Akureyri 1914

Fjórir menn kjörnir í stað Bjarna Jónssonar, Guðmundar Ólafssonar, Ottó Tuliníusar og Kristínar Eggertsdóttur. Fimm listar komu fram. Þeir voru: A-listi Verkamanna, B-listi kenndur við Tulinius, C-listi Oddeyrar / Heimastjórnar- og Sambandsmenn, D-listi Kvenfólks og E-listi Sigurðar dýralæknis. E-listi hlaut 104 atkvæði en aðrar atkvæðatölur vantar.

Kjörnir bæjarfulltrúar: Ásgeir Pétursson kaupmaður, Bjarni Einarsson  skipasmiður á E-lista, Bjarni Jónsson ritstjóri (C-lista)og Otto Tuliníus konsúll (B-listi) til þriggja ára.

Bjarni Jónsson C-lista vann sæti á hlutkesti við Björn Líndal einnig á C-lista. C-listi var kenndur við Heimstjórnar- og Sambandsmenn.

Aukakosning 21.janúar

Einn maður kjörinn í stað Bjarna Jónssonar bankastjóra.

Björn Líndal, lögmaður 240 64,00%
Sigtryggur Jónsson ,timburmeistari 74 19,73%
Júlíus Árnason, fiskimatsmaður 61 16,27%
Samtals 375 100,00%

Heimildir: Austri 10.1.1914, Árvakur 9.1.1914, Ísafold 7.1.1914, Mjölnir 7.1.1914, Morgunblaðið 4.1.1914, 22.1.1914, Norðri 24.12.1913, 31.12.1913, 24.1.1914, Norðurland 5.1.1914, Vestri 10.1.1914, Vísir 4.1.1914, 6.1.1914 og Þjóðviljinn 12.1.1914.