Norðvesturkjördæmi 2007

Þingmönnum kjördæmisins fækkaði frá alþingiskosningunum 2003 í 9 kjördæmakjörna úr 10. Þar af var einn uppbótarþingmaður eins og áður.

Sjálfstæðisflokkur: Sturla Böðvarsson var þingmaður Vesturlands 1991-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Einar Kr. Guðfinnsson var þingmaður Vestfjarða 1991-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Einar Oddur Kristjánsson var þingmaður Vestfjarða 1995-1999, þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1999-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003.

Samfylking: Guðbjartur Hannesson var þingmaður Norðvesturkjördæmi frá 2007. Karl V. Matthíasson þingmaður Vestfjarða 2001-2003 og Norðvesturkjördæmis frá 2007.  Hann var í 2. sæti á lista Samfylkingar á Vestfjörðum 1999 og hafði áður tekið þátt í forvali hjá Alþýðubandalagi.

Frjálslyndi flokkur: Guðjón Arnar Kristjánsson var þingmaður Vestfjarða 1999-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Guðjón A. Kristjánsson var í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokks 1995 í 3. sæti 1991, 8. sæti á lista 1987 og  í 3. sæti á T-lista Sjálfstæðra 1983. Kristinn H. Gunnarsson var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1991-1999 af lista Alþýðubandalags. Kristinn var þingmaður Vestfjarða 1999-2003 og Norðvesturkjördæmis 2003-2007 kjörinn af lista Framsóknarflokks. Þingmaður Norðvesturkjördæmis kjörinn af lista Frjálslynda flokksins frá 2007.

Framsóknarflokkur: Magnús Stefánsson var þingmaður Vesturlands 1995-1999 og 2001-2003. Þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Jón Bjarnason var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn 1999-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Jón lenti í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir kosningarnar 1999 og var í 8. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1995.

Fv.þingmenn: Anna Kristín Gunnarsdóttir var þingmaður Norðvesturkjördæmis 2003-2007. Anna Kristín Gunnarsdóttir í 2. sæti á lista Samfylkingar 1999 en var í 9. sæti á lista Alþýðubandalags 1983, í 5. sæti 1987, í 3. sæti 1991 og 1995.

Stefán Guðmundsson var þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra 1979-1999. Ingibjörg Pálmadóttir var þingmaður Vesturlands 1991-2001. Guðjón Guðmundsson var þingmaður Vesturlands 1991-2003. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í 17. sæti á lista Samfylkingar var í 19. sæti 2003. Hún var þingmaður Vestfjarða landskjörin 1991-1995 af lista Samtaka um kvennalista. Hún leiddi lista Samtaka um kvennalista 1995 en náði ekki kjöri. Jóna Valgerður leiddi lista Þjóðarflokksins 1987. Jóna Valgerður var í 10. sæti lista Samfylkingar í Vestfjarðakjördæmi 1999. Jóhann Ársælsson var þingmaður Vesturlands 1991-1995, kjörinn fyrir Alþýðubandalag. Jóhann var þingmaður Vesturlands kjörinn fyrir Samfylkingu 1999-2003 og Norðvesturkjördæmis 2003-2007.

Flokkabreytingar: Sigurður Pétursson í 4. sæti á lista Samfylkingar var í 6.sæti á lista Samfylkingar 2003, í 1. sæti á lista Þjóðvaka í Vestfjarðakjördæmi 1995 og var í 23.sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík 1991. Bryndís Friðgeirsdóttir í 9. sæti á lista Samfylkingar var í 9.sæti á lista Samfylkingar 1999 í Vestfjarðakjördæmi og var í 3. sæti á lista Alþýðubandalags 1991 og 1995 einnig í Vestfjarðakjördæmi. Guðmundur Theódórsson í 12. sæti á lista Samfylkingar var í 8. sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra 1983. Pétur Sigurðsson í 16. sæti á lista Samfylkingar var í 2. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1991, 10. sæti 1987 og 1983, 9. sæti 1979 og 10. sæti 1978.

Rósmundur Númason í 10. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 6. sæti á lista Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi 1995 og í 8. sæti 1991. Lilja Rafney Magnúsdóttirí 17. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 3. sæti 2003. Lilja Rafney var í 1. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Vestfjarðakjördæmi og var í 2. sæti á lista Alþýðubandalags 1991 og 1995 í Vestfjarðakjördæmi.

Pétur Bjarnason í 18. sæti á lista Frjálslynda flokksins var  í 4.sæti 2003 og í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi 1999, í 1. sæti á Vestfjarðalistanum 1995 og 2. sæti á lista Framsóknarflokks 1991 og 1987 í Vestfjarðakjördæmi.

Halldór Hermannsson í 17. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar var í 19.sæti á lista Frjálslynda flokksins 2003, í 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1999 og  í 2. sæti á T-lista Sjálfstæðra í Vestfjarðakjördæmi 1983.

Prófkjör var hjá Framsóknarflokki og Samfylkingu. Anna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður Samfylkingar féll niður í 3. sæti og náði ekki kjöri. Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokks lenti í 3. sæti í prófkjöri flokksins. Kristinn tók ekki sæti á listanum en var í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins.

Úrslit 

2007 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Framsóknarflokkur 3.362 18,79% 1
Sjálfstæðisflokkur 5.199 29,05% 3
Samfylking 3.793 21,19% 2
Vinstri hreyf.grænt framboð 2.855 15,95% 1
Frjálslyndi flokkurinn 2.432 13,59% 1
Íslandshreyfingin 255 1,42% 0
Gild atkvæði samtals 17.896 100,00% 8
Auðir seðlar 254 1,40%
Ógildir seðlar 28 0,15%
Greidd atkvæði samtals 18.178 86,05%
Á kjörskrá 21.126
Kjörnir alþingismenn:
1. Sturla Böðvarsson (Sj.) 5.199
2. Guðbjartur Hannesson (Sf.) 3.793
3. Magnús Stefánsson (Fr.) 3.362
4. Jón Bjarnason (Vg.) 2.855
5. Einar Kristinn Guðfinnsson (Sj.) 2.600
6. Guðjón Arnar Kristjánsson (Fr.fl.) 2.432
7. Karl V. Matthíasson (Sf.) 1.897
9. Einar Oddur Kristjánsson (Sj.) 1.733
Næstir inn vantar
Herdís Á. Sæmundardóttir (Fr.) 105
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir (Vg.) 612
Kristinn H. Gunnarsson (Fr.fl.) 1.035 Landskjörinn
Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf.) 1.407
Pálína Vagnsdóttir (Ísl.hr.) 1.479
Útstrikanir/færsla niður um sæti 
Sturla Böðvarsson (D) 5,75%
Einar Oddur Kristjánsson (D) 3,75%
Karl V. Matthíasson (S) 2,50%
Jón Bjarnason (V) 1,82%
Herdís Þórðardóttir (D) 0,71%
Kristinn H. Gunnarsson (F) 0,70%
Guðbjartur Hannesson (S) 0,61%
Magnús Stefánsson (B) 0,60%
Einar K. Guðfinnsson (D) 0,60%
Ragnheiður Ólafsdóttir (F) 0,41%
Björg Gunnarsdóttir (V) 0,35%
Herdís Á. Sæmundardóttir (B) 0,27%
Guðjón A. Kristjánsson (F) 0,25%
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir(V) 0,18%
Anna Kristín Gunnarsdóttir (S) 0,11%
Guðný Helga Björnsdóttir (D) 0,10%
Birna Lárusdóttir (D) 0,08%
Þórunn Kolbeins Matthíasd. (F) 0,04%
Valdimar Sigurjónsson (B) 0,03%
Sigurður Pétursson (S) 0,03%

Framboðslistar:

Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, Ólafsvík Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Stykkishólmi
Herdís Á. Sæmundardóttir, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Bolungarvík
Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur, Glitstöðum, Borgarbyggð Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Flateyri
Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði Herdís Þórðardóttir, fiskverkandi, Akranesi
Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólakennari, Akranesi Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi og form.byggðarráðs, Bessastöðum, Húnaþingi vestra
Helga Kristín Gestsdóttir, iðjuþjálfi, Blönduósi Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, Ísafirði
Heiðar Þór Gunnarsson, verslunarmaður, Hlíðarhúsi, Bæjarhreppi Magnea Guðmundsdóttir, húsfreyja, Varmalæk, Skagafirði
Kolbrún Stella Indriðadóttir, sérfræðingur, Lækjarhvammi, Húnaþingi vestra Bergþór Ólason, ráðgjafi, Akranesi
Guðbrandur Ólafsson, bóndi, Sólheimum, Dalabyggð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nemi, Akranesi
Elínborg Hilmarsdóttir, bóndi, Hrauni, Skagafirði Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, Ólafsvík
Sveinn Bernódusson, vélsmiður, Bolungarvík Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti, Tálknafirði
Axel Kárason, háskólanemi, Ásgeirsbrekku, Skagafirði Hjörtur Árnason, hótelstjóri, Hamri, Borgarbyggð
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, skjalastjóri, Reykjavík Sigríður Svavardóttir, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki
Sigurður Á. Þorvaldsson, íþróttaþjálfari, Stykkishólmi Sunna Gestsdóttir, frjálsíþróttakona, Blönduósi
Bjarki Þór Aðalsteinsson, framhaldskólanemi, Akranesi Guðmundur Skúli Halldórsson, form.Egils FUS, Borgarnesi
Jóhann Hannibalsson, bóndi, Hanhóli, Bolungarvík Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri, Suðureyri
Stefán Guðmundsson, fv.alþingismaður, Sauðárkróki Jóhanna Erla Pálmadóttir, bóndi, Akri, Húnavatnshreppi
Ingibjörg Pálmadóttir, fv.ráðherra, Akranesi Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Akranesi
Samfylking Vinstrihreyfingin grænt framboð
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi Jón Bjarnason, alþingismaður, Blönduósi
Karl V. Matthíasson, prestur, Miðhrauni, Eyja- og Miklaholtshreppi Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur, Innstu-Tungu 1, Tálknafirði
Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki Björg Gunnarsdóttir, landfræðingur, Hvanneyri
Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, Ísafirði Ásmundur Einar Daðason, háskólanemi og bóndi, Lambeyrum, Dalabyggð
Helga Vala Helgadóttir, laganemi, Bolungarvík Jenný Inga Eiðsdóttir, ljósmóðir, Sauðárkróki
Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor, Snæfellsbæ Hjördís Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur, Akranesi
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor, Sauðárkróki Guðmundur Hólmar Jónsson, tónlistarmaður, Syðsta-Ósi, Húnaþingi vestra
Jóhannes Freyr Stefánsson, húsasmður, Ánabrekku, Borgarbyggð Lárus Ástmar Hannesson, kennari, Stykkishólmi
Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafirði Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Ísafirði
Árný Þóra Árnadóttir, matvælafræðingur, Blönduósi Rósmundur Númason, verkstjóri, Hólmavík
Einar Gunnarsson, kennari, Stykkishólmi Rún Halldórsdóttir, læknir, Akranesi
Guðmundur Theódórsson, heldri borgari, Blönduósi Halldór Brynjúlfsson, bifreiðastjóri, Borgarnesi
Harpa Finnsdóttir, leikskólastarfsmaður, Ólafsvík Telma Magnúsdóttir, háskólanemi, Steinnesi, Húnavatnshreppi
Páll Finnbogason, vélstjóri, Patreksfirði Hákon Frosti Pálmason, háskólanemi, Sauðárkróki
Ingigerður Jónsdóttir, kjötiðnaðarmaður, Ytri-Skeljabrekku, Borgarbyggð Gunnar Njálsson, sjómaður, Grundarfirði
Pétur Sigurðsson, fv.form.Verkalýðsfélags Vestfjarða, Ísafirði Harpa Kristinsdóttir, stuðningsfulltrúi, Hofsósi
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fv.alþingismaður, Reykhólum Lilja Rafney Magnúsdóttir, verkakona, Suðureyri
Jóhann Ársælsson, alþingismaður, Akranesi Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður, Hnífsdal
Frjálslyndi flokkur Íslandshreyfingin
Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður, Ísafirði Pálína Vagnsdóttir, athafnakona, Bolungarvík
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, Bolungarvík Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur, Reykjavík
Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur, Akranesi Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari, Mosfellsbæ
Ragnheiður Ólafsdóttir, öryrki og listamaður, Akranesi Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi, Grænumýri, Akrahreppi
Anna Margrét Guðbrandsdóttir, heilbrigðis- og aðhlynningarstarfsmaður, Sauðárkróki Kristján S. Pétursson, nemi, Reykjavík
Guðmundur Björn Hagalínsson, bóndi, Flateyri Sigurður Grímsson, kvikmyndagerðarmaður, Kópavogi
Brynja Úlfarsdóttir, stuðningsfulltrúi, Ólafsvík Geir Konráð Theódórsson, nemi, Borgarnesi
Helgi Helgason, bóndi, Þursstöðum, Borgarbyggð Stefán Friðrik Stefánsson, nemi, Sauðárkrói
Gunnlaugur F. Guðmundsson, bóndi, Söndum, Húnaþingi vestra Guðrún Sigríður Jósefsdóttir, gjaldkeri, Reykjavík
Lýður Árnason, heilbrigðisstarfsmaður, Bolungarvík Ragnar Pétur Ragnarsson, nemi, Reykjavík
Hanna Þrúður Þórðardóttir, heimavinnandi húsmóðir, Sauðárkróki Stefanía Fanney Björgvinsdóttir, sölufulltrúi, Kópavogi
Páll Jens Reynisson, vélaverkfræðinemi, Hólmavík Birkir Rafn Gíslason, tónlistarmaður, Seltjanarnesi
Sæmundur T. Halldórsson, verkamaður, Akranesi Svandís Ingimundardóttir, stjórnsýslufræðingur, Reykjavík
Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir, verslunarrekandi, Ásum, Dalabyggð Guðbjörg Þorsteinsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík
Þorsteinn Árnason, vélfræðingur, Andakílsárvirkjun, Borgarbyggð Jón Óskar Ágústsson, eldri borgari, Hvammstanga
Þorsteinn Sigurjónsson, bóndi, Reykjum 2, Húnaþingi vestra Pétur S. Víglundsson, eldri borgari, Reykjavík
Rannveig Bjarnadóttir, stuðningsfulltrúi, Akranesi Halldór Hermannsson, skipstjóri, Ísafirði
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri, Reykjavík Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi, Laugabóli, Súðavíkurhreppi

Prófkjör

Framsóknarflokkur 1. sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5.
Magnús Stefánsson 883 1079 1207 1293 1362
Herdís Á. Sæmundardóttir 41 979 1155 1273 1380
Kristinn H. Gunnarsson 672 773 879 932 986
Valdimar Sigurjónsson 9 99 732 1024 1235
Inga Ósk Jónsdóttir 3 118 320 830 1172
Aðrir:
G.Valdimar Valdimarsson
Albertína Elíasdóttir
Heiðar Þór Gunnarsson
1674 greiddu atkvæði
Samfylking 1. sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4.
Guðbjartur Hannesson 477
Karl V. Matthíasson 552
Anna Kristín Gunnarsdóttir 582
Sigurður Pétursson 790
Aðrir:
Sveinn Kristinsson
Bryndís Friðgeirsdóttir
Helga Vala Helgadóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Benedikt Bjarnason
Einar Gunnarsson
Björn Guðmundsson
1668 greiddu atkvæði

Heimild:Heimasíða Landskjörstjórnar, kosningavefur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins kosning.is, kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

%d bloggurum líkar þetta: