Austurland 1983

Framsóknarflokkur:Halldór Ásgrímsson var þingmaður Austurlands 1974-1978 og frá 1979. Tómas Árnason var þingmaður Austurlands frá 1974.

Alþýðubandalag: Helgi F. Seljan var þingmaður Austurlands landskjörinn 1971-1978 og þingmaður Austurlands kjördæmakjörinn frá 1978. Hjörleifur Guttormsson varþingmaður Austurlands landskjörinn 1978-1979 og þingmaður Austurlands kjördæmakjörinn frá 1979.

Sjálfstæðisflokkur: Sverrir Hermannsson var þingmaður Austurlands frá 1971. Egill Jónsson var þingmaður Austurlands landskjörinn frá 1979.

Flokkabreytingar: Júlíus Þórðarson í 7. sæti á lista Bandalags Jafnaðarmanna lenti í neðsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 1983 og var í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins 1979.

Prófkjör var hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Úrslit

1983 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 279 3,98% 0
Framsóknarflokkur 2.655 37,90% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.714 24,46% 1
Alþýðubandalag 2.091 29,85% 2
Bandalag Jafnaðarmanna 267 3,81% 0
Gild atkvæði samtals 7.006 100,00% 5
Auðir seðlar 197 2,73%
Ógildir seðlar 19 0,26%
Greidd atkvæði samtals 7.222 89,37%
Á kjörskrá 8.081
Kjörnir alþingismenn
1. Halldór Ásgrímsson (Fr.) 2.655
2. Helgi Seljan (Abl.) 2.091
3. Sverrir Hermannsson (Sj.) 1.714
4. Tómas Árnason (Fr.) 1.328
5. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) 1.046
Næstir inn vantar
Egill Jónsson (Sj.) 378 Landskjörinn
Jón Kristjánsson (Fr.) 484
Guðmundur Árni Stefánsson (Alþ.) 767
Grétar Jónsson (BJ) 779 3.vm.landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Guðmundur Árni Stefánsson, ritstjóri, Hafnarfirði Halldór Ásgrímsson, alþingismaður, Höfn í Hornafirði Sverrir Hermannsson, alþingismaður, Reykjavík
Hallsteinn Friðþjófsson, form.Verkam.fél. Fram, Seyðisfirði Tómas Árnason, alþingismaður, Kópavogi Egill Jónsson, alþingismaður, Seljavöllum, Nesjahreppi
Björn Björnsson, bóndi, Hofi, Norðfjarðarhreppi Jón Kristjánsson,  félagsmálafulltrúi, Egilsstöðum Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri, Vopnafirði
Egill Guðlaugsson, bóndi, Egilsstöðum Guðrún Tryggvadóttir, meinatæknir, Egilsstöðum Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, skrifstofumaður, Seyðisfirði
Gunnar Skarphéðinsson, rafveitustjóri, Fáskrúðsfirði Þórdís Bergsdóttir, póstmaður, Seyðisfirði Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri, Fellabæ
Stefanía Jónsdóttir, húsmóðir, Neskaupstað Sveinn Guðmundsson, bóndi, Sellandi, Hlíðarhreppi Albert Kemp, vélvirki, Fáskrúðsfirði
Helgi Hálfdánarson, fulltrúi, Eskifirði Einar Baldursson, iðnverkamaður, Reyðarfirði Hrafnkell A. Jónsson, verkstjóri, Eskifirði
Katrín Guðmundsdóttir, húsmóðir, Eskifirði Hermann Guðmundsson, skólastjóri, Vopnafirði Sigríður Kristinsdóttir, húsmóðir, Eskifirði
Ormar Árnason, bóndi, Egilsstöðum Aðalsteinn Valdemarsson, skipstjóri, Eskifirði Hjörvar Ó. Jensson, bankastarfsmaður, Neskaupstað
Erling Garðar Jónsson, tæknifræðingur, Egilsstöðum Sveinn Sighvatsson, húsasmíðameistari, Höfn Reynir Zoëga, skrifstofumaður, Neskaupstað
Alþýðubandalag Bandalag Jafnaðarmanna
Helgi Seljan Friðriksson, alþingismaður, Reyðarfirði Grétar Jónsson, rafveitustjóri, Stöðvarfirði
Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður, Neskaupstað Samúel Ingi Þórisson, verkamaður, Seyðisfirði
Sveinn Jónsson, verkfræðingur, Egilsstöðum Þorlákur Helgason, aðstoðarskólastjóri, Selfossi
Þorbjörg Arnórsdóttir, kennari, Hala, Borgarhafnarhreppi Árni Róbertsson, húsasmíðameistari, Vopnafirði
Guðrún Gunnlaugsdóttir, húsmóðir, Eskifirði Stefán Vilhjálmsson, bílamálari, Egilsstöðum
Guðmundur Wíum Stefánsson, bóndi, Vopnafirði Júlíus Þórðarson, bóndi , Skorrastað, Norðfjarðarhreppi
Guðrún Kristjánsdóttir, héraðslæknir, Djúpavogi Róbert Gränz, sölumaður, Seyðisfirði
Anna Þóra Pétursdóttir, póstafgreiðslumaður, Fáskrúðsfirði Garðar Sverrisson, námsmaður, Reykjavík
Jóhanna Gísladóttir, húsmóðir, Seyðisfirði Árni Benediktsson, rafmagnsverkfræðingur, Reykjavík
Magni Kristjánsson, skipstjóri, Neskaupstað Hilmar Eyjólfsson, rafsuðumaður, Seyðisfirði

Prófkjör

Framsóknarflokkur 1.sæti 1.-2.sæti 1.-3. sæti 1.-4.sæti 1.-5.sæti Alls
Halldór Ásgrímsson 551 1136
Tómas Árnason 864 1106
Jón Kristjánsson 313 788
Guðrún Tryggvadóttir 427 756
Þórdís Bergsdóttir 520 709
Aðrir:
Einar Baldursson
Hermann Guðmundsson
Guðmundur Þorsteinsson
Aðalsteinn Valdemarsson
Sveinn Sighvatsson
Hafliði P. Hjarðar
Sveinn Guðmundsson
Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2.sæti 1.-3. sæti 1.-4.sæti Alls
Sverrir Hermannsson 671 1057
Egill Jónsson 692 967
Tryggvi Gunnarsson 451 721
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir 407 569
Þráinn Jónsson 520
Albert Kemp 450
Hrafnkell A. Jónsson 437
Sigríður Kristinsdóttir 432
Hjörvar Ó. Jensson 411
Júlíus Þórðarson 271
Atkvæði greiddu 1191
24 auðir og ógildir

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis

%d bloggurum líkar þetta: