Rangárvallahreppur 1986

Í framboði voru listar Sjálfstæðismanna og óháðra og Almennra hreppsbúa. Sjálfstæðismenn og óháðir hlutu 4 hreppsnefndarmenn og héldu öruggum meirihluta. Almennir hreppsbúar hlutu 1 hreppsnefndarmann. 

Úrslit

Hella

1986 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Sjálfstæðismenn og óháðir 309 70,87% 4
Almennir hreppsbúar 127 29,13% 1
Samtals gild atkvæði 436 100,00% 5
       
Auðir seðlar og ógildir 30 6,44%  
Samtals greidd atkvæði 466 87,10%  
Á kjörskrá 535    
Kjörnir hreppsnefndarmenn  
1. Fannar Jónasson (Sj.) 309
2. Drífa Hjartardóttir (Sj.) 155
3. Viðar Hafsteinn Sæmundsson (Alm.) 127
4. Hjördís Gísladóttir (Sj.) 103
5. Unnur Þórðardóttir (Sj.) 77
Næstur inn vantar
Árni R. Kristjánsson (Alm.) 29

Framboðslistar

Sjálfstæðismenn og óháðir Almennir hreppsbúar
Fannar Jónasson, viðskiptafræðingur Viðar Hafsteinn Sæmundsson, bóndi, Kaldbak
Drífa Hjartardóttir, húsmóðir Árni R. Kristjánsson, iðnverkamaður
Hjördís Gísladóttir, meinatæknir Þórdís Sigfúsdóttir, póstafgreiðslumaður
Unnur Þórðardóttir, skrifstofumaður Lovísa Björk Sigurðardóttir, bóndi, Heiði
Arnór Egilsson, læknir Trausti Runólfsson, bifreiðastjóri
Garðar Sigurðsson, verslunarmaður Þórir Jónsson, bóndi, Selalæk
Árni Magnússon, bóndi Svanhvít Hannesdóttir, húsmóðir
Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Guðmundur Sigurðsson, bóndi, Stokkalæk
Gunnar Bragason, háskólanemi Páll Ísleifsson, bóndi, Langekru
Páll G. Björnsson, framkvæmdastjóri Magnús Klemensson, járniðnaðarmaður

Prófkjör

Sjálfstæðisflokkur og óháðir 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5.
Fannar Jónsson, viðskiptafræðingur 95       159
Einar Kristinsson, framkvæmdastjóri   93     141
Drífa Hjartardóttir, húsmóðir     137   193
Hjördís Gísladóttir, meinatæknir       132 157
Unnur Þórðardóttir, skrifstofumaður         84

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, DV 29.4.1986,  Morgunblaðið 30.4.1986, 15.5.1986 og Tíminn 28.5.1986.