Siglufjörður 2002

Í framboði voru listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Siglufjarðarlista. Siglufjarðarlistinn hlaut 5 bæjarfulltrúa, bætti við sig einum og náði hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 bæjarfulltrúa, tapaði einum. Framsóknarflokkur hlaut 1 bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 12 atkvæði til að fella fimmta mann Siglufjarðarlista og þar með meirihluta þeirra. Framsóknarflokkinn vantaði 18 atkvæði til þess sama.

Úrslit

Siglufjörður

2002 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Framsóknarflokkur 163 16,93% 1
Sjálfstæðisflokkur 349 36,24% 3
Siglufjarðarlisti 451 46,83% 5
Samtals gild atkvæði 963 100,00% 9
Auðir seðlar og ógildir 30 3,02%
Samtals greidd atkvæði 993 91,27%
Á kjörskrá 1.088
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Ólafur Haukur Kárason (S) 451
2. Haukur Ómarsson (D) 349
3. Guðný Pálsdóttir (S) 226
4. Unnar Már Pétursson (D) 175
5. Skarphéðinn Guðmundsson (B) 163
6. Sigurður Egill Rögnvaldsson (S) 150
7. Margrét Ósk Harðardóttir (D) 116
8. Guðrún Árnadóttir (S) 113
9. Sigurður Jóhannesson (S) 90
Næstir inn vantar
Þórarinn Hannesson (D) 12
Guðrún Ó. Pálsdóttir (B) 18

Framboðslistar

B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks S-listi Siglufjarðarlistans
Skarphéðinn Guðmundsson, kennari Haukur Ómarsson, framkvæmdastjóri Ólafur Haukur Kárason, byggingarmeistari
Guðrún Ó. Pálsdóttir, umboðsmaður Unnar Már Pétursson, fjármálastjóri Guðný Pálsdóttir, kennari
Kristinn Bogi Antonsson, fiskeldisfræðingur Margrét Ósk Harðardóttir, bankastarfsmaður Sigurður Egill Rögnvaldsson, verkstjóri
Þorgeir Bjarnason, málarameistari Þórarinn Hannesson, íþróttakennari Guðrún Árnadóttir, deildarstjóri
Ásdís Magnúsdóttir, skrifstofumaður Erla Gunnlaugsdóttir, kennari Sigurður Jóhannesson, hjúkrunarfræðingur
Rósa Jónsdóttir, stuðningsfulltrúi Haukur Jónsson, útgerðarmaður Marín Gústafsdóttir, stuðningsfulltrúi
Margrét Gunnarsdóttir, starfsmaður íþróttahúss Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari Kristján L. Möller, alþingismaður
Herdís Erlendsdóttir, bóndi Vibekka Arnardóttir, leiðbeinandi Sveinn V. Björnsson, form.Félags eldri borgara
Þorsteinn B. Bjarnason, hjúkrunarfræðingur Ingvar K. Hreinsson, trésmiður Ríkey Sigurbjörnsdóttir, kennari
Freyr Sigurðsson, framkvæmdastjóri Steindór Birgisson, viðskiptafræðingur Rakel Jónasdóttir, nemi
Sigríður Björnsdóttir, húsmóðir Ólafur Jónsson, sparisjóðsstjóri Einar Karlsson, sjómaður
Adolf Árnason, lögregluþjónn Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, skrifstofumaður Hlöðver Sigurðsson, nemi
Kristín Bogadóttir, skrifstofumaður Jón Andrjes Hinriksson, umboðsmaður Soffía Arnarsdóttir, deildarstjóri
Þorsteinn Sveinsson, verkamaður Elín Anna Gestsdóttir, húsmóðir Guðni Geir Hilmarsson, nemi
Aðalbjörg Þórðardóttir, starfsm.heilbrigðisstofnunar Friðrik Steinar Svavarsson, gæðastjóri Júlíus Hraunberg, framkvæmdastjóri
Sveinn H. Zophaníasson, verktaki Guðni Þór Sveinson, varðstjóri Sigurlaug Guðjónsdóttir, starfsm.heimilishjálpar
Þóranna Óskarsdóttir, leiðbeinandi Þorsteinn Jóhannesson, verkfræðingur Hinrik Aðalsteinsson, kennari
Sverrir Sveinsson, veitustjóri Kristrún Halldórsdóttir, húsmóðir Jón Dýrfjörð, vélvirki

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Sambands sveitarfélaga, kosningavefur Félagsmálaráðuneytisins, DV 18.3.2002, 29.4.2002, Siglfirðingur 1.4.2002, Morgunblaðið 15.3.2002 og ,27.4.2002.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: