Forsetakosningar 1988

Aðdragandi: Vigdís Finnbogadóttir forseti sem kjörin var 1980 gaf kost á sér til áframhaldandi setu og hlaut mótframboð. Þetta var í fyrsta skipti sem mótframboð kom fram gegn sitjandi forseta.

Í framboði voru Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum og félagi í Flokki Mannsins og Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands.

Vigdís sigraði með miklum yfirburðum og var endurkjörin án mótframboðs 1992 eins og 1984.  Hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum 1996. Kjörsókn var 72,4% sem þótti lélegt á þessum tíma.

Úrslit

Atkvæði %
Vigdís Finnbogadóttir 117.292 94,59%
Sigrún Þorsteinsdóttir 6.712 5,41%
Gild atkvæði 124.004 100,00%
Auðir og ógildir 2.531 2,00%
Samtals 126.535
Kjörsókn 72,8%
Á kjörskrá 173.829

Skipting atkvæða

Skipting atkvæða eftir kjördæmum

Auðir og ógildir seðlar eftir kjördæmum

Heimildir: Vefur Hagstofu Íslands og DV 27.06.1988.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: