Hellissandur 1958

Í framboði voru listi óháðra (Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag), listi Sjálfstæðisflokks og listi óháðra og samvinnumanna. Listi óháðra hlaut 3 hreppsnefndarmenn og hélt hreinum meirihluta sínum. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 hreppsnefndarmenn eins og 1954. Listi óháðra og samvinnumanna náði ekki manni inn í hreppsnefnd.

Úrslit

1958 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþ.fl./Framsókn/Alþ.b. 90 50,56% 3
Óháðir & samvinnumenn 27 15,17% 0
Sjálfstæðisflokkur 61 34,27% 2
Samtals gild atkvæði 178 100,00% 5
Auðir og ógildir 8 4,30%
Samtals greidd atkvæði 186 86,11%
Á kjörskrá 216
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Skúli Alexandersson (óh.) 90
2. Sveinbjörn Benediktsson (Sj.) 61
3. Snæbjörn Einarsson (óh.) 45
4. Danelíus Sigurðsson (Sj.) 31
5. Teitur Þorleifsson (óh.) 30
Næstir inn: vantar
(óh.&samv.) 4
Rögnvaldur Ólafsson (Sj.) 30

Framboðslistar

Listi óháðra (A, B og G) Sjálfstæðisflokkur Listi óháðra og samvinnumanna
Skúli Alexandersson, oddviti (Sós) Sveinbjörn Benediktsson, símstöðvarstjóri vantar
Snæbjörn Einarsson, fv.skipstjóri (A) Danelíus Sigurðsson, skipstjóri
Teitur Þorleifsson, skólastjóri (Sós) Rögnvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Ársæll Jónsson, bóndi (B) Benedikt Benediktsson, kaupmaður
Matthías Pétursson, kaupfélagsstjóri (B) Steingrímur Guðmundsson, vélstjóri
Kristófer Snæbjörns, bifreiðastjóri (A) Kristjón Guðmundsson, bifreiðastjóri
Eggert Eggertsson, vélstjóri (Sós) Magnús Arngrímsson, formaður
Júlíus Þórarinsson, verkamaður (A) Lárentzíus Dagóbertsson, verkamaður
Guðmundur Einarsson, verkamaður (A) Þorkell Guðmundsson, skipstjóri
Sumarliði Andrésson, verkstjóri (B) Hjörtur Jónsson, hreppstjóri

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 5.1.1958, 28.1.1958, Alþýðumaðurinn 29.1.1958, Dagur 29.1.1958, Íslendingur 31.1.1958, Morgunblaðið 8.1.1958, 28.1.1958, Nýi Tíminn 30.1.1958, Tíminn 7.1.1958, 28.1.1958, Verkamaðurinn 31.1.1958, Vísir 27.1.1958,  Þjóðviljinn 4.1.1958 og 28.1.1958.

%d bloggurum líkar þetta: