Hvammstangi 1942

Í framboði voru sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, listi Sjálfstæðisflokks og listi Sósíalistaflokks. Sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hlaut 2 hreppsnefndarmenn af 3 og hreinan meirihluta. Sósíalistaflokkurinn hlaut 1 en Sjálfstæðisflokkur engan. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 2 atkvæði til að ná manni af Sósíalistaflokknum og sameiginlegu framboði Alþýðuflokks og Framsóknarflokks vantaði 3 atkvæði til að fá alla hreppsnefndarmennina.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur og Framsókn. 73 59,84% 2
Sjálfstæðisflokkur 24 19,67% 0
Sósíalistaflokkur 25 20,49% 1
Samtals gild atkvæði 122 100,00% 3
Auðir seðlar og ógildir 5 3,94%
Samtals greidd atkvæði 127 66,49%
Á kjörskrá 191
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Alþ./Fr.) 73
2. (Alþ./Fr.) 37
3. (Sós.) 25
Næstir inn vantar
(Sj.) 2
(Alþ./Fr.) 3

Hreppsnefndarmaður Framsóknarflokks var Gústaf Halldórsson bóndi. Aðrir í hreppsnefnd voru kjörnir þeir Skúli Magnússon og Jón Rögnvaldsson.

Framboðslistar

vantar

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 27. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Nýtt Dagblað 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942 og Vesturland 31. janúar 1942.