Norðurland vestra 1991

Framsóknarflokkur:Páll Pétursson var þingmaður Norðurlands vestra frá 1974. Stefán Guðmundsson var þingmaður Norðurlands vestra frá 1979.

Sjálfstæðisflokkur:Pálmi Jónsson var þingmaður Norðurlands vestra frá 1967. Vilhjálmur Egilsson var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn frá 1991. Vilhjálmur Egilsson fór í prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík 1987 þar sem hann lenti í 11. sæti.

Alþýðubandalag: Ragnar Arnalds var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn 1963-1967 og kjördæmakjörinn frá 1971.

Fv.þingmenn:Jón Sæmundur Sigurjónsson var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn 1987-1991.

Gunnar Gíslason var þingmaður Skagafjarðarsýslu frá 1959(júní)-1959(okt.) og Norðurlands vestra 1959(okt.)-1974.

Flokkabreytingar: Pétur Arnar Pétursson í 7. sæti á lista Framsóknarflokks var í 3. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1978 og 6. sæti 1974. Runólfur Birgisson í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokks var í 3. sæti á lista Borgaraflokks 1987. Þorvaldur G. Jónsson í 7. sæti á lista Alþýðubandalagsins var í 5. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1978, í 3. sæti 1974 og í 3. sæti á Vesturlandi 1971. Guðrún L. Ásgeirsdóttir í 1. sæti á lista Samtaka um kvennalista var í 1. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna í Vesturlandskjördæmi 1978 og í 5. sæti á lista Samtakanna í Norðurlandskjördæmi vestra 1974. Guðríður B. Helgadóttir í 2. sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins var í 6. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1971. Magnús Traustason í 3. sæti á lista Þjóðarflokks – Flokks mannsins var í 7. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1978. Hörður Ingimarsson í 1. sæti á lista Heimastjórnarsamtakanna var í 9. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1978, kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Samtökin á Sauðárkróki 1978 og fyrir K-lista óháðra 1982-1990.  Árni Sigurðsson í 7. sæti á lista Heimastjórnarsamtakanna var í 10. sæti á lista Þjóðarflokksins 1987.

Forval hjá Alþýðubandalagi.

Úrslit

1991 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 739 11,65% 0
Framsóknarflokkur 2.045 32,25% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.783 28,12% 1
Alþýðubandalag 1.220 19,24% 1
Samtök um kvennalista 327 5,16% 0
Frjálslyndir 25 0,39% 0
Þjóðarfl.-Flokkur manns. 97 1,53% 0
Heimastjórnarsamtök 105 1,66% 0
Gild atkvæði samtals 6.341 100,00% 4
Auðir seðlar 98 1,52%
Ógildir seðlar 12 0,19%
Greidd atkvæði samtals 6.451 89,72%
Á kjörskrá 7.190
Kjörnir alþingismenn
1. Páll Pétursson (Fr.) 2.045
2. Pálmi Jónsson (Sj.) 1.783
3. Ragnar Arnalds (Abl.) 1.220
4. Stefán Guðmundsson (Fr.) 1.036
Næstir inn
Vilhjálmur Egilsson (Sj.) Landskjörinn
Jón Sæmundur Sigurjónsson (Alþ.)
Guðrún L. Ásgeirsdóttir (Kv.)
Sigurður Hlöðversson (Abl.)

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Jón Sæmundur Sigurjónsson, alþingismaður, Siglufirði Páll Pétursson, alþingismaður, Höllustöðum, Svínavatnshreppi
Jón Karlsson, form.Verklýðsfélagsins Fram, Sauðárkróki Stefán Guðmundsson, alþingismaður, Sauðárkróki
Steindór Haraldsson, framleiðslustjóri, Skagaströnd Elín R. Líndal, hreppstjóri, Lækjarmóti, Þorkelshólshreppi
Agnes Gamalíelsdóttir, form.Verkalýðsfél.Árvakurs, Hofsósi Sverrir Sveinsson, veitustjóri, Siglufirði
Friðrik Friðriksson, skipstjóri, Hvammstanga Sigurður Árnason, skrifstofumaður, Marbæli, Seyluhreppi
Sigurlaug Ragnarsdóttir, fulltrúi, Blönduósi Kolbrún Daníelsdóttir, verslunarmaður, Siglufirði
Sigurjón Guðbjartsson, skipstjóri, Skagaströnd Pétur Arnar Pétursson, fulltrúi, Blönduósi
Gyða Ölvisdóttir, hjúkrunarfræðingur, Blönduósi Dóra Eðvaldsdóttir, verslunarmaður, Hvammstanga
Guðmundur Davíðsson, kaupmaður, Siglufirði Elín Sigurðardóttir, oddviti, Sölvanesi, Lýtingsstaðahreppi
Helga Hannesdóttir, verslunarmaður, Sauðárkróki Guttormur Óskarsson, fv.gjaldkeri, Sauðárkróki
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Pálmi Jónsson, alþingismaður, Akri, Torfalækjarhreppi Ragnar Arnalds, alþingismaður, Varmahlíð
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, Reykjavík Sigurður Hlöðversson, tæknifræðingur, Siglufirði
Hjálmar Jónsson, prófastur, Sauðárkróki Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Sauðárkróki
Runólfur Birgisson, skrifstofustjóri, Siglufirði Elísabet Bjarnadóttir, verkamaður, Hvammstanga
Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri, Lindarbrekku, Laugarbakka Björgvin Karlsson, vélstjóri, Skagaströnd
Ingibjörg Halldórsdóttir, læknaritari, Siglufirði Kristín Mogensen, kennari, Blönduósi
Adolf Hjörvar Berndsen, framkvæmdastjóri, Skagaströnd Þorvaldur G. Jónsson, bóndi, Guðrúnarstöðum, Áshreppi
Þóra Sverrisdóttir, sjúkraliði, Stóru-Giljá, Torfalækjarhreppi Þórarinn Magnússon, bóndi, Frostastöðum, Akrahreppi
Árdís Björnsdóttir, húsfreyja, Vatnsleysu, Viðvíkurhreppi Hafþór Rósmundsson, form.Verkalýðsfél.Vöku, Siglufirði
Gunnar Gíslason, fv. Alþingismaður, Varmahlíð Unnur Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi, Blönduósi
Samtök um kvennalista Þjóðarflokkur – Flokkur mannsins
Guðrún L. Ásgeirsdóttir, kennari, Prestbakka, Bæjarhreppi Hólmfríður Bjarnadóttir, verkamaður, Hvammstanga
Sigríður J. Friðjónsdóttir, lögfræðingur, Sauðárkróki Guðríður B. Helgadóttir, bóndi, Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr.
Anna Hlín Bjarnadóttir, þroskaþjálfi, Egilsá, Akrahreppi Magnús Traustason, vélvirki, Siglufirði
Kristín J. Líndal, húsmóðir, Holtastöðum, Engihlíðarhreppi Skúli Pálsson, mælingamaður, Reykjavík
Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, húsmóðir, Sauðárkróki Björn S. Sigvaldason, bóndi, Litlu-Ásgeirsá, Þorkelshólshr.
Inga Jóna Stefánsdóttir, bóndi, Molstöðum, Fljótahreppi Friðgeir Jónasson, nemi, Blöndudalshólum, Bóstaðarhlíðarhr.
Ágústa Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Sauðárkróki Einar Karlsson, sjómaður, Siglufirði
Anna Dóra Antonsdóttir, kennari, Frostastöðum, Akrahreppi Þórey Helgadóttir, bóndi, Tunguhálsi 2, Lýtingsstaðahreppi
Jóhanna R. Eggertsdóttir, verkakona, Þorkelshóli, Þorkelshólshr. Jónína Hjaltadóttir, húsmóðir, Hólum í Hjaltadal
Ingibjörg Jóhannesdóttir, húsmóðir, Miðgrund, Akrahreppi Bjarni Maronsson, bóndi, Ásgeirsbrekku, Viðvíkurhreppi
Frjálslyndir Heimastjórnarsamtök
Þórir Hilmarsson, verkfræðingur, Kópavogi Hörður Ingimarsson, kaupmaður, Sauðárkróki
Sigurður Hansen, bóndi, Kringlumýri, Akrahreppi Níels Ívarsson, bóndi, Fremri-Fitjum, Fremri-Torfustaðahr.
Ragnhildur Traustadóttir, viðskiptafræðinemi, Reykjavík Sigríður Svavarsdóttir, ráðskona, Öxl 2, Sveinsstaðahreppi
Kristín Hrönn Árnadóttir, húsmóðir, Skagaströnd Gunnlaugur Pálsson, bóndi, Þúfum, Hofshreppi
Ingvar Helgi Guðmundsson, matreiðslumeistari, Reykjavík Arnbjörg Lúðvíksdóttir, verkamaður, Lindarbæ, Fljótahr.
Böðvar Sigurðsson, bóndi, Brúnastöðum, Lýtingsstaðahr.
Árni Sigurðsson, sóknarprestur, Blönduósi

Prófkjör

Alþýðubandalag 1. sæti
Ragnar Arnalds 92%
Sigurður Hlöðversson
Unnur Kristjánsdóttir
Anna Kristín Gunnarsdóttir
Björgvin Karlsson
Þorvaldur G. Jónsson
Elísabet Bjarnadóttir
Ingibjörg Hafstað
Hafþór Rósmundsson
Kolbeinn Friðbjarnarson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis og Þjóðviljinn 15.1.1991.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: