Bolungarvík 2002

Í framboði voru listar Sjálfstæðisflokks og Bæjarmálafélags Bolungarvíkur. Listarnir hlutu jafnmörg atkvæði og hlutkesti þurfti því til að skera úr síðasta mann í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur vann hlutkestina, hlaut 4 bæjarfulltrúa og hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Bæjarmálafélag Bolungarvíkur hlaut 3 bæjarfulltrúa.

Úrslit

Bolungarvík

2002 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Sjálfstæðisflokkur 296 50,00% 4
Bæjarmálafélag Bol.v. 296 50,00% 3
Samtals gild atkvæði 592 100,00% 7
Auðir og ógildir 7 1,17%
Samtals greidd atkvæði 599 90,21%
Á kjörskrá 664
Kjörnir bæjarfulltrúar
1.-2. Elías Jónatansson (D) 296
1.-2. Bergur Karlsson (K) 296
3.-4. Daðey S. Einarsdóttir (D) 148
3.-4. Soffía Vagnsdóttir (K) 148
5.-6. Ragna Jóhanna Magnúsdóttir (D) 99
5.-6. Ketill Elíasson (K) 99
7. Sölvi R. Sólbergsson (D) 74
Næstur inn vantar
Kristrún Hermannsdóttir (K) 1

Framboðslistar

D-listi Sjálfstæðisflokks K-listi Bæjarmálafélags Bolungarvíkur
Elías Jónatansson, framkvæmdastjóri Bergur Karlsson, verkstjóri
Daðey S. Einarsdóttir, rekstrarfræðingur Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, húsmóðir Ketill Elíasson, útgerðarmaður
Sölvi R. Sólbergsson, tæknifræðingur Kristrún Hermannsdóttir, trúnaðarmaður fatlaðra
Finnbogi Bjarnason, þjónustufulltrúi Magnús Hávarðsson, tölvu- og kerfisfræðingur
Jenný Hólmsteinsdóttir, viðskiptafræðingur Sólveig Sigurðardóttir, starfsmaður heimaþjónustu
Anna Sigríður Jörundsdóttir, snyrtifræðingur Jóhann Hannibalsson, bóndi
Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur Lárus Benediktsson, verkamaður
Signý Þorkelsdóttir, fiskvinnslukona Gunnar Sigurðsson, iðnaðarmaður
Ólafur Jens Daðason, sjómaður Sigurgeir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
Anna Guðrún Edvardsdóttir, skólastjóri Ragnheiður A. Arnarsdóttir, verkamaður
Helgi Jónsson, rafeindavirki Guðmundur Reynisson, verkamaður
Halldór Jón Hjaltason, húsasmiður Renata Nowak, verkamaður
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Karvel Pálmason, fv.alþingismaður

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Sambands sveitarfélaga og kosningavefur Félagsmálaráðuneytisins.

%d bloggurum líkar þetta: