Vestmannaeyjar 1927

Kosnir voru þrír bæjarfulltrúar í stað þeirra Viggós Björnssonar bankastjóra, Jes Gíslasonar prests og Halldórs Guðjónssonar kennara. Fram komu tveir framboðslistar frá Alþýðuflokki og Íhaldsflokki. Listi Frjálslynda flokksins kom fram of seint og var úrskurðaður ógildur. Á honum voru þeir Ásgeir Matthíasson, Ólafur Lárusson læknir og Vigfús Jónsson.

Vestmannaeyjar1927

Úrslit Atkv. Hlutfall Fltr.
A-listi Íhaldsflokks 627 59,10% 2
B-listi Alþýðuflokks 434 40,90% 1
Samtals 1061 100,00% 3
Auðir og ógildir 23 2,12%
Samtals greidd atkvæði 1084 76,82%
Á kjörskrá voru 1411
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Páll Kolka (A) 627
2. Þorbjörn Guðjónsson (B) 434
3. Jón Sverrisson (A) 314
Næstur inn vantar
Guðlaugur Hansson (B) 194

Framboðslistar

B-listi Alþýðuflokks A-listi Íhaldsflokks
Þorbjörn Guðjónsson, bóndi Páll Kolka, læknir
Guðlaugur Hansson, verkamaður Jón Sverrisson, yfirfiskmatsmaður
Jón Rafnsson, sjómaður Jón Jónsson, útvegsbóndi

Heimildir:Alþýðublaðið 13.1.1927, 28.1.1927, Dagur 3.2.1927, Eyjablaðið 16.1.1927, 26.1.1927, 6.2.1927, Ísafold 17.1.1927, 2.2.1927, Íslendingur 4.2.1927, Lögrétta 29.1.1927, Morgunblaðið 6.1.1927, 13.1.1927, 28.1.1927, 29.1.1927, Skeggi 22.1.1927, 29.1.1927, Verkamaðurinn 1.2.1927, Vikuútgáfa Alþýðublaðsins 14.1.1927, 2.2.1927, Vísir 6.1.1927, 14.1.1927, 28.1.1927 og Vörður 5.2.1927.

%d bloggurum líkar þetta: