Garðabær 2014

Garðabær og Sveitarfélagið Álftanes sameinuðust á kjörtímabilinu undir nafni og stjórn bæjarstjórnar Garðabæjar.  Bæjarfulltrúum fjölgar úr 7 í 11.

Í framboði voru fimm listar. B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, M-listi Fólksins í bænum, S-listi Samfylkingar og óháðra og Æ-listi Bjartar framtíðar.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 7 bæjarfulltrúa og hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn örugglega. Björt framtíð hlaut 2 bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Fólkið í bænum hlutu 1 bæjarfulltrúa hvor listi. Framsóknarflokkurinn náði ekki kjörnum bæjarfulltrúa en vantaði aðeins 53 atkvæði til að fella annan mann Bjartrar framtíðar. Sjálfstæðisflokkinn vantaði hins vegar aðeins 25 atkvæði til að ná sínum áttunda manni.

Úrslit

Garðabær

Garðabær Atkv. % F. Breyting
B-listi Framsóknarflokkur 440 6,61% 0 1,22% 0
D-listi Sjálfstæðisflokkur 3.916 58,82% 7 -4,65% 2
M-listi Fólkið í bænum 657 9,87% 1 -6,03% 0
S-listi Samfylking og óháðir 660 9,91% 1 -5,34% 0
Æ-listi Björt framtíð 985 14,79% 2 14,79% 2
Samtals gild atkvæði 6.658 100,00% 11
Auðir og ógildir 233 3,38%
Samtals greidd atkvæði 6.891 65,96%
Á kjörskrá 10.448

Tölur vegna 2010 miðast við Garðbæ eingöngu.

Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Áslaug Hulda Jónsdóttir (D) 3.916
2. Sigríður Hulda Jónsdóttir (D) 1.958
3. Sigurður Guðmundsson (D) 1.305
4. Guðrún Elín Herbertsdóttir (Æ) 985
5 Gunnar Valur Gíslason (D) 979
6. Jóna Sæmundsdóttir (D) 783
7. Steinþór Einarsson (S) 660
8. María Grétarsdóttir (M) 657
9. Almar Guðmundsson (D) 653
10. Sturla Þorsteinsson (D) 559
11. Halldór Jörgensson (Æ) 493
Næstir inn vantar
Gunnar Einarsson (D) 25
Einar Karl Birgisson (B) 53
Guðrún Arna Kristjánsdóttir (S) 326
Ingvar Arnarson (M) 329

Útstrikanir
D-listi: Gunnar Einarsson 68, Áslaug Hulda Jónsdóttir 51, Sigríður Hulda Jónsdóttir 20, Almar Guðmundsson 18, Gunnar Valur Gíslason 17, Sigurður Guðmundsson 14, Jóna Sæmundsdóttir 11, Sturla Þorsteinsson 9,
B-listi: Garðar Jóhannsson 5.
S-listi: Steinþór Einarsson 2.
M-listi: María Grétarsdóttir 7.
Æ-listi: Guðrún Elín Herbertsdóttir 3, Auður Hallgrímsdóttir 3, Halldór Jörgensson 2.
Skoðanakannanir

GarðabærEin skoðanakönnun hefur verið birt í maí en hún var í Morgunblaðinu þann 15. maí. Samkvæmt henni heldur Sjálfstæðisflokkurinn yfirburðastöðu í sveitarfélaginu, mælist með 60% sem er litlu minna en flokkurinn hlaut í Garðabæ síðast og fengi 8 bæjarfulltrúa. Ekki er að sjá að það sé neitt í spilunum sem ætti að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bænum sem þeir hafa haft í áratugi. Spurningin virðist einungis vera hversu stór meirihluti flokksins verður.

Björt framtíð hlaut 17% og fengi 2 bæjarfulltrúa. Það ber þó að taka með þeim fyrirvara að flestir töldu að M-listi Fólksins sem hlaut 2 bæjarfulltrúa síðast hefðu gengið inn í Bjarta framtíð en svo mun ekki vera þar sem M-listinn býður fram að nýju. Hann fær þó sáralítið fylgi í könnuninni.

Samfylkingin mælist með 10% og tapar 5% frá síðustu kosningum og fengi 1 bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkur mælist með tæp 6% og vantar 2-3% til að ná manni kjörnum.

Þá mælist Vinstrihreyfingin grænt framboð, sem ekki býður fram í Garðabæ með 3% og aðrir með 2%.

Framboðslistar

B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri 1. Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
2. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur 2. Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
3. Björn Þorfinnsson, sölufulltrúi 3. Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi
4. Anna Lena Halldórsdóttir, grunnskólakennari 4. Gunnar Valur Gíslason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri
5. Þórgnýr Albertsson, nemi 5. Jóna Sæmundsdóttir, lífeindafræðingur og varabæjarfulltrúi
6. Elín Jóhannsdóttir, leikskólaleiðbeinandi 6. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
7. Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður 7. Sturla Þorsteinsson, kennari og bæjarfulltrúi
8. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, atvinnurekandi 8. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
9. Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur 9. Viktoría Jensdóttir, deildarstjóri
10. Garðar Jóhannsson, knattspyrnumaður 10. Björg Fenger, lögfræðingur
11. Aðalsteinn J. Magnússon, rekstarhagfræðingur 11.Kristinn Guðlaugsson, kennari og fv. bæjarfulltrúi
12. Sonja Pálsdóttir, starfsmaður Sporthússins 12. Sigríður Björk Gunnarsdóttir, hagfræðingur
13. Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent 13. Torfi Geir Símonarson, verkefnastjóri
14. Ellen Sigurðardóttir, tannsmiður 14. Sigþrúður Ármann, lögfræðingur
15. Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur 15. Sigurður Bjarnason, tölvunarfræðingur
16. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fv.bæjarfulltrúi 16. Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, ferðamálafræðingur
17. Þórður G Pétursson, íþróttakennari 17. Jóhann Gunnar Jóhannsson, fjármálastjóri
18. Drífa Garðarsdóttir, leiðbeinandi 18. Berglind Birgisdóttir, flugfreyja
19. Þorsteinn Jónsson, verslunarmaður 19. Ástbjörn Egilsson, form.Félags eldri borgara
20. Ágúst Karlsson, tæknifræðingur 20. Ásgrímur Gunnarsson, nemi
21. Ástþór Rafn Pálsson, rafvirki 21. Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni
22. Sigrún Aspelund, fv. bæjarfulltrúi 22. Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
M-listi Fólksins í bænum S-listi Samfylkingar og óháðra
1. María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi 1. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
2. Ingvar Arnarson, framhaldsskólakennari 2. Guðrún Arna Kristjánsdóttir, sölustjóri
3. Sigríður Finnbjörnsdóttir, hárgreiðslumeistari 3. Rósanna Andrésdóttir, stjórnmálafræðinemi
4. Huginn Freyr Þorsteinsson, aðjúnkt 4. Gísli Geir Jónsson, verkfræðingur
5. Kristján Guðmundsson, knattspyrnuþjálfari 5. Sigríður Erla Jónsdóttir, rekstrarhagfræðingur
6. Jóhann Ívar Björnsson, nemi 6. Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri
7. Sigurlaug Viborg, gjaldkeri og fv. bæjarfulltrúi 7. Sigurður Flosason, tónlistarmaður
8. Bjartur Máni Sigurðsson, markaðsstjóri 8. Sólveig Guðrún Geirsdóttir, mannfræðinemi
9. Ólafur Karl Finsen, nemi og knattspyrnumaður 9. Bragi Sigurvinsson, ökukennari
10. Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, MS í stjórnun & stefnumótun 10. Svanbjörg Ólafsdóttir, nemi
11. Kristján Gunnarsson, viðskiptafræðingur 11. Sigurjóna Sverrisdóttir, verkefnastjóri
12. Paresh Mandloi, verkfræðingur 12. Arnar Óskarsson, málarameistari
13. Kristján Másson, viðskiptafræðingur 13. Þórunn Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastýra
14. Kristín Harðardóttir, fiskifræðingur 14. Inga Margrét Róbertsdóttir, sjúkraþjálfari
15. Borgþór Stefánsson, viðskiptafræðingur 15. Guðmundur Kristján Sigurðsson, fjármálastjóri
16. Haukur Freyr Agnarsson, flugmaður 16. Þóra Kemp, félagsráðgjafi
17. Aðalbjörg Karlsdóttir, lyfjatæknir 17. Áslaug Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri og fv.hreppsnefndarmaður 18. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, meistaranemi
19. Hreiðar Ingi Ársælsson, bílstjóri 19. Eygló Bjarnardóttir, lífeindafræðingur
20. Anna Guðný Andersen, MS í stjórnun & stefnumótun 20. Halldór S. Magnússon, fv. framkvæmdastjóri
21. Magnús Karl Pétursson, atvinnurekandi 21. Erna Aradóttir, fv. leikskólastjóri
22. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, fv. Skólastjóri 22. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur
Æ-listi Bjartar framtíðar
1. Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur
2. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri
3. Auður Hallgrímsdóttir, atvinnurekandi
4. Baldur Svavarsson, arkitekt
5. Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, hársnyrtir
6. Elsa Bjarnadóttir, rekstrarstjóri
7. Ragnar Sverrisson, háskólanemi
8. Hlíf  Böðvarsdóttir, viðskiptafræðingur
9. Harpa Hafberg, BA í sálfræði
10. Snævar Sigurðsson, erfðafræðingur
11. Erling Jóhannesson, leikstjóri
12. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögfræðingur
13. Hilmar Bjarnason, háskólanemi
14. Kamilla Sigurðardóttir, háskólanemi
15. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, MSc í Mannvistfræði
16. Anna Hugadóttir, námsráðgjafi
17. Steingrímur Eyjólfsson, háskólanemi
18. Bjarni J. Jónsson, iðnrekstrarfræðingur
19. Halldór Ó. Zoëga, verkfræðingur
20. Jón Fr. Sigvaldason, bílasmiður
21. Aðalbjörg Stefánsdóttir, fv. starfsmaður Garðabæjar
22. Ólafur Proppé, fv. rektor