Norðvesturkjördæmi 2017

Níu framboð komu fram í Norðvesturkjördæmi. Þau eru A-listi Bjartar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks,  F-listi Flokks fólksins, M-listi Miðflokksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingarinar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Framsóknarflokksins var í kjöri fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður Framsóknarflokksins gaf ekki kost á sér.

Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki, Guðjón Brjánsson Samfylkingu og Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði voru endurkjörin. Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson Miðflokknum komu ný inn. Ásmundur var alþingismaður 2009-2016, fyrst fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð og síðar fyrir Framsóknarflokkinn.

Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki og Eva Pandóra Baldursdóttir Pírötum buðu sig fram og náðu ekki kjöri.

nv

Úrslit Atkvæði Hlutfall Þingm.
Björt framtíð 135 0,78% 0
Framsóknarflokkur 3.177 18,42% 2
Viðreisn 423 2,45% 0
Sjálfstæðisflokkur 4.233 24,54% 2
Flokkur fólksins 911 5,28% 0
Miðflokkurinn 2.456 14,24% 1
Píratar 1.169 6,78% 0
Samfylkingin 1.681 9,74% 1
Vinstrihreyfingin grænt fr. 3.067 17,78% 1
Gild atkvæði samtals 17.252 100,00% 7
Auðir seðlar og ógildir 582 3,26%
Ógildir seðlar 38  0,21%
Greidd atkvæði samtals 17.872 83,04%
Á kjörskrá 21.521
Kjörnir alþingismenn:
1. Haraldur Benediktsson (D) 4.233
2. Ásmundur Einar Daðason (B) 3.177
3. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V) 3.067
4. Bergþór Ólason (M) 2.456
5. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D) 2.117
6. Guðjón Brjánsson (S) 1.681
7. Halla Signý Kristjándsdóttir (B) 1.589
Næstir inn vantar
Bjarni Jónsson (V) 111
Eva Pandóra Baldursdóttir (P) 420
Teitur Björn Einarsson (D) 533
Magnús Þór Hafsteinsson (F) 678
Sigurður Páll Jónsson (M) 722 landskjörinn
Gylfi Ólafsson (C) 1.166
Guðlaug Kristjánsdóttir (A) 1.454
Arna Lára Jónsdóttir (S) 1.497

Flokkabreytingar:
Björt framtíð:
 Árni Grétar Jóhannesson í 10.sæti var í 7.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reyjkavíkurkjördæmi norður 2009.

Framsóknarflokkur: Ásmundur Einar Daðason í 2.sæti á lista Framsóknarflokks var kjörinn fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð 2009. Ásmundur var í 4.sæti á lista VG 2007 og í 13. sæti 2003.

Viðreisn: Lee Ann Maginnis í 2.sæti var í 9.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Gísli Halldór Halldórsson í 7. sæti var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Ísafjarðarbæ 2006-2014 þegar hann gerðist bæjarstjóraefni Í-listans. Hann var í 12. sæti 2002 á lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og í 11.sæti 1998.

Flokkur fólksins: Magnús Þór Hafsteinsson í 1.sæti var kjörinn þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn í Suðurkjördæmi 2003. Hann var í 2.sæti á lista Frjáslyndra og óháðra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi 2006. Magnús Þór var í 1.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2007. Lenti í 4.sæti í prófkjöri Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi 2009 en tók ekki sæti á lista. Helgi J. Helgason í 6. sæti var í 16. sæti á lista Dögunar 2016, í 15.sæti á lista Dögunar 2013, 12. sæti á lista Frjálslynda flokksins 2009, 8.sæti á lista Frjálslynda flokksins 2007, 12. sæti á lista Frjálslynda flokksins 2003 í Norðvesturkjördæmi og í 6.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Vesturlandskjördæmi.

Miðflokkurinn: Bergþór Ólason í 1.sæti var í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins 2007 og í 5.sæti 2009. Tók þátt í kosningu á lista á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 en fékk ekki framgang. Sigurður Páll Jónsson í 2.sæti var í 5.sæti á lista Framsóknarflokksins 2013 og í 3.sæti 2016. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir í 10. sæti var í 23. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi 2013 og í 14. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði 2014. Martha Sigríður Örnólfsdóttir í 13. sæti var í 10.sæti á lista Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ 2014. Óli Jón Gunnarsson í 16. sæti var í 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð 1998.

Píratar: Eva Pandóra Baldursdóttir í 1.sæti var í Framsóknarflokknum. Rannveig Ernudóttir í 3. sæti var í 20. sæti á lista Dögunar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014.

Samfylking: Guðjón S. Brjánsson í 1.sæti var í 4.sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1995 og í 8.sæti á lista Alþýðuflokksins í Ísafjarðarbæ í bæjarstjórnarkosningunum 1996.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Lilja Rafney Magnúsdóttir í 1.sæti var í 2. sæti á lista Alþýðubandalags 1991 og 1995 í Vestfjarðakjördæmi.

Framboðslistar:

A-listi Bjartar framtíðar B-listi Framsóknarflokks
1. Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfi og bæjarfulltrúi , Hafnarfirði 1. Ásmundur Einar Daðason, fv.alþingismaður, Borgarnesi
2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari, Akranesi 2. Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri, Bolungarvík
3. Elín Matthildur Kristinsdóttir, velferðarkennari, Borgarnesi 3 Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarmaður, Sauðárkróki
4. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi, Ólafsvík 4. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Bakkakoti, Borgarbyggð
5. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, stuðningsfulltrúi, Akranesi 5. Guðveig Anna Eyglóardóttir, hótelstjóri og sveitarstjórnarmaður, Borgarnesi
6. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Akranesi 6. Lilja Sigurðardóttir, sjávarútvegsfræðingur, Patreksfirði
7. Björgvin Ketill Þorvaldsson, bókari, Akranesi 7. Þorgils Magnússon, byggingarfulltrúi, Blönduósi
8. Hafþór Óskarsson, ferðaskipuleggjandi, Reykjavík 8. Eydís Bára Jóhannsdóttir, grunnskólakennari, Hvammstanga
9. Þórunn Elíasdóttir, eftirlaunaþegi, Borgarnesi 9. Einar Guðmann Örnólfsson, bóndi, Sigmundarstöðum, Borgarbyggð
10. Árni Grétar Jóhannesson, tónlistarmaður, Reykjavík 10. Jón Árnason, skipstjóri, Patreksfirði
11. Matthías Freyr Matthíasson, nemi, Hafnarfirði 11. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili, Hofakri, Dalabyggð
12. Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður, Reykjavík 12. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði
13. Maron Pétursson, slökkviliðsmaður og ETM, Akureyri 13. Kristín Erla Guðmunsdóttir, húsfreyja, Borgarnesi
14. Guðmundur R. Björnsson, gæðastjóri, Hafnarfirði 14. Jóhanna María Sigmundsdóttir, fv.alþingismaður, Mið-Görðum, Borgarbyggð
15. Fjóla Borg Svarsdóttir, grunnskólakennari, Kópavogi 15. Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, Akranesi
16. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi, Akranesi 16. Elín Sigurðardóttir, ljósmóðir, Stykkishólmi
C-listi Viðreisnar D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra, Reykjavík 1. Haraldur Benediktsson, alþingismaður, Vestri-Reyni, Hvalfjarðarsveit
2. Lee Ann Maginnis, lögfræðingur, Blönduósi 2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra, Kópavogi
3. Haraldur Jóhann Sæmundsson, matreiðslumeistari, Akranesi 3. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður, Reykjavík
4. Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði, Reykjavík 4. Hafdís Gunnarsdóttir, forstöðumaður, Ísafirði
5. Jón Ottesen Hauksson, framkvæmdastjóri, Akranesi 5. Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari og sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarnesi
6. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi, Akranesi 6. Aðalsteinn Arason, verktaki og búfræðingur, Varmahlíð
7. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ísafirði 7. June Scholtz, fiskvinnslukona, Hellissandi
8. Ragnheiður Jónasdóttir, verkefnastjóri, Akranesi 8. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Hvammstanga
9. Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri Rarik, Garðabæ 9. Ásgeir Sveinsson, bæjafulltrúi og bóndi, Patreksfirði
10. Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðinemi, Ísafirði 10. Steinunn Guðný Einarsdóttir, sjómaður og útgerðarkona, Flateyri
11. Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfræðingur, Stykkishólmi 11. Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur og sauðfjárbóndi, Víðidalstungu, Húnaþingi vestra
12. Unnur Björk Arnfjörð, skólastjóri, Ísafirði 12. Böðvar Sturluson, vörubifreiðastjóri og framkvæmdastjóri, Stykkishólmi
13. Árni Páll Jónsson, tæknifræðingur, Seltjarnarnesi 13. Pálmi Jóhannsson, framkvæmdastjóri og pípulagningamaður, Búðardal
14. Bergling Long, matreiðslumaður, Ólafsvík 14. Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi, Akranesi
15. Pálmi Pálmason, framkvæmdastjóri, Akranesi 15. Þrúður Kristjánsdóttir, fv.skólastjóri, Búðardal
16. Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólakennari, Blönduósi 16. Einar Kristinn Guðfinnsson, fv.ráðherra og alþingismaður, Bolungarvík
F-listi Flokks fólksins M-listi Miðflokksins
1. Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur, ristjóri og fv.alþingismaður, Akranesi 1. Bergþór Ólason, framkvæmdastjóri, Akranesi
2. Hjördís Heiða Ásmundsdóttir, húsmóðir, Borgarnesi 2. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi
3. Júlíus Ragnar Pétursson, sjómaður, Patreksfirði 3. Jón Þór Þorvaldsson, flugstjóri, Kópavogi
4. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari, Akranesi 4. Maríanna Eva Ragnarsdóttir, bóndi, Stórhóli, Húnaþingi vestra
5. Erna Gunnarsdóttir, húsmóðir, Borgarnesi 5. Aðalbjörg Óskarsdóttir, kennari og útgerðarkona, Drangsnesi
6. Helgi J. Helgason, bóndi, Þursstöðum, Borgarbyggð 6. Elías Gunnar Hafþórsson, háskólanemi, Skagaströnd
7. Guðbjörg Ýr Guðbjargardóttir, félagsliði, Grundarfirði 7. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, kennari, Litlu-Grund, Reykhólahreppi
8. Hermann Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi 8. Anna Halldórsdóttir, skrifstofukona, Borgarnesi
9. Þórunn Björg Bjarnadóttir, verslunarstjóri, Borgarnesi 9. Gunnar Már Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Akranesi
10. Jökull Harðarson, rafvirki, Akranesi 10. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, kennari, Hafnarfirði
11. Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, sjúkraliði, Reykholti, Borgarbyggð 11. Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi, Hagamel, Hvalfjarðarsveit
12. Jóhann Óskarsson, sjómaður, Ólafsvík 12. Bjarni Benedikt Gunnarsson, framleiðslusérfræðingur, Reykholti, Borgarbyggð
13. Einir G. Kristjánsson, fv.verkefnisstjóri, Borgarnesi 13. Martha Sigríður Örnólfsdóttir, bóndi, Ytri-Hjarðardal 2, Ísafjarðarbæ
14. Gunnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi 14. Svanur Guðmundsson, leigumiðlari, Reykjavík
15. Magnús Kristjánsson, rafvirkjameistari, Hafnarfirði 15. Daníel Þórarinsson, skógarbóndi, Stapaseli, Borgarbyggð
16. Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Akranesi 16. Óli Jón Gunnarsson, fv.bæjarstjóri, Akranesi
P-listi Pírata S-listi Samfylkingarinnar
1. Eva Pandóra Baldursdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki 1. Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður, Akranesi
2. Gunnar I. Guðmundsson, skipstjórnarmaður, Ísafirði 2. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnisstjóri, Ísafjarðarbæ
3.Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfari og tómstundafræðingur, Reykjavík 3. Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona, Akranesi
4. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir, öryrki, Borgarnesi 4. Sigurður Orri Kristjánsson, leiðsögumaður, Reykjavík
5. Sunna Einarsdóttir, sundlaugarvörður, Ísafirði 5. Gunnar Rúnar Kristjánsson, bóndi, Akri Húnavatnshreppi
6. Halldór Logi Sigurðarson, atvinnulaus, Eiðisvatni 1, Hvalfjarðarsveit 6. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Patreksfirði
7. Magnús Davíð Nordhal, hdl. Reykjavík 7. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarnesi
8. Hinrik Konráðsson, lögreglumaður, bæjarfulltrúi og kennari, Grundarfirði 8. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfirði
9. Arndís Einarsdóttir, nuddari, Reykjavík 9. Ingimar Ingimarsson, organisti, Reykhólahreppi
10. Bragi Gunnlaugsson, nemi. Ísafirði 10. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvík
11. Vigdís Auður Pálsdóttir, heldri borgari, Borgarnesi 11. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Hvammstanga
12. Halldór Óli Gunnarsson, þjóðfræðingur, Borgarnesi 12. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi
13. Leifur Finnbogason, nemi, Hítardal, Borgarbyggð 13. Guðrún Vala Elíasdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Borgarnesi
14. Egill Hansson, afgreiðslumaður og nemi, Borgarnesi 14. Helgi Þór Thorarensen, prófessor, Haga, Skagafirði
15. Aðalheiður Jóhannsdóttir, öryrki, Syðri-Jaðri, Húnaþingi vestra 15. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarnesi
16. Þránn Svan Gíslason, háskólanemi, Sauðárkróki 16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs V-listi frh.
1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri 9. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði
2. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður og forstöðumaður, Sauðárkróki 10. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kennari og líffræðingur, Kleppjárnsreykjum, Borgarbyggð
3. Rúnar Gíslason, háskólanemi, Borgarnesi 11. Bjarki Hjörleifsson, athafnamaður, Stykkishólmi
4. Dagný Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, Hólmavík 12. Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Borgarnesi
5. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, bóndi og kennari, Ytra-Hóli, Skagabyggð 13. Matthías Sævar Lýðsson, bóndi, Húsavík, Strandabyggð
6. Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, Stykkishólmi 14. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og sveitarstjórnarmaður, Stykkishólmi
7. Reynir Eyvindarson, verkfræðingur, Akranesi 15. Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, Bolungarvík
8. Þröstur Þór Ólafsson, framhaldsskólakennari, Akranesi 16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi, Brúarlandi 2, Borgarbyggð

Prófkjör:

Samtals greiddu 412 atkvæði í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Eva Pandóra Baldursdóttir, alþingismaður 9. Magnús Davíð Norðdahl
2. Gunnar I. Guðmundsson, varaþingmaður 10. Hinrik Konráðsson
3.Rannveig Ernudóttir 11. Arndís Einarsdóttir
4. Eiríkur Þór Theódórsson 12. Bragi Gunnlaugsson
5. Vigdís Pálsdóttir 13. Halldór Óli Gunnarsson
6. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir 14. Leifur Finnbogason
7. Sunna Einars 15. Egill Hansson
8. Halldór Logi Sigurðarson