Áfengisútsöluatkvæðagreiðslur

Er í vinnslu …

Á tímabili voru íbúakosningar um hvort ÁTVR myndi opna áfengisútsölu í viðkomandi bæjarfélagi. Með lagabreytingu árið 1998 var lögum breytt þannig að  „sækja skal um leyfi til rekstrar áfengisútsölu til sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi.“ Breytingin tók gildi 1. júlí 1998.

Árið 1922 voru áfengisverslanir opnaðar í sjö kaupstöðum: Í Reykjavík, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri og Seyðisfirði. Um miðbik aldarinnar var verslunum í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, á Ísafirði og Akureyri lokað í samræmi við vilja meirihluta kjósenda og var svo í nokkur ár.

Heimild vinbudin.is

vantar lokunaratkvæðagreiðslu í Hafnarfirði

_________________________________________________________________

Vestmannaeyjar mars 1953 – Atkvæðagreiðsla um lokun áfengisútsölu

Já sögðu 650 – 59,69%

nei sögðu 439 – 40,31%

Gild atkvæði voru 1089

Samþykkt að loka áfengisútsölu í Vestmannaeyjum.

Heimild: Lesbók Morgunblaðsins 15.mars 1953

_________________________________________________________________

Ísafjörður apríl 1953 – Atkvæðagreiðsla um lokun áfengisútsölu

Já sögðu 562 – 61,15%

Nei sögðu 357 – 38,85%

Gild atkvæði voru 919

Auðir seðlar og ógildir voru 19

Samtals greiddu 938 atkvæði

Samþykkt að loka áfengisútsölu á Ísafirði

Heimild: Skutull 3. maí 1957

_________________________________________________________________

Akureyri júní 1953 – Atkvæðagreiðsla um lokun áfengisútsölu

Já sögðu 1.780 – 58,28%

Nei sögðu 1.274 – 41,72%

Gild atkvæði 3.054

Auðir seðlar 332

ógild atkvæði 33

Samtals greidd atkvæði 3.419

Samþykkt að loka áfengisútsölu á Akureyri

Heimild: Dagur 1. júlí 1953

_________________________________________________________________

Siglufjörður febrúar 1954 – Atkvæðagreiðsla um lokun áfengisútsölu

Já sögðu 376 – 31,57%

Nei sögðu 815 – 68,43%

Gild atkvæði voru 1.191

Fellt að loka áfengisútsölu á Siglufirði

Heimild: Dagur 2. febrúar 1954

_________________________________________________________________

Vestmannaeyjar nóvember 1955 – Atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu

Já sögðu 540 – 44,41%

Nei sögði 676 – 55,59%

Gild atkvæði 1.216

auðir seðlar og ógildir 19

Samtals greidd atkvæði 1.235 – 52,55%

Á kjörskrá voru 2.350

Fellt að opna áfengisútsölu í Vestmannaeyjum

Heimild: Alþýðublaðið 8. nóvember 1955

_________________________________________________________________

Akureyri nóvember 1956 – Atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu

Já sögðu 1.744 – 63,21%

Nei sögðu 1.015 – 36,79%

Gildi atkvæði 2.759

Auðir seðlar og ógildir voru 40

Samtals greiddu 2.790 atkvæði – 58,80%

Á kjörskrá voru 4.745

Samþykkt að opna áfengisútsölu á Akureyri

Heimild: Dagur 28. nóvember 1956

_________________________________________________________________

Ísafjörður apríl 1957 – Atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu

Já sögðu 606 – 73,90%

Nei sögðu 214-  26,10%

Gild atkvæði voru 820

Auðir og ógildir seðlar voru 18

Samtals greiddu 838 atkvæði – 55,24%

Á kjörskrá voru 1.517

Samþykkt að opna áfengisútsölu á Ísafirði

Heimild: Skutull 3. maí 1957

_________________________________________________________________

Seyðisfjörður maí 1974 – Atkvæðagreiðsla um lokun áfengisútsölu

Nei sögðu 306 – 75,7%

Já sögðu 86 – 21,3%

Auðir seðlar voru 12 – 3,0%

Lokun áfengisútsölu á Seyðisfirði hafnað

_________________________________________________________________

Sauðárkrókur maí 1974 – Atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu

Nei sögðu 438 – 56,2%

Já sögðu 341 – 43,8%

Opnun áfengisútsölu á Sauðárkróki felld.

_________________________________________________________________

Akranes maí 1982 – Atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu

Já sögðu 1.430 – 53,6%

Nei sögðu 1.240 – 46,4%

Opnun áfengisútsölu á Akranesi samþykkt.

_________________________________________________________________

Garðabær maí 1982 – Atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu

Já sögðu 1.078 – 44,8%

Nei sögðu 1.328 – 55,2%

Opnun áfengisútsölu í Garðabæ felld.

_________________________________________________________________