Landið 1959 (júní)

Úrslit

1959 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Sjálfstæðisflokkur 36.029 42,49% 20
Framsóknarflokkur 23.061 27,20% 19
Alþýðubandalag 12.929 15,25% 7
Alþýðuflokkur 10.632 12,54% 6
Þjóðarvarnarfokkur 2.137 2,52% 0
Samtals 84.788 100,00% 52

Framsóknarflokkurinn bætti við sig tveimur þingsætum og Sjálfstæðisflokkurinn einu. Alþýðubandalagið tapaði einu þingsæti og Alþýðuflokkurinn tapaði tveimur. Þjóðvarnarflokkurinn hlaut ekki kjörinn þingmann frekar en 1956.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur(20): Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen og Ragnhildur Helgadóttir Reykjavík, Ólafur Thors Gullbringu- og Kjósarsýslu, Matthías Á. Mathiesen Hafnarfirði, Jón Árnason Borgarfjarðarsýslu, Sigurður Ágústsson Snæfellsnessýslu, Gísli Jónsson Barðastrandasýslu, Þorvaldur Garðar Kristjánsson Vestur Ísafjarðarsýslu, Kjartan J. Jóhannsson Ísafirði, Sigurður Bjarnason Norður Ísafjarðarsýslu, Gunnar Gíslason Skagafjarðarsýslu, Einar Ingimundarson Siglufirði, Magnús Jónsson Eyjafjarðarsýslu, Jónas G. Rafnar Akureyri, Guðlaugur Gíslason Vestmannaeyjum, Ingólfur Jónsson Rangárvallasýslu og Sigurður Óli Ólafsson Árnessýslu.

Framsóknarflokkur(19): Þórarinn Þórarinsson Reykjavík, Halldór E. Sigurðsson Mýrasýslu, Ásgeir Bjarnason Dalasýslu, Hermann Jónasson Strandasýslu, Skúli Guðmundsson Vestur Húnavatnssýslu, Björn Pálsson Austur Húnavatnssýslu, Ólafur Jóhannesson Skagafjarðarsýslu, Bernharð Stefánsson Eyjafjarðarsýslu, Karl Kristjánsson Suður Þingeyjarsýslu, Gísli Guðmundsson Suður Þingeyjarsýslu, Páll Zóphóníasson og Halldór Ásgrímsson Norður Þingeyjarsýslu, Björgvin Jónsson Seyðisfirði, Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmarsson Suður Múlasýslu, Páll Þorsteinsson Austur Skaftafellssýslu, Óskar Jónsson Vestur Skaftafellssýslu, Björn Fr. Björnsson Rangárvallasýslu og Ágúst Þorvaldsson Árnessýslu.

Alþýðubandalag(7): Einar Olgeirsson og Hannibal Valdimarsson(u) Reykjavík, Finnbogi R. Valdimarsson(u) Gullbringu- og Kjósarsýslu, Gunnar Jóhannsson(u) Siglufirði, Björn Jónsson(u) Akureyri, Lúðvík Jósepsson(u) Suður Múlasýslu og Karl Guðjónsson(u) Vestmannaeyjum.

Alþýðuflokkur(6): Gylfi Þ. Gíslason og Eggert G. Þorsteinsson(u) Reykjavík, Guðmundur Í. Guðmundsson(u), Gullbringu- og Kjósarsýslu, Emil Jónsson(u) Hafnarfirði, Steindór Steindórsson(u) Ísafirði og Friðjón Skarphéðinsson(u) Akureyri.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: