Vestfirðir 1959(okt)

Vestfjarðakjördæmi varð til við sameiningu kjördæmanna Barðastrandasýslu, Vestur Ísafjarðarsýslu, Ísafjarðar, Norður Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu. Kjördæmakjörnir þingmenn urðu 5 eins og áður.

Sjálfstæðisflokkur: Gísli Jónsson var þingmaður Barðastrandasýslu frá 1942(júlí)-1956 og frá 1959(júní)-1959(okt.) og Vestfjarða frá 1959(okt.). Kjartan J. Jóhannsson var þingmaður Ísafjarðar frá 1953-1959(okt.) og þingmaður Vestfjarða frá 1959(okt.).

Framsóknarflokkur: Hermann Jónasson var þingmaður Strandasýslu frá 1934-1959(okt) og Vestfjarða frá 1959(okt.). Sigurvin Einarsson var þingmaður Barðastrandasýslu frá 1956-1959(júní) og Vestfjarða frá 1959(okt.).

Alþýðuflokkur: Birgir Finnsson var kjörinn þingmaður Vestfjarða.

Alþýðubandalag: Hannibal Valdimarsson var landskjörinn þingmaður Norður Ísafjarðarsýslu 1946-1952, þingmaður Ísafjarðar frá aukakosningunum 1952-1953, landskjörinn þingmaður Ísafjarðar frá 1953-1956 fyrir Alþýðuflokkinn. Þingmaður Reykjavíkur fyrir Alþýðubandalagið frá 1956-1959(okt.). Þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1959(okt.).

Fv.þingmenn: Sigurður Bjarnason var þingmaður Norður Ísafjarðarsýslu frá 1942(júlí)-1959(okt.) Þorvaldur Garðar Kristjánsson var þingmaður Vestur Ísafjarðarsýslu 1959(júní)-1959(okt.)


Úrslit

1959 október Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 680 13,49% 1
Framsóknarflokkur 1.744 34,61% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.957 38,84% 2
Alþýðubandalag 658 13,06% 0
Gild atkvæði samtals 5.039 100,00% 5
Auðir seðlar 69 1,34%
Ógildir seðlar 28 0,55%
Greidd atkvæði samtals 5.136 89,95%
Á kjörskrá 5.710
Kjörnir alþingismenn
1. Gísli Jónsson (Sj.) 1.957
2. Hermann Jónasson (Fr.) 1.744
3. Kjartan J. Jóhannsson (Sj.) 979
4. Sigurvin Einarsson (Fr.) 872
5. Birgir Finnsson (Alþ.) 680
Næstir inn vantar
Hannibal Valdimarsson (Abl.) 23 Landskjörinn
Sigurður Bjarnason (Sj.) 84 1.vm.landskjörinn
Bjarni Guðbjörnsson (Fr.) 297
Hjörtur Hjálmarsson (Alþ.) 3.vm.landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri, Ísafirði Hermann Jónasson, hrl. Reykjavík
Hjörtur Hjálmarsson, skólastjóri, Flateyri Sigurvin Einarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Ágúst H. Pétursson, sveitarstjóri, Patreksfirði Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri, Ísafirði
Guðmundur Jóhannesson, héraðslæknir, Bolungarvík Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli
Jón H. Guðmundsson, skólastjóri, Ísafirði Þórður Hjaltason, sveitarstjóri, Bolungarvík
Sigurður Pétursson, skólastjóri, Ísafirði Hafliði Ólafsson, bóndi, Ögri
Guðmundur Andrésson, rafvirki, Þingeyri Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft
Jens Hjörleifsson, sjómaður, Hnífsdal Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Króksfjarðarnesi
Skarphéðinn Gíslason, vélstjóri, Bíldudal Jónas Jónsson, bóndi, Melum
Elías H. Guðmundsson, útibússtjóri, Bolungarvík Ragnar Ásgeirsson, héraðslæknir, Ísafirði
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Gísli Jónsson, forstjóri, Reykjavík Hannibal Valdimarsson,  forseti ASÍ, Reykjavík
Kjartan J. Jóhannsson,, læknir, Ísafirði Steingrímur Pálsson, umdæmisstjóri, Brú
Sigurður Bjarnason, , ritstjóri, Reykjavík Ásgeir Svanbergsson, bóndi, Þúfum
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, deildarstjóri, Reykjavík Ingi S. Jónsson, verkamaður, Þingeyri
Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri, Ísafirði Játvarður Jökull Júlíusson, oddviti, Miðjanesi
Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður, Bolungarvík Haraldur Guðmundsson, skipstjóri, Ísafirði
Jörundur Gestsson, bóndi, Hellu Davíð Davíðsson, bóndi, Sellátrum
Arngrímur Jónsson, kennari, Núpi Guðsteinn Þengilsson, héraðslæknir, Suðureyri
Kristján Jónsson, síldarmatsmaður, Hólmavík Páll Sólmundarson, sjómaður, Bolungarvík
Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarstöðum

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: