Reykjanes 1974

Sjálfstæðisflokkur: Matthías Á. Mathiesen var þingmaður Hafnarfjarðar frá 1959(júní-okt) og Reykjaness frá 1959(okt.). Oddur Ólafsson var þingmaður Reykjaness frá 1971. Ólafur G. Einarsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn frá 1971-1974 og þingmaður Reykjaness kjördæmakjörinn frá 1974.  Axel Jónsson var þingmaður Reykjaness 1965-1967, 1969-1971 og frá 1974.

Alþýðubandalag: Gils Guðmundsson var þingmaður Reykjaness frá 1963. Hann var áður þingmaður Reykjavíkur 1953-1956 fyrir Þjóðvarnarflokkinn. Geir Gunnarsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn frá 1959(okt).

Framsóknarflokkur: Jón Skaftason var þingmaður Reykjaness frá 1959(okt).

Alþýðuflokkur: Jón Ármann Héðinsson var var þingmaður Reykjaness landskjörinn 1967-1971, kjördæmakjörinn frá 1971-1974 og aftur landskjörinn frá 1974.

Fv.þingmenn: Emil Jónsson var þingmaður Hafnarfjarðar frá 1934-1937, 1942(júlí)-1953 og frá 1956-1959(júní). Emil var landskjörinn þingmaður Hafnarfjarðar frá 1937-1942(júlí), 1953-1956 og frá 1959(júní)-1959(okt). Þingmaður Reykjaness frá 1959(okt).-1971.

Úrslit

1974 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 2.702 13,04% 0
Framsóknarflokkur 3.682 17,77% 1
Sjálfstæðisflokkur 9.751 47,07% 3
Alþýðubandalag 3.747 18,09% 1
SFV 764 3,69% 0
Fylkingin 51 0,25% 0
Lýðræðisflokkur í Rn. 19 0,09% 0
Gild atkvæði samtals 20.716 100,00% 5
Auðir seðlar 200 0,95%
Ógildir seðlar 72 0,34%
Greidd atkvæði samtals 20.988 91,21%
Á kjörskrá 23.011
Kjörnir alþingismenn
1. Matthías Á. Mathiesen (Sj.) 9.751
2. Oddur Ólafsson (Sj.) 4.876
3. Gils Guðmundsson (Abl.) 3.747
4. Jón Skaftason (Fr.) 3.682
5. Ólafur G. Einarsson (Sj.) 3.250
Næstir inn vantar
Jón Ármann Héðinsson (Alþ.) 549 Landskjörinn
Halldór S. Magnússon (SFV) 2.487
Geir Gunnarsson (Abl.) 2.754 Landskjörinn
Gunnar Sveinsson (Fr.) 2.819
Guðmundur Hallvarðsson (Fylk.) 3.200
Freysteinn Þorbergsson (Lýðr.fl.) 3.232
Axel Jónsson (Sj.) Landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Jón Ármann Héðinsson, alþingismaður, Kópavogi Jón Skaftason, alþingismaður, Kópavogi Matthías Á. Mathiesen, hrl, Hafnarfirði
Karl Steinar Guðnason, form.Verkal.-Sjóm.f. Keflavík Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, Keflavík Oddur Ólafsson, læknir, Hamraborg, Mosfellshr.
Kjartan Jóhannsson, verkfræðingur, Hafnarfirði Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Hafnarfirði Ólafur G. Einarsson, oddviti, Garðakauptúni
Hrafnkell Ásgeirsson, hrl. Hafnarfirði Haukur Níelsson, bóndi, Helgafelli, Mosfellshr. Axel Jónsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi
Ólafur Björnsson, úgerðarmaður, Keflavík Friðrik Georgsson, tollvörður, Keflavík Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri, Njarðvíkum
Óttar Yngvason, hdl. Kópavogi Hörður Vilhjálmsson, viðskiptafræðingur, Garðakauptúni Guðfinna Helgadóttir, nemi, Kópavogi
Óskar Halldórsson, húsgagnabólstrari, Garðakauptúni Jón Grétar Sigurðsson, hdl. Seltjarnarnesi Eðvarð Júlíusson, skipstjóri, Grindavík
Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri, Mógilsá, Kjalarneshr. Halldór Ingvason, kennari, Grindavík Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjarnarnesi
Ragnar Guðleifsson, kennari, Keflavík Ingólfur Andrésson, sjómaður, Sandgerði Jón Ólafsson, bóndi, Brautarholti, Kjalarneshreppi
Emil Jónsson, fv.ráðherra, Hafnarfirði Hilmar Pétursson, skrifstofumaður, Keflavík Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri, Keflavík
Alþýðubandalag Samtök Frjálslyndra og vinstri manna Fylkingin, baráttusamtök sósíalista
Gils Guðmundsson, alþingismaður, Reykjavík Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur, Reykjavík Guðmundur Hallvarðsson, verkamaður, Kópavogi
Geir Gunnarsson, alþingismaður, Hafnarfirði Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, Kópavogi Baldur Andrésson, póstmaður, Reykjavík
Karl Sigurbergsson, skipstjóri, Keflavík Sigurður Einarsson, tannsmiður, Kópavogi Gestur Ólafsson, háskólanemi, Kópavogi
Ólafur R. Einarsson, menntaskólakennari, Kópavogi Halldóra Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, Reykjavík Erling Hansson, kennari, Hjalla, Kjósarhreppi
Erna Guðmundsdóttir, húsfreyja, Hafnarfirði Sigurjón I. Hilaríusson, kennari, Kópavogi Agnar Kristinsson, verkamaður, Keflavík
Hallgrímur Sæmundsson, kennari, Garðakauptúni Kristján Bersi Ólafsson, skólastjóri, Hafnarfirði Stefán Hjálmarsson, háskólanemi, Kópavogi
Helgi Ólafsson, skipstjóri, Grindavík Hannes H. Jónsson, iðverkamaður, Lyngási, Mosfellshr. Kári Tryggvason, iðnnemi, Keflavík
Svandís Skúladóttir, fóstra, Kópavogi Hannes Einarsson, trésmiður, Reykjavík Kristín Unnsteinsdóttir, bókavörður, Reykjavík
Hafsteinn Einarsson, kompásasmiður, Seltjarnarnesi Jón Á. Bjarnason, ljósmyndari, Kópavogi Lára Pálsdóttir, háskólanemi, Garðakauptúni
Magnús Lárusson, húsgagnasmiður, Mosfellshr. Eyjólfur Eysteinsson, forstöðumaður, Keflavík Kristján Eyfjörð Guðmundsson, sjómaður, Hafnarfirði
Lýðræðisflokkur í Reykjaneskjördæmi
Freysteinn Þorbergsson, fv.skólastjóri, Hafnarfirði
Björn Baldursson, laganemi, Seltjarnarnesi
Haukur Kristjánsson, skipstjóri, Hafnarfirði

Prófkjör

Alþýðuflokkurinn viðhafði skoðanakönnun. Efstu menn voru:

1. Jón Ármann Héðinsson
2. Kjartan Jóhannson
3. Karl Steinar Guðnason
4. Stefán Gunnlaugsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis og Morgunblaðið 21.5.1974.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: