Landið 1999

Úrslit

1999 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Framsóknarflokkur 30.415 18,35% 10 2 12
Sjálfstæðisflokkur 67.513 40,74% 23 3 26
Samfylking 44.378 26,78% 14 3 17
Vinstri hreyf.grænt framboð 15.115 9,12% 2 4 6
Frjálslyndi flokkurinn 6.919 4,17% 1 1 2
Húmanistaflokkur 742 0,45% 0 0
Kristilegi lýðræðisflokkurinn 441 0,27% 0 0
Anarkistar á Íslandi 204 0,12% 0 0
Gild atkvæði samtals 165.727 100,00% 50 13 63
Auðir seðlar 3.351 1,98%
Ógildir seðlar 346 0,20%
Greidd atkvæði samtals 169.424 84,11%
Á kjörskrá 201.443

Miklar breytingar urðu á landslagi stjórnmálanna á vinstri vængnum. Í stað Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Þjóðvaka og Samtaka um kvennalista komu Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð. Samtals fengu þessir flokkar 23 þingsæti eins og 1995. Frjálslyndi flokkurinn, sem bauð fram í fyrsta skipti, hlaut 2 þingsæti, Sjálfstæðisflokkurinn vann 1 þingsæti og Framsóknarflokkurinn tapaði 3 þingsætum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur (26): Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Sólveig Pétursdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Pétur H. Blöndal, Katrín Fjeldsted og Ásta Möller(u) Reykjavík, Árni M. Mathiesen, Gunnar I. Birgisson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristján Pálsson og Árni R. Árnason(u) Reykjanesi, Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson Vesturlandi, Einar Kristinn Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson(u) Vestfjörðum, Hjálmar Jónsson og Vilhjálmur Egilsson Norðurlandi vestra, Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich Norðurlandi eystra, Arnbjörg Sveinsdóttir Austurlandi, Árni Johnsen og Drífa Hjartardóttir Suðurlandi.

Samfylkingin (17): Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir Reykjavík, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Sigríður Jóhannesdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir(u) Reykjanesi, Jóhann Ársælsson og Gísli S. Einarsson(u) Vesturlandi, Sighvatur Björgvinsson Vestfjörðum, Kristján L. Möller Norðurlandi vestra, Svanfríður Jónasdóttir Norðurlandi eystra, Einar Már Sigurðarson Austurlandi, Margrét Frímannsdóttir og Lúðvík Bergvinsson(u) Suðurlandi.

Framsóknarflokkur (12): Finnur Ingólfsson og Ólafur Örn Haraldsson(u) Reykjavík, Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason(u) Reykjanesi, Ingibjörg Pálmadóttir Vesturlandi, Kristinn H. Gunnarsson Vestfjörðum, Páll Pétursson Norðurlandi vestra, Valgerður Sverrisdóttir Norðurlandi eystra, Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson Austurlandi, Guðni Ágústsson og Ísólfur Gylfi Pálmason Suðurlandi.

Vinstri hreyfingin grænt framboð (6): Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir(u) Reykjavík, Jón Bjarnason(u) Norðurlandi vestra, Steingrímur J. Sigfússon og Árni Steinar Jóhannsson(u) Norðurlandi eystra og Þuríður Backman(u) Austurlandi.

Frjálslyndi flokkur (2): Sverrir Hermannsson(u) Reykjavík og Guðjón Arnar Kristjánsson Vestfjörðum.

Breytingar á kjörtímabilinu:

Finnur Ingólfsson þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmi sagði af sér þingmennsku í árslok 1999 og tók Jónína Bjartmarz sæti hans.

Ingibjörg Pálmadóttir þingmaður Framsóknarflokks í Vesturlandskjördæmi sagði af sér þingmennsku 2001 eftir veikindi og tók Magnús Stefánsson sæti hennar.

Hjálmar Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðurlandskjördæmi vestra sagði af sér þingmennsku 2001 er hann gerðist dómkirkjuprestur og tók Sigríður Ingvarsdóttir sæti hans.

Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurlandskjördæmi sagði af sér þingmennsku/missti kjörgengi 2001 er hann fékk fangelsisdóm og tók Kjartan Ólafsson sæti hans.

Sighvatur Björgvinsson þingmaður Alþýðuflokks í Vestfjarðakjördæmi sagði af sér þingmennsku 2001 er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Þróunarsamvinnustofun Íslands og tók Karl V. Matthíasson sæti hans.

Vilhjálmur Egilsson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðurlandskjördæmi vestra sagði af sér þingmennsku 2003, nokkrum mánuðum fyrir kosningar, eftir tap í prófkjöri og fór til starfa erlendis. Adolf Hjörvar Berndsen tók sæti hans.

Kristján Pálsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði sig úr þingflokknum í mars 2003 og starfaði utan flokka fram til kosninga.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.