Suðurfjarðahreppur 1946

Í framboði listi Verkamanna og sjómanna sem talinn var borinn fram af Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki og listar Framsókarflokks og Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hlutu 2 hreppsnefndarmenn hvor og listi Verkamanna og sjómanna 1. Sjálfstæðisflokkur tapaði einum hreppsnefndarmanni og meirihlutanum en sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafði haft tvo hreppsnefndarmenn.

Úrslit

1946 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Verkamenn og sjómenn 51 23,83% 1
Framsóknarflokkur 74 34,58% 2
Sjálfstæðisflokkur 89 41,59% 2
Samtals gild atkvæði 214 100,00% 5
Auðir og ógildir 12 5,31%
Samtals greidd atkvæði 226 80,71%
Á kjörskrá 280
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Páll Hannesson (Sj.) 89
2. Bjarni Hannesson (Fr.) 74
3. Skarphéðinn Gíslason(Ve./Sj.) 51
4. Kristján Eggertsson (Sj.) 45
5. Jón G. Jónsson (Fr.) 37
Næstur inn vantar
Markús Waage (Ve./Sj.) 23
Jón J. Maron (Sj.) 23

Framboðslistar

Verkamenn og sjómenn(Alþ.fl./Sós.fl.) Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Skarphéðinn Gíslason Bjarni Hannesson, sparisjóðsstjóri Páll Hannesson, skrifstofumaður
Markús Waage Jón G. Jónsson, hreppsstjóri Kristján Eggertsson, verkamaður
Gísli Friðriksson Gunnar Ólafsson, bóndi Jón J. Maron, framkvæmdastjóri
Rútur Guðmundsson Hálfdán Viborg, bílstjóri

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 11.janúar 1946, Alþýðublaðið 29.janúar 1946, Alþýðumaðurinn 30.1.1946, Morgunblaðið 10.1.1946, Morgunblaðið 29.1.1946, Skutull 12.02.1946, Sveitarstjórnarmál 1.6.1946, Tíminn 10.1.1046, Tíminn 1.2.1946, Vesturland 5.2.1946 og Þjóðviljinn 29.1.1946.