1916 Þegnskylduvinna

Á Alþingi árið 1915 var samþykkt þingsályktunartillaga um að skora á stjórina að láta fara fram atkvæðagreiðslu um það hvort að skylda ætti alla heilbrigða karlmenn á aldrinum 17-25 ára til þegnskylduvinnu í eitt skipti í allt að þrjá mánuði.

Talið er að þessi vísa eftir Pál J. Árdal hafi svo gott sem gert út af við hugmyndina um Þegnskylduvinnu.

„Ó, hve margur yrði sæll,
elska mundi landið heitt,
mætti hann vera i mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt“

Úrslit

Atkvæði %
1.016 8,24%
Nei 11.313 91,76%
Gild atkvæði 12.329 100,00%
Auðir seðlar 1.080 7,66%
Ógild atkvæði 696 4,93%
Samtals 14.105
Kjörsókn 49,44%
Á kjörskrá 28.529

Skipting atkvæða

Kosningaþátttaka

Auðir seðlar


Ógildir seðlar

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og heimasíða Hús skáldsins, skaldhus.akureyri.is