Forsetakosningar 1944

Aðdragandi: Sveinn Björnsson hafði verið kosinn ríkisstjóri Íslands 1941 af Alþingi eftir innrás þjóðverja í Danmörku. Hann var endurkjörinn af Alþingi 1942 og 1943.[1]

Forseti var kjörinn af Alþingi á Þingvöllum 17. júní 1944[2]

Úrslit urðu þau að Sveinn Björnsson, ríkisstjóri fékk 30 atkvæði og Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis 5 atkvæði. Auðir seðlar voru 15 og tveir þingmenn voru fjarverandi.

Sveinn Björnsson var þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949 án atkvæðagreiðslu. Sveinn lést í embætti 24. Janúar 1952. [3]   Í framhaldinu var boðað til forsetakosninga árið 1952.

%d bloggurum líkar þetta: