Landið 1991

Úrslit

1991 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Alþýðuflokkur 24.459 15,50% 6 4 10
Framsóknarflokkur 29.866 18,93% 13 13
Sjálfstæðisflokkur 60.836 38,56% 21 5 26
Alþýðubandalag 22.706 14,39% 8 1 9
Samtök um kvennalista 13.069 8,28% 2 3 5
Þjóðarfl./Flokkur mannsins 2.871 1,82% 0
Frjálslyndir 1.927 1,22% 0
Heimastjórnarsamtök 975 0,62% 0
Grænt framboð 502 0,32% 0
Öfgasinnaðir Jafnaðarm. 459 0,29% 0
Verkamannaflokkur Íslands 99 0,06% 0
Gild atkvæði samtals 157.769 100,00% 50 13 63
Auðir seðlar 2.113 1,32%
Ógildir seðlar 260 0,16%
Greidd atkvæði samtals 160.142 87,62%
Á kjörskrá 182.768

Stytt nöfn á framboðum: Þjóðarflokkur – Flokkur mannsins og Öfgasinnaðir Jafnaðarmenn.

Sjálfstæðisflokkur bætti við sig 8 þingmönnum og Alþýðubandalagið 1 þingmanni. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur hluti óbreyttan fjölda þingmanna. Kvennalistinn tapaði 1 þingmanni. Samtök um jafnrétti og félagshyggju sem fengu einn þingmann 1987 bauð ekki fram. Borgaraflokkurinn sem hlaut 7 þingmenn bauð ekki fram en tveir þingmenn flokksins höfðu gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Flestir hinna tóku sæti á listum Frjálslyndra sem náði ekki kjörnum þingmanni.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur(26): Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi Björn Albertsson, Sólveig Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Guðmundur Hallvarðsson(u) Reykjavík, Ólafur G. Einarsson, Salome Þorkelsdóttir, Árni M. Mathiesen, Árni R. Árnason og Sigríður A. Þórðardóttir (u) Reykjanesi, Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson(u) Vesturlandi, Matthías Bjarnason og Einar K. Guðfinnsson Vestfjörðum, Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson(u) Norðurlandi vestra, Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich Norðurlandi eystra, Egill Jónsson Austurlandi, Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen og Eggert Haukdal(u) Suðurlandi.

Framsóknarflokkur(13): Finnur Ingólfsson Reykjavík, Steingrímur Hermannsson Reykjanesi, Ingibjörg Pálmadóttir Vesturlandi, Ólafur Þ. Þórðarson Vestfjörðum, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson Norðurlandi vestra,  Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson Norðurlandi eystra, Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson Austurlandi, Jón Helgason og Guðni Ágústsson Suðurlandi,

Alþýðuflokkur(10): Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson(u) Reykjavík, Jón Sigurðsson, Karl Steinar Guðnason og Rannveig Guðmundsdóttir(u) Reykjanesi, Eiður Guðnason Vesturlandi, Sighvatur Björgvinsson Vestfjörðum, Sigbjörn Gunnarsson(u) Norðurlandi eystra og Gunnlaugur Stefánsson Austurlandi.

Alþýðubandalag(9): Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir Reykjavík, Ólafur Ragnar Grímsson Reykjanesi, Jóhann Ársælsson Vesturlandi, Kristinn H. Gunnarsson(u) Vestfjörðum, Ragnar Arnalds Norðurlandi vestra, Steingrímur J. Sigfússon Norðurlandi eystra, Hjörleifur Guttormsson Austurlandi og Margrét Frímannsdóttir Suðurlandi.

Samtök um kvennalista(5): Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristín Einarsdóttir(u) og Kristín Ástgeirsdóttir(u) Reykjavík, Anna Ólafsdóttir Björnsson Reykjanesi og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir(u) Vestfjörðum.

Breytingar á kjörtímabilinu

Jón Sigurðsson þingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi sagði af sér þingmennsku 1993 er hann var skipaður seðlabankastjóri og tók Guðmundur Árni Stefánsson sæti hans.

Eiður Guðnason þingmaður Alþýðuflokksins á Vesturlandi sagði af sér þingmennsku 1993 er hann var skipaður sendiherra í Noregi og tók Gísli S. Einarsson sæti hans.

Karl Steinar Guðnason þingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi sagði af sér þingmennsku 1993 er hann var skipaður forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og tók Petrína Baldursdóttir sæti hans.

Steingrímur Hermannsson þingmaður Framsóknarflokksins á Reykjanesi sagði af sér þingmennsku 1994 er hann var skipaður seðlabankastjóri og tók Jóhann Einvarðsson sæti hans.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður Samtaka um kvennalista í Reykjavík sagði af sér þingmennsku 1994 er hún varð borgarstjóri í Reykjavík og tók Guðrún J. Halldórsdóttir sæti hennar.

Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Alþýðuflokksins sagði sig úr flokknum í september 1994 og var utan flokka til kosninga.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.