Vestmannaeyjar 1938

Í framboði voru sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Kommúnistaflokks Íslands, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Þjóðernissinna. Sjálfstæðisflokkurin hlaut 5 bæjarfulltrúa eins og 1934 og hélt hreinum meirihluta sínum. Sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Kommúnistaflokks hlaut 3 bæjarfulltrúa en 1934 fékk Kommúnistaflokkurinn þrjá bæjarfulltrúa en Alþýðuflokkurinn einn. Framboðið vantaði 38 atkvæði til að fella 5. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þar með meirihluta hans. Framsóknarflokkurinn sem ekki bauð fram 1934 hlaut 1 bæjarfulltrúa. Þjóðernissinnar voru langt frá að ná inn manni.

Úrslit

1938 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðufl./Komm.fl. 655 36,84% 3
Framsóknarflokkur 195 10,97% 1
Sjálfstæðisflokkur 866 48,71% 5
Þjóðernissinnar 62 3,49%
Samtals gild atkvæði 1.778 100,00% 9
Auðir seðlar 14 0,78%
Ógildir seðlar 12 0,67%
Samtals greidd atkvæði 1.804 91,43%
Á kjörskrá 1.973
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Ársæll Sveinsson (Sj.) 866
2. Ísleifur Högnason (Alþ./Komm.) 655
3. Ástþór Matthíasson (Sj.) 433
4. Páll Þorbjörnsson (Alþ./Komm.) 328
5. Guðlaugur Gíslason (Sj.) 289
6. Haraldur Bjarnason (Alþ./Komm.) 218
7. Haraldur Eiríksson (Sj.) 217
8. Sveinn Guðmundsson (Fr.) 195
9. Ólafur Auðunsson (Sj.) 173
Næstir inn vantar
Guðmundur Sigurðsson (Alþ./Komm.) 38
Karl Kristmanns (Þjóðe.) 112
Sigurjón Sigurbjörnsson (Fr.) 152

Framboðslistar

Alþýðuflokkur og       
Kommúnistaflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Þjóðernissinnar
Ísleifur Högnason Sveinn Guðmundsson, kaupmaður Ársæll Sveinsson, útgerðarmaður Karl Kristmanns, kaupmaður
Páll Þorbjörnsson Sigurjón Sigurbjörnsson, fulltrúi Ástþór Matthíasson, forstjóri Björn Bjarnason, sjómaður
Haraldur Bjarnason Guðlaugur Brynjólfsson, útgerðarmaður Guðlaugur Gíslason, forstjóri Vigfús Jónsson, vélvirki
Guðmundur Sigurðsson Guðrún Stefánsdóttir, frú Haraldur Eiríksson, rafvirki Friðrik Matthíasson, skrifstofumaður
Jón Rafnsson Hálfdán Þorsteinsson, sjómaður Ólafur Auðunsson, útgerðarmaður Njáll Andersen, vélvirki
Guðlaugur Hansson Hannes Sigurðsson, bóndi Þorsteinn Jónsson Jón Jónsson, sjómaður
Þórður Benediktsson Guðmundur Ólafsson, útgerðarmaður Hinrik G. Jónsson  Aðeins sex nöfn voru á listanum
Elías Sigfússon Einar Vilhjálmsson, trésmiðru Tómas M. Guðjónsson
Ingibergur Jónsson Sigurður Sæmundsson, verkstjóri Ólafur H. Jensson
Guðjón Karlsson Guðmundur Böðvarsson, trésmiðujr Eiríkur Ásbjörnsson
Ólafur A. Kristjánsson Ársæll Sigurðsson, kennari Sigurður Ólason
Kjartan Jónsson Ólafur Jónsson, skipstjóri Oddur Þorsteinsson
Sigurður Guttormsson Matthías Finnbogason, skipaskoðunarstjóri Steingrímur Benediktsson
Ólafur Eyjólfsson Auður Eiríksdóttir, ljósmóðir Ingimundur Bernharðsson
Þórarinn Guðmundsson Stefán Finnbogason, útgerðarmaður Guðjón Scheving
Guðmundur Helgason Nanna Magnúsdóttir, frú Pétur Guðjónsson
Guðmundur Gunnarsson Guðjón H. Guðnason, tollvörður Magnús Magnússon
Guðlaugur Gíslason Kristján Linnet, bæjarfógeti Jónas Jónsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Frón 16.1.1938, Morgunblaðið 1. febrúar 1938, Nýja Dagblaðið 9. janúar 1938, Rödd fólksins Vestmannaeyjum 14. janúar 1938 og Víðir 12. janúar 1938.


%d bloggurum líkar þetta: