Mosfellssveit 1982

Í framboði voru listi Alþýðuflokks, listi Sjálfstæðisflokks og listi félagshyggjumanna sem Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag stóð að. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 og hélt hreinum meirihluta í hreppsnefndinni. Listi félagshyggjumanna hlaut 2 hreppsnefndarmenn en Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag hlutu 1 hreppsnefndarmann hvor flokkur 1978. Alþýðuflokkur hlaut 1 hreppsnefndarmann.

Úrslit

mosfellsveit

1982 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 212 14,17% 1
Sjálfstæðisflokkur 797 53,28% 4
Félagshyggjumenn 487 32,55% 2
Samtals gild atkvæði 1.496 100,00% 7
Auðir og ógildir 54 3,48%
Samtals greidd atkvæði 1.550 90,43%
Á kjörskrá 1.714
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Magnús Sigsteinsson (D) 797
2. Surlaugur Tómasson (M) 487
3. Helga Ricther (M) 399
4. Bernharð Linn (D) 266
5. Pétur Bjarnason (M) 244
6. Gréta Aðalsteinsdóttir (A) 212
7. Hilmar Sigurðsson (D) 199
Næstir inn  vantar
Haukur Níelsson (M) 111
Sigurður R. Símonarson (A) 187

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks D-listi Sjálfstæðisflokks M-listi félagshyggjumanna (Alþýðub.og Framsókn)
Gréta Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur Magnús Sigsteinsson, búfræðingur Sturlaugur Tómasson, forstöðumaður
Sigurður R. Símonarson, æfingakennari Helga Richter, kennari Pétur Bjarnason, skólastjóri
Bryndís Óskarsdóttir, læknaritari Bernharð Linn, forstöðumaður Haukur Níelsson, bóndi
Oddur Gústafsson, hljóðmeistari Hilmar Sigurðsson, viðskiptafræðingur Aðalheiður Magnúsdóttir, kennari
Hreinn Þorvaldsson, byggingarstj. Jón M. Guðmundsson, bóndi Fróði Jóhannsson, garðykjumaður
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, kennari Auður Ragnarsdóttir, meinatæknir Guðlaug Torfadóttir, gjaldkeri
Ólafur H. Einarsson, húsasmíðameistari Sigríður Jóna Friðriksdóttir, skrifstofumaður Lára Haraldsdóttir, húsmóðir
Helga Haraldsdóttir, verslunarmaður Óskar Kjartansson, gullsmiður Þrúður Helgadóttir, verkstjóri
Ríkharð Örn Jónsson, bílamálari Guðmundur Davíðsson, vélsmiður Gísli Snorrason, vörubílstjóri
Guðrún Vernharðsdóttir, húsmóðir Auður Eiríksdóttir, húsmóðir Helgi Sigurðsson, dýralæknir
Grétar Snær Hjartarson, starfsmannastjóri Þengill Oddsson, heilsugæslulæknir Þyrí Árnadóttir, kennari
Einar Hólm Ólafsson, yfirkennari Margrét Ólafsdóttir, húsmóðir Elsa Sólveig Þorsteinsdóttir, póstafgreiðslumaður
Georg H. Tryggvason, framkvæmdastjóri Gunnlaugur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Jón Jónsson, járnsmiður
Guðbjörg Pálsdóttir, verslunarmaður Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður Hlín Ingólfsdóttir, húsmóðir

Prófkjör

Alþýðuflokkur
frambjóðendur
Gréta Aðalsteinsdóttir, héraðshjúkrunarkona
Sigurður R. Símonarson, æfingakennari
Bryndís Óskarsdóttir, húsmóðir
Oddur Gústafsson, hljóðupptökumaður
Grétar Snær Hjartarson, starfsmannastjóri
Georg H. Tryggvason, framkvæmdastjóri

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandsbók Fjölvís, Alþýðublaðið 9.3.1982, 21.4.1982, DV 21.5.1982, Morgunblaðið 13.3.1982, 21.4.1982, 12.5.1982, Tíminn 18.5.1982 og Þjóðviljinn 14.5.1982.

 

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: