Landið 1949

Úrslit

1949 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Sjálfstæðisflokkur 28.546 39,53% 19
Framsóknarflokkur 17.659 24,45% 17
Sósíalistaflokkur 14.077 19,49% 9
Alþýðuflokkur 11.937 16,53% 7
 Samtals: 72.219 100,00% 52

Framsóknarflokkur bætti við sig 4 þingsætum, Sjálfstæðisflokkur tapaði 1 þingsæti, Sósíalistaflokkur tapaði 1 þingsæti og Alþýðuflokkurinn tapaði 2 þingsætum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur(19): Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen og Kristín L. Sigurðardóttir(u) Reykjavík, Ólafur Thors Gullbringu- og Kjósarsýslu, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Sigurður Ágústsson Snæfellsnessýslu, Þorsteinn Þorsteinsson(u) Dalasýslu, Gísli Jónsson Barðastrandasýslu, Sigurður Bjarnason Norður Ísafjarðarsýslu, Jón Pálmason Austur Húnavatnssýslu, Jón Sigurðsson Skagafjarðarsýslu, Stefán Stefánsson Eyjafjarðarsýslu, Jónas G. Rafnar Akureyri, Lárus F. Jóhannesson Seyðisfirði, Jóhann Þ. Jósefsson Vestmannaeyjum, Ingólfur Jónsson Rangárvallasýslu og Eiríkur Einarsson Árnessýslu.

Framsóknarflokkur(17): Rannveig Þorsteinsdóttir Reykjavík, Bjarni Ásgeirsson Mýrasýslu, Ásgeir Bjarnason Dalasýslu, Hermann Jónasson Strandasýslu, Skúli Guðmundsson Vestur Húnavatnssýslu, Steingrímur Steinþórsson Skagafjarðarsýslu, Bernharð Stefánsson Eyjafjarðarsýslu, Karl Kristjánsson Suður Þingeyjarsýslu, Gísli Guðmundsson Norður Þingeyjarsýslu, Páll Zóphóníasson og Halldór Ásgrímsson Norður Mýlasýslu,  Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmarsson Suður Múlasýslu, Páll Þorsteinsson Austur Skaftafellssýslu, Jón Gíslason Vestur Skaftafellssýslu, Helgi Jónasson Rangárvallasýslu og Jörundur Brynjólfsson Árnessýslu.

Sósíalistaflokkur(9): Einar Olgeirsson, Sigurður Guðnason og Brynjólfur Bjarnason(u) Reykjavík, Finnbogi R. Valdimarsson(u) Gullbringu- og Kjósarsýslu, Áki Jakobsson Siglufirði, Steingrímur Aðalsteinsson(u) Akureyri, Jónas Árnason(u) Seyðisfirði, Lúðvík Jósepsson(u) Suður Múlasýslu og Ásmundur Sigurðsson(u) Austur Skaftafellssýslu.

Alþýðuflokkur(7): Haraldur Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason(u) Reykjavík, Emil Jónsson Hafnarfirði, Ásgeir Ásgeirsson Vestur Ísafjarðarsýslu, Finnur Jónsson Ísafirði, Hannibal Valdimarsson(u) Norður Ísafjarðarsýslu og Stefán Jóhann Stefánsson(u) Eyjafjarðarsýslu.

Breytingar á kjörtímabilinu:

Eiríkur Einarsson (Sj.) þingmaður Árnessýslu lést 1951 og tók því varamaður hans Sigurður Óli Ólafsson (Sj.) sæti hans.

Bjarni Ásgeirsson (Fr.) þingmaður Mýrasýslu lét af þingmennsku og var Andrés Eyjólfsson (Fr.)  kjörinn í hans stað.

Finnur Jónsson (Alþ.) þingmaður Ísafjarðar lést 1951 og var Hannibal Valdimarsson (Alþ.)  kjörinn í hans stað.Hannibal var landskjörinn þingmaður Norður Ísafjarðarsýslu og varð því Guðmundur Í. Guðmundsson (Alþ.) í Gullbringu- og Kjósarsýslu landskjörinn þingmaður í hans stað.

Ásgeir Ásgeirsson (Alþ.) þingmaður Vestur Ísafjarðarsýslu var kjörinn forseti Íslands og var Eiríkur Þorsteinsson (Fr.) kjörinn í hans stað.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

%d bloggurum líkar þetta: