Reykjavíkurkjördæmi suður 2013

Litið er á Reykjavíkurkjördæmin sem nokkurs konar heild þar sem prófkjör sumra flokkanna ná t.d. yfir bæði kjördæmin og síðan er raðað á lista. Umfjöllun um þau ber keim af því.

Jóhanna Sigurðardóttir (þingm.frá 1978) forsætisráðherra og þingmaður Samfylkingar sóttist ekki eftir endurkjöri. Það gerði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir (þingm.frá 1995) þingmaður sama flokks og þingforseti ekki heldur. Auk þeirra hætta þau Ólöf Nordal (þingm.frá 2007) fv.varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þráinn Bertelsson (þingm.frá 2009) sem kjörinn var fyrir Borgarahreyfinguna en gekk síðar til liðs við þingflokk Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Lilja Mósesdóttir (þingm. frá 2009) sem kjörin var á þing fyrir Vinstrihreyfingu grænt framboð en starfaði utan flokka undanfarin misseri. Þá flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (þingm.frá 2009) formaður og þingmaður Framsóknarflokksins sig í Norðausturkjördæmi þar sem hann leiddi lista flokksins.

Endurkjörin voru þau Vigdís Hauksdóttir (þingm.frá 2009) Framsóknarflokki, Pétur H. Blöndal (þingm.frá 1995) og Guðlaugur Þór Þórðarson (þingm.frá 2003) Sjálfstæðisflokki, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (þingm.frá 200) og Helgi Hjörvar (þingm.frá 2003) Samfylkingu og Svandís Svavarsdóttir (þingm.frá 2009) Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Þá náði Róbert Marshall (þingm.frá 2009) endurkjöri en hann leiddi lista Bjartrar framtíðar en var áður þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Ný inn komu þau Karl Garðarsson Framsóknarflokki, Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokki, Óttarr Proppé Bjartri framtíð og Jón Þór Ólafsson Pírötum. Hins vegar náðu þau Mörður Árnason (þingm.2003-2007 og frá 2010) Samfylkingu og Álfheiður Ingadóttir (þingm.frá 2007) Vinstrihreyfingunni grænu framboði ekki endurkjöri.

Flokkabreytingar

Björt framtíð: Róbert Marshall í 1.sæti á lista Bjartar framtíðar var kjörinn alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi 2009 og var í 3.sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi 2007. Róbert var í 5.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi 1995. Óttar Proppé í 2.sæti á lista Bjartrar framtíðar var kjörinn borgarfulltrúi fyrir Besta flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010. Reynir Þór Eggertsson í 8.sæti á lista Bjartrar framtíðar var í 16.sæti á lista Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010. Bjarni Benediktsson í  15.sæti á lista Bjartar framtíðar var í 14.sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi 2003. Elsa Yeoman í 22.sæti á lista Bjartrar framtíðar var kjörin borgarfulltrúi fyrir Besta flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010.

Framsóknarflokkur: Einar Björn Bjarnason í 12.sæti á lista Framsóknarflokksins var í 9.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009 og í 14.sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi 2007.

Húmanistaflokkur: Júlíus K. Valdimarsson í 1.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 1.sæti á lista Flokks mannsins 1987 í Reykjaneskjördæmi, 22.sæti á lista Þjóðarflokksins Flokks mannsins í Reykjaneskjördæmi 1991 og í 1.sæti á lista Húmanistaflokksins í Reykjaneskjördæmi 1999. Júlíus var í 2.sæti á lista Flokks mannsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1986, 6.sæti á lista Húmanista í borgarstjórnarkosningunum 1998 og í 15.sæti á lista Húmanistaflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2002. Melkorka Edda Freysteinsdóttir í 2.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 2.sæti á lista Flokks mannsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1987, í 2.sæti á lista Þjóðvaka í Austurlandskjördæmi 1995 og í 2.sæti á lista Húmanistaflokksins í Reykjaneskjördæmi 1999. Jón Ásgeir Eyjólfsson í 3.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 3.sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins í Reykjaneskjördæmi 1991 og 1.sæti á lista Húmanistaflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1999. Vilmundur Kristjánsson í 5.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 12.sæti á lista Húmanista í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1998 og í 6.sæti á lista Húmanistaflokksins í Reykjaneskjördæmi 1999.  Jón Garðar Davíðsson í 7.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 15.sæti á lista Græns framboðs í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1990, í 6.sæti á lista Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi 1991 og í 14.sæti á lista Húmanistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi 1999. Ragnar Ingvar Sveinsson í 8.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 19.sæti á lista Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi 1991 og í 5.sæti á lista Húmanistaflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1999. Þórir Gunnarsson í 10.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 8.sæti á lista Flokks mannsins í Austurlandskjördæmi 1987 og í 18.sæti á lista Húmanistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi 1999. Þorsteinn Sigmundsson í 11.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 11.sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins í Reykjaneskjördæmi 1999. Jón Tryggvi Sveinsson í 12.sæti á lista Húmanistaflokksin var í 3.sæti á lista Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi 1991, í 4.sæti á lista Húmanista í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1998 og 18.sæti á lista Húmanistaflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2002. Davíð Jónsson í 14.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 15.sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins 1991. Sigrún Þorsteinsdóttir í 22.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 1.sæti á lista Flokks mannsins 1999, í 1.sæti 1987 og 12.sæti 1991 í Suðurkjördæmi og bauð sig fram til forseta Íslands 1988.

Flokkur heimilanna: Halldór Gunnarsson í 1.sæti á lista Flokks heimilanna bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins 2013. Ásgerður Jóna Flosadóttir í 2.sæti á lista Flokks heimilanna var í 2.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009, í 2.sæti á lista  Nýs vettvangs í Reykjavíkurkjördæmi suður 2003 og lenti í 12.sæti í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1995 en var ekki á framboðslista flokksins. Guðrún Magnúsdóttir í 22.sæti á lista Flokks heimilanna var í 21.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009.

Regnboginn: Friðrik Atlason í 1.sæti á lista Regnbogans var í 12.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009 og í 12.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður 2007. Sædís Ósk Harðardóttir í 2.sæti á lista Regnbogans var í 8.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi 2009 og í 3.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í sveitarstjórnarkosningunum í Sveitarfélaginu Árborg 2010. Tryggvi Bjarnason í 19.sæti á lista Regnbogans var í 4.sæti á lista Stjórnmálaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi 1978. Kristinn Snæland í 21.sæti á lista Regnbogans var í 8.sæti á lista Launalistans í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1998.

Sturla Jónsson – K-listi: Sturla Jónsson í 1.sæti á lista Sturlu Jónssonar K-lista var í 1.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009.

Lýðræðisvaktin:  Þórhildur Þorleifsdóttir í 1.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar lenti í 14.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 2007, var í 10.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður 2003, hún var þingmaður Samtaka um kvennalista 1987-1991, hún var í 4.sæti á lista Samtaka um kvennalista í Reykjavík 1983, 3.sæti 1987, 6.sæti 1991, 10.sæti 1995 og var í 8.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1974. Hún var í 4.sæti á lista Kvennaframboðsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1982 og 13.sæti 1986. Guðbjörn Guðbjörnsson í 2.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var í 8.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 2009. Hjörtur Hjartarson í 7.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var í 6.sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009. Edda Björgvinsdóttir í 10.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var í 16.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboð í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði 2010 og 36.sæti á lista Kvennaframboðsins í borgarastjórnarkosningunum í Reykjavík 1982. Kristján Hreinsson í 11.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var í 20.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi 2009 og tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Regína Stefnisdóttir í 16.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var í 18.sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavíkurkjördæmi 1983 og 1987. Halldór Nikulás Lárusson í 19.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var  í 5.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2007 og í 5.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2003. Áslaug Hauksdóttir í 21.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var í 20.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009 og í 9.sæti á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 1978. Ólafur Ólafsson í 22.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar var í 5.sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi 1963 og var frambjóðandi Alþýðuflokksins í Snæfellsnessýslu 1946, 1949 og 1953. Hann var kjörinn hreppsnefndarmaður fyrir Alþýðuflokkinn  á Stykkishólmi 1946. Hann var í 13.sæti á lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 1958, 14.sæti 1962 og í 13.sæti 1966.

Alþýðufylkingin: Vésteinn Valgarðsson í 1.sæti á lista Alþýðufylkingarinnar var í 10.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í borgarstjórnarkosningunum 2010 í Reykjavík. Björgvin Rúnar Leifsson í 7.sæti á lista Alþýðufylkingarinnar var í 9.sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1987, í 3.sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og 18.sæti á lista Kommúnistaflokks Íslands, marxistar-lenínistar í Reykjavíkurkjördæmi 1978. Jóhannes Ragnarsson í 13.sæti á lista Alþýðufylkingarinnar var í 8.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi 1978. Örn Ólafsson í 22.sæti á lista Alþýðufylkingarinnar var í 16.sæti á lista Fylkingarinnar, baráttusamtaka sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi 1974.

Samfylking: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir í 1.sæti á lista Samfylkingar var í 9.sæti á lista Samtaka um kvennalista 1995, í 14.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2003 og í 2.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009. Helgi Hjörvar í 2.sæti á lista Samfylkingar hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar frá 2003. Hann var í 4.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi 1995. Björk Vilhelmsdóttir í 3.sæti á lista Samfylkingar 9.sæti á lista Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1986, í 6.sæti á Reykjavíkurlistanum 2002(fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs), í 4.sæti á lista Samfylkingar 2006 og í 3.sæti á lista Samfylkingar 2010. Mörður Árnason í 4.sæti á lista Samfylkingar var í 3.sæti á lista Þjóðvaka í Reykjavíkurkjördæmi 1995, í 6.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi 1999, í 3.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2003, í 4.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2007 og í 5.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009. Ósk Vilhjálmsdótti rí 5.sæti á lista Samfylkingar var í 2.sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2007 og í 9.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009. Arnar Guðmundsson í 6.sæti á lista Samfylkingar var í 22.sæti á lista Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1990. Þorbjörn Guðmundsson í 14.sæti á lista Samfylkingar var í 15.sæti á lista Samfylkingar í borgarstjórnarkosningunum 2006, í 8.sæti á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavíkurkjördæmi 1974 og í 15.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavíkurkjördæmi 1978. Valgerður Magnúsdóttir í 17.sæti á lista Samfylkingar var í 7.sæti á lista Samtaka um kvennalista í Norðurlandskjördæmi eystra 1991. Hrannar Björn Arnarson í 21.sæti á lista Samfylkingar var í 3.sæti á lista Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1998. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir var þingmaður Reykjavíkur 1995-1999 kjörin fyrir Þjóðvaka en Samfylkingar 1999-2013. Ásta Ragnheiður lenti í 3.sæti í prófkjöri Framsóknarflokks í Reykjavík 1995, var í 2.sæti á lista Framsóknarflokks 1991 og í 5.sæti 1987. Hún var í 19.sæti á lista Alþýðubandalags í Reykjavíkurkjördæmi 1978 og í 3.sæti á lista Framboðsflokksins í Reykjavíkurkjördæmi 1971.

Dögun: Þórður Björn Sigurðsson í 1.sæti á lista Dögunar var í 2.sæti á lista Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ í bæjarstjórnarkosningunum 2010. Helga Þórðardóttir í 2.sæti á lista Dögunar var í 2.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009 og í 17.sæti 2007. Hún var í 1.sæti á lista Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010. Hannes Ingi Guðmundsson í 8.sæti á lista Dögunar var í 6.sæti á lista Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010. Tyrfingur Tyrfingsson í 12.sæti á lista Dögunar var í 12.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 2010. Þórarinn Gunnarsson í 15.sæti á lista Dögunar var í 3.sæti á lista Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningnum í Reykjavík 2010. Arnar Bergur Guðjónsson í 17.sæti á lista Dögunar var í 11.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi 2007 og í 9.sæti 2009. Páll Heiðar Magnússon Aadnegard í 19.sæti á lista Dögunar var í 19.sæti á lista Flokks mannsins í Reykjaneskjördæmi 1987.

Vinstrihreyfingin grænt framboð:  Álheiður Ingadóttir í 2.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var þingmaður VG 2007-2013. Álfheiður var í 2.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2003, í 10.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi 1999, í 4.sæti á lista Alþýðubandalagsins 1987, í 8.sæti 1983, 20.sæti 1979 í Reykjavíkurkjördæmi og í 5.sæti á lista Framboðsflokksins í Reykjaneskjördæmi 1971. Guðrún Hallgrímsdóttir í 19.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 15.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavíkurkjördæmi  1974, 5.sæti 1978, 6.sæti 1983 og 30.sæti 1991. Hún var í 15.sæti á lista Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1970 og í 28.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í borgarstjórnarkosningnunum í Reykjavík 2010. Ólöf Ríkharðsdóttir í 21.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 20.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður 2003, í 35.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi 1999, í 9.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavíkurkjördæmi 1978, 11.sæti 1979 og 32.sæti 1987. Hún var í 9.sæti á lista Alþýðubandlagsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1982 og í 28.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2006. Úlfar Þormóðsson í 22.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboð var í 9.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi 1971 og í 2.sæti á lista Alþýðubandalagsins í hreppsnefndarkosningunum í Njarðvíkurhreppi 1970.

Úrslit

R-S

2013 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Framsóknarflokkur 5.931 16,80% 2
Sjálfstæðisflokkur 9.466 26,82% 3
Samfylking 5.007 14,18% 2
Vinstri hreyf.grænt framboð 4.279 12,12% 1
Björt framtíð 3.790 10,74% 1
Píratar 2.179 6,17% 0
Flokkur heimilanna 1.394 3,95% 0
Dögun 1.163 3,29% 0
Lýðræðisvaktin 1.025 2,90% 0
Hægri grænir 575 1,63% 0
Regnboginn 161 0,46% 0
Sturla Jónsson K-listi 222 0,63% 0
Húmanistaflokkur 55 0,16% 0
Alþýðufylkingin 54 0,15% 0
Gild atkvæði samtals 35.301 100,00% 9
Auðir seðlar 794 2,19%
Ógildir seðlar 133 0,37%
Greidd atkvæði samtals 36.228 80,17%
Á kjörskrá 45.189
Kjörnir alþingismenn:
1. Hanna Birna Kristjánsdóttir (D) 9.466
2. Vigdís Hauksdóttir (B) 5.931
3. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S) 5.007
4. Pétur H. Blöndal (D) 4.733
5. Svandís Svavarsdóttir (V) 4.279
6. Róbert Marshall (A) 3.790
7. Guðlaugur Þór Þórðarson (D) 3.155
8. Karl Garðarsson (B) 2.966
9. Helgi Hjörvar (S) 2.504
Næstir inn  vantar
Jón Þór Ólafsson (Þ) 325 Landskjörinn
Sigríður Á. Andersen (D) 549
Álfheiður Ingadóttir (V) 729
Halldór Gunnarsson (I) 1.110
Óttarr Proppé (A) 1.280 Landskjörinn
Þórður Björn Sigurðsson (T) 1.341
Þórhildur Þorleifsdóttir (L) 1.479
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (B) 1.580
Jón E. Árnason (G) 1.929
Sturla Jónsson (K) 2.282
Friðrik Atlason (J) 2.343
Júlíus Valdimarsson (H) 2.449
Vésteinn Valgarðsson (R) 2.450
Útstrikanir/færsla niður um sæti 
Guðlaugur Þór Þórðarson (D) 5,96%
Álfheiður Ingadóttir (V) 5,66%
Jón Þór Ólafsson (Þ) 3,90%
Vigdís Hauksdóttir (B) 3,86%
Róbert Marshall (A) 2,35%
Hanna Birna Kristjánsdóttir (D) 1,66%
Mörður Árnason (S) 1,66%
Björk Vilhelmsdóttir (S) 1,36%
Svandís Svavarsdóttir (V) 1,26%
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S) 1,22%
Helgi Hjörvar (S) 1,08%
Óttarr Proppé (A) 0,98%
Pétur H. Blöndal (D) 0,77%
Sigríður Ásthildur Andersen (D) 0,70%
Áslaug María Friðriksdóttir (D) 0,27%
Ásta Guðrún Helgadóttir (Þ) 0,23%
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir(B) 0,20%
Teitur Björn Einarsson (D) 0,20%
Ingimar Karl Helgason (V) 0,19%
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir (Þ) 0,09%
Karl Garðarsson (B) 0,07%
Jóhanna Kristín Björnsdóttir (B) 0,03%
Brynhildur S. Björnsdóttir (A) 0,00%
Sigrún Gunnarsdóttir (A) 0,00%

Framboðslistar

A-listi Bjartar framtíðar B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks
1.Róbert Marshall, alþingismaður, Reykjavík 1.Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, Reykjavík 1. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, Reykjavík
2.Óttar Proppé, borgarfulltrúi, Reykjavík 2.Karl Garðarsson, fv.fréttastjóri, Kópavogi 2. Pétur H. Blöndal, alþingismaður, Reykjavík
3.Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík 3.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður, Reykjavík 3. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, Reykjavík
4.Sigrún Gunnarsdóttir, lektor, Reykjavík 4.Jóhanna Kristín Björnsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Reykjavík 4. Sigríður Á. Andersen, hdl. Reykjavík
5.Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri, Kópavogi 5.Hafsteinn H. Ágústsson, verkamaður, Reykjavík 5. Áslaug María Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltr. Reykjavík
6. Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt í viðskiptafræði, Reykjavík 6.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, skrifstofustjóri, Reykjavík 6. Teitur Björn Einarsson, hdl. Reykjavík
7. Hrefna Guðmundsdóttir, MA í félagssálfræði, Reykjavík 7.Ragnar Stefán Rögnvaldsson, nemi, Skagaströnd 7. Þórey Vilhjálmsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykjavík
8. Reynir Þór Eggertsson, kennari, Reykjavík 8.Kjartan Þór Ingason, starfsmaður á leikskóla, Reykjavík 8. Fanney Birna Jónsdóttir, hdl. Reykjavík
9. Óðinn Svansson, ráðgjafi, Kópavogi 9.Steinunn Anna Baldvinsdóttir, guðfræðinemi, Reykjavík 9. Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík
10.Ágústa Andersen, nálastungufræðingur, Reykjavík 10.Eyjólfur Scheving Magnússon, kennari, Reykjavík 10. Ingvar Garðarsson, endurskoðandi og hreindýrabóndi, Reykjavík
11.Sandra Ólafsdóttir, þyrluflugmaður, Reykjavík 11.Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, Reykjavík 11.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi og form.Heimdallar, Reykjavík
12.Elvar Örn Arason, alþjóðafræðingur, Reykjavík 12.Einar Björn Bjarnason, skrifstofumaður, Reykjavík 12.Freyr Friðriksson, vélfræðingur og framkvæmdastjóri, Reykjavík
13.Ýr Þrastardóttir, fatahönnuður, Reykjavík 13.Rakel Dögg Óskarsdóttir, nemi, Reykjavík 13. Jóhanna Sigríður Pálsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík
14.Harpa Rut Hilmarsdóttir, kennari, Reykjavík 14.Kristján Hall, skrifstofumaður, Reykjavík 14. Hannes Sigurbjörn Jónsson, form.KKÍ, Reykjavík
15.Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík 15.Brandur Gíslason, skrúðgarðyrkjumaður, Reykjavík 15.Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður og form.verkalýðsráðs, Reykjavík
16.Einar Guðnason, framkvæmdastjóri, Reykjavík 16.Agnes Guðnadóttir, nemi, Reykjavík 16.Anna Laufey Sigurðardóttir, form.Skíðadeildar KR og skrifstofum. Reykjavík
17.Helga Kristjánsdóttir, líffræðingur, Reykjavík 17.Hörður Gunnarsson, ráðgjafi, Reykjavík 17.Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
18.Íris Davíðsdóttir, verkefnastjóri í HÍ, Reykjavík 18.Brynjar Fransson, fv.fasteignasali, Reykjavík 18.Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur, Reykjavík
19.Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Bandaríkjunum 19.Ragnhildur Jónasdóttir, fv.flugfjarskiptamaður, Reykjavík 19.Elísabet Ólöf Helgadóttir, tannlæknir, Reykjavík
20.Arnar Ómarsson, teiknari og trommari, Reykjavík 20.Alfreð Þorsteinsson, fv.borgarfulltrúi, Reykjavík 20.Gísli Ragnarsson, fv.skólameistari, Reykjavík
21.Ólafur Egilsson, leikari, Reykjavík 21.Áslaug Brynjólfsdóttir, fv.fræðslustjóri, Reykjavík 21.Alda María Magnúsdóttir, kirkjuvörður, Reykjavík
22.Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, Reykjavík 22.Tómas Árnason, fv.seðlabankastjóri og fv.ráðherra, Reykjavík 22.Halldór Blöndal, form.sambands eldri sjálfstæðismanna, Reykjavík
G-listi Hægri grænna H-listi Húmanistaflokksins I-listi Flokks heimilanna
1. Jón Emil Árnason, aðalvarðstjóri, Reykjavík 1. Júlíus Valdimarsson, ráðgjafi, Reykjavík 1. Halldór Gunnarsson, fv.sóknarprestur, Holti, Rangárþingi eystra
2. Pétur Fjeldsted Einarsson, tæknimaður, Reykjavík 2. Melkorka E. Freysteinsdóttir, nemi, Reykjavík 2. Ásgerður Jóna Flosadóttir, MBA, form.Fjölskylduhjálpar Íslands, Reykjavík
3. Sigurður Ingólfsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík 3. Jón Ásgeir Eyjólfsson, húsasmíðameistari, Reykjanesbæ 3. Sigurbjörn Svavarsson, rekstrarfræðingur, Mosfellsbæ
4. Katrín Guðjónsson, sjúkraliði, Reykjavík 4. Helga Nína Heimisdóttir, dagforeldri, Reykjavík 4. Sigrún Viðarsdóttir, sjúkraliði og lyfjatæknir, Reykjavík
5. Kristján Árni Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík 5. Vilmundur B. Kristjánsson, sölumaður, Hveragerði 5. Jón Steindór Þorsteinsson, íþróttafræðingur, Reykjavík
6. Kristvin Guðmundsson, sölumaður, Reykjavík 6. Synthiah Abwao Gaede, ferðamálafræðingur, Kóapvogi 6. Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir, stjórnarkona, Reykjavík
7. Helena Íris Kristjánsdóttir, forstjóri, Kópavogi 7. Jón Garðar Davíðsson, bifvélavirki, Reykjavík 7. Guðbjörg Sigríður Pétursdóttir, athafnakona, Reykjavík
8. Jón Gíslason, tollvörður, Reykjavík 8. Ragnar Ingvar Sveinsson, myndlistarmaður, Reykajvík 8. Matthildur Hafsteinsdóttir, atvinnulaus, Reykjavík
9. Þórir Haraldsson, flugumferðarstjóri, Reykjavík 9. Ragnar Sverrisson, öryrki, Reykjavík 9. Björn Þór Sigurbjörnsson, einkaþjálfari, Mosfellsbæ
10.Ólafur E. Pétursson, múrari, Reykjavík 10.Þórir Gunnarsson, ræstitæknir, Garðabæ 10.Erna Dís Schweitz Eriksdóttir, útvarpsmaður, Mosfellsbæ
11.Pétur Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður, Garðabæ 11.Þosteinn Sigmundsson, bóndi, Kópavogi 11.Sesselja Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi, Reykjavík
12.Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur, Reykjavík 12.Jón Tryggvi Sveinsson, verkefnastjóri, Reykjavík 12.Rúnar Ingólfsson, dúklagningameistari, Reykjavík
13.Guðjón H. Ólafsson, leikstjóri, Reykjavík 13.Andri Páll Jónsson, rekstrarstjóri, Reykjanesbæ 13.Márus Guðmundsson, húsasmíðameistari, Reykjavík
14.Svanborg Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík 14.Davíð Jónsson, ráðgjafi, Hafnarfirði 14.Smári Hreiðarsson, framreiðslumaður, Reykjavík
15.Magnús Ingi Magnússon, matreiðslumeistari, Reykjavík 15.Kolbeinn Örn Guðmundsson, barþjónn, Seltjarnarnesi 15.Guðjón Gunnlaugsson, skipstjórnarmaður, Reykjavík
16.Jónas Oddur Jónasson, sjómaður, Reykjavík 16.Sibeso Imbula Sveinsson, háskólanemi, Reykjavík 16.Margeir Margeirsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
17.Sighvatur Snæbjörnsson, læknir, Reykjavík 17.Axel Thorarensen, myndlistarmaður, Mosfellsbæ 17.Óskar Aron Jónsson, atvinnulaus, Reykjavík
18.Guðmundur Júlíus Þórðarson, bóndi, Arabæjarhjáleigu, Flóahreppi 18.Sigurborg Ragnarsdóttir, lífskúnster, Reykjavík 18.Guðbjartur Nilsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
19.Hrefna Sóley Kjartansdóttir, bóndi, Arabæjarhjáleigu, Flóahreppi 19.Sigurður Óli Ragnarsson, háskólanemi, Akureyri 19.Sigurður Árnason, vélstjóri, Kópavogi
20.Guðmundur M. Engilbertsson, tæknimaður, Reykjavík 20.Kristjana Katla Ragnarsdóttir, þjónustustúlka, Akureyri 20.Ragnhildur Sigrún Björnsdóttir, sagnfræðingur, Reykjavík
21.Þorsteinn Ingason, kennari, Reykjavík 21.Nora Valdís Mangubat, sérhæfður starfsmaður, Garðabæ 21.Gísli Fannar Rúnarsson, dúklagningamaður, Reykjavík
22.Örn Hrafnsson, nemi, Reykjavík 22.Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir, Vestmannaeyjum 22.Guðrún Magnúsdóttir, eldri borgari, Reykjavík
J-listi Regnbogans K-listi Sturlu Jónssonar, K-lista L-listi Lýðræðisvaktarinnar
1. Friðrik Atlason, háskólanemi, Reykjavík 1. Sturla Jónsson, vörubílstjóri, Reykjavík 1. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, Reykjavík
2. Sædís Ósk Harðardóttir, verkefnisstjóri sérkennslu, Eyrarbakka 2. Þorgerður Einarsdóttir, forstjóri, Kópavogi 2. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, Reykjavík
3. Ágúst Valves Jóhannesson, matreiðslumaður, Ólafsvík 3. Benedikt Stefánsson, flugvélstjóri, Reykjavík 3. Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur, Bandríkjunum
4. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, Garðabæ 4. Karl Gissur Þórisson, húsasmiður, Mosfellsbæ 4. Guðbjörn Guðbjörnsdóttir, yfirtollvörður, Reykjavík
5. Harpa Karlsdóttir, skrifstofustjóri, Reykjavík 5. Ragnar M. Einarsson, iðnaðarmaður, Reykjavík 5. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri, Kópavogi
6. Laufey Erla Jónsdóttir, háskólanemi, Reykjavík 6. Ólafur Snævar Ögmundsson, yfirvélstjóri, Reykjavík 6. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og framleiðandi, Reykjavík
7. Gunnur Árnadóttir, leikskólakennari, Reykjavík 7. Ragnar Ingi Magnússon, dyravörður, Reykjavík 7. Hjörtur Hjartarson, sagnfræðingur og kynningarstjóri, Reykjavík
8. Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík 8. Jón K. Hannesson, leigubílstjóri, Reykjavík 8. Móeiður Júníusdóttir, guðfræðingur, Kópavogi
9. Elísabet Svala Kristjánsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Mörðudal, Fljótsdalshéraði 9. Eiríka Ólafsdóttir, grunnskólakennari, Reykjavík 9. Svanur Kristjánsson, prófessor, Reykjavík
10.Björn Valdimar Guðjónsson, smiður, Reykjavík 10.Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir, ritari, Reykjavík 10. Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, leikkona, Reykjavík
11.María Kristinsdóttir, almennur læknir, Grindavík 11.Guðbjartur G. Gissurarson, eftirlitsmaður, Kópavogi 11. Kristján Hreinsson, tónskáld, Reykjavík
12.Valgerður Gréta Guðmundsdóttir, nemi, Reykjavík 12.Aldís E. Helgadóttir, leikskólastarfsmaður, Reykjavík 12. Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður, Reykjavík
13.Jón Torfason, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, Reykjavík 13.Ragnar Eldon Haraldsson, rafvirki, Reykjavík 13. Jóel Daði Ólafsson, nemi og iðnaðarmaður, Reykjavík
14.Guðrún Birgisdóttir, leikskólakennari, Hafnarfirði 14.Guðjón P. Einarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavíki 14. Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og fjölmiðlakona, Reykjavík
15.Jón Birgir Einarsson, forstöðumaður, Reykjavík 15.Ástþór Gíslason, gufustarfsmaður, Reykjavík 15. Leifur A. Benediktsson, varahlutamiðlari, Reykjavík
16.Gunnar Gunnarsson, sjómaður, Reykjavík 16.Andri Már Reynisson, lyftaramaður, Reykjavík 16. Regína Stefnisdóttir, hjúkrunarkona og framhaldsskólakennari, Reykjavík
17.Finnur Jónasson, háskólanemi, Reykjavík 17.Guðmundur Már Sigurðsson, vélvirkjameistari, Hafnarfirði 17. Valur Sigurðsson, rafvirki, Reykjavík
18.Marta Sverrisdóttir, innheimtu- og launafulltrúi, Reykjavík 18.Gústaf Grönvold, ellilífeyrisþegi, Reykjavík 18. Ragnar G. D. Hermannsson, skipstjóri, Reykjavík
19.Tryggvi Bjarnason, stýrmaður, Reykjavík 19.Halldór Kristófersson, bílstjóri, Reykjavík 19. Halldór Nikulás Lárusson, deildarstjóri, Garðabæ
20.Rafn Gíslason, húsasmiður, Þorlákshöfn 20.Þórir Kristinsson, húsasmiður, Mosfellsbæ 20. Linda Rán Ómarsdóttir, ráðgjafi Kvennaathvarfinu, Reykjavík
21.Kristinn Snæland, ellilífeyrisþegi, Reykjavík 21.Kirstófer Sturluson, lagerstarfsmaður, Reykjavík 21. Áslaug Hauksdóttir, heimfæðingaljósmóðir, Reykjavík
22.Björn Jónsson, fv.sóknarprestur, Reykjavík 22.Þorgeir J. Yngvason, múrarameistari, Garðabæ 22. Ólafur Ólafsson, læknir, Reykjavík
R-listi Alþýðufylkingarinnar S-listi Samfylkingar T-listi Dögunar
1. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík 1 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður, Reykjavík 1. Þórður Björn Sigurðsson, BA í mannfræði, Mosfellsbæ
2. Helga Arnardóttir, stuðningsfulltrúi, Reykjavík 2 Helgi Hjörvar, alþingismaður, Reykjavík 2. Helga Þórðardóttir, kennari, Reykjavík
3. Kristján Jónasson, stærðfræðingur, Reykjavík 3 Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, Reykjavík 3. Rannveig Óskarsdóttir, meistaranemi í trúarbragðarfræðum, Reykjavík
4. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, leikkona, Reykjavík 4 Mörður Árnason, alþingismaður, Reykjavík 4. Sigurður Jónas Eggertsson, hugbúnaðarsérfræðingur, Reykjavík
5. Einar Andrésson, nemi, Höfn í Hornafirði 5 Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður, Reykjavík 5. Hugrún Steinunn Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, Reykjavík
6. Vigdís Freyja Helmutsdóttir, nemi, Reykjavík 6 Arnar Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Reykjavík 6. Birgir Skúlason, kerfisstjóri, Reykjavík
7. Björgvin Rúnar Leifsson, kennari, Húsavík 7 Freyja Steingrimsdóttir, stjórnmálafræðingur, Reykjavík 7. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir, menningarmiðlari, Reykjavík
8. Reynir Snær Valdimarsson, nemi, Reykjavík 8 Höskuldur Sæmundsson, atvinnuráðgjafi og leikari, Reykjavík 8. Hannes Ingi Guðmundsson, lögfræðingur ÖBÍ, Reykjavík
9. Björg Kjartansdóttir, sjúkraliði, Reykjavík 9 Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunarkona, Reykjavík 9. Lena Mist Skaptadóttir Eydal, lyfjatækninemi, Mosfellsbæ
10. Bjartmar St. Steinarsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík 10 Sigurður R. Beck, kerfisfræðingur, Reykjavík 10. Milen Nikolaev Nikolov, viðskiptafræðingur, Reykjavík
11. Tómas Halldórsson, leiðbeinandi, Reykjavík 11 Þorgerður L. Diðriksdóttir, form.Fimleikasamb.Íslands, Reykjavík 11.Gyða Björk Atladóttir, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
12. Þórarinn S. Andrésson, safnvörður, Seyðisfirði 12 Reynir Sigurbjörnsson, rafvirki, Reykjavík 12.Tyrfingur Tyrfingsson, matreiðslumeistari, Kópavogi
13. Jóhannes Ragnarsson, hafrannsóknarmaður, Ólafsvík 13 Anna María Jónsdóttir, formaður SffR, Reykjavík 13.Longina Lsiniecka, verkakona, Reykjavík
14. Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur, Reykjavík 14 Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Samiðnar, Reykjavík 14.Þórður Magnússon, tónskáld, Reykjavík
15. Ólafur Tumi Sigurðarson, nemi, Reykjavík 15 Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, kaos pilot, Reykjavík 15.Þórarinn Gunnarsson, rithöfundur, Reykjavík
16. Kári Þorgrímsson, bóndi, Garði II, Skútustaðahreppi 16 Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík 16. Karen Mejna, sjúkraliði og BSc-nemi í heilbrigðisverkfræði, Reykjavík
17. Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona, Stöðvarfirði 17 Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur, Reykjavík 17.Arnar Bergur Guðjósnson, prentari og ljósmyndari, Reykjavík
18. Ari Tryggvason, stuðningsfulltrúi, Álftanesi 18 Natan Kolbeinsson, nemi, Reykjavík 18.Friðrikka Edda Þórarinsdóttir, förðunarmeistari, Reykjavík
19. Jón Karl Stefánsson, veitingamaður, Noregi 19 Falasteen Abu Libdeh, sérfræðingur, Reykjavík 19.Páll Heiðar M. Aadnegard, vélstjóri, Hafnarfirði
20. Viktor Penalver, atvinnulaus, Hafnarfirði 20 Gunnar Þórðarson, húsasmíðameistari, Reykjavík 20.Sigurbjörg Guttormsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík
21. Ólína Jónsdóttir, kennari, Akranesi 21 Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Reykjavík 21.Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík
22. Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur, Danmörku 22 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, Reykjavík 22.Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, sjálfstætt starfandi, Bretlandi
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Þ-listi Pírata
1. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Reykjavík 1. Jón Þór Ólafsson, aðstoðarmaður þingmanns, Reykjavík
2. Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður, Reykjavík 2. Ásta Helgadóttir, sagnfræðinemi, Reykjavík
3. Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, Reykjavík 3. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, nemi, Reykjavík
4. Kristinn Schram, þjóðfræðingur, Reykjavík 4. Sigríður Fossberg Thorlacius, nemi, Reykjavík
5. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri, Reykjavík 5. Arnaldur Sigurðarson, leiðbeinandi á leikskóla, Kópavogi
6. Rene Biason, landfræðingur, Reykjavík 6. Birkir Fannar Einarsson, markaðsstjóri, Reykjavík
7. Auður Alfífa Ketilsdóttir, starfskona, Reykjavík 7. Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, þýðandi, Reykjavík
8. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, bókmenntafræðingur, Reykjavík 8. Jóhann Haukur Gunnarsson, forritari hjá CCP, Reykjavík
9. Gísli Garðarsson, háskólanemi, Reykjavík 9. Jón Ragnarsson, forritari, Reykjavík
10.Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur, Reykjavík 10.Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur, Seyðisfirði
11.Níels Alvin Níelsson, sjómaður, Reykjavík 11.Davíð Halldór Lúðvíksson, hugbúnaðarsérfræðingur, Reykjavík
12.Héðinn Björnsson, jarðeðlisfræðingur, Danmörku 12.Hörður M. Harðarson, sjómaður, Reykjavík
13.Auður Lilja Erlingsdóttir, framkvæmdastýra, Reykjavík 13.Katla Hólm Þórhildardóttir, frístundaleiðbeinandi, Reykjavík
14.Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarmaður, Reykjavík 14.Kári Magnússon, forritari, Reykjavík
15.Guðlaug Teitsdóttir, kennari, Reykjavík 15.Sindri Páll Andrason, nemi, Reykjavík
16.Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík 16.Hinrik Örn Sigurðsson, forritari, Reykjavík
17.Sigursveinn Magnússon, tónskólastjóri, Reykjavík 17.Elva Rakel Sævarsdóttir, frumkvöðull, Reykjavík
18.Sigríður Stefánsdóttir, réttarfélagfræðingur, Reykjavík 18.Viðar Ingason, rafvirki, Reykjavík
19.Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur, Reykjavík 19.Atli Pétur Óðinsson, tölvukall, Reykjavík
20.Ármann Jakobsson, prófessor, Reykjavík 20.Atli Viðar Þorsteinsson, framleiðandi, Reykajvík
21.Ólöf Ríkharðsdóttir, fv.form.Öryrkjabandalagsins, Reykjavík 21.Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir, nemi, Reykjavík
22.Úlfar Þormóðsson, rithöfundur, Reykjavík 22.Guðmundur Bjarkason, nemi, Reykjanesbæ

Prófkjör

Framsóknarflokkur:

Valið á lista á kjördæmisþingi þann 1.desember. Í framboði eru: Frosti Sigurjónsson (1.sæti), Vigdís Hauksdóttir (1.sæti í Rvk-s)Guðmundur Gylfi Sverrisson (forystusæti), Jónína Benediktsdóttir (1.sæti Rvk-s), Karl Garðarsson (1.-2.), Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (2.sæti Rvk-n) og Þorsteinn Magnússon (2.-3.sæti í R-N eða R-S).

Sjálfstæðisflokkur:

1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti 1.-8. sæti
Hanna Birna Kristjánsdóttir 5.438 74,27% 6077 83,00% 6302 86,07% 6450 88,09% 6529 89,17% 6612 90,30% 6675 91,16% 6758 92,30%
Illugi Gunnarsson 1.259 17,19% 2695 36,81% 3452 47,15% 3996 54,58% 4305 58,80% 4621 63,11% 4866 66,46% 5085 69,45%
Pétur H. Blöndal 117 1,60% 1767 24,13% 3004 41,03% 4036 55,12% 4712 64,35% 5234 71,48% 5663 77,34% 5953 81,30%
Brynjar Níelsson 188 2,57% 719 9,82% 2949 40,28% 3722 50,83% 4365 59,61% 4845 66,17% 5252 71,73% 5557 75,89%
Guðlaugur Þór Þórðarson 137 1,87% 2094 28,60% 2709 37,00% 3142 42,91% 3503 47,84% 3844 52,50% 4137 56,50% 4392 59,98%
Birgir Ármannsson 63 0,86% 572 7,81% 1061 14,49% 1747 23,86% 2423 33,09% 3196 43,65% 3813 52,08% 4291 58,60%
Sigríður Á. Andersen 16 0,22% 153 2,09% 761 10,39% 1599 21,84% 2279 31,13% 3081 42,08% 3894 53,18% 4505 61,53%
Áslaug María Friðriksdóttir 18 0,25% 161 2,20% 486 6,64% 1614 22,04% 2264 30,92% 2978 40,67% 3754 51,27% 4413 60,27%
Ingibjörg Óðinsdóttir 5 0,07% 58 0,79% 217 2,96% 819 11,19% 1307 17,85% 1783 24,35% 2337 31,92% 2950 40,29%
Elínbjörg Magnúsdóttir 7 0,10% 57 0,78% 160 2,19% 384 5,24% 1038 14,18% 1547 21,13% 2127 29,05% 2848 38,90%
Aðrir: 74 1,01% 291 3,97% 865 11,81% 1.779 24,30% 3.885 53,06% 6.191 84,55% 8.736 119,31% 11.824 161,49%
Næstir 1.-8. sæti
Teitur Björn Einarsson 2.791 38,12%
Jakob F. Ásgeirsson 2.205 30,11%
Þórhalla Arnardóttir 1.878 25,65%
Elí Úlfarsson 1.010 13,79%
Aðrir: 3.940 53,81%
Birgir Örn Steingrímsson
Guðjón Sigurbjartsson
Gunnar Kristinn Þórðarson
Hafstein Númason
Sigurður Sigurðsson
7546 greiddu atkvæði
224 auðir og ógildir

Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin.

Samfylking:

Atkvæði greiddu 2514 af 6669 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti 1.-8. sæti
Össur Skarphéðinsson 972 38,85% 1203 48,08% 1328 53,08% 1421 56,79% 1513 60,47% 1592 63,63% 1677 67,03% 1800 71,94%
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 904 36,13% 1322 52,84% 1505 60,15% 1677 67,03% 1819 72,70% 1916 76,58% 2002 80,02% 2082 83,21%
Helgi Hjörvar 152 6,08% 904 36,13% 1205 48,16% 1438 57,47% 1619 64,71% 1771 70,78% 1881 75,18% 1982 79,22%
Valgerður Bjarnadóttir 292 11,67% 717 28,66% 1003 40,09% 1255 50,16% 1468 58,67% 1634 65,31% 1748 69,86% 1877 75,02%
Skúli Helgason 53 2,12% 316 12,63% 638 25,50% 935 37,37% 1246 49,80% 1515 60,55% 1746 69,78% 1902 76,02%
Björk Vilhelmsdóttir 35 1,40% 147 5,88% 519 20,74% 859 34,33% 1097 43,84% 1350 53,96% 1548 61,87% 1741 69,58%
Mörður Árnason 32 1,28% 135 5,40% 642 25,66% 905 36,17% 1129 45,12% 1297 51,84% 1477 59,03% 1637 65,43%
Anna Margrét Guðjónsdóttir 6 0,24% 52 2,08% 211 8,43% 425 16,99% 612 24,46% 854 34,13% 1113 44,48% 1381 55,20%
Ósk Vilhjálmsdóttir 11 0,44% 35 1,40% 73 2,92% 173 6,91% 320 12,79% 740 29,58% 974 38,93% 1246 49,80%
Teitur Atlason 20 0,80% 59 2,36% 111 4,44% 313 12,51% 505 20,18% 695 27,78% 924 36,93% 1168 46,68%
Hrafnhildur Ragnarsdóttir 4 0,16% 27 1,08% 65 2,60% 152 6,08% 467 18,67% 671 26,82% 887 35,45% 1144 45,72%
Arnar Guðmundsson 12 0,48% 47 1,88% 133 5,32% 323 12,91% 515 20,58% 670 26,78% 880 35,17% 1072 42,85%
Freyja Steingrímsdóttir 9 0,36% 40 1,60% 73 2,92% 132 5,28% 200 7,99% 307 12,27% 657 26,26% 984 39,33%
2502 5004 7506 10008 12510 15012 17514 20016

Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin.

Vinstrihreyfingin grænt framboð:

Katrín Jakobsdóttir 547 85,60% 1.sæti
Svandís Svavarsdóttir 432 67,61% 1.sæti
Árni Þór Sigurðsson 324 50,70% 1.-2.sæti
Álfheiður Ingadóttir 322 50,39% 1.-2.sæti
Steinunn Þóra Árnadóttir 373 58,37% 1.-3.sæti
Ingimar Karl Helgason 363 56,81% 1.-3.sæti
Björn Valur Gíslason 359 56,18% 1.-3.sæti
Aðrir:
Gísli Garðarsson
Kristinn Schram
Andrés Ingi Jónsson
Andri Snær Sigríksson
Björn Björgvinsson

Forvalið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin.