Akureyri 1925

Kosið var um 3 bæjarfulltrúa. Úr bæjarstjórn gengu Ragnar Ólafsson, Sigurður E. Hlíðar og Þorsteinn Þorsteinsson. Fram komu listar framsóknarmanna, Alþýðuflokks og íhaldsmanna.

Flokkaskipting í bæjarstjórn eftir kosningarnar var: Íhaldsmenn/Borgaraflokkur – Steingrímur Jónsson, Ragnar Ólafsson, Jakob Karlsson, Sigurður E. Hlíðar, Kristján Árnason, Óskar Sigurgeirsson og í samvinnubandalagi Sveinn Sigurjónsson. Alþýðuflokkur: Erlingur Friðjónsson, Halldór Friðjónsson, Hallgrímur Jónsson og í samvinnubandalagi Ingimar Eydal.

Akrueyri1925

Úrslit Atkv.  Hlutfall Fltr. 
A-listi Framsóknarmanna 233 22,09% 0
B-listi Alþýðuflokks 306 29,00% 1
C-listi Íhaldsmanna 516 48,91% 2
Samtals 1055 100,00% 3
Auðir og ógildir 60 5,38%
Samtals greidd atkvæði 1115 79,64%
Á kjörskrá voru um 1400
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Ragnar Ólafsson (C) 516
2. Halldór Friðjónsson (B) 306
3. Sigurður Hlíðar (C) 258
Næstir inn vantar
Böðvar Bjarkan (A) 36
Elísabet Eiríksdóttir (B) 211

Framboðslistar

A-listi Framsóknarmanna B-listi Alþýðuflokks C-listi Íhaldsmanna
Böðvar Bjarkan, lögmaður Halldór Friðjónsson, ritstjóri Ragnar Ólafsson, kaupmaður
Sigtryggur Þorsteinsson, matsmaður Elísabet Eiríksdóttir, kennslukona Sigurður Hlíðar, dýralæknir
Kristján Karlsson, bankaritari Adolf Kristjánsson, skipstjóri Benedikt Steingrímsson, skipstjóri

Heimildir: Alþýðublaðið 2.1.1925, 6.1.1925, 7.1.1925, Dagur 6.1.1925, Hænir 10.1.1925, 17.1.1925, Ísafold 7.1.1925, Íslendingur 24.12.1924, 3.1.1925, 6.1.1925, 9.1.1925, Lögrétta 14.1.1925, Morgunblaðið 6.1.1925, 7.1.1925, Verkamaðurinn 30.12.1924, 10.1.1925, Vísir 6.1.1925, 7.1.1925 og Vörður 10.1.1925.

%d bloggurum líkar þetta: