Akureyri 1954

Í framboði voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Þjóðvarnarflokkur. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkur 3 bæjarfulltrúa og Sósíalistaflokkur 2 bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkur 1 bæjarfulltrúa, tapaði einum til Þjóðvarnarflokks sem bauð fram í fyrsta skipti.

Úrslit

1954 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 556 15,28% 1
Framsóknarflokkur 954 26,22% 3
Sjálfstæðisflokkur 1.131 31,09% 4
Sósíalistaflokkur 643 17,67% 2
Þjóðvarnarflokkur 354 9,73% 1
Samtals gild atkvæði 3.638 100,00% 11
Auðir seðlar og ógildir 50 1,36%
Samtals greidd atkvæði 3.688 83,23%
Á kjörskrá 4.431
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Helgi Pálsson (Sj.) 1.131
2. Jakob Frímannssno (Fr.) 954
3. Björn Jónsson (Sós.) 643
4. Jón G. Sólnes (Sj.) 566
5. Steindór Steindórsson (Alþ.) 556
6. Guðmundur Guðlaugsson (Fr.) 477
7. Guðmundur Jörundsson (Sj.) 377
8. Marteinn Sigurðsson (Þj.) 354
9. Tryggvi Helgason (Sós.) 322
10. Þorsteinn M. Jónsson (Fr.) 318
11. Jón Þorvaldsson (Sj.) 283
Næstir inn  vantar
Albert Sölvason (Alþ.) 10
Haukur Snorrason (Fr.) 178
Guðrún Guðvarðardóttir (Sós.) 206
Arnfinnur Arnfinnsson (Þj.) 212

Nokkuð miklar breytingar urðu vegna útstrikana. Sverrir Ragnars 4. maður á lista færðist niður í 6. sæti og varð 2. varamaður, Jón Þorvaldsson 5. maður á lista færðist upp í 4. sæti og varð bæjarfulltrúi og Sveinn Tómasson 6. maður færðist upp um eitt sæti og varð 1. varamaður. Hjá Framsóknarflokknum höfðu þeir Þorsteinn M. Jónsson sem var 2. maður á lista og Guðmundur Guðlaugsson 3. maður á lista sætaskipti en náðu báðir kjöri í bæjarstjórn. Þá lá við að Albert Sölvason 2.maður á lista Alþýðuflokksins færðist upp fyrir Steindór Steindórsson 1. mann á lista flokksins.

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Steindór Steindórsson, menntaskólakennari Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri Helgi Pálsson, erindreki
Albert Sölvason, járnsmiður Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri Jón G. Sólnes, bankafulltrúi
Bragi Sigurjónsson, ritstjóri Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður
Torfi Vilhjálmsson, verkamaður Haukur Snorrason, ritstjóri Sverrir Ragnars, kaupmaður
Anna Helgadóttir, frú Stefán Reykjalín, byggingameistari Jón Þorvaldsson, byggingameistari
Jón M. Árnason, vélstjóri Ríkharð Þórólfsson, verksmiðjustjóri Sveinn Tómasson, varaslökkviliðsstjóri
Þorsteinn Svanlaugsson, bifreiðastjóri Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Gunnar H. Kristjánsson, kaupmaður
Sigurður Rósmundsson, sjómaður Skafti Áskelsson, skipasmiður Einar Kristjánsson, forstjóri
Stefán Snæbjörnsson, vélvirki Jón H. Oddsson, húsgagnameistari Árni Böðvarsson, verkamaður
Tryggvi Sæmundsson, múrarameistari Haraldur Þorvaldsson, verkamaður Kristján Jónsson, fulltrúi
Lísbet Friðriksdóttir, frú Helga Jónsdóttir, frú Gunnhildur Ryel, frú
Þórir Björnsson, vélstjóri Bjarni Jóhannesson, skipstjóri Magnús Bjarnason, skipasmíðameistari
Stefán Árnason, verkamaður Filippía Kristjánsdóttir, frú Árni Jónsson, tilraunastjóri
Stefán Þórarinsson, húsgagnasmiður Aðalsteinn Tryggvason, verkstjóri Ingibjörg Jónsdóttir, frú
Árni Þorgrímsson, verkamaður Lárus Haraldsson, pípulagningameistari Páll Sigurgeirsson, kaupmaður
Höskuldur Helgason, bifreiðastjóri Ásgrímur Stefánsson, verksmiðjustjóri Vignir Guðmundsson, tollvörður
Árni Magnússon, járnsmiður Ingólfur Kristinsson, afgreiðslumaður Steindór Jónsson, skipstjóri
Hanna Hallgrímsdóttir, frú Hjörtur Gíslason, verkamaðru Sigurður Guðlaugsson, rafvirki
Þorvaldur Jónsson, bókbindari Haraldur Sigurðsson, íþróttakennari Jón H. Sigurbjörnsson, húsgagnabólstrari
Sigurður Halldórsson, bókari Halldór Jónsson, trésmíðameistari Guðmundur Jónasson, bifreiðastjóri
Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti Ármann Dalmannsson, framkvæmdastjóri Jónas G. Rafnar, alþingismaður
Þórarinn Björnsson, skólameistari Sigurður O. Björnsson, prentsmiðjustjóri Indriði Helgason, rafvirkjameistari
Sósíalistaflokkur Þjóðvarnarflokkur
Björn Jónsson, form. Verkamannafél. Akureyrark. Marteinn Sigurðsson, sýsluskrifari
Tryggvi Helgason, form.Sjómannaf.Akureyrar Arnfinnur Arnfinnsson, iðnverkamaður
Guðrún Guðvarðardóttir, ritari Verkakv.f.Einingar Bjarni Arason, héraðsráðunautur
Jón Ingimarsson, formaður Iðju, félags verksm.f. Björn Halldórsson, lögfræðingur
Óskar Gíslason, byggingameistari Svava Skaftadóttir, kennari
Guðmundur Snorrason, bílstjóri Magnús Albertsson, húsgagnasmíðameistari
Ólafur Torfason, vélstjóri Sigurður Bárðarson, bifvélavirki
Margrét Magnúsdóttir, frú Friðrik Adólfsson, útvarpsvirki
Jóhannes Jósefsson, verkamaður Þengill Jónsson, bifvélavirki
Jóhann Indriðason, form.sveinafélags Járniðnm. Kristín Ísfeld, iðnverkakona
Haraldur Bogason, bílstjóri Þorsteinn Jónsson, verkstjóri
Þórir Daníelsson, verkamaður Kristján Benediktsson, málari
Sverrir Georgsson, verkamaður Jakob R. Bjarnason, múrari
Hlín Stefánsdóttir, frú Halldór Ólafsson, múrari
Skúli F. Bjarnason Álfheiður Jónsdóttir, afgreiðslukona
Jóhannes Hermundarson, smiður Stefán Stefánsson, járnsmiður
Lárus Björnsson, smiður Þórarinn Loftsson, bókbandsmeistari
Margrét Vilmundardóttir, frú Hrafn Sveinbjörnsson, bifvélavirki
Gestur Jóhannesson, verkamaður Sæunn Gunnarsdóttir, símamær
Eyjólfur Árnason, gullsmiður Sigurbjarni Zakaríasson, bifreiðastjóri
Áskell Snorrason, tónskáld Kristófer Vilhjálmsson, afgreiðslumaður
Elísabet Eiríksdóttir, form.Verkakv.f. Einingar Finnur Daníelsson, skipstjóri

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 13. desember 1953, Alþýðumaðurinn 12.1.1954, Dagur 23.12.1953, 13.1.1954, 2.2.1954, Frjáls þjóð 31.12.1953, Íslendingur 23.12.1953, 13.1.1954, 3.2.1954, Morgunblaðið 23.12.1953, Tíminn 23.12.1953, Verkamaðurinn 30.12.1953, 15.1.1954 og Þjóðviljinn 30.12.1953.

%d bloggurum líkar þetta: