Már Kristófersson prófessor. Hanna Katrín Leiddi einnig listann í síðustu kosningum en þá var Pawel Bartoszek þáverandi alþingismaður í 2.sæti.

Reykjavíkurkjördæmi norður – einn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður og 2.sæti Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Í síðustu kosningum leiddi Þorsteinn Víglundsson þáverandi félagsmálaráðherra listann og þá var Þorbjörg Sigríður í 2.sæti.

16.9.2021 Píratar yfirlit. Flokkurinn hlaut 9,2% atkvæða og 6 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Á kjörtímabilinu gekk Andrés Ingi Jónsson til liðs við flokkinn en hann var kjörinn fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Þeir Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson eru ekki í kjöri í komandi alþingiskosningum.

Fylgi í nýjustu könnunum: 9,9%-13,3%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Dögun (2), Samfylking (1), Lýðræðisvaktin (1), Sjálfstæðisflokkur (1), Alþýðubandalag (1) og Borgarahreyfingin (1).

Norðvesturkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og 2.sæti Gunnar Ingiberg Guðmundsson strandveiðisjómaður. Í síðustu kosningum leiddi listann Eva Pandora Baldursdóttir fv.alþingismaður.

Norðausturkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Einar Aðalsteinn Brynjólfsson fv.alþingismaður og 2.sæti Hrafndís Bára Einarsdóttir. Einar Aðalsteinn skipaði einnig efsta sætið í síðustu kosningum.

Suðurkjördæmi – eru með 1 þingmann (uppbótarmaður). Efstu sætin skipa: 1.sæti Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður og 2.sæti Lind Draumland Völundardóttir framhaldsskólakennari. Í síðustu alþingiskosningum leiddi Smári McCarthy listann, sem gefur ekki kost á sér nú, og þá var Álfheiður í öðru sæti.

Suðvesturkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og 2.sæti Gísli Rafn Ólafsson. Í síðustu kosningum leiddi Jón Þór Ólafsson listann, en hann gefur ekki kost á sér nú, og í 2.sæti var Oktavía Hrund Jónsdóttir ráðgjafi.

Reykjavíkurkjördæmi suður – eru með 2 þingmenn (annar uppbótarmaður). Efstu sætin skipa: 1.sæti Björn Leví Gunnarsson alþingismaður, 2.sæti Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og í 3.sæti Halldór Auðar Svansson fv.borgarfulltrúi. Í síðustu kosningum leiddi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður listann en hún leiðir nú í Suðvesturkjördæmi. Þá var Björn Leví í 2.sæti sem nú leiðir listann.

Reykjavíkurkjördæmi norður – eru með 2 þingmenn (annar uppbótarmaður). Efstu sætin skipa: 1.sæti Halldóra Mogensen alþingismaður, 2.sæti Andrés Ingi Jónsson alþingismaður sem kjörinn var fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í síðustu alþingiskosningum og í 3.sæti er Lenya Rún Taha Karim. Helgi Hrafn Gunnarsson leiddi listann í síðustu alþingiskosningum en gefur ekki kost á sér nú og þá var Halldóra í 2.sæti.

15.9.2021 Samfylkingin yfirlit. Flokkurinn hlaut 12,1% atkvæða og 7 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Á kjörtímabilinu gekk Rósa Björk Brynjólfsdóttir til liðs við flokkinn en hún var kjörin fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Þau Guðjón Brjánsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson eru ekki í kjöri í komandi alþingiskosningum.

Fylgi í nýjustu könnunum: 11,0%-14,6%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Alþýðuflokkur (10), Samtök um kvennalista (4), Alþýðubandalagið (3), Þjóðvaki (2), Píratar (2), Dögun (2), Sjálfstæðisflokkur (2), Framsóknarflokkur (1), Flokkur fólksins (1), Samtök Frjálslyndra og vinstri manna (1), Flokkur Mannsins (1), Vinstrihreyfingin grænt framboð (1) og Sósíalistaflokkur Íslands (1).

Norðvesturkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sæti skipa: 1.sæti Valgarð Lyngdal Jónsson og 2.sæti Jónína Björg Magnúsdóttir. Guðjón Brjánsson alþingismaður sem skipaði efsta sætið síðast gefur ekki kost á sér.

Norðausturkjördæmi – eru með 2 þingmenn þar af einn uppbótarmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Logi Már Einarsson alþingismaður, 2.sæti Hildur Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og 3.sæti Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarfulltrúi á Eskifirði. Logi leiddi listann í síðustu alþingiskosningum en þá var Albertína Elíasdóttir í öðru sæti en hún gefur ekki kost á sér að þessu sinni.

Suðurkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Oddný Harðardóttir alþingismaður og fv.ráðherra og 2.sæti Viktor Stefán Pálsson varabæjarfulltrúi í Árborg. Oddný leiddi einnig listann í síðustu alþingiskosningum.

Suðvesturkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Þórunn Sveinbjörnsdóttir fv.alþingismaður og ráðherra og 2.sæti Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður. Í síðustu kosningum leiddi Guðmundur Andri listann og Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar/Hreyfingarinnar skipaði annað sætið.

Reykjavíkurkjördæmi suður – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Kristrún Mjöll Frostadóttir hagfræðingur og Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður sem kjörin var fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í síðustu alþingiskosningum. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður leiddi listann í síðustu alþingiskosningum en er ekki framboði.

Reykjavíkurkjördæmi norður – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Helga Vala Helgadóttir alþingismaður og 2.sæti Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður. Helga Vala leiddi einnig listann í síðustu alþingiskosningum en þá var Páll Valur Björnsson fv.alþingismaður Bjartrar framtíðar í öðru sæti.

14.9.2021 Listi Ábyrgrar framtíðar í Rvk-norður. Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Jóhannes Loftsson, verkfræðingur, Reykjavík12. Andrína Guðrún Jónsdóttir, listamaður, Hveragerði
2. Helgi Örn Viggósson, forritari, Reykjavík13. Adriana Josefina Binimelis Saez, leikskólakennari, Reykjavík
3. Ari Tryggvason, eftirlaunaþegi, Garðabæ14. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, verkamaður, Reykjavík
4. Sif Cortes, viðskiptafræðingur, Reykjavík15. Þórður Ottósson Björnsson, verkamaður, Reykjavík
5. Stefán Andri Björnsson, hótelstarfsmaður, Kópavogi16. Ingibjörg Björnsdóttir, leiðbeinandi, Reykjavík
6. Gunnar G. Kjeld, frumkvöðull, Reykjavík17. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, söngkennari, Reykjavík
7. Ágúst Örn Gústafsson, rafvirki, Hafnarfirði18. Guðbjartur Nilsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
8. Auður Ingvarsdóttir, sagnfræðingur, Kópavogi19. Jón K. Guðjónsson, smiður, Reykjavík
9. Helga Birgisdóttir, NLP meðferðar- og markþjálfi, Reykjavík20. Sigsteinn Magnússon, rafvirkjameistari, Mosfellsbæ
10. Dennis Helgi Karlsson, verkamaður, Reykjavík21. Vilborg Hjaltested, lífeindafræðingur, Kópavogi
11. Kári Þór Samúelsson, málari, Reykjavík22. Leifur Eiríksson, hópeflis-, viðburða- og verkefnastjórnandi, Reykjavík

14.9.2021 Ábyrg framtíð í einu kjördæmi. Landskjörstjórn staðfesti á fundi sínum í dag ákvörðun yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um að hafna framboðslista Ábyrgrar framtíðar í kjördæminu. Ábyrg framtíð verður því aðeins með framboð í Reykjavíkurkjördæmi norður. Á fundinum var einnig gengið frá auglýsingu um framboðslista í öllum kjördæmum sem birtast á í síðasta lagi á morgun.

14.9.2021 Skoðanakönnun Maskínu. Vísir.is og Bylgjan birtu í skoðanakönnun framkvæmda af Maskínu í hádeginu. Helsti munurinn á þessari könnun og Gallup-könnuninni sem birtist í gær er að Viðreisn, Píratar og Samfylking mælast ívið betur á móti kemur að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mælast heldur lægri. Þá fær Flokkur fólksins sína lægstu mælingu í nokkurn tíma 3,6%.

Ef skoðanakannanir nýjustu skoðanakannanir MMR, Gallup og Maskinu eru bornar saman er staða flokkanna þessi: Framsóknarflokkur 12,0%-15,0%, Viðreisn 9,9%-12,3%, Sjálfstæðisflokkur 21,0%-22,3%, Flokkur fólksins 3,6%-5,0%, Sósíalistaflokkurinn 6,1%-7,8%, Miðflokkurinn 5,5%-7,6%, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0,1%-0,5%, Píratar 11,4%-13,3%, Samfylking 11,0%-14,6% og Vinstrihreyfingin grænt framboð 11,5%-11,8%.

14.9.2021 Miðflokkurinn – yfirlit. Flokkurinn hlaut 10,9% atkvæða og 7 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Á kjörtímabilinu gengu þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem kjörnir höfðu verið sem þingmenn Flokks fólksins til liðs við Miðflokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Ólafur Ísleifsson eru ekki í kjöri í komandi alþingiskosningum.

Fylgi í nýjustu könnunum: 4,5%-6,6%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Framsóknarflokkur (29), Sjálfstæðisflokkur (7), Regnboginn (1) og Flokkur fólksins (1).

Norðvesturkjördæmi – eru með 2 þingmenn þar af er annar uppbótarþingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Bergþór Ólason alþingismaður, 2.sæti Sigurður Páll Jónsson alþingismaður og 3.sæti Finney Anita Thelmudóttir. Bergþór og Sigurður Páll eru í sömu sætum og í síðustu alþingiskosningum.

Norðausturkjördæmi – eru með 2 þingmenn. Efstu sætin skipa: 1.sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og fv.forsætisráðherra, 2.sætið Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður og 3.sæti Þorgrímur Sigmundsson verktaki og varaþingmaður. Þrjú efstu sætin eru óbreytt frá síðustu kosningum.

Suðurkjördæmi – fengu 1 þingmann kjörinn en Karl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins gekk til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu en hann mun leiða listann í Suðvesturkjördæmi. Efstu sætin skipa: 1.sæti Birgir Þórarinsson alþingismaður og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur. Birgir leiddi einnig listann í síðustu kosningum en þá var Elvar Eyvindarson bóndi í öðru sæti.

Suðvesturkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Karl Gauti Hjaltason alþingismaður sem gekk til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu úr Flokki fólksins. Var kjörinn þingmaður Suðurkjördæmi. 2.sæti Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Í síðustu alþingiskosningum leiddi Gunnar Bragi Sveinsson fv.ráðherra listann en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu.

Reykjavíkurkjördæmi suður – eru með 1 þingmann sem var uppbótarmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Fjóla Hrund Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins og 2.sæti Danith Chan. Í síðustu alþingiskosningum leiddi Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður listann en hann er ekki í kjöri.

Reykjavíkurkjördæmi norður – eru ekki með þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur og 2.sæti Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi í Árborg. Í síðustu alþingiskosningum leiddi listann Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir þáverandi borgarfulltrúi.

13.9.2021 Skoðanakönnun Gallup. RÚV birti nýja skoðanakönnun Gallup í kvöldfréttum. Nokkur munur er á könnun Gallup og MMR sem birt var í morgun. Sjá meðfylgjandi mynd.

13.9.2021 Ábyrg framtíð kærir. Ábyrg framtíð hefur kært þá niðurstöðu yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að hafna framboði flokkins í kjördæminu til landskjörstjórnar.

13.9.2021 Skoðanakönnun MMR. Morgunblaðið birtir í nýja skoðanakönnun MMR. Samkvæmt könnuninni sækja Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn í vig veðrið frá síðustu könnunum. Flokkur fólksins kemst upp í 5%. Sósíalistaflokkurinn, Píratar, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð dala heldur.

13.9.2021 Framsóknarflokkur yfirlit – Flokkurinn hlaut 10,7% atkvæða og 8 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Þórunn Egilsdóttir lést í júlí síðastliðinn og tók þá Þórarinn Ingi Pétursson sæti hennar. Silja Dögg Gunnarsdóttir er ekki í endurkjöri.

Fylgi í nýjustu könnunum: 11,5%-15,0%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Samfylking(2), Sjálfstæðisflokkur(1), Miðflokkur(1) og Vinstrihreyfingin grænt framboð (1).

Norðvesturkjördæmi – eru með 2 þingmenn. Efstu sætin skipa: 1.sæti Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar í Skagafirði og yfirlögregluþjónn, 2.sæti Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir formaður SUF og 3.sæti Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður. Í síðustu kosningum skipaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra efsta sætið en hann leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þessum kosningum. Þá skipaði Halla Signý 2.sætið síðast.

Norðausturkjördæmi – eru með 2 þingmenn. Efstu sætin skipa: 1.sæti Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri, 2.sæti Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður og 3.sæti Þórarinn Ingi Pétursson alþingismaður. Efsta sætið síðast skipaði Þórunn Egilsdóttir sem lést í júlí sl. Líneik og Þórarinn eru í sömu sætum og síðast.

Suðurkjördæmi – eru með 2 þingmenn. Efstu sætin skipa: 1.sæti Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, 2.sætið Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og 3.sætið Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur. Sigurður Ingi leiddi listann síðast en þá var Silja Dögg Gunnarsdóttir í 2.sæti sem er ekki í kjöri nú.

Suðvesturkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1. Willum Þór Þórsson alþingismaður og 2. Ágúst Bjarni Garðarsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Willum leiddi listann einnig síðast.

Reykjavíkurkjördæmi  suður – eru með 1 þingmann: Efstu sætin skipa: 1.sæti Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og 2.sæti Aðalsteinn Haukur Sverrisson framkvæmdastjóri. Lilja leiddi listann einnig í síðustu kosningum.

Reykjavíkurkjördæmi norður – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og 2.sæti Brynja Dan frumkvöðull og framkvæmdastjóri. Síðast leiddi listann Lárus Sigurður Lárusson lögmaður.

12.9.2021 Ábyrg framtíð undirbýr kæru. Í gær úrskurðaði kjörstjórn Suðurkjördæmi framboð Ábyrgrar framtíðar ógilt þar sem meðmælendafjöldi með framboðinu hafi ekki verið nægilegur. Jóhannes Loftsson formaður flokksins gagnrýnir úrskurðinn og þann skamma tíma sem að framboðið hafi fengið til að bæta úr ágöllum á framboðinu. Vegna þess og fleiri atriða undirbýr nú flokkurinn kæru vegna úrskurðar kjörstjórnarinnar í Suðurkjördæmi.

12.9.2021 Vinstrihreyfingin grænt framboð yfirlit: Flokkurinn hlaut 16,9% atkvæða og 11 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Tveir þingmenn yfirgáfu flokkinn á kjörtímabilinu. Andrés Ingi Jónsson gekk til liðs við Pírata og Rósa Björk Brynjólfsdóttir til liðs við Samfylkinguna. Eftirtaldir þingmenn flokksins eru ekki í endurkjöri: Steingrímur J. Sigfússon, Ari Trausti Guðmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Fylgi í nýjustu könnunum: 10,8%-12,3%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Alþýðubandalagið (9), Fylkingin baráttusamtök sósíalista (3), Samfylkingin (2), Alþýðufylkingin(1), Kvennalisti(1), Regnboginn(1), Húmanistaflokkurinn (1) og Íslandshreyfingin (1).  

Norðvesturkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sæti skipa: 1.sæti Bjarni Jónsson sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og 2.sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður. Bjarni og Lilja víxluðu sætum frá síðustu kosningum.

Norðausturkjördæmi – eru með 2 þingmenn. Efstu sæti skipa: 1.sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður, 2.sæti Jódís Skúladóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og 3.sæti Óli Halldórsson sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi. Óli sigraði forval VG í kjördæminu en dró sig til baka af persónulegum ástæðum. Steingrímur J. Sigfússon sem leiddi listann síðast gaf ekki kost á sér og Bjarkey var þá í öðru sæti.

Suðurkjördæmi – eru með 1 þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og 2.sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður. Ari Trausti Guðmundsson sem leiddi listann síðast gaf ekki kost á sér en í síðustu kosningum var Heiða Guðný einnig í öðru sætinu.

Suðvesturkjördæmi – fengu tvo þingmenn kjörna. Efstu sætin skipa: 1.sæti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, 2.sæti Una Hildardóttir varaþingmaður og 3.sæti Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi listann í síðustu kosningum en hún gekk til liðs við Samfylkinguna á kjörtímabilinu. Ólafur Þór skipaði þá annað sætið og Una það þriðja.

Reykjavíkurkjördæmi suður – eru með 2 þingmenn. Efstu sætin skipa: 1.sæti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, 2.sæti Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra og 3.sæti Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Svandís skipaði einnig efsta sætið í síðustu kosningum en þá var Kolbeinn Óttarsson Proppé einnig kjörinn en hann er ekki í framboði nú.

Reykjavíkurkjördæmi norður – fengu þrjá þingmenn kjörna. Efstu sætin skipa: 1.sæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 2.sæti Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður, 3.sæti Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi og 4.sæti René Biasone sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Efstu tvö sætin eru óbreytt frá síðustu alþingiskosningum en Andrés Ingi Jónsson sem var í þriðja sæti og var kjörinn alþingismaður gekk til liðs við Pírata á kjörtímabilinu.

11.9.2021 Ábyrg framtíð býður ekki fram í Suðurkjördæmi. Stjórnmálaflokkurinn Ábyrgð framtíð mun ekki bjóða fram lista í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn náði ekki tilskyldum fjölda meðmælenda. Flokkurinn býður því einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.

11.9.2021 Óljóst með framboð Ábyrgrar framtíðar í Suður. Fram kemur á facebooksíðu Jóhannes Loftssonar forsvarsmanns Ábyrgrar framtíðar að framboð flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður sé komið en framboðið í Suðurkjördæmi sé óvænt í uppnámi þar sem að 70 undirskriftir vanti. Framboðsfrestur vegna kosninganna þann 25. september n.k. rann út í gær

11.9.2021 Sjálfstæðisflokkurinn yfirlit. Flokkurinn 25,3% atkvæða og 16 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Engar urðu á skipan þingflokksins á kjörtímabilinu. Eftirtaldir þingmenn flokksins eru ekki í endurkjöri: Kristján Þór Júlíusson, Páll Magnússon og Sigríður Á. Andersen.

Fylgi í nýjustu könnunum: 23,9%-24,9%. Engir frambjóðendur á listum flokksins fyrir komandi kosningar hafa verið á listum annarra flokka eða stjórnmálasamtaka svo vitað sé.

Norðvesturkjördæmi – eru með 2 þingmenn. Efstu sæti skipa: 1.sæti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 2.sæti Haraldur Benediktsson alþingismaður, 3.sæti Teitur Björn Einarsson lögfræðingur og fv.alþingismaður. Þórdís og Haraldur víxla sætum frá síðustu kosningum.

Norðausturkjördæmi – eru með 2 þingmenn. Efstu sæti skipa: 1. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður Akureyri, 2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur Akureyri, 3.sæti Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður bæjarráðs á Egilsstöðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem skipaði 1.sætið gefur ekki kost á sér. Njáll var í 2.sæti í síðustu kosningum.

Suðurkjördæmi – eru með 3 þingmenn. Efstu sæti skipa: 1.sæti Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri í Hveragerði, 2.sæti Vilhjálmur Árnason alþingismaður, 3.sæti Ásmundur Friðriksson alþingismaður, 4.sæti Björgvin Jóhannesson fjármálastjóri í Árborg. Páll Magnússon sem skipaði efsta sætið í síðustu kosningum gaf ekki kost á sér og kemur Guðrún ný inn í hans stað. Vilhjálmur og Ásmundur víxla sætum frá síðustu kosningum.

Suðvesturkjördæmi – eru með 4 þingmenn. Efstu sæti skipa: 1.sæti Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, 2.sæti Jón Gunnarsson alþingismaður og fv.ráðherra, 3.sæti Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður, 4.sæti Óli Björn Kárason alþingismaður og 5.sæti Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Jón og Bryndís víxla sætum frá síðustu kosningum.

Reykjavíkurkjördæmi suður – eru með 2 þingmenn. Efstu sæti skipa: 1.sæti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, 2.sæti Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra, 3.sæti Birgir Ármannsson alþingismaður og 4.sæti Friðjón R. Friðjónsson almannatengill. Í síðustu alþingiskosningum skipuðu efstu sætin þau Sigríður Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Hildur Sverrisdóttir og Bessí Jóhannsdóttir. Sigríður tapaði í prófkjöri er í heiðurssætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Brynjar skipar þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Reykjavíkurkjördæmi norður – eru með 3 þingmenn. Efstu sæti skipa: 1.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, 2.sæti Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra, 3.sæti Brynjar Níelsson alþingismaður og 4.sæti Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi. Í síðustu alþingiskosningum leiddi Guðlaugur Þór listann eins og nú. Þá var Áslaug Arna í öðru sæti en leiðir nú listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Birgir Ármannsson skipaði þriðja sætið en er nú í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.

11.9.2021 Stutt yfirlit yfir stjórnmálaflokkana. Fram að kosningum verða birt stutt yfirlit yfir stjórnmálaflokkanna sem eru kjöri fyrir komandi alþingiskosningar þann 25.september n.k. Í dag birtist fyrsta yfirlitið en það er um Sjálfstæðisflokkinn. Þeir þættir sem verða skoðaðir eru fylgi og þingsæti í síðustu alþingiskosningum, breytingar á skipan þingflokksins á kjörtimabilinu, hvaða þingmenn eru ekki í framboði, staða flokksins samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, hvort frambjóðendur flokksins eigi sér forsögu hjá öðrum flokkum auk þess sem fjallað er um viðkomandi framboð eftir kjördæmum.

10.9.2021 Ábyrg framtíð býður fram. Stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð sem stofnaður var í sumar og stefndi að framboði í öllum kjördæmum býður fram í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Listabókstafur Ábyrgrar framtíðar er Y. Auk ábyrgrar framtíðar verða tíu framboð kjördæmunum sex. Þau eru: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Flokks fólksins, J-listi Sósíalistaflokks Íslands, M-listi Miðflokksins, O-listi Frjálslynda lýðræðisflokksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Formlega á eftir að úrskurða um lögmæti framboða og er búist við því að það gerist á morgun.

9.9.2021 Ágúst Heiðar ekki í framboði. Ágúst Heiðar Ólafsson sem var kynntur sem 2.maður á lista Flokks fólksins í morgun verður ekki á framboðslistanum. Hann hafði áður gefið kost á sér í 14.sæti á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Nú er ljóst að hann verður á hvorugum framboðslistanum. Hjá Flokki fólksins í Norðvesturkjördæmi færast frambjóðendur í 3. og 4.sæti upp um eitt sæti vegna þessa.

9.9.2021 Í framboði fyrir tvo flokka. Ágúst Heiðar Ólafsson sem titlar sig sem kerfóðrara hjá Norðuráli og var í morgun kynntur í 2.sæti á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi hafði áður verið kynntur í 14.sæti á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Á vef Austurfréttar kemur fram að hann muni verða í framboði fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.

9.9.2021 Listi Flokks fólksins í NV. Framboðslisti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður: 1. Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M, Reykjavík 2. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari hjá Norðuráli 3. Þórunn Björg Bjarnadóttir, fv.bóndi 4. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri 5. Sigurlaug Sigurðardóttir, náttúrufræðingur 6. Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og fv.alþingismaður 7. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir 8. Jenný Ósk Vignisdóttir, landbúnaðarstörf 9. Erna Gunnarsdóttir, öryrki 10. Eyjólfur Guðmundsson, vinnur á sambýli fyrir fatlaðra 11. Sigurlaug Arnórsdóttir, öryrki 12. Magnús Kristjánsson, rafvirkameistari, sjómaður og eldri borgari 13. Bjarki Þór Pétursson, verkamaður og öryrki 14. Einir G. Kristjánsson, öryrki og verkefnastjóri 15. Kristjana S. Vagnsdóttir, eldri borgari 16. Jón Kr. Ólafsson, söngvari og safnvörður

8.9.2021 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram. Guðmundur Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar greinir frá því að facebooksíðu flokksins að flokkurinn muni ekki bjóða fram að þessu sinni en byggja undir flokkinn þannig að hann standi betur að vígi í næstu kosningum eins og segir í tilkynningunni.

8.9.2021 Listi Flokks fólksins í NA. Framboðslisti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður: 1. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður 2. Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari 3. Brynjólfur Ingvarsson, læknir 4. Diljá Helgadóttir, lífefnafræðingur 5. Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir, verkakona 6. Ida Mukoza, hjúkrunarfræðingur 7. Karen Telma Birgisdóttir, nemi 8. Þórólfur Jón Egilsson, tækjamaður 9. Guðrún Þórsdóttir, listamaður 10. Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður 11. Gísli Gunnlaugsson, tæknifræðingur 12. Páll Ingi Pálsson, bifvélavirki 13. Tomasz Krujowsla, ökumaður 14. Kjartan Heiðberg, framhaldsskólakennari 15. Regína B. Agnarsdóttir, húsmóðir 16. Halldór Svanbergsson, bílstjóri 17. Agnieszka Kugjowska, veitingamaður 18. Jónína Auður Sigurðardóttir, leikskólakennari 19. Sigurður Stefán Baldvinsson, öryrki 20. Erna Þórunn Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur

8.9.2021 Landsflokkurinn býður ekki fram. Landsflokkurinn mun ekki bjóða fram í komandi alþingiskosningum. Frestur til að sækja um listabókstaf fyrir komandi alþingiskosningar rann út í gær. Ástæðan er að flokkurinn náði ekki að safna nægilega mörgum undirskriftum til að fá úthlutað listabókstafnum L sem flokkurinn sóttist eftir.

8.9.2021 Frelsisflokkurinn býður ekki fram. Frelsisflokkurinn mun ekki bjóða fram. Það kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnlaugi Ingvarssyni formanni flokksins. Þar segir: „Þar sem því miður Frelsisflokkurinn treysti sér ekki til að bjóða fram í þessum kosningum, þá lýsi ég nú sem formaður Frelsisflokksins yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð og Miðflokkinn í komandi kosningum og hvet mitt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa x-m – Miðflokkinn.“

8.9.2021 Frestur vegna listabókstafs runninn út. Í gær rann út frestur nýrra framboða til að sækja um listabókstaf fyrir komandi alþingiskosningar. Eftir því sem næst verður komist var Landsflokkurinn eina stjórnmálaaflið sem var í þeirri stöðu að ætla að bjóða fram en vera ekki komið með listabókstaf. Söfnun flokksins á Island.is er enn virk en listabókstafur ekki verið gefinn út samkvæmt vef Stjórnartíðinda.

Að þessu gefnu verða því mögulega ellefu framboð við kosningarnar 25.september n.k. Þau eru: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Flokks fólksins, J-listi Sósíalistaflokks Ísalnds, M-listi Miðflokksins, O-listi Frjálslynda lýðræðisflokksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Y-listi Ábyrgrar framtíðar. Síðasta stjórnmálaaflið hefur ekki birt neina framboðslista og óljóst í hvaða kjördæmum flokkurinn býður fram.

Önnur stjórnmálasamtök sem eru með virkan listabókstaf en munu eki bjóða fram eru: A-listi Bjartar framtíðar, R-listi Alþýðufylkingarinnar, T-listi Dögunar og Þ-listi Frelsisflokksins.

7.9.2021 Skoðanakönnun Maskínu. Vísir.is birti rétt í þessu skoðanakönnun sem unnin var af Maskinu. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn áberandi stærstur. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru nokkurn veginn með sama fylgi. Þar á eftir kemur Sósíalistaflokkurinn en Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga á hættu að falla út af þingi. Myndin að neðan sýnir samanburð á nýbirtri skoðanakönnun Maskínu, skoðanakönnun MMR frá í gær og skoðanakönnun Gallup fyrir seinni hluta ágúst.

7.9.2021 5.000 búnir að kjósa. Samkvæmt fréttum RÚV í gær höfðu 5.000 manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Miðað við fjölda á kjörskrárstofni og ef að kosningaþátttaka verður svipuð og í kosningunum 2017, má gera ráð fyrir að það séu um 2,5% af þeim sem á annað borð munu kjósa séu búnir að því.

6.9.2021 Skoðnanakönnun MMR. Morgunblaðið birtir í dag skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi í kringum síðustu mánaðarmót. Staða flokkanna samkvæmt henni er eftirfarandi:

  • Framsóknarflokkur 13,3% (+2,6%) og 8 þingmenn (0)
  • Viðreisn 8,4% (+1,7%) og 6 þingmenn (+2)
  • Sjálfstæðisflokkur 24,9% (-0,3%) og 17 þingmenn (+1)
  • Flokkur fólksins 4,5% (-2,4%) og 2 þingmenn (-2)
  • Sósíalistaflokkur 8,1% og 4 þingmenn – bauð ekki fram 2017
  • Miðflokkurinn 6,6% (-4,3%) og 4 þingmenn (-3)
  • Píratar 9,8% (+0,6%) og 7 þingmenn (+1)
  • Samfylking 12,1% (0,0%) og 7 þingmenn
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð 10,8% (-6,1%) og 7 þingmenn (-4)

5.9.2021 Skoðanakannanir. Gallup, Maskína og MMR birtu öll skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna seinni partinn í ágúst. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn var aðeins í könnun Gallup og því aðeins með eina mælingu. Niðurstöður voru eftirfarandi:

2017lægstamiðgildihæsta
Framsóknarflokkur10.7%9.7%12.5%12.6%
Viðreisn6.7%10.4%10.6%10.7%
Sjálfstæðisflokkur25.3%23.4%23.9%24.2%
Flokkur fólksins6.9%4.2%4.9%5.1%
Sósíalistaflokkur6.9%8.2%8.7%
Miðflokkurinn10.9%5.1%6.2%7.0%
Píratar9.2%9.9%10.6%10.9%
Samfylkingin12.1%10.5%11.5%13.0%
Vinstri grænir16.9%10.9%12.3%14.2%
Frjálslyndi lýðræðisfl.0.7%

4.9.2021 Frambjóðendur og meðmælendur. Til að framboð geti boðið fram krafta sínu í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum þarf viðkomandi flokkur að fylla 126 sæti á framboðslistum sínum eða tvöfalda tölu þingmanna sem kjósa á. Þessu til viðbótar þarf framboðið að safna 1.890 meðmælendum eða 30 meðmælendum fyrir hvert þingsæti (30×63=1.890) að lágmarki en 40 meðmælendum að hámarki. Það þýðir að hvert framboð þarf að lágmarki 2.016 manns á bak við framboð í öllum kjördæmum. Hver kjósandi má aðeins mæla með einu framboð og aðeins vera í framboði fyrir ein stjórnmálasamtök í einu kjördæmi. Verði 10 framboð í öllum kjördæmum þýðir það 20.160 manns sem eru 7,9% af þeim sem áætlað að verði á kjörskrá. 

3.9.2021 Listi Flokks fólksins í Rvk-suður. Framboðslisti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Inga Sæland, alþingismaður12. Sigurður Steingrímsson, verksmaður og eldri borgari
2. Wilhelm Wessman, hótelráðgjafi, leiðsögumaður og eldri borgari13. Andrea Kristjana Lind Gunnarsdóttir, athafnakona
3. Helga Þórðardóttir, kennari14. Hilmar Guðmundsson, sjómaður
4. Svanberg Hreinsson, framreiðslumeistari og öryrki15. Heiðrún Elsa Harðardóttir, sjúkraliði
5. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður og öryrki16. Guðmundur Þór Guðmundsson, fv.bifreiðastjóri og eldri borgari
6. Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður17. Þóra B. Jónsdóttir, handverkskona
7. Valur Sigurðsson, rafvirki og eldri borgari18. Þórarinn Kristinsson, eldri borgari
8. Magano Katrína Shiimi, sjúkraliði19. Sigrún Þorleifsdóttir, eldri borgari
9. Sigurjón Arnórsson, framkvæmdastjóri20. Óli Már Guðmundsson, myndlistarmaður
10. Ómar Örn Ómarsson, athafnamaður21. Kristján A. Helgason, öryrki
11. Hjördís Björg Kristinsdóttir, snyrtifræðingur, sjúkraliði og eldri borgari22. Sigríður Snæland Jónsdóttir, eldri borgari

2.9.2021 Tíu framboð og fleiri á leiðinni? Átta framboð hafa birt fulla lista í öllum kjördæmum. Það eru Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur Íslands, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur birt fulla lista í tveimur kjördæmum og 10 efstu í fjórum kjördæmum, eftir því sem næst verður komist. Flokkur fólksins hefur á undanförnum dögum birt fjóra lista en hefur aðeins birt oddvita í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum.

Fyrir utan þessa tíu flokka hafa tvö framboð boðað framboð. Það er annars vegar stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð sem hlotið hefur listabókstafinn Y og er að safna meðmælendum með framboðslistum sínum, sem eru óbirtir, í öllum kjördæmum. Hins vegar er það Landsflokkurinn sem er að safna undirskriftum til að fá úthlutað listabókstafnum L. Frestur til að fá úthlutað listabókstaf rennur út n.k. Frestur til að fá úthlutað listabókstaf rennur út n.k. þriðjudag og framboðsfestur rennur út á hádegi föstudaginn 10. september sem er eftir rúma viku.

1.9.2021 Listi Flokks fólksins í Rvk-norður. Framboðslisti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Tómas Tómasson, veitingamaður12. Magnús Sigurjónsson, vélfræðingur
2. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi13. Ingi Björgvin Karlsson, prentari
3. Rúnar Sigurjónsson, vélsmiður14. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, nemi
4. Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari15. Gefn Baldursdóttir, læknaritari
5. Harpa Karlsdóttir, heilbrigðisgagnafræðingur16. Sunneva María Svövudóttir, afgreiðslumaður
6. Ingimar Elíasson, leikstjóri17. Sigrún Hermannsdóttir, fv.póststarfsmaður
7. Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir, rekstrar- og framkvæmdastjóri18. Sigríður Sæland Ólafsdóttir, gerðhjúkrunarfræðingur
8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari19. Ingvar Gíslason, starfsmaður á sambýli fatlaðra
9. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur20. Freyja Dís Númadóttir, tölvufræðingur
10. Margrét Gnarr, einkaþjálfari21. Kristján Salvarsson, fv.leigubílstjóri
11. Ólafur Kristófersson, fv.bankastarfsmaður22. Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri

1.9.2021 Listi Pírata í Suður. Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi hefur verið birtur. Efstu sætin byggja á prófkjöri flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur og varaþingmaður11. Kristinn Ágúst Hreggviðsson, deildarstjóri
2. Lind Draumland Völundardóttir, framhaldsskólakennari12. Fanný Þórsdóttir, bókasafnsfræðingur
3. Hrafnkell Brimar Hallmundsson, fornleifa- og tölvunarfræðingur13. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, varabæjarfulltrúi
4. Eyþór Máni Steinarsson, frumkvöðull og nemi14. Ólafur Ingi Brandsson, öryrki
5. Einar Bjarni Sigurpálsson, pípulagningarmeistari15. Gísli Magnússon, tónlistarmaður
6. Tinna Helgadóttir, háskólnemi16. Skrýmir Árnason, framhaldsskólakennari
7. Ingimundur Stefánsson, auðlindafræðingur17. Rakel Bergmann Rúnarsdóttir, félagsliði
8. Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, leik- og grunnskólakennari18. Kolbrún Valbergsdóttir, rithöfundur
9. Ragnheiður Pálsdóttir, háskólanemi19. Hallmundur Kristinsson, hundraðþjalasmiður
10. Þórólfur Júlían Dagsson, fisktæknir20. Smári McCarthy, alþingismaður

31.8.2021 Listi Flokks fólksins í SV. Framboðslisti Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður14. Heiða Kolbrún Leifsdóttir, huglistamaður
2. Jónína Björk Óskarsdóttir, eldri borgari og varaþingmaður 15. Karl Hjartarson, fv.varðstjóri og eldri borgari
3. Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali og húsasmíðameistari16. Erla Magnúsdóttir, fv.sundlaugarvörður og eldri borgari
4. Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur17. Vilborg Reynisdóttir, starfsmaður Félagsstarfs aldraðra
5. Stefanía Sesselía Hinriksdóttir, bifvéla- og bifhjólavirki18. Guðni Karl Harðarson, öryrki
6. Ósk Matthíasdóttir, förðunarfræðingur19. Margrét G. Sveinbjörnsdóttir, fv.skólaliði og eldri borgari
7. Hafþór Gestsson, prófdómari20. Andrea Kristjana Sigurðardóttir, atvinnulaus
8. Magnús Bjarnason, öryrki og eldri borgari21. Katrín Gerður Júlíusdóttir, öryrki
9. Bjarni G. Steinarsson, körfubílstjóri22. Kolbeinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri
10. Páll Þór Ómarsson Hillers, framkvæmdastjóri23. Guðmundur Ingi Guðmundsson, sölumaður
11. Davíð Örn Guðmundsson, móttökustjóri24. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
12. Einar Magnússon, rafvirkjafræðingur25. Baldur Freyr Guðmundsson, öryrki
13. Gunnar Þór Þórhallsson, fv.vélfræðingur og eldri borgari26. Jón Númi Ástvaldsson, öryrki

28.8.2021 Efstu sætin á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Rvk-suður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur birt tíu efstu sætin á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þau skipa eftirtaldir:

1. Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur6. Valdimar Tómasson, skáld
2. Júlíana Sigurbjörg Jónsdóttir, forstjóri7. Hólmfríður Díana Magnúsdóttir, skrifstofumaður
3. Jóhann B. Jacobson, matreiðslumaður8. Sigurður Pétursson, öryrki
4. Kristófer Arnes Róbertsson, iðnaðarmaður9. Kristín Ástríður Pálsdóttir, húsmóðir
5. Grétar Örn Sigurðsson, matsveinn10. Friðleifur Stefánsson, eldri borgari

28.8.2021 Hafdís Elva leiðir Frjálsynda lýðræðisflokkinn í SV. Hafdís Elva Guðjónsdóttir húsmóðir leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Tíu efstu sæti listans skipa eftirtaldir:

1. Hafdís Elva Guðjónsdóttir, húsmóðir6. Grétar Franksson, vélfræðingur
2. Ívar Örn Hauksson, lögfræðingur7. Pétur Þór Guðjónsson, flugvirki
3. Ingvi Arnar Halldórsson, upplýsingafræðingur8. Bryndís Thorberg Guðmundsdóttir, bókari
4. Ihtisham Ul Haq, matreiðslumaður9. Gunnar Karlsson, flugstjóri
5. Júlía Gréta Pereira Hjaltadóttir, húsmóðir og öryrki10. Andrés Guðmundsson, lagermaður

26.8.2021 Y-listi Ábyrgrar framtíðar. Dómsmálaráðuneytið úthlutaði í gær stjórnmálasamtökunum Ábyrgri framtíð listabókstafnum Y.

26.8.2021 Framboðslisti Flokks fólksins í Suður. Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Ásta Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna11. Jóna Kjerúlf, eldri borgari
2. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl12. Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir, eldri borgari
3. Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður13. Ríkarður Óskarsson, öryrki
4. Sigrún Berglin Grétarsdóttir, leikskólaliði og öryrki14. Jón Þórarinn Magnússon, golfvallarstarfsmaður
5. Stefán Viðar Egilsson, bílstjóri15. Guttormur Helgi Rafnkelsson, vélvirki og eldri borgari
6. Inga Helga Bjarnadóttir, sjúkraliði og öryki16. Gunnþór Guðmundsson, eldri borgari
7. Hallgrímur Jónsson, vélamaður17. María G. Blómkvist Andrésdóttir, eldri borgari
8. Bjarni Pálsson, bakari18. Hjálmar Hermannsson, matsveinn og eldri borgari
9. Jórunn Lilja Jónasdóttir, öryrki19. Ámundi Hjörleifs Elísson, eldri borgari
10. Heiðar Rós Hauksdóttir, öryrki20. Ísleifur Gissurarson, flugvirki og eldri borgari

25.8.2021 Framboðlisti Pírata í Rvk-suður. Framboðslisti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið birtur. Hann byggir á prófkjöri flokkins og er þannig skipaður:

1. Björn Leví Gunnarsson, alþingismaður9. Huginn Þór Jóhannsson17. Hinrik Örn Þorfinnsson
2. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir10. Hrefna Árnadóttir18. Snæbjörn Brynjarsson
3. Halldór Auðar Svansson fv.borgarfulltrúi11. Jón Ármann Steinsson19. Halla Kolbeinsdóttir
4. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir12. Hjalti Garðarsson20. Rúnar Björn Herrera
5. Sara Elísa Þórðardóttir13. Ásgrímur Gunnarsson21. Alexandra Briem, borgarfulltrúi
6. Helga Völundardóttir14. Elsa Nore22. Kristín Vala Ragnarsdóttir
7. Eiríkur Rafn Rafnsson15. Rannveig Ernudóttir
8. Ingimar Þór Friðriksson16. Hannes Jónsson

25.8.2021 Framboðslisti Pírata í Rvk-norður. Framboðslisti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið birtur. Hann byggir á prófkjöri flokkins og er þannig skipaður:

1. Halldóra Mogensen, alþingismaður9. Atli Stefán Yngvason17. Haraldur Tristan Gunnarsson
2. Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður10. Lilja Sif Þorsteinsdóttir18. Leifur A. Benediktsson
3. Lenya Rún Taha Karim11. Jason Steinþórsson19. Hekla Aðalsteinsdóttir
4. Valgerður Árnadóttir12. Steinar Jónsson20. Steinar Guðlaugsson
5. Oktavía Hrund Jónsdóttir13. Jóhannes Jónsson21. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi
6. Kjartan Jónsson14. Jón Arnar Magnússon22. Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður
7. Haukur Viðar Alfreðsson15. Halldór Haraldsson
8. Björn Þór Jóhannesson16. Valborg Sturludóttir

25.8.2021 Tólf framboð í öllum kjördæmum? Í dag er mánuður til alþingiskosninga og ríflega þrjár vikur þar til framboðsfrestur rennur út. Eins og staðan er í dag eru tólf stjórnmálasamtök sem stefna að framboði í öllum kjördæmum. Þar af hafa sjö birt framboðslista í öllum kjördæmum. Þau eru Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur Íslands, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Staða annarra flokka er sem hér segir.

  • Píratar – framboðslisti birtir í a.m.k. þremur kjördæmum en prófkjörum lokið í þeim öllum.
  • Flokkur fólksins – oddvitar birtir í öllum kjördæmum en engir framboðslistar.
  • Frjálslyndi lýðræðifrlokkurinn hefur birt framboðslista í fjórum kjördæmum.
  • Ábyrg framtíð er með umsókn í gangi um listabókstafinn Y.
  • Landsflokkurinn er að safna undirskriftum fyrir listabókstafinn L og hefur birt oddvita í einu kjördæmi.

24.8.2021 Listi Pírata í NV. Píratar hafa birt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Listinn byggir á prófkjöri flokksins að öðru leiti en að Katrín Sif Sigurgeirsdóttir sem lenti í 3.sæti í prófkjörinu er ekki á listanum. Listinn er þannig skipaður:

1. Magnús Davíð Norðdahl, mannréttindalögmaður, Reykjavík9. Jóhannes G. Þorsteinsson Ástuson, leikjasmiður, Húnaþingi
2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson, standveiðisjómaður, Snæfellsnesi10. Vigdís Pálsdóttir, ellilífeyrisþegi, Borgarnesi
3. Pétur Óli Þorvaldsson, verslunarmaður, Suðureyri11. Leifur Finnbogason, verkefnastjóri, Bifröst
4. Sigríður Elsa Álfheiðardóttir, sjúkraliðanemi, Ísafirði12. Elsa Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík
5. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir, öryrki, Borgarnesi13. Samúel Kristjánsson, sjómaður, Súðavík
6. Ólína Björk Hjartardóttir, atvinnurekandi, Sauðárkróki14. Vignir Árnason, bókavörður, Reykjavík
7. Hrafnkell Hugi Vernharðsson, tónlistarmaður, Flateyri15. Svafar Helgason, nemi í sameindalíffræði
8. Alma Benjamínsdóttir, leikskólakennari, Hólmavík16. Eva Pandóra Baldursdóttir, fv.alþingismaður, Reykjavík

24.8.2021 Efstu sætin á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Rvk-n. Tíu efstu sætin á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður skipa eftirtaldir:

1. Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur6. Haraldur Kristján Ólason, bílstjóri
2. Auðunn Björn Lárusson, leiðsögumaður7. Sverrir Vilhelm Bernhöft, framkvæmdastjóri
3. Örn Helgason, framkvæmdastjóri8. Þröstur Árnason, tæknimaður
4. Andrés Zoran Ivanovic, ferðaskipuleggjandi9. Óskar Örn Adolfsson, öryrki
5. Íris Lilliendahl, löggiltur skjalaþýðandi10. Dagmar Valdimarsson, öryrki

24.8.2021 Efstu sætin á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suður. Tíu efstu sætin á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi skipa eftirtaldir:

1. Magnús Guðbergsson, skipstjóri, Reykjanesbæ6. Þórarinn Þorláksson, verkamaður, Selfossi
2. Inga Jóna Traustadóttir, öryrki, Reykjavík7. Steinar Smári Guðbergssson, framkvæmdastjóri, Vogum
3. Birkir Pétursson, bílstjóri8. Þórarinn Baldursson, vélamaður
4. Heimir Ólafsson, bóndi9. Víðir Sigurðsson, smiður
5. Alda Björk Ólafsdóttir, forstjóri, Flúðum10. Ingibjörg Fanney Pálsdóttir, matsveinn. Kópavogi

24.8.2021 Listi Frjálslynda lýðræðisflokksins í NV. Framboðslisti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir,  verslunarmaður, Blönduósi9. Ingólfur Daníel Sigurðsson, tæknimaður, Blönduósi
2. Jóhann Bragason, rafvirki10. Jóhanna María Kristjánsdóttir, eldri borgari, Kópavogi
3. Hafþór Magnússon, sjómaður11. Gunnar Karl Halldórsson, prentari, Hellissandi
4. Jón Sigurðsson, smiður12. Friðfinnur V. Hreinsson, viðskiptafræðingur, Vogum
5. Reynir Sigurður Gunnlaugsson, iðnaðarmaður, Blönduósi13. Guðrún K. Ívarsdóttir, matreiðslumaður, Reykjavík
6. Karl Löve, öryrki14. Símon Sverrisson, kaupmaður
7. Ásta Björg Tómasdóttir, öryrki, Kópavogi15. Höskuldur Davíðsson, eldri borgari, Reykjavík
8. Sigurður Þorri Sigurðsson, öryrki16. Gunnlaugur Dan Sigurðsson, öryrki, Blönduósi

24.8.2021 Listi Frjálslynda lýðræðisflokksins í NA. Framboðslisti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson, eldri borgari, Reykjavík11. Grétar Harðarson, rafvirki, Reykjavík
2. Hilmar Daníel Valgeirsson, framkvæmdastjóri, Siglufirði12. Sólveig Höskuldsdóttir, meðferðarfulltrúi, Reykjavík
3. Halina Kravtchouk, yfirþerna, Akureyri13. Jónína Vilborg Jóhannesdóttir, starfsmaður, Reykjavík
4. Gestur Helgi Friðjónsson, öryrki, Akureyri14. Ágúst Heiðar Ólafsson, verkamaður, Akranesi
5. Valgeir Sigurðsson, veitingamaður, Siglufirði15. Anna Kristbjörg Jónsdóttir, húsmóðir, Reykjavík
6. Óskar Steingrímsson, rekstrarstjóri, Akureyri16. Guðlaugur Guðmundsson, öryrki, Reykjavík
7. Fannar Eyfjörð Skjaldarson, bílstjóri, Reykjavík17. Gísli Tómas Ívarsson, skipstjóri, Reykjavík
8. Höskuldur Geir Erlingsson, múrarameistari, Reykjavík18. Matthías Ingvar Auðarson, öryrki, Akureyri
9. Vilhjálmur Ragnarsson, vélvirkjameistari, Vogum19. Friðbjörn Friðbjarnarson, rekstrarstjóri, Reykjavík
10. Edda Lára Guðgeirsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur, Vogum20. Pétur Gissurarson, skipstjóri, Egilsstöðum

23.8.2021 Ábyrg framtíð í öllum kjördæmum. Stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur hafið meðmælendasöfnun með framboðslistum flokksins. Undirskriftasöfnun til að fá listabókstafinn Y er lokið og fram kemur á heimasíðu flokksins að vonir standi til að dómsmálaráðuneytið úthluti listabókstafnum í þessari viku. Landsflokkurinn hefur ekki birt neina framboðslista.

23.8.2021 Landsflokkurinn í öllum kjördæmum. Landsflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur hafið meðmælendasöfnun með framboðslistum sínum. Flokkurinn er einnig að safna undirskriftum til að fá úthlutað listabókstafnum L. Landsflokkurinn hefur ekki birt neina framboðslista.

17.8.2021 Oddvitar Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur birt oddvita í öllum kjördæmum.

  • Reykjavíkurkjördæmi suður – Inga Sæland alþingismaður
  • Reykjavíkurkjördæmi norður – Tómas Tómasson veitingamaður og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í 2.sæti
  • Suðvesturkjördæmi – Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og Jónína Björk Óskarsdóttir varaþingmaður í 2.sæti
  • Norðvesturkjördæmi – Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur
  • Norðausturkjördæmi – Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður
  • Suðurkjördæmi – Ásta Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna

17.8.2021 Staða framboðsmála. Staða framboðsmála þeirra flokka og framboða sem boðað hafa framboð halda áfram að skýrast. Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur Íslands, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa birt fullmannaða lista í öllum kjördæmum. Auk þess hafa Píratar birt framboðslista í framhaldi af prófkjöri flokksins en þeir voru ekki fullmannaðir.

Flokkur fólksins og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hafa birt oddvita í fimm af sex kjördæmum en ekki aðra frambjóðendur. Landsflokkurinn og Ábyrg framtíð eru að safna undirskriftum til að fá úthlutað listabókstaf. Ekki er að sjá á heima- eða facebooksíðum að önnur stjórnmálasamtök eða framboð séu í startholunum til að bjóða fram.

17.8.2021 Jakob Frímann leiðir Flokk fólksins í NA. Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður mun leiða lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.

15.8.2021 Ábyrgð framtíð Y-listi. Stjórnmálasamtökin Ábyrg framtíð hafa hafið rafræna undirskriftasöfnun fyrir að fá listabókstafinn Y á Ísland.is.

15.8.2021 Vefurinn kosning.is opnaður. Upplýsingavefurinn kosning.is hefur verið opnaður. Þar er að finna allar helstu upplýsingar er varða komandi alþingiskosningar, m.a. tímalínu með helstu dagsetningum, leiðbeiningar vegna kosningar utan kjörfundar og sérstakar leiðbeingar vegna Covid-19.

14.8.2021 Listi Sósíalista í NV. Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Flokkur hefur þá birt lista í öllum kjördæmum. Listinn er þannig skipaður:

1. Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur9. Jónas Þorvaldsson, sjómaður
2. Árni Múli Jónasson, mannréttindalögfræðingur og framkvæmdastjóri10. Valdimar Arnþór Anderssen, heimavinnandi húsfaðir
3. Sigurður Jón Hreinsson, véliðnfræðingur og bæjarfulltrúi11. Guðrún Bergmann Leifsdóttir, listakona
4. Aldís Schram, lögfræðingur og kennari12. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands
5. Bergvin Eyþórsson, þjónustufulltrúi og varaform.Verkalýðsfélags Vestfjarða13. Dröfn Guðmundsdóttir, kennari
6. Guðni Hannesson, ljósmyndari14. Indriði Aðalsteinsson, bóndi
7. Ágústa Anna Ómarsdóttir, lyfjatæknir15. Fjóla Heiðdal Steinarsdóttir, háskólanemi
8. Sigurbjörg Magnúsdóttir, eftirlaunakona16. Finnur Torfi Hjörleifsson, lögfræðingur og eftirlaunamaður

13.8.2021 Eyjólfur leiðir Flokk fólksins í NV. Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur og formaður samtakanna Orkunnar okkar mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

12.8.2021 Staðfestur kjördagur er 25.september. Í forsetabréfi um þingrof almennar kosningar sem birtist í dag var kjördagur alþingiskosninga þann 25. september formlega staðfestur. Það þýðir að framboðsfrestur rennur út á hádegi föstudaginn 10.september og frestur til að sækja um listabókstaf út á hádegi þriðjudaginn 7.september. Það þýðir jafnframt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist.

10.8.2021 Listi Sósíalista í NA. Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri11. Stefán L. Rögnvaldsson, bóndi og raunsæisskáld
2. Margrét Pétursdóttir, verkakona12. Kolbeinn Agnarsson, sjómaður
3. Guðrún Þórsdóttir, menningarstjóri og ráðgjafi13. Halldóra Hafdísardóttir, mynlistarmaður
4. Þorsteinn Bergsson, bóndi14. Arinbjörn Árnason, fv.bóndi og bifreiðastjóri
5. Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuslistakona og sagnfræðingur15. Ari Sigurjónsson, sjómaður
6. Auður Traustadóttir, sjúkraliði16. Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur
7. Rúnar Freyr Júlíusson, námsmaður17. Michal Polacek, lögfræðingur
8. Karolina Sigurðardóttir, verkakona18. Katrín María Ipaz, þjónn
9. Bergrún Andradóttir, námsmaður19. Skúli Skúlason, leiðbeinandi
10. Brynja Siguróladóttir, öryrki20. Jóhann Axelsson, prófessor emeritus

9.8.2021 Landsflokknum synjað um listabókstaf. Umsókn Landsflokksins um listabókstafinn L var hafnað af dómsmálaráðuneytinu þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði. Landsflokkurinn hefur hafið söfnun meðmælenda að nýju en 300 undirskriftir þurfa að fylgja umsókn um listabókstaf.

7.8.2021 Framboðslisti Sósíalista í Rvk-norður. Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður12. Atli Antonsson, doktorsnemi
2. Laufey Líndal Ólafsdóttir, námsmaður í hléi13. Ævar Uggason, bóksali
3. Atli Gíslason, tölvunarfræðingur14. Jóna Guðbjörg Torfadóttir, kennari
4. Sólveig Anna Jónsdóttir, form.Eflingar15. Bjarki Steinn Bragason, skólaliði
5. Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur16. Nancy Coumba Koné, danskennari
6. Bogi Reynisson, tæknimaður17. Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi
7. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, námsmaður18. Birgitta Jónsdóttir, fv.alþingismaður
8. Ævar Þór Magnússon, verkstjóri19. Sigurður Gunnarsson, ljósmyndari
9. Geir Hanna Kristjánsdóttir, öryrki20. Þorvarður Bergmann Kjartansson, tölvunarfræðingur
10. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður og form.herstöðvarandstæðinga21. Ísabella Lena Borgarsdóttir, námsmaður
11. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi22. María Kristjánsdóttir, leikstjóri

6.8.2021 Jóhann Sigmars leiðir Landsflokkinn í Rvk-suður. Jóhann Sigmarsson formaður Landsflokksins og kvikmyndaleikstjóri mun leiða Landsflokksinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá kemur einnig fram að verið sé að vinna í framboðslistum og enn séu laus oddvitasæti.

5.8.2021 Staða framboðsmála. Í dag eru ríflega sjö vikur til alþingiskosninga og fimm vikur þar til að framboðsfrestur rennur út. Frestur til að sækja um listabókstaf rennur út þremur dögum fyrir lok framboðsfrests.

Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa birt fullbúna framboðslista í öllum kjördæmum. Píratar hafa raðað niður í efstu sæti í öllum kjördæmum eftir prófkjör en hafa ekki birt fulla lista.

  • Sósíalistaflokkur Íslands hefur birt þrjá af sex framboðslistum. Listabókstafur J.
  • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur upplýst um fimm af sex oddvitum flokksins. Listabókstafur O.
  • Flokkur fólksins hefur upplýst um þrjá af sex oddvitum flokksins.
  • Landsflokkurinn er að safna undirskriftum vegna listabókstafsins L.
  • Ábyrg framtíð hefur hafið undirbúning að framboði. Er ekki með listabókstaf.
  • Frelsisflokkurinn hefur ekki gefið upp hvort flokkurinn bjóði fram. Listabókstafur Þ.

5.8.2021 Framboðslisti Sósíalista í Suður. Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur11. Bjartey Hermannsdóttir, móttökuritari
2. Birna Eik Benediktsdóttir, framhaldsskólakennari12. Pawel Adam Lopatka, landvörður
3. Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaform.ASÍ-UNG13. Sigurður Erlends Guðbjargarson, rafíþróttaþjálfari
4. Arna Þórdís Árnadóttir, verkefnastjóri14. Þórdís Guðbjartsdóttir, öryrki
5. Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtimeistari og kennari15. Kári Jónsson, verkamaður
6. Þórbergur Torfason, sjómaður16. Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður
7. Einar Már Atlason, sölumaður17. Elínborg Steinunardóttir, öryrki
8. Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi18. Stefán Helgi Helgason, atvinnurekandi
9. Arngrímur Jónsson, sjómaður19. Finnbjörg Guðmundsdóttir, eftirlaunakona
10. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri20. Viðar Steinarsson, bóndi

3.8.2021 Framboðslisti Sósíalista í Rvk-suður. Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður var lagður fram í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur12. Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur
2. Símon Vestarr Hjaltason, kennari13. Krummi Uggason, námsmaður
3. María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi14. María Sigurðardóttir, leikstjóri
4. Jón Kristinn Cortez, tónlistarmaður15. Tamila Gámez Garcell, kennari
5. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari16. Elísabet Einarsdóttir, öryrki
6. Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður17. Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari
7. Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri18. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi
8. Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi19. Mikolaj Cymcyk, námsmaður
9. Bára Halldórsdóttir, öryrki20. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor
10. Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi21. María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki
11. Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður22. Andri Sigurðsson, hönnuður

30.7.2021 Óli Halldórs leiðir ekki VG í NA. Óli Halldórsson mun ekki skipa efsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Í yfirlýsingu frá honum á efacebook segir: „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir. Í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer maður ekki til smárra verka eða af hálfum hug.“

Eftir helgi verður lögð fram tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður leiði listann, Jódís Skúladóttir sveitarstjórnarmaður á Fljótsdalshéraði verði í öðru sæti og Óli færist niður í það þriðja.

30.7.2021 Framboðslisti Sósíalista í SV. Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. María Pétursdóttir, myndlistakona og öryrki14. Sigurður H. Einarsson, vélvirki
2. Þór Saari, hagfræðingur og fv.alþingismaður15. Silja Rún Högnadóttir, myndlistarnemi
3. Agnieszka Sokolowska, bókavörður16. Alexey Mateev, skólaliði
4. Luciano Dutra, þýðandi17. Elísabet Freyja Úlfarsdóttir, námsmaður
5. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarmaður og kvikmyndagerðarkona18. Arnlaugur Samúel Arnþórsson, garðyrkjumaður
6. Hörður Svavarsson, leikskólastjóri19. Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður í heimaþjónustu
7. Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor20. Baldvin Björgvinsson, framhaldsskólakennari
8. Sæþór Benjamín Randalsson, matráður21. Elsa Björk Harðardóttir, grunnskólakennari og öryrki
9. Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og stjórnsýslufræðingur22. Jón Hallur Haraldsson, forritari
10. Tómas Ponzi, garðyrkjubóndi23. Brynhildur Yrsa Valkyrkja Guðmundsdóttir, leikskólakennari
11. Sara Stef. Hildardóttir, upplýsingafræðingur24. Gísli Pálsson, mannfræðiprófessor
12. Agni Freyr Arnarson Kuzminov, námsmaður25. Erling Smith, tæknifræðingur og öryrki
13. Zuzanna Elvira Korpak, námsmaður26. Sylviane Lecoultre, iðjuþjálfi

28.7.2021 Staða framboðsmála. Staða framboðsmála þegar tveir mánuðir eru til alþingiskosninga eru óðum að skýrast. Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa birt framboðslista í öllum kjördæmum. Aðrir eru komnir skemmra.

  • Píratar héldu prófkjör í vetur þar sem að efstu sæti voru ákveðin en framboðslistar hafa ekki verið birtir.
  • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur kynnt oddvita í fimm kjördæmum.
  • Flokkur fólksins hefur tilkynnt oddvita í þremur kjördæmum.
  • Sósíalistaflokkur Íslands hefur boðað að listar verði birtir í kringum verslunarmannahelgi.
  • Frelsisflokkurinn er kominn með listabókstafinn Þ en ekki tekið ákvörðun um framboð.
  • Landsflokkurinn er að safna undirskriftum vegna umsóknar um listabókstafinn L.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur ekki gefið upp hvort flokkurinn hyggi á framboð.
  • Ábyrg framtíð boðar flokksstofnun og framboð í komandi alþingiskosningum.

27.7.2021 Framboðslisti Miðflokksins í SV. Framboðslisti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður, Kópavogi14. Þorleifur Andri Harðarson, Mosfellsbæ
2. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Garðabæ15. Katrín Eliza Bernhöft, Kópavogi
3. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, Kópavogi16. Elena Alda Árnason, Garðabæ
4. Arnhildur Ásdís Kolbeins, Hafnarfirði17. Valborg Anna Ólafsdóttir, Mosfellsbæ
5. Sveinn Óskar Sigurðsson, Mosfellsbæ18. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Kópavogi
6. Hafliði Ingason, Hafnarfirði19. Bryndís Þorsteinsdóttir, Garðabæ
7. Elías Leví Elíasson, Mosfellsbæ20. Smári Guðmundsson, Seltjarnarnesi
8. Íris Kristína Óttarsdóttir, Garðabæ21. Ásbjörn Baldursson, Kópavogi
9. Þórunn Magnea Jónsdóttir, Mosfellsbæ22. Helena Helma Markan, Seltjarnarnesi
10. Brynjar Vignir Sigurjónsson, Mosfellsbæ23. Aðalsteinn J. Magnússon, Garðabæ
11. Haraldur Anton Haraldsson, Kópavogi24. Alexandra Einarsdóttir, Hafnarfirði
12. Kolbeinn Helgi Kristjánsson, Mosfellsbæ25. Sigrún Aspelund, Garðabæ
13. Jón Kristján Brynjarsson, Garðabæ26. Gunnar Bragi Sveinsson fv.alþingismaður og ráðherra, Reykjavík

26.7.2021 Ábyrg framtíð – nýtt framboð? Jóhannes Loftsson einn helsti talsmaður Coviðspyrnunnar og formaður Frjálshyggjufélagsins hefur boðað stofnun nýs stjórnmálaafls í vikunni sem bjóða á fram í komandi alþingiskosningum.

26.7.2021 Framboðslisti MIðflokksins í Rvk-s. Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins12. Tomasz Rosada
2. Danith Chan13. Hólmfríður Hafberg
3. Snorri Þorvaldsson14. Guðlaugur Gylfi Sverrisson
4. Ómar Már Jónsson15 .Dorota Anna Zaroska
5. Anna Björg Hjartardóttir16. Gígja Sveinsdóttir
6. Patience Adjahoe Karlsson17. Svavar Bragi Jónsson
7. Finnur Daði Matthíasson18. Steindór Steindórsson
8. Steinunn Anna Baldvinsdóttir19. Björn Steindórsson
9. Björn Guðjónsson20. Örn Guðmundsson
10. Sigurður Hilmarsson21. Hörður Gunnarsson
11. Guðbjörg Ragnarsdóttir22. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi

26.7.2021 Enginn CC-listi VIðreisnar. Eftir að Benedikt Jóhannesson fv. alþingismaður fékk ekki sæti á lista Viðreisnar var stofnað félagið Endurreisn. Nú hafa náðst sáttir á milli Benedikts og forsvarsmanna Viðreisnar og því verður ekkert að sérframboð Viðreisnar undir merkjum CC sem Benedikt hafði viðrað.

26.7.2021 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í NV. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var lagður fram í gær. Hann er þannig skipaður:

1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- ferða- og nýsköpunarráðherra9. Bjarni Pétur Marel Jónsson, starfsmaður í aðhlynningu
2. Haraldur Benediktsson, alþingismaður10. Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
3. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og fv.alþingismaður11. Friðbjörg Matthíasdóttir, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
4. Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona12. Sigrún Hanna Sigurðardóttir, búfræðingur og bóndi
5. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, ráðgjafi13. Anna Lind Særúnardóttir, meistarnemi í félagsráðgjöf
6. Örvar Már Marteinsson, skipstjóri14. Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri og formaður byggðaráðs
7. Magnús Magnússon, sóknarprestur15. Guðmundur Haukur Jakobsson, pípulagningameistari og forseti sveitarstjórnar
8. Lilja Björg Ágústsdóttir, lögmaður og forseti sveitarstjórnar16. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur

24.7.2021 Fjóla sigraði leiðtogaprófkjör M-lista. Leiðtogaprófkjöri Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður lauk í dag. Fjóla Hrund Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins hlaut 58% atkvæða en Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður 42%. Kjörsókn var 90%. Gera má því ráð fyrir að kjörnefnd geri tillögu um að Fjóla skipi efsta sæti listans eins og gert var þegar tillaga kjörnefndar var felld.

21.7.2021 Framboðslisti Miðflokksins í Suður. Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var kynntur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Birgir Þórarinsson, alþingismaður, Vogum 11. Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ
2. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur, Hveragerði12. Ari Már Ólafsson, Árborg
3. Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra13. Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
4. Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum14. Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík
5. Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum15. Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum
6. Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ16. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn
7. Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg17. Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg
8. Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík18. Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ
9. Magnús Haraldsson, Hvolsvelli19. Elvar Eyvindsson, varaþingmaður, Rangárþingi eystra
10. Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ20. Einar G. Harðarson, Árnessýslu

21.7.2021 Guðlaugur leiðir ekki O-lista í SV. Guðlaugur Hermannsson sem tilkynntur hafði verið sem oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi mun ekki verða í kjöri til Alþingis í haust. Guðlaugur hefur samkvæmt umfjöllun fjölmiðla verið ákærður fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðarsjóði launa.

19.7.2021 Ólafur Ísleifsson hættur? Í yfirlýsingu sem Ólafur Ísleifsson sendi frá sér í kvöld segir hann: „Til að leysa þá pattstöðu sem upp er komin við uppstillingu á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður hefi ég ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokkins í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar.“ Líklegt verður því að teljast að Ólafur verði ekki í kjöri í komandi alþingiskosningum.

19.7.2021 Framboðslisti Miðflokksins í Rvk-norður. Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari12. Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri
2. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg13. Daníel Þór Friðriksson, kennaranemi
3. Erna Valsdóttir, fasteignasali14. Linda Jónsdóttir, einkaþjálfari
4. Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari15. Erlingur Þór Cooper, sölumaður
5. Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi og dómritari16. Bjarney Kristín Ólafsdóttir, sjúkraliði og guðfræðingur
6. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og háskólanemi17. Fabina Martins De Almeida Silva, starfsmaður á Hrafnistu
7. Óttar Ottósson, kerfisfræðingur18. Guðmundur Bjarnason, sölumaður
8. Vilborg Þórey Styrkársdóttir, framleiðslumaður og háskólanemi19. Karen Ósk Arnarsdóttir, háskólanemi
9. Jón Sigurðsson, tónlistarmaður20. Birgir Stefánsson, rafvélavirki og stýrimaður
10. Sigurður Ólafur Kjartansson, lögfræðingur21. Ágúst Karlsson, verkfræðingur
11. Hólmfríður Þórisdóttir, íslenskufræðingur22. Atli Ásmundsson, fv.aðalræðismaður í Kanada

18.7.2021 Oddvitakjör hjá Miðflokki í Rvk-suður. Í framhaldi af því að tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var felld í vikunni hefur verið boðað til oddvitakjörs hjá flokknum. Um verður að ræða ráðgefandi atkvæðagreiðslu verður að ræða sem fer fram 23. og 24. júlí n.k. Ekki kemur fram hverjir verða í kjöri en gera má ráð fyrir að kosið verði á milli Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.

17.7.2021 CC-listi Viðreisnar? DV fjallar í dag um hugmyndir Benedikts Jóhannessonar eins af stofnendum Viðreisnar um að bjóða fram CC-lista en Benedikt hlaut ekki sæti á lista Viðreisnar sem honum þótti viðunandi. Einu sinni áður hefur slíkt verið gert þegar að sérframboð framsóknarmannsins Ingólfs Guðnason bauð fram undir BB-lista í Norðurlandskjördæmi vestra 1983. Þá var I-listi Hannibals Valdimarssonar í Reykjavík 1967 úrskurðaður sem GG-listi af landskjörstjórn og atkvæði hans talið með lista Alþýðubandalagsins við úthlutun uppbótarsæta.

15.7.2021 Tillaga að framboðslista Miðflokks í Reykjavíkurkjördæmi suður felld. Viljinn.is greinir frá því að í kvöld hafi tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður verið felld 30 atkvæðum gegn 14. Gerð var tillaga um að Fjóla Hrund Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins yrði oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í stað Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns sem verið hefur þingmaður Miðflokksins í kjördæminu frá 2017.

14.7.2021 Framboðslisti Miðflokksins í NA. Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið birtur í heild sinni. hann er þannig skipaður:

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og fv.ráðherra, Garðabæ11. Magnea María Jónudóttir, heilbrigðisstarfsmaður, Fáskrúðsfirði
2. Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður, Akureyri12. Ragnar Jónsson, bifvélavirki og bóndi, Eyjafjarðarsveit
3. Þorgrímur Sigmundsson, verktaki, Húsavík13. María Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir og frístundabóndi, Húsavík
4. Ágústa Ágúsdóttir, verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi, Öxarfirði14. Viðar Valdimarsson, ferðamálafræðingur, Akureyri
5. Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur, Reyðarfirði15. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri
6. Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi og framkvæmdastjóri, Breiðdal16. Bjarney Guðbjörnsdóttir, olíubifreiðarstjóri og bóndi, Eyjafjarðarsveit
7. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, skrifstofumaður, Akureyri17. Ævar Rafn Marinósson, bóndi, Langanesbyggð
8. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, verslunarmaður, Egilsstöðum18. Guðmundur Þorgrímsson, vörubifreiðastjóri, Fáskrúðsfirði
9. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, móttökuritari og sjúkraflutningamaður, Raufarhöfn19. Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri, Egilsstöðum
10. Sverrir Sveinsson, eldri borgari, Siglufirði20. Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri, Akureyri

12.7.2021 Staða framboðsmála. Þegar tveir og hálfur mánuður er til alþingiskosninga er komin nokkur mynd á hverjir verða í framboði. Staða framboðsmála flokkanna er hins vegar mjög ólík, allt frá því að allir framboðslistar séu klárir yfir í það að engir frambjóðendur hafi verið kynntir.

  • Framsóknarflokkur, Viðreisn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa kynnt framboðslista í öllum kjördæmum.
  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.
  • Píratar hafa gengu frá efstu sætum í öllum kjördæmum eftir prófkjör í vetur
  • Miðflokkurinn hefur samþykkt lista í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum
  • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur kynnt oddvita í öllum kjördæmum
  • Flokkur fólksins hefur kynnt oddvita í þremur kjördæmum
  • Sósíalistaflokkurinn hefur ekki kynnt neina frambjóðendur
  • Landsflokkurinn er að safna undirskriftum fyrir listabókstafinn L
  • Frelsisflokkurinn hefur ekki tekið ákvörðun um framboð

11.7.2021 Auglýsing um listabókstafi. Dómsmálaráðuneytið birti sl. föstudag auglýsingu um listabókstafi. Auglýsingin var um þá listabókstafi sem notaðir voru í síðustu alþingiskosningum og þá listabókstafi sem hefur verið úthlutað frá þeim. Listabókstafirnir eru: A-listi Bjartar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Flokks fólksins, J-listi Sósíalistaflokks Íslands, M-listi Miðflokksins, O-listi Frjálslynda lýðræðisflokksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinnar, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og Þ-listi Frelsisflokksins.

Auk þessara framboða mun Landsflokkurinn vera að safna undirskriftum til að fá listabókstafinn L. Af ofangreindum framboðum mun Björt framtíð og Dögun ekki bjóða fram. Þá er óljóst með framboð Frelsisflokksins.

10.7.2021 Framboðslisti Miðflokksins í NV. Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í vikunni. Þingmennirnir Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson leiða listann eins og síðustu kosningum. Listinn er þannig skipaður:

1. Bergþór Ólason, alþingismaður, Akranesi9. Óskar Torfason, Drangsnesi
2. Sigurður Páll Jónsson, alþingismaður, Stykkishólmi10. Valgerður Sveinsdóttir, Borgarbyggð
3. Finney Anita Thelmudóttir, Reykjavík11. Erna Ósk Guðnadóttir, Skagaströnd
4. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd12. Ragnar Rögnvaldsson, Skagaströnd
5. Högni Elfar Gylfason, Korná, Skagafirði13. Hafdís Björgvinsdóttir, Stykkishólmi
6. Hákon Hermannsson, Ísafirði14. Ingi Guðnason, Reykjavík
7. Anna Halldórsdóttir, Borgarnesi15. Gunnlaugur Sigmundsson, fv.alþingismaður, Reykjavík
8. Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi16. Óli Jón Gunnarsson, Akranesi

8.7.2021 Framboðlisti Miðflokksins í NA. Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur í kvöld. Sex efstu sætin hafa verið birt. Þau skipa: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður, 2. Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður, 3.Þorgrímur Sigmundsson varaþingmaður, 4. Ágústa Ágústsdóttir, 5. Alma Sigurbjörnsdóttir og 6. Guðný Harðardóttir

8.7.2021 Framboðslisti Sjálfstæðisflokks í SV. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur verið lagður fram. Hann er þannig skipaður:

1. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks14. Halla Karí Hjaltested, verkefnastjóri
2. Jón Gunnarsson, alþingismaður15. Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur
3. Bryndís Haraldsóttir, alþingismaður16. Dragoslav Stojanovic, húsvörður
4. Óli Björn Kárason, alþingismaður17. Inga Þóra Pálsdóttir, laganemi
5. Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari18. Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur
6. Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri19. Guðmundur Ingi Rúnarsson, lögreglumaður
7. Kristín María Thoroddsen, bæjarfulltrúi20. Sólon Guðmundsson, flugmaður
8. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, samskiptastjóri21. Helga Möller, tónlistarmaður
9. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar22. Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari
10. Hannes Þórður Þorvaldsson, lyfjafræðingur23. Björgvin Elvar Björgvinsson, málarameistari
11. Halla Sigrún Mathiesen, formaður SUS24. Petra Jónsdóttir, fv.skrifstofustjóri
12. Gísli Eyjólfsson, knattspyrnumaður og þroskaþjálfi25. Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi
13. Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður26. Laufey Jóhannsdóttir, leiðsögumaður

6.7.2021 Framboðslisti VG í Rvk-suður. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra12. Bryngeir Arnar Bryngeirsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur
2. Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra13. Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur
3. Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’7814. Gunnar Guttormsson, vélfræðingur
4. Brynhildur Björnsdóttir, leikkona, söngkona og leikstjóri15. Álfheiður Sigurðardóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri
5. Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur hjá VR16. Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðingur
6. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir17. Maarit Kaipanan, viðskiptafræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum
7. Kristín Magnúsdóttir, mastersnemi í mannfræði18. Helgi Hrafn Ólafsson, kennari og íþróttafræðingur
8. Guy Conan Stewart, grunnskólakennari19. Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild HÍ og deildarstjóri
9. Elínrós Birta Jónsdóttir, sjúkraliðanemi20. Grímur Hákonarson, leikstjóri
10. Styrmir Reynisson, framhaldsskólakennari21. Sjöfn Ingólfsdóttir, fv.form.Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
11. Jónína Riedel, félagsfræðingur22. Kjartan Ólafsson, fv.ritstjóri Þjóðviljans og fv.alþingismaður

6.7.2021 Framboðslisti VG í Rvk-norður. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG12. Íris Andrésdóttir, grunnskólakennari
2. Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður13. Kinan Kadoni, menningarmiðlari
3. Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi14. Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, rithöfundur
4. René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun15. Unnur Eggertsdóttir, leikkona
5. Andrés Skúlason, verkefnastjóri16. Gústav Adolf Bergmann, doktorsnemi í heimspeki
6. Álfheiður Ingadóttir, fv.alþingismaður og ráðherra17. Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur
7. Arnar Evegení Gunnarsson, þjónn18. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og sönkona
8. Birna Björg Guðmundsdóttir, formaður Trans vina19. Ragnar Gauti Hauksson, samgönguverkfræðingur
9. Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður20. Aðalheiður Björk Olgudóttir, grunnskólakennari
10. Hólmfríður Sigþórsdóttir, framhaldsskólakennari21. Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri
11. Jón M. Ívarsson, rithöfundur22. Guðrún Ágústsdóttir, fv.forseti borgarstjórnar

5.7.2021 Listabókstafur Sósíalista verður J. Þann 25. júní sl. úthlutaði dómsmálaráðuneytið Sósíalistaflokki Íslands listabókstafnum J. Sósíalistaflokkurinn bauð fram undir listabókstafnum J í síðustu borgarstjórnarkosningum.

4.7.2021 Gunnar Smári í þingframboð fyrir Sósíalista. Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og fv.ritstjóri greindi frá því í dag að hann gæfi kost á sér í næstu alþingiskosningum.

3.7.2021 Erna Bjarnadóttir fram fyrir Miðflokkinn. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur verður í 2.sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í næstu kosningum. Óljóst er því hvað verður Birgir Þórarinsson og Karl Gauta Hjaltason þingmenn MIðflokksins í kjördæminu, eða öllu heldur þann þeirra sem ekki leiðir listann.

3.7.2021 Framboðslisti Sjálfstæðisflokks í Rvk-suður. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur í gær. Hann er þannig skipaður:

1. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra12. Ingi Björn Grétarsson, öryggisráðgjafi
2. Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra13. Hafrún Kristjánsdóttir, sáfræðingur
3. Birgir Ármannsson, alþingismaður14. Helena Kristín Brynjólfsdóttir, verðbréfamiðlari
4. Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri15. Brynjólfur Magnússon, lögfræðingur
5. Ágústa Guðmundsdóttir, frumkvöðull og prófessor emeritus16. Kristín Björg Eysteinsdóttir, ráðgjafi
6. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur17. Kári Freyr Kristinsson, framhaldsskólanemi
7. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi18. Þórður Kristjánsson, fv.rannsóknarmaður
8. Helga Lára Haarde, M.sc. Sálfræði19. Arnar Sigurðsson, víninnflytjandi
9. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri20. Ólafur Teitur Guðnason, stjórnmálafr.og aðstoðarmaður ráðherra
10. Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum21. Nanna Kristín Tryggvadóttir, verkfræðingur
11. Hilmar Freyr Kristinsson, bankamaður22. Halldór Blöndal, fv.alþingismaður og ráðherra

3.7.2021 Framboðslisti Sjálfstæðisflokks i Rvk-norður. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður var samþykktur í gær. Hann er þannig skipaður:

1. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra12. Helgi Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri
2. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra13. Auðunn Kjartansson, múrarameistari
3. Brynjar Níelsson, alþingismaður14. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri
4. Kjartan Magnússon, fv.borgarfulltrúi15. Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðinemi
5. Bessí Jóhannsdóttir, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari16. Alexander Witold Bogdanski, viðskiptafræðingur 
6. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri17. Birgir Örn Steingrímsson, öryrki
7. Katrín Altadóttir, borgarfulltrúi18. Harpa Ómarsdóttir, hárgreiðslumeistari
8. Elsa B. Valsdóttir, skurðlæknir19. Emma Íren Egilsdóttir, laganemi
9. Kristófer Már Maronsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingur20. Kristján Guðmundsson, húsasmíðameistari
10. Viktor Ingi Lorange, ráðgjafi21. Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri
11. Elín Jónsdóttir, lögfræðingur22. Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fv.ráðherra

28.6.2021 Staða framboðsmála flokkanna. Stjórnmálaflokkar sem ekki eiga menn á þingi og hafa boðað eða eru að skoða hvort þeir eigi að bjóða fram eru flestir komnir frekar stutt í sínum framboðmálum, en hafa góða tvo mánuði til stefnu.

  • Sósíalistaflokkurinn (J-listi) hefur ekki birt neina frambjóðendur en heyrst hefur að listarnir birtist um verslunarmannahelgina.
  • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O-listi) hefur birt oddvita í öllum kjördæmum.
  • Frelsisflokkurinn (Þ-listi) hefur að sögn formanns flokksins ekki tekið ákvörðun um framboð flokksins.
  • Landsflokkurinn er að safna undirskriftum fyrir listabókstafinn L en engir frambjóðendur hafa litið dagsins ljós.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur ekki gefið neitt upp áform sín. Flokkurinn var með listabókstafinn E en þarf að sækja um hann að nýju.

27.6.2021 Oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokksins. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kynnti oddvita í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum í morgun. Í Norðvesturkjördæmi mun Sigurlaug G. I. Gísladóttir verslunarmaður í Húnabúðinni á Blönduósi leiða listann og í Suðvesturkjördæmi mun Guðlaugur Hermannsson framkvæmdastjóri og útgefandi frettatiminn.is leiða framboðslistann. Þar með hefur Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn birt oddvita í öllum sex kjördæmunum.

26.6.2021 Framboðslisti Framsóknar í Suður. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur í morgun. Hann byggir á prófkjöri flokksins sem fór fram fyrr í mánuðinum og er þannig skipaður:

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Hrunamannahr.11. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Mýrdalshreppi
2. Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi, Reykjanesbæ12. Inga Jara Jónsdóttir,  Árborg
3. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur, Selfossi13. Anton Kristinn Guðmundsson, Suðurnesjabæ
4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi, Reykjanesbæ14. Jóhannes Gissurarson, Skaftárhreppi
5. Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi, Vestmannaeyjum15. Gunnhildur Imsland, Hornafirði
6. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarfulltrúi, Hornafirði16. Jón Gautason, Árborg
7. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, Rangárþingi eystra17. Drífa Sigfúsdóttir, fv.bæjarfulltrúi, Reykjanesbæ
8. Daði Geir Samúelsson, rekstrarverkfræðingur, Hrunamannahreppi18. Haraldur Einarsson, fv.alþingismaður, Flóahreppi
9. Stefán Geirsson, Flóahreppi19. Páll Jóhann Pálsson, fv.alþingismaður, Grindavík
10. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Rangárþingi ytra20. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ

25.6.2021 Haraldur tekur annað sætið. Haraldur Benediktsson alþingismaður sem lenti í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að taka sætið. Skessuhorn.is greinir frá.

25.6.2021 Framboðsmál Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur tilkynnt um þrjá oddvita á listum flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þau eru:

  • Inga Sæland alþingismaður og formaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Tómas Tómasson veitingamaður kenndur við Hamborgarabúlluna í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Ásta Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna í Suðurkjördæmi

Ekki hefur komið fram hvort að Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður í Suðvesturkjördæmi muni leiða listann í kjördæminu áfram.

24.6.2021 Brynjar hættur við að hætta. Brynjar Níelsson alþingismaður sem greindi frá því þann 6. júní sl. að hann kveddi stjórnmálin sáttur, eftir að hafa ekki náð markmiði sínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í dag á facebook að hann sé hættur við að hætta. Hann mun því að óbreyttu skipa 3. sætið í öðrum hvoru Reykjavíkurkjördæmanna á móti Birgi Ármannssyni.

23.6.2021 Oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokksins. Frjálsyndi lýðræðisflokkurinn hefur kynnt fjóra af sex oddvitum flokksins í komandi alþingiskosningum. Flokkurinn boðar að að oddvitar í Norðvesturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verði kynntir um helgina. Þeir kynntir hafa verið eru:

  • Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Magnús Guðbergsson öryrki í Suðurkjördæmi
  • Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson í Norðausturkjördæmi.

22.6.2021 Haraldur liggur undir feldi. Haraldur Benediktson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem tapaði oddvitasætinu í prófkjöri um helgina hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann þiggi annað sætið á lista flokksins. Í samtali við BB.is sagði hann orðrétt: „Ég hef setið sem oddviti listans og gegnt stöðu fyrsta þingmanns kjördæmisins. Ég hef náð að stilla saman strengi allra þingmanna kjördæmisins til góðra verka. Ég er reiðubúinn að gera það áfram. Feli flokksmenn öðrum það hlutverk er það skýr niðurstaða. Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“

21.6.2021 Staða framboðsmála flokkanna. Að afloknum prófkjörum helgarinnar er að verða ljóst hverjir skipa efstu sæti sex af átta þeirra flokka sem eiga sæti á þingi.

  • Framsóknarflokkur – listar í fimm kjördæmum – gengið verður frá lista í Suðurkjördæmi um næstu helgi
  • Viðreisn – listar í öllum kjördæmum
  • Sjálfstæðisflokkur – listar í tveimur kjördæmum og prófkjörum lokið í öllum kjördæmum
  • Flokkur fólksins – þrír oddvitar kynntir
  • Miðflokkurinn – framboðsfrestur runninn út í öllum kjördæmum – vinna við uppstillingu í gangi
  • Píratar – prófkjörum lokið í öllum kjördæmum og efstu sæti framboðslista frágengin
  • Samfylking – listar í öllum kjördæmum
  • Vinstrihreyfing grænt framboð – listar í fjórum kjördæmum – forvali lokið í Reykjavík

20.6.2021 Úrslit í prófkjör Framsóknar í Suður. Talning í prófkjör Framsóknarflokksins sem haldið var í gær fór fram í dag. Samtals greiddu 1165 atkvæði en gild atkvæði voru 1019. Úrslit urðu þessi:

  1. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 975 atkvæði í 1.sæti eða 95,7%
  2. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ 552 atkvæði í 1.-2.sæti eða 54,2%
  3. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður Reykjanesbæ 589 atkvæði í 1.-3.sæti eða 57,8%
  4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ með 616 atkvæði í 1.-4.sæti eða 60,5%
  5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi með 773 atkvæði í 1.-5.sæti eða 75,9%,

Eftir að úrslit voru kynnt tilkynnti Silja Dögg Gunnarsdóttir sem lenti í þriðja sæti að hún myndi ekki taka það sæti.

20.6.2021 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV. Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk í lauk í gær. Úrslit urðu þessi:

  1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með 1347 atkvæði í 1.sæti eða 60,3%
  2. Haraldur Benediktsson alþingismaður með 1061 atkvæði í 1.-2.sæti eða 47,5%
  3. Teitur Björn Einarsson lögmaður og varaþingmaður með 1190 atkvæði í 1.-3.sæti eða 53,3%
  4. Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkraflutningamaður og nemi með 879 atkvæði í 1.-4.sæti eða 39,4%

Neðar lentu þau Örvar Már Marteinsson, Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Magnús Magnússon, Bjarni Pétur Marel Jónasson og Bergþóra Ingþórsdóttir. Samtal greiddu 2289 atkvæði, 57 voru ógild og gild atkvæði því 2232. Fyrir prófkjörið hafði Haraldur Benediktsson lýst því yfir að hann myndi aðeins þiggja efsta sætið og má því búast við því að þau sem neðar lentu færist upp í hans stað.

19.6.2021 Listi Sjálfstæðisflokks í NA. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, Akureyri11. Helgi Ólafsson, rafvirkjameistari, Raufarhöfn
2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur, Akureyri12. Freydís Anna Ingvarsdóttir, sjúkraliði og bóndi, Aðaldal
3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður bæjarráðs, Egilsstöðum13. Róbert Ingi Tómasson, framleiðslustjóri, Seyðisfirði
4. Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Reyðarfirði14. Guðný Margrét Bjarnadóttir, kennari og skíðaþjálfari, Eskifirði
5. Gunnar Hnefill Örlygsson, framkvæmdamaður, Húsavík15. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði
6. Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, háskólanemi, Ólafsfirði16. Kristín Halldórsdóttir, rekstrarstjóri, Akureyri
7. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, sjálfstæður atvinnrekandi, Siglufirði17. Stefán Magnússon, bóndi, Hörgársveit
8. Ketill Sigurður Jóelsson, verkefnastjóri, Akureyri18. Guðrún Ása Sigurðardóttir, leikskólastarfsmaður, Fáskrúðsfirði
9. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, bóndi og fjölskyldufræðingur, Eyjafjarðarsveit19. Arnbjörg Sveinsdóttir, fv.alþingismaður, Seyðisfirði
10. Einar Freyr Guðmundsson, menntaskólanemi, Egilsstöðum20. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Akureyri

18.6.2021 Prófkjör Framsóknar í Suður. Prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fer fram á morgun 19. júní en atkvæði verða talin sunnudaginn 20. júní. Átta eru í framboði:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins í 1.sæti.
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður í Reykjanesbæ í 2.sæti.
  • Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 2.sæti.
  • Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur í Hrunamannahreppi í 2.-4.sæti.
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi í 3.sæti.
  • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 3.-4.sæti.
  • Njáll Ragnarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í 3.-4.sæti.
  • Ragnhildur Hrund Jónsdóttir bóndi í Prestshúsum 2 í Mýrdalshreppi í 3.-5.sæti.

17.6.2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn birtir lista í ágúst. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mun að sögn Guðmundar Franklíns Jónssonar birta framboðslista sína í þriðju viku í ágúst en þá er fyrirhugað að halda flokksþing. Komnir eru fram oddvitar í fjórum kjördæmum af sex.

16.6.2021 Prófkjör Sjálfstæðisflokks í NV.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldið í dag 16. júní og laugardaginn 19. júní. Kosið verður um fjögur efstu sætin. Haraldur sem skipaði 1.sætið í síðustu kosningum hefur gefið það út að hann muni ekki taka sæti á listanum verði hann ekki í fyrsta sæti. Níu eru í framboði. Þau eru:

  • Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi í Hvalfjarðarsveit í 1.sæti
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins Akranes í 1.sæti
  • Teitur Björn Einarsson lögmaður og fv. alþingismaður Skagafirði í 2.sæti
  • Örvar Már Marteinsson skipstjóri í Ólafsvík í 2.sæti
  • Guðrún Sigríður Ágústsdóttir ráðgjafi Reykjavík í 2.-3.sæti
  • Magnús Magnússon prestur og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra í 3.-4.sæti
  • Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkraflutningakona og nemi Akranesi í 4.sæti
  • Bjarni Pétur Marel Jónasson stjórnarmaður í SUS Ísafirði í 4. sæti
  • Bergþóra Ingþórsdóttir nemi Akranesi

15.6.2021 Sigurlaug Gísladóttir í framboð fyrir O-lista. Sigurlaug Gísladóttir sem rekur Húnabúðina / Bæjarblómið á Blönduósi mun vera í framboði fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í komandi alþingiskosningum. Af commentum á facebook-færslu hennar má ráða að hún muni leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.

14.6.2021 Framboðsmál Sósíalistaflokksins. Af þeim framboðum sem boðað hafa framboð í komandi alþingiskosningum hefur minnst frést af hverjir verða í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands. Á dögunum kom fram að flokkurinn hyggðist stilla upp á lista í öllum kjördæmum í sumar.

13.6.2021 Listi VG í NV. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var lagður fram í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, Hólum í Hjaltadal9. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, Strandabyggð
2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri10. María Hildur Maack, umhverfisstjóri, Reykhólum
3. Sigríður Gestsdóttir, dýralæknir, Ísafirði11. Auður Björk Birgisdóttir, háriðnmeistari og bóndi, Hofsósi
4. Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi, Forsæludal í Vatnsdal12. Einar Helgason, smábátasjómaður og skipstjóri, Patreksfirði
5. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og bæjarfulltrúi, Stykkishólmi13. Brynja Þorsteinsdóttir, leikskólaleiðbeinandi, Borgarnesi
6. Heiðar Mar Björnsson, kvikmyndagerðarmaður, Akranesi14. Rún Valdimarsdóttir, læknir, Akranesi
7. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri og formaður Byggðaráðs, Reykholti15. Valdimar Guðmannsson, iðnverkamaður og eldri borgari, Blönduósi
8. Ólafur Halldórsson, nemi og starfsmaður í aðhlynningu, Skagaströnd16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi, Brúarlandi á Mýrum

13.6.2021 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV. Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi lauk í gær. Samtals greiddu 4772 atkvæði, 64 voru ógild og gild atkvæði því 4708. Úrslit urðu þessi:

  1. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra með 3825 atkvæði í 1.sæti eða 81,2%
  2. Jón Gunnarsson alþingismaður og fv.ráðherra með 1134 atkvæði í 1.-2.sæti eða 24,1%
  3. Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður með 1616 atkvæði í 1.-3.sæti eða 34,3%
  4. Óli Björn Kárason alþingismaður með 1950 atkvæði í 1.-4.sæti eða 41,4%
  5. Arnar Þór Jónsson dómari með 2261 atkvæði í 1.-5.sæti eða 48,0%
  6. Sigþrúður Ármann framkvæmdastjóri með 2617 atkvæði í 1.-6.sæti eða 55,6%.

Neðar lentu: Vilhjálmur Bjarnason fv.alþingismaður, Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Hannes Þórður Þorvaldsson lyfjafræðingur.

12.6.2021 Bergþór sækist eftir endurkjöri. Bergþór Ólason alþingismaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi sækist eftir endurkjöri. Það kemur fram á Ruv.is. Í sömu frétt kemur fram að Sigurður Páll Jónsson sem er uppbótarmaður flokksins hafi enn ekki gert upp hug sinn.

12.6.2021 Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var lagður fram í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri, Hveragerði11. Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar, Suðurnesjabæ
2. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, Grindavík12. Arndís Bára Ingimarsdóttir, lögfræðingur, Vestmannaeyjum
3. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Reykjanesbæ13. Grétar Ingi Erlendsson, markaðs- og stölustjóri og bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn
4. Björgvin Jóhannesson, fjármálastjóri, Svf. Árborg14. Birgitta Hrund Ramsay Káradóttir, skólastjóri og bæjarfulltrúi, Grindavík
5. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðinemi, Rangárþingi eystra15. Sveinn Ævar Birgirsson, kennaranemi og varabæjarfulltrúi, Selfossi
6. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri, Vestmannaeyjum16. Hulda Gústafsdóttir, hestakona og framkvæmdastjóri, Rangárþingi ytra
7. Eva Björk Harðardóttir, oddviti, Skaftárhreppi17. Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Keflavík
8. Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ18. Jónas Logi Ómarsson, matreiðslumeistari og yfirbryti, Vestmannaeyjum
9. Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfi, Höfn í Hornafirði19. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri, Grindavík
10. Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldisfræðingur og flugfreyja, Reykjanesbæ20. Björn Bjarnason, fv.ráðherra, Rangárþingi eystra

12.6.2021 Tómas Ellert vill 2.sætið hjá Miðflokki í Suðurkjördæmi. Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg vill 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann bætist því við þá frambjóðendur sem þegar hafa verið sagt frá.

12.6.2021 Karl Gauti vill leiða Miðflokkinn í Suðurkjördæmi. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem kjörinn var af lista Flokks fólksins í síðustu kosningum sækist eftir að leiða lista flokksins í komandi kosningum. Það gerir Birgir Þórarinsson einnig sem leiddi lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Auk þeirra hefur Heiðbrá Ólafsdóttir lögfræðingur og kúabóndi lýst yfir framboði í 2.sætið.

11.6.2021 Framboðsmál Frjálslynda lýðræðisflokksins. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem er með listabókstafinn O, hefur kynnt til leiks þrjá oddvita. Það eru Guðmundur Franklín Jónsson en ekki hefur komið fram í hvaða kjördæmi hann býður sig fram í en líklega er það annað hvort Reykjavíkurkjördæmi norður eða Suðvesturkjördæmi, Glúmur Baldvinsson sem leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Magnús Guðbergsson skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjanesbæ sem leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi. Auk þess hefur Axel Már Waltersson skipstjóri í Njarðvík verið kynntur sem frambjóðandi flokksins. Samkvæmt heimasíðu flokksins verða fleiri oddvitar kynntir fljótlega og að allir listar flokksins að verði tilbúnir fyrir lok sumars.

10.6.2021 Prófkjör D-lista í SV hefst í dag. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefst í dag og lýkur á laugardaginn kl.18. Tólf eru í framboði. Þau eru:

  • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í 1.sæti.
  • Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður í 2.sæti
  • Jón Gunnarsson alþingismaður í 2.sæti
  • Óli Björn Kárason alþingismaður í 2.sæti
  • Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur og fv. alþingismaður í 3.sæti eða ofar
  • Arnar Þór Jónsson héraðsdómari í 2.-3.sæti
  • Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 3.sæti
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi í 3.sæti
  • Sigríður Ármann lögfræðingur og framkvæmdastjóri í 3.sæti
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar í 4.sæti
  • Guðbjörg Oddný Jónasdótir varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 4.sæti
  • Hannes Þórður Þorvaldsson lyfjafræðingur í 5.sæti.

9.6.2021 Frelsisflokkurinn íhugar framboð. Frelsisflokkurinn, sem er með listabókstafinn Þ, íhugar framboð í komandi alþingiskosningum. Á facebook-síðu flokksins segir Gunnlaugur Ingvarsson formaður: „Það mun ráðast á næstu 2 mánuðum hvort Frelsisflokkurinn telur sig hafa afl og nægjanlega hljómgrunn til þess að bjóða fram í kosningunum í haust.“

8.6.2021 Átta í framboði hjá Framsókn í Suðurkjördæmi. Framboðsfrestur fyrir prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið verður þann 19. júní n.k. rann út þann 4. júní sl. Átta verða í framboði. Þau eru:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins í 1.sæti.
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður í Reykjanesbæjar í 2.sæti.
  • Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 2.sæti.
  • Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur í Hrunamannahreppi í 2.-4.sæti.
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi í 3.sæti.
  • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 3.-4.sæti.
  • Njáll Ragnarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í 3.-4.sæti.
  • Ragnhildur Hrund Jónsdóttir bóndi í Prestshúsum 2 í Mýrdalshreppi í 3.-5.sæti.

8.6.2021 Landsflokkurinn vill listabókstafinn L. Landsflokkurinn sem stofnaður var fyrr á árinu safnar nú undirskriftum til að fá úthlutað listabókstafnum L. Til þess að það gangi eftir þurfa aðstandendur Landsflokksins að safna 300 undirskriftum.

7.6.2021 Magnús Guðbergsson leiðir O-lista í Suður. Magnús Guðbergsson skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjanesbæ mun leiða lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi.

7.6.2021 Listi Viðreisnar í NV. Framboðslisti Viðreisnar er kominn fram og er hann þannig skipaður:

1. Guðmundur Gunnarsson, fv.bæjarstjóri, Bolungarvík9. Alexander Aron Guðjónsson, rafvirki, Akranesi
2. Bjarney Bjarnadóttir, kennari, Borgarnesi10. Auður Helga Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafjarðabæ
3. Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, Akranesi11. Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri, Stykkishólmi
4. Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, Ísafjarðarbæ12. Lee Anna Maginnis, kennari og lögfræðingur, Blönduósi
5. Egill Örn Rafnsson, tónlistarmaður og háskólanemi, Bifröst13. Magnús Ólafs Hansson, húsgagnasmíðameistari, Akranesi
6. Edit Ómarsdóttir, verkefnastjóri, Akranesi14. Ragnheiður Jónasdóttir, forstöðumaður, Akranesi
7. Pétur Magnússon, húsasmiður, Ísafjarðabæ15. Pétur G. Markan, fv.sveitarstjóri og samskiptastjóri, Hafnarfirði
8. Svandís Edda Halldórsdóttir, lögfræðingur, Akranesi16. Sigrún Camilla Halldórsdóttir, form.Fél.eldri borgara, Ísafirði

6.6.2021 Brynjar Níelsson hættir. Brynjar Níelsson alþingismaður sem sóttist eftir 2.sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en lenti í því fimmta segist á facebook-síðu sinni kveðja stjórnmálin sáttur. Það þýðir væntanlega að Kjartan Magnússon færist upp og skipar 3.sætið í öðru hvoru kjördæminu á móti Birgi Ármannssyni.

6.6.2021 Guðlaugur Þór og Áslaug Arna leiða í Reykjavík. Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lauk í gær. Samtals greiddu 7493 atkvæði. Auð og ógild atkvæði voru 285 og gild atkvæði því 7.208. Sigríður Á. Andersen fv.dómsmálaráðherra sem leiddi listann í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu kosningunum varð ekki meðal átta efstu í prófkjörinu. Úrslit urðu sem hér segir:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með 3508 atkvæði í 1. sæti eða 48,7%
  2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra með 4912 atkvæði í 1.-2.sæti 68,1%
  3. Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra með 2875 atkvæði í 1.-3.sæti eða 39,9%
  4. Hildur Sverrisdóttir aðstoðarmaður nýsköpunar-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra með 2861 atkvæði í 1.-4.sæti eða 39,7%
  5. Brynjar Níelsson alþingismaður með 3311 atkvæði í 1.-5.sæti eða 45,9%
  6. Birgir Ármannsson alþingismaður með 4173 atkvæði í 1.-6.sæti eða 57,9%
  7. Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi með 3449 atkvæði í 1.-7.sæti eða 47,9%
  8. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill með 3148 atkvæði í 1.-8.sæti eða 43,7%

Neðar lentu þau Sigríður Á. Andersen alþingismaður og fv.dómsmálaráðherra, Ingibjörg H. Sverrisdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, Herdís Anna Þorvaldsdóttir varaþingmaður, Þórður Kristjánsson og Birgir Örn Steingrímsson.

5.6.2021 Listi Framsóknar í SV. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Willum Þór Þórsson, alþingismaður, Kópavogi14. Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Mosfellsbæ
2. Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði15. Árni Rúnar Árnason, Hafnarfirði
3. Anna Karen Svövudóttir, Hafnarfirði16. Dóra Sigurðardóttir, Seltjarnarnesi
4. Kristín Hermannsdóttir, Kópavogi17. Páll Marís Pálsson, Kópavogi
5. Ívar Atli Sigurjónsson, Kópavogi18. Björg Baldursdóttir, Kópavogi
6. Svandís Dóra Einarsdóttir, Garðabæ19. Sigurjón Örn Þórsson, Kópavogi
7. Ómar Stefánsson, fv.bæjarfulltrúi, Kópavogi20. Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock, Garðabæ
8. Halla Karen Kristjánsdóttir, Mosfellsbæ21. Einar Sveinbjörnsson, Garðabæ
9. Baldur Þór Baldvinsson, Kópavogi22. Helga Björk Jónsdóttir, Garðabæ
10. Margrét Vala Marteinsdóttir, Hafnarfirði23. Einar Bollason, Kópavogi
11. Valdimar Víðisson, Hafnarfirði24. Hildur Helga Gísladóttir, Hafnarfirði
12. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, Garðabæ25. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður, Kópavogi
13. Einar Gunnarsson, Hafnarfirði26. Eygló Harðardótti, fv.alþingismaður og ráðherra, Mosfellsbæ

5.6.2021 Guðmundur Helgi vill leiða Miðflokkinn í SV. Guðmundur Helgi Víglundsson véltæknifræðingur í Hafnarfirði sækist eftir að leiða lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Áður hafði Una María Óskarsdóttir varaþingmaður gefið yfirlýsingu um að hún sækist eftir að leiða listann. Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Miðflokksins í kjördæminu hefur gefið út að hann sækist ekki eftir endurkjöri.

4.6.2021 Tvennar sameiningarkosningar á morgun. Kosningar um sameiningu sveitarfélaga verða haldar á morgun í Þingeyjarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu. Í Þingeyjarsýslu verður kosið um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps en samtals voru þessi sveitarfélög með 1.323 íbúa þann 1. janúar sl. Í Austur-Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Samtals bjuggu 1.884 í þessum fjórum sveitarfélögum þann 1.janúar sl.

4.6.2021 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stendur yfir í dag og lýkur kl.18 á morgun. Þrettán eru í kjöri. Þau eru: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1.sæti, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í 1.sæti, Sigríður Á. Andersen alþingismaður og fv.ráðherra í 2.sæti, Brynjar Níelsson alþingismaður í 2.sæti, Birgir Ármannsson alþingismaður í 2.-3.sæti, Diljá Mist Einarsdóttir varaborgarfulltrúi og aðstoðarmaður utanríkisráðherra í 3.sæti, Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra í 3.-4.sæti, Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi í 3.-4.sæti, Friðjón Friðjónsson almannatengill í 4.sæti, Ingibjörg H. Sverrisdóttir formaður félags eldri borgara í Reykjavík í 4.sæti, Ingibjörg H. Sverrisdóttir varaþingmaður í 4.-5.sæti, Birgir Örn Steingrímsson framkvæmdastjóri í 6.sæti og Þórður Kristjánsson fv. rannsóknarmaður sem tilgreinir ekki sæti. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fimm þingsæti í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum.

3.6.2021 Framboðlisti VG í SV. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboð var lagður fram í dag. hann er þannig skipaður:

1. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra14. Birte Harkesen, leikskólakennari
2. Una Hildardóttir, varaþingmaður og forseti LUF15. Gunnar Kvaran, sellóleikari
3. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður16. Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir, lögfræðingur og myndlistarkona
4. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi17. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi
5. Þóra Elfa Björnsdóttir, setjari og framhaldsskólakennari18. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi
6. Júlíus Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi og háskólanemi19. Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi í Garðabæ
7. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ20. Anna Ólafsdóttir Björnsson, fv.alþingismaður og tölvunar- og sagnfræðingur
8. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur21. Einar Ólafsson, íslenskufræðingur
9. Fjölnir Sæmundsson, varaþingmaður og form.Landssambands lögreglumanna22. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir, deildarstjóri leikskóla
10. Anna Þorsteinsdóttir, þjóðgarðsvörður23. Gestur Svavarsson, upplýsingartækniráðgjafi
11. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur24. Aldís Aðalbjarnardóttir, kennari
12. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og fv.bæjarstjóri í Hafnarfirði25. Einar Bergmundur Þorgerður og Bóasson, hugbúnaðarsérfræðingur
13. Árni Matthíasson, netstjóri, rithöfundur og stjórnarmaður í Kvennaathvarfinu26. Þuríður Backman, fv.alþingismaður

3.6.2021 Tómas Ellert vill 2.sætið hjá Miðflokki í Suður. Tómas Ellert Tómasson byggingaverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Suðurkjördæmi vill skipa 2.sætið á lista flokksins fyrir kosningarnar í haust.

3.6.2021 Birgir vill leiða Miðflokkinn í Suður. Birgir Þórarinsson alþingismaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi vill leiða flokkinn áfram í næstu kosningum. Auk Birgis hefur Heiðbrá Ólafsdóttir lögfræðingur og kúabóndi gefið kost á sér í 2.sæti listans. Karl Gauti Hjaltason sem kjörinn var á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk síðar til liðs við Miðflokkinn hefur ekki gefið annað í skyn en að hann sækist eftir endurkjöri.

2.6.2021 Breytingar á kosningalögum samþykktar. Alþingi samþykkti í dag breytingar á kosningalögum. Þær snúa að eftirtöldum atriðum:

  • að unnt verði að safna meðmælum með framboðum til kosninga til Alþingis rafrænt sem og meðmælum vegna úthlutunar listabókstafs. Jafnframt að unnt sé rita rafrænt undir tilkynningu stjórnmálasamtaka til yfirkjörstjórna um framboð og að sá sem hyggst bjóða sig fram geti ritað rafrænt undir yfirlýsingu sína um framboð.
  • að unnt verði að bregðast við því ástandi sem kann hugsanlega að ríkja vegna COVID-19-farsóttarinnar þegar kosningar fara fram á hausti komandi þannig að þeim sem kunna að vera í sóttkví eða einangrun á kjördag verði gert kleift að kjósa.
  • nauðsynlegum lagfæringar á tilvísun til heitis sveitarfélaga í Norðausturkjördæmis vegna sameiningar fjögurra sveitarfélaga í sveitarfélagið Múlaþing.

31.5.2021 Tómas leiðir Flokk fólksins í Rvk-n. Tómas Tómason, Tommi á hamborgarabúllu Tómasar, mun leiða framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum.

30.5.2021 Gauti tekur ekki 3.sætið. Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi sem lenti í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að taka ekki sætið. Þetta kemur fram á facebook-síðu hans þar sem hann segir: „Ég sóttist eftir að leiða listann, það varð ekki og af þeim sökum mun ég ekki sækjast eftir að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við kosningar til Alþingis í haust.“

30.5.2021 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suður. Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi liggja fyrir. Atkvæði greiddu 4.647 en þar af voru auð og ógild 114. Úrslit urðu þessi:

  1. Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri í Hveragerði með 2183 atkvæði í 1.sæti eða 48,2%
  2. Vilhjálmur Árnason alþingismaður í Grindavík með 2651 atkvæði í 1.-2.sæti eða 58,5%
  3. Ásmundur Friðriksson alþingismaður í Reykjanesbæ með 2278 atkvæði í 1.-3.sæti eða 50,3%
  4. Björgvin Jóhannesson fjármálastjóri á Selfossi með 1895 atkvæði í 1.-4.sæti eða 41,8%
  5. Ingveldur Anna Sigurðardóttir laganemi í Rangárþingi eystra með 2843 atkvæði í 1.-5.sæti eða 62,7%
  6. Jarl Sigurgeirsson skólastjóri í Vestmannaeyjum með 2109 atkvæði í 1.-5.sæti eða 46,5%

Neðar lentu: Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi, Guðbergur Reynisson framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ og Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóri í Reykjavík.

30.5.2021 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA. Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi liggja fyrir. Atkvæði greiddu 1.570 en þar af voru auð og ógild 71. Úrslit urðu þessi:

  1. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður á Akureyri með 816 atkvæði í 1.sæti eða 54,4%
  2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir varabæjarfulltrúi á Akureyri með 708 atkvæði í 1.-2.sæti eða 47,2%
  3. Gauti Jóhannesson forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi á Djúpavogi með 780 atkvæði í 1.-3.sæti eða 52,0%
  4. Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði með 919 atkvæði í 1.-4.sæti eða 61,3%.
  5. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi á Reyðarfirði með 854 atkvæði í 1.-5.sæti eða 57,0%.

Neðar lentu: Gunnar Hnefill Örlygsson háskólanemi á Húsavík, Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri á Akureyri, Einar Freyr Sigurðsson menntaskólanemi á Egilsstöðum og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir háskólanemi á Ólafsfirði.

29.5.2021 Listi VG í Suður. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi var birtur í dag. Konur skipa þrjú efstu sæti listans sem er þannig skipaður:

1. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri11. Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur
2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi, sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður12. Þorsteinn Kristinsson, kerfisfræðingur
3. Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður UVG13. Hörður Þórðarson, leigubílstjóri
4. Rúnar Gíslason, lögreglumaður14. Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi
5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi15. Guðmundur Ólafsson, bóndi og vélfræðingur
6. Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi16. Kjartan Ágústsson, bóndi og  kennari
7. Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur17. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður
8. Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri18. Linda Björk Kvaran, kennari og náttúrufræðingur
9. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur19. Sæmundur Helgason, kennari og sveitarstjórnarmaður
10. Ásgeir Rúnar Helgason, lýðheilsufræðingur20. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður

28.5.2021 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í NA á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram á morgun. Níu eru í framboði. Um efsta sætið keppa þeir Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður á Akureyri og Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi sem búsettur er á Djúpavogi. Aðrir frambjóðendur eru þau Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri í 2.sæti, Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði í 2.-3.sæti, Gunnar Hnefill Örlygsson fjármálaverkfræðinemi á Húsavík í 3.sæti, Ragnar Sigurðsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Reyðafirði í 3.-4.sæti, Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri á Akureyri í 3.-5.sæti, Einar Freyr Sigurðsson menntaskólanemi á Egilsstöðum í 5.sæti og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir háskólanemi á Ólafsfirði í 5.sæti. Samkvæmt heimasíðu Sjálfstæðisflokksins loka síðustu kjörstaðir kl.18.

28.5.2021 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suður á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram á morgun. Níu eru í framboði. Um efsta sætið berjast þau Vilhjálmur Árnason alþingismaður í Grindavík og Guðrún Hafsteinsdóttri markaðsstjóri í Hveragerði. Ásmundur Friðriksson alþingismaður í Reykjanesbæ býður sig fram í 2. sætið og Eva Björk Harðardóttir oddvti í Skaftárhreppi í 2.-3.sæti. Í þriðja sætið bjóða sig fram þeir Björgvin Jóhannesson fjármálastjóri á Selfossi og Guðbergur Reynisson framkvæmdastjóri í Reykjanesbær. Í fjórða sætið bjóða sig fram þeir Jarl Sigurgeirsson skólastjóri í Vestmannaeyjum og Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóri í Reykjavík. Þá býður Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðinemi í Rangárþingi eystra sig fram í 4.-5.sæti. Samkvæmt heimasíðu Sjálfstæðisflokksins loka síðustu kjörstaðir kl.19.

27.5.2021 Framboðslisti Viðreisnar í SV. Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fv.ráðherra, Hafnarfirði14. Hermundur Sigurðsson, raffræðingur, Hafnarfirði
2. Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður, Garðabæ15. Soumia I. Georgsdóttir, framkvæmdastjóri, Kópavogi
3. Elín Anna Gísladóttir, verkfræðingur, Mosfellsbæ16. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður, Kópavogi
4. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi, Garðabæ17. Sigríður Sía Þórðardóttir, forstöðumaður, Kópavogi
5. Ástrós Rut Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi, Hafnarfirði18. Jón Gunnarsson, háskólanemi, Garðabæ
6. Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur, Garðabæ19. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta, Hafnarfirði
7. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögmaður, Kópavogi20. Páll Árni Jónsson, stjórnarformaður, Seltjarnarnesi
8. Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði21. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, dagskrárgerðarkona, Reykjavík
9. Sigrún Jónsdóttir, flugfreyja, Hafnarfirði22. Magnús Ingibergsson, húsasmíðameistari, Mosfellsbæ
10. Guðlaugur Kristmundsson, þjálfari, Garðabæ23. Þórey S. Þórisdóttir, doktorsnemi, Hafnarfirði
11. Kristín Pétursdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Hafnarfirði24. Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi, Álftanesi
12. Ívar Lillendahl, læknir, Mosfellsbæ25. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fv.alþingismaður, Kópavogi
13. Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, sölufulltrúi, Hafnarfirði26. Þorsteinn Pálsson, fv.alþingismaður og ráðherra, Reykjavík

27.5.2021 Ágústa vill 3.-4.sæti hjá Miðflokknum í NA. Ágústa Ágústsdóttir sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi í Öxarfirði sækist eftir 3.-4.sæti hjá Miðflokknum í Norðausturkjördæmi. Áður hafði Þorgrímur Sigmundsson varaþingmaður á Húsavík boðið sig fram í 2.-3.sæti. Þingmenn Miðflokksins í kjördæminu eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.

26.5.2021 Framboðslisti Viðreisnar í Rvk-norður. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Þorbjörg Sigríður Gunnlausdóttir, alþingismaður12. Einar Torfi Einarsson Reynis, verkfræðingur
2. Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður13. Emilía Björt Írisardóttir, stjórnmálafræðinemi
3. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sálfræðinemi og leiðbeinandi14. Kristján Ingi Svanbergsson, meistarnemi í fjármálum
4. Guðmundur Ragnarsson, fv.form.VM15. Þuríður Elín Sigurðardóttir, leikkona
5. Marta Jónsdóttir, lögfræðingur16. Halldór Pétursson, byggingaverkfræðingur
6. Geir Sigurður Jónsson, forritari og frumkvöðull 17. Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri
7. Þórunn Sif Böðvarsdóttir, kennari18. Sveinbjörn Finnsson, sérfræðingur í orkumálum
8. Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri19. Sigrún Helga Lund, stærðfræðingur
9. Dóra Sif Tynes, lögmaður20. Hákon Guðmundsson, markaðsfræðingur
10. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur21. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, kennari og tónlistarkona
11. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi22. Þorsteinn Víglundsson, fv.ráðherra og alþingismaður

26.5.2021 Framboðslisti Viðreisnar í Rvk-suður. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður 12. Stefán Andri Gunnarsson, kennari
2. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar13. Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðingur
3. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar14. Aron Eydal Sigurðsson, þjónustufulltrúi
4. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur15. Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
5. Heiða Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri16. Reynir Hans Reynisson, sérnámslæknir
6. Gunnar Björnsson, form.Skáksambands Íslands17. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, rannsakandi hjá Skattinum
7. Tinna Gunnlaugsdóttir, fv.þjóðleikhússtjóri18. Samúel Torfi Pétursson, verkfræðingur
8. Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri19. Margrét Ósk Gunnarsdóttir, laganemi
9. Eyrún Þórðardóttir, verkefnastjóri20. Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi 
10. Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður21. Ásdís Rafnar, hæstaréttarlögmaður
11. Rhea Juarez, í fæðingarorlofi22. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og varaþingmaður

25.5.2021 Tólf í prófkjöri D-lista í SV. Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi rann út í dag. Tólf eru í framboð. Þau eru: Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í 1. sæti, Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður í 2. sæti, Jón Gunnarsson alþingismaður og fv. ráðherra í 2. sæti, Óli Björn Kárason alþingismaður í 2. sæti, Vilhjálmur Bjarnason varaþingmaður og fv. alþingismaður í eitt af þremur efstu sætunum, Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 3.sæti, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi í 3. sæti, Sigríður Ármann lögfræðingur og framkvæmdastjóri, Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar í 4. sæti, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 4.sæti og Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og Hannes Þórður Þorvaldsson lyfjafræðingur. Prófkjörið verður haldið 10.-12. júní n.k.

24.5.2021 Miðflokkurinn auglýsir eftir frambjóðendum. Miðflokkurinn hefur auglýst eftir frambjóðendum í öllum kjördæmum. Framboðsfrestur rennur út sem hér segir: Í Suðvesturkjördæmi 26. maí, Norðvesturkjördæmi 10. júní, Suðurkjördæmi 10. júní, Reykjavíkurkjördæmunum 15. júní og Norðausturkjördæmi 20. júní. Aðeins einn þingmaður Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson í Suðvesturkjördæmi, hefur gefið út að hann ætli ekki að gefa kost á sér áfram.

23.5.2021 Glúmur leiðir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í Rvk-suður. Guðmundur Franklín Jónsson forystumaður Frjálslynda lýðræðisflokksins greindi frá því í morgun að Glúmur Baldvinsson muni leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

22.5.2021 Þorgrímur vill 2.-3.sæti á M-lista í NA. Þorgrímur Sigmundsson varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi sækist eftir 2.-3. sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Í síðustu alþingiskosningum skipaði Þorgrímur 3.sætið á eftir alþingismönnunum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.

22.5.2021 Gunnar Bragi ekki í endurkjör. Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Hann var fyrst kjörinn fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi 2009 en síðar fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Gunnar hefur gengt embætti utanríkis- og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

21.5.2021 Átta framboð komin hjá Framsókn í Suður. Átta hafa boðið sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið verður 19. júní n.k. en framboðsfrestur rennur út þann 4. júní. Frambjóðendur eru: Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins í 1.sæti, Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður í 2. sæti, Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 2. sæti, Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur í 2.-4.sæti, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi í 3.sæti, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 3.-4.sæti, Njáll Ragnarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í 3.-4. sæti og Ragnhildur Hrund Jónsdóttir í Mýrdalshreppi í 3.-5.sæti.

20.5.2021 Listi Framsóknar í Reykjavík norður. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður var samþykktur í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

1. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra12. Snjólfur F. Kristbergsson, vélstjóri
2. Brynja Dan, frumkvöðull og framkvæmdastjóri13. Eva Dögg Jóhannesdóttir, líffræðingur
3. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi form.LEB14. Sveinbjörn Ottesen, verkstjóri
4. Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari15. Gerður Hauksdóttir, skrifstofufulltrúi
5. Magnea Gná Jóhannsdóttir, lögfræðingur16. Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður
6. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður17. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
7. Unnur Þöll Benediktsdóttir, háskólanemi18. Birna Kristín Svavarsdóttir, fv.hjúkrunarforstjóri
8. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi19. Haraldur Þorvarðarson, kennari og handboltaþjálfari
9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur20. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, fv.verslunarkona
10. Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður og myndlistarkona21. Guðmundur Bjarnason, fv.ráðherra
11. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur22. Jón Sigurðsson, fv.ráðherra og seðlabankastjóri

20.5.2021 Listi Framsóknar í Reykjavík suður. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur í gærkvöldi. Hann er hann þannig skipaður:

1. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra12. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
2. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og MPM13. Hinrik Viðar B. Waage, nemi í rafvirkjun
3. Sigrún Elsa Smáradóttir, framkvæmdastjóri og fv.borgarfulltrúi14. Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, sjúkraliði
4. Íris E. Gísladóttir, frumkvöðull í menntatæki og form.UngFramsókn15. Björn Ívar Björnsson, verkamaður
5. Þorvaldur Daníelsson, stofnandi Hjólakrafts og MBA16. Jón Finnbogason, sérfræðingur
6. Guðni Ágústsson, fv.alþingismaður og landbúnaðarráðherra17. Þórunn Benný Birgisdóttir, BA í félagsráðgjöf og iðnemi
7. Hafdís inga Helgudóttir, félagsráðgjafi18. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
8. Ólafur Hrafn Steinarsson, form.Rafíþróttasambands Íslands19. Ásta Björg Björgvinsdóttir, tónlistarkona og forstöðukona 
9. Ágúst Guðjónsson, lögfræðinemi20. Níels Árni Lund, fv.skrifstofustjóri
10. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi21. Frosti Sigurjónsson, fv.alþingismaður
11. Guðrún Lolý Jónsdóttir, leikskólaliði og nemi22. Sigrún Magnúsdóttir, fv.ráðherra, alþingismaður og borgarfulltrúi

19.5.2021 Katrín og Svandís leiða VG í Reykjavík. Úrslit í forvali VG liggja fyrir. Fyrirkomulagið var þannig að hver kjósandi átti að velja tvo í 1. sæti, tvo í 2.sætið o.s.frv. Samtals greiddu 927 atkvæði. Efst varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboð með 784 atkvæði í 1.sæti og á hæla hennar kom Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra með 714 atkvæði í 1.sæti. Sæti nr.2 í kjördæmunum tveimur skipa þau Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður sem hlaut 487 atkvæði í 1.-2.sæti og Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður ráðherra og varaþingmaður með sem hlaut 459 atkvæði í 1.-2.sæti. Sæti nr.3. skipa þau Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi sem hlaut 529 atkvæði í 1.-3.sæti og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjói með 516 atkvæði í 1.-3.sæti. Sæti nr.4 skipa Brynhildur Björnsdóttir blaðamaður með 693 atkvæði í 1.-4.sæti og Réne Biasone sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun með 545 atkvæði í 1.-4.sæti. Þar fyrir neðan lentu Elva Hrönn Hjartardóttir sérfræðingur hjá VR með 527 atkvæði í 1.-4.sæti, Guy Conan Stewart kennari með 495 atkvæði í 1.-4. sæti og Andrés Skúlason verkefnastjóri með 475 atkvæði í 1.-4.sæti.

18.5.2021 Af stöðu framboðsmála. Framboð fyrir komandi alþingiskosningar eru mislangt komin á veg. Samfylkingin hefur ein flokka lokið við að stilla upp á alla framboðslista. Píratar löngu lokið öllum prófkjörum og eru því búnir að ákveða öll sæti sem skipta máli þó að fullbúnir framboðslistar séu ekki komnir fram. Hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði er forval í Reykjavík í gangi sem er síðasta forval flokksins og að því loknu hefur flokkurinn skipað í efstu sæti í öllum kjördæmum. Framsóknarflokkurinn hefur ákvarðað efstu sætin í Noðvestur-, Norðaustur -og Suðvesturkjördæmi. Annað kvöld verða framboðslistarnir í Reykjavík lagðir fram og í júní verður prófkjör í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið prófkjör í öllum kjördæmum sem fara fram næsta mánuðinn. Viðreisn hefur kynnt tvo framboðslista og einn oddvita að auki. Miðflokkurinn hefur auglýst eftir frambjóðendum á heimasíðu sinni. Af öðru stjórnmálaöflum hefur lítið frést utan að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn ætlar að birta framboðslista sína í lok sumars.

17.5.2021 Forval VG í Reykjavík hafið. Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík hófst í gær og lýkur kl.17 á miðvikudaginn. Ellefu eru í kjöri. Til að leiða listana í kjördæmunum bjóða sig fram þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fimm bjóða sig fram til að skipa 2.sætið í kjördæmunum. Þau eru: Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður, Andrés Skúlason verkefnastjóri, Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri, Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður ráðherra og varaþingmaður og Elva Dögg Hjartardóttir sérfræðingur hjá VR. Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi býður sig fram í 3.-4. sæti og þau Guy Conan Stewart kennari, Brynhildur Björnsdóttir blaðamaður og René Biasone sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun bjóða sig fram í 4.sætið í öðru hvoru kjördæminu.

16.5.2021 Guðbjörg Oddný vill 4.sæti í SV. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

15.5.2021 Þrettán í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 4.-5. júní n.k. rann út í gær. Þrettán framboð bárust. Þau eru: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í 1.sæti, Sigríður Á. Andersen alþingismaður og fv.ráðherra í 2.sæti, Brynjar Níelsson í 2.sæti, Birgir Ármannsson alþingismaður í 2.-3.sæti, Diljá Mist Einarsdóttir, lögmaður, varaborgarfulltrúi og aðstoðarmaður utanríkisráðherra í 3.sæti, Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra í 3.-4.sæti, Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi í 3.-4.sæti, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill í 4.sæti, Ingibjörg H. Sverrisdóttir formaður félags eldri borgara í Reykjavík í 4.sæti, Herdís Anna Þorvaldsdóttir varaþingmaður og athafnakona í 4.-5.sæti, Þórður Kristjánsson og Birgir Örn Steingrímsson. Nánari upplýsingar vantar um tvo síðasttöldu frambjóðendurna.

14.5.2021 Friðjón Friðjónsson sækist eftir 4.sæti. Friðjón Friðjónsson almannatengill sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út kl.16. í dag.

14.5.2021 Sigríður Andersen sækist eftir 2.sæti. Sigríður Á. Andersen alþingismaður og fv.ráðherra sækist eftir 2.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

13.5.2021 Ragnhildur Hrund vill 3.-5.sæti hjá Framsókn í Suður. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir í Mýrdalshreppi sækist eftir 3.-5.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

13.5.2021 Kjartan Magnússon vill 3.-4. sæti. Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi í Reykjavíksækist eftir 3.-4.sæti í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út á morgun.

13.5.2021 Birgir Ármannsson vill 2.-3.sæti. Birgir Ármannsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2.-3.sætinu í prófkjöri flokksins sem haldið verður 5.-6. júní n.k.

12.5.2021 Bergur Þorri vill 4.sætið í SV. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar sækist eftir að skipa 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum.

12.5.2021 Hildur Sverris vill 3.-4.sæti í Reykjavík. Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra sækist eftir 3.-4.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

12.5.2021 Óli Björn vill 2.sætið í SV. Óli Björn Kárason alþingismaður sækist eftir 2.sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ásamt Óli Birni sækjast Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir alþingismenn eftir 2.sætinu. Eftir 3.sætinu sækjast Vilhjálmur Bjarnason fv.alþingismaður, Katrín Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi. Þá hefur Arnar Þór Jónsson héraðsdómari boðið sig fram án þess að tilgreina sæti. Gert er ráð fyrir að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðhera og formaður Sjálfstæðisflokksins skipi efsta sæti listans.

12.5.2021 Sjálfstæðismenn með prófkjör í SV. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi ákvað í gærkvöldi að viðhafa prófkjör til að stilla upp á lista flokksins. Líklegast er að prófkjörið verði um miðjan júní. Sjálfstæðisflokkurinn mun því halda prófkjör í öllum kjördæmum.

11.5.2021 Karen Elísabet vill 3.sæti á D-lista í SV. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir 3. sætinu á lista flokksins fyrir komandi kosningar.

11.5.2021 Kolbeinn Proppé dregur framboð til baka. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður hefur ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík til baka. Prófkjörið fer fram 16.-19.maí n.k. Þetta gerir hann í framhaldi af Metoo umræðunni og því að það hafi verið kvartað undan hegðun hans til fagráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

11.5.2021 Njáll vill 3.-4.sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Njáll Ragnarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum hefur tilkynnt að hann sækist eftir 3.-4.sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið verður 19. júní n.k. Aðrir sem hafa gefið kost á sér eru: Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður í 2.sætið, Jóhann Friðrik Jóhannsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 2.sætið, Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur í 3.sætið, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi í 3.sætið og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 3.-4.sætið. Þá er gert ráð fyrir því að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sækist eftir því að skipa efsta sæti listans áfram.

11.5.2021 Framboðslisti Samfylkingarinnar í NV. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gærkvöldi. Samfylkingin hefur því birt lista í öllum kjördæmum landsins. Hann er þannig skipaður:

1. Valgarður Lyngdal Jónsson, Akranesi9. Guðríður Sigurjónsdóttir, Akranesi
2. Jónína Björg Magnúsdóttir, Akranesi10. Gylfi Þór Gíslason, Ísafirði
3. Sigurður Orri Kristjánsson, Stykkishólmi11. Guðný Friðfinnsdóttir, Sauðárkróki
4. Edda Katrín Einarsdóttir, Ísafirði12. Oddur Sigurðsson, Hvammstanga
5. Ída Finnbogadóttir, Borgarbyggð13. Salvör Svava G. Gylfadóttir, Borgarbyggð
6. Gunnar Rúnar Kristjánsson, Húnavatnshreppi14. Guðni Kristjánsson, Sauðárkróki
7. Ingimar Ingimarsson, Reykhólum15. Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir, Patreksfirði
8. Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Dalasýslu16. Björn Guðmundsson, Akranesi

11.5.2021 Heimasíða Frjálslynda lýðræðisflokksins. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn undir forystur þeirra Guðmundar Franklíns Jónssonar og Glúms Baldvinssonar hefur opnað heimasíðu þar sem stefnumál flokksins eru kynnt.

10.5.2021 Bryndís vill halda 2.sætinu í SV. Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir að skipa 2.sætið á lista flokksins áfram. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Jón Gunnarsson alþingismaður og fv.ráðherra sem býður sig einnig fram í 2.sætið, Vilhjálmur Bjarnason fv.alþingismaður sem sækist eftir 3. sæti, Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 3.sæti og Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Óli Björn Kárason alþingismaður hafa ekki grein frá áformum sínum en fastlega er gert ráð fyrir að Bjarni leiði listann áfram. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi skv. heimasíðu flokksins.

10.5.2021 Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV. Níu framboð bárust í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer 16. og 19. júní n.k. Þau eru: Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi í Hvalfjarðarsveit í 1.sæti sem hann skipaði síðast, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðistlokksins og ráðherra á Akranesi í 1.sæti en var síðast í 2.sæti. Teitur Björn Einarsson varaþingmaður og lögmaður í Skagafirði í 2.sæti en skipaði þriðja sætið síðast, Örvar Már Marteinsson skipstjóri í Ólafsvík í 2.sæti, Guðrún Sigríður Ágústsdóttir ráðgjafi í 2.-3.sæti, Magnús Magnússon sveitarstjórnarfulltrúi og prestur í Húnaþingi vestra í 3.-4.sæti, Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkraflutningskona og nemi á Akranesi í 4. sæti, Bjarni Pétur Marel Jónasson á Ísafirði í 4.sæti og Bergþóra Ingþórsdóttir á Akranesi í 4.sæti.

9.5.2021 Heiðbrá vill 2.sætið hjá Miðflokknum í Suður. Hreiðbrá Ólafsdóttir lögfræðingur og kúabóndi og formaður Miðflokksdeildar Rangárþings sækist eftir að skipa 2.sætið á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Miðflokkurinn hlaut einn þingmann í síðustu alþingiskosningum, Birgi Þórarinsson, og á kjörtímabilinu gekk Karl Gauti Hjaltason sem kjörinn var af lista Flokks fólksins til liðs við flokkinn.

9.5.2021 Úrslit í prófkjöri Framsóknar í SV. Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fór fram í gær. Efstur varð Willum Þór Þórsson alþingismaður með 308 atkvæði í 1.sæti. Í öðru sæti varð Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði með 262 atkvæði í 1.-2.sæti. Í þriðja sæti var Anna Karen Svövudóttir þýðandi og samskiptaráðgjafi í Heilbrigðisráðueytinu með 226 atkvæði í 1.-3.sæti. Í fjórða hlaut Kristín Hermannsdóttir háskólanemi með 198 atkvæði í 1.-4.sæti og í fimmta sæti varð Ívar Atli Sigurjónsson háskólanemi og flugmaður með 247 atkæði í 1.-5.sæti. Neðar lentu þær Linda Hrönn Svövudóttir leiðtogi hjá Barnaheillum og Þórey Anna Matthíasdóttir ökuleiðsögumaður.

8.5.2021 Brynjar vill 2.sætið í prófkjöri D-lista í Reykjavík. Brynjar Níelsson alþingismaður sækist eftir 2.sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

8.5.2021 Arnar Þór dómari vill á D-lista í SV. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari Reykjavík hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, verði það haldið en eftir á að taka ákvörðun um það.

8.5.2021 Lilja Rafney tekur 2.sætið í NV. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að taka annað sætið á lista flokksins í kjördæminu. Lilja hefur í undanförnum kosningum leitt lista flokksins en tapaði því til Bjarna Jónssonar varaþingmanns og sveitarstjórnarmanns í Skagafirði í forvali flokksins.

7.5.2021 Sjö þingmenn Miðflokksins vilja halda áfram. Sjö af níu þingmönnum Miðflokksins sækjast eftir að halda áfram en tveir hafa ekki gert upp við sig hvort þeir sækist eftir endurkjöri. Það eru þeir Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson í Norðvesturkjördæmi. Þetta kom fram í hádegisfréttum RUV.

6.5.2021 Áslaug Arna vill leiða í Reykjavík. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur tilkynnt að hún vilji leiða annan lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Áður hafði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gefið yfirlýsingu um það sama. Áslaug Arna var í öðru sæti á eftir Guðlaugi í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Auk þeirra hefur Diljá Mist Einarsdóttir lögmaður, varaborgarfulltrúi og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs gefið kost á sér í 3.sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn er með þrjá aðra þingmenn í Reykjavík. Þau Birgir Ármannsson sem var í 3. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður síðast, Sigríður Á. Andersen sem leiddi listann í Reykjavíkurkjördæmi suður og Brynjar Níelsson sem skipaði annað sætið í suðurkjördæminu.

6.5.2021 Silja Dögg vill 2.sætið áfram hjá Framsókn í Suður. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir því að skipa 2.sætið á lista flokksins áfram. Prófjör Framsóknarflokksins fer fram þann 19.júní n.k. og framboðsfrestur rennur út þann 4. júní n.k. Aðrir sem hafa gefið kost á sér eru: Jóhann Friðrik Jóhannsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 2.sætið, Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur í 3.sætið, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi í 3.sætið og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 3.-4.sætið. Þá er gert ráð fyrir því að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sækist eftir því að skipa efsta sæti listans áfram.

6.5.2021 Teitur Björn vill 2.sætið hjá Sjálfstæðisflokki í NV. Teitur Björn Einarsson varaþingmaður og fv.alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sækist eftir að skipa 2.sætið á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Í síðustu kosningum skipaði hann 3.sætið. Haraldur Benediktsson alþingismaður skipaði þá 1.sætið og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra 2.sætið en þau sækjast nú bæði eftir því að leiða listann í kjördæminu. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi rennur út í dag.

5.5.2021 Una María vill 1.-2.sæti. Una María Óskarsdóttir varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi sem skipaði 2.sætið í síðustu alþingiskosningum sækist eftir að skipa 1.-2.sæti á lista flokksins. Í síðustu alþingiskosningum skipaði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður efsta sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.

5.5.2021 Miðflokkurinn stillir upp. Á facebook-siðu Miðflokksins kemur fram að stjórnir kjördæmafélaga Miðflokksins hafa ákveðið að viðhafa uppstillingu í öllum kjördæmum til að velja á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Uppstillingarnefndir munu taka til starfa á næstu dögum og samhliða því verður auglýst eftir framboðum.

4.5.2021 Listi Viðreisnar í NA. Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri, Garðabæ 11. Erlingur Arason, félagsliði og tónlistarmaður, Akureyri
2. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi, Akureyri12. Dusanka Kotaras, matráður, Akureyri
3. Ingvar Þóroddsson, háskólanemi, Akureyri13. Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og frumkvöðull, Egilsstöðum
4. Draumey Ósk Ómarsdóttir, háskólanemi, Reyðarfirði14. Bryndís Arnardóttir, listgreinakennari og listamaður, Akureyri
5. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum15. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, tölvunarfræðingur, Neskaupstað
6. Margrét Laxdal, framhaldsskólakennari, Dalvík16. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður, Akureyri
7. Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður, Akrueyri17. Valtýr Hreiðarsson, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur, Svalbarðseyri
8. Lovísa Oktavía Eyvindsdóttir, sölustjóri, Akureyri18. Gréta Sóley Arngrímsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, Egilsstöðum
9. Kristján Gunnar Óskarsson, barnasálfræðingur, Húsavík19. Hólmar E. Svansson, framkvæmdastjóri, Akureyri
10. Lilja Björnsdóttir, leigubílstjóri og sjúkraliðanemi, Egilsstöðum20. Guðný Björg Hauksdóttir, mannauðsstjóri, Reyðarfirði

3.5.2021 Prófkjör Framsóknar í SV. Prófkjör Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram 8. maí n.k. Framboðsfrestur rann út á dögunum. Í framboði eru: Willum Þór Þórsson alþingismaður í 1.sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson bæjarfulltrúi í 2.sæti, Linda Hrönn Þórisdóttir í 2.sæti, Kristín Hermannsdóttir í 3.sæti, Anna Karen Svövudóttir í 3.sæti, Þórey Anna Matthíasdóttir í 3.-4.sæti og Ívar Atli Sigurjónsson í 4.sæti.

1.5.2021 Diljá Mist vill 3.sæti í Reykjavík. Diljá Mist Einarsdóttir lögmaður, varaborgarfulltrúi og aðstoðarmaður utanríkisráðhetta sækist eftir því að skipa 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

30.4.2021 Guðlaugur Þór vill leiða í Reykjavík. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi norður sækist eftir því að leiða annan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

29.4.2021 Listi Framsóknarflokksins í NA. Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins í kvöld. Listinn er í samræmi við póstkosningu flokksins sem lauk fyrr í mánuðinum. Listinn er þannig skipaður:

1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Akureyri11. Íris Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi, Dalvíkurbyggð
2. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði12. Sverre Andreas Jakobsson, handboltaþjálfari, Akureyri
3. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og varaþingmaður, Grýtubakkahreppi13. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri, Fljótsdalshreppi
4. Helgi Héðinsson, oddviti, Skútustaðahreppi14. Halldóra Magnúsdóttir, leikskólastarfsmaður, Eyjafjarðarsveit
5. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri15. Eggert Stefánsson, bóndi, Þistilfirði
6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Kelduhverfi16. Rósa Jónsdóttir, nemi, Fjallabyggð
7. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Egilsstöðum17. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði
8. Ari Teitsson, lífeyrisþegi, Þingeyjarsveit18. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari, Egilsstöðum
9. Brynja Rún Benediktsdóttir, verkefnastjóri, verkefnastjóri, Norðurþingi19. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir, Norðurþingi
10. Eiður Gísli Guðmundsson, leiðsögumaður, Djúpavogi20. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, Vopnafirði

29.4.2021 Prófkjör hjá D-lista í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík að halda prófkjör til að raða á lista fyrir næstu alþingiskosningar 5. og 6. júní n.k. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm þingmenn í Reykjavík, þrjá í norðurkjördæmi og tvo í suðurkjördæmi.

28.4.2021 Staða framboðsmála. Nú þegar að fimm mánuðir eru til kosninga er staða framboðsmála þannig að Samfylkingin hefur lagt fram framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi en það verður gert í maí. Píratar hafa lokið öllum prófkjörum sínum en eiga eftir að stilla upp fullskipuðum framboðslistum. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lokið forvali alls staðar nema í Reykjavík og komin með fullskipaðan lista í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn er kominn með lista í Norðvesturkjördæmi og klárað prófkjör í Norðausturkjördæmi. Viðreisn er komin með lista í Suðurkjördæmi og hefur kynnt oddvita í Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Önnur framboð eru komin styttra.

27.4.2021 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tilkynnt að prófkjör verði haldin í Norðausturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í öllum þessum kjördæmum eru átök um efsta sætið. Í Norðvesturkjördæmi á milli alþingismannanna Haraldar Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir, í Norðausturkjördæmi á milli Njáls Trausta Friðbertssonar alþingismanns og Gauta Jóhannssonar forseta sveitarstjórnar í Múlaþingi og í Suðurkjördæmi á milli Vilhjálms Árnasonar alþingismanns og Guðrúnar Hafsteinsdóttur markaðsstjóra í Hveragerði. Í Suðvesturkjördæmi er búist við að Bjarni Benediktsson verði óskoraður í efsta sæti listans en ekki hefur verið gefið upp hvernær prófkjör verður haldið. Í Reykjavíkurkjördæmunum verður líklega tekin ákvörðun um prófkjör á fimmtudaginn og herma heimildir Morgunblaðsins að það verði fyrstu helgina í júní.

26.4.2021 Lilja Rafney hugsar sinn gang. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi segir á facebooksíðu sinni að hún ætli að íhuga framhaldið í pólitíkinni næstu daga eftir að hafa lent í öðru sæti í forvali flokksins sem lauk í gær. Lilja var fyrst kjörin á Alþingi 2009 og hefur leitt lista flokksins í kjördæminu í þremur síðustu alþingiskosningum.

25.4.2021 Tólf í forval VG í Reykjavík. Tólf framboð bárust í forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboð í Reykjavíkurkjördæmunum en framboðsfrestur rann út í dag. Forvalið fer fram dagana 16.-19. maí n.k. Til að leiða listana í kjördæmunum buðu sig fram þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sex bjóða sig fram til að skipa 2.sætið í kjördæmunum. Þau eru: Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður, Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Andrés Skúlason verkefnastjóri, Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri, Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður ráðherra og varaþingmaður og Elva Dögg Hjartardóttir sérfræðingur hjá VR. Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi býður sig fram í 3.-4. sæti og þau Guy Conan Stewart kennari, Brynhildur Björnsdóttir blaðamaður og René Biasone sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun bjóða sig fram í 4.sætið í öðru hvoru kjördæminu.

25.4.2021 Bjarni leiðir VG í NV. Úrslit liggja fyrir í fovali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Á kjörskrá voru 1454 þar af greiddu 1049 atkvæði eða 72,1%. Auðir seðlar voru 3. Bjarni Jónsson sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður á Sauðárkróki varð í 1.sæti með 543 atkvæði í það sæti. Í öðru sæti lenti Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri með 565 atkvæði í 1.-2.sæti. Í þriðja sæti varð Sigríður Gísladóttir dýralæknir á Ísafirði með 444 atkvæði í 1.-3.sæti. Í fjórða sæti lenti Þóra Margrét Lúthersdóttir sauðfjárbóndi í Forsæludal í Húnvatnshreppi með 622 atkvæði í 1.-4.sæti. Fimmti varð síðan Lárus Ástmar Hannesson bæjarfulltrúi í Stykkishólmi með 679 atkvæði í 1.-5.sæti. Aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu voru þær María Hildur Maack umhverfisstjóri á Reykhólum, Nanna Arna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði og Þóra Magnea Magnúsdóttir kennari á Akranesi.

25.4.2021 Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA. Níu framboð bárust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þau eru: Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður á Akureyri í 1.sæti, Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings, Djúpavogi í 1.sæti, Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri í 2.sæti, Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi Fljótsdalshéraði í 2.-3.sæti, Gunnar Hnefill Örlygsson fjármálaverkfræðinemi á Húsavík í 3.sæti, Ragnar Sigurðsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Reyðarfirði í 3.-4.sæti, Ketill Sigurður Jóelsson verkefastjóri á Akureyri í 3.-5.sæti, Einar Freyr Sigurðsson menntaskólanemi á Egilsstöðum í 5.sæti og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir háskólanemi á Ólafsfirði í 5.sæti. Prófkjörið fer fram 29.maí n.k.

24.4.2021 Kolbeinn Proppé í forval VG í Reykjavík. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem lenti í fjórða sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og ákvað að þiggja ekki ekki sætið, hefur nú ákveðið að sækjast eftir 2.sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í til að leiða listana og þau Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og Daníel E. Arnarsson í 2.sætið í öðru hvoru kjördæminu.

23.4.2021 Forval VG í NV hófst á miðnætti. Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hófst á miðnætti og stendur fram til kl.17 á sunnudag. Átta frambjóðendur eru í kjöri. Um efsta sætið keppa þau Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri og Bjarni Jónsson varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði. Aðrir sem bjóða sig fram eru: Þóra Margrét Lúthersdóttir sauðfjárbóndi í Forsæludal í Húnavatnshreppi í 2.-3.sæti, Þóra Magnea Magnúsdóttir kennari á Akranesi í 2.-3.sæti, Sigríður Gísladóttir dýralæknir á Ísafirði í 2.-4.sæti, Lárus Ástmar Hannesson bæjarfulltrúi Stykkishólmi í 3.-5.sæti, María Hildur Maack umhverfisstjóri á Reykhólum í 3.-5.sæti og Nanna Arna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði í 3.-5.sæti. Vinstrihreyfingin grænt framboð hlaut einn þingmann í síðustu alþingiskosningum.

23.4.2021 Kolbeinn tekur ekki fjórða sætið í Suðurkjördæmi. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi suður sem lenti í fjórða sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að þiggja ekki sætið.

22.4.2021 Daníel vill 2.sætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu hjá VG. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 sækist eftir því að skipta 2.sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram 16.-19. maí n.k. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í til að leiða listana og Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður í 2.sætið í öðru hvoru kjördæminu.

22.4.2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kynnir merki sitt. Guðmundur Franklín Jónsson kynnti merki Frjálslynda lýðræðisflokksins í morgun í færslu á facebook.

22.4.2021 Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjöræmi. Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi var kynntur í morgun. Eins og áður hafði verið greint frá leiðir Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ listann. Listinn er annars þannig skipaður:

1. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar, Reykjanesbæ11. Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi, Hveragerði
2. Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum, Hveragerði12. Kristjana H. Thorarensen, geðtengslafræðingur, Þorlákshöfn
3. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi, Selfossi13. Halldór Rósmundur Guðjónsson, lögfræðingur, Reykjanesbæ
4. Elva Dögg Sigurðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, Reykjanesbæ14. Justyna Wroblewska, deildarstjóri á leikskóla og nemi í mannauðsstjórnun, Reykjanesbæ
5. Axel Sigurðsson, matvæla- og búfræðingur, Selfossi15. Heimir Hafsteinsson, trésmíðameistari og aðstoðarmaður byggingafulltrúa, Hellu
6. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður, Hveragerði16. Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjum
7. Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ17. Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður, Vestmannaeyjum
8. Kristina Elísabet Andrésdóttir, viðskiptafræðingur., Reykjanesbæ18. Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari, Suðurnesjabæ
9. Bjarki Eiríksson, sölu- og þjónusturáðgjafi, Hellu19. Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Þorlákshöfn
10. Jasmina Crnac, stjórnmálafræðingur, Reykjanesbæ20. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Selfossi

21.4.2021 Staða framboðsmála flokkanna. Staða framboðsmála flokkanna er þannig að Samfylkingin og Píratar eru komnir lengst. Samfylkingin hefur lagt fram fullskipaða lista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem búið er að velja í þrjú efstu sætin. Píratar héldu prófkjör í öllum kjördæmum og eru því efstu sæti á listum þeirra klár en fullskapaðir listar hafa ekki verið lagðir fram. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lagt fram framboðslista í Norðausturkjördæmi og lokið forvali í Suður- og Suðvesturkjördæmum. Framundan eru forvöl í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn hefur gengið frá framboðslista í Norðvesturkjördæmi og sömuleiðis er prófkjöri lokið í Norðausturkjördæmi. Prófkjör eru framundan í Suður- og Suðvesturkjördæmum en stillt verður upp á lista í Reykjavík. Viðreisn hefur birt leiðtoga í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið prófkjör í Suðurkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi og gert er ráð fyrir að það verði einnig valið á lista flokksins í Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmunum í prófkjöri. Aðrir flokkar og stjórnmálasamtök eru komin styttra eða ekki birt neitt um framboðsmál sín.

20.4.2021 Listi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í kvöld. Þetta er fyrsti fullfrágengni listi Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Efstu fimm sætin eru samkvæmt úrslitum póstkosningar sem fór fram fyrr í vetur. Listinn er þannig skipaður:

1. Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar og yfirlögregluþjónn , Sauðárkróki9. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir, nemi, Stykkishólmi
2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, háskólanemi og formaður SUF,  Borgarbyggð10. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og fv.alþingismaður, Búðardal
3. Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, Önundarfirði11. Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarstjóri, Strandabyggð
4. Friðrik Már Sigurðsson, bóndi og formaður byggðarráðs, Húnaþingi vestra12. Gauti Geirsson, háskólanemi, Ísafirði
5. Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri og forseti sveitarstjórnar, Vesturbyggð13. Sæþór Már Hinriksson, tónlistarmaður, Sauðárkróki
6. Elsa Lára Arnadóttir, bæjarfulltrúi, fv.alþingismaður og aðstoðarskólastjóri, Akranesi14. Sigrún Ámundadóttir, lögreglumaður, Borgarnesi
7. Þorgils Magnússon, skipulags- og byggingafulltrúi, Blönduósi15. Sigurdís Katla Jónsdóttir, nemi, Dalabyggð
8. Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi, Sauðárkróki16. Sveinn Bernódusson, járnsmíðameistari, Bolungarvík

20.4.2021 Þórey Anna sækist eftir 3.-4. sæti hjá Framsókn í SV. Þórey Anna Matthíasdóttir gefur kost á sér í 3.-4.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi . Prófkjörið fer fram 8. maí og rennur framboðsfrestur út 23. apríl n.k. Sex önnur framboð eru komin fram. Þau eru Willum Þór Þórsson alþingismaður í 1.sætið, Ágúst Bjarni Garðarsson bæjarfulltrúi í 2.sætið, Linda Hrönn Þórisdóttir í 2.sætið, Anna Karen Svövudóttir í 3.sætið, Kristín Hermannsdóttir í 3.sætið og Ívar Atli Sigurjónsson í 4.sætið.

20.4.2021 Ragnar Sigurðsson vill 3.-4.sæti á D-lista í NA. Ragnar Sigurðsson lögfræðingur og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að skipta 3.-4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Framboðsfrestur rennur út 22. apríl n.k. Aðrir frambjóðendur eru Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður á Akureyri í 1.sæti, Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi í 1.sæti, Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri í 2.sæti, Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði í 2.-3.sæti og Gunnar Hnefill Örlyggsson á Húsavík 3.sæti.

19.4.2021 Eiríkur Björn leiðir lista Viðreisnar í NA. Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri í Garðabæ og fv.bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði mun leiða lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Annað sætið skipar Sigríður Ólafsdóttir mannauðsráðgjafi og markþjálfi á Akureyri. Síðustu alþingiskosningum hlaut Viðreisn 2,1% atkvæða í Norðausturkjördæmi og engan þingmann kjörinn.

18.4.2021 Kolbeinn íhugar framboð í Reykjavík. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem lenti í 4.sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi, íhugar að bjóða sig fram í forvali flokksins í Reykjavík eftir að hafa fengið áskoranir þess efnis.

17.4.2021 Úrslit í prófkjöri Framsóknar í NA. Talning í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fór fram í dag. Í fyrsta sæti var Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri með 612 atkvæði í 1.sæti. Í öðru sæti Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður á Fáskrúðsfirði með 529 atkvæði í 1.-2.sæti. Þriðji varð Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður og bóndi Grýtubakkahreppi með 741 atkvæði í 1.-3.sæti . Fjórði er Helgi Héðinsson oddviti Skútustaðahreppi með 578 atkvæði í 1.-4.sæti. Í fimmta sæti var Halldóra Hauksdóttir lögmaður á Akureyri með 547 atkvæði í 1.-5.sæti. Í sjötta sætinu hafnaði Kristinn Rúnar Tryggvason bóndi í Kelduhverfi með 496 atkvæði í 1.-6.sæti. Neðar lentu Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Jónína Brynjólfsdóttir varabæjarfullrúi á Egilsstöðum og Karítas Ríkharðsdóttir blaðamaður á Raufarhöfn. Atkvæði greiddu 1305 af 2207 á kjörskrá eða 59,1%. Ógildir seðlar voru 147.

17.4.2021 Úrslit í forvali VG í SV. Forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi lauk í dag. Samtals greiddu 844 atkvæði af þeim 1699 sem voru á kjörskrá eða 49,7%. Einn seðill var auður. Í fyrsta sæti varð Guðmundur Ingi Guðbrandsson með 483 atkvæði í 1.sæti. Í öðru sæti Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður með 361 atkvæði í 1.-2.sæti. Í þriðja sæti er Una Hildardóttir með 482 atkvæði í 1.-3.sæti. Fjórða varð Kolbrún Halldórsdóttir fv.alþingismaður og ráðherra með 435 atkvæði í 1.-4.sæti. Í fimmta sæti var Þóra Elfa Björnsdóttir með 421 atkvæði í 1.-5.sæti. Aðrir sem tóku þátt í forvalinu voru Bjarki Bjarnason, Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson, Júlíus Andri Þórðarson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir.

17.4.2021 Anna Karen vill 3.sætið hjá Framsókn í SV. Anna Karen Svövudóttir samskiptafulltrúi og ferðamálafræðingur sækist eftir því að skipa 3.sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Prófkjör Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram 8. maí n.k. og rennur framboðsfrestur út 23. apríl n.k. Fimm önnur framboð eru komin fram. Þau eru Willum Þór Þórsson alþingismaður í 1.sætið, Ágúst Bjarni Garðarsson bæjarfulltrúi í 2.sætið, Linda Hrönn Þórisdóttir í 2.sætið, Kristín Hermannsdóttir í 3.sætið og Ívar Atli Sigurjónsson í 4.sætið.

16.4.2021 Talning í póstkosningu Framsóknar í NA á morgun. Á morgun verða talin atkvæði í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þær Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður á Fáskrúðsfirði og Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri buðu sig fram í efsta sætið. Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður í Grýtubakkahreppi bauð sig fram í annað sætið og það gerði einnig Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Helgi Héðinsson oddviti í Skútustaðahreppi bauð sig fram í 2.-3. sæti og Kristinn Rúnar Traustason bóndi að Hóli í Kelduhverif í 2.-4.sæti. Aðrir sem buðu sig fram voru Katritas Ríkharðsdóttir í 3.-4.sæti, Jónína Brynjólfsdóttir varabæjarfulltrúi á Egilsstöðum í 4.-6.sæti og Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur á Akureyri í 4.-6.sæti.

15.4.2021 Forval VG í SV. Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi hófst á miðnætti og stendur til kl.17 á laugardaginn. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn tvo þingmenn í kjördæminu, þau Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem gengin er í Samfylkinguna og Ólaf Þór Gunnarsson. Ólafur býður sig nú fram í 1.sætið en það gerir einnig Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Þá býður Una Hildardóttir varaþingmaður og upplýsingafulltrúi sig fram í 1.-2.sæti. Í 2.sætið býður sig fram Kolbrún Halldórsdóttir fv.umhverfisráðherra og alþingismaður. Aðrir frambjóðendur eru Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir þjóðfræðinemi í 3.sæti, Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson hugbúnaðarsérfræðingur í 3.-5.sæti, Þórunn Elfa Björnsdóttir setjari og framhaldsskólakennari í 3.-5.sæti, Júlíus Andri Þórðarson háskólanemi í 4.sæti og Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ í 4.-5.sæti.

14.4.2021 Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Samfylkingin í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista sinn í kvöld. Það var fimmti af sex listum flokksins en aðeins er eftir að ganga frá framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Listinn er þannig skipaður:

1. Oddný Harðardóttir, alþingismaður og fv.ráðherra, Garði 11. Óðinn Hilmarsson, húsasmíðameistari, tónlistarmaður og rithöfundur, Vogum
2. Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri og varabæjarfulltrúi,  Árborg12. Guðrún Ingimundardóttir, starfsmaður í umönnun og eftirlaunaþegi, Höfn
3. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarforstjóri, Reykjanesbæ13. Hrafn Óskar Oddsson, sjómaður, Vestmannaeyjum
4. Inger Erla Thomsen, stjórnmálafræðinemi, Grímsnsi14. Hildur Tryggvadóttir, sjúkraliði og leikskólakennaranemi, Hvolsvelli
5. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, Reykjanesbæ15. Fríða Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs og deildarstjór, Suðurnesjabæ
6. Anton Örn Eggertsson, yfirkokkur, Vestmannaeyjum16. Hafþór Ingi Ragnarsson, læknanemi, Hrunamannahreppi
7. Margrét Sturlaugsdóttir, atvinnulaus, Reykjanesbæ17. Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og kennari, Reykjanesbæ
8. Davíð Kristjánsson, vélvirki, Árborg18. Gunnar Karl Ólafsson, sérfræðingur hjá Bárunni stéttarfélagi, Árborg
9. Siggeir Fannar Ævarsson, framkvæmdastjóri, Grindavík19. Soffía Sigurðardóttir, markþjálfi, Árborg
10. Elín Björg Jónsdóttir, fv.formaður BSRB, Þorlákshöfn20. Eyjólfur Eysteinsson, fom.öldungaráðs Suðurnesja, Reykjanesbæ

13.4.2021 Hafdís Hrönn vill 3.sæti hjá Framsókn í Suðurkjördæmi. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi sækist eftir því að skipa 3. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eru þau Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Þrír aðrir frambjóðendur eru komnir fram. Þeir eru: Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í 2.sæti, Daði Geir Samúelsson rekstrarfræðingur í 2.-4.sæti og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 3.-4.sæti. Framboðsfrestur fyrir prófkjörið sem fer fram þann 19. júní, er til 4.júní n.k.

13.4.2021 Sigmundur Davíð fram í NA að nýju. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og alþingismaður í Norðausturkjördæmi greindi frá því í gærkvöldi að hann hyggðist bjóða sig fram í Norðausturkjördæmi en hann leiddi listann í síðustu kosningum.

12.4.2021 Svandís vill leiða annað Reykjavíkurkjördæmið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi suður býður sig fram til að leiða Vinstrihreyfinguna grænt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir gefið út samskonar yfirlýsingu. Þá hefur Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður VG í Reykjavíkurkjördæmi norður lýst því yfir að hún sækist eftir að skipa annað sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

12.4.2021 Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi. Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði lenti í 1.sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi sem lauk í dag. Hún hlaut 165 atkvæði í 1.sæti. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sauðfjárbóndi og varaþingmaður í Skaftárhreppi lenti í 2.sæti með 188 atkvæði í 1.-2.sæti. Sigrún Birna Steinarsdóttir háskólanemi og formaður UVG á Höfn lenti í 3.sæti með 210 atkvæði í 1.-3.sæti. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður lenti í 4.sæti með 176 sæti í 1.-4.sæti. Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík hlaut 5.sæti með 264 í 1.-5.sæti. Neðar lentu Róbert Marshall fv.alþingismaður og upplýsingarfulltrúi ríkisstjórnarinnar, Anna Jóna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Almar Sigurðsson ferðaþjónustubóndi í Flóahreppi. Á kjörskrá voru 671 en atkvæði greiddu 456 eða 68%. Auðir seðlar voru 6.

11.4.2021 Steinunn Þóra vill 2.sætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboð í Reykjavíkurkjördæmi norður sækist eftir örðu sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram 16.-19. maí n.k.

10.4.2021 Níu í prófkjör Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið verður 29. maí n.k. rann út í gær. Níu framboð bárust. Þau eru: Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri í Hveragerði í 1. sæti, Vilhjálmur Árnason alþingismaður í Grindavík í 1. sæti, Ásmundur Friðriksson alþingismaður Reykjanesbæ í 2. sæti, Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi í 2.-3. sæti, Björgvin Jóhannesson fjármálastjóri Selfossi í 3. sæti, Jarl Sigurgeirsson skólastjóri í Vestmannaeyjum í 4. sæti, Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóri í Reykjavík í 4. sæti, Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðinemi í Rangárþingi eystra í 4.-5. sæti og Guðbergur Reynisson framkvæmdastjóri sem ekki tilgreinir sæti.

9.4.2021 Jarl vill 4. sæti á D-lista í Suðurkjördæmi. Jarl Sigurgeirsson skólastjóri Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum sækist eftir 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Jarl er áttundi einstaklingurinn sem vitað er um að hafi boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en framboðsfrestur rann út í gær. Aðrir eru Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri í Hveragerði og Vilhjálmur Árnason alþingismaður í Grindavík sem sækjast eftir 1.sæti Ásmundur Friðriksson alþingismaður sækist eftir að skipa 2. sætið áfram. Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi sækist eftir 2.-3.sæti, þeir Guðbergur Reynisson í Reykjanesbæ og Björgvin Jóhannesson viðskiptafræðingur á Selfossi sækjast eftir 3.sæti og Ingveldur Anna Sigurðardóttir sem sækist eftir 4.-5.sæti.

8.4.2021 Katrín vill leiða VG í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gaf út í morgun að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Síðast leiddi hún listann í Reykjavíkurkjördæmi norður en auk hennar voru kjörin þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Andrés Ingi Jónsson sem nú er í þingflokki Pírata. Í Reykjavíkurkjördæmi norður voru kjörin þau Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé sem nú reynir fyrir sér í forvali flokksins í Suðurkjördæmi. Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram 16.-19. maí n.k.

7.4.2021 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi samþykkti í kvöld framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar. Hann er þannig skipaður:

1. Logi Már Einarsson, alþingismaður og form. Samfylkingarinnar, Akureyri11. Jóhannes Óli Sveinsson, framhaldsskólanemi, Akureyri
2. Hildur Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri12. Nanna Árnadóttir, félagsliði, Ólafsfirði
3. Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi og framhaldsskólakennari, Eskifirði13. Baldur Pálsson, austurlandsgoði, Egilsstöðum
4. Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Húsavík14. María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri og varaþingmaður, Eskifirði
5. Margrét Benediktsdóttir, háskólanemi, Akureyri15. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari, Akureyri
6. Sigurður Vopni Vatnsdal, deildarstjóri á leikskóla, Vopnafirði16. Magni Þór Harðarson, ráðgjafi, Eskifirði
7. Ísak Már Jóhannesson, umhverfisfræðingur, Akureyri17. Björgvin Valur Guðmundsson, grunnskólaleiðbeinandi, Stöðvarfirði
8. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari, Neskaupstað18. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, alþingismaður, Akureyri 
9. Ólafur Haukur Kárason, byggingameistari, Siglufirði19. Svanfríður Inga Jónasdóttir, fv.alþingismaður, Dalvík
10. Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Húsavík20. Kristján L. Möller, fv.alþingismaður og ráðherra, Kópavogi

7.4.2021 Ingveldur Anna vill 4.-5. sæti á D-lista í Suðurkjördæmi. Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðinemi frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra sækist eftir að skipa 4.-5.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Um fyrsta sætið keppast þau Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri í Hveragerði og Vilhjálmur Árnason alþingismaður í Grindavík en eins og kunnugt er hætti Páll Magnússon alþingismaður við að gefa kost á sér um páskahelgina. Ásmundur Friðriksson alþingismaður sækist eftir að skipa 2. sætið áfram. Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi sækist eftir 2.-3.sæti og þeir Guðbergur Reynisson í Reykjanesbæ og Björgvin Jóhannesson viðskiptafræðingur á Selfossi sækjast eftir 3.sæti.

6.4.2021 Tæpt hálft ár í alþingiskosningar. Fjallað hefur verið um framboðsmál þeira flokka sem hlutu kjörna þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Eins og staðan er núna gætu fjögur-fimm framboð bæst við. Fyrstan ber að telja Sósíalistaflokk Íslands sem hlaut kjörinn borgarfulltrúa í borgarstjórnarkosningunum 2018. Flokkurinn, sem hefur listabókstafinn J, hefur verið verið að mælast með allt að 5% í skoðanakönnunum undanfarið þrátt fyrir að hafa enn ekki kynnt neinn frambjóðanda til leiks. Samkvæmt reglum flokksins verður uppstillinga notkuð til að stilla upp á lista. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn undir forystu Guðmundar Franklíns Jónssonar fékk fyrr á árinu úthlutað listabókstafnum O. Flokkurinn hefur kynnt einn frambjóðanda til leiks og hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum. Frelsisflokkurinn boðar sömuleiðis framboð og hefur listabókstafinn Þ en hefur ekki kynnt neina frambjóðendur. Landsflokkurinn var stofnaður á dögunum boðar framboð í öllum kjördæmum. Flokkurinn er ekki með listabókstaf. Íslenska þjóðfylkingin hefur ekki tekið ákvörðun um framboð. Flokkurinn bauð fram árið 2016 undir listabókstafnum E en þarf að sækja um listabókstaf að nýju ef bjóða á fram í haust.

5.4.2021 Ívar Atli vill 4.sætið hjá Framsókn í SV. Ívar Atli Sigurjónsson flugmaður og laganemi sækist eftir 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Áður hafði Willum Þór Þórsson alþingismaður sóst eftir að skipa 1.sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson og Linda Hrönn Þórisdóttir sóst eftir 2.sæti og Kristín Hermannsdótti sóst eftir 3.sæti. Prófkjörið fer fram 8.maí n.k.

5.4.2021 Halldóra Fríða vill 3.-4. sætið hjá Framsókn í Suðurkjördæmi. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi vill 3.-4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Áður höfðu þeir Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur boðið sig fram í 2.-4.sæti og Jóhanna Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ boðið sig fram í 2.sætið. Framsóknarflokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formann flokks og Silju Dögg Gunnarsdóttur.

4.4.2021 Páll Magnússon hættir. Páll Magnússon alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi lýsti því yfir í dag að hann væri hættur við að sækjast eftir endurkjöri. Áður hafði hann sóst eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu áfram. Sex hafa lýst yfir framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram 29. maí n.k. Þau eru: Vilhjálmur Árnason alþingismaður í Grindavík í 1.sæti, Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Hveragerði í 1.sæti, Ásmundur Friðriksson alþingismaður í Garði í 2.sæti, Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi í 2.-3.sæti, Guðbergur Reynisson í Reykjanesbæ í 3.sæti og Björgvin Jóhannesson viðskiptafræðingur á Selfossi í 3.sæti. Framboðsfrestur rennur út 8.apríl n.k.

4.4.2021 Frelsisflokkurinn ekki í samstarf með Frjálslynda lýðræðisflokknum. Fram kemur í facebook-umræðu á síðu Frelsisflokksins og velunnarra að forystumenn Frelsisflokksins hafi rætt við Guðmund Franklín Jónsson um samstarf. Eftir því sem þar kemur fram hafnaði Guðmundur Franklín öllu samstarfi Frelsisflokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins. Frelsisflokkurinn boðar uppfærða heimasíðu eftir páska þar sem að uppfærð stefnuskrá verður kynnt.

3.4.2021 Guðbrandur Einarsson leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viðreisn er ekki með þingmann í kjördæminu.

2.4.2021 Átta í framboði hjá VG í NV. Átta bjóða sig fram í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs en framboðsfrestur rann út í gær. Um efsta sætið keppa þau Bjarni Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður í Skagafirði og Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri. Aðrir frambjóðendur eru: Þóra Margrét Lúthersdóttir sauðfjárbóndi í Forsæludal í Húnavatnshreppi í 2.-3.sæti, Þóra Magnea Magnúsdóttir kennari á Akranesí í 2.-3.sæti, Sigríður Gísladóttir dýralæknir á Ísafirði í 2.-4.sæti, Lárus Ástmar Hannesson bæjarfulltrúi á Stykkishólmi í 3.-5.sæti, María Hildur Maack umhverfisstjóri á Reykhólmum í 3.-5.sæti og Nanna Arna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði í 3.-5.sæti. Forvalið fer fram dagana 23.-25.apríl n.k.

2.4.2021 Jóhann Friðrik vill 2.sætið hjá Framsókn í Suðurkjördæmi. Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ sækist eftir 2.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Áður hafði Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur lýst yfir framboði í 2.-4.sæti. Framsóknarflokkurinn er með tvo þingmenn í kjördæminu, þau Sigurð Inga Jóhannsson formann flokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silju Dögg Gunnarsdóttur sem skipaði annað sætið í síðustu alþingiskosningum.

1.4.2021 Íslenska þjóðfylkingin ekki tekið ákvörðun um framboð. Í umræðu á facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar kemur fram að flokkurinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði fram í alþingiskosningunum í haust. Íslenska þjóðfylkingin bauð fram í alþingiskosningum 2016 og hlaut þá 0,3% atkvæða og í borgarstjórnarkosningunum 2018 og hlaut þá 0,2% atkvæða. Í alþingiskosningunum 2016 bauð flokkurinn fram undir listabókstafnum E en þar sem flokkurinn bauð ekki fram 2017 þarf hann að sækja aftur um listabókstaf ætli hann að bjóða fram..

31.3.2021 Kristín Hermannsdóttir vill 3.sætið á lista Framsóknar í SV. Kristín Hermannsdóttir háskólanemi í Kópavogi sækist eftir 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Áður hafði Willum Þór Þórsson gefið kost á sér í 1.sætið og þau Linda Hrönn Þórisdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson gefið kost á sér í 2.sætið. Prófkjör verður haldið þann 8. maí n.k.

30.3.2021 Hálft ár í alþingiskosningar – framhald. Lítið hefur frést af framboðsmálum Viðreisnar, Flokks fólksins og Miðflokksins. Samkvæmt fréttum frá Viðreisn er unnið að uppstillingu í öllum kjördæmum landsins en flokkurinn heft birt upplýsingar um oddvita. Samkvæmt skipulagsreglum er uppstilling meginreglan hjá Flokki fólksins en ákvörðun um framboðsleið er í höndum stjórnar. Hjá Miðflokknum heimila lög flokksins uppstillingu eða kosningu fimm efsta manna á lista flokksins á almennum félagsfundi.

29.3.2021 Willum vill leiða Framsókn í SV áfram. Willum Þór Þórsson alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu áfram. Valið verður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi þann 8. maí n.k. Auk Willums hafa þau Linda Hrönn Þórisdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson gefið kost á sér í 2.sætið.

29.3.2021 Glúmur Baldvinsson fer fram fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn. Í fréttatilkynningu frá Frjálslynda lýðræðisflokknum kemur fram að Glúmur Baldvinsson muni leiða anna lista flokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Glúmur er sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar fv. ráðherra og formanns Alþýðuflokksins og afabarn Hannibals Valdimarssonar fv.ráðherra sem sat á þingi fyrir Alþýðuflokk, Alþýðubandalag og Samtök Frjálslyndra og vinstri manna. Glúmur tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir kosningarnar 2007 og lenti þá í 15. sæti.

28.3.2021 Hálft ár í alþingiskosningar. Nú er tæpir sex mánuðir til alþingiskosninga. Þrátt fyrir það eru flestir ef ekki allir flokkar komnir eitthvað á veg með framboðsmál sín og flestir boða að þeir verði búnir að stilla að mestu upp á lista fyrir sumarfrí. Samfylkingin og Píratar eru komnir lengst. Píratar hafa lokið prófkjörum í öllum kjördæmum og því efstu sætin klár. Samfylkingin Er búin að stilla upp á lista í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum auk þess að vera búin að velja í þrjú efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfingin grænt framboð er búin að birta framboðslista í Norðausturkjördæmi og tímasetja forvöl í hinum kjördæmunum. Framsóknarflokkurinn er búinn með eitt prófkjör og fleiri á leiðinni. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ákveða prófkjöri í landsbyggðarkjördæmunum og líklegt er að flokkurinn verði einnig með prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Aðrir flokkar og stjórnmálasamtök eru komin styttra á veg en eins og áður sagði er hálft ár til kosninga og tíminn því langt frá því að vera forhlaupinn.

27.3.2021 Úrslit í flokksvali Samfylkingar í NV. Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fór fram í morgun á auknu kjördæmisþingi. Í fyrsta sæti varð Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Í öðru sæti Jónína Björg Magnúsdóttir atvinnuleytandi á Akranesi og í þriðja sæti Sigurður Orri Kristjánsson íþróttafréttamaður og meistaranemi í Reykjavík. Aðrir sem tóku þátt í flokksvalinu voru: Björn Guðmundsson húsasmiður á Akranesi, Garðar Svansson bæjarfulltrúi og fangavörður á Grundarfirði, Gunnar Rúnar Kristjánsson bóndi og fulltrúi Akri Húnavatnshreppi, Gunnar Tryggvason verkfræðingur í Reykjavík, Gylfi Þór Gíslason lögregluvarðstjóri á Ísafirði og Oddur Sigurðsson framkvæmdastjóri á Hvammstanga.

26.3.2021 Framboðslisti VG í NA. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefur verið lagður fram. Fimm efstu sætin eru í samræmi við úrslit forvals og þau sem skipa 6.-12.sætið tók einni þátt í forvalinu. Listinn er þannig skipaður:

1. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík11. Cecil Haraldsson, fv.sóknarprestur, Seyðisfirði
2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði12. Angantýr Ómar Ásgeirsson, nemi, Akureyri
3. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi13. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri MAK, Akureyri
4. Kári Gautason, sérfræðingur, Reykjavík14. Andri Viðar Víglundsson, sjómaður, Ólafsfirði
5. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri15. Katarzyna Maria Cieslukowska, starfsmaður í heimahjúkrun, Húsavík
6. Helga Margrét Jóhannesdóttir, nemi, Eyjafjarðarsveit16. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi, Þórshöfn
7. Ingibjörg Þórðardóttir, kennari og varaþingmaður, Neskaupstað 17. Kristján Eldjárn, byggingafræðingur, Svarfaðardal
8. Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, Þingeyjarsveit18. Anna Czeczko, grunnskólaleiðbeinandi, Djúpavogi
9. Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri19. Svavar Pétur Eysteinsson, menningarbóndi, Karlsstöðum
10. Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri20. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og fv.ráðherra, Gunnarsstöðum

26.3.2021 Þóra Margrét sækist eftir 2.-3. sæti á lista VG í NV. Þóra Margrét Lúthersdóttir sauðfjárbóndi í Forsæludal í Húnavatnshreppi sækist eftir 2.-3.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Áður hefur komið fram að Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður og Bjarni Jónsson varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði sækjast bæði eftir að leiða listann. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti þann 1.apríl.

26.3.2021 Stjórnmálasamtakaskrá. Í gær var lagt fram af formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka o.fl. Meðal þess sem lagt er í frumvarpinu er að Ríkisskattstjóra verði falið að starfrækja sérstaka stjórnmálasamtakaskrá sem birt verði á vef Stjórnarráðsins. Þá er lagt til að skráning stjórnmálasamtaka á þennan vef verði skilyrði fyrir fjárframlögum úr ríkissjóði eða frá sveitarstjórnum. Þá er lagt til að stjórnmálasamtök haldi listabókstaf sem þeim hefur verið úthlutað á meðan þau uppfylla skilyrði um skráningu sem stjórnmálasamtök.

25.3.2021 Níu í framboði í forvali VG í SV. Níu bjóða sig fram í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi sem fer fram 15-17. apríl n.k. Þau eru eftirfarandi ásamt því í hvaða sæti þau sækjast eftir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og varaformaður VG í 1.sæti, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður í 1.sæti, Una Hildardóttir varaþingmaður og upplýsingafulltrúi í 1.-2.sæti, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fv.alþingismaður í 2.sæti, Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir þjóðfræðinemi í 3.sæti, Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson hugbúnaðarsérfræðingur í 3.-5.sæti, Þóra Elfa Björnsdóttir setjari og framhaldsskólakennari í 3.-5.sæti, Júlíus Andri Þórðarson háskólanemi og formaður VG í Hafnarfirði í 4.sæti og Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ í 4.-5.sæti.

24.3.2021 Níu í framboði í flokksvali Samfylkingarinnar í NV. Níu framboð bárust í flokksvali Samfylkingarinnar en framboðsfrestur rann út í gærkvöldi. Aðeins ein kona er meðal frambjóðenda. Kosið verður á rafrænu kjördæmisþingi á laugardaginn. Frambjóðendur eru: Björn Guðmundsson húsasmiður á Akranesi í 1.-4 sæti, Garðar Svansson bæjarfulltrúi og fangavörður á Grundarfirði í 1.-4.sæti, Gunnar Rúnar Kristjánsson bóndi og fulltrúi Akri Húnavatnshreppi í 1.-4. sæti, Gunnar Tryggvason verkfræðingur í Reykjavík í 1.sæti, Gylfi Þór Gíslason lögregluvarðstjóri á Ísafirði í 1.-2.sæti, Jónína Björg Magnúsdóttir atvinnuleitandi á Akranesi í 1.-2.sæti, Oddur Sigurðsson framkvæmdastjóri á Hvammstanga í 1.sæti, Sigurður Orri Kristjánsson íþróttafréttamaður og meistaranemi í Reykjavík í 1.-4.sæti og Valgarður Lyngdal Jónsson grunnskólakennari og forseti bæjarstjórnar á Akranesi í 1.sæti.

24.3.2021 Gunnar Rúnar sækist eftir oddvitasæti Samfylkingar í NV. Gunnar Rúnar Kristjánsson á Akri í Húnavatnshreppi sækist eftir 1.-4.sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Gunnar Rúnar er sjötti karlinn sem sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í kjördæminu. Hinir fimm eru þeir Björn Guðmundsson, Gylfi Þór Gíslason, Gunnar Tryggvason, Sigurður Orri Kristjánsson og Valgarður Lyngdal Jónsson.

24.3.2021 Bjarni vill leið VG í NV. Bjarni Jónsson varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði mun sækjast eftir því að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í Skessuhorni í dag. Áður hafði sitjandi þingmaður flokksins, Lilja Rafney Magnúsdóttir, lýst yfir að hún sækist eftir því að leiða listann áfram.

24.3.2021 Valgarður Lyngdal vill leiða Samfylkingu í NV. Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar á Akranesi lýsti því yfir í morgun að sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hann er fimmti karlinn sem sækist eftir því að leiða listann. Áður höfðu þeir Björn Guðmundsson, Gylfi Þór Gíslason, Gunnar Tryggvason og Sigurður Orri Kristjánsson. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi en ekki listi yfir frambjóðendur hefur ekki verið birtur.

23.3.2021 Sigurður Orri vill leiða Samfylkingu í NV. Sigurður Orri Kristjánsson stjórnmálafræðingur í Reykjavík sækist eftir 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hann er fjórði karlinn sem sækist eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu. Áður höfðu þeir Björn Guðmundsson á Akranesi, Gylfi Þór Gíslason á Ísafirði og Gunnar Tryggvason í Reykjavík boðið sig fram í efsta sæti. 

23.3.2021 Guðmundur Gunnarsson leiðir Viðreisn í NV. Guðmundur Gunnarsson fv.bæjarstjóri á Ísafirði hefur verið kynntur sem oddviti lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Í síðustu kosningum hlaut Viðreisn 2,5% atkvæði í kjördæminu og var langt frá því að ná inn kjörnum manni.

23.3.2021 Gunnar Tryggvason sækist eftir að leiða Samfylkingu í NV. Gunnar Tryggvason verkfræðingur í Reykjavík sækist eftir að leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi. Gunnar er þriðji einstaklingurinn til að bjóða sig fram en áður höfðu þeir Björn Guðmundsson á Akranesi og Gylfi Þór Gíslason á Ísafirði boðið sig fram í efsta sæti. Framboðsfrestur hjá Samfylkingunni rennur út kl.23 í kvöld en kosið verður um fjögur sæti á kjördæmisþingi þann 27. mars.

22.3.2021 Landsflokkurinn stefnir á framboð í öllum kjördæmum. Landsflokkurinn hélt stofnfund um helgina. Á facebooksíðu flokksins kemur fram að ætlunin sé að bjóða fram í öllum kjördæmum. Í stjórn voru kjörin þau Jóhann Sigmarsson formaður, Ksenija Sigmarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Guðrún Glódís Gunnarsdóttir og Ólafur Þórsson.

MEÐSTJÓRNENDUR; Ksenija Sigmarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Guðrún Glódís Gunnarsdóttir og Ólafur Þórsson.

22.3.2021 Björn Guðmundsson vill leiða Samfylkingu í NV. Björn Guðmundsson húsasmiður á Akranesi hefur tilkynnt að hann sækist eftir 1.-4.sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Áður hafði Gylfi Þór Gíslason lögregluvarðstjóri lýst yfir að hann sæktist eftir 1.-2.sæti. Framboðsmál Samfylkingarinn í Norðvesturkjördæmi opnuðust upp á gátt þegar að Guðjón Brjánsson alþingismaður ákvað í síðustu viku að sækjast ekki eftir endurkjöri. Framboðsfrestur rennur út kl.23 annað kvöld.

21.3.2021 Stefán Vagn efstur hjá Framsókn í NV. Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar varð efstu í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Stefán hlaut 580 atkvæði í það sæti. Í öðru sæti varð Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir varaþingmaður og formaður SUF úr Borgarfirði með 439 atkvæði í 1.-2.sæti. Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður sem skipaði annað sætið í síðustu alþingiskosningum lenti í því þriðja með 418 atkvæði í 1.-3.sæti. Friðrik Már Sigurðsson sveitarstjórnarfulltúi í Húnaþingi vestra hlaut 526 atkvæði í 1.-4.sæti. Í fimmta sæti varð Iða Marsibil Jónsdóttir forseti sveitarstjórnar í Vesturbyggð 563 atkvæði í 1.-5.sæti. Aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu voru þau Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, Gunnar Tryggvi Halldórsson sveitarstjórnarmaður á Blönduósi, Gunnar Ásgrímsson háskólanemi á Sauðárkróki, Ragnheiður Ingimundardóttir verslunarmaður í Strandabyggð og Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á Seyðisfirði.

21.3.2021 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í NV. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi ákvað á fundi í dag að halda prófkjör um miðjan júní n.k. Um efsta sætið keppa þau Haraldur Benediktsson alþingismaður sem skipaði efsta sætið í síðustu alþingiskosningum og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra sem skipaði annað sætið í síðustu alþingiskosningum. Þá sækist Teitur Björn Einarsson varaþingmaður og fv.alþingismaður ef þingsæti.

20.3.2021 Úrslit í prófkjörum Pírata í NV og NA. Úrslit í prófkjörum Pírata í Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmum réðust í dag. Þau er sem hér segir:

NorðausturkjördæmiNorðvesturkjördæmi
1. Einar Brynjólfsson, fv.alþingismaður1. Magnús Davíð Norðdahl
2. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fv.varaþingmaður
3. Hrafndís Bára Einarsdóttir3. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir
4. Hans Jónsson4. Pétur Óli Þorvaldsson
5. Rúnar Gunnarsson, fv.bæjarfulltrúi5. Sigríður Elsa Álfhildardóttir
6. Skúli Björnsson, fv.sveitarstjórnarmaður6. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir
7. Gunnar Ómarsson

19.3.2021 Gylfi Þ. vill leiða Samfylkingu í NV. Gylfi Þór Gíslason lögregluvarðstjóri á Ísafirði sækist eftir 1.-2.sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Í vikunni losnaði oddvitasætið í þegar Guðjón Brjánsson alþingismaður tilkynnti að hann sækist ekki eftir endurkjöri.

19.3.2021 Júlíus Andri vill 4.sæti hjá VG í SV. Júlíus Andri Þórðarson formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sækist eftir 4. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Áður þeir Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðið sig fram í 1. sæti listans og Una Hildardóttir varaþingmaður í 1.-2.sæti.

18.3.2021 Nýr stjórnmálaflokkur – Landsflokkurinn. Nýr stjórnmálaflokkur, Landsflokkurinn, er í burðarliðnum. Á heimsíðu flokksins segir að flokkurinn sé stofnaður til að þjóna almenningi í landinu og að berjast fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Forsvarsmaður flokksins er Jóhann Sigmarsson kvikmyndaleikstjóri.

17.3.2021 Guðjón Brjánsson ekki í endurkjör. Guðjón Brjánsson alþingismaður Samfylkingarinnar hefur gefið út að hann hyggist ekki taka þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður 27. mars. Hann verður því ekki framboði í komandi alþingiskosningum.

16.3.2021 Gauti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í NA. Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi býður sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Áður hafði Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður boðið sig fram til að leiða listann.

15.3.2021 Listi Pírata í Suðurkjördæmi. Átta efstu sætin á framboðslista Pírata í Suðurkjördæmi hafa verið birt en þau byggja á niðustöðu prófkjörs sem lauk á laugardaginn. Listinn er þannig skipaður.

1. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður4. Eyþór Máni Steinarsson7. Ingimundur Stefánsson
2. Lind Völundardóttir5. Guðmundur Arnar Guðmundsson8. Einar Már Atlason
3. Hrafnkell Brimar Hallmundsson6. Einar Bjarni Sigurpálsson

15.3.2021 Listi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Átta efstu sætin á framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi hafa verið birt en þau byggja á niðustöðu prófkjörs sem lauk á laugardaginn. Listinn er þannig skipaður:

1. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður4. Indriði Ingi Stefánsson7. Bjartur Thorlacius
2. Gísli Rafn Ólafsson5. Gréta Ósk Óskarsdóttir8. Leifur Eysteinn Kristjánsson
3. Eva Sjöfn Helgadóttir6. Lárus Vilhjálmsson

15.3.2021 Listi Pírata í Reykjavík suður. Fimmtán efstu sætin á framboðslita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður hafa verið birt en þau byggja á niðurstöðu prófkjörs sem lauk á laugardaginn. Listinn er þannig skipaður:

1. Björn Leví Gunnarsson, alþingismaður6. Helga Völundardóttir11.Jón Ármann Steinsson
2. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir7. Eiríkur Rafn Rafnsson12.Hjalti Garðarsson
3. Halldór Auðar Svansson fv.borgarfulltrúi8. Ingimar Þór Friðriksson13.Ásgrímur Gunnarsson
4. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir9. Huginn Þór Jóhannsson14.Hannes Jónsson
5. Sara Elísa Þórðardóttir10.Einar Hrafn Árnason15.Hinrik Örn Þorfinnsson

15.3.2021 Listi Pírata í Reykjavík norður. Sextán efstu sætin á framboðslista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður hafa verið birt en þau byggja á niðurstöðu prófkjörs sem lauk á laugardaginn. Listinn er þannig skipaður:

1. Halldóra Mogensen, alþingismaður7. Haukur Viðar Alfreðsson12.Steinar Jónsson
2. Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður8. Björn Þór Jóhannesson13.Jóhannes Jónsson
3. Lenya Rún Taha Karim9. Atli Stefán Yngvason14.Jón Arnar Magnússon
4. Valgerður Árnadóttir10.Haraldur Tristan Gunnarsson15.Halldór Haraldsson
5. Oktavía Hrund Jónsdóttir11.Jason Steinþórsson16.Leifur A. Benediktsson
6. Kjartan Jónsson

14.3.2021 Þriðjungs endurnýjun þingsins? Þegar ríflega hálft ár er til alþingiskosningar og eftir er að stilla upp á fjölmarga framboðslista er orðið ljóst að níu þingmenn munu ekki verða í kjöri. Mestar breytingar verða í Norðausturkjördæmi þar sem oddvitarnir Steingrímur J. Sigfússon VG, Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki og Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokki gefa ekki kost á sér. Auk þeirra gefur Albertína Elíadóttir ekki á kost á sér. Í Suðurkjördæmi hafa þeir Ari Trausti Guðmundsson VG og Píratinn Smári McCharthy ákveðið að draga sig í hlé. Í Suðvesturkjördæmi hættir Jón Þór Ólafsson Pírötum og Helgi Hrafn Gunnarsson flokksfélagi hans í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá hlaut Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu í Reykjavík suður ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar og verður ekki í framboði.
Framundan eru fjölmörg prófkjör og í sumum þeirra hafa sitjandi þingmenn fengið mótframboð. Það á t.d. við um framsóknarkonurnar Höllu Signýju Kristjánsdóttur í Norðvesturkjördæmi og Líneik Önnu Sævarsdóttir í Norðausturkjördæmi. Þá eru margir um hituna hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi þar sem Páll Magnússon hefur fengið mótframboð. Sömuleiðis hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi fengið mótframboð.
Í Suðvesturkjördæmi hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra boðið sig fram gegn Ólafi Þór Gunnarssyni VG. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður vill færa sig um set yfir í Suðurkjördæmi en fjórir aðrir sækjast eftir að leiða listann í kjördæminu.
Þetta er staðan í dag en ekki er vafi að meira á eftir að ganga á áður en allir listar verða fullskipaðir. Þá eiga menn auðvitað eftir að ná kjöri í kosningum sjálfum. Ekki er því óvarlegt að ætla að þriðjungur þingsins endurnýist í haust.

13.3.2021 Njáll Trausti vill leiða D-lista í NA. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður lýsti því yfir í dag að sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Yfirlýsingin kom í framhaldi af yfirlýsingu Kristjáns Þórs Júlíussonar um að gefa ekki kost á sér áfram. Áður höfðu eftirtaldir lýst yfir framboði: Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði í 2.-3.sæti, Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur og bæjarfulltrúi á Akureyri í 2.sæti og Gunnar Hnefill Örlygsson á Húsavík í 3.sæti.

13.3.2021 Prófkjör Pírata í NV og NA framlengd. Prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi hafa verið framlengd til 20. mars n.k. kl.16. Í prófkjörsreglum þessara kjördæma þurfa a.m.k. 100 að greiða atkvæði svo að prófkjörið sé gilt. Náist sú tala ekki er opnað fyrir atkvæði frá Pírötum í öðrum kjördæmum. Það hefur nú verið gert.

13.3.2021 Álfheiður leiðir Pírata í Suðurkjördæmi. Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi. Samtals voru greidd 95 atkvæði en frambjóðendur voru 8. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður4. Eyþór Máni Steinarsson7. Ingimundur Stefánsson
2. Lind Völundardóttir5. Guðmundur Arnar Guðmundsson8. Einar Már Atlason
3. Hrafnkell Brimar Hallmundsson6. Einar Bjarni

13.3.2021 Þórhildur Sunna efst hjá Pírötum í SV. Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Samtals voru greidd 138 atkvæði en frambjóðendur voru 10. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður5. Greta Ósk Óskarsdóttir8. Leifur Eysteinn Kristjánsson
2. Gísli Rafn Ólafsson6. Lárus Vilhjálmsson9. Jón Eggert Guðmundsson
3. Eva Sjöfn Helgadóttir7. Bjartur Thorlacius10. Árni Stefán Árnason
4. Indriði Ingi Stefánsson

13.3.2021 Þingmennirnir efstir hjá Pírötum í Reykjavík. Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Samtals voru greidd 475 atkvæði en frambjóðendur voru 31. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Björn Leví Gunnarsson, alþingismaður12. Helga Völundardóttir23. Steinar Jónsson
2. Halldóra Mogensen, alþingismaður13. Haukur Viðar Alfreðsson24. Hjalti Garðarsson
3. Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður14. Eiríkur Rafn Rafnsson25. Ásgrímur Gunnarsson
4. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir15. Björn Þór Jóhannesson26. Hannes Jónsson
5. Halldór Auðar Svansson, fv.borgarfulltrúi16. Ingimar Þór Friðriksson27. Jóhannes Jónsson
6. Lenya Rún Taha Karim17. Atli Stefán Yngvason28. Jón Arnar Magnússon
7. Valgerður Árnadóttir18. Huginn Þór Jóhannsson29. Halldór Haraldsson
8. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir19. Einar Hrafn Árnason30. Hinrik Örn Þorfinnsson
9. Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingmaður20. Haraldur Tristan Gunnarsson31. Leifur Ben
10.Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður21. Jason Steinþórsson
11. Kjartan Jónsson22. Jón Ármann Steinsson

13.3.2021 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í NA. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi ákvað í dag að halda prófkjör til að raða í fimm efstu sæti framboðslista flokksins. Prófkjörið fer fram 29. maí n.k.

13.3.2021 Kristján Þór gefur ekki kost á sér. Kristján Þór Júlíusson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og ráðherra greinir frá því Morgunblaðinu í dag að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum. Kristján hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi frá 2007 og verið ráðherra frá 2013. Fyrst sem heilbrigðisráðherra 2013-2017, svo sem mennta- og menningarmálaráðherra 2017 og sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra frá 2017. Kristján var áður bæjarstjóri á Dalvík, á Ísafirði og á Akureyri.

Í dag fer fram aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrir liggur tillaga stjórnar um að hafa prófkjör til að velja á lista flokksins.

12.3.2021 Prófkjör Pírata – kosningu lýkur á morgun kl.16. Prófkjörum Pírata í öllum kjördæmum lýkur á morgun kl.16. þegar þetta er skrifað hafa um 20% þeirra sem eru á kjörskrá greitt atkvæði eða 658 manns. Í Reykjavíkurkjördæmunum hafa 378 greitt atkvæði, í Suðvesturkjördæmi 114, í Suðurkjördæmi 75, í Norðvesturkjördæmi 55 og 36 í Norðausturkjördæmi.

11.3.2021 Listi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista sinn í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, form.BHM,  fv.alþingismaður og ráðherra14.Gylfi Ingvarsson, vélvirki og eldri borgari
2. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur15.Branddís Ásrún Snæfríðardóttir, meistaranemi í lögfræði
3. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur16.Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
4. Guðmundur Ari Sigurjónsson. Bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafr.17.Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri
5. Sólveig Skaftadóttir, alþjóðafræðingur og starfsmaður þingflokks Samf.18.Kolbeinn A. Dalrymple, fjölmiðlamaður
6. Óskar Steinn Ómarsson, deildarstjóri á leikskóla19.Hildur Rós Guðbjargardóttir, kennaranemi og starfsmaður Hrafnistu
7. Donata H. Bukowska, kennsluráðgjafi20.Hafsteinn Karlsson, skólastjóri
8. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari21.Margrét Tryggvadóttir, fv.alþingismaður og rithöfundur
9. Gerður Pálsdóttir, þroskaþjálfi22.Magnús Norðdahl, lögfræðingur og fv.alþingismaður
10.Arnar Ingi Ingason, tónlistarmaður23.Dóra Hansen, innanhússarkitekt og kennari
11.Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri24.Jónas Sigurðsson, fv.bæjarfulltrúi
12.Sigurjón Gunnarsson, húsasmíðameistari25.Jóna Dóra Karlsdóttir, fv.forseti bæjarstjórnar
13.Ingibjörg Iða Auðunardóttir, íslenskunemi og forseti UJ í Garðabæ26.Rannveig Guðmundsdóttir, fv.alþingismaður og ráðherra

11.3.2021 Prófkjör Pírata – 14,8% kjörsókn. Rafrænt prófkjör Pírata stendur yfir og þegar þetta er skrifað hafa 489 greitt atkvæði eða 14,8%. Það skiptist þannig að í Reykjavíkurkjördæmunum hafa 269 greitt atkvæði, 85 í Suðvesturkjördæmi, 61 í Suðurkjördæmi, 44 í Norðvesturkjördæmi og 30 í Norðausturkjördæmi. A.m.k. 100 atkvæði þarf í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi svo að prófkjörin séu gild að öðrum kosti verða prófkjörin framlengd og öllum félagsmönnum Pírata gefinn kostur á að taka þátt. Prófkjörunum lýkur laugardaginn 13. mars.

10.3.2021 Una Hildardóttir vill 1.-2. sæti hjá VG í SV. Una Hildardóttir varaþingmaður sækist eftir 1.-2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi en hún skipaði 3.sætið í síðustu kosningum. Áður höfðu þeir Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður sem var í 2.sæti síðast og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lýst yfir að þeir sæktust eftir að leiða listann.

10.3.2021 Átta í framboði hjá VG í Suðurkjördæmi. Framboðsfrestur fyrir forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi rann út á sunnudagskvöldið. Átta buðu sig fram, þar af fimm í 1. sæti. Þau eru: Almar Sigurðsson ferðaþjónustubóndi Flóahreppi, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður í Reykjavík og Róbert Marshall fv.alþingismaður Reykjavík. Þá býðir Sigrún Birna Steinarsdóttir háskólanemi og formaður UVG sig fram í 2.-3.sæti, Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi sig fram í 2.-5.sæti og Anna Jóna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur sig fram í 3.-5.sæti.

9.3.2021 Framboðsmál Miðflokksins. Í síðustu alþingiskosningum hlaut Miðflokkurinn sjö þingmenn kjörna en fjölgaði um tvo á kjörtímabilinu. Enginn þingmanna flokkins hefur gefið út að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Í Norðvesturkjördæmi eru þingmenn flokksins þeir Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Í Norðausturkjördæmi eru það þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Í Suðvesturkjördæmi er Gunnar Bragi Sveinsson, Reykjavíkurkjördæmi suður Þorsteinn Sæmundsson og í Reykjavíkurkjördæmi norður Ólafur Ísleifsson sem kjörinn var af lista Flokks fólksins. Í Suðurkjördæmi eru þeir Birgir Þórarinsson sem kjörinn var á lista Miðflokksins í síðustu kosningum og Karl Gauti Hjaltason sem kosinn var af lista Flokks fólksins. Gert er ráð fyrri að stillt verði upp á alla framboðslista flokksins.

8.3.2021 Framboðsmál Flokks fólksins. Í síðustu alþingiskosningum hlaut Flokkur fólksins fjóra þingmenn kjörna. Á kjörtímabilinu var þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni vísað úr flokknum og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Eftir sátu Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson. Ekki er annað vitað en þau bjóði sig fram að nýju. Að auki hafa verið kynnt til leiks þau Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Tómas Tómasson veitingamaður í Hamborgarabúllunni. Ekki hefur komið fram hverjir bjóða sig fram í hverju kjördæmi en búist er við að stillt verði upp á lista í öllum kjördæmum.

7.3.2021 Framboðsmál Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að viðhafa prófkjör í Suðurkjördæmi og hefur fjöldi einstaklinga boðið sig fram í efstu sætin. Í Norðausturkjördæmi liggur fyrir tillaga um prófkjör en afstaða til hennar verður tekin n.k. laugardag. Búist er við því að prófkjör verði haldið í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi en ekki er vitað með Norðvesturkjördæmi. Mikil hefð er fyrir prófkjörum í Sjálfstæðisflokknum en engin prófkjör voru haldin fyrir alþingiskosningarnar 2017 sem báru frekar snöggt að. Enn sem komið er hefur enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefið út að þeir hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri.

6.3.2021 Prófkjör Pírata – 290 kosið. Prófkjör Pírata stendur yfir en því lýkur 13. mars n.k. Samtals eru um 3.300 á kjörskrá. Þegar þetta er skrifað hafa 291 greitt atkvæði eða 8,8%. Flestir hafa greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum eða samtals 163. Fæstir hafa greitt atkvæði í Norðausturkjördæmi eða 17 en næstfæstir, 19, í Norðvesturkjördæmi.

5.3.2021 Prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi frestað. Ákveðið hefur verið að fresta prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi til 19. júní en það átti að fara fram þann 10. apríl n.k. Framboðsfrestur framlengist sömuleiðis og verður til 4. júní.

5.3.2021 Framboðsmál Framsóknarflokksins. Póstkosningu lýkur hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi þann 13. mars n.k. og gert er ráð fyrir að talning fari fram viku síðar. Tíu eru í framboði. Póstkosningu í Norðausturkjördæmi lýkur um næstu mánaðarmót en níu eru í framboði. Í Suðurkjördæmi rennur framboðsfrestur fyrir lokað prófkjör flokksins út 26. mars n.k. en prófkjörið fer fram þann 10.apríl. Í Suðvesturkjördæmi rennur framboðsfrestur fyrir lokað prófkjör út 23. apríl og fer prófkjör fram þann 8. maí. Stillt verður upp á lista í Reykjavíkurkjördæmunum og er gert ráð fyrir að þau Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra leiði listana í kjördæmunum tveimur.

4.3.2021 Framboðsmál Viðreisnar. Í síðustu alþingiskosningum hlaut Viðreisn fjóra þingmenn kjörna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Þorsteinn Víglundsson voru kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Jón Steindór Valdimarsson var kjörinn uppbótarþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Á kjörtímabilinu sagði Þorsteinn af sér þingmennsku og tók þá Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sæti hans. Allir sitjandi þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri. Auk þeirra Þá sækjast þeir Benedikt Jóhannesson fv.formaður flokksins og Daði Már Kristófersson varaformaður flokksins eftir þingsætum á höfuðborgarsvæðinu. Í Norðvesturkjördæmi hefur Guðmundur Gunnarsson fv.bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ gefið kost á sér til að listann í kjördæminu. Í Suðurkjördæmi hefur Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ gefið kost á sér til að leiða listann í því kjördæmi. Ekki er vitað af neinu framboði í Norðausturkjördæmi. Stillt verður upp á alla lista flokksins.

3.3.2021 63 í prófkjörum Pírata. Framboðsfresti í prófkjörum Pírata í öllum kjördæmum lauk kl.14 í dag. Samtals bárust 63 framboð. Tæplega helmingur eða 31 eru í Reykjavíkurkjördæmunum, tíu eru í Suðvesturkjördæmi og átta í Suðurkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi komu fram sjö framboð eru í hvoru kjördæmi. Kosning í prófkjörinu hefst kl.16 í dag.

Reykjavíkurkjördæmin(31): Andrés Ingi Jónsson alþingismaður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Atli Stefán Yngvason, Björn Leví Gunnarsson alþingismaður, Björn Þór Jóhannesson, Einar Hrafn Árnason, Eríkur Rafn Rafnsson, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Halldór Auðar Svansson fv.borgarfulltrúi, Halldór Haraldsson, Halldóra Mogensen alþingismaður, Hannes Jónsson, Haraldur Tristan Gunnarsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Helga Völundardóttir, Hinrik Örn Þorfinnsson, Huginn Þór Jóhannsson, Ingimar Þór Friðriksson, Jason Steinþórsson, Jóhannes Jónsson, Jón Ármann Steinsson, Jón Arnar Magnússon, Kjartan Jónsson, Leifur Ben(?), Lenya Rún Taha Karim, Oktavía Hrund Jónsdóttir varaþingmaður, Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður, Stefán Hjalti Garðarsson og Valgerður Árnadóttir.

Suðvesturkjördæmi(10): Árni Stefán Árnason, Bjartur Thorlacius, Eva Sjöfn Helgadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Greta Ósk Óskarsdóttir, Indriði Ingi Stefánsson, Jón Eggert Guðmundsson, Lárus Vilhjálmsson, Leifur Eysteinn Kristjánsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður.

Suðurkjördæmi(8): Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður, Einar Bjarni, Einar Már Atlason, Eyþór Máni Steinarsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Hrafnkell Brimar Hallmundsson Ingimundur S(?) og Lind Völundardóttir.

Norðausturkjördæmi(7): Einar Brynjólfsson fv.alþingismaður, Gunnar Ómarsson, Hans Jónsson, Hrafndís Bára Einarsdóttir, Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir, Rúnar Gunnarsson fv.bæjarfulltrúi og Skúli Björnsson fv.sveitarstjórnarmaður.

Norðvesturkjördæmi (7): Gunnar Ingiberg Guðmundsson fv.varaþingmaður, Karl A. Schneider, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Pétur Óli Þorvaldsson, Ragnheiður Steina Ólafsdóttir og Sigríður Elsa Álfhildardóttir.

2.3.2021 Guðmundur Ingi vill leiða VG í Kraganum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sækist eftir að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Áður hafði Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður flokksins í kjördæminu lýst yfir að hann sækist eftir að leiða listann.

2.3.2021 Forval hjá VG í öllum kjördæmum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mun nota forval, prófkjör meðal flokksmanna, til að raða í efstu sæti á framboðslistum sínum. Forvali í Norðausturkjördæmi er lokið þar sem Óli Halldórsson varð efstur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður í öðru sæti en Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður til áratuga, gefur ekki kost á sér áfram. Í Suðurkjördæmi hafa fimm einstaklingar boðið sig fram til að leiða lista flokksins í því kjördæmi en Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður gefur ekki kost á sér áfram. Framboðsfrestur í Suðurkjördæmi rennur út 8. mars. Framboðsfrestur í Suðvesturkjördæmi rennur út 24. mars, þann 2. apríl í Norðvesturkjördæmi og 25. apríl í Reykjavíkurkjördæmunum.

1.3.2021 Framboðsmál Samfylkingarinnar. Samfylkingin hefur samþykkt framboðslista sína í Reykjavík. Í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verður stillt upp á lista en í Norðvesturkjördæmi hefur verið ákveðið að kjósa um fjögur efstu sætin á kjördæmisþingi þann 27. mars n.k. en framboðsfrestur rennur út 4 dögum fyrr. Ljóst er að tveir af þingmönnum flokksins verða ekki í kjöri í haust en það eru þau Albertína Elíasdóttir sem ekki gefur kost á sér og Ágúst Ólafur Ágústsson sem ekki er á lista flokksins í Reykjavík.

28.2.2021 Tæplega fimmtíu í prófkjörum Pírata. Samtals hafa 49 einstaklingar skráð sig í prófkjör Pírata í öllum kjördæmum landsins þegar þetta er skrifað. Það skiptist þannig: Reykjavíkurkjördæmin 23, Suðvesturkjördæmi 9, Norðvesturkjördæmi 6, Norðausturkjördæmi 5 og Suðurkjördæmi 6. Framboðsfrestur rennur út kl.14 n.k. miðvikudag og rafrænt prófkjör hefst kl.16 sama dag.

26.2.2021 Almar Sigurðsson vill leiða VG í Suðurkjördæmi. Almar Sigurðsson gistihúsarekandi á Lambastöðum í Árnessýslu vill leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Almar er fimmti frambjóðandinn sem sækist eftir því en aðrir eru þau Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Róbert Marshall fv.alþingismaður og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sveitarstjórnarmaður, varaþingmaður og sauðfjárbóndi í Skaftárhreppi.

26.2.2021 Kristín Thoroddsen vill 3.sætið á D-lista í SV. Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sækist eftir 3. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

26.2.2021 Rafræn meðmæli með framboðslistum. Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingar á kosningalögum. Meginefnið er að heimilt verði að safna meðmælum og senda beiðni um listabókstaf með rafrænum hætti.

25.2.2021 Ólafur Þór vill leiða VG í SV. Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vill leiða listann í Suðvesturkjördæmi. Síðast skipaði hann 2.sæti listans á eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem í vetur gekk til liðs við Samfylkinguna.

25.2.2021 Jón Gunnarsson vill 2.sætið á D-lista í SV. Jón Gunnarsson alþingismaður og fv.ráðherra sækist eftir 2.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Fyrir kosningarnar 2016 lenti hann í 2.sæti í prófkjöri flokksins þrátt fyrir að vera 3. sæti listans. Hann skipaði 3.sætið 2017. Bryndís Haraldsdóttir skipaði 2.sætið í kosningunum 2016 og 2017. Aðrir þingmenn flokksins í kjördæminu eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Óli Björn Kárason. Vilhjálmur Bjarnason fv.alþingismaður hefur lýst því yfir að hann komast í a.m.k. 3. sæti á lista flokksins.

24.2.2021 Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða D-lista í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri í Hveragerði og fv. formaður Samtaka iðnaðarins tilkynnti í kvöld að hún sækist eftir 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Áður höfðu alþingismennirnir Páll Magnússon, sem leiddi listann síðast, og Vilhjálmur Árnason lýst yfir þeir sæktust einnig eftir 1. sætinu. Ásmundur Friðriksson sem skipaði 2.sætið síðast sækist eftir því áfram. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Eva Björk Harðardóttir sem sækist eftir 2.-3. sæti, Guðbergur Reynisson í Reykjanesbæ sem sækist eftir 3.sæti og Björgvin Jóhannesson, viðskiptafræðingur á Selfossi sem einnig sækist eftir 3.sæti.

24.2.2021 Þrjú vilja leiða lista Pírata í NV. Þrír frambjóðendur sækjast eftir að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Það eru þau Gunnar Ingiberg Guðmundsson fv.varaþingmaður, Katrín Sif Sigugeirsdóttir ljósmóðir og Magnús Davíð Norðdahl lögfræðingur. Auk þeirra hafa Karl A. Schneider, Pétur Óli Þorvaldsson og Sigríður Elsa Álfhildardóttir gefið kost á sér.

24.2.2021 Tvö vilja leiða Pírata í NA. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson fv. alþingismaður og Hrafndís Bára Einarsdóttir sækjast bæði eftir því að leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Auk þeirra hafa Hans Jónsson, Skúli Björnsson framkvæmdastjóri á Hallormsstað og Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður og fv.bæjarfulltrúi á Seyðisfirði gefið kost á sér.

24.2.2021 Kjördæmisþing velur lista Samfylkingar í NV. Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi ákvað um helgina að kjósa í fjögur eftstu sætin á lista á kjördæmisþingi. Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 23. mars. Samfylkingin á einn þingmann í kjördæminu, Guðjón Brjánsson og ekki er vitað annað en að hann gefi kost á sér til endurkjörs.

23.2.2021 Berglind Ósk vill 2.sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í NA. Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri sækist eftir 2.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Enn er beðið yfirlýsingar frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvort hann hyggist gefa kost á sér áfram. Ekki er annað vitað en að Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður stefni á endurkjör. Berglindar hafa þau Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi í Múlaþingi, sem sækist eftir 2.-3. sæti, og Gunnar Hnefill Örlygsson á Húsavík, sem sækist eftir 3.sæti, gefið kost á sér.

22.2.2021 Á fimmta tug búnir að skrá sig í prófkjör Pírata. Samtals eru 47 búnir að skrá sig í prófkjör Pírata en að auki er Andrés Ingi Jónsson sem gekk í Pírata á dögunum búinn að lýsa yfir framboði sínu. Framboðsfrestur rennur út 3.mars. Frambjóðendurnir eru eftir kjördæmum:

  • Reykjavíkurkjördæmin (22): Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Einar Hrafn Árnason, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Halldór Haraldsson, Halldóra Mogensen, Haraldur Tristan Gunnarsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hinrik Örn Þorfinnsson, Huginn Þór Jóhannsson, Ingimar Þór Friðriksson, Jón Ármann Steinsson, Jason Steinþórsson, Jón Arnar Magnússon, Karl A. Schneider, Kjartan Jónsson, Leifur Ben, Lenya Rún Taha Karim, Oktavía Hrund Jónsdóttir, Sara Elísa Þórðardóttir og Valgerður Árnadóttir.
  • Suðvesturkjördæmi (9): Árni Stefán Árnason, Bjartur Thorlacius, Eva Sjöfn Helgadóttir, Gísli Rafn Óskarsson, Greta Ósk Óskarsdóttir, Indriði Ingi Stefánsson, Jón Eggert Guðmundsson, Lárus Vilhjálmsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
  • Suðurkjördæmi (5): Álfheiður Eymarsdóttir, Eyþór Máni Steinarsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Hrafnkell Brimar Hallmundsson og Lind Völundardóttir.
  • Norðausturkjördæmi (5): Einar Brynjólfsson, Hans Jónsson, Hrafndís Bára Einarsdóttir, Rúnar Gunnarsson og Skúli Björnsson.
  • Norðvesturkjördæmi (6): Gunnar Ingiberg Guðmundsson, Karl A. Schneider, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Pétur Óli Þorvaldsson og Sigríður Elsa Álfhildardóttir.

22.2.2021 Þórunn Sveinbjarnardóttir hyggur á endurkomu. Þórunn Sveinbjarnardóttir fráfarandi formaður BHM sækist eftir því að komast á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún var alþingismaður Samfylkingarinnar 1999-2011 og umhverfisráðherra 2007-2009. Guðmundur Andri Thorsson er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og hefur gefið upp að hann hafi hug á endurkjöri.

21.2.2021 Gunnar Hnefill vill 3.sætið hjá D-lista í NA. Gunnar Hnefill Örlygsson frá Húsavík sækist eftir að skipa 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

21.2.2021 Forval VG í Reykjavík verður 16.-19.maí. Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík heldur forval til að velja fjögur efstu sætin á lista flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum þann 16.-19.maí n.k. Framboðsfrestur rennur út þann 25. apríl n.k. Flokkurinn hlaut þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum og tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður.

21.2.2021 Heiða Guðný vill leiða VG í Suðurkjördæmi. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi vill leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hún er fjórði frambjóðandinn sem gefur kost á sér til þess. Hinir þrír eru Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði.

20.2.2021 Vilhjálmur Árnason vill leiða D-lista í Suðurkjördæmi. Í miorgun lýsti Vilhjálmur Árnason alþingismaður .Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem síðast var í þriðja sæti, að hann sækist eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu. .Áður hafði Páll Magnússon oddviti listans gefið út að hann sækist eftir því að leiða listanann áfram. Aðrir sem hafa gefið kost á sér eru Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem sækist eftir að skipa 2.sætið áfram, Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi sem sækist eftir 2.-3. sæti, Björgvin Jóhannesson viðskiptafræðingur á Selfossi sem sækist eftir 3.sætinu og Guðbergur Reynisson í Reykjanesbæ sem einnig sækist eftir 3.sætinu.

19.2.2021 Eva Björk vill 2.-3.sætið á D-lista í Suðurkjördæmi. Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps sækist eftir 2.-3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

19.2.2021 Uppstilling hjá Samfylkingu í Norðaustur. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi mun stilla upp á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Samfylkingin hlaut tvo þingmenn í síðustu kosningum. Fram hefur komið að Albertína Elíasdóttir muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur ekki gefið neitt annað í skyn en að hann sækist eftir að halda áfram.

18.2.2021 Forval hjá VG í Suðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfingin grænt framboð í Suðvesturkjördæmi heldur forval 15.-17. apríl til að velja á framboðslista sinn. Framboðsfrestur rennur út 24. mars og kosið verður um fimm efstu sætin. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn tvo þingmenn í kjördæminu þau Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nú er í Samfylkingunni og Ólaf Þór Gunnarsson.

18.2.2021 Forval hjá VG í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi heldur forval 23.-25. apríl til að velja á framboðslista sinn. Framboðsfrestur rennur út 2. apríl og kosið verður um fimm efstu sætin. Þingmaður flokksins í kjördæminu er Lilja Rafney Magnúsdóttir og gefur hún kost á sér til endurkjörs.

16.2.2021 Guðbrandur vill leiða Viðreisn í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ vill leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Guðbrandur hefur verið bæjarfulltrúi framboðsins Beinnar leiðar frá 2014 en var áður bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna.

16.2.2021 Óli Halldórsson efstur hjá VG í Norðaustur. Óli Halldórsson lenti í efsta sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður í öðru. Ingibjörg Þórðardóttir varaþingmaður sem skipaði þriðja sætið í síðustu kosningum náði ekki að vera meðal fimm efstu. Á kjörskrá voru 1042. Atkvæði greiddu 648 eða 62,2%. Fimm efstu sæti voru sem hér segir:

  • 1.sæti Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi á Húsavík – 304 atkvæði í 1.sæti
  • 2.sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður á Ólafsfirði – 293 atkvæði í 1.-2.sæti
  • 3.sæti Jódís Skúladóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Fellabæ – 297 atkvæði í 1.-3.sæti
  • 4.sæti Kári Gautason, fv.framkvæmdastjóri VG í Reykjavík – 337 atkvæði í 1.-4..sæti
  • 5.sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri – 322 atkvæði í 1.-5.sæti
  • Neðar lentu: Angantýr Ásgeirsson, Ásrún Ýr Gestsdóttir, Cesil Haraldsson, Einar Gauti Helgason, Helga Margrét Jóhannesdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

16.2.2021 Níu í framboði hjá Framsókn í Norðaustur. Framboðsfrestur í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi rann út á sunnudag. Níu eru í framboði. Þau eru:

  • Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Fáskrúðsfirði – sækist eftir 1.sæti
  • Ingibjörg Ólöf Ísaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Akureyri – sækist eftir 1. sæti
  • Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggð – sækist eftir 2. sæti
  • Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og varaþingmaður Grýtubakkahreppi- sækist eftir 2. sæti
  • Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahreppi – sækist eftir 2.-3. sæti
  • Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi Kelduhverfi – sækist eftir 2.-4. sæti
  • Karitas Ríkharðsdóttir, blaðamaður Raufarhöfn – sækist eftir 3.-4. sæti
  • Halldóra Hauksdóttir, lögmaður Akureyri – sækist eftir 4.-.6. sæti
  • Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur Egilsstöðum – sækist eftir 4.-6. sæti

16.2.2021 Björgvin vill 3. sætið hjá D-lista í Suðurkjördæmi. Björgvin Jóhannesson viðkskiptafræðingur á Selfossi sækist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Björgvin er sjötti frambjóðandinn sem tilkynnir um framboð. Áður höfðu alþingismennirnir Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason gefið út á að þeir sækust eftir endurkjöri. Þá höfðu Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi og Guðbergur Reynisson í Reykjanesbæ lýst yfir framboði.

15.2.2021 Framboðsfrestur hjá D-lista í Suðurkjördæmi til 8. apríl. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi auglýsir í dag eftir framboðum í prófkjör flokksins sem haldið verður 29. maí n.k. Framboðsfrestur er til 8. apríl.

15.2.2021 Prófkjöri Framsóknar í SV frestað. Kjörstjórnar Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að fresta prófkjöri flokksins vegna Covid-19. Prófkjörið verður haldið 8. maí og er framboðsfrestur til hádegis þann 23. apríl.

13.2.2021 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í september er þannig skipaður:

1. Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur12. Margrét Adamsdóttir, leikskólakennari
2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður13. Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður
3. Viðar Eggertsson, leikstjóri14. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
4. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi15. Jakob Magnússon, veitingamaður
5. Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður16. Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi
6. Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur17. Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður
7. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur18. Sólveig Jónasdóttir, mannfræðingur
8. Ellen Calmon, borgarfulltrúi og form. SffR19. Hildur Kjartansdóttir, listakona
9. Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur20. Ellert B. Schram fv.alþingismaður
10. Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fv.alþingismaður
11. Hlynur Már Vilhjálmsson, starfsm.á frístundaheimili22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

13.2.2021 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Um er að ræða fyrstu framboðslistana sem samþykktir eru fyrir komandi alþingiskosningar. Listinn í Reykjavíkurkjördæmi norður er þannig:

. Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður12. Hallgrímur Helgason, rithöfundur
2. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður13. Alexandra Ýr, ritari Samfylkingarinnar
3. Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur14. Hlal Jarrah, veitingamaður
4. Magnús Árni Skjöld, dósent15. Inga Auðbjörg Straumland, form.Siðmenntar og kaospilot
5. Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi16. Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri
6. Finnur Birgisson, arkitekt17. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi
7. Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi og fv.alþingismaður18. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður
8. Ásgeir Beinteinsson, fv.skólastjóri19. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og form.60+
9. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur20. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður
10. Sigfús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur og þjálfari21. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaform. Samfylkingarinnar
11. Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla22. Jóhanna Sigurðardóttir, fv.forsætisráðherra

12.2.2021 Frelsisflokkurinn í öllum kjördæmum. Samkvæmt vef Rúv hefur Frelsisflokkurinn, sem hefur listabókstafinn Þ, hefur hug á að bjóða fram í öllum kjördæmum þó það hafi ekki verið ákveðið. Verði af framboði hans er hann ellefta stjórnmálaaflið sem boðað hefur framboð í komandi alþingiskosningum.

12.2.2021 Þessir stjórnmálasamtök munu ekki bjóða fram. Ruv.is hafði samband við forsvarsmenn stjórnmálahreyfinga sem boðið hafa fram í kosningum á undanförnum árum og spurði þá hvort þeir hyggðu á framboð.

  • Björt framtíð sem datt út af þingi í kosningum 2017 hyggur ekki á framboð.
  • Alþýðufylkingin samþykkti á landsfundi 2018 að ekki verði stefnt á framboði.
  • Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði gera ekki ráð fyrir að bjóða fram.
  • Húmanistaflokkurinn gerir ekki ráð fyrir að bjóða fram í haust.

12.2.2021 Forval VG í Norðaustur hefst á miðnætti Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti og stendur til miðnætis á mánudagskvöld. Þrjú berjast um efast sæti listans en eins og kunnugt er ákvað Steingrímur J. Sigfússon sem leitt hefur lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjördæminu frá stofnun flokksins að gefa ekki kost á sér. Samtals eru tólf einstaklingar í kjöri. Þau eru og sæti sem þau sækjast eftir:

  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði – 1. sæti
  • Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi, Húsavík – 1. sæti
  • Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað – 1.-2. sæti
  • Jódís Skúladóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, Fellabæ – 2. sæti
  • Kári Gautason, framkvæmdastjóri, Reykjavík – 2. sæti
  • Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri – 3. sæti
  • Cesil Haraldsson, fv.sóknarprestur, Seyðisfirði – 4.-5. sæti
  • Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur, Eyjafjarðarsveit – 5.sæti
  • Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri
  • Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri
  • Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit

12.2.2021 Haraldur Ben vill leiða D-lista í NV áfram. Haraldur Benediktsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins greinir frá því í viðtali við Skessuhorn í dag að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Auk Haraldar hafa þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra og Teitur Björn Einarsson varaþingmaður lýst yfir framboði.

12.2.2021 Halldóra Hauksdóttir vill 4.-6. sæti hjá Framsókn í NA. Halldóra Hauksdóttir lögmaður á Akureyri sækist eftir 4.-6. sætinu á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún er tíundi frambjóðandinn í prófkjörinu en framboðsfrestur rennur út á sunnudaginn.

11.2.2021 Guðbergur vill 3.sætið á lista Sjálfstæðisflokks í Suður. Guðbergur Reynisson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ gefur kost á sér í 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Áður höfðu þingmenn kjördæmisins, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason lýst yfir framboði. Þá hefur Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi einnig lýst yfir framboði.

11.2.2021 Þorbjörg og Hanna Katrín vilja leiða í Reykjavíkurkjördæmunum. Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður Viðreisnar vill leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sama flokks, sem kom inn á þing eftir að Þorsteinn Víglundsson sagði af sér þingmennsku, sækist eftir að leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

10.2.2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fram í öllum kjördæmum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sem fékk úthlutað listabókstafnum O í dag stefnir að framboði í öllum kjördæmum. Hann er tíunda framboðið sem stefnir að framboði í öllum kjördæmum. Hin framboðin eru: Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkur Íslands, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Auk þeirra fékk Frelsisflokkurinn úthlutað listabókstafnum Þ fyrir tæpu ári síðan.

10.2.2021 Andrés Ingi genginn í Pírata. Andrés Ingi Jónsson alþingismaður utan flokka er genginn til liðs við þingflokk Pírata. Andréa var kjörinn fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum en hefur verið utan flokka síðan 2019. Hann hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

10.2.2021 Einar Aðalsteinn vill leiða lista Pírata í NA. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, sem var alþingismaður Pírata í Norðausturkjördæmi 2016-2017, sækist eftir að leiða lista Pírata í komandi alþingiskosningum. Einar leiddi einnig lista flokksins 2017 en náði þá ekki kjöri.

10.2.2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kominn með listabókstaf. Samkvæmt auglýsingu sem birtist á vef Stjórnartíðinda í dag hefur dómsmálaráðuneytið úthlutað Frjálslynda lýðræðisflokknum listabókstafnum O. Helsti forystumaður Frjálslynda lýðræðisflokksins er Guðmundur Franklín Jónsson.

8.2.2021 Uppstilling hjá Viðreisn. Landshlutaráð Viðreisnar í Reykjavík, Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa ákveðið að viðhafa uppstillingu til að velja á lista flokksins í kjördæmunum. Landshlutaráðið í Norðausturkjördæmi munu funda fljótlega og ákveða aðferð til að skipa á framboðslista Viðreisnar í því kjördæmi.

7.2.2021 Róbert Marshall vill leiða VG í Suðurkjördæmi. Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar og Bjartar framtíðar er genginn til liðs við Vinstrihreyfinguna grænt framboð og vill leiða lista flokksins. Þau Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði og Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður í Reykjavík hafa einnig lýst yfir framboði í 1. sætið.

7.2.2021 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Suður. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi ákvað á fundi kjördæmaráðs í gær að viðhafa prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram þann 29. maí n.k. Á fundinum lýstu allir þrír þingmenn flokksins í kjördæminu yfir framboði en það eru þeir Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Þá lýsti Eva Björk Harðardóttir oddviti í Skaftárhreppi yfir framboði.

7.2.2021 Katrín Sif vill leiða Pírata í NV. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir ljósmóðir og fv.formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands gefur kost á sér til að leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Í alþingiskosningunum 2016 skipaði Katrín Sif 14. sætið á lista Samfylkingarinn í Suðvesturkjördæmi. Áður höfðu þeir Gunnar Ingiberg Guðmundsson fv.varaþingmaður Pírata í kjördæminu og Pétur Óli Þorvaldsson gefið kost á sér til að leiða listann. Aðrir sem hafa gefið kost á sér eru þeir Karl A. Schneider og Ingólfur Örn Friðriksson.

2.2.2021 Daði Geir vill 2.-4.sæti hjá Framsókn í Suðurkjördæmi. Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur sækist eftir 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn er með tvo þingmenn í kjördæminu, Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silju Dögg Gunnarsdóttur alþingismann.

2.2.2021 Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í NV. Framboðsfrestur í prófkjör Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi rann út á hádegi í gær. Tíu eru í framboði. Þau eru:

  • Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði í 1.sæti
  • Guðveig Eyjólfsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð í 1.-2.sæti
  • Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður í Bolungarvík í 1.-2.sæti
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF í 2.sæti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð í 2.-3.sæti
  • Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður á Blönduósi í 3.sæti
  • Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarmaður, Húnaþingi vestra í 3.-4.sæti
  • Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri frá Flatey í 3.-5.sæti
  • Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi, Sauðárkróki í 5.sæti
  • Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð í 5.-6.sæti

1.2.2021 Gunnar Ingiberg vill efsta sæti Pírata í NV. Gunnar Ingiberg Guðmundsson sem skipaði 2.sætið á lista Pírata í síðustu alþingiskosningum og var varaþingmaður Pírata í kjördæminu 2016-2017 sækist eftir því að leiða lista flokksins í komandi alþingiskosningum.

1.2.2021 Yfir 20 framboð komin hjá Pírötum. Framboðsfrestur hjá Pírötum í öllum kjördæmum er til 3. mars n.k. en kosið verður í prófkjörum þeirra 3.-13. mars. n.k. Þegar þetta er skrifað hefur 21 einstaklingur boðið sig. Einn einstaklingur er í framboði bæði í Reykjavíkurkjördæmunum og í Norðvesturkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmunum eru tíu framboð kominn fram. Þau sem eru í framboði eru: þingmennirnir Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson, Einar Hrafn Árnason, Haraldur Tristan Gunnarsson, Hinrik Örn Þorfinnsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Sara Elísa Þórðardóttir, Lenya Rún Taha Karim, Karl A. Schneider og Halldór Auðar Svansson fv.borgarfulltrúi. Í Suðvesturkjördæmi hafa eftirtaldir fimm einstaklingar boðið sig fram: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður, Greta Ósk Óskarsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Lárus Vilhjálmsson og Indriði Ingi Stefánsson. Í Suðurkjördæmi eru komin fram fimm framboð. Þau eru: Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður, Eyþór Máni Steinarsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson. Í Norðvesturkjördæmi hafa þeir Pétur Óli Þorvaldsson og Karl A. Schneider boðið sig fram og í Norðausturkjördæmi hefur Hans Jónsson einn boðið sig fram.

28.1.2021 Albertína gefur ekki kost á sér. Albertína Elíasdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi gaf út í kvöld á facebook-síðu sinni að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum.

26.1.2021 Kristín Kjartansdóttir vill á lista Framsóknar í NA. Kristín Kjartansdóttir háskólanemi á Húsavík sækist eftir 5.-6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Kristín er níundi frambjóðandinn sem kominn er fram en framboðsfrestur rennur út á hádegi þann 14. febrúar n.k.

26.1.2021 Karítas Ríkharðsdóttir vill á lista Framsóknar í NA. Karítas Ríkharðsdóttir sjávarútvegsfræðingur frá Raufarhöfn sækist eftir 3.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

26.1.2021 Tólf í forvali VG í NA. Tólf bjóða sig fram í fimm sæti sem kosið verður um í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs en framboðsfrestur rann út um helgina. Fyrir nokkru varð ljóst að Steingrímur J. Sigfússon sem leitt hefur lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjördæminu og þar áður lista Alþýðubandalagsins frá 1983 myndi ekki gefa kost á sér. Þrír kandidatar eru í fyrsta sætið. Það eru þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður (frá 2013) sem var í 2.sætinu síðast, Óli Halldórsson bæjarfulltrúi í Norðurþingi sem var í 5. sætinu síðast og Ingibjörg Þórðardóttir í Neskaupstað sem skipaði 3.sætið og er varaþingmaður. Þá bjóða þau Jódís Skúladóttir nýkjörinn sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Kári Gautason framkvæmdstjóri þingflokks VG sig fram í 2.sætið. Annars er listi frambjóðenda sem hér segir:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði1.sæti
Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi, Húsavík1.sæti
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað1.-2.sæti
Jódís Skúladóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi2.sæti
Kári Gautason, framkvæmdastjóri, Reykjavík2.sæti
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltúi, Akureyri3. sæti
Cesil Haraldsson, fv.sóknarprestur, Seyðisfirði4.-5.sæti
Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri
Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri
Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri
Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfr. Eyjafjarðarsveit
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit

24.1.2021 Linda Hrönn vill 2.sætið hjá Framsókn í SV. Linda Hrönn Þórisdóttir leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum býður sig fram í 2.sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Áður hafði Ágúst Bjarni Garðarsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði boðið sig fram í það sæti.

24.1.2021 Jónína Brynjólfsdóttir í prófkjör hjá Framsókn í NA. Jónína Brynjólfsdóttir varabæjarfulltrúi á Egilsstöðum býður sig fram í 4.-6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

24.1.2021 Jóna Þórey vill í forystusveit Samfylkingar í SV. Jóna Þórey Pétursdóttir fv. forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og formaður ungra jafnaðarmanna í Kópavogi sækist eftir að vera í forystusveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

23.1.2021 Guðmund Andra langar að halda áfram. Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi segir í stöðuuppfærslu á facebook að hann lagi til að halda áfram á þingi en hann muni una niðurstöðu uppstillingarnefndar. Í gær tilkynnti Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem leiddi lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi að hún sækist eftir að leiða lista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Þá lýsti Guðmundur Heiðar Sigurjónsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar yfir í morgun að hann sækist einu af þremur efstu sætum listans.

23.1.2021 Vilhjálmur Bjarnason í framboð hjá Sjálfstæðisflokki í SV. Vilhjálmur Bjarnason varaþingmaður og fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi lýsir því yfir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann sækist eftir að verða „helst ofar en fjórða sæti!“ á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar.

23.1.2021 Kjörnefnd stillir upp hjá Sósíalistum. Sósíalistaflokkur Íslands mun bjóða fram í fyrsta skipti í komandi alþingiskosningum. Kjörnefnd, sem er slembivalinn hópur félaga í flokknum, mun raða upp á listana. Haft er eftir Gunnari Smára Egilssyni formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins í Fréttablaðinu að gert sé ráð fyrir fullskipuðum listum í mars eða í apríl.

23.1.2021 Guðmundur Ari vill 1.-3. sæti hjá Samfylkingu í SV. Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi sækist eftir einu af þremur efstu sætunum á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

22.1.2021 Kristinn Rúnar vill 2.-4. sæti á lista Framsóknar í NA. Kristinn Rúnar Tryggvason bóndi á Hóli í Kelduhverfi í Norðurþingi gefur kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sækist eftir 2.-4. sæti.

22.1.2021 Rósa Björk vill leiða Samfylkinguna í SV. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem hún lýsir því yfir að hún sækist eftir að leiða Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Rósa Björk sem var kjörin af lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum gekk í Samfylkinguna seint á síðasta ári. Þá var nafn hennar í skoðanakönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík og staðfestar heimildir hermdu að hún hafi verið ein af fimm efstu.

22.1.2021 Jón Björn sækist eftir 2.sætinu hjá Framsókn í NA. Jón Björn Hákonasonar bæjarfulltrúi og bæjarstjóri í Fjarðabyggð sækist eftir 2.sætinu hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi. Hann er fimmti frambjóðandinn sem gefur kost á sér en áður höfðu Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður og Ingibjörg Ísaksen bæjarfulltrúi á Akureyri gefið kost á sér í 1. sætið. Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður gefið kost á sér í 2.sætið og Helgi Héðinsson oddviti í Skútustaðahreppi í 2.-3.sæti.

21.1.2021 Helgi Héðinsson í 2.-3. sæti hjá Framsókn í NA. Helgi Héðinsson oddviti í Skútustaðahreppi býður sig fram í 2.-3.sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

21.1.2021 Framsókn í Reykjavík með uppstillingu. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík samþykkti á aukakjördæmisþingi í gærkvöldi að viðhafa uppstillingu á lista í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi alþingiskosningar. Gert er ráð fyrir að framboðslistarnir verði tilbúnir þann 24. mars n.k. Gera má ráð fyrir að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra leiði listann í Reykjavíkurkjördæmi suður og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra leiði listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

21.1.2021 Álfheiður Eymarsdóttir vill leiða Pírata í Suðurkjördæmi. Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður Pírata vill leiða Pírata í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

20.1.2021 Jódís Skúladóttir vill 2.sætið hjá VG í NA. Jódís Skúladóttir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi hefur gefið út að hún sækist eftir öðru sætinu á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.

20.1.2021 Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar í Reykjavík. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður greinir frá því á facebook-síðu sinni að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafi ekki lagt til að hann yrði í líklegu þingmannssæti í komandi alþingiskosningum. Hann mun því ekki taka sæti á lista flokksins. Samfylkingin í Reykjavík er með uppstillingarnefnd að störfum sem byggir á tilnefningum eða skoðanakönnun sem fór fram meðal flokksmanna. Áður hafa komið fram óstaðfestar fréttir um að Ágúst Ólafur hafi ekki verið meðal fimm efstu.

20.1.2021 Kolbeinn Óttarsson Proppé í Suðurkjördæmi. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur ákveðið að flytja sig um set og gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi.

19.1.2021 Lilja Rafney vill leiða VG í NV áfram. Lilja Rafney Magnúsdótir alþingismaður og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi vill leiða flokkinn áfram í næstu kosningum.

19.1.2021 Forval hjá VG í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld að viðhafa forval til að velja á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Það er því ljóst að Vinstrihreyfingin grænt framboð mun viðhafa forval t í öllum kjördæmum.

19.1.2021 Þórarinn Ingi sækist eftir 2.sæti á lista Framsóknar í NV. Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Við síðustu kosningar skipaði hann 3.sæti listans. Þær Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður og Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri sækjast eftir efsta sæti listans.

19.1.2021 Teitur Björn vill aftur á þing. Teitur Björn Einarsson, sem var alþingismaður 2016-2017, hefur gefið það út að han sækist eftir þingsæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum.

19.1.2021 Gunnar Tryggvi vill 3.sætið hjá Framsókn í NV. Gunnar Tryggvi Halldórsson bæjarfulltrúi á Blönduósi sækist eftir 3.sætinu á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann er níundi frambjóðandinn sem gefur kost á sér. Framboðsfrestur rennur út 1. febrúar n.k.

18.1.2021 Forval hjá VG í Reykjavík. Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík ákvað í kvöld að viðhafa forval til að velja á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Í síðustu alþingiskosningum hlaut VG þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður, Katrín Jakobsdóttur, Steinunni Þóru Árnadóttur og Andrés Inga Jónsson sem hefur yfirgefið flokkinn og er utan flokka. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fékk flokkurinn tvo þingmenn þau Svandísi Svavarsdóttur og Kolbein Óttarson Proppé.

18.1.2021 Berglind Harpa vill 2.-3. á lista Sjálfstæðisflokks í NA. Berglind Harpa Svavarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi sækist eftir því að skipa 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

17.1.2021 Líneik Anna sækist eftir 1.sæti á lista Framsóknar í NA. Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Það gerir hún í kjölfar ákvörðunar Þórunnar Egilsdóttur að sækja ekki eftir endurkjöri. Áður hafði Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri lýst yfir áhuga á að leiða lista flokksins í kjördæminu. Þá hafa þeir Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður og Helgi Héðinsson oddviti sveitarstjórnar í Skútustaðahreppi lýst yfir framboði.

15.1.2021 Þorsteinn Sæmundsson vill halda áfram. Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista Miðflokksins í kjördæminu að nýju í haust.

14.1.2021 Staðan hjá Framsókn í NV. Eftir ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hafa orðið miklar horæringar í framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Eftir því sem næst verður komist er staðan þannig (Sæti sem sóst er eftir í aftari dálki).

Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði1. sæti
Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð1.-2.sæti
Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður í Bolungarvík1.-2.sæti
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra framsókarmanna2.sæti
Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð2.-3. sæti
Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur, Húnaþingi vestra3.-4.sæti
Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki5.sæti
Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð5.-6.sæti

14.1.2021 Lilja Rannveig sækist eftir 2. sæti hjá Framsókn í NV Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2.sætinu á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Það gerir hún í framhaldi af yfirlýsingu Ásmundar Einars Daðasonar en áður hafði hún sagt að hún sækist eftir 3. sætinu.

14.1.2021 Ragnheiður Ingimundardóttir býður sig fram hjá Framsókn í NV. Ragnheiður Ingimundardóttir verslunarstjóri í Strandabyggð býður sig fram í 5.-6.sætið í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

14.1.2021 Páll Valur vill á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Páll Valur Björnsson, sem var þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi 2013-2016 og er nú varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur gefið út að hann sækist eftir því að vera ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

14.1.2021 Iða Marsibil býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV. Iða Marisbil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð býður sig fram í 2.-3. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

14.1.2021 Grétar Mar vill í framboð fyrir Flokk fólksins. Grétar Mar Jónsson, sem sat á þingi fyrir Frjálslynda flokksinn í Suðurkjördæmi 2007-2009, er genginn til liðs við Flokks fólksins og stefnir á framboð í Suðurkjördæmi. Víkurfréttir greina frá þessu.

13.1.2021 Þórhildur Sunna í framboð í Suðvestur. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur skráð sig í prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi. Opið er fyrir skráningar í prófkjörið og hafa auk Þórhildar Sunnu þrír aðrir skráð sig í prófkjörið í Suðvesturkjördæmi. Sex hafa skráð sig í prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin þ.á.m. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður. Einn hefur gefið kost á sér í prófkjör í Norðvesturkjördæmi en enn er ekkert framboð komið í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Þess má geta að í dag eru 2 mánuðir eftir af framboðsfrestinum sem rennur út 13. mars n.k.

13.1.2021 Halla Signý vill 1.-2. sætið á lista Framsóknar í NV. Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið, í framhaldi af ákvörðun Ásmundar Einars Daðason að bjóða sig fram í Reykjavík norður, að bjóða sig fram í 1.-2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

13.1.2021 Stefán Vagn sækist eftir að leiða Framsókn í NV. Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar í Skagafirði hefur í kjölfar ákvörðunar Ásmundar Einars Daðasonar ákveðið að sækjast eftir 1.sætinu á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

13.1.2021 Guðveig Eyglóardóttir sækist eftir 1.-2.sæti á lista Framsóknar í NV. Eftir að Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi losnaði 1.sætið. Nú hefur Guðveig Eyglóardóttir oddviti sveitarstjórnarflokks Framsóknarflokksins í Borgarbyggð boðið sig fram í 1.-2. sætið á lista flokksins. Áður höfðu þau Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður og Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar í Skagafirði boðið sig fram í 2. sætið, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í 3.sæti, Friðrik Már Sigurðsson í 3.-4. sæti og Gunnar Ásgrímsson í það 5. Vegna breyttra aðstæðna verður áhugavert að sjá hvort einhverjir af þessum frambjóðendum muni sækjast eftir efsta sætinu eins og Guðveig hefur þegar gert.

13.1.2021 Ásmundur Einar vill leiða í Reykjavík-norður. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að söðla um og gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu alþingiskosningum.

13.1.2021 Þórunn Egilsdóttir ekki í framboð. Þórunn Egilsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hefur gefið út yfirlýsingu um að hún muni ekki bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Hún mun einbeita sér að baráttu við krabbamein sem hún greindist með í lok síðasta árs.

11.1.2021 Forval hjá VG í Suðvestur. Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi ákvað í gærkvöldi að viðhafa forval til að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu. Nánari útfærslur verða kynntar síðar. Í síðustu alþingiskosningum fékk Vinstrihreyfingin grænt framboð tvo þingmenn í kjördæminnu, þau Ólaf Þór Gunnarsson og Rósu Björk Brynjólfsdóttur. Undir lok síðasta árs gekk Rósa í Samfylkinguna.

10.1.2021 Forval VG í Norðausturkjördæmi. Vinstrihreyfingin grænt framboð auglýsir eftir framboðum fyrir forval flokksins í kjördæminu. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti 23. janúar n.k. Kjörfundur verður með rafrænum hætti 13.-15. febrúar 2021.

10.1.2021 Skráning í prófkjör Pírata hafin. Skráning frambjóðenda í prófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófst í gær og stendur til 3. mars. Kosning hefst strax að framboðsfresti liðnum og lýkur þann 13. mars. Tæpum sólarhring eftir að skráning hófst höfðu fjórir einstaklingar boðið sig fram.

9.1.2021 Jón Þór Ólafsson ætlar að hætta. Jón Þór Ólafsson alþingismaður Pírata í Suðvesturkjördæmi lýsti því yfir í morgun að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Áður höfðu tveir þingmenn Pírata þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCharthy lýst því yfir að þær gæfu ekki kost á sér áfram.

5.1.2021 Framboðsmál Pírata. Prófkjör Pírata fara fram með rafrænum hætti. Opnað verður fyrir framboð þann 9. janúar en framboðsfrestur rennur út þann 3. mars. Kosning hefst samdægurs að framboðsfresti útrunnum og lýkur þann 13. mars.

Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður í Reykjavík norður og Smári McCharthy þingmaður í Suðurkjördæmi hafa gefið það út að þeir muni ekki gefa kost á sér áfram. Aðrir þingmenn Pírata eru þeir Björn Leví Gunnarsson í Reykjavík suður, Halldóra Mogensen í Reykjavík norður, Jón Þór Ólafsson í Suðvestur og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Reykjavík suður.

29.12.2020 Stefán Vagn sækist eftir 2. sæti hjá Framsókn í NV. Stefán Vagn Stefánsson varaþingmaður og forseti sveitarstjórnar í Skagafirði hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Stefán skipaði þriðja sætið í alþingiskosningunum 2017. Í gær tilkynnti Halla Signý Kristjánsdóttir að hún sækist eftir því að skipa annað sætið áfram. Fastlega er búist við því að Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sækist eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu áfram.

28.12.2020 Friðrik Már vill 3.-4. sætið hjá Framsókn í NV. Friðrik Már Sigurðsson formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi gefur kost á sér í 3.-4.sætið hjá Framsóknarflokknum í kjördæminu. Friðrik er búsettur að Lækjarmóti í Húnaþingi vestra.

28.12.2020 Halla Signý Kristjánsdóttir vill 2.sætið áfram hjá Framsókn í NV. Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sækist eftir því að skipa 2. sætið á lista flokksins í kjördæminu eins og í síðustu kosningum. Búist er við að Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sækist eftir að leiða listann áfram. Þau Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Gunnar Ásgrímsson hafa boðið sig fram í 3. og 5. sætið.

22.12.2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sækir um listabókstaf. Guðmundur Franklín Jónsson segir frá því a facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins að búið sé að skila inn umsókn til Dómsmálaráðuneytisins um listabókstafinn O.

22.12.2020 Gunnar Ásgrímsson sækist eftir 5.sæti á lista Framsóknar í NV. Gunnar Ásgrímsson kennarnemi og stjórnarmaður í SUF á Sauðárkróki sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að hann sækist eftir 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

21.12.2020 Framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík lokið. Framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í gær en samtals greiddu 1.319 atkvæði. Í tilkynningu frá flokknum segir að niðurstöður verði kynntar uppstillingarnefnd flokksins en ekki birtar opinberlega. Stefnt er á að framboðslistarnir verði lagðir fram til samþykktar fyrir febrúarlok.

18.12.2020 Lilja Rannveig vill 3.sætið hjá Framsókn í Norðvestur. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir formaður Sambands ungra framsóknarmanna og varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir frá því á facebook í kvöld að hún sækist eftir 3. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Í alþingiskosningunum 2017 var hún í 4.sætinu. Framsóknarflokkurinn er með tvo þingmenn í kjördæminu, Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Höllu Signýju Kristjánsdóttur.

17.12.2020 Fimmtíu manns í skoðanakönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík. Meðal þeirra sem eru í framboði eru þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Helga Vala Helgadóttir. Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður sem nýgengin er í Samfylkinguna eftir að hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Þrír fyrrverandi þingmenn gefa kost á sér. Það eru þau Ásta Guðrún Helgadóttir sem sat á þingi fyrir Pírata 2015-2017, Nicole Leigh Mosty sem var þingmaður fyrir Bjarta framtíð 2016-2017 og Magnús Árni Magnússon sem sat á þingi fyrir þingflokk Jafnaðarmanna og Samfylkingu 1998-1999 en var í framboð fyrir Alþýðuflokkinn 1995. Þá gefa varaþingmennirnir Einar Kárason og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir einnig kost á sér. Borgarfulltrúarnir Hjálmar Sveinsson og Ragnar Sigurðardóttir kost á sér og varaborgarfulltrúarnir Aron Leví Beck Rúnarsson og Ellen J. Calmon. Frambjóðendurnir eru þessir í stafrófsröð:

Aldís Mjöll Geirsdóttir, háskólanemiInga Auðbjörg Straumland, athafnastjóri
Alexandra Ýr van Erven, háskólanemiIngibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi
Aron Leví Beck Rúnarsson ‘, varaborgarfulltrúiÍda Finnbogadóttir, deildarstjóri
Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍJóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður
Axel Jón EllenarsonJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður
Ágús Ólafur Ágústsson, alþingismaðurKarl Th. Birgisson, blaðamaður
Ásgeir Beinteinsson, skólaráðgjafiKikka K. M. Sigurðardóttir, leikskólakennari
Ásta Guðrún Helgadóttir, fv.alþingismaðurKristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur
Björn Atli Davíðsson, lögfræðingurMagnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
Bolli Héðinsson, hagfræðingurMagnús Árni Skjöld Magnússon, fv.alþingismaður
Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóriNicole Leigh Mosty, fv.alþingismaður
Einar Kárason, varaþingmaður og rithöfundurNikólína Hildur Sveinsdóttir, vefstjóri
Ellen J. Calmon, varaborgarfulltrúiÓskar Steinn Ómarsson, deildarstjóri
Eva H. Baldursdóttir, lögmaðurRagna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi
Finnur Birgisson, arkitekt á eftirlaunumRósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður
Fríða BragadóttirSigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður SffR
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður AfstöðuSonja Björg Írisar Jóhannsdóttir, deildarstjóri
Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingurStefanía Jóna Nielsen, sérfræðingur
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, nemandiStefán Ólafsson, prófessor
Halla Gunnarsdóttir, lyfjafræðingurSteinunn Ása Þorvaldsdóttir, fjölmiðlakona
Helga Vala Helgadóttir, alþingsmaðurSteinunn Ýr Einarsdóttir, grunnskólakennari
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúiViðar Eggertsson, leikstjóri
Hlíf SteinsdóttirViktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur
Hlynur Már Vilhjálmsson, starfsmaður frístundaheimilisVilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi
Höskuldur Sæmundsson, leikari og markaðsmaðurÞórarinn Snorri Sigurgeirsson, stjórnmálafræðingur

16.12.2020 Rósa Björk gengin í Samfylkinguna. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, se kjörin var á þing fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Suðvesturkjördæmi og hefur undanfarið verið utan flokka, gekk til liðs Samfylkinguna í dag.

16.12.2020 Aldís Mjöll og Guðmundur Ingi gefa kost sér hjá Samfylkingu í Reykjavík. Þau Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu og Aldís Mjöll Geirsdóttir málefnastýra Ungra Jafnaðarmanna gefa kost á sér í framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík Ekki hefur annað komið fram en að þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík þau Helga Vala Helgadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson gefi kost á sér áfram. Í gær kom fram að að þau Jóhann Páll Jóhannsson fv. blaðamaður á Stundinni og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka gæfu kost á sér. Samkvæmt færslu á facebook-síðu Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa 46 tekið ákvörðun um að vera með í framboðskönnuninni og 12 munu gefa svar í dag.

15.12.2020 Kristrún og Jóhann Páll vilja á lista Samfylkingar í Reykjavík. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka og Jóhann Páll Jóhannsson fv.blaðamaður og starfsmaður Samfylkingarinnar eru meðal frambjóðenda í skoðanakönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík. Skoðanakönnuin fer fram á fimmtudag.

14.12.2020 Guðmundur Gunnarsson með áhuga á oddvitasæti Viðreisnar í NV. Guðmundur Gunnarsson fv.bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ er genginn til liðs við Viðreisn og sækist eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi. Vísir.is greinir frá. Viðreisn hefur fengið kjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi.

8.12.2020 Ingibjörg Þórðardóttir gefur kost á sér fyrir VG í NA. Ingibjörg Þórðardóttir sem skipaði þriðja sætið á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir síðustu alþingiskosningar býður sig fram til forystu fyrir flokkinn í kjördæminu. Steingrímur J. Sigfússon oddviti listans gefur ekki kost á sér eins og áður hefur komið fram. Þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður og Óli Halldórsson sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi hafa gefið kost á sér í oddvitasæti. Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG hefur einnig boðið sig fram ofarlega á lista.

8.12.2020 VG í Suðurkjördæmi með forval. Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi ákvað í gær að viðhafa forval við val á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Eins og áður hefur komið fram hefur Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður flokksins í kjördæminu, gefið út að hann hyggist ekki gefa kost á sér áfram.

29.11.2020 Samfylkingin í Reykjavík með tilnefningar og uppstillingu. Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík ákvað á fundi sínum á fimmtudaginn að stilla upp á lista sína með sænsku leiðinni svokölluðu. Hún gengur þannig fyrir sig að óskað er eftir tilnefningum flokksmanna í efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Þá verður gerð könnun meðal flokksmanna, sem ekki verður gerð opinber, sem uppstillingarnefnd styðst við í tillögu sinni.

28.11.2020 Hólmfríður Árnadóttir vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi. Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri Sandgerðisskóla segir frá því á facebook-síðu sinni að hún sækist eftir að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hólmfríður skipaði 13. sætið á lista flokksins í kjördæminu í síðustu alþingiskosningum.Fyrr í vikunni lýsti Ari Trausti Guðmundsson oddviti VG í kjördæminu að hann hyggðist ekki gefa kost á sér áfram.

26.11.2020 Ari Trausti sækist ekki eftir endurkjöri. Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi tilkynnti í kvöld að hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum. Ari Trausti, sem er 72 ára og elstur sitjandi alþingismanna, hefur verið alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2016.

5.11.2020 Fimm framboð hjá Framsókn í Norðaustur. Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á dögunum lýstu fimm einstaklingar framboði. Það eru þau Þórunn Egilsdóttir sem sækist eftir að leiða listann áfram, Líneik Anna Sævarsdóttir sem sækist eftir endurkjöri, Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri sem sækist eftir að leiða listann, Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður í Grýtubakkahreppi og Helgi Héðinsson oddviti Skútustaðahrepps.

5.11.2020 Tvö keppa um oddvitasæti VG í Norðaustur. Oddvitasæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs losnaði þegar að Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti nýlega að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Nú hafa þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður sem var í 2. sætinu síðast og Óli Halldórsson sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi bæði lýst því yfir að þau sækist eftir að leiða listann. Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sækist einnig eftir sæti ofarlega á lista.

3.11.2020 Framsókn í Norðaustur með póstkosningu. Framsóknarflokkurinn í Norðaustukjördæmi ákvað á kjördæmisþingi í kvöld að viðhafa póstkosningu um efstu sex sætin á framboðslista flokksins meðal félagsmanna til að velja framboðslista fyrir alþingiskosningarnar í september n.k. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan hefjist 1. mars og standi til 31.mars. Niðurstaða á að liggja fyrir 17. apríl. Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi eru Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.

22.10.2020 Framsókn í Suðvesturkjördæmi með prófkjör meðal flokksmanna. Kjördæmissamband Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi ákvað í dag að viðhafa lokað prófkjör þ.e. prófkjör meðal flokksbundinna framsóknarmanna í kjördæminu þann 10.apríl n.k. Þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi er Willum Þór Þórsson.

31.10.2020 Steingrímur J. hættir á þingi. Í dag tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að hann hyggðist ekki bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Steingrímur hefur verið þingmaður frá 1983 fyrst fyrir Norðurlandskjördæmi eystra en síðar Norðausturkjördæmi fyrir Alþýðubandalag og síðar Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Í apríl n.k. hefur Steingrímur setið á þingi í 38 ár.

22.10.2020 Framsókn í Suðurkjördæmi með prófkjör meðal flokksmanna. Kjördæmissamband Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi ákvað í kvöld að viðhafa lokað prófkjör þ.e. prófkjör meðal flokksbundinna framsóknarmanna í kjördæminu þann 10.apríl n.k. Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eru þau Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

22.10.2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn vill listabókstafinn O. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur hafið undirskiftasöfnun til að fá úthlutað listabókstafnum O en flokkurinn hyggst bjóða fram lista við næstu alþingiskosningar. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þarf flokkurinn 300 undirskriftir kosningabærra manna svo það gangi eftir.

21.10.2020 Framsókn í Norðvestur með póstkosningu í febrúar. Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjöræmi ákvað á kjördæmisþingi í kvöld að viðhafa póstkosningu meðal félagsmanna til að velja framboðslista fyrir alþingiskosningarnar í september n.k. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan hefjist 1. febrúar og niðurstaða liggi fyrir þann 26. febrúar. Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi eru þau Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir.

14.10.2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinns stefnir á þingframboð. Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og forsetaframbjóðandi segir í viðtali við Vísi.is að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem líklega verður formlega stofnaður í byrjun næsta árs, muni bjóða fram til alþingiskosninganna sem boðaðar hafa verið næsta haust. Þá segir Guðmundur einnig að hann muni bjóða sig fram til formennsku í flokknum.

30.9.2020 Andrés Ingi Jónsson o.fl. hyggja á nýtt framboð. Vísir.is greinir frá því að Andrés Ingi Jónsson þingmaður Utan flokka, kjörinn af lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins ásamt ungu óflokksbundnu fólki hyggi á nýtt framboð í komandi alþingiskosningum. Aðaláherslan verði á róttæktar breytingar í umhverfis- og jafnréttismálum. Aðspurður sagðist hann ekki hafa rætt þessar hugmyndir við Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem einnig er utan flokka og er nýgengin úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði.

29.9.2020 Guðmundur Franklín o.fl. stofna Frjálslynda lýðræðisflokkinn. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi, María Grétarsdóttir bæjarfulltrúi Miðflokksins í Garðabæ og Anna María Sigurðardóttir eru stjórnendur á facebook-síðu Frjálslynda lýðræðisflokksins sem stofnuð var um miðjan mánuðinn. Samkvæmt innleggi frá Guðmundi Franklín í dag segir að á síðunni fari „fram umræður um málefnavinnu og stefnuskrá flokksins sem verður formlega stofnaður í fyllingu tímans.“ Þó það sé ekki tekið fram má gera ráð fyrir að flokkurinn hyggi á framboð í næstu alþingiskosningum.

Tilgangur flokksins er að styrkja grunnstoðir samfélagsins, tryggja fullveldi landsins og berjast gegn spillingu. Helstu markmið eru beint lýðræði, öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls, aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki og auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum.

26.9.2020 Píratarnir Smári og Helgi ætla ekki að gefa kost á sér. Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Smári McCart­hy alþing­ismenn Pírata segjast ekki munu gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum að ári. Þeir ákváðu að greina frá þessu í dag en aðalfundur Pírata fer fram um helgina. Þeir eru fyrstu þingmennirnir til að greina frá því að þeir sækist ekki eftir endurkjöri.

26.7.2020 Næstu alþingiskosningar 25. september 2021. Núverandi kjörtímabili Alþingis lýkur þann 28. október árið 2021. Forsætisráðherra hefur nú ákveðið að stefnt skuli að því að næsti kjördagur verði síðasta laugardag í september 2021 – eða 25. september 2021.

Listabókstafir í notkun Í síðustu alþingiskosningar buður eftirtalin framboð fram: A-listi Björt framtíð, B-listi Framsóknarflokkur, C-listi Viðreisn, D-listi Sjálfstæðisflokkur, F-listi Flokks fólksins, M-listi Miðflokksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingin, S-listi Samfylkingar, T-listi Dögun og V-listi Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Síðan hefur Frelsisflokknum verið úthlutað listabókstafnum Þ og Sósíalistaflokki Íslands úthlutað listabókstafnum J.

Lausir stafir fyrir ný stjórnmálasamtök eru því: E, G, H, I, K, L, N, O, Q, U, X, Z, Æ og Ö. Þess má geta að í alþingiskosningunum 2016 bauð Íslenska þjóðfylkingin fram undir E-lista og Húmanistaflokkurinn undir H-lista.

7.3.2019 Frelsisflokkurinn fær listabókstafinn Þ. Frelsisflokknum sem bauð fram í síðustu borgarstjórnarkosningum hefur verið úthlutað listabóksstafnum Þ.

18.1.2020 Sósíalistar boða framboð til Alþingis. Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands hefur samþykkt að undirbúa framboð flokksins til næstu Alþingiskosninga. Flokkurinn bauð fram í síðustu borgarstjórnarkosningum og hlaut þá einn borgarfulltrúa. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og helsti talsmaður er Gunnar Smári Egilsson fv. útgefandi og ritstjóri. Listabókstafur flokksins er J.