Siglufjörður 1956

Áki Jakobsson var þingmaður Eyjafjarðarsýslu landskjörinn 1942 (júlí-október) og þingmaður Siglufjarðar 1942(október)-1953 fyrir Sósíalistaflokk. Kjörinn þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn 1956. Gunnar Jóhannsson var þingmaður Siglufjarðar landskjörinn frá 1953. Einar Ingimundarson var þingmaður Siglufjarðar 1953-1956.  Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram vegna kosningabandalags við Alþýðuflokkinn.

Úrslit

1956 Atkvæði Landslisti Samtals Hlutfall
Áki Jakobsson, lögfræðingur (Alþ.) 505 9 514 36,93% Kjörinn
Einar Ingimundarson,, bæjarfógeti (Sj.) 449 7 456 32,76%
Gunnar Jóhannsson, verkamaður (Abl.) 403 11 414 29,74% Landskjörinn
Landslisti Framsóknarflokks 4 4 0,29%
Landslisti Þjóðvarnarflokks 4 4 0,29%
Gild atkvæði samtals 1.357 35 1.392 100,00%
Ógildir atkvæðaseðlar 14 0,94%
Greidd atkvæði samtals 1.406 94,30%
Á kjörskrá 1.491

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis