Norðurland eystra 1983

Framsóknarflokkur: Ingvar Gíslason var þingmaður Norðurlands eystra frá 1961. Stefán Valgeirsson var þingmaður Norðurlands eystra frá 1967. Guðmundur Bjarnason var þingmaður Norðurlands eystra frá 1979.

Sjálfstæðisflokkur: Lárus Jónsson var þingmaður Norðurlands eystra frá 1971. Halldór Blöndal var þingmaður Norðurlands eystra landskjörinn 1979-1983 og kjördæmakjörinn frá 1983.

Alþýðubandalag: Steingrímur J. Sigfússon var þingmaður Norðurlands eystra frá 1983.

Bandalag Jafnaðarmanna: Kolbrún Jónsdóttir var þingmaður Norðurlands eystra landskjörin frá 1983.

Fv.þingmenn: Árni Gunnarsson var þingmaður Norðurlands eystra landskjörinn 1978-1979 og kjördæmakjörinn 1979-1983.

Stefán Jónsson var þingmaður Norðurlands eystra 1974-1983.

Flokkabreytingar: Jón Helgason í 12. sæti á lista Alþýðuflokksins var 4. á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1971. Málmfríður Sigurðardóttir í 1. sæti Samtaka um kvennalista var í 8. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1979.

Prófkjör voru hjá Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki, forval hjá Alþýðubandalagi og kosning á kjördæmisþingi hjá Framsóknarflokki.

Úrslit

1983 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 1.504 10,97% 0
Framsóknarflokkur 4.751 34,67% 3
Sjálfstæðisflokkur 3.727 27,20% 2
Alþýðubandalag 2.308 16,84% 1
Samtök um kvennalista 791 5,77% 0
Bandalag Jafnaðarmanna 623 4,55% 0
Gild atkvæði samtals 13.704 100,00% 6
Auðir seðlar 285 2,03%
Ógildir seðlar 27 0,19%
Greidd atkvæði samtals 14.016 87,00%
Á kjörskrá 16.110
Kjörnir alþingismenn
1. Ingvar Gíslason (Fr.) 4.751
2. Lárus Jónsson (Sj.) 3.727
3. Stefán Valgeirsson (Fr.) 2.376
4. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) 2.308
5. Halldór Blöndal (Sj.) 1.864
6. Guðmundur Bjarnason (Fr.) 1.584  
Næstir inn vantar
Árni Gunnarsson (Alþ.) 80 2.vm.landskjörinn
Málmfríður Sigurðardóttir (Kv.) 793 1.vm.landskjörinn
Svanfríður Jónasdóttir (Abl.) 860
Kolbrún Jónsdóttir (BJ) 961 Landskjörin
Björn Dagbjartsson (Sj.) 1.025

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Árni Gunnarsson, alþingismaður, Reykjavík Ingvar Gíslason, menntamálaráðhera, Akureyri Lárus Jónsson, alþingismaður, Akureyri
Hreinn Pálsson, lögmaður, Akureyri Stefán Valgeirsson, alþingismaður, Auðbrekku, Skriðuhr. Halldór Blöndal, alþingismaður, Reykjavík
Arnljótur Sigurjónsson, rafvirkjameistari, Húsavík Guðmundur Bjarnason,  alþingismaður, Keflavík Björn Dagbjartsson, matvælaverkfræðingur, Reykjavík
Jónína Óskarsdóttir, verkakona, Ólafsfirði Níels Á. Lund, æskulýðsfulltrúi, Reykjavík Vigfús Jónsson, bóndi, Laxamýri, Reykjahreppi
Stefán Matthíasson, nemi, Akureyri Valgerður Sverrisdóttir, húsmóðir, Lómatjörn, Grýtubakkahr. Júlíus Sólnes, prófessor, Seltjarnarnesi
Alfreð Gíslason, nemi, Akureyri Hákon Hákonarson, vélvirki, Akureyri Svavar B. Magnússon, framkvæmdastjóri, Ólafsfirði
Hermann Grétar Guðmundsson, bóndi, Akurbakka, Grýtubakkahr. Þóra Hjaltadóttir, ráðunautur, Akureyri Sverrir Leósdóttir, útgerðarstjóri, Akureyri
Hallsteinn Guðmundsson, fiskiðnaðarmaður, Raufarhöfn Böðvar Jónsson, bóndi, Gautlöndum, Skútustaðahreppi Svanhildur Björgvinsdóttir, kennari, Dalvík
Kornáð Eggertsson, bifreiðarstjóri, Húsavík María Jóhannsdóttir, húsmóðir, Syðra-Álandi, Svalbarðshr. Guðmundur H. Frímannsson, kennari, Akureyri
Jóhann Sigurðsson, sjómaður, Hrísey Kristján Ólafsson, útibússtjóri, Dalvík Björgvin Þóroddsson, bóndi, Garði, Svalbarðshreppi
Guðrún Sigurbjörnsdóttir, tryggingafulltrúi, Akureyri Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri, Raufarhöfn Margrét Yngvadóttir, verslunarstjóri, Akureyri
Jón Helgason, form.Einingar, Akureyri Finnur Kristjánsson, fv.kaupfélagsstjóri, Húsavík Ásgrímur Hartmannsson, framkvæmdastjóri, Akureyri
Alþýðubandalag Samtök um kvennalista Bandalag Jafnaðarmanna
Steingrímur J. Sigfússon, jarðfræðingur, Gunnarsstöðum, Svalbarðshr. Málmfríður Sigurðardóttir, húsmóðir, Jaðri, Reykdælahreppi Kolbrún Jónsdóttir, sjúkraliði, Húsavík
Svanfríður Jónasdóttir, kennari, Dalvík Elín Antonsdóttir, verkakona, Akureyri Páll Bergsson, yfirkennari, Akureyri
Helgi Guðmundsson, trésmiður, Akureyri Þorgerður Hauksdóttir, kennari, Akureyri Snjólaug Bragadóttir, rithöfundur, Dalvík
Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, Akureyri Hilda Torfadóttir, kennari, Laugum Guðbjörg Guðmundsdóttir, hótelstýra, Þórshöfn
Kristján Ásgeirsson, útgerðarstjóri, Húsavík Anna Guðjónsdóttir, húsmóðir, Raufarhöfn Rögnvaldur Jónsson, skrifstofumaður, Akureyri
Dagný Marinósdóttir, húsmóðir, Sauðanesi, Sauðaneshreppi Hólmfríður Jónsdóttir, bókavörður, Akureyri Sverrir Þórisson, vélfræðingur, Akureyri
Erlingur Sigurðsson, kennari, Akureyri Jóhanna Helgadóttir, húsmóðir, Dalvík Snædís Gunnlaugsdóttir, dómarafulltrúi, Húsavík
Eysteinn Sigurðsson, bóndi, Arnarvatni, Skútustaðahreppi Kristbjörg Sigurðardóttir, verkakona, Húsavík Albert Gunnlaugsson, útgerðarmaður, dalvík
Aðalsteinn Baldursson, verkamaður, Húsavík Jófríður Traustadóttir, fóstra, Grund, Hrafnagilshreppi Guðmundur J. Stefánsson, verslunarmaður, Húsavík
Björn Þór Ólafsson, íþróttakennari, Ólafsfirði Þorbjörg Vilhjálmsdóttir, kennari, Húsavík Bergur Steingrímsson, verkfræðingur, Akureyri
Ingibjörg Jónasdóttir, skrifstofumaður, Akureyri Valgerður Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, Akureyri Hallgrímur Ingólfsson, innanhússarkitekt, Akureyri
Stefán Jónsson, alþingismaður, Syðra-Hóli, Hálshreppi Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, bóndi, Árnesi, Aðaldælahreppi Jón Maríus Jónsson, verkstjóri, Akureyri

Prófkjör

Alþýðuflokkur 1.sæti 1.-2.sæti 1.-3.sæti
Árni Gunnarsson 749 937 1012
Hreinn Pálsson 592 971
Arnljótur Sigurjónsson 242 498 954
Jósep Snæland Guðbjartsson 83 121 285
Auðir og ógildir 76
Alls greiddu 1150 atkvæði
Framsóknarflokkur 1.sæti 1.-2.sæti 1.-3. sæti 1.-4.sæti 1.-5.sæti 1.-6.sæti
Ingvar Gíslason 91
Stefán Valgeirsson 56 189
Guðmundur Bjarnason 72 91 195
Níels Á. Lund 6 21 67 163
Valgerður Sverrisdóttir 0 23 43 94 187
Hákon Hákonarson 2 12 36 74 130 227
Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2.sæti 1.-3. sæti 1.-4.sæti 1.-5.sæti 1.-6.sæti
Lárus Jónsson 1120 1413 1593 1716 1747 1765
Halldór Blöndal 263 1274 1467 1607 1646 1669
Björn Dagbjartsson 247 513 878 1137 1203 1248
Vigfús B. Jónsson 41 130 638 992 1128 1219
Júlíus Sólnes 251 451 702 937 1047 1097
Svavar B. Magnússon 5 42 257 756 937 1047
Sverrir Leósson 907
2064 greiddu atkvæði
110 auðir og ógildir
Alþýðubandalag  1.sæti 1.-2.sæti 1.-3. sæti 1.-4.sæti
Steingrímur J. Sigfússon 131 238
Svanfríður Jónasdóttir 121 207
Helgi Guðmundsson 117 142
Soffía Guðmundsdóttir 147
Kristján Ásgeirsson 123
Dagný Marinósdóttir 122
Erlingur Sigurðarson 83
Eysteinn Sigurðsson 74

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Alþýðublaðið 2.2.1983, Dagur 2.11.1982, Morgunblaðið 26.1.1983 og Þjóðviljinn 2.2.1983, 15.2.1983.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: