Akranes 1942

Hreppsnefndarmönnum fjölgaði úr 7 í 9. Í framboði voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 5 bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur mönnum, Alþýðuflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn 1. Þrettán atkvæðum munaði að 4. maður Alþýðuflokksins felldi 5. mann Sjálfstæðisflokks og þar með meirihlutann.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 312 37,50% 3
Framsóknarflokkur 115 13,82% 1
Sjálfstæðisflokkur 405 48,68% 5
Samtals gild atkvæði 832 100,00% 9
Auðir seðlar 3 0,36%
Ógildir seðlar 5 0,60%
Samtals greidd atkvæði 840 80,00%
Á kjörskrá 1.050
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. (Sj.) 405
2. Hálfdán Sveinsson (Alþ.) 312
3. (Sj.) 203
4. Guðmundur Kr. Ólafsson (Alþ.) 156
5. (Sj.) 135
6. Þórarinn Sæmundsson (Fr.) 115
7. Sveinbjörn Oddsson (Alþ.) 104
8. (Sj.) 101
9. (Sj.) 81
Næstir inn vantar
Jóhann S. Jóhannsson (Alþ.) 13
(Fr.) 48

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru Jón Sigmundsson, Jón Árnason, Guðmundur Guðjónsson, Haraldur Böðvarsson og Ólafur B. Björnsson.

Framboðslistar

Listi Alþýðuflokks Listi Framsóknarflokks Listi Sjálfstæðisflokks
Hálfdán Sveinsson, kennari Þórarinn Sæmundsson, lögreglustjóri vantar
Guðmundur Kr. Ólafsson, fulltrúi
Sveinbjörn Oddsson, kaupmaður
Jóhann S. Jóhannsson, sjómaður
Sigríkur Sigríksson, sjómaður
Herdís Ólafsdóttir, frú
Arnmundur Gíslason, verkamaður
Árni B. Sigurðsson, hárskeri
Daníel Þjóðbjörnsson, múrari
Gunnar Guðmundsson, vélstjóri

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 5. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.

%d bloggurum líkar þetta: