Landið 1923

Heildarúrslit eftir stjórnmálaflokkum

Borgaraflokkur 18.108 54,73% 21
Framsóknarflokkur 8.953 27,06% 13
Alþýðuflokkur 4.913 14,85% 1
Utan flokka 1.116 3,37% 1
33.089 36

Segja má að kosningarnar 1923 séu fyrstu flokkakosningarnar til Alþingis. Áður höfðu stjórnmálaflokkar frekar verið óformleg bandalög og mikið um framboð manna sem töldust utan flokka. Framsetning úrslita breytist nokkuð í samræmi við það þar sem að nú er hægt að bera saman fylgi flokka í einstökum kjördæmum á milli kosninga.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Borgaraflokkur (Sparnaðarbandalag) (21+4): Jón Magnússon landskjörinn, Ingibjörg H. Bjarnason landskjörin, Sigurður Eggerz landskjörinn, Hjörtur Snorrason landskjörinn, Jón Þorláksson, Jakob Möller og Magnús Jónsson Reykjavík, Ágúst Flyenring og Björn Kristjánsson Gullbringu- og Kjósarsýslu, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Halldór Steinsson Snæfellsnessýslu, Bjarni Jónsson Dalasýslu, Hákon J. Kristófersson Barðastrandasýslu, Sigurjón Jónsson Ísafirði, Jón Auðunn Jónsson Norður Ísafjarðarsýslu, Þórarinn Jónsson Vestur Húnavatnssýslu, Magnús Guðmundsson og Jón Sigurðsson Skagafjarðarsýslu, Björn Líndal Akureyri, Benedikt Sveinsson Norður Þingeyjarsýsla, Árni Jónsson Norður Múlasýslu, Jóhannes Jóhannesson Seyðisfirði, Jón Kjartansson Vestur Skaftafellssýslu, Jóhann Þ. Jósefsson Vestmannaeyjum og Eggert Pálsson Rangárvallasýslu.

Framsóknarflokkur (13+2):  Sigurður Jónsson landskjörinn, Jónas Jónsson landskjörinn, Pétur Þórðarson Mýrasýslu, Ásgeir Ásgeirsson Vestur Ísafjarðarsýslu, Tryggvi Þórhallsson Strandasýslu, Guðmundur Ólafsson Austur Húnavatnssýsla, Einar Árnason og Bernharð Stefánsson Eyjafjarðarsýslu, Ingólfur Bjarnason Suður Þingeyjarsýslu, Halldór Stefánsson Norður Múlasýslu, Sveinn Ólafsson og Ingvar Pálmason Suður Múlasýslu, Þorleifur Jónsson Austur Skaftafellssýslu, Klemens Jónsson Rangárvallasýslu og Jörundur Brynjólfsson Árnessýslu.

Alþýðuflokkur (1): Jón Baldvinsson Reykjavík.

Utan flokka (1): Magnús Torfason Árnessýslu.

Breytingar á kjörtímabilinu.

Hjörtur Snorrason landskjörinn þingmaður (Borg) lést 1925 og tók Gunnar Ólafsson sæti hans.

Sigurður Jónsson landskjörinn þingmaður (Fr.) lést 1926 og tók Ágúst Helgason (Fr.)  sæti hans.

Jón Magnússon landskjörinn þingmaður (Íh.) lést 1926 og var Jónas Kristjánsson (Íh.) kjörinn í hans stað.

Ágúst Flyenring (Íh.) þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu sagði af sér þingmennsku vegna veikinda og var Ólafur Thors (Íh.) kjörinn í hans stað.

Bjarni Jósson frá Vogi þingmaður Dalasýslu lést 1926 og var Jón Guðnason (Fr.) kjörinn í hans stað.

Eggert Pálsson (Íh.) þingmaður Rangárvallasýslu lést 1926 og var Einar Jónsson (Íh.) kjörinn í hans stað.

Jón Þorláksson (Íh.) og Jón Baldvinsson (Alþ.) urðu landskjörnir þingmenn 1926 og voru Jón Ólafsson (Íh.)  og Héðinn Valdimarsson (Alþ.) kjörnir í þeirra stað.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: