Stykkishólmur 1950

Í framboði voru sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og listi Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 hreppsnefndarmenn og hélt hreinum meirihluta sínum. Sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hlaut 3 hreppsnefndarmenn en 1946 hafði Framsóknarflokkurinn hlotið tvo hreppsnefndarmenn og Alþýðuflokkurinn einn.

Úrslit

1950 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðufl.og Framsókn. 172 43,54% 3
Sjálfstæðisflokkur 223 56,46% 4
Samtals gild atkvæði 395 100,00% 7
Auðir og ógildir 17 4,13%
Samtals greidd atkvæði 412 91,56%
Á kjörskrá 450
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Ólafur Pó Jónsson (Sj.) 223
2. Bjarni Andrésson (Alþ./Fr.) 172
3. Árni Ketilbjarnarson (Sj.) 112
4. Gunnar Jónatansson (Alþ./Fr.) 86
5. Geirvarður Siggeirsson (Sj.) 74
6. Guðmundur Ágústsson (Alþ./Fr.) 57
7. Kristján Bjartmars (Sj.) 56
Næstur inn vantar
Sigurður Steinþórsson (Fr.) 52

Framboðslistar

Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Bjarni Andrésson Ólafur Pó Jónsson, héraðslæknir
Gunnar Jónatansson Árni Ketilbjarnarson, verkamaður
Guðmundur Ágústsson Geirvarður Siggeirsson, framkvæmdastjóri
Sigurður Steinþórsson Kristján Bjartmars, oddviti
Kristmann Jóhannsson Sigurður Magnússon, hreppstjóri
Kristinn B. Gíslason Sigurður Ágústsson, alþingismaður
Haraldur Ísleifsson Finnur Sigurðsson, múrarameistari

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 12.1.1950, Alþýðublaðið 31.1.1950, Alþýðumaðurinn 1.2.1950, Dagur 2.2.1950, Mánudagsblaðið 30.1.1950, Morgunblaðið 8.1.1950, Morgunblaðið 31.1.1950, Skutull 4.2.1950, Verkamaðurinn 3.2.1950 og Þjóðviljinn 31.1.1950.