Landið 1983

Úrslit

1983 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Alþýðuflokkur 15.214 11,71% 3 3 6
Framsóknarflokkur 24.095 18,54% 14 0 14
Sjálfstæðisflokkur 50.251 38,67% 21 2 23
Alþýðubandalag 22.490 17,31% 9 1 10
Samtök um kvennalista 7.125 5,48% 1 2 3
Bandalag Jafnaðarmanna 9.489 7,30% 1 3 4
Sérframb.Framsóknar í NV 659 0,51% 0 0
T-listi Sjálfstæðra í VF 639 0,49% 0 0
Gild atkvæði samtals 129.962 100,00% 49 11 60
Auðir seðlar 2.971 2,23%
Ógildir seðlar 371 0,28%
Greidd atkvæði samtals 133.304 88,29%
Á kjörskrá 150.977

Stytt nöfn á framboðum. Sérframboð Framsóknarflokks í Norðlandskjördæmi vestra. T-listi var listi Sjálfstæðra, sérframboðs frá Sjálfstæðisflokki í Vestfjarðakjördæmi.

Nýju framboðin Bandalag Jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista fengu fjóra og þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig einum þingmanni en tveimur ef sérframboð í Suðurlandskjördæmi 1979 er ekki talið með. Alþýðuflokkur tapaði fjórum þingmönnum, Framsóknarflokkur tapaði þremur þingmönnum og Alþýðubandalagið tapaði einum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkur(23): Albert Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Ellert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson Reykjavík, Matthías Á. Mathiesen, Gunnar G. Schram, Salóme Þorkelsdóttir og Ólafur G. Einarsson(u) Reykjanesi, Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriðason Vesturlandi, Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson Vestfjörðum, Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson Norðurlandi vestra, Lárus Jónsson og Halldór Blöndal Norðurlandi eystra, Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson(u)  Austurlandi, Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen og Eggert Haukdal Suðurlandi.

Framsóknarflokkur(14): Ólafur Jóhannesson Reykjavík, Alexander Stefánsson og Davíð Aðalsteinsson Vesturlandi, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þ. Þórðarson Vestfjörðum, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson Norðurlandi vestra, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason Norðurlandi eystra, Halldór Ásgrímsson og Tómas Árnason Austurlandi, Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason Suðurlandi.

Alþýðubandalag(10): Svavar Gestsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðrún Helgadóttir(u) Reykjavík, Geir Gunnarsson Reykjanesi, Skúli Alexandersson Vesturlandi, Ragnar Arnalds Norðurlandi vestra, Steingrímur J. Sigfússon Norðurlandi eystra, Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson Austurlandi, Garðar Sigurðsson Suðurlandi.

Alþýðuflokkur(6): Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir(u) Reykjavík, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason(u) Reykjanesi, Eiður Guðnason(u) Vesturlandi og Karvel Pálmason Vestfjörðum.

Bandalag Jafnaðarmanna(4): Vilmundur Gylfason og Kristín S. Kvaran(u) Reykjavík, Guðmundur Einarsson(u) Reykjanesi og Kolbrún Jónsdóttir(u) Norðurlandi eystra.

Samtök um kvennalista(3): Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir(u) Reykjavík, Kristín Halldórsdóttir (u) Reykjanesi.

Breytingar á kjörtímabilinu

Vilmundur Gylfason þingmaður Bandalags Jafnaðarmanna í Reykjavík lést 1983 og tók Stefán Benediktsson sæti hans.

Ellert B. Schram þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók ekki sæti á þinginu 1983-1984 og tók Geir Hallgrímsson sæti hans. Hann tilkynnti í október 1984 að hann ætlaði að starfa sem óháður þingmaður en sagði sig ekki formlega úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Lárus Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðurlandi eystra sagði af sér þingmennsku 1984 og tók Björn Dagbjartsson sæti hans.

Ólafur Jóhannesson þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavík lést 1984 og tók Haraldur Ólafsson sæti hans.

Tómas Árnason þingmaður Framsóknarflokksins á Austurlandi sagði af sér 1984 og þá Jón Kristjánsson sæti hans.

Kristín Kvaran þingmaður Bandalags Jafnaðarmanna gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokksins í október 1986.

Albert Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hætti í flokknum rétt fyrir kosningar 1987 og stofnaði Borgaraflokkinn.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.