Reykjavík 1959(okt)

Þingmönnum kjördæmisins  Reykjavíkur fjölgaði úr 8 í 12.

Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Benediktsson var þingmaður Reykjavíkur frá 1942(júlí)-1946 og frá 1949. Landskjörinn þingmaður Reykjavíkur 1946-1949. Jóhann Hafstein var þingmaður Reykjavíkur frá 1946. Gunnar Thoroddsen var þingmaður Mýrasýslu landskjörinn 1934-1937, Snæfellsnessýslu landskjörinn 1942 (júlí-okt.), þingmaður Snæfellsnessýslu 1942 (okt.) -1949 og þingmaður Reykjavíkur frá 1953. Ragnhildur Helgadóttir var þingmaður Reykjavíkur frá 1956. Ólafur Björnsson var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn frá 1956-1959(júní). Auður Auðuns og Pétur Sigurðsson voru nýir kjördæmakjörnir þingmenn og Birgir Kjaran var nýr þingmaður Reykjavíkur landskjörinn.

Alþýðubandalag: Einar Olgeirsson var þingmaður Reykjavíkur frá 1937.  Alfreð Gíslason var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn frá 1956-1959(júní), hann var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn 1953. Eðvarð Sigurðsson var nýkjörinn þingmaður.

Alþýðuflokkur: Gylfi Þ. Gíslason var þingmaður Reykjavíkur frá 1946-1949 og aftur frá 1959(júní) en landskjörinn þingmaður Reykjavíkur frá 1949-1959(júní).  Eggert G. Þorsteinsson var þingmaður Seyðisfjarðar landskjörinn 1953-1956, þingmaður Reykjavíkur 1957-1959(júní) og frá 1959(okt.), landskjörinn þingmaður Reykjavíkur frá 1959(júní)-1959(okt.). Sigurður Ingimundarson var kjörinn þingmaður Reykjavíkur landskjörinn.

Framsóknarflokkur: Þórarinn Þórarinsson var þingmaður Reykjavíkur frá 1959(júní). Jón Ívarsson var þingmaður Austur Skaftafellssýslu 1939-1942(júlí).

Þjóðvarnarflokkur: Gils Guðmundsson var þingmaður Reykjavíkur 1953-1956. Aðeins munaði 107 atkvæðum að Gils næði kjöri í stað Péturs Sigurðssonar Sjálfstæðisflokki.

Úrslit

1959 október Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 5.946 16,84% 2
Framsóknarflokkur 4.100 11,61% 1
Sjálfstæðisflokkur 16.474 46,66% 7
Alþýðubandalag 6.543 18,53% 2
Þjóðvarnarflokkur 2.247 6,36% 0
Gild atkvæði samtals 35.310 100,00% 12
Auðir seðlar 419 1,17%
Ógildir seðlar 70 0,20%
Greidd atkvæði samtals 35.799 89,43%
Á kjörskrá 40.028
Kjörnir alþingismenn
1. Bjarni Benediktsson (Sj.) 16.474
2. Auður Auðuns (Sj.) 8.237
3. Einar Olgeirsson (Abl.) 6.543
4. Gylfi Þ. Gíslason (Alþ.) 5.946
5. Jóhann Hafstein (Sj.) 5.491
6. Gunnar Thoroddsen (Sj.) 4.119
7. Þórarinn Þórarinsson (Fr.) 4.100
8. Ragnhildur Helgadóttir (Sj.) 3.295
9. Alfreð Gíslason (Abl.) 3.272
10. Eggert G. Þorsteinsson (Alþ.) 2.973
11. Ólafur Björnsson (Sj.) 2.746
12. Pétur Sigurðsson (Sj.) 2.353
Næstir inn  vantar
Gils Guðmundsson (Þj.) 107
Eðvarð Sigurðsson (Abl.) 518 Landskjörinn
Einar Ágústsson (Fr.) 607
Sigurður Ingimundarson (Alþ.) 1.115 Landskjörinn
Birgir Kjaran (Sj.) Landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Reykjavík Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Reykjavík Bjarni Benediktsson ritstjóri, Reykjavík
Eggert G. Þorsteinsson, múrari, Reykjavík Einar Ágústsson, lögfræðingur, Reykjavík Auður Auðuns, frú, Reykjavík
Sigurður Ingimundarson, efnafræðingur, Reykjavík Unnur Kolbeinsdóttir, frú, Reykjavík Jóhann Hafstein, bankastjóri, Reykjavík
Katrín Smári, húsfreyja, Reykjavík Kristján Thorlacius,  deildarstjóri, Reykjavík Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Reykjavík
Garðar Jónsson, verkstjóri, Reykjavík Kristinn Sveinsson, trésmiður, Reykjavík Ragnhildur Helgadóttir, frú, Reykjavík
Ingimundur Erlendsson, iðnverkamaður, Reykjavík Jónas Guðmundsson, stýrimaður, Reykjavík Ólafur Björnsson, prófessor, Reykjavík
Sverrir Þorbjörnsson, forstjóri, Reykjavík Dóra Guðbjartsdóttir, frú, Reykjavík Pétur Sigurðsson, sjómaður, Reykjavík
Ellert Ág. Magnússon, prentari, Reykjavík Kristján Friðriksson, iðnrekandi, Reykjavík Birgir Kjaran, hagfræðingur, Reykjavík
Jón Hjálmarsson, verkamaður, Reykjavík Eysteinn Þórðarson, skrifstofumaður, Reykjavík Davíð Ólafsson,  fiskimálastjóri, Reykjavík
Baldur Eyþórsson, prentsmiðjustjóri, Reykjavík Jón D. Guðmundsson, verkamaður, Reykjavík Geir Hallgrímsson, hrl. Reykjavík
Guðbjörg Brynjólfsdóttir, húsfreyja, Reykjavík Kristján Benediktsson, kennari, Reykjavík Jóhann Sigurðsson, verkamaður, Reykjavík
Kári Ingvarsson, húsasmiður, Reykjavík Elín Gísladóttir, frú, Reykjavík Baldvin Tryggvason, lögfræðingur, Reykjavík
Hjalti Gunnlaugsson, bátsmaður, Reykjavík Sverrir Jónsson, flugstjóri, Reykjavík Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Guðmundur Sigurþórsson, járnsmiður, Reykjavík Einar Eysteinsson, iðnverkamaður, Reykjavík Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir, Reykjavík
Björn Pálsson, flugmaður, Reykjavík Bergljót Guttormsdóttir, frú, Reykjavík Pétur Sæmundsen, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Jón Pálsson, bókbandsmeistari, Reykjavík Hannes Pálsson, bankaritari, Reykjavík Ólafur Pálsson, mælingafulltrúi, Reykjavík
Þóra Einarsdóttir, húsfreyja, Reykjavík Sigurður Sigurjónsson, rafvikjameistari, Reykjavík Jóna Magnúsdóttir, iðnverkakona, Reykjavík
Sigurður Magnússon, fulltrúi, Reykjavík Kristján Þorsteinsson, stórkaupmaður, Reykjavík Ingvar Vilhjálmsson, útgerðarmaður, Reykjavík
Friðfinnur Ólafsson, forstjóri, Reykjavík Björn R. Einarsson, hljómsveitarstjóri, Reykjavík Jón Kristjánsson, verkamaður, Reykjavík
Gunnlaugur Þórðarson, hdl. Reykjavík Guðni Ólafsson, flugumferðarstjóri, Reykjavík Birgir Gunnarsson, stud.jur. Reykjavík
Ólafur Hansson, menntaskólakennari, Reykjavík Jón Ívarsson, forstjóri, Reykjavík Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, Reykjavík
Soffía Ingvarsdóttir, húsfreyja, Reykjavík Guðlaug Narfadóttir, frú, Reykjavík Tómas Guðmundsson, skáld, Reykjavík
Halldór Halldórsson, prófessor, Reykjavík Sigurjón Guðmundsson, skrifstofustjóri, Reykjavík Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir, Reykjavík
Jóhanna Egilsdóttir, húsfreyja, Reykjavík Sveinn Víkingur, fv.bikupsritari, Reykjavík Sigurður Kristjánsson, forstjóri, Reykjavík
Alþýðubandalag Þjóðvarnarflokkur
Einar Olgeirsson, ritstjóri, Reykjavík Gils Guðmundsson, rithöfundur, Reykjavík
Alfreð Gíslason, læknir, Reykjavík Þorvarður Örnólfsson, kennari, Reykjavík
Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar, Reykjavík Þórhallur Vilmundarson, menntaskólakennari, Reykjavík
Margrét Sigurðardóttir, húsmóðir, Reykjavík Guðmundur Löve, fulltrúi, Reykjavík
Jónas Árnason, rithöfundur, Kópavogi Guðríður Gísladóttir, frú, Reykjavík
Guðgeir Jónsson, bókbindari, Reykjavík Arnór Sigurjónsson, ritstjóri, Reykjavík
Snorri Jónsson, járnsmiður, Reykjavík Bárður Daníelsson, verkfræðingur, Reykjavík
Margrét Auðunsdóttir, starfsstúlka, Reykjavík Helga Jóhannsdóttir, frú, Reykjavík
Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari, Reykjavík Björn E. Jónsson, verkstjóri, Reykjavík
Kristján Gíslason, verðlagsstjóri, Reykjavík Eggert H. Kristjánsson, póstmaður, Reykjavík
Jón Tímóteusson, sjómaður, Reykjavík Kristján Jóhannesson, rakari, Reykjavík
Guðrún Árnadóttir, húsmóðir, Reykjavík Jarþrúður Pétursdóttir, frú, Reykjavík
Halldóra Danivalsdóttir, iðnverkakona, Reykjavík Einar Hannesson, fulltrúi, Reykjavík
Friðbjörn Benónísson, kennari, Reykjavík Kristmann Eiðsson, stud.jur. Reykjavík
Stefán O. Magnússon, framkvæmdastjóri, Reykjavík Valdimar Jónsson, efnafræðingur, Reykjavík
Sigvaldi Thordarson, arkitekt, Reykjavík Bergþór Jóhannsson, cand.rer.nat, Reykjavík
Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, Reykjavík Sigurjón Þorbergsson, iðnverkamaður, Reykjavík
Guðmundur Jónsson, verslunarmaður, Reykjavík Sigrún Árnadóttir, frú, Reykjavík
Eggert Ólafsson, verslunarmaður, Reykjavík Ingimar Jónasson, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Kristján Guðlaugsson, málari, Reykjavík Kristján Jónsson, loftskeytamaður, Reykjavík
Hannes M. Stephensen, form.Dagsbrúnar Reykjavík Ásgeir Höskuldsson, póstmaður, Reykjavík
Þórarinn Guðnason, læknir, Reykjavík Ingimar Jörgensen, kaupmaður, Reykjavík
Katrín Thoroddsen, yfirlæknir, Reykjavík Björn Sigfússon, háskólabókavörður, Reykjavík
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur, Gljúfrasteini Valdimar Jóhannsson, bókaútgefandi, Reykjavík

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: