Landið 1927

Heildarúrslit eftir stjórnmálaflokkum

Íhaldsflokkur 13.617 42,54% 13
Framsóknarflokkur 9.533 29,78% 17
Alþýðuflokkur 6.098 19,05% 4
Frjálslyndi flokkur 1.858 5,80% 1
Utan flokka 905 2,83% 1
32.009 36

Íhaldsflokkurinn fékk 8 þingmönnum færri en Borgaraflokkurinn (Sparnaðarbandalagið) hlaut árið 1923. Framsóknarflokkurinn bætti við sig 4 þingmönnum, Alþýðuflokkurinn 3 og Frjálslyndi flokkurinn 1.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Framsóknarflokkur(17+2): Jónas Jónsson landskjörinn, Magnús J. Kristjánsson landskjörinn, Bjarni Ásgeirsson Mýrasýslu, Ásgeir Ásgeirsson Vestur Ísafjarðarsýsla, Tryggvi Þórhallsson Strandasýslu, Hannes Jónsson Vestur Húnavatnssýslu, Guðmundur Ólafsson Austur Húnavatnssýsla, Einar Árnason og Bernharð Stefánsson Eyjafjarðarsýslu, Ingólfur Bjarnason Suður Þingeyjarsýslu, Benedikt Sveinsson Norður Þingeyjarsýsla, Halldór Stefánsson og Páll Hermannsson Norður Múlasýsla, Sveinn Ólafsson og Ingvar Pálmason Suður Múlasýsla, Þorleifur Jónsson Austur Skaftafellssýsla, Lárus Helgason Vestur Skaftafellssýsla, Jörundur Brynjólfsson og Magnús Torfason Árnessýslu

Íhaldsflokkur (13+3): Jón Þorláksson landskjörinn, Jónas Kristjánsson landskjörinn, Ingibjörg H. Bjarnason landskjörin, Magnús Jónsson og Jón Ólafsson Reykjavík, Björn Kristjánsson og Ólafur Thors Gullbringu- og Kjósarsýslu, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Halldór Steinsson Snæfellsnessýslu, Hákon J. Kristófersson Barðastrandasýsla, Jón Auðunn Jónsson Norður Ísafjarðarsýslu, Magnús Guðmundsson og Jón Sigurðsson Skagafjarðarsýslu, Jóhannes Jóhannesson Seyðisfirði, Jóhann Þ. Jósefsson Vestmannaeyjum, Einar Jónsson Rangárvallasýsla

Alþýðuflokkur(4+1):  Jón Baldvinsson landskjörinn, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Á. Ólafsson Reykjavík, Haraldur Guðmundsson Ísafirði og  Erlingur Friðjónsson Akureyri.

Frjálslyndi flokkur(1): Sigurður Eggerz Dalasýslu.

Utan flokka(1): Gunnar Sigurðsson Rangárvallasýsla.

Breytingar á kjörtímabilinu:

Magnús J. Kristjánsson (Fr.)  lést 1928 og tók Jón Jónsson í Stóradal (Fr.) sæti hans.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: