Reykjanes 1963

Sjálfstæðisflokkur: Ólafur Thors var þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1926-1959(okt) og Reykjaness frá 1959(okt). Matthías Á. Mathiesen var þingmaður Hafnarfjarðar frá 1959(júní-okt) og Reykjaness frá 1959(okt.). Sverrir Júlíusson var þingmaður Reykjaness landskjörinn.

Alþýðuflokkur: Emil Jónsson var þingmaður Hafnarfjarðar frá 1934-1937, 1942(júlí)-1953 og frá 1956-1959(júní). Emil var landskjörinn þingmaður Hafnarfjarðar frá 1937-1942(júlí), 1953-1956 og frá 1959(júní)-1959(okt). Þingmaður Reykjaness frá 1959(okt). Guðmundur Í. Guðmundsson var þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu landskjörinn 1942(júlí)-1949 og frá 1952-1959(okt). Þingmaður Reykjaness landskjörinn frá 1959(okt).

Alþýðubandalag: Gils Guðmundsson var kjörinn þingmaður Reykjaness. Hann var áður þingmaður Reykjavíkur 1953-1956 fyrir Þjóðvarnarflokkinn. Geir Gunnarsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn frá 1959(okt).

Framsóknarflokkur: Jón Skaftason var þingmaður Reykjaness frá 1959(okt).

Fv.þingmenn: Alfreð Gíslason var þingmaður Reykjaness landskjörinn 1959(okt.)-1963. Jónas Árnason var þingmaður Seyðisfjarðar landskjörinn 1949-1953. Finnbogi R. Valdimarsson var þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu landskjörinn frá 1949-1959(okt). Þingmaður Reykjaness frá 1959(okt).-1963.

Úrslit

1963 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 2.804 22,84% 1
Framsóknarflokkur 2.465 20,08% 1
Sjálfstæðisflokkur 5.040 41,05% 2
Alþýðubandalag 1.969 16,04% 1
Gild atkvæði samtals 12.278 100,00% 5
Auðir seðlar 230 1,83%
Ógildir seðlar 40 0,32%
Greidd atkvæði samtals 12.548 91,23%
Á kjörskrá 13.754
Kjörnir alþingismenn
1. Ólafur Thors (Sj.) 5.040
2. Emil Jónsson (Alþ.) 2.804
3. Matthías Á. Mathiesen (Sj.) 2.520
4. Jón Skaftason (Fr.) 2.465
5. Gils Guðmundsson (Abl.) 1.969
Næstir inn vantar
Sverrir Júlíusson (Sj.) 868 Landskjörinn
Guðmundur Í. Guðmundsson (Alþ.) 1.135 Landskjörinn
Valtýr Guðjónsson (Fr.) 1.474
Geir Gunnarsson (Abl.) Landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, Hafnarfirði Jón Skaftason, hrl, Kópavogi
Guðmundur Í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Hafnarfirði Valtýr Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Keflavík
Ragnar Guðleifsson, kennari, Keflavík Guðmundur Þorláksson, loftskeytamaður, Hafnarfirði
Stefán Júlíusson, rithöfundur, Hafnarfirði Teitur Guðmundsson, oddviti, Móum, Kjalarneshr.
Ólafur Ólafsson, yfirlæknir, Kópavogi Óli S. Jónsson, skipstjóri, Sandgerði
Ólafur Thordersen, forstjóri, Ytri-Njarðvík Jón Pálmason, skrifstofustjóri, Hafnarfirði
Svavar Árnason, oddviti, Grindavík Hilmar Pétursson, skattstjóri, Keflavík
Ólafur Vilhjálmsson, oddviti, Sandgerði Jóhanna Bjarnfreðsdóttir, húsfrú, Kópavogi
Ólafur Gunnlaugsson, bóndi, Laugabóli Sigurður Jónsson, kaupmaður, Seltjarnarnesi
Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur, Seltjarnarnesi Guðsteinn Einarsson, útgerðarmaður, Grindavík
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Ólafur Thors, forsætisráðherra, Reykjavík Gils Guðmundsson, rithöfundur, Reykjavík
Matthías Á. Mathiesen, sparisjóðsstjóri, Hafnarfirði Geir Gunnarsson, fv.skrifstofustjóri, Hafnarfirði
Sverrir Júlíusson, útgerðarmaður, Keflavík Karl Sigurbergsson, skipstjóri, Keflavík
Axel Jónsson, fulltrúi, Kópavogi Benedikt Davíðsson, trésmiður, Kópavogi
Oddur Andrésson, bóndi, Neðra-Hálsi, Kjósarhreppi Þuríður Einarsdóttir, húsfrú, Kópavogi
Snæbjörn Ásgeirsson, skrifstofumaður, Seltjarnarnesi Sigmar Ingason, verkstjóri, Ytri-Njarðvík
Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður, Ytri-Njarðvík Lárus Halldórsson, skólastjóri, Brúarlandi, Mosfellshr.
Einar Halldórsson, bóndi, Setbergi, Garðahreppi Jónas Árnason, rithöfundur, Hafnarfirði
Eiríkur Alexandersson, kaupmaður, Grindavík Konráð Gíslason, kompásasmiður, Seltjarnarnesi
Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, Keflavík Finnbogi R. Valdimarsson, bankastjóri, Kópavogi

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

%d bloggurum líkar þetta: