Sveitarstjórnarkosningar 2022 – fréttayfirlit

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram þann 14. maí 2022.

3.6.2022 Kæru Miðflokksins hafnað. Ástæða kærunnar var að „(kjör)seðillinn hefði tvíbrotinn saman en ekki brotinn til helminga. Endi seðilsins með lista Miðflokksins hefði verið brotinn sér þannig að hann sæist ekki nema maður opnaði seðilinn alveg.“ Miðflokkurinn hlaut 3,7% atkvæða í Garðabæ en hefði þurft í kringum 7% til að ná manni inn í bæjarstjórn.

Úrskurðarnefnd kosningarmála hefur hafnað kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu bæjarstjórnarkosninganna í bænum. M.a. með þeim rökum að: „Yfir­kjör­stjórn fellst ekki á með kær­anda að um­brot seðils­ins hafi valdið sér­stök­um vand­kvæðum við fram­kvæmd kosn­ing­anna eða um hafi verið að ræða ágalla sem áhrif hafi haft á úr­slit þeirra. Ein­föld skoðun kjós­anda á kjör­seðli hafi af­drátt­ar­laust leitt í ljós að kjör­seðill­inn var sam­an­brot­inn og að opna þyrfti seðil­inn á tvo vegu um fyr­ir fram gef­in brot á seðlin­um við fram­kvæmd kosn­ing­anna,“

29.5.2022 Að breyta atkvæðum í kjörna fulltrúa – 5. hluti. Í tveimur síðustu færslum hefur verið skoðað hverju það hefði breytt ef sveitarfélög hefðu verið með hámarksfjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Ef við skoðum hvernig meðalfrávik á hlutfalli kjörinna fulltrúa og hlutfalli atkvæða breyttist við þetta kemur í ljós að almenna reglan er að meðalfrávikið lækkaði (13 af 21 tilviki) með kjörnum fulltrúum þó það sé ekki algilt.

Meðalfrávik lækkaði mikið (8): Seltjarnarnes, Garðabær, Mosfellsbær, Grindavík, Suðurnesjabær, Akranes, Ísafjarðarbær og Árborg.

Meðalfrávik lækkaði nokkuð (2): Hafnarfjörður og Akureyri.

Meðalfrávik lækkaði lítið (3): Reykjanesbær, Vestmannaeyjar og Hveragerði.

Meðalfrávik hækkaði lítið (4): Reykjavík, Kópavogur, Borgarbyggð og Hornafjörður.

Meðalfrávik hækkaði nokkuð (4): Skagafjörður, Norðurþing, Fjarðabyggð og Ölfus.

28.5.2022 Að breyta atkvæðum í kjörna fulltrúa – 4. hluti. Í gær var farið yfir hvaða breytingar hefðu orðið í stærstu sveitarfélögunum ef borgarfulltrúar í Reykjavík væru 31 og ef bæjarfulltrúar í stærstu sveitarfélögunum væru 15. Í næsta flokki þar fyrir neðan eru þau sveitarfélög sem eru með á bilinu 2.000 til 9.999 íbúa. Í þeim flokki er heimilt að vera með 7 til 11 fulltrúa. Hvað hefði gerst í þeim ef fulltrúar hefðu verið 11 í þeim, sömu framboð komið fram og framboðin fengið jafn mörg atkvæði?

Á Akranesi hefðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fengið 4 bæjarfulltrúa í stað 3 og Samfylkingin 3. Það hefði engu breytt um valdahlutföll í bæjarstjórn.

Í Fjarðabyggð hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 5 bæjarfulltrúa í stað 4, Fjarðlistinn 3 í stað 2, Framsóknarflokkur fengið þrjá og Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki náð inn. Þetta hefði engu breytt um valdahlutföll í bæjarstjórn.

Í Vestmannaeyjum hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 5 bæjarfulltrúa ei stað 4, H-listi Fyrir Heima 4 í stað 3 og Eyjalistinn 2. Þetta hefði engu breytt um valdahlutföll í bæjarstjórn.

Í Skagafirði hefði Framsóknarflokkurinn fengið 4 sveitarstjórnarmenn í stað 3, Byggðalistinn hefði 3 í stað 2, en Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð fengið 2 hvort framboð. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu því getað myndað meirihluta en meirihlutaviðræður þeirra flokka eru í gangi.

Í Borgarbyggð hefði Framsóknarflokkur haldið meirihlutanum, fengið 6 sveitarstjórnarmenn í stað 5. Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 3 sveitarstjórnarmenn í stað 2 en Vinstrihreyfingin grænt framboð og sameiginlegt framboð Viðreisnar og Samfylkingar fengið 1 mann hvort framboð.

Í Ísafjarðarbæ hefði Í-listinn ekki fengið hreinan meirihluta þar sem framboðið hefði aðeins fengið 5 bæjarfulltrúa af 11 en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu fengið viðbótarfulltrúana og þá þrjá fulltrúa hvort framboð.

Í Suðurnesjabæ hefði Bæjarlistinn fengið 3 bæjarfulltrúa í stað 2, Samfylkingin 3 í stað 2, Sjálfstæðisflokkur og óháðir 3 og Framsóknarflokkur 2. Sjálfstæðisflokkur og óháðir og Framsóknarflokkur hefðu því ekki getað myndað meirihluta ef bæjarfulltrúar hefðu verið 11.

Í Norðurþingi hefði Framsóknarflokkur fengið 4 bæjarfulltrúa í stað 3, Sjálfstæðisflokkur 3 í stað 2, Vinstrihreyfingin grænt framboð 2, Samfylkingin 1 og Listi samfélagsins 1. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu því enn rýmri meirihluta en unnið er að meirihlutamyndun þessara flokka.

Á Seltjarnarnesi hefði Sjálfstæðisflokkurinn haldið meirihluta sínum fengið 6 bæjarfulltrúa í stað 4. Samfylkingin og óháðir hefðu fengið 4 í stað 3 og Framtíðarlistinn náð inn einum manni.

Í Grindavík hefði Miðflokkurinn fengið 4 bæjarfulltrúa í stað 3, Sjálfstæðisflokkur 3 í stað 2, Framsóknarflokkur 2 í stað 1, Samfylkingin hefði náð inn manni og Rödd unga fólksins fengið einn mann. Þetta hefði litlu breytt um hlutföll í bæjarstjórn að öðru leyti en því að staða Miðflokksins hefði ekki verið eins sterk.

Í Hveragerði hefði Okkar Hveragerði fengið 4 bæjarfulltrúa í stað 3, Sjálfstæðisflokkur 4 bæjarfulltrúa í stað 2 og Framsóknarflokkur fengið 3 í stað 2. Þetta hefði engu breytt um valdahlutföll í bæjarstjórn.

Í Sveitarfélaginu Ölfus hefði Sjálfstæðisflokkur haldið meirihlutanum fengið 7 bæjarfulltrúa í stað 4. Framfarasinnar hefðu fengið 3 í stað 2 og Íbúalistinn 1.

Í Sveitarfélaginu Hornafirði hefði Sjálfstæðiflokkur fengið 4 bæjarfulltrúa í stað 3, Framsóknarflokkurinn o.fl. fengið 4 í stað 2 og Kex framboð 3 í stað 2. Þetta hefði engu breytt um valdahlutföll í bæjarstjórn.

27.5.2022 Að breyta atkvæðum í kjörna fulltrúa – 3. hluti. Eins og fram kom í færslu í gær að þá eru öll stærstu sveitarfélög landsins með lágmarksfjölda bæjar- og borgarfulltrúa. Reykjavík er með 23 borgarfulltrúa en má mest vera með 31. Þá eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Akureyri, Garðabær, Mosfellsbær og Sveitarfélagið Árborg öll með 11 bæjarfulltrúa en mættu mest vera með 15. En hverju hefði það breytt ef öll þessi sveitarfélög hefðu með hámarksfjölda sveitarstjórnarmanna, miðað við óbreytta atkvæðatölu og að sömu framboð hefðu komið fram?

Í Reykjavík hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 9 borgarfulltrúa í stað 6, Samfylkingin 7 í stað 5, Framsóknarflokkurinn 6 í stað 4 og Píratar 4 í stað 3. Sósíalistaflokkur Íslands hefðu fengið 2, Viðreisn 1, Flokkur fólksins 1 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 1 eins og áður. Það hefði t.d. þýtt að bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hefði haft slakari samningsstöðu þar sem að Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins hefðu getað myndað meirihluta.

Í Kópavogi hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 6 bæjarfulltrúa í stað 4, Framsóknarflokkur og Vinir Kópavogs hefðu fengið 2 hvor eins og áður, Viðreisn hefði fengið 2 í stað 1, Píratar og Samfylking hefði fengið 1 eins og áður en Vinstrihreyfingin grænt framboð hefði náð kjörnum bæjarfulltrúa. Þetta hefði engu breytt um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins.

Í Hafnarfirði hefði Sjálfstæðisflokkur fengið 6 bæjarfulltrúa í stað 4, Samfylkingin 5 í stað 4, Framsóknarflokkurinn hefði fengið 2 áfram, Viðreisn 1 áfram og Píratar hefðu náð manni inn. Þetta hefði engu breytt um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins.

Í Reykjanesbæ hefði Sjálfstæðisflokkur fengið 5 bæjarfulltrúa í stað 3, Framsóknarflokkurinn fengið 4 í stað 3, Samfylkingin 3 áfram, Bein leið 2 í stað 1 og U-listi Umbóta 1 eins og áður. Meirihlutaviðræður eru í gangi á milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar en Framsóknarflokkur og Samfylking geta myndað meirihluta án Beinnar leiðar. En hefðu bæjarfulltrúarnir verið 15 væru Framsóknarflokkur og Samfylking ekki með hreinan meirihluta heldur þyrftu á Beinni leið að halda til að mynda meirihluta.

Á Akureyri hefði L-listi fengið 3 bæjarfulltrúa áfram, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu fengið 3 fulltrúa í stað 2, Samfylkingin og Flokkur fólksins 2 í stað 1. Miðflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð hefðu haft 1 áfram. Þetta hefði þýtt að nýmyndaður meirihluti hefði ekki orðið til þar sem að L-listi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur hefðu aðeins verið með 7 af 15 bæjarfulltrúum.

Í Garðabæ hefði Sjálfstæðisflokkurinn haldið meirihlutanum með 8 fulltrúa í stað 7. Garðabæjarlistinn hefði fengið 3 bæjarfulltrúa í stað 2, Framsóknarflokkur og Viðreisn 2 í stað 1.

Í Mosfellbæ hefðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fengið 5 bæjarfulltrúa í 4, Vinir Mosfellsbæjar 2 í stað 1 og Vinstrihreyfingin grænt framboð náð inn manni. Viðreisn og Samfylkingin hefðu fengið 1 bæjarfulltrúa hvor flokkur eins og áður. Þetta hefði þýtt að nýmyndaður meirihluti hefði ekki orðið til þar sem að l, Samfylking og Viðreisn hefðu aðeins verið með 7 af 15 bæjarfulltrúum.

Í Sveitarfélaginu Árborg hefði Sjálfstæðisflokkurinn haldið meirihlutanum með 8 fulltrúa í stað 6. Framsóknarflokkur hefði fengið 3 bæjarfulltrúa í stað 2 og Vinstrihreyfingin grænt framboð hefði náð inn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hefði fengið 2 áfram og Áfram Árborg áfram 1.

26.5.2022 Að breyta atkvæðum í kjörna fulltrúa – 2. hluti. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa fer eftir ákvæðum 11.gr. sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. þar segir að fjöldinn skuli standa á oddatölu og innan eftirtalinna marka:

  • Þar sem íbúar eru undir 2.000: 5–7 aðalmenn. Minnstu sveitarfélögin eru ýmis með 5-7 aðalmenn í sveitarstjórn nema sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps og sameinað sveitarfélag Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps eru með 9 aðalmenn. Þau sveitarfélög sem skera sig úr með 5 sveitarstjórnarmenn eru Hrunamannahreppur, Mýrdalshreppur, Hörgársveit og Flóahreppur en þau eru fjölmennari en t.d. Hvalfjarðarsveit, Vopnafjarðarhreppur og Dalabyggð hvar sveitarstjórnarmenn eru 7.
  • Þar sem íbúar eru 2.000–9.999: 7–11 aðalmenn. Múlaþing er með 11 fulltrúa en það sveitarfélag varð til árið 2020. Akranes, Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Skagafjörður, Borgarbyggð, Ísafjarðarbær, Suðurnesjabær og Norðurþing eru með 9 fulltrúa. Seltjarnarnes, Grindavík, Hveragerði, Sveitarfélagið Ölfus og Sveitarfélagið Hornafjörður eru með sjö fulltrúa. Segja má að Seltjarnarnes skeri sig svolítið úr með 7 fulltrúa þar með færri en t.d. í Vestmannaeyjum og Skagafirði þar sem íbúar eru færri.
  • Þar sem íbúar eru 10.000–49.999: 11–15 aðalmenn. Kópavogur, Hafnarfjöður, Reykjanesbær, Akureyri, Garðabær, Mosfellsbær og Sveitarfélagið Árborg. Öll sveitarfélögin eru með lágmarkstölu fulltrúa.
  • Þar sem íbúar eru 50.000–99.999: 15–23 aðalmenn. Ekkert sveitarfélag er í þessum flokki.
  • Þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri: 23–31 aðalmenn. Reykjavík sem er með lágmarkstölu.

25.5.2022 Að breyta atkvæðum í kjörna fulltrúa – 1. hluti. Í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum á Íslandi er notuð svokölluð D’honte regla til að breyta atkvæðum í kjörna fulltrúa. Hægt er að mæla hversu vel þetta hefur tekist til með því að mæla hlutfallslegt fylgi og hlutfallslega fjöldag fulltrúa fyrir hvert framboð í hverju sveitarfélagi eða kjördæmi og taka síðan meðaltal mismunarins án tillits hvort hann er neikvæður eða jákvæður. Auðvitað koma inn í þessa útreikninga tilviljanakenndar breytur eins og t.d. í Strandabyggð þar sem að fylgi framboðanna var með þeim hætti að aðeins munaði 0,15% á fylgi og fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Þar sem hins vegar er lítill munur á milli framboða þar sem að fáir fulltrúa eru kjörnir verður þessi viðmiðun há.

Ekki þarf að koma á óvart að almenna reglan er að því færri sem fulltrúarnir eru því hærri er mismunurinn að meðaltali. Þannig er meðaltalsmismunurinn þar sem kosnir voru fimm fulltrúar 5,54%, sjö fulltrúar 4,13%, níu fulltrúar 2,90%, ellefu fulltrúar 3,90% og í Reykjavík þar sem kjörnir voru 23 fulltrúar 1,05%. Há tala þar sem eru ellefu fulltrúar skýrist af fjölda framboða sem ekki náðu kjörnum fulltrúa sem einnig er breyta í þessu samhengi. Sem dæmi má nefna að fjögur framboði í Hafnarfirði náðu ekki fulltrúa, tvö í Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyrarbæ, Mosfellsbæ og Árborg. Þessi breyta hafði hins vegar takmörkuð áhrif í Reykjavík þar sem að tvö af þremur framboðum sem ekki náðu inn fengu mjög lítið fylgi.

Sé vilji til þess að minnka þennan mun er þá væntanlega leiðin að fjölga kjörnum fulltrúum en um það verður fjallað nánar síðar.

24.5.2022 Endurtalning í Tálknafjarðarhreppi. Atkvæði voru talin aftur í sveitarstjórnarkosningunum í Tálknafjarðarhreppi í dag en varpa þurfti hlutkesti til að ákvarða hver tæki sæti í sveitarstjórninni. Niðurstaðan var óbreytt.

24.5.2022 úrlisti sveitarstjórnarkosninganna komin inn. Úrslit í sveitarstjórnarkosningunum eru komin inn á síður viðkomandi sveitarfélaga. Í nokkrum tilfellum hafa ekki fengist fullnægjandi upplýsingar og er þá athugasemd þess efnis á síðu þess sveitarfélags en unnið er að því að fá þau gögn sem vantar.

23.5.2022 Framboðin sem náðu ekki inn. Af öllum þeim framboðum sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir viku náðu 23 ekki neinum fulltrúa í sveitarstjórn en á bak við þessi framboð voru 8.739 atkvæði. Miðflokkurinn var með 7 af þessum framboðum, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5, Píratar 4, Samfylkingin 1, sameiginlegt framboð Pírata og Viðreisnar 1 og önnur framboð voru 5.

Flest voru þessi framboð í Hafnarfirði – fjögur og í Reykjavík þrjú. Annars er skiptingin þannig á mili sveitarfélaga:

  • Hafnarfjörður – 17,54% atkvæða, Píratar 6,13%, Vinstrihreyfingin grænt framboð 4,31%, Bæjarlistinn 4,27% og Miðflokkurinn 2,84%.
  • Árborg – 10,96% atkvæða, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5,97% og Miðflokkur og sjálfstæðir 4,99%.
  • Mosfellsbær – 10,65% atkvæði, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5,71% og Miðflokkurinn 4,94%.
  • Grindavík – 9,31% atkvæða, Samfylkingin og óháðir 9,31%.
  • Seltjarnarnes – 9,07% atkvæða, Framtíðarlistinn 9,07%.
  • Kópavogur – 7,89% atkvæða, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5,27% og Miðflokkurinn og óháðir 2,62%
  • Akureyri – 7,16% atkvæða, Kattaframboðið 4,09 og Píratar 3,07%.
  • Kjósarhreppur – 6,81% atkvæða, Kjósarlistinn 6,81% (13 atkvæði).
  • Fjarðabyggð – 6,09% atkvæða, Vinstrihreyfingin grænt framboð 6,09%.
  • Reykjanesbær – 5,85% atkvæða, Píratar og óháðir 4,05% og Miðflokkurinn 1,80%.
  • Ísafjarðarbær – 4,64% atkvæða, Píratar 4,64%.
  • Garðabær – 3,67% atkvæða, Miðflokkurinn 3,67%
  • Reykjavík – 3,46% atkvæða, Miðflokkurinn 2,45%, Ábyrg framtíð 0,79% og Reykjavík, besta borgin 0,22%.

22.5.2022 Meirihluti fulltrúa en minnihluti atkvæða. Í fimm tilfellum náðu framboð meirihluta fulltrúa í viðkomandi sveitarstjórn þrátt fyrir að fá ekki meirihluta atkvæða. Þessi tilfelli eru:

  • Ísafjarðarbær – Í-listinn 46,26% – 5 af 9 bæjarfulltrúum
  • Árborg – Sjálfstæðisflokkur 46,43% – 6 af 11 bæjarfulltrúum
  • Kjósarhreppur – A-listi Íbúa í Kjós 48,69% – 3 af 5 sveitarstjórnarmönnum
  • Garðabær – Sjálfstæðisflokkur 49,10% – 7 af 11 bæjarfulltrúum
  • Borgarbyggð – Framsóknarflokkur 49,66% – 5 af 9 sveitarstjórnarmönnum

21.5.2022 Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ. Fréttablaðið greinir frá því að Miðflokkurinn hafi ákveðið að kæra kosningarnar í Garðabæ. Ástæða kærunnar er að „seðillinn hefði tvíbrotinn saman en ekki brotinn til helminga. Endi seðilsins með lista Miðflokksins hefði verið brotinn sér þannig að hann sæist ekki nema maður opnaði seðilinn alveg.“ Miðflokkurinn hlaut 3,7% atkvæða en hefði þurft í kringum 7% til að ná manni inn í bæjarstjórn.

20.5.2022 Úrslit færð inn og uppfært útlit. Á næstu dögum verða úrslit sveitarstjórnarkosninganna á laugardaginn færð inn á viðkomandi síður. Enn hefur ritstjóra ekki tekist að ná í allar tölur í öllum sveitarfélögum en vonandi stendur það til bóta. Sömuleiðis hefur útlit vefsins verið uppfært þannig að betra verði að skoða hann í farsíma.

19.5.2022 Endurtalning í Húnaþingi vestra. Atkvæði voru talin aftur í kvöld í Húnaþingi vestra að beiðni N-lista en aðeins tveimur atkvæðum munaði á N-lista og B-lista. Við endurtalningu í kvöld urðu þær breytingar að tvö atkvæði sem að úrskurðuð höfðu verið ógild voru nú talin gild og fjölgaði því atkvæðum B-lista og D-lista um eitt hjá hvorum lista. Það hefur engin áhrif á úthlutun fulltrúa í sveitarstjórn.

19.5.2022 Suðurland – samantekin yfirlit úrslita.

Sjálfstæðisflokkur – 29 sveitastjórnarmenn sem er óbreytt tala. Bættu við sig einum í Svf.Hornafirði, einum í Vestmannaeyjum vegna fjölgunar fulltrúa, einum í Hrunamannahreppi og náðu meirihluta og tveimur í Árborg og náðu meirihluta. Héldu sínum mönnum í Ölfusi og þar með meirihlutanum. Héldu einnig sínum mönnum í Rangárþingi eystra. Töpuðu tveimur mönnum í Skaftárhreppi og meirihlutanum, töpuðu einum í Rangárþingi ytra og meirihlutanum og töpuðu tveimur í Hveragerði og meirihlutanum.

Framsóknarflokkur – 14 sveitarstjórnarmenn, bættu við sig fimm. Bættu við sig einum í Árborg og Hveragerði. Hlutu þrjá í Mýrdalshreppi og hreinan meirihluta en buðu ekki fram í síðustu kosningum. Héldu sínum þremur í Rangárþingi eystra. Töpuðu tveimur í Svf.Hornafirði og meirihlutanum. Þá var boðinn fram B-listi Framfarasinna í Svf.Ölfusi sem tengist flokknum og hlaut sá listi tvo menn.

Samfylking – 2 sveitarstjórnarmenn en flokkurinn hélt sínum mönnum í Árborg.

Vinstri græn – engan sveitarstjórnarmenn frekar en síðast en flokkurinn bauð fram undir eigin merkjum í Árborg.

Miðflokkurinn – engan sveitarstjórnarmann en flokkurinn tapaði fulltrúa sínum í Árborg.

Önnur framboð. K-listi Kex framboðs í Svf.Hornafirði bauð fram í fyrsta skipti og hlaut 2 fulltrúa. Ö-listinn í Skaftárhreppi bauð fram í fyrsta skipti og hlaut 4 fulltrúa og hreinan meirihluta. A-listi Allra í Mýrdalshreppi bauð fram í fyrsta skipti og hlaut 2 fulltrúa. Eyjalistinn í Vestmannaeyjum hlaut 2 fulltrúa og bætti við sig einum vegna fjölgunar bæjarfulltrúa. H-listi Fyrir Heimaey hélt sínum fulltrúum. Nýi óháði listinn í Rangárþingi ytra hlaut 1 fulltrúa. Á-listinn í Rangárþingi ytra bætti við sig einum fulltrúa og náði hreinum meirihluta. L-listinn í Hrunamannahreppi bauð fram í fyrsta skipti og hlaut 2 fulltrúa. Áfram Árborg hélt sínum bæjarfulltrúa. Okkar Hveragerði bætti við sig einum fulltrúa. Íbúalistinn í Svf. Ölfusi bauð fram í fyrsta skipti og hlaut einn bæjarfulltrúa.

Listar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Flóahreppi tengdust landsmálaflokkum ekki með beinum hætti.

18.5.2022 Endutalning í Garðabæ. Atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ voru endurtalin í dag vegna lítils munar á 11. manni í bæjarstjórn. Engar breytingar urðu við endurtalninguna.

18.5.2022 Austurland – samantekin yfirlit úrslita.

Framsóknarflokkur – 10 sveitarstjórnarmenn, bætti við sig þremur, einum í hverju sveitarfélagi þ.e. Vopnafjarðarhreppi, Múlaþingi og Fjarðabyggð.

Sjálfstæðisflokkur – 7 sveitarstjórnarmenn, bætti við sig einum. Tapaði einum í Múlaþingi en bætti við sig tveimur í Fjarðabyggð.

Vinstri grænir – 2 sveitarstjórnarmenn, bætti við sig einum. Bætti við sig einum í Múlaþingi en náði ekki kjörnum fulltrúa í Fjarðabyggð.

Miðflokkurinn – 1 sveitarstjórnarmann, tapaði einum. Hélt sínum manni í Múlaþingi en tapaði manni í Fjarðabyggð hvar flokkurinn bauð ekki fram.

Önnur framboð. Vopnafjarðarlistinn 3 fulltrúa, bauð fram í fyrsta skipti. Austurlistinn í Múlaþingi 2 fulltrúa, tapaði einum. Fjarðalistinn í Fjarðabyggð 2 fulltrúa, tapaði tveimur.

17.5.2022 Norðurland eystra – samantekin yfirlit úrslita.

Sjálfstæðisflokkur er með 10 bæjarfulltrúa – tapar þremur. Tapaði einum í Fjallabyggð, hélt sínum tveimur á Dalvík, tapaði einum á Akureyri og einum í Norðurþingi.

Framsóknarflokkur er með 7 bæjarfulltrúa – tapar einum í Dalvíkurbyggð en heldur sínum fulltrúum á Akureyri og í Norðurþingi.

Vinstri grænir eru með 3 bæjarfulltrúa og bæta við sig einum í Norðurþingi en halda sínum fulltrúa á Akureyri.

Samfylkingin er með 2 bæjarfulltrúa og tapa einum á Akureyri en halda sínum fulltrúa í Norðurþingi. A-listi Jafnaðarfólks og óháðra í Fjallabyggð sem er tengdur Samfylkingunni hlaut auk þess 3 bæjarfulltrúa.

Miðflokkurinn heldur sínum bæjarfulltrúa á Akureyri. M-listi Samfélagsins í Norðurþingi, sem er með tengsl við Miðflokkinn, hlaut 1 bæjarfulltrúa.

Flokkur fólksins er með 1 bæjarfulltrúa á Akureyri en flokkurinn býður nú fram í fyrsta skipti.

Píratar eru ekki með bæjarfulltrúa en þeir náðu ekki inn á Akureyri frekar en 2018.

Önnur framboð. H-listinn í Fjallabyggð hlaut 2 bæjarfulltrúa eins og síðast. K-listinn í Dalvíkurbyggð hlaut 3 bæjarfulltrúa en það er nýtt framboð. L-listinn á Akureyri hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum. Auk þeirra voru boðnir fram listar án beinnar tengingar við stjórnmálaflokka í Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi, sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps og í sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshreppi. Að auki var sjálfkjörinn listi Tjörneshreppi.

16.5.2022 Norðurland vestra – samantekin yfirlit úrslita.

Framsóknarflokkur er með 9 sveitarstjórnarmenn, bætir við sig þremur. Tapar einum í Húnaþingi vestra og meirihlutanum. Er með þrjá áfram í Skagafirði en aukningin skýrist af framboði í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduóss sem hlaut þrjá sveitarstjórnarmenn.

Sjálfstæðisflokkur er með 8 sveitarstjórnarmenn bæta við sig sex. Skýringin á því er að flokkurinn býður nú fram í Húnaþingi vestra og haltu 2 menn en tók áður þátt í sameiginlegu framboði og að flokkurinn býður fram lista í nýsameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduóss og hlaut þar 4 sveitarstjórnarfulltrúa. Í Skagafirði hlaut flokkurinn 2 eins og í síðustu kosningum.

Vinstri grænir er með 2 sveitarstjórnarmenn í Skagafirði eins og áður.

Önnur framboð. N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hlaut 2 sveitarstjórnarmenn og tapaði einum. Í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar hlutu G-listi og H-listi sitt hvorn manninn. Skagastrandarlistinn í Sveitarfélaginu Skagaströnd var sjálfkjörinn og hlaut því 5 sveitarstjórnarmenn.

16.5.2022 Vestfirðir – samantekin yfirlit úrslita.

Sjálfstæðisflokkur er með 8 bæjarfulltrúa og tapar tveimur. Heldur sínum í Vesturbyggð, tapar einum í Ísafjarðarbæ og tapar einum og meirihlutanum á Bolungarvík.

Framsóknarflokkur er með 2 bæjarfulltrúa í Ísafjarðabæ og heldur þeim.

Önnur framboð. N-listi Nýrrar sýnar í Vesturbyggð er með 4 bæjarfulltrúa eins og síðast. K-listi á Bolungarvík er með 4 bæjarfulltrúa, bætir við sig einum, og náði hreinum meirihluta. Í-listinn í Ísafjarðarbæ er með 5 bæjarfulltrúa, bætir við sig einum, og náði hreinum meirihluta. T-listi Strandabandalagsins í Strandabyggð hlaut 3 sveitarstjórnarmenn og hreinan meirihluta en A-listi Almennra borgara 2. Bæði framboðin eru ný.

16.5.2022 Vesturland – samtekin yfirlit úrslita.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 bæjarfulltrúa og tapaði einum. Flokkurinn hélt meirihluta í Snæfellsbæ, og Grundarfirði, tapaði einum á Akranesi en hélt sínum í Borgarbyggð.

Framsóknarflokkurinn er með 8 bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur, einum á Akranesi og einum í Borgarbyggð þar sem flokkurinn hlaut hreinan meirihluta.

Samfylkingin er með 3 bæjarfulltrúa á Akranesi sem er eins og síðast. Í Borgarbyggð bauð flokkurinn fram með Viðreisn að þessu sinni og fengu einn mann eins og síðast.

Vinstri grænir eru með 1 bæjarfulltrúa í Borgarbyggð og töpuðu einum.

Önnur framboð. Bæjarmálafélag Snæfellsbæjar hélt sínum 3. Samstaða á Grundarfirði hlaut 4 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum og náði hreinum meirihluta. H-listinn í Stykkishólmi og Helgafellssveit hélt sínum 4 mönnum og meirihlutanum en Íbúalistinn hlaut 3 bæjarfulltrúa sem er sama tala og þau tvö framboð sem stóðu að listanum fengu í síðustu kosningum.

16.5.2022 Suðurnes – samantekin yfirlit úrslita.

Sjálfstæðisflokkur er með 11 bæjarfulltrúa og tapar tveimur. Tapar einum í Grindavík, vinnur einn í Vogum, óbreytt í Reykjanesbæ og telst tapa tveimur í Suðurnesjabæ þar sem óháðir gengu til liðs við Sjálfstæðisflokk og sameiginlega fengu framboðin fimm fulltrúa í síðustu kosningum.

Framsóknarflokkur er með 6 bæjarfulltrúa og bætir við sig tveimur. Unnu einn mann í Reykjanesbæ og annan í Suðurnesjabæ en áfram einn í Grindavík.

Samfylkingin er með 5 bæjarfulltrúa og bæta við sig einum. Samfylkingin hlaut tvo í Suðurnesjabæ en bauð ekki fram þar síðast, er áfram með þrjá í Reykjanesbæ en tapaði bæjarfulltrúa sínum í Grindavík.

Miðflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa og bæta við sig einum. Töpuðu bæjarfulltrúa sínum í Reykjanesbæ en bættu tveimur mig sig í Grindavík.

Píratar hlutu engan bæjarfulltrúa. Buðu fram í Reykjanesbæ og hlutu ekki bæjarfulltrúa frekar en 2018.

Önnur framboð. Rödd unga fólksins í Grindavík hélt sínum fulltrúa. E-listinn í Vogum tapaði einum og missti meirihlutann. L-listinn í Vogum hélt sínum manni. Y-listi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ hélt sínum manni. U-listi Umbóta, nýtt framboð sem innihélt bæjarfulltrúa Miðflokksins frá 2018, fékk einn mann. Bæjarlistinn í Suðurnesjabær, nýtt framboð, hlaut 2 bæjarfulltrúa.

15.5.2022 Höfuðborgarsvæðið – samantekin yfirlit úrslita.

Sjálfstæðisflokkur er með 29 bæjarfulltrúa á svæðinu – tapar 5. Heldur meirihluta í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Tapar tveimur borgarfulltrúum í Reykjavík og einum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Tapar miklu fylgi í Mosfellbæ en tapar ekki bæjarfulltrúum vegna fjölgunar bæjarfulltrúa.

Samfylkingin er með 14 bæjarfulltrúa – sem er óbreytt tala. Bæta við sig tveimur í Hafnarfirði, tapa tveimur í Reykjavík, bæta við sig einum á Seltjarnarnesi, tapa einum í Kópavogi og halda sínum manni í Mosfellsbæ.

Framsóknarflokkur er með 13 bæjarfulltrúa – bætir við sig 11. Bætir við sig fjórum í Reykjavík og Mosfellsbær þar sem flokkurinn hafði engan, Nær inn manni í Garðabæ og bætir við sig manni í Kópavogi og Hafnarfirði.

Viðreisn er með 5 bæjarfulltrúa – tapa 3. Tapar einum í Reykjavík, einum í sameiginlegu framboði í Seltjanarnesi og einum í Kópavogi. Halda sínum mönnum í Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Píratar eru með 4 bæjarfulltrúa – bæta einum við sig. Vinna einn mann í Reykjavík og halda bæjarfulltrúa sínum í Kópavogi. Náðu ekki inn í Hafnarfirði frekar en 2018.

Sósíalistaflokkur Íslands er með 2 borgarfulltrúa – bætir við sig einum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð er með 1 borgarfulltrúa. Hélt sínum borgarafulltrúa í Reykjavík. Tapaði bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ og náði ekki inn í Kópavogi og Hafnarfirði frekar en 2018.

Flokkur fólksins er með 1 borgarfulltrúa í Reykjavík eins og síðast.

Miðflokkurinn hlaut engan bæjarfulltrúa – tapaði þremur. Tapaði sínum mönnum í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ og náði ekki inn í Kópavogi og Garðabæ frekar en í síðustu kosningum.

Önnur framboð. Vinir Kópavogs, nýtt framboð í Kópavogi hlaut 2 bæjarfulltrúa. Vinir Mosfellsbæjar héldu sínum manni. Garðabæjarlistinn hlaut tvo bæjarfulltrúa tapaði einum til Viðreisnar var í samstarfi við listann. Bæjarlistinn í Hafnarfirði missti sinn bæjarfulltrúa.

14.5.2022 Kjördagur! Í dag ganga landsmenn til sveitarstjórnarkosninga. Kjörstaðir opna á stærstu stöðunum kl.9 en sumsstaðar, sérstaklega í dreifbýlinu síðar. Kjörstaðir loka í síðasta lagi kl.22 í kvöld en heimilt er þó að loka fyrr samkvæmt sérstökum reglum þar um. Allar upplýsingar um kosningarnar er að finna á heimasíðum sveitarfélaganna og á vefnum kosning.is. Upplýsingar um hverjir eru í kjöri er svo hægt að nálgast hér á síðunni um Kosningahandbók.

13.5.2022 Tvær kannanir í Reykjavík. Í dag birtust tvær skoðanakannanir um fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar á morgun frá Maskínu og Gallup. Tölurnar eru sem hér segir:

  • Framsóknarflokkur 14,6% og 17,5% – 4 borgarfulltrúar (+4)
  • Viðreisn 5,4% og 6,0% – 1 borgarfulltrúi (-1)
  • Sjálfstæðisflokkur 20,5% og 21,8% – 5-6 borgarfulltrúar (-2 eða 3)
  • Flokkur fólksins 3,6% og 6,5% – 1 borgarfulltrúi (0)
  • Sósíalistaflokkur 6,3% og 6,9% – 1 borgarfulltrúi (0)
  • Miðflokkur 3,0% og 3,5% – enginn borgarfulltrúi (-1)
  • Píratar 13,3% og 14,5% – 3-4 borgarfulltrúar (+1 eða 2)
  • Samfylkingin 22,7%-22,8% – 6 borgarfulltrúar (-1)
  • Vinstri græn 4,2%-4,6% – 1 borgarfulltrúi (0)
  • Reykjavík, besta borgin 0,6% og 1,5% og engan borgarfulltrúa
  • Ábyrg framtið 1,2% og 1,8% og engan borgarfulltrúa

12.5.2022 Skoðanakönnun í Reykjavík. Í gær birti Stöð 2 skoðanakönnun um fylgi framboða sem bjóða fram í borgarstjórn Reykjavíkur sem Maskína framkvæmdi. Staða flokkanna er sem hér segir:

Flokkur fylgi (Fylgi í Fréttablaðskönnun í gær) og fjöldi borgarfulltrúa (breyting fjölda borgarfulltrúa frá 2018)

  • Framsóknarflokkur 11,3% (12,4%) og 3 borgarfulltrúa (+3)
  • Viðreisn 7,5% (7,0%) og 2 borgarfulltrúa (0)
  • Sjálfstæðisflokkur 21,8% (16,2%) og 5 borgarfulltrúa (-3)
  • Reykjavík, besta borgin 1,5% (0,4%) og engan borgarfulltrúa (0)
  • Flokkur fólksins 5,0% (4,2%) og 1 borgarfulltrúa (0)
  • Sósíalistaflokkurinn 7,5% (7,7%) og 2 borgarfulltrúa (+1)
  • Miðflokkurinn 3,0% (1,7%) og engan borgarfulltrúa (-1)
  • Píratar 13,3% (17,9%) og 3 borgarfulltrúa (+1)
  • Samfylkingin 22,7% (26,7%) og 6 borgarfulltrúa (-1)
  • Vinstri græn 4,6% (5,4%) og 1 borgarfulltrúa (0)
  • Ábyrg framtíð 1,8% (0,6%) og engan borgarfulltrúa (0)

11.5.2022 Skoðanakönnun í Fjarðabyggð. Austurfrett birti í gær skoðanakönnun um fylgi framboðanna í Fjarðabyggð. Samkvæmt könnuninni er Fjarðalistinn að tapa fylgi, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur að bæta við sig og Vinstri græn ekki langt frá því að ná inn manni. Miðflokkurinn sem hlaut 16,8% og einn bæjarfulltrúa í síðustu kosningum býður ekki fram að þessu sinni. Fylgi flokkanna er þannig:

  • Framsóknarflokkur 29,8% og 3 bæjarfulltrúa (+1)
  • Sjálfstæðisflokkur 38,5% og 4 bæjarfulltrúa (+2)
  • Fjarðalistinn 22,3% og 2 bæjarfulltrúa (-2)
  • Vinstri græn 9,4% og engan bæjarfulltrúa (0)

11.5.2022 Skoðanakönnun í Múlaþingi. Austurfrett birti í gær skoðanakönnun um fylgi framboðanna í Múlaþingi. Samkvæmt könnuninni bæta Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi á kostnað Miðflokksins og Austurlistans. Fjórðungur hafði ekki gert upp hug sinn.

  • Framsóknarflokkur 24,7% og 3 bæjarfulltrúa (+1)
  • Sjálfstæðisflokkur 37,0% og 5 bæjarfulltrúi (+1)
  • Austurlistinn 19,7% og 2 bæjarfulltrúa (-1)
  • Miðflokkurinn 6,4% og engan bæjarfulltrúa (-1)
  • Vinstri græn 12,3% og 1 bæjarfulltrúa (0)

11.5.2022 Skoðanakönnun í Vopnafirði. Austurfrett birti í gær skoðanakönnun um fylgi framboðanna á Vopnafirði. Samkvæmt könnuninni fær Framsókn og óháðir hreinan meirihluta. 10% höfðu ekki gert upp hug sinn. Á Vopnafirði buðu listar Betra Sigtúns og Samfylkingarinnar fram í síðustu kosningum og fengu tvo fulltrúa hvort framboð.

  • Framsókn og óháðir 63,3% og 5 sveitarstjórnarmenn (+2)
  • Vopnafjarðarlistinn 36,7% og 2 sveitarstjórnarmenn (+2)

11.5.2022 Skoðanakönnun í Hafnarfirði. Fréttablaðið birtir í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Hafnarfirði. Samkvæmt henni eykur Samfylkingin fylgi sitt. Fylgi flokkanna er þannig samkvæmt könnununni:

  • Framsóknarflokkur 9% og 1 bæjarfulltrúa (0)
  • Viðreisn 7% og 1 bæjarfulltrúa (0)
  • Sjálfstæðisflokkur 34% og 4 bæjarfulltrúa (-1)
  • Bæjarlistinn 5% og engan bæjarfulltrúa (-1)
  • Miðflokkurinn 4% og engan bæjarfulltrúa (-1)
  • Píratar 7% og 1 bæjarfulltrúa (1)
  • Samfylkingin 31% og 4 bæjarfulltrúa (2)
  • Vinstri græn 4% og engan bæjarfulltrúa (0)

10.5.2022 Birgitta segir nafn sitt hafa verið falsað. Birgitta Jónsdóttir fv.alþingismaður, Pírata, Hreyfingar og Borgarhreyfingarinnar, sem er í 24.sæti á lista Reykjavíkur – bestu borgarinnar samkvæmt auglýsingu yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir undirskrift sína fyrir samþykki á að vera á listanum vera falsaða. Orðrétt segir hún: „Að gefnu tilefni: það hefur komið í ljós að undirskrift mín var fölsuð á skjali sem yfirkjörstjórn var afhent um heimild til að setja nafn mitt á lista framboðs til borgarstjórnar. Ég mun fá leiðbeiningar eftir fund yfirkjörstjórnar á morgun um hvernig skal bregðast við. Læt vita hér þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.“ Í viðtali við fréttastofu Vísis segist Birgitta hafa skrifað undir eitthvað plagg en sagðist hafa haldið að það væri stuðningsyfirlýsing við framboðið. Birgitta er í 24.sæti en 23 sæti þurfa að vera á framboðslista í Reykjavík til að hann teljist gildur.

10.5.2022 Skoðanakönnun í Reykjavík. Fréttablaðið birtir í dag skoðanakönnun í Reykjavík. Könnunin mælir Sjálfstæðisflokkinn með minna fylgi en kannanir í apríl sem gerðar voru af Gallup, Prósenti og Maskínu en Pírata og Samfylkingu með meira fylgi.

  • Framsóknarflokkur mælist með 12,4% og 3 borgarfulltrúa (+3) – var með 12,3%-12,4% í apríl.
  • Viðreisn mælist með 7,0% og 1 borgarfulltrúa (-1) – var með 6,7%-9,0% í apríl.
  • Sjálfstæðisflokkur mælist með 16,2% og 4 borgarfulltrúa (-4) – var með 19,4%-24,7% í apríl.
  • Flokkur fólksins mælist með 4,2% og 1 borgarfulltrúa (0) – var með 4,0%-6,6% í apríl.
  • Sósíalistaflokkur mælist með 7,7% og 2 borgarfulltrúa (+1) – var með 5,2%-7,2% í apríl.
  • Miðflokkurinn mælist með 1,7% og engan borgarfulltrúa (-1) – var með 2,0%-2,2% í apríl.
  • Píratar mælast með 17,9% og 4 borgarfulltrúa (+2) – voru með 13,6%-15,9% í apríl.
  • Samfylkingin mælist með 26,7% og 7 borgarfulltrúa (0) – voru með 20,7%-23,3% í apríl.
  • Vinstri græn mælast með 5,4% og 1 borgarfulltrúa (0) – voru með 6,3%-6,9% í apríl.
  • Ábyrg framtíð mælist með 0,6% og Reykjavík, besta borgin með 0,4% eru án borgarfulltrúa.

9.5.2022 Tæplega 32 þúsund erlendir ríkisborgarar á kjörskrá. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að 31.702 ríkisborgarar hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn eða 11,4% af þeim 277.127 sem eru á kjörskrá. Kosningarétt við kosningar til sveitarstjórnar eiga a) danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga skráð lögheimili í sveitarfélaginu og b) aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga skráð lögheimili í sveitarfélaginu. Tíu stærstu hópar erlendra ríkisborgara með kosningarétt eru:

  1. Pólskir ríkisborgarar 13.542 
  2. Litáískir ríkisborgarar 2.902 
  3. Lettneskir ríkisborgarar 1.269 
  4. Rúmenskir ríkisborgarar 1.155
  5. Þýskir ríkisborgarar 971
  6. Danskir ríkisborgarar 857 
  7. Portúgalskir ríkisborgarar 856
  8. Breskir ríkisborgarar 788
  9. Spænskir ríkisborgarar 696 
  10. Filippseyskir ríkisborgarar 679    

Aðrir erlendir ríkisborgarar með kosningarétt eru samtals 7.987.

8.5.2022 277 þúsund á kjörskrá. Á kjörskrárstofni Þjóðskrár fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn eru 277.127 sem er fjölgun upp á 28.184 frá kosningunum 2018 en þá voru 247.943 á kjörskrá. Um er að ræða 11,8% aukningu sem að hluta til skýrist af auknum réttindum erlendra ríkisborgara samkvæmt nýjum kosningalögum.

Mest fjölgar í Reykjavík, þar sem 100.405 eru á kjörskrá, um 10.286. Í Reykjanesbæ fjölgar um 3,250, í Kópavogi um 3.134, í Garðabæ 2.036 og í Mosfellsbær um 1.955. Í Mýrdalshreppi fjölgar um 149 á kjörskrá eða 42,6%.

Fækkun verður í nokkrum sveitarfélögum. Þau eru Fjallabyggð 29, Strandabyggð 22, Grundarfjarðarbær 7, Eyja- og Miklaholtshreppur 6, Reykhólahreppur 6, Árneshreppur 5, Húnavatnshreppur 2, Skagabyggð 1 og Svalbarðshreppur 1.

7.5.2022 2.424 í kjöri í óhlutbundnum kosningum. Óhlutbundnar kosningar verða haldnar í 13 sveitarfélögum að þessu sinni. Það þýðir að allir kjósendur eru í kjöri nema þeir hafi skorast undan því samkvæmt reglum þar um. Samtals er kosið um 69 sæti í þessum sveitarfélögum og eru kjósendur á kjörskrá samtals 2.466 en þar af hafa 42 skorast undan kjöri.

Talning í fjölmennari sveitarfélögum, með 500 kjósendur (frambjóðendur) þar sem er óhlutbundin kosning getur verið tímafrek og flókin t.d. þar sem að margir geta fengið atkvæði. Sveitarfélög með óhlutbundna kosningu.

KjósendurSkorast undan„Í kjöri“Fulltrúar
Árneshreppur414375
Skorradalshreppur476415
Skagabyggð673645
Eyja- og Miklaholtshreppur863835
Fljótsdalshreppur852835
Kaldrananeshreppur921915
Súðavíkurhreppur17421725
Ásahreppur17951745
Reykhólahreppur18441805
Tálknafjarðarhreppur18961835
Grýtubakkahreppur27402745
Dalabyggð51715167
Hvalfjarðarsveit53155267
Samtals2.466422.42469

6.5.2022 Dalabyggð. Í byrjun apríl kynntu Framsókn og frjálsir framboðslista sinn í Dalabyggð. Hann var hins vegar ekki lagður fram þar sem ljóst var að annar listi myndi ekki berast. Óhlutbundnar kosningar verða því í Dalabyggð og allir í kjöri. Einn einstaklingur, Halla Sigríður Steinólfsdóttir, hefur skorast undan kjöri en annars eru allir kjósendur í kjöri. Þrátt fyrir þetta hefur hafa boðið sig fram sjö einstaklingar í sveitarstjórn Dalabyggðar og er kynningarefni um þau á vefsvæði sveitarfélagins. Frambjóðendurnir eru þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Jón Egill Jónsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Guðlaug Kristinsdóttir, Garðar Freyr Vilhjálmsson og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Ingibjörg, Þuríður, Guðlaug, Garðar og Eyjólfur voru öll á lista Framsóknar og frjálsra.

5.5.2022 470 sveitarstjórnarmenn kjörnir í vor. Í komandi sveitarstjórnarkosningum munu 470 sveitarstjórnarmenn hljóta kjör. Annan laugardag mun þó aðeins verða kosið um 460 sveitarstjórnarmenn þar sem sjálfkjörið var í Sveitarfélaginu Skagaströnd og Tjörneshreppi, fimm eru í sveitarstjórn á hvorum stað. Af þessum 460 sveitarstjórnarmönnum verða 396 kosnir listakosningu en 64 í óhlutbundnum kosningum.

Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 voru kosnir 502 sveitarstjórnarmenn og mun þeim því fækka um 32. Þegar er til komin fækkun í Múlaþingi, en þar var kosið til sveitarstjórnar 2020, en þar fækkaði sveitarstjórnarmönnum um 15. Fjölgað verður í bæjarstjórnum Mosfellsbæjar og Vestmannaeyja um tvo á hvorum stað. Aðrar breytingar eru tilkomnar vegna sex sameininga sem taka munu gildi um mánaðarmótin. Þær eru:

  • Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps – fækkar um þrjá
  • Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps – fækkar um þrjá
  • Svf. Skagafjarðar og Akrahrepps – fækkar um fimm
  • Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar – fækkar um fimm
  • Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps – fækkar um fimm

Í sveitarstjórnarkosningunum 1982 voru kjörnir 1192 borgar-, bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúar og hefur þeim því fækkað um ríflega 60%.

4.5.2022 Könnun á Akureyri. Í gær var birt skoðanakönnun um fylgi flokkanna á Akureyri sem gerð var af RHA. Samtals voru 37,4% sem voru óákveðnir eða vildu ekki svara. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu voru eftirfarandi:

  • Framsóknarflokkur 13,0% – 1 fulltrúi (-1)
  • Sjálfstæðisflokkur 16,7% – 2 fulltrúar (-1)
  • Flokkur fólksins 11,3% – 1 fulltrúi (nýr)
  • Kattaframboðið 7,8% – 1 fulltrúi (nýr)
  • L-listinn 14,6% – 2 fulltrúar (0)
  • Miðflokkurinn 7,4% – 1 fulltrúi (0)
  • Píratar 6,4% – og enginn fulltrúi (0)
  • Samfylkingin 14,9% – 2 fulltrúar (0)
  • Vinstri græn 7,9% – 1 fulltrúi (0)

3.5.2022 Kannanir í Reykjavík. Í aprílmánuði gerðu Gallup, Prósent og Maskína skoðanakannanir um fylgi flokkanna í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að ríflega 3,5% þurfi á bak við hvern borgarfulltrúa. Breytingar frá síðustu kosningum innan sviga.

  • Framsóknarflokkur mældist með 12,3% – 12,4% – 3 borgarfulltrúar (+3)
  • Viðreisn mældist með 6,7% – 9,0% – 1-2 borgarfulltrúar (0 /-1)
  • Sjálfstæðisflokkur mældist með 19,4% – 24,7% – 5-6 borgarfulltrúar (-2 /-3)
  • Flokkur fólksins mældist með 4,0% – 6,6% – 1 borgarfulltrúi (0)
  • Sósíalistaflokkur mældist með 5,2% – 7,2% – 1-2 borgarfulltrúar (0 /+1)
  • Miðflokkurinn mældist með 2,0% – 2,2% – enginn borgarfulltrúi (-1)
  • Píratar mældust með 13,6% – 15,9% – 3-4 borgarfulltrúar (+1/ +2)
  • Samfylking mældist með 20,7% – 23,3% – 5-6 borgarfulltrúar (-1 /-2)
  • Vinstri grænir mældust með 6,3% – 6,9% – 1 borgarfulltrúi (0)
  • Ábyrg framtíð og Reykjavík, besta borgin mælast ekki í þessum könnunum.

2.5.2022 Að skila auðu. Að mæta á kjörstað og skila auðu er hægt að túlka sem svo að kjósandinn vilji nýta kosningaréttinn en vilji ekki ráðstafa atkvæði sínu til neinna þeirra sem eru í framboði. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 skiluðu 2,09% auðu á landsvísu, 2010 voru það 5,71%, 2014 3,53% og 2018 2,52%. Sveitarstjórnarkosningarnar 2010 skera sig úr sem eflaust er afleiðing af efnahagshruninu 2008. Í öllum þessum fjórum kosningunum eru samt nokkur sveitarfélög sem skera sig úr með það að þar eru miklu fleiri auðir seðlar en annars staðar.

Í kosningunum 2006 voru hlutfallslega flestir auðir seðlar í Skorradalshreppi 6,9% sem er ekki alveg marktækt þar sem það voru bara tveir seðlar og í Skútustaðahreppi voru 12 seðlar auðir, 6,32%, í báðum sveitarfélögum var óhlutbundin kosning. Í Borgarbyggð voru auðir seðlar 6,75%, 130 atkvæði, en þar buðu fram listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Borgarbyggðarlistans sem var sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra.

Í kosningunum 2010 voru hlutfallslega langflestir auðir seðlar í Hafnarfirði, 13,62% eða 1578. Að auki var kjörsókn í Hafnarfirði aðeins 65%. Í framboði voru listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Næst kom Sveitarfélagið Álftanes með 9,93% auðra seðla eða 124. Í framboði þar voru Álftaneshreyfingin, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Óháð framboð og Samfylkingin. Blönduósbær var með 8,99% eða 47 auða seðla. Þar vori í kjöri tvö framboði L-listi fólksins og Samfylkingin og óháðir. Borgarbyggð var með 8,93% eða 169 atkvæði en þar buðu fram sömu framboð og 2006 auk Svartalistans sem hlaut ríflega 100 atkvæði. Í Árborg voru sömuleiðis 8,93% atkvæða auð eða 372. Þar buðu fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

2014 skáru tvö sveitarfélög sig úr en það voru Árneshreppur með 11,76% auðra atkvæði sem voru reyndar bara fjögur og Húnaþing vestra með 7,73% eða 52 atkvæði. Í þeim kosningum buðu fram tveir listar, Framsóknarflokkur og aðrir framfarasinnar og Nýtt afl.

Í kosningunum 2018 skar Skaftárhreppur sig algjörlega úr með 15,52% auðra atkvæða eða 43. Þar voru tveir listar í kjöri annars vegar listi Sjálfstæðisflokks og óháðra og Z-listi Sólar. Í Eyja- og Miklaholtshreppi var hlutfallið 9,33% en einungis 7 auðir seðlar. Í Mýrdalshreppi var hlutfallið 8,30% eða 24 auðir seðlar.

Út frá þessum tilfellum hvar auðir seðlar hafa verið flestir verður tvennt séð. Annars vegar óánægju sem myndaðist í kjölfar bankahrunsins sem kom fram í margföldun á auðum seðlum í kosningunum 2010 og hins vegar staðbundinni óánægju í einum kosningum með þau framboð eða frambjóðendur sem eru í kjöri.

1.5.2022 Önnur framboð á Suðurlandi 2/2. Á Suðurlandi vestan Þjórsár, í Árnessýslu, eru fjórtán framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur. E-listi Uppbygginar, L-listi Samvinnu og U-listi Umhyggju, umhverfis- og uppbyggingar. Frambjóðendur þessara lista hafa ekki verið á framboðslistum landsmálaflokkana utan þess að á U-lista eru tveir sem hafa verið á listum Vinstri grænna.

Hrunamannahreppur. L-listinn býður fram ásamt Sjálfstæðisflokki og óháðum. Oddviti L-listans er framsóknarmaður en öðru leyti hafa einstaklingar á listanum ekki tekið sæti á framboðslistum landsmálaflokkanna.

Bláskógabyggð. T-listinn og Þ-listinn, ekki eru beinar tengingar við landsmálaflokkana.

Grímsnes- og Grafningshreppur. E-listi og G-listi, ekki eru beinar tengingar við landsmálaflokkana.

Flóahreppur. I-listi Framfarasinna, einn hefur verið á lista hjá Samfylkingu og annar hjá Framsókn. T-listinn er ekki með beinar tengingar við landsmálaflokkana.

Sveitarfélagið Árborg. Áfram Árborg er sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra.

Hveragerði. Okkar Hveragerði, á listanum er að finna fólk úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.

Sveitarfélagið Ölfus. B-listi framfarasinna er tengdur Framsóknarflokknum enda býður listinn fram undir flokksbókstaf flokksins og hefur verið auglýstur á heimasíðu hans. Íbúalistinn tengist Viðreisn, Sósíalistaflokknum, Samfylkingu og Vinstri grænum.

30.4.2022 Önnur framboð á Suðurlandi 1/2. Á eystri hluta Suðurlands, að Þjórsá, eru sjö framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna að Vestmannaeyjum meðtöldum.

Sveitarfélagið Hornafjörður. Kex framboðið kom í stað 3. framboðsins og sem mótvægi við framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Fáir á lista Kex framboðs hafa verið í á framboðslistum landsmálaflokkanna.

Skaftárhreppur. Ö-listinn mótvægi við lista Sjálfstæðisflokks og óháðra. Efsti maður hefur verið á lista hjá Framsókn en annars hafa aðrir frambjóðendur ekki tekið sæti á listum landsmálaflokkanna.

Mýrdalshreppur. A-listi Allra er mótvægi við lista Framsóknar og óháðra. Enginn A-lista hefur verið á listum landsmálaflokkanna.

Vestmannaeyjar. Eyjalistinn er mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Efsti maður er framsóknarmaður en auk hans hafa frambjóðendur verið á listum Samfylkingar og Sósíalistaflokksins. Fyrir Heimaey er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum er listann leiðir Páll Magnússon fv.alþingismaður Sjálfstæðisflokksins en auk hans eru fleiri á listanum sem setið hafa á listum Sjálfstæðisflokksins.

Rangárþing eystra. Nýi óháði listinn er mótvægi við lista Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Á listanum eru tveir einstaklingar sem tekið hafa sæti á listum landsmálaflokkanna Miðflokksins og Vinstri grænna.

Rangárþing ytra. Á-listinn er mótvægi við lista Sjálfstæðisflokksins en listinn er leiddur af fv.bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Árborg og á listanum eru einnig einstaklingar sem hafa verið á listum Framsóknarflokksins.

29.4.2022 Önnur framboð á Austurlandi. Á Austurlandi eru þrjú framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna í þremur sveitarfélögum.

Vopnafjarðarhreppur. Vopnafjarðarlistinn varð til sem mótvægi við lista Framsóknar og óháðra eftir að ljóst var að Betra Sigtún og Samfylkingin sem buðu fram síðast myndu ekki bjóða fram. Oddviti listans er Samfylkingarmaður en aðrir á listanum virðast ekki hafa verið í framboði fyrir aðrar landsmálaflokka.

Múlaþing. Austurlistinn er boðinn fram sem óháð stjórnmálaafl en á honum nokkrir einstaklingar sem hafa verið í framboði fyrir Samfylkinguna og Pírata.

Fjarðabyggð. Fjarðalistinn er boðinn fram af félagshyggjufólki og bauð lengi fram ásamt Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Að þessu sinni býður Vinstrihreyfingin grænt framboð einnig fram í Fjarðabyggð. Ekki er mikið af fólki á listanum sem hefur boðið sig fram á listum landsmálaflokkanna en fv.alþingismaður Samfylkingarinnar er í heiðurssætinu og fyrrum frambjóðandi Vinstri grænna í 2. sæti.

28.4.2022 Önnur framboð á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi eystra eru sextán framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna. Að auki er Tjörneslistinn í Tjörneshreppi sem var sjálfkjörinn.

Fjallabyggð. Jafnaðarfólk og óháðir. Listinn er borinn fram að Samfylkingunni o.fl. H-listinn er ekki boðinn fram af landsmálaflokkum en á honum er fólk sem hefur verið á listum Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Flokks fólksins.

Dalvíkurbyggð. K-listi Dalvíkurbyggðar, óháð framboð býður fram í fyrsta skipti en segja má að það komi í stað J-lista sem boðið hefur fram í síðustu kosningum auk lista Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, auk viðhengja.

Hörgársveit. H-listi Hörgársveitar og J-listi Grósku bjóða fram líkt og síðast og eru ekki með sjáanleg tengsl við landsmálaframboð.

Akureyri. Kattaframboðið er leitt af Snorra Ásmundssyni fjöllistamanni og hefur ekki tengsl við landsmálaframboðin. Á L-lista eru hins vegar einstaklingar sem voru í framboði fyrir Bjarta framtíð á sínum tíma og á listanum eru einnig einstaklingar úr Viðreisn auk óflokksbundinna einstaklinga.

Eyjafjarðarsveit. F-listinn og K-listinn bjóða fram líkt og síðast og eru ekki með mikil tengsl við landsmálaframboð þrátt fyrir að frambjóðendur hafa í einhverjum tilfellum verið á framboðslistum þeirra.

Svalbarðsstrandarhreppur. A-listi Strandalistans og Ö-listi Ströndunga eru ekki með sjáanleg tengsl við landsmálaframboð.

Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur. E-listi er ekki með sjáanleg tengsl við landsmálaframboð. Á K-lista er hins vegar fólk sem verið hefur á listum Framóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og má því segja að listinn sé þverpólitískur.

Norðurþing. M-listi Samfélagsins býður fram undir flokksbókstaf Miðflokkins og var kynntur á heimasíðu flokksins. Oddviti listans var í Sjálfstæðisflokknum en á listanum er fólk sem hefur verið í framboði fyrir Miðflokkinn.

Langanesbyggð og Svalbarðshreppur. H-listi Betri byggðar og L-listi Framtíðarlistans eru ekki með sjáanleg tengsl við landsmálaframboð.

27.4.2022 Önnur framboð á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra eru fjögur framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna en fimm ef Skagastrandarlistinn, sem er sjálfkjörinn, í Sveitarfélaginu Skagaströnd er talinn með.

Húnaþing vestra. N-listi Nýs afls. Í síðustu kosningum var framboðið samstarf allra annarra en Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. Sjálfstæðismenn ákváðu hins vegar að halda ekki samstarfinu ekki áfram og bjóða fram eigin lista. Þó að N-listinn sé ekki boðinn fram af landsmálaflokkunum að þá er oddviti listans Samfylkingarmaður og annar frambjóðandi hefur verið í framboði fyrir Vinstri græna.

Blönduósbær og Húnavatnshreppur. Í sameinuðu sveitarfélagi bjóða fram listar framsóknarmanna og sjálfstæðismanna með viðhengjum. Auk þeirra bjóða fram H-listinn og G-listi Gerum þetta saman. Ekki eru bein tengsl þessara framboða við landsmálaflokkana.

Sveitarfélagið Skagafjörður. Byggðalistinn sem býður nú fram í annað skiptið er ekki með tengsl við landsmálaflokkanna að öðru leyti en því að Miðflokksmaður er í einu efstu sætanna.

26.4.2022 Önnur framboð á Vestfjörðum. Á Vestfjörðum eru fimm framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna og af er eitt sameiginlegt framboð þriggja flokka.

Vesturbyggð. N-listi Nýrrar sýnar bauð fyrst fram í síðustu kosningum en listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hafði verið sjálfkjörinn í kosningunum 2014. Líta verður á framboðið sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn en á listanum er fólks sem hefur verið á listum Framsóknarflokks og Samfylkingar.

Bolungarvík. K-listinn er mótvægi við lista Sjálfstæðismann og óháðra sem stýrt hefur bænum flest kjörtímabil undanfarna áratugi.

Ísafjarðarbær. Í-listinn er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra og leiða fulltrúar þessara flokka lista framboðsins.

Strandabyggð. Tveir listar bjóða fram í Strandabyggð og er hvorugur boðinn fram af landsmálaflokkunum þó að á báðum listum er þó fólk sem að komið hefur að framboðum á vegum þeirra. Á lista Almennra borgara tengist efsti maður VG auk þess sem að tveir aðrir á listanum hafa verið á listum Framsóknarflokksins. Efsti maður á lista Strandabandalagsins tók þátt í prófkjöri Pírata auk þess sem annar frambjóðandi hefur tekið sæti á lista Framsóknarflokks.

25.4.2022 Önnur framboð á Vesturlandi. Á Vesturlandi eru fjögur framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna og eru þau öll á Snæfellsnesi.

Snæfellsbær. Bæjarmálafélag Snæfellsbæjar hefur boðið fram frá árinu 2002. Líta verður á framboðið sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem stýrt hefur bæjarfélaginu frá 1998.

Grundarfjörður. Bæjarmálafélagið Samstaða hefur boðið fram frá árinu 2006. Líta verður á framboðið sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn.

Stykkishólmur og Helgafellssveit. H-listinn var stofnaður 2014 en stór hluti frambjóðenda í þeim kosningum var á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra auk þess sem varaþingmaður Framsóknarflokksins var í öðru sæti. Íbúalistinn er sameinað framboð Okkar Stykkishólms og Samtaka félagshyggjufólks sem buðu fram í síðustu kosningum. Oddviti Samtaka félagshyggjufólks í síðustu kosningum er fyrrverandi varaþingmaður VG og 3.sætið á Íbúalistanum er Viðreisnarmaður. Að öðru leyti hafa frambjóðendur Íbúalistans ekki verið í framboði fyrir landsmálaflokkana.

24.4.2022 Önnur framboð á Suðurnesjum. Á Suðurnesjum eru sex framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna.

Grindavík. Rödd unga fólksins býður fram í annað skipti en framboðið hlaut einn bæjarfulltrúa í síðustu kosningum. Listinn virðist ekki tengjast landsmálapólitíkinni.

Sveitarfélagið Vogar. E-listi sem hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn og L-listi tengjast landsmálapólitíkinni að takmörkuðu leyti þrátt fyrir að einstaka frambjóðendur hafi verið á listum til Alþingis. Í Vogum bjóða sjálfstæðismenn og óháðir fram þannig að hægt er að leiða líkum að því að E-listi og L-listi séu því einstaklingar sem tengjast ekki Sjálfstæðisflokknum.

Reykjanesbær. U-listi Umbóta og Y-listi Beinna leiðar eru þau tvö framboð sem ekki eru boðin fram undir merkjum landsmálaflokkanna í bænum. Lista Umbóta leiða einstaklingar sem leiddu Miðflokkinn í síðustu kosningum og eru bæjarfulltrúi og varabæjarfulltrúi flokkins. Bæjarfulltrúinn er að auki systir Birgis Þórarinssonar sem yfirgaf Miðflokkinn strax eftir síðustu kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Að auki eru fjórir aðrir einstaklingar á listanum sem hafa verið í framboði fyrir Miðflokkinn og verður því að líta á framboðið sem klofningframboð. Y-listi Beinnar leiðar var í síðustu kosningum leiddur af Guðbrandi Einarssyni sem kjörinn var þingmaður fyrir Viðreisn í síðustu kosningum. Auk hans eru a.m.k. þrír einstaklingar á listanum sem eru í Viðreisn. Oddviti listans var í framboði fyrir Bjarta framtíð á sínum tíma en hún skilgreinir félagið sem óháð bæjarmálafélag.

Suðurnesjabær. Bæjarlistinn skilgreinir sig sem framboð sem sé ótengt stjórnmálaflokkum á landsvísu. Þrátt fyrir það hafa þrír efstu frambjóðendur verið á D-listum auk þeirra sem eru í neðstu tvemur sætunum.

23.4.2022 Önnur framboð á höfuðborgarsvæðinu. Ekki tengjast öll framboð landsmálaflokkunum í Íslenskum stjórnmálum. Á næstu dögum verður gerð nokkur grein fyrir þessum framboðum.

Reykjavík. Reykjavík, besta borgin býður fram í fyrsta skipti. Listinn virðist lítt tengjast landsmálapólitíkinni en meira snúast um skipulagsmál í Reykjavík. Á listanum eru einstaklingar sem tengdust Höfuðborgarsamtökunum og Reykjavíkurframboðinu sem einnig snérust um skipulagsmál í Reykjavík en hlutu lítið fylgi. Í heiðurssætinu í Birgitta Jónsdóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og Pírata.

Seltjarnarnes. Framtíðarlistinn býður fram í fyrsta skipti. Að framboðinu standa Viðreisn, Pírata auk annarra. Efstu tvö sætin skipa einstaklingar úr Viðreisn en í 3. og 5.sæti skipa Píratar.

Kópavogur. Vinir Kópavogs bjóða fram í fyrsta skipti. Framboðið er ekki með tengingu við landsmálapólitíkina og snýst að miklu leyti um skipulagsmál og stjórnsýslu bæjarins.

Garðabær. Garðabæjarlistinn er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Pírata og óháðra. Í síðustu kosningum var Viðreisn einnig í Garðabæjarlistanum en býður nú fram eigin lista. Samfylkingarkona leiðir listann, í öðru sæti er fulltrúi VG og í þriðja sætinu eru fulltrúi óháðra.

Hafnarfjörður. Bæjarlistinn er eiginlega uppruninn í stjórnmálaflokknum Bjarti framtíð sem bauð fram til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 2014 og hlaut einn bæjarfulltrúa, Guðlaugu Svölu. Hún ásamt fleirum stofnaði síðan Bæjarlistinn fyrir síðustu kosningar og náði Gauðlaug aftur kjöri.

Mosfellsbær. Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í annað skipti. Listinn virðist ekki tengjast landsmálapólitíkinni þó að einstaka frambjóðendur hafi komið við sögu landsmálaframboða.

22.4.2022 Flokkur fólksins og Sósíalistar – yfirlit framboða. Flokkur fólksins býður fram lista í Reykjavík (1/23) og Akureyri þar sem flokkurinn hefur ekki áður boðið fram. Sósíalistaflokkur Íslands býður fram lista í Reykjavík (1/23). Í síðustu bæjarstjórnarkosningum bauð flokkurinn einnig fram í Kópavogi en þar býður flokkurinn ekki fram að þessu sinni.

22.4.2022 Viðreisn – yfirlit framboða. Viðreisn býður fram í eigin nafni í 4 sveitarfélögum sem eru jafnmörg og í síðustu kosningum. Allir listar eru fullskipaðir.

Önnur sveitarfélög: Kópavogur (2/11), Mosfellsbær (1/9), Hafnarfjörður (1/11) og Reykjavík (2/23).

Samstarf: Viðreisn býður fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni í Borgarbyggð. Er í samstarfi við Pírata og fleiri í framboðinu Áfram Árborg í Sveitarfélaginu Árborg, í samstarfi við Samfylkingu, Vinstrihreyfingunni grænu framboð og fleirum í Í-listanum í Ísafjarðarbæ og í samstarfi við Pírata og fleiri í Framtíðarlistanum í Seltjarnarnesi. Félagar í Viðreisn koma að fleiri framboðum víða um land.

21.4.2022 Píratar – yfirlit framboða. Píratar bjóða fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í sex sveitarfélögum sem eru jafnmörg og í síðustu kosningum. Framboðslistar Píratar í Reykjanesbæ, Ísafjarðarbæ og Akureyri eru ekki fullskipaðir.

Nýtt framboð (1) er í Ísafjarðarbæ.

Önnur sveitarfélög eru (2): Reykjavík (2/23) og Kópavogur (1/11).

Án sveitarstjórnarmanna (3): Akureyri, Hafnarfjörður og Reykjanesbær.

Samstarf: Píratar eru í samstarfi með Viðreisn og fleirum í Framtíðarlistanum á Seltjarnarnesi, með Pírötum og fleiri í Áfram Árborg í Sveitarfélaginu Árborg og með Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Samfylkingu og fleiri í Garðabæjarlistanum í Garðabæ.

Buðu fram síðast en ekki núna (1): Mosfellsbær í samstarfi með Íbúahreyfingunni.

21.4.2022 Miðflokkurinn – yfirlit framboða. Miðflokkurinn býður fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Listarnir í Reykjavík, Reykjanesbæ og Sveitarfélaginu Árborg eru ekki fullskipaðir.

Nýtt framboð (1) er í Norðurþingi undir merkjum M-lista Samfélagsins.

Önnur sveitarfélög (7): Mosfellsbær (1/9), Hafnarfjörður (1/11), Sveitarfélagið Árborg (1/11), Reykjanesbær (1/11), Múlaþing (1/11), Akureyri (1/11) og Reykjavík (1/23).

Án sveitarstjórnarmanna (2): Garðabær og Kópavogur.

Buðu fram síðast en ekki núna (2): Akranes og Fjarðabyggð (1/9).

21.4.2022 Vinstri grænir – yfirlit framboða. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 11 sveitarfélögum sem eru jafnmörg og í síðustu kosningum. Allir listar eru fullskipaðir.

Nýtt framboð (1) er í Fjarðabyggð.

Önnur sveitarfélög eru (7): Borgarbyggð (2/9), Skagafjörður (2/9), Mosfellsbær (1/9), Norðurþing (1/9), Akureyri (1/11), Múlaþing (1/11) og Reykjavík (1/23).

Án sveitarstjórnarmanna (3): Hafnarfjörður, Kópavogur og Sveitarfélagið Árborg.

Samstarf: Vinstri grænir eru í samstarfi við Viðreisn, Samfylkingu og fleiri í Í-listanum í Ísafjarðarbæ og í samstarfið við Píratar og Samfylkingu í Garðabæjarlistanum í Garðabæ. Vinstri grænir koma að fleiri framboðum víða um land.

Buðu fram síðast en ekki núna (1): Reykjanesbær.

20.4.2022 Samfylking – yfirlit framboða. Samfylkingin býður fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 13 sveitarfélögum sem er einu fleira en í síðustu kosningum. Allir listar eru fullskipaðir.

Nýtt framboð (1) er í Suðurnesjabæ.

Önnur sveitarfélög (12) eru: Akranes (3/9), Reykjavík (7/23), Seltjarnarnes (2/7), Reykjanesbær (3/11), Sveitarfélagið Árborg (2/9), Akureyri (2/11), Hafnarfjörður (2/11), Kópavogur (2/11), Grindavík (1/7), Mosfellbær (1/9), Norðurþing (1/9) og Borgarbyggð (1/9) í samstarfi við Viðreisn.

Samfylkingin er í formlegu samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar í Ísafjarðarbæ í framboði Í-listans með Viðreisn, Vinstrihreyfingunni grænu framboði og fleirum og í Garðabæ í framboði Garðabæjarlistans með Pírötum, Vinstrihreyfingunni grænu framboði og fleirum. Samfylkingarfólk og einstök flokksfélög koma að fleiri framboðum víða um land.

20.4.2022 Framsóknarflokkur – yfirlit framboða. Framsóknarflokkurinn býður fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 26 sveitarfélögum sem er þremur meira en í síðustu kosningum. Allir listar eru fullskipaðir.

Ný framboð (3) eru í Sveitarfélaginu Ölfusi undir merkjum B-lista Framfarasinna, Mýrdalshreppi og sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Verja meirihluta (2) í Sveitarfélaginu Hornafirði (4/7) og Húnaþingi vestra (4/7).

Sterk staða (4) í Borgarbyggð (4/9), Dalvíkurbyggð (3/7), Rangárþingi eystra (3/7) og Vopnafjarðarhreppi (3/7).

Önnur sveitarfélög (14) eru: Norðurþing (3/9), Skagafjörður (3/9), Akranes (2/9), Fjarðabyggð (2/9), Ísafjarðarbær (2/9), Akureyri (2/11), Múlaþing (2/11), Reykjanesbær (2/11), Grindavík (1/7), Hveragerði (1/7), Suðurnesjabær (1/9), Sveitarfélagið Árborg (1/9), Hafnarfjörður (1/11) og Kópavogur (1/11).

Án sveitarstjórnarmanna (3) : Garðabær, Mosfellsbær og Reykjavík.

20.4.2022 Sjálfstæðisflokkur – yfirlit framboða. Sjálfstæðisflokkurinn býður fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 35 sveitarfélögum sem er tveimur meira en í síðustu kosningum. Allir listar eru fullskipaðir nema í Skaftárhreppi.

Ný framboð(2): Húnaþing vestra þar sem flokkurinn var hluti af N-lista í síðustu kosningum og í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar en í þeim sveitarfélögum voru ekki flokksframboð í síðustu kosningum.

Verja meirihluta (9) í eftirtöldum sveitafélögum: Garðabæ (8/11), Skaftárhreppi (3/5), Bolungarvík (4/7), Grundarfjörður (4/7), Hveragerði (4/7), Rangárþing ytra (4/7), Seltjarnarnesi (4/7), Snæfellsbær (4/7) og Sveitarfélagið Ölfus (4/7).

Sterk staða (12) í eftirtöldum sveitarfélögum: Hafnarfjörður (5/11), Kópavogur (5/11), Akranes (4/9), Mosfellbær (4/9), Sveitarfélagið Árborg (4/9), Fjallabyggð (3/7), Grindavík (3/7), Rangárþing eystra (3/7), Suðurnesjabær (3/7), Vestmannaeyjar (3/7), Vesturbyggð (3/7) og Hrunamannahreppur (2/5).

Önnur sveitarfélög (12) sem flokkurinn býður fram í eru: Múlaþing (4/11), Reykjavík (8/23), Ísafjarðarbær (3/9), Norðurþing (3/9), Dalvíkurbyggð (2/7), Sveitarfélagið Hornafjörður (2/7), Sveitarfélagið Vogar (2/7), Akureyri (3/11), Reykjanesbær (3/11), Borgarbyggð (2/9), Fjarðabyggð (2/9) og Skagafjörður (2/9).

19.4. Höfuðborgarsvæðið – yfirlit framboðsmála 2/2. Umfjöllun um höfuðborgarsvæðið er skipt í tvennt. Listakosning er í öllum sjö sveitarfélögunum á svæðinu. Í þessum hluta verður fjallað um Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Kópavogur – Framsóknarflokkur (1), Viðreisn (2), Sjálfstæðisflokkur (5), Miðflokkur og óháðir, Píratar (1), Samfylkingin (2), Vinstrihreyfingin grænt framboð (0) og Vinir Kópavogs sem er nýtt farmboð. Viðreisn bauð síðast fram sem BF Viðreisn með félögum úr Bjartri framtíð. Miðflokkurinn hefur nú bætt við sig óháðum. Síðast buðu einnig fram Sósíalistaflokkur Íslands og Okkar Kópavogur.

Hafnarfjörður – Framsóknarflokkur (1), Viðreisn (1), Sjálfstæðisflokkur (5), Bæjarlistinn (1), Miðflokkur og óháðir (1), Píratar, Samfylking (2) og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Þetta eru sömu framboð og í síðustu kosningum nema að Miðflokkurinn hefur nú bætt við sig óháðum.

Mosfellsbær – Framsóknarflokkur, Viðreisn (1), Sjálfstæðisflokkur (4), Vinir Mosfellsbæjar (1), Miðflokkur (1), Samfylkingin (1), Vinstrihreyfingin grænt framboð (1). Að auki bauð fram sameiginlegt framboð Íbúahreyfingarinnar og Píratar fram í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

Kjósarhreppur – A-listi Íbúa í Kjós, K-listi Kjósarlistans og Þ-listi Saman í sveit. Óhlutbundin kosninga var 2018.

19.4.2022 Höfuðborgarsvæðið – yfirlit framboðsmála 1/2. Umfjöllun um höfuðborgarsvæðið er skipt í tvennt. Listakosning er í öllum sjö sveitarfélögunum á svæðinu. Byrjað verður á Reykjavík, Garðabæ og Seltjarnarnesi. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Reykjavík – Framsóknarflokkur, Viðreisn (2), Sjálfstæðisflokkur (8), Reykjavík – besta borgin, Flokkur fólksins (1), Sósíalistaflokkur Íslands (1), Miðflokkur (1), Píratar (2), Samfylking (7), Vinstrihreyfingin grænt framboð (1) og Ábyrg framtíð. Af þeim sem bjóða fram nú eru Reykjavík besta borgin og Ábyrg framtíð ný framboð. Framboð sem buðu fram síðast en ekki nú eru: Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfingin, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn.

Seltjarnarnes – Framtíðarlistinn, Sjálfstæðisflokkur (4) og Samfylking og óháðir (2). Í síðustu kosningum buðu Viðreisn og Nestlinn (1) fram saman en nú leiðir bæjarfulltrúi þess framboðs Framtíðarlistann. Að auki bauð Fyrir Seltjarnarnes fram.

Garðabær – Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur (8), Garðabæjarlistinn (3) og Miðflokkurinn. Um sömu framboð er að ræða og í síðustu kosningum nema að Viðreisn býður nú fram sérstakan lista en voru áður í samstarfi með Garðabæjarlistanum.

18.4.2022 Suðurland – yfirlit framboðsmála 2/2. Vegna fjölda sveitarfélaga er umfjöllun um Suðurland í tveimur greinum og nú er komið að vesturhlutanum, Árnessýslu. Listakosning er öllum sveitarfélögum á svæðinu. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Listi uppbyggingar, samvinnulistinn og Listi Umhyggju, umhverfis og uppbyggingar. Í síðustu kosningum buðu fram Afl til uppbyggingar(1), Gróska (1) og Okkar sveit (3). Á lista uppbyggingar eru nokkrir af þeim skipuðu lista Afls til uppbyggingar í síðustu kosningum. Tveir á samvinnulistanum voru á lista Okkar sveit í síðustu kosningum og sömuleiðis eru tveir á lista Umhyggju- umhverfis og uppbyggingar sem voru á lista Grósku síðast.

Hrunamannahreppur – Sjálfstæðismenn og óháðir (2) og L-listinn. Í síðustu kosningum bauð H-listinn (3) fram en þrír af þeim skipuðu þann lista eru nú á L-lista.

Bláskógabyggð – T-listinn (5) og Þ-listinn (2). Auk þeirra bauð Nýtt afl fram í síðustu kosningum.

Grímsnes- og Grafningshreppur – Óháðir lýðræðissinnar (4) og Framsýni og fyrirhyggja (1). Sömu listar og síðast.

Flóahreppur – Framfaralistinn og T-listinn (2). Í síðustu kosningum bauð Flóalistinn (3) fram en Framfaralistinn byggir að hluta til á því framboði.

Svf. Árborg – Áfram Árborg (1), Framsóknarflokkur (1), Sjálfstæðisflokkur (4), Miðflokkur (1) og sjálfstæðir, Samfylking (2) og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Um er að ræða sömu framboði og í síðustu kosningum nema að Miðflokkurinn er nú með sjálfstæða með sér. Áfram Árborg er sameiginlegt framboð Viðreisnar og Pírata.

Hveragerði – Framsókn (1), Sjálfstæðisflokkur (4) og Okkar Hveragerði (2). Sömu framboð og síðast.

Svf. Ölfus – Framfarasinnar, Sjálfstæðisflokkur (4) og Íbúalistinn. Í síðustu kosningum var sameiginlegt framboð Framfarasinna og félagshyggjufólks (3) en listarnir höfðu boðið fram í sitthvoru lagi í kosningunum 2014. Framfarasinnar bjóða því fram að nýju en Íbúalistinn í fyrsta skipti.

18.4.2022 Suðurland – yfirlit framboðmála 1/2. Vegna fjölda sveitarfélaga verður umfjöllun um Suðurland í tveimur greinum og byrjað á austurhlutanum. Listakosning er í sex af sjö sveitarfélögum. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Svf. Hornafjörður – Framsóknarflokkur og stuðningsmenn þeirra (4), Sjálfstæðisflokkur (2) og Listi Kex. Listi Kex er nýtt framboð en 3.framboðið (1) bauð fram í síðustu kosningum.

Skaftárhreppur – Sjálfstæðismenn og óháðir (3) og Ö-listinn sem er nýtt framboð. Í síðustu kosningum bauð Sól í Skaftárhreppi (2) fram lista.

Mýrdalshreppur – A-listi Allra og B-listi Framsóknar og óháðra. Í síðustu kosningum buðu fram Listi trausta innviða (3) og Listi framtíðar (2). Tveir sveitarstjórnarmenn af lista traustra innviða eru á B-listanum og einn af lista framtíðar.

Vestmannaeyjar – Sjálfstæðisflokkur (3), Eyjalistinn (1) og Fyrir Heimaey (3). Sömu listar og voru í síðustu kosningum.

Rangárþing eystra – Framsókn og aðrir framfarasinnar (3), sjálfstæðismenn og aðrir lýðræðissinnar (3) og Nýi óháði listinn. Nýi listinn boðaði framboð en sameinaðist L-lista óháðra (1) undir merkjum Nýja óháða listans.

Rangárþing ytra – Á-listinn (3) og Sjálfstæðisflokkur (4). Sömu lista og voru í síðustu kosningum.

Óhlutbundin kosning er í Ásahreppi.

18.4.2022 Suðurnes – yfirlit framboðsmála. Listakosning er í öllum fjórum sveitarfélögum á Suðurnesjum eins og í síðustu kosningum. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Grindavík – Framsóknarflokkur (1), Sjálfstæðisflokkur (3), Miðflokkur (1), Samfylking og óháðir (1) og Rödd unga fólksins (1). Auk þessara framboða bauð Listi Grindavíkinga fram í síðustu kosningum.

Svf.Vogar – Sjálfstæðismenn og óháðir (2), E-listinn (4) og L-listi fólksins (1). Sömu listar og í síðustu kosningum.

Reykjanesbær – Framsóknarflokkur (2), Sjálfstæðisflokkur (3), Miðflokkur (1), Píratar og óháðir, Samfylking og óháðir (3), Listi Umbóta og Bein leið (1). Auk þeirra buðu Frjálst afl (1) og Vinstrihreyfingin grænt framboð fram í síðustu kosningum. Listi Umbóta er nýtt framboð en það leiða bæjarfulltrúi og varabæjarfulltrúi Miðflokksins. Píratar hafa bætt óháðum við framboð sitt.

Suðurnesjabær – Framsóknarflokkur og óháðir (1), Sjálfstæðisflokkur og óháðir (3), Bæjarlistinn og Samfylkingin og óháðir. Í síðustu kosningum buðu fram Listi fólksins (2) sem nú býður fram með Sjálfstæðisflokki og óháðum og Jákvætt samfélag (3). Bæjarlistinn er nýtt framboð en meðal frambjóðenda á honum eru bæjarfulltrúar sem kjörnir voru síðast á lista Jákvæðs framboðs og á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra. Samfylkingin og óháðir eru nýtt framboð en nokkrir á þeim lista voru á lista Jákvæðs framboðs í síðustu kosningum auk þess sem oddviti Jákvæðs framboðs í síðustu kosningum er Samfylkingarmaður.

17.4.2022 Austurland – yfirlit framboðsmála. Listakosningar eru í þremur af fjórum sveitarfélögum á Austurlandi. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Vopnafjarðarhreppur – Framsókn og óháðir (3) og Vopnafjarðarlistinn. Betra Sigtún (2) og Félagshyggjufólk (2) buðu fram í síðustu kosningum en einhverjir af þeim listum eru nú í Vopnafjarðarlistanum.

Múlaþing – Framsóknarflokkur (2), Sjálfstæðisflokkur (4), Austurlistinn (3), Miðflokkur (1) og Vinstrihreyfingin grænt framboð (1). Sömu listar eru í framboði og sveitarstjórnarkosningunum 2020 sem haldnar voru eftir sameiningu sveitarfélaganna sem mynda Múlaþing.

Fjarðabyggð – Framsókn og óháðir (2), Sjálfstæðisflokkur (2), Fjarðalistinn (4) og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Miðflokkur (1) bauð fram 2018 en er ekki með lista í ár. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur ekki boðið fram áður í Fjarðabyggð en félagar í flokknum verið í samstarfi með Fjarðalistanum.

Óhlutbundar kosningar verða í Fljótsdalshreppi.

17.4.2022 Norðurland eystra – yfirlit framboðsmála. Listakosning er í níu af ellefu sveitarfélögum á Norðurlandi eystra. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Fjallabyggð – Jafnaðarfólk og óháðir, Sjálfstæðisflokkur (3) og H-listinn (2). Í síðustu kosningum bauð Betri Fjallabyggð (2) fram en í þeirra stað er nú kominn fram listi jafnaðarfólks og óháðra.

Dalvíkurbyggð – Framsókn og félagshyggjufólk (3), Sjálfstæðisflokkur og óháðir (2) og K-listi Dalvíkurbyggðar, óháð framboð. Í síðustu kosningum bauð J-listinn (2) fram en í þeirra stað er nú kominn fram K-listinn.

Hörgársveit – H-listi Hörgársveitar (2) og J-listi Grósku (3). Sömu framboð og síðast.

Akureyri – Framsóknarflokkur (2), Sjálfstæðisflokkur (3), Flokkur fólksins, Kattaframboðið, L-listinn (2), Miðflokkur (1), Píratar, Samfylkingin (2) og Vinstrihreyfingin grænt framboð (1). Píratar buðu fram í síðustu bæjarstjórnarkosningum en náðu ekki kjörnum bæjarfulltrúa. Flokkur fólksins og Kattaframboðið bjóða fram í fyrsta skipti.

Eyjafjarðarsveit – F-listinn (4) og K-listinn (3). Sömu framboð og síðast.

Svalbarðsstrandarhreppur – A-listi Strandalistans og Ö-listi Ströndunga. Óhlutbundin kosninga var 2018.

Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur – E-listi og K-listi. Framboðin í sameinuðu sveitarfélagi hafa takmarkaða en nokkra samsvörun með framboðunum 2018.

Norðurþing – Framsókn og félagshyggja (3), Sjálfstæðisflokkur (3), M-listi Samfélagsins, Samfylkingin (1) og VG og óháðir (1). Í síðustu kosningum bauð E-listinn (1) fram en hluti af frambjóðendum hans eru nú á lista Sjálfstæðisflokksins. M-listi Samfélagsins er nýr og tengist Miðflokknum að einhverju leyti.

Langanesbyggð og Svalbarðshreppur – H-listi betri byggðar og L-listi Framtíðarlistans (4). Framtíðarlistinn bauð fram í Langanesbyggð og auk hans bauð U-listinn (3) fram. H-listi betri byggðar er nýr listi.

Óhlutbundin kosning er í Grýtubakkahreppi og sjálfkjörið var í Tjörneshreppi.

17.4.2022 Norðurland vestra – yfirlit framboðsmála. Listakosning er í þremur af fimm sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Húnaþing vestra – Framsóknarflokkur og aðrir framfarasinnar (4), sjálfstæðismenn og óháðir og Nýtt afl (3). Sjálfstæðismenn voru hluti af nýju afli í kosningunum 2018 en ákváðu að halda samstarfinu ekki áfram.

Blönduósbær og Húnavatnshreppur – Framsókn og aðrir framfarasinnar, sjálfstæðismenn og óháðir, Gerum þetta saman og H-listinn. Þessi fjögur framboð í sameinuðu sveitarfélagi hafa litla ef nokkra samsvörun með framboðum í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi 2018.

Akrahreppur og Svf.Skagafjörður – Framsóknarflokkur (3), Sjálfstæðisflokkur (2), Byggðalisti (2) og VG og óháðir (2). Þetta eru sömu framboð og síðast.

Óhlutbundin kosning er í Skagabyggð og sjálfkjörið í Sveitarfélaginu Skagaströnd.

16.4.2022 Vestfirðir – yfirlit framboðsmála. Listakosning er fjórum af níu sveitarfélögum á Vestfjörðum. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Vesturbyggð – Ný sýn (4) og sjálfstæðismenn og óháðir (3). Sömu framboð og síðast.

Bolungarvík – Sjálfstæðismenn og óháðir (4) og K-listi Máttar meyja og manna (3). Sömu framboð og síðast.

Ísafjarðarbær – Framsóknarflokkur (2), Sjálfstæðisflokkur (3), Í-listinn (4) og Píratar sem eru nýtt framboð.

Strandabyggð – Strandabandalagið og Almennir borgarar. Kosið var óhlutbundinni kosningu 2018.

Óhlutbundin kosning er í Reykhólahreppi, Tálknafjarðarhreppi, Súðavíkurhreppi, Árneshreppi og Kaldrananeshreppi.

16.4.2022 Vesturland – yfirlit framboðsmála. í dag og næstu daga verður birt yfirlit yfir framboðsmál í öllum sveitarfélögum eftir landshlutum og byrjað á Vesturlandi. Núverandi fjöldi sveitarstjórnarmanna er innan sviga.

Akranes – Framsókn með frjálsum (2), Sjálfstæðisflokkur (4) og Samfylking (3). Í síðustu bæjarstjórnarkosningum bauð Miðflokkurinn einnig fram en fékk ekki kjörinn bæjarfulltrúa.

Borgarbyggð – Framsóknarflokkur (4), Sjálfstæðisflokkur( 2), Vinstrihreyfingin grænt framboð (2) og sameiginlegur listi Samfylkingar (1) og Viðreisnar. Síðast bauð Samfylkingin fram með óháðum en að öðru leyti eru framboðin þau sömu og síðast.

Snæfellsbær – Sjálfstæðisflokkur (4) og Bæjarmálafélag Snæfellsbæjar (3). Sömu framboð og síðast.

Grundarfjörður – Sjálfstæðisflokkur (4) og Samstaða, bæjarmálafélag (3). Sömu framboð og síðast.

Stykkishólmur og Helgafellssveit – í bæjarstjórnarkosningunum í Stykkishólmi síðast buðu eftirtaldir fram: H-listinn (4), Okkar Stykkishólmur (2) og Samtök félagshyggjufólks (1). Nú býður H-listinn fram en Okkar Stykkishólmur og Samtök félagshyggjufólks hafa sameinast undir merkjum Íbúalistans.

Óhlutbundin kosning er í Hvalfjarðarsveit, Eyja-og Miklaholtshreppi og Dalabyggð.

16.4.2022 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hófst í gær 15. apríl en kjörstjórnir sveitarfélaga áttu að auglýsa framkomna framboðslista í síðasta lagi þann 14. apríl.

15.4.2022 Listarkosningar, sjálfkjörið og óhlutbundnar kosningar. Nú er orðið ljóst hvaða fyrirkomulag verður á kosningum til sveitarstjórnar í vor. Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en fimm sameiningar hafa verið samþykktar þannig að kosið er í 64 sveitarfélögum. Í tveimur þeirra kom aðeins fram einn listi sem varð sjálfkjörinn. Í 13 sveitarfélögum kom enginn listi fram og verður kosning þar því óhlutbundin. Þetta er sagt með þeim fyrirvara í Skagabyggð hafa ekki verið auglýstir framboðslistar, en frestur til þess rann út í gær. Samtals verður því kosið með listakosningu í 49 sveitarfélögum.

  • Sjálfkjörið er í Sveitarfélaginu Skagaströnd og Tjörneshreppi.
  • Óhlutbundin kosning verður í Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Tálknafjarðarhreppur, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Skagabyggð, Grýtubakkahreppur, Fljótsdalshreppur og Ásahreppur.

14.4.2022 Þrír framboðslistar í Kjósarhreppi. Þrír framboðslistar komu fram í Kjósarhreppi og hafa þeir verið samþykktir af kjörstjórn. Listarnir eru þannig skipaðir:

A-listi Íbúa í Kjós

  1. Sigurþór Ingi Sigurðsson rennismiður
  2. Jóhanna Hreinsdóttir bóndi
  3. Jón Þorgeir Sigurðsson verkstjóri
  4. Guðmundur H. Davíðsson bóndi
  5. Petra Marteinsdóttir rekstrarstjóri
  6. Ólöf Ósk Guðmundsdóttir bóndi
  7. Andri Jónsson rekstrarstjóri
  8. Erla Aðalsteinsdóttir ferðaþjónustubóndi
  9. Sigrún Finnsdóttir ráðgjafi
  10. Kristján Finnsson bóndi

K-listi Kjósarlistans

  1. Sigurður I. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri
  2. Jón Árni Jóhannesson framkvæmdastjóri
  3. Guðbjörg R. Ragnarsdóttir lögfræðingur
  4. Valgeir Ásgeirsson hótelstjóri
  5. Sigurður S. Eiríksson deildarstjóri
  6. Ragnar Ragnarsson múrari
  7. Áki Ármann Jónsson framkvæmdastjóri

Þ-listi Saman í sveit

  1. Regína Hanse Guðbjörnsdóttir sérfræðingur
  2. Þórarinn Jónsson bóndi
  3. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur
  4. Sævar Jóhannesson hönnuður
  5. Þorbjörg Skúladóttir bóndi
  6. Dagný Fanný Liljarsdóttir ráðgjafi
  7. Brynja Lúthersdóttir bóndi
  8. Hafsteinn E. Sveinsson smiður
  9. Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir
  10. Magnús Guðbjartsson vélamaður

14.4.2022 Sjálfkjörið í Tjörneshreppi. Aðeins einn listi barst kjörstjórn í Tjörneshreppi, Tjörneslistinn, og var hann sjálfkjörinn. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð þar sem Tjörneslistinn er sjálfkjörinn. Þetta þýðir að þeir sem eru í fimm efstu sætunum á Tjörneslistanum verða sveitarstjórnarmenn og næstu fimm verða varamenn þeirra.

Tjörneslistinn:

  1. Aðalsteinn J. Halldórsson bóndi og oddviti Ketilsstöðum
  2. Jón Gunnarsson bóndi Árholti
  3. Katý Bjarnadóttir lögfræðingur Héðinshöfða 2
  4. Smári Kárason sveitarstjórnarmaður Breiðuvík
  5. Sveinn Egilsson bóndi Sandhólum
  6. Jónas Jónasson bóndi Héðinshöfða
  7. Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir bóndi Mýrarkoti
  8. Eyrún Dögg Guðmundsdóttir húsmóðir Árholti
  9. Sigríður Hörn Lárusdóttir þjónustufulltrúi
  10. Marý Anna Guðmundsdóttir húsmóðir Syðri-Sandhólum

13.4.2022 Óhlutbundin kosning í Fljótsdalshreppi. Enginn listi barst kjörstjórn í Fljótsdalshreppi og er verður því kosning þar óhlutbundin.

13.4.2022 Óhlutbundnar kosningar í Grýtubakkahreppi. Enginn listi barst kjörstjórn í Grýtubakkahreppi og verður kosning því óhlutbundin.

12.4.2022 Framboðlisti U-lista Umbóta í Reykjanesbæ. Framboðslisti U-lista Umbóta hefur verið samþykktur af kjörstjórn. Listann leiða Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi og Gunnar Felix Rúnarsson varabæjarfulltrúi sem bæði voru kjörin af lista Miðflokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi
  2. Gunnar Felix Rúnarsson varabæjarfulltrúi
  3. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir
  4. Úlfar Guðmundsson
  5. Jón Már Sverrisson
  6. Kristbjörg Eva Halldórsdóttir
  7. Michal Daríusz Maniak
  8. Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson
  9. Karen Guðmundsdóttir
  10. Þorvaldur Helgi Auðunsson
  11. Tara Lynd Pétursdóttir
  12. Júlíana Þórdís Stefánsdóttir
  13. Una Guðlaugsdóttir
  14. Harpa Björg Sævarsdóttir
  15. Rúnar Lúðvíksson

12.4.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Framboðslisti Miðflokksins í Reykjanesbæ hefur verið samþykktur og er þannig skipaður:

  1. Bjarni Gunnólfsson
  2. Eggert Sigurbergsson
  3. Parience Adjahoe Karlsson
  4. Sigrún Þorsteinsdóttir
  5. Natalia Stetsii
  6. Óskar Eggert Eggertsson
  7. Natalia Marta Jablonska
  8. Bryndís Káradóttir
  9. Kristján Karl Meehoskha
  10. Guðbjörn Sigurjónsson
  11. Þórður Sigurel Arnfinnsson
  12. Aron Daníel Finnsson

12.4.2022 Framboðslisti Kattaframboðsins á Akureyri. Framboðslisti Kattaframboðsins hefur verið birtur og er þannig skipaður:

  1. Snorri Ásmundsson listamaður
  2. Ásgeir Ólafsson Lie markþjálfi
  3. Ragnheiður Gunnarsdóttir kattakona
  4. Jóhanna María Elena Matthíasdóttir ferðamálafræðingur
  5. Stefán Elí Hauksson tónlistarmaður
  6. Eyþór Gylfason veitingamaður
  7. Helga Sigríður Valdemarsdóttir listakona
  8. María F. Hermannsdóttir húsmóðir
  9. Íris Eggertsdóttir listakona
  10. Alís Ólafsdóttir öryrki
  11. Viðar Einarsson verkamaður

12.4.2022 Óhlutbundin kosning í Súðavíkurhreppi. Enginn listi barst kjörstjórn í Súðavíkurhreppi og verður kosning því óhlutbundin.

12.4.2022 Óhlutbundin kosning í Kaldrananeshreppi. Enginn listi barst kjörstjórn í Kaldrananeshreppi og verður kosning því óhlutbundin.

12.4.2022 Óhlutbundnar kosningar í Árneshreppi. Enginn listi kom fram í Árneshreppi og því verða kosningar til sveitarstjórnar óhlutbundnar. Eftirtaldir biðjast undan kjöri: Björn Guðmundur Torfason, Guðlaugur Agnar Ágústsson, Guðlaugur Ingólfur Benediktsson, Árnesi 2 og Hrefna Þorvaldsdóttir, Árnesi 2.

12.4.2022 Framboðslisti Nýja óháða listans í Rangárþingi eystra. Fullskipaður framboðslisti Nýja óháða listans í Rangárþingi eystra hefur verið lagður fram og er þannig skipaður:

  1. Tómas Birgir Magnússon ferðaþjónustuaðili og íþróttakennari
  2. Christiane Bahner sveitarstjórnarfulltrúi og lögmaður
  3. Guðni Ragnarsson flugmaður og bóndi
  4. Heiðbrá Ólafsdóttir lögfræðingur og bóndi
  5. Guðmundur Ólafsson bóndi
  6. Rebekka Katrínardóttir verslunareigandi
  7. Anna Runólfsdóttir verkfræðingur
  8. Hildur G. Kristjánsdóttir meðeigandi Midgard
  9. Magnús Benónýsson skósmiður
  10. S. Maren Guðmundsdóttir stuðningsfulltrúi
  11. Bjarni Daníelsson verkamaður
  12. Erla Ósk Guðmundsdóttir frumkvöðull
  13. Tumi Snær Tómasson nemi
  14. Ewa Tyl snyrtifræðingur

11.4.2022 Skagastrandarlistinn sjálfkjörinn. Skagastrandarlistinn í Sveitarfélaginu Skagströnd er sjálfkjörinn þar sem ekki kom fram annar listi þrátt fyrir framlengdan framboðsfrest. Aðalmenn í sveitarstjórn verða því eftirtaldir: Halldór Gunnar Ólafsson oddviti, Erla María Lárusdóttur, Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir og Petría Laufey Jakobsdóttir. Varamenn verða því, í þessari röð: Arnar Ólafur Viggósson, Ragnar Már Björnsson, Ástrós Elíasdóttir, Jón Ólafur Sigurjónsson og Adolf Hjörvar Berndsen fv.oddviti og alþingismaður.

Tveir listar í Svalbarðsstrandarhreppi. Tveir listar komu fram í Svalbarðsstrandarhreppi. Þetta er í fyrsta skipti í marga áratugi sem kosið er listakosningu í hreppnum ef það hefur á annað borð gerst áður. Listarnir eru þannig skipaðir:

A-listi Strandalistans

  1. Gestur Jónmundur Jensson bóndi Dálksstöðu
  2. Anna Karen Úlfarsdóttir nemi Klöpp
  3. Ólafur Rúnar Ólafsson sölurstjóri Laugartúni 2
  4. Inga Margrét Árnadóttir kennari Þórisstöðum
  5. Árný Þóra Ágústsdóttir bókari Meðalheimi
  6. Sigurður Halldórsson bílamálari Laugartúni 10
  7. Elísabet Inga Ásgrímsdóttir listamaður Heiðarbóli
  8. Sindri Már Mánason bóndi Halllandi 1
  9. Trausti Guðmundsson ráðgjafi Skálafelli
  10. Vilhjálmur Rósantsson bóndi Garðsvík

Ö-listi Stöndunga

  1. Bjarni Þór Guðmundsson bóndi Svalbarði
  2. Hanna Sigurjónsdóttir leikskólakennari Sunnuhlíð
  3. Stefán Ari Sigurðsson bifvélavirki Eyrargötu 4
  4. Sigrún Rósa Kjartansdóttir kennari Tröðum
  5. Snorri Brynjólfsson bóndi Efri-Dálkstöðum 2
  6. Ingibjörg Stefánsdóttir iðjuþjálfi Litla-Hvammi 2
  7. Arnar Þór Björnsson vélfræðingur Bakktúni 2
  8. Ingþór Björnsson sjómaður Smáratúni 11
  9. Auður Jakobsdóttir hótelstjóri Sveinbjarnargerði IIA
  10. Þorgils Guðmundsson vélvirki Laugartúni 8

11.4.2022 Óhlutbundnar kosningar í Ásahreppi. Engir framboðslistar komu fram í Ásahreppi og þar verða því óhlutbundnar kosningar í vor.

11.4.2022 Framboðslisti E-listans í sameinuðu sveitarfélagi í S-Þing. Framboðslisti E-listans í sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveit hefur verið birtur. Tveir listar verða því í kjöri í sveitarfélaginu en áður hafði K-listi verið lagður fram. E-listinn er þannig skipaður:

  1. Eygló Sófusdóttir Laxárvirkjun
  2. Eyþór Kári Ingólfsson Úlfsbæ
  3. Gerður Sigtryggsdóttir Hólavegi 1
  4. Knútur Emil Jónasson Knútsstöðum
  5. Halldór Þ. Sigurðsson sveitarstjórnarmaður Kálfaströnd
  6. Sigfús Haraldur Bóasson Lautavegi 11
  7. Anna Bragadóttir Skútahrauni 3
  8. Einar Örn Kristjánsson Breiðumýri 2
  9. Erlingur Ingvarsson Sandhaugum
  10. Ósk Helgadóttir Merki
  11. Olga Hjaltalín Ingólfdóttir Laugum
  12. Arnþróður Anna Jónsdóttir Hraunbergi
  13. Jónas Þórólfsson Syðri-Leikskálaá
  14. Birna Kristín Friðriksdóttir Stórutjarnarskóla
  15. Eiður Jónsson Árteigi
  16. Garðar Jónsson Stóruvöllum
  17. Sigrún Jónsdóttir Sólgarði
  18. Ingi Þór Yngvason Dagmálaborg

11.4.2022 Framboðslisti Flokks fólksins á Akureyri. Framboðslisti Flokks fólksins á Akureyri var birtur í dag og er þannig skipaður:

  1. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir
  2. Málfríður Þórðardóttir ljósmóðir
  3. Jón Hjaltason sagnfræðingur
  4. Hannesína Scheving bráðahjúkrunarfræðingur
  5. Tinna Guðmundsdóttir sjúkraliðanemi
  6. Ólöf Lóa Jónsdóttir eldri borgari
  7. Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður
  8. Arlene Velos Reyers verkakona
  9. Theódóra Anna Torfadóttir verslunarkona
  10. Skarphéðinn Birgisson hárgreiðslumaður
  11. Ásdís Árnadóttir ferðafræðingur
  12. Jónína Auður Sigurðardóttir leikskólakennari
  13. Guðrún J. Gunnarsdóttir húsmóðir
  14. Sigurbjörg G. Kristjánsdóttir fiskverkakona
  15. Margrét Ásgeirsdóttir leiðbeinandi
  16. Helgi Helgason málmsuðumaður
  17. Hörður Gunnarsson sjómaður
  18. Gísli Karl Sigurðsson eldri borgari
  19. Egill Ingvi Ragnarsson eldri borgari
  20. Sveinbjörn Smári Herbertsson iðnfræðingur
  21. Birgir Torfason sölumaður
  22. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson framkvæmdastjóri og eldri borgari

11.4.2022 Framboðslisti Áfram Árborg. Framboðslisti Áfram Árborg, sem er sameiginlegt framboð Viðreisnar, Pírata og óháðra, hefur verið birtur og er þannig skipaður:

  1. Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur
  2. Axel Sigurðsson matvælafræðingur
  3. Dagbjört Harðardóttir forstöðukona
  4. Ástrós Rut Sigurðardóttir atvinnurekandi
  5. Daníel Leó Ólason raforkuverkfræðingur
  6. Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson deildarstjóri
  7. Ragnheiður Pálsdóttir háskólanemi
  8. Óli Kristján Ármannsson ráðgjafi og blaðamaður
  9. Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri
  10. Halla Ósk Heiðmarsdóttir háskólanemi
  11. Berglin Björgvinsdóttir deildarstjóri á leikskóla
  12. Arnar Þór Skúlason matvælafræðingur
  13. Liselot Simoen leikskólastjóri
  14. Mábil Þöll Guðnadóttir stuðningsfulltrúi
  15. Davíð Geir Jónsson atvinnurekandi
  16. Ása Heildur Eggersdóttir nemi
  17. Sigdís Erla Ragnarsdóttir frístundaráðgjafi
  18. Sjöfn Þórarinsson tómstunda- og félagsmálafræðingur
  19. Sigurbjörg Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur
  20. Kristinn Eggert Ágústsson deildarstjóri
  21. Gunnar Páll Pálsson verkefndastjóri
  22. Ingunn Guðmundsdótti sviðsstjóri

11.4.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Skaftárhreppi. Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Skaftárhreppi hefur verið samþykktur af kjörstjórn og er þannig skipaður:

  1. Sveinn Hreiðar Jensson framkvæmdastjóri Skerjvöllum 10
  2. Jón Hrafn Karlsson ferðaþjónustubóndi Syðri Steinsmýri
  3. Anna Magdalena Buda rekstrarstjóri Skaftárvöllum 2
  4. Sólveig Björnsdóttir kennari og sjúkraflutningamaður Skaftárvöllum 5
  5. Björn Hafsteinsson leiðsögumaður Arnardranga
  6. Bjarki Guðnason sjúkraflutningamaður Maríubakka
  7. Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir bóndi Jórvík 1
  8. Einar Björn Halldórsson matreiðslumeistari Túngötu 6
  9. Ólafur Björnsson fv.bóndi Gröf

10.4.2022 Dalabyggð – skoðanakönnun um sameiningu. Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor hefur sveitarstjórn Dalabyggðar ákveðið að kanna hug íbúanna til sameiningar við önnur sveitarfélög. Spurt verður hvort að sveitarstjórn eigi að hefja skoðun á kostum og göllum sameiningar við önnur sveitarfélög og um mat á þremur valkostur í þeim efnum, a)sameiningu við Húnaþing vestra, b)sameiningu við sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar og c) annað og þá hvað.

9.4.2022 Framboðslisti Pírata í Hafnarfirði. Framboðslisti Pírata í Hafnarfirði er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Haraldur R. Ingvason líffræðingur
  2. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir náms- og starfsráðgjafi
  3. Albert Svan Sigurðsson landfræðingur
  4. Elísabet Dröfn Kristjánsdótir mannfræðingur
  5. Phoenix Jessica Ramos vinnustaðaeftirlitskona og bókari
  6. Ragnheiður Eiríksdóttir Bjarman hjúkrunarfræðingur
  7. Leifur Eysteinn Kristjánsson tæknimaður
  8. Haraldur Óli Gunnarsson tæknimaður
  9. Kári Valur Sigurðsson pípulagningamaður
  10. Hallur Guðmundsson tónmenntakennari og tónlistarmaður
  11. Haraldur Sigurjónsson jarðfræðingur
  12. Aþena Lilja Ólafsdóttir stúdent
  13. Eva Hlín Gunnarsdóttir útstillingahönnuður
  14. Ýmir Vésteinsson lyfjafræðingur
  15. Brynhildur Yrsa Valkyrkja kennari
  16. Lilja Líndal Sigurðardóttir öryrki
  17. Hlynur Guðjónsson vélvirki
  18. Hildur Þóra Hallsdóttir söngkona
  19. Gunnar Jónsson leikari
  20. Helga Guðný Hallsdóttir nemi
  21. Haraldur Skarphéðinsson skrúðgarðyrkjumeistari
  22. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir þroskaþjálfi

9.4.2022 Þrír framboðslistar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þrír framboðslistar komu fram í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þeir eru þannig skipaðir:

E-listi Uppbyggingar

  1. Gunnar Örn Marteinsson Steinsholti 2
  2. Sigríður Björk Gylfadóttir Steinsholti 1
  3. Hannes Ólafur Gestsson Kálfhóli 2
  4. Kristjana Hayden Gestsdóttir Hraunteigi
  5. Guðmundur Arnar Sigfússon Vestra-Geldingaholti
  6. Atli Eggertsson Laxárdal 1B
  7. Sigríður Björk Marinósdóttir Þrándarholti
  8. Rakel Þórarinsdóttir Ártúni
  9. Karen Kristjana Ernstdóttir Holtabraut 8
  10. Páll Ingi Árnason Leiti

L-listi Samvinnulistans

  1. Haraldur Þór Jónsson Hraunvöllum
  2. Vilborg M. Ástráðsdóttir Skarði
  3. Bjarni H. Ásbjörnsson Hraunbrún
  4. Andrea Sif Snæbjörnsdóttir Hlemmiskeiði 6
  5. Gunnhildur F. Valgeirsdóttir Áshildarvegi 29
  6. Vilmundur Jónsson Holtabraut 18
  7. Ísak Jökulsson Ósabakka 2
  8. Bjarki Þór Þorsteinsson Björnskoti
  9. Haraldur Ívar Guðmundsson Reykhóli
  10. Birna Þorsteinsdóttir Reykjum

U-listi Umhyggju, umhverfis, uppbyggingar

  1. Karen Óskarsdóttir Minni-Mástungu 7
  2. Gerður Stefánsdóttir Réttarholti
  3. Axel Árnason Njarðvík Eystra-Geldingaholti 1a
  4. Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir Skeiðháholti 1
  5. Gunnþór K. Guðfinnsson Bjarkalaut 1
  6. Kjartan Halldór Ágústsson Löngumýri
  7. Svanborg Rannveig Jónsdóttir Stóra-Núpi 1
  8. Anna María Flygenring Hlíð
  9. Klaas Stronks Hæli 1
  10. Sigrún Bjarnadóttir Fossnesi

9.4.2022 Framboðslisti Pírata í Ísafjarðarbæ Framboðslisti Pírata í Ísafjarðarbæ hefur verið birtur og er þannig skipaður:

  1. Pétur Óli Þorvaldsson bóksali
  2. Margrét Birgisdóttir starfsmaður í búsetuþjónustu
  3. Herbert Snorrason sagnfræðingur
  4. Sindri Már þúsundþjalasmiður
  5. Erin Kelly myndlistarmaður
  6. Þórður Alexander Úlfur Júlíusson matráður
  7. Elías Andri Karlsson sjómaður
  8. Hjalti Þór Þorvaldsson vélstjóri
  9. Sunna Einarsdóttir grafískur hönnuður

9.4.2022 Framboðslisti Pírata á Akureyri. Framboðslisti Pírata á Akureyri er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Hrafndís Bára Einarsdóttir leikkona og viðburðarstýra
  2. Karl Halldór Vinther Reynisson hönnuður
  3. Erna Sigrún Hallgrímsdóttir öryrki, liðveitandi og nemi
  4. Embla Björk Hróadóttir rafeindavirki
  5. Narfi Storm Sólrúnar nemi
  6. Lína Björg Sigurgísladóttir verslunarmaður
  7. Halldór Arason kennari
  8. Þórkatla Eggerz Tinnudóttir barþjónn
  9. Reynir Karlsson rafvirkjameistari
  10. Sævar Þór Halldórsson náttúrulandfræðingur
  11. Einar A. Brynjólfsson menntaskólakennari

9.4.2022 Framboðslisti Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Framboðslisti Pírata og óháðra í Reykjanesbæ hefur verið birtur og er þannig skipaður:

  1. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir kennari og starfs- og námsráðgjafi
  2. Margrét S. Þórólfsdóttir leik- og grunnskólakennari
  3. Svanur Þorkelsson leiðsögumaður
  4. Vania Cristína Leite Lopes félagsliði
  5. Daníel Freyr Rögnvaldsson nemi
  6. Ragnar Birkir Bjarnason leiðbeinandi
  7. Sædís Anna Jónsdóttir lagerstarfsmaður
  8. Jón Magnússon sjálfstætt starfandi
  9. Marcin Pawlak aðstoðarvaktstjóri
  10. Tómas Albertsson nemi
  11. Hrafnkell Hallmundsson tölvunarfræðingur
  12. Þórólfur Júlían Dagsson vélstjóri

9.4.2022 Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík. Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavíkur hefur verið samþykktur af kjörstjórn og er þannig skipaður:

  1. Jóhannes Loftsson verkfræðingur
  2. Anna Björg Hjartardóttir
  3. Ari Tryggvason
  4. Gunnar Guttormur Kjeld
  5. Helgi Ö. Viggósson
  6. Sigríður Bára Svavarsdóttir
  7. Birgir Eiríksson
  8. Sveinn Arnarson
  9. Haraldur Gísli Sigfússon
  10. Hjalti W. Þorvaldsson
  11. Guðbjartur Nílsson
  12. Sif Cortes
  13. Jón K. Guðjónsson
  14. Ingibjörg Björnsdóttir
  15. Eva María Vadillo
  16. Kristín R. Sigurðardóttir
  17. Mínerva M. Haraldsdóttir
  18. Ólafur V. Ólafsson
  19. Hrafnhildur Hrund Helgadóttir
  20. Halldór Jónsson
  21. Andri Þór Guðmundsson
  22. Margrét Hákonardóttir
  23. Sigurborg Guðmundsdóttir
  24. Ólafía Daníelsdóttir
  25. Þórður Ó. Björnsson
  26. Anna Lopatinskaya

9.4.2022 Framboðslisti Pírata í Reykjavík. Framboðslisti Pírata í Reykjavík hefur verið samþykktur af kjörstjórn. Tuttugu efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins sem fram fór fyrr í vetur. Listinn er þannig skipaður:

  1. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi
  2. Alexandra Briem borgarfulltrúi
  3. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður
  4. Kristinn Jón Ólafsson nýsköpunarfræðingur
  5. Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir tölvunarfræðingur
  6. Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi
  7. Oktavía Hrund Jónsdóttir ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi
  8. Olga Margrét Kristínardóttir Cilia lögmaður
  9. Tinna Helgadóttir nemi
  10. Kjartan Jónsson kennari, þýðandi og framkvæmdastjóri
  11. Atli Stefán Yngvason Ráðsali
  12. Vignir Árnason bókavörður og rithöfundur
  13. Huginn Þór Jóhannsson fyrirlesari
  14. Sævar Ólafsson íþróttafræðingur og nemi
  15. Elsa Nore leikskólakennari
  16. Alexandra Ýrr Ford listakona og öryrki
  17. Unnar Þór Sæmundsson nemi og rekstrarstjóri
  18. Kristján Richard Thors frumkvöðull
  19. Haraldur Tristan Gunnarsson AV Developer
  20. Stefán Örvar Sigmundsson svæðisstjóri
  21. Kamilla Einarsdóttir
  22. Kristín Vala Ragnarsdóttir
  23. Edda Björk Bogadóttir
  24. Hrefna Árnadóttir
  25. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
  26. Tómas Oddur Eiríksson
  27. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
  28. Tinna Haraldsdóttir
  29. Leifur Aðalgeir Benediktsson
  30. Valborg Sturludóttir
  31. Guðjón Sigurbjartsson
  32. Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir
  33. Björn Kristján Bragason
  34. Rakel Glytta Brandt
  35. Ingimar Þór Friðriksson
  36. Aníta Ósk Arnardóttir
  37. Snorri Sturluson
  38. Elsa Kristín Sigurðardóttir
  39. Hörður Brynjar Halldórsson
  40. Valgerður Árnadóttir
  41. Þórir Karl Bragason Celin
  42. Halldór Auðar Svansson varaþingmaður og fv.bogarfulltrúi
  43. Helga Waage
  44. Íris Úlfrún Axelsdóttir
  45. Helgi Hrafn Gunnarsson fv.alþingismaður
  46. Mazen Maarouf

9.4.2022 Framboðslisti E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar. Framboðslisti E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar hefur verið samþykktur af kjörstjórn og er þannig skipaður:

  1. Gunnar H. Gunnarsson
  2. Örn Sigurðsson
  3. Ágústa Mjöll Gísladóttir
  4. Helga Björg Pétursdóttir
  5. Ingibjörg Gunnarsdóttir
  6. Sveinborg H. Gunnarsdóttir
  7. Gunnlaugur M. Gunnarsson
  8. Guðmundur Óli Scheving
  9. Gísli Héðinsson
  10. Benedikt Emilsson
  11. Jóhanna Frímann
  12. Hörður Harðarson
  13. Hjörtur Snær Gíslason
  14. Brynhildur Pétursdóttir
  15. Ingunn H. Einarsdóttir
  16. Hjalti Hjaltason
  17. Jórunn M. Hafsteinsdóttir
  18. Steingrímur Gunnarsson
  19. Hallgerður Gunnarsdóttir
  20. Eyvindur Þorsteinsson
  21. Steingrímur Þorsteinsson
  22. Gunnar Þorsteinsson
  23. Daníel Pétursson
  24. Birgitta Jónsdóttir

9.4.2022 F-listinn á Seltjarnarnesi býður ekki fram. F-listinn, Fyrir Seltjarnarnes sem Skafti Harðarson var í forsvari fyrir, mun ekki bjóða fram að þessu sinni. Þrír listar verða í kjöri. Þeir eru A-listi Framtíðarinnar, D-listi Sjálfstæðisflokks og S-listi Samfylkingarinnar og óháðra.

9.4.2022 Framboðslisti F-listans í Eyjafjarðarsveit. Framboðslisti F-listans í Eyjafjarðarsveit hefur verið birtur og er þannig skipaður:

  1. Hermann Ingi Gunnarsson bóndi og sveitarstjórnarmaður Klauf
  2. Linda Margrét Sigurðardóttir sérfræðingur og sveitarstjórnarmaður Kroppi
  3. Kjartan Sigurðsson fyrirtækjaráðgjafi Syðra-Laugarlandi
  4. Berglind Kristinsdóttir bóndi Hrafnagili
  5. Anna Guðmundsdóttir fv.aðstoðarskólastjóri og býflugnabóndi Reykhúsum ytri
  6. Hákon Bjarki Harðarson bóndi Svertingsstöðum 2
  7. Hafdís Inga Haraldsdóttir framhaldsskólakennari Hjallatröð 2
  8. Reynir Sverrir Sverrisson bóndi Sámsstöðum 3
  9. Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur Brekkutröð 5
  10. Gunnar Smári Ármannsson bóndi Skáldsstöðum 2
  11. Susanne Lintermann landbúnaðarfræðingur Dvergsstöðu,
  12. Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður Ártröð 5
  13. Jóhanna Elín Halldórsdóttir danskennari og snyrtifræðingur Borg
  14. Jón Stefánsson byggingariðnfræðingur Berglandi og sveitarstjórnarmaður

8.4.2022 Framboðslisti L-listans í Vogum. Framboðslisti L-lista fólksins í Sveitarfélaginu Vogum er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Kristinn Björgvinsson vélvirki og framkvæmdastjóri
  2. Eðvarð Atli Bjarnason pípulagningamaður
  3. Ellen Lind Ísaksdóttir bæjarstarfsmaður
  4. Anna Karen Gísladóttir starfsmaður á sambýli
  5. Jóngeir Hjörvar Hlinason bæjarfulltrúi og hagfræðingur
  6. Inga Helga Fredriksen sjúkraliði
  7. Berglind Pedra Gunnarsdóttir leikskólaleiðbeinandi
  8. Garðar Freyr Írisarson öryrki og tónlistarmaður
  9. Karen Mejna heilbrigðisverkfræðingur og sjúkraliði
  10. Tómas Pétursson starfsmaður Kölku
  11. Guðmundur Björgvin Hauksson stóriðjugreinir
  12. Gísli Stefánsson verktaki
  13. Guðrún Kristmannsdóttir starfsmaður íþróttahúss
  14. Benedikt Guðmundsson ellilífeyrisþegi

8.4.2022 Framboðslisti E-listans í Vogum. Framboðslisti E-listans í Sveitarfélaginu Vogum er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Birgir Örn Ólafsson deildarstjóri og bæjarfulltrúi
  2. Eva Björk Jónsdóttir deildarstjóri
  3. Friðrik Valdimar Árnason verkefnastjóri
  4. Ingþór Guðmundsson rekstrarstjóri og bæjarfulltrúi
  5. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir lögfræðingur
  6. Ragnar Karl Kay Frandsen vélfræðingur
  7. Ingvi Ágústsson forstöðumaður
  8. Guðrún Kristín Ragnarsdóttir kennari
  9. Davíð Harðarson framleiðslustjóri
  10. Marko Blagijevic eldismaður
  11. Tinna Huld Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur
  12. Elísabet Ásta Eyþórsdóttir doktorsnemi
  13. Bergur Brynjar Álfþórsson leiðsögumaður og bæjarfulltrúi
  14. Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur

8.4.2022 Framboðslisti Ö-listans í Skaftárhreppi. Framboðslisti Ö-listans í Skaftárhreppi er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Jóhannes Gissurarson bóndi Herjólfsstöðum í Álftaveri
  2. Björn Helgi Snorrason bóndi, ferðaþjónustubóndi og húsasmíðameistari Kálfafelli í Fljótshverfi
  3. Gunnar Pétur Sigmarsson búfræðingur Kirkjubæjarklaustri
  4. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi Búlandi í Skaftártungu
  5. Bergur Sigfússon bóndi Austurhlíð í Skaftártungu
  6. Arna Guðbjörg Matthíasdóttir hótel- og veitingastjóri og háskólanemi Kársstöðum í Landbroti
  7. Elín Heiða Valsdóttir bóndi Úthlíð í Skaftártungu
  8. Auður Eyþórsdóttir atvinnurekandi Kirkjubæjarklaustri
  9. Guðbrandur Magnússon bóndi og tamningamaður Syðri-Fljótum í Meðallandi
  10. Helga Dúnu Jónsdóttir bóndi og sjálfstætt starfandi Þykkvabæ 1 í Landbroti

Framboðslisti H-listans í Fjallabyggð. Framboðslisti H-listans, fyrir heildina, í Fjallabyggð er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Helgi Jóhannsson viðskiptastjóri og sveitarstjórnarmaður Ólafsfirði
  2. Þorgeir Bjarnason málarameistari Siglufirði
  3. Rósa Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Ólafsfirði
  4. Katrín Freysdóttir þjónustufulltrúi Siglufirði
  5. Jón Valgeir Baldursson pípulagningameistari og sveitarstjórnarmaður Ólafsfirði
  6. Jón Kort Ólafsson þjónstustjóri og sjómaður Siglufirði
  7. Diljá Helgadóttir framhalsskólakennari Ólafsfirði
  8. Hákon Leó Hilmarsson bakari Siglufirði
  9. Andri Viðar Víglundsson smábátasjómaður Ólafsfirði
  10. Ólöf Rún Ólafsdóttir Siglufirði
  11. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir framkvæmdastjóri Ólafsfirði
  12. Snæbjörn Áki Friðriksson verslunarmaður Siglufirði
  13. Hilmir Gunnar Ólason sjómaður Ólafsfirði
  14. Ave Kara Sillaots tónlistarkennari og organisti

8.4.2022 Framboðslisti Framtíðarlistans á Seltjarnarnesi. Framboðslisti Framtíðarlistans á Seltjarnarnesi er kominn fram. Að listanum standa m.a. Viðreisn og Píratar. Listinn er þannig skipaður:

  1. Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi
  2. Áslaug Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri
  3. Björn Gunnlaugsson kennari
  4. Árný Hekla Marinósdóttir leikskólakennari
  5. Guðbjörn Logi Björnsson verkefnastjóri
  6. Anna Þóra Björnsdóttir verslunareigandi
  7. Garðar Svavar Gíslason viðskiptafræðingur
  8. Hildur Aðalsteinsdóttir sérkennari
  9. Georg Gylfason blaðamaður
  10. Halla Helgadóttir sálfræðingur
  11. Vilmundur Jósefsson fv.framkvæmdastjóri
  12. Páll Árni Jónsson tæknifræðingur
  13. Páll Árni Jónsson tæknifræðingur
  14. Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur

8.4.2022 Framboðslisti A-lista Allra í Mýrdalshreppi. Framboðslisti A-listi Allra í Mýrdalshreppi hefur verið lagður fram og er þannig skipaður:

  1. Anna Huld Óskarsdóttir hótelstjóri
  2. Jón Ómar Finnsson húsasmiður
  3. Salóme Svandís Þórhildardóttir rekstraraðili
  4. Þóreyr Richardt Úlfarsdóttir framkvæmdastjóri
  5. Kristína Hajniková bankastarfsmaður
  6. Pálmi Kristjánsson bílstjóri
  7. Finnur Bárðarson pípari
  8. Vigdís Eva Steinþórsdóttir sjálfstætt starfandi
  9. Natalia Mosiej móttökustjóri
  10. Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð þjónustufulltrúi

Framboðslisti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík hefur verið birtur og er sem hér segir:

  1. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi
  2. Trausti Breiðfjörð Magnússon stuðningsfulltrúi og nemi
  3. Andrea Jóhanna Helgasdóttir leikskólastarfsmaður
  4. Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir samhæfingarstjóri
  5. Halldóra Hafsteinsdóttir frístundaleiðbeinandi
  6. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir öryrki
  7. Sturla Freyr Magnússon línukokkur
  8. Thelma Rán Gylfadóttir sérkennari
  9. Guðrún Vilhjálmsdóttir framreiðslumaður
  10. Ævar Þór Magnússon deildarstjóri
  11. Claudia Overesch nemi
  12. Heiðar Már Hildarson nemi
  13. Kristbjörg Eva Andersen Ramson nemi í félagsráðgjöf
  14. Ian McDonald framleiðslutæknimaður
  15. Guðrún Hulda Fossdal leigjandi
  16. Omel Svavarss fjöllistakona
  17. Bjarki Steinn Bragason nemi og stuðningsfulltrúi
  18. Bogi Reynisson tæknimaður
  19. Hildur Oddsdóttir umsjónarmaður
  20. Laufey Líndal Ólafsdóttir stjórnmálafræðingur
  21. Björgvin Þór Þórhallsson fv.skólastjóri
  22. Signý Sigurðardóttir myndlistarleiðbeinandi
  23. Þórdís Bjarnleifsdóttir nemi
  24. Bára Halldórsdóttir listakona og athafnasinni
  25. Atli Gíslason form.ungra sósíalista
  26. Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskólakennari
  27. Silva Á. Skjalddal Eggertsdóttir afgreiðslukona
  28. Dúa Þorfinnsdóttir lögfræðingur
  29. Joe W. Walser III sérfræðingur í mannabeinasafni
  30. Anita Da Silva Bjarnadóttir einstæð móðir og leigjandi
  31. Sindri Eldon Þórsson plötusali
  32. Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur
  33. Atli Antonsson doktorsnemi
  34. Eyjólfur Guðmundsson eðlisfræðingur
  35. Ásgrímur G. Jörundsson áfengis- og vímuefnaráðgjafi
  36. Ragnheiður Esther Briem heimavinnandi
  37. Tóta Guðjónsdóttir leiðsögumaður
  38. Símon Vestarr tónlistarmaður
  39. Védís Guðjónsdóttir skrifstofustjóri
  40. Elísabet María Ástvaldsdóttir leikskólakennari og listgreinakennari
  41. Einar Valur Ingimundarson verkfræðingur
  42. Sigrún Jónsdóttir sjúkraliði og leigjandir
  43. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur
  44. Jóna Guðbjörg Torfadóttir framhaldsskólakennari
  45. Sigrún Unnsteinsdóttir atvinnulaus
  46. Anna Wojtynska doktor í mannfræði

8.4.2022 Framboðslisti Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Framboðslisti Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar var lagður fram í dag og er þannig skipaður:

  1. Michael Gluszuk rafvirki og sveitarstjórnarmaður
  2. Margrét Sif Sævarsdóttir grunnskólakennari
  3. Fríða Sveinsdóttir bóksafnsvörður og sveitarstjórnarmaður
  4. Patryk Zolobow sjúkraflutningamaður
  5. Tinna Ýr Gunnarsdóttir húsmóðir
  6. Ása Gunnarsdóttir grunnskólakennari
  7. Matthildur Kristmunsdóttir húsmóðir
  8. Margrét Vilhjálmsdóttir leikskólaliði
  9. Heiðar Friðriksson eldri borgari
  10. Jóhannes Stefánsson sjómaður
  11. Ægir Ægisson vélstjóri
  12. Guðmundur Rúnar Gunnarsson rafvirki
  13. Oddur Orri Brynjarsson skipstjóri
  14. Hallveig Hörn Þorbjargardóttir uppaldandi

8.4.2022 Framboðslisti Þ-listans í Bláskógabyggð. Framboðslista Þ-listans í Bláskógabyggð var skilað til kjörstjórnar í dag. Tíu nöfn eru á listanum en fullskipaður listi í Bláskógabyggð eru fjórtán nöfn. Listinn er þannig skipaður:

  1. Anna Greta Ólafsdóttir ráðgjafi og fv.skólastjóri
  2. Jón Forni Snæbjörnsson byggingaverkfræðingur og slökkviliðsmaður
  3. Andri Snær Ágústsson eigandi ferðaskrifstofu
  4. Stephanie Langridge ferðaþjónustu- og markaðssérfræðingur
  5. Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir
  6. Hildur Hálfdánardóttir skólafulltrúi og ritari
  7. Kamil Lewandowski
  8. Anthony Karl Flores smiður
  9. Smári Stefánsson framkvæmdastjóri
  10. Jens Pétur Jóhannsson rafvirkjameistari

8.4.2022 Framboðslisti Tjörneslistans. Framboðslisti Tjörneslistans í Tjörneshreppi er kominn fram. Listinn hefur verið sjálfkjörinn í undanförnum kosningum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Aðalsteinn J. Halldórsson bóndi og oddviti Ketilsstöðum
  2. Jón Gunnarsson bóndi og sveitarstjórnarmaður Árholti
  3. Katý Bjarnadóttir lögfræðingur og sveitarstjórnarmaður Héðinshöfða 2
  4. Smári Kárason sveitarstjórnarmaður Breiðuvík
  5. Sveinn Egilsson bóndi og sveitarstjórnarmaður Sandhólum
  6. Jónas Jónasson bóndi Héðinshöfða
  7. Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir bóndi Mýrarkoti
  8. Eyrún Dögg Guðmundsdóttir húsmóðir Árholti
  9. Sigríður Hörn Lárusdóttir þjónustufulltrúi
  10. Marý Anna Guðmundsdóttir húsmóðir Syðri-Sandhólum

8.4.2022 Framboðslisti Almennra borgara í Strandabyggð. Framboðslisti Almennra borgara í Strandabyggð er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Matthías Sævar Lýðsson
  2. Hlíf Hrólfsdóttir
  3. Guðfinna Lára Hávarðardóttir sveitarstjórnarmaður
  4. Ragnheiður Ingimundardóttir
  5. Kristín Anna Oddsdóttir
  6. Magnea Dröfn Hlynsdóttir
  7. Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir
  8. Þórður Halldórsson
  9. Valgeir Örn Kristjánsson
  10. Gunnar Númi Hjartarson

8.4.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Þröstur Jónsson rafmagnsverkfræðingur og sveitarstjórnarmaður
  2. Hannes Karl Hilmarsson afgreiðslustjóri
  3. Örn Bergmann Jónsson athafnamaður
  4. Björn Ármann Ólafsson skógarbóndi
  5. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir fulltrúi
  6. Snorri Jónsson verkstjóri
  7. Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri
  8. Gestur Bergmann Gestsson landbúnaðarverkamaður
  9. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir tæknistjóri
  10. Guðjón Sigurðsson löndunarstjóri
  11. Benedikt Vilhjálmsson Warén
  12. Ingibjörg Kristín B. Gestsdóttir verslunarstjóri
  13. Stefán Scheving Einarsson verkamaður
  14. Viðar Gunnlaugur Hauksson framkvæmdastjóri
  15. Grétar Heimir Helgason rafvirki
  16. Sveinn Vilberg Stefánsson bóndi
  17. Broddi Bjarni Bjarnason pípulagningameistari
  18. Rúnar Sigurðsson rafvirkjameistari
  19. Ingjaldur Ragnarsson flugvallarstarfsmaður
  20. Sunna Þórarinsdóttir eldri borgari
  21. Sigurbjörn Heiðdal forstöðumaður
  22. Pétur Guðvarðarson garðyrkjumaður

8.4.2022 Óhlutbundin kosning í Reykhólahreppi. Enginn framboðslisti barst kjörstjórn í Reykhólahreppi og verður kosning þar því óhlutbundin.

8.4.2022 Framboðslisti Vopnafjarðarlistans. Framboðslisti Vopnafjarðarlistans er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Bjartur Aðalbjörnsson sveitarstjórnarmaður
  2. Björn Heiðar Sigurbjörnsson yfirverkstjóri og sveitarstjórnarmaður
  3. Hafdís Bára Óskarsdóttir iðjuþjálfi, frumkvöðull og nemi
  4. Kristrún Ósk Pálsdóttir fiskverkakona
  5. Sandra Konráðsdótdtir leikskólastjóri
  6. Berglind Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur
  7. Agnar Karl Árnason verkamaður
  8. Ragna Lind Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi
  9. Arnar Ingólfsson lögreglumaður
  10. Karen Ósk Svansdóttir verkakona og nemi
  11. Finnbogi Rútur Þormóðsson prófessor emeritus
  12. Gulmira Kanakova kennari
  13. Jón Haraldsson grunnskólakennari
  14. Kristín Jónsdóttir náttúrufræðingur og kennari

8.4.2022 Framboðslisti L-listans á Akureyri. Framboðslisti L-listans á Akureyri hefur verið birtur í heild sinni og er þannig skipaður:

  1. Gunnar Líndal Sigurðsson forstöðumaður
  2. Elma Eysteinsdóttir einkaþjálfari
  3. Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi
  4. Andri Teitsson bæjarfulltrúi
  5. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir lífeindafræðingur
  6. Geir Kristinn Aðalsteinsson mannauðsstjóri
  7. Birna Baldursdóttir íþróttafræðingur
  8. Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor
  9. Sigríður María Hammer viðskiptafræðingur
  10. Hjálmar Pálsson sölumaður
  11. Ýr Aimée Gautadóttir Presburg stjórnmálafræðinemi
  12. Víðir Benediktsson skipstjóri
  13. Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri
  14. Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri
  15. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri
  16. Helgi Haraldsson tæknifræðingur
  17. Anna Fanney Stefánsdóttir sjúkraliði
  18. Sæbjörg Sylvía Kristjánsdóttir rekstrarfræðingur
  19. Preben Jón Pétursson fv.bæjarfulltrúi
  20. Anna Hildur Guðmundsdóttir fv.bæjarfulltrúi
  21. Matthías Rögnvaldsson fv.bæjarfulltrúi
  22. Oddur Helgi Halldórsson fv.bæjarfulltrúi

8.4.2022 Framboðslisti Pírata í Kópavogi. Framboðslisti Pírata í Kópavogi hefur verið birtur. Listinn byggir á prófkjöri flokksins og er þannig skipaður:

  1. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi og sálfræðingur
  2. Indriði Ingi Stefánsson tölvunarfræðingur
  3. Eva Sjöfn Helgadóttir sálfræðingur og varaþingmaður
  4. Matthías Hjartarson verkfræðingur
  5. Margrét Ásta Arnarsdóttir stuðningsfulltrúi
  6. Árni Pétur Árnason nemi
  7. Kjartan Sveinn Guðmundsson nemi
  8. Elín Kona Eddudóttir mastersnemi
  9. Salóme Mist Kristjánsdóttir öryrki
  10. Sigurður Karl Pétursson nemi
  11. Sophie Marie Schoonjans tónlistarkennari
  12. Þröstur Jónasson gagnasmali
  13. Anna C. Worthington de Matos framkvæmdastýra
  14. Ögmundur Þorgrímsson rafvirki
  15. Ásmundur Alma Guðjónsson forritari
  16. Halldór Rúnar Hafliðason tæknistjóri
  17. Sara Rós Þórðardóttir sölufulltrúi
  18. Hákon Jóhannesson matvælafræðingur
  19. Arnþór Stefánsson kokkur
  20. Ásta Marteinsdóttir eftirlaunaþegi
  21. Egill H. Bjarnason vélfræðingur
  22. Vigdís Ásgeirsdóttir sálfræðingur

8.4.2022 Óhlutbundin kosning í Tálknafjarðarhreppi. Enginn framboðslisti barst kjörstjórn í Tálknafjarðarhreppi og verður kosning þar því óhlutbundin. Eftirtaldir hafa skorast undir kjöri: Ásgeir Jónsson, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Björgvin Smári Haraldsson, Guðni Jóhann Ólafsson, Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir og Ólafur Þór Ólafsson.

8.4.2022 Óhlutbundin kosning í Skorradalshreppi. Enginn framboðslisti barst kjörstjórn í Skorrdalshreppi og verður kosning þar því óhlutbundin.

8.4.2022 Einn listi og framboðsfrestur framlengdur á Skagaströnd. Aðeins einn listi barst kjörstjórn í Sveitarfélaginu Skagaströnd, þ.e. Skagastrandarlistinn. Framboðsfrestur hefur því verið framlengdur til hádegis sunnudagainn 10.apríl n.k. Komi ekki fram annar framboðslisti verður Skagastrandarlistinn sjálfkjörinn.

8.4.2022 Óhlutbundnar kosningar í Hvalfjarðarsveit. Enginn framboðslisti barst í Hvalfjarðarsveit og verða því kosningar þar óhlutbundnar. Fimm sveitarstjórnarmenn biðjast undir endurkjöri en þau eru: Björgvin Helgason, Daníel Ottesen, Guðjón Jónasson, Brynja Þorbjörnsdóttir og Ragna Ívarsdóttir.

8.4.2022 Framboðslisti L-listans í Hrunamannahreppi. Framboðslisti L-listans í Hrunamannahreppi hefur verið birtur og er þannig skipaður:

  1. Daði Geir Samúelsson Bryðjuholti
  2. Alexandra Rós Jóhannesdóttir Kotlaugum
  3. Halldóra Hjörleifsdóttir Ásastíg 9
  4. Kristinn Þór Styrmisson Þórarinsstöðum
  5. Brynja Sólveig Pálsdóttir Núpstúni
  6. Arna Þöll Sigmundsdóttir Syðra-Langholti
  7. Þórmundur Smári Hilmarsson Syðra-Langholti
  8. Kolbrún Haraldsdóttir Norðurhofi 5
  9. Ragnheiður Björg Magnúsdóttir Miðhofi 4a
  10. Stefán G. Arngrímsson Ásastíg 1

8.4.2022 Óhlutbundnar kosningar í Dalabyggð. Engir framboðslistar bárust í Dalabyggð og verður því kosið óhlutbundinni kosningu. Áður hafði B-listi Framsóknar og frjálsra verið kynntur en ákveðið var að leggja hann ekki fram þar sem hann hefði orðið sjálfkjörinn. Í yfirlýsingu frá Eyjólfi Ingva Bjarnasyni oddvita listans segir: „Til upplýsingar – lögðum lista ekki fram í Dalabyggð svo íbúar hafi val. Rétturinn til að kjósa er mikilvægari en sjálfkjörinn listi að okkar mati.“

8.4.2022 Framboðslisti K-listans í Eyjafjarðarsveit. Framboðslisti K-listans í Eyjafjarðarsveit hefur verið birtur og er sem hér segir:

  1. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir þjóðfélags- og fjölskyldufræðingur og bóndi Hranastöðum
  2. Sigurður I. Friðleifsson framkvæmdastjóri Hjallatröð 4
  3. Sigríður Bjarnadóttir brautarstjóri og framkvæmdastjóri Hólsgerði
  4. Guðmundur S. Óskarsson bóndi og vélfræðingur Hríshóli II
  5. Sóley Kjerúlf Svansdóttir sérkennslustjóri Jódísarstöðum 3
  6. Eiður Jónsson verkstæðisformaður Sunnutröð 2
  7. Margrét Árnadóttir söngkennari Þórustöðum 6
  8. Þórir Níelsson bóndi og rennismiður Torfum
  9. Elín M. Stefánsdóttir bóndi Fellshlíð
  10. Jónas Tómas Einarsson kvikmyndagerðarmaður Sunnutröð 8
  11. Rósa S. Hreinsdóttir bóndi Halldórsstöðum 2
  12. Benjamín Ö. Davíðsson skógræktarráðgjafi Víðigerði II
  13. Jófríður Traustadóttir heldri borgari Tjarnalandi
  14. Aðalsteinn Hallgrímsson bóndi Garði

8.4.2022 Miðflokkurinn býður ekki fram í Fjarðabyggð. Miðflokkurinn skilaði ekki inn framboði í Fjarðabyggð. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Miðflokkurinn 16,8% og einn bæjarfulltrúa. Fjögur framboð verða því í Fjarðabyggð. Þau eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Fjarðalistinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

8.4.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Dalvíkurbyggð. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Dalvíkurbyggð er kominn fram. Áður hafði verið boðað að ekki yrði að framboði. Listinn er þannig skipaður:

  1. Freyr Antonsson framkvæmdastjóri
  2. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir snyrtifræðingur og verslunareigandi
  3. Katrín Kristinsdóttir sjúkraliði og hjúkrunarfræðinemi
  4. Jóhann Már Kristinsson framkvæmdastjóri
  5. Júlíus Magnússon sjómaður
  6. Elísa Rún Gunnlaugsdóttir hársnyrtir
  7. Benedikt Snær Magnússon framkvæmdastjóri
  8. Júlía Ósk Júlíusdóttir stuðningsfulltrúi
  9. Kristín Heiða Garðarsdóttir iðjuþjálfi
  10. Anna Guðrún Snorradóttir bruggari
  11. Stefán Garðar Níelsson skipstjóri
  12. Daði Valdimarsson framkvæmdastjóri
  13. Anna Kristín Guðmundsdóttir landslagsarkitekt
  14. Gunnþór E. Sveinbjörnsson skipstjóri

8.4.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Garðabæ. Framboðslisti Miðflokksins í Garðbæ hefur verið lagður fram og er þannig skipaður:

  1. Lárus Guðmundsson framkvæmdastjóri
  2. Íris Kristína Óttarsdóttir markaðsfræðingur
  3. Snorri Marteinsson atvinnurekandi
  4. Elena Alda Árnason hagfræðingur
  5. Haraldur Ágúst Gíslason ferðaþjónustuaðili
  6. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir viðskiptafræðingur
  7. Guðmundur R. Lárusson vélvirki og rafvirki
  8. Bryndís Þorsteinsdóttir atvinnurekandi
  9. Kjartan Sigurðsson verkefnastjóri
  10. Hilde Berit Hundstuen fjölvirki
  11. Guðmundur Jökull Þorgrímsson kerfisfræðingur
  12. Jón K. Brynjarsson bifreiðastjóri
  13. Ágúst Karlsson tæknifræðingur
  14. Guðrún Hulda Ólafsdóttir lögmaður
  15. Jónas Ragnarsson tannlæknir
  16. Skúli Birgir Gunnarsson rafvirkjameistari
  17. Sigrún Valsdóttir eldri borgari
  18. Aðalsteinn Magnússon hagfræðingur og kennari
  19. Jósef Snæland Guðbjartsson eldri borgari
  20. Hrönn Sveinsdóttir fv.bankastarfsmaður
  21. Zophanías Þorkell Sigurðsson tæknistjóri
  22. Sigrún Aspelund fv.bæjarfulltrúi

8.4.2022 Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Mýrdalshreppi. Framboðslisti Framsóknar og óháðra var samþykktur í gærkvöldi og er þannig skipaður:

  1. Björn Þór Ólafsson verslunarstjóri
  2. Drífa Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður
  3. Einar Freyr Elínarson framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður
  4. Páll Tómasson atvinnurekandi og sveitarstjórnarmaður
  5. Þorgerður Hlín Gísladóttir framkvæmdastjóri
  6. Magnús Örn Sigurjónsson bóndi
  7. Þuríður Lilja Valtýsdóttir kennari
  8. Kristín Erla Benediktsdóttir háskólanemi
  9. Tomasz Chocholowicz verslunarstjóri
  10. Ingi Már Björnsson skólabílstjóri

8.4.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi. Framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi er kominn fram. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leiðir listinn en hún hefur sagst ætla að klára kjörtímabilið sem óháður bæjarfulltrúi. Listinn er þannig skipaður:

  1. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi
  2. Geir Ólafsson söngvari
  3. Una María Óskarsdóttir fv.varaþingmaður
  4. Fabiana Martins De Almeida Silva
  5. Guðrún Stefánsdóttir
  6. Geir Jón Grettisson
  7. Margrét Esther Erludóttir
  8. Haukur Valgeir Magnússon
  9. Reynir Zoega
  10. Hrannar Freyr Hallgrímsson
  11. Ásbjörn Garðar Halldórsson
  12. Halldór K. Hjartarson
  13. Hólmar Á. Pálsson
  14. Adriana Patricia Sanchez Krieger
  15. Björgvin Þór Vignisson
  16. Reynir Eiðsson
  17. Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir
  18. Ragnar Kristján Agnarsson
  19. Ásgeir Önundarson
  20. Ragnheiður Brynjólfsdóttir
  21. Gunnlaugur M. Sigmundsson fv.alþingismaður
  22. Karl Gauti Hjaltason fv.alþingismaður

8.4.2022 Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Suðurnesjabæ. Framboðlisti Samfylkingar og óháðra var samþykktur á miðvikudagskvöldið. Listinn er þannig skipaður:

  1. Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri
  2. Elín Frímannsdóttir verslunarstjóri og aðstoðarmaður fasteignasala
  3. Önundur S. Björnsson fv.sóknarprestur
  4. Hlynur Þór Valsson verkefnastjóri og grunnskólakennari
  5. Sunna Rós Þorsteinsdóttir markþjálfi
  6. Jóhanna Jóhannsdóttir íþróttafræðingur
  7. Rakel Ósk Eckard þroskaþjálfi og umsjónarkennari
  8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir gjaldkeri
  9. Katarzyna Blasik skólaliði
  10. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir viðskiptafræðingur og umsjónarkennari
  11. Eyþór Elí Ólafsson stuðningsfulltrúi
  12. Thelma Dís Eggertsdóttir leiðbeinandi og kennaranemi
  13. Guðbjörg Guðmundsdóttir þroskaþjálfi
  14. Jóhann Geirdal fv.skólastjóri
  15. Viktoría Íris Kristinsdóttir nemi
  16. Jórunn Alda Guðmundsdóttir fv.leikskólastjóri og eldri borgari
  17. Jón Snævar Jónsson húsasmíðameistari
  18. Oddný B. Guðjónsdóttir fv.skólaliði og eldri borgari

7.4.2022 Framboðslisti Grósku í Hörgársveit. Framboðslisti Grósku í Hörgársveit er þannig skipaður:

  1. Axel Grettisson sveitarstjórnarmaður og stöðvarstjóri Þrastarhóli
  2. Ásrún Árnadóttir sveitarstjórnarmaður og fv.bóndi Steinsstöðum 2
  3. Sunna María Jónasdóttir félagsfræðingur Skógarhlíð 41
  4. Vignir Sigurðsson bóndi Litlu-Brekku
  5. Jóhanna María Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur Dagverðareyri 3
  6. Ásgeir Már Andrésson vélstjóri Sólgarði
  7. Agnar Þór Magnússon bóndi Garðshorni
  8. Eva Hilmarsdóttir hjúkrunarfræðingur Skógarhlíð 35
  9. Kolbrún Lind Malmquist Hamri
  10. María Albína Tryggvadóttir sveitarstjórnarmaður og hjúkrunarfræðingur Skógarhlíð 33

7.4.2022 Framboðslisti H-lista Hörgársveitar. Framboðslisti H-lista í Hörgársveit er þannig skipaður:

  1. Jón Þór Benediktsson sveitarstjórnarmaður Bárulundi
  2. Jóna Þór Jónasson sveitarstjórnarmaður Bitrugerði
  3. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir Laugalandi
  4. Bjarki Brynjólfsson Mið-Samtúni
  5. Ásta Hafberg Þríhyrningi 2
  6. Andrea Keel Pétursborg
  7. Eydís Ösp Eyþórsdóttir Stóra-Dunhaga
  8. Eva María Ólafsdóttir Lönguhlíð
  9. Sigurður Pálsson Hjalteyri
  10. Brynjólfur Snorrason Mið-Samtúni

7.4.2022 Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Garðbæ var kynntur í kvöld og er þannig skipaður:

  1. Brynja Dan Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri og varaþingmaður
  2. Hlynur Bæringsson íþrótta- og rekstrarstjóri
  3. Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir fjármálaráðgjafi
  4. Einar Örn Ævarsson framkvæmdastjóri
  5. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir deildarstjóri
  6. Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri
  7. Elín Jóhannsdóttir sérfræðingur í þjónustueftirliti
  8. Einar Þór Einarsson deildarstjóri
  9. Urður Björg Gísladóttir heyrnarráðgjafi
  10. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og fv.bæjarfulltrúi
  11. Anna Gréta Hafsteinsdóttir hótelstjóri
  12. Páll Viðar Hafsteinsson nemi
  13. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur
  14. Stefánía Ólöf Reynisdóttir leikskólakennari
  15. Úlfar Ármannsson framkvæmdastjóri
  16. Sverrir Björn Björnsson slökkviliðsmaður
  17. Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock verslunareigandi
  18. Harpa Ingólfsdóttir fjármálastjóri
  19. Halldóra Norðfjörð Vilhjálmsdóttir verslunarstjóri
  20. Gunnsteinn Karlsson eldri borgari
  21. Halldór Guðbjarnarson viðskiptafræðingur
  22. Elín Jóhannsdóttir fv.kennari

7.4.2022 Framboðslisti T-listans í Flóahreppi. Framboðslisti T-listans í Flóahreppi var birtur í dag og er þannig skipaður:

  1. Sigurjón Andrésson
  2. Elín Höskuldsdóttir
  3. Harpa Magnúsdóttir
  4. Hjalti Guðmundsson
  5. Anný Ingimarsdóttir
  6. Halla Kjartansdóttir
  7. Sævar Sigurvinsson
  8. Páll S. Pálsson
  9. Karólína Alma Jónsdóttir
  10. Svanhvít Hermannsdóttir

7.4.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík. Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík er kominn fram. Athygli vekur að Ólafur Kr. Guðmundsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skipar 6.sæti. Listinn sem aðeins telur 23 nöfn, eða lágmarksfjölda frambjóðenda, er þannig skipaður:

  1. Ómar Már Jónsson fv.sveitarstjóri
  2. Jósteinn Þorgrímsson viðskiptafræðingur
  3. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri
  4. Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri
  5. Guðni Ársæll Indriðason smiður og geitabóndi
  6. Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur
  7. Kristín Linda Sævarsdóttir húsmóðir
  8. Anna Kristbjörg Jónsdótir skólaliði
  9. Aron Þór Tafjord framkvæmdastjóri og ráðgjafi
  10. Dorota Zaorska fornleifafræðingur og matráður
  11. Birgir Stefánsson rafvélavirki og skipstjóri
  12. Jón Sigurðsson tónlistarmaður
  13. Bianca Hallveig Sigurðardóttir hönnuður
  14. Guðlaugur Sverrisson rekstrarstjóri
  15. Karen Ósk Arnarsdóttir stúdent og nemi í lyfjatækni
  16. Gígja Sveinsdóttir ljósmóðir
  17. Helgi Bjarnason fv.bifreiðastjóri
  18. Anna Margrét Grétarsdóttir eftirlaunaþegi
  19. Guðbjörg H. Ragnarsdóttir frumkvöðull
  20. Kristján Hall fv.framkvæmdastjóri
  21. Bjarney Kristín Ólafsdóttir sjúkraliði og guðfræðingur
  22. Atli Ásmundsson eftirlaunaþegi
  23. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi og lögfræðingur

7.4.2022 Framboðslisti K-lista Dalvíkurbyggðar, óháðs framboðs. Framboðslisti K-lista Dalvíkurbyggðar, óháðs framboðs, var lagður fram í vikunni og er þannig skipaður:

  1. Helgi Einarsson framkvæmdastjóri
  2. Katrín Sif Ingvarsdóttir uppeldisfræðingur og umsjónarkennari
  3. Gunnar Kristinn Guðmundsson bóndi
  4. Haukur Arnar Gunnarsson viðskiptastjóri
  5. Elsa Hlín Einarsdóttir kennari og kennsluráðgjafi
  6. Friðjón Árni Sigurvinsson ferðamálafræðingur
  7. Jolanta Krystyna Brandt verslunarstjóri
  8. Snæþór Arnþórsson sjúkraflutningamaður og atvinnurekandi
  9. Nimnual Khakhlong fisktæknir
  10. Gunnlaugur Svansson framkvæmdastjóri
  11. Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona og söngkennari
  12. Emil Júlíus Einarsson forstöðumaður og málari
  13. Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðstoðarskólastjóri
  14. Elín Rósa Ragnarsdóttir sjúkraliði

7.4.2022 Framboðslisti Nýs afls í Húnaþingi vestra. Framboðslisti Nýs afls í Húnaþingi vestra hefur verið lagður fram er skipaður á eftirfarandi hátt:

  1. Magnús Vignir Eðvaldsson íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Þorgrímur Guðni Björnsson sérfræðingur
  3. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir ferðaþjónustubóndi og reiðkennari
  4. Viktor Ingi Jónsson stuðningsfulltrúi og nemi
  5. Þórey Edda Elíasdóttir verkfræðingur
  6. Eygló Hrund Guðmundsdóttir skólabílstjóri og þjónustufulltrúi
  7. Kolfinna Rún Gunanrsdóttir deildarstjóri
  8. Ármann Pétursson bóndi
  9. Patrekur Óli Gústafsson kokkur og matartækninemi
  10. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir lögreglumaður
  11. Sigurbjörg Jóhannesdóttir sérfræðingur
  12. Karítas Aradóttir nemi
  13. Pálína Fanney Skúladóttir grunnskólakennari og organisti
  14. Guðmundur Haukur Sigurðsson ferðaþjónn og form.eldri borgara

7.4.2022 Framboðslisti jafnaðarfólks og óháðra í Fjallabyggð. Framboðslisti jafnaðarfólks og óháðra í Fjallabyggð var samþykktur á fundi í gærkvöldi. Á listanum eru félagar úr Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar, sem er aðildarfélag Samfylkingarinnar, auk óflokksbundinna. Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Guðjón M. Ólafsson ráðgjafi Siglufirði
  2. Sæbjörg Ágústsdóttir stuðningsfulltrúi Ólafsfirði
  3. Arnar Stefánsson verkfræðingur Siglufirði
  4. Áslaug Barðadóttir hótelstjóir Ólafsfirði
  5. Jakob Örn Kárason bakari Siglufirði
  6. Ásta Lovísa Pálsdóttir umsjónarkennari Siglufirði
  7. Ida M. Semey framhaldsskólakennari og veitingahúsaeigandi Ólafsfirði
  8. Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður Ólafsfirði
  9. Bryndís Þorsteinsdóttir starfsmaður HSN og sjúkraliðanemi
  10. Damian Ostrowski starfsmaður á bifreiðaverkstæði Siglufirði
  11. Ægir Bergsson fv.verslunarmaður Siglufirði
  12. Hólmar Hákon Óðinsson framhaldsskólakennari og námsráðgjafi Ólafsfirði
  13. Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi Ólafsfirði
  14. Kristján L. Möller fv.alþingismaður og ráðherra

7.4.2022 Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ býður ekki fram. Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ mun ekki bjóða fram lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Íbúahreyfingin hlaut einn bæjarfulltrúa í kosningunum 2010 og 2014. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum bauð Íbúahreyfingin fram sameiginlegan lista með Pírötum, fengu 7,9% engan fulltrúa í bæjarstjórn.

7.4.2022 Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Grindavík. Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Grindavík er þannig skipaður:

  1. Siggeir Fannar Ævarsson
  2. Jóna Birna Arnarsdóttir
  3. Ármann Halldórsson
  4. Marija Sóley Karimanovic
  5. Alexander Veigar Þórarinsson
  6. Erla Björg Jensdóttir
  7. Marcin Ostrowski
  8. Sylvía Sól Magnúsdóttir
  9. Maríus Máni Karlsson
  10. Ólöf Helga Pálsdóttir
  11. Sigrún Sverrisdóttir
  12. Bergur Hinriksson
  13. Steinunn Gestsdóttir
  14. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður

7.4.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð hefur verið lagður fram og er þannig skipaður:

  1. Sigríður Guðrún Hauksdóttir formaður bæjarráðs og stöðvarstjóri
  2. Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
  3. Ólafur Baldursson rafvirki
  4. Birna S. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur
  5. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir snyrtifræðingur og háskólanemi
  6. Viktor Freyr Elísson fjármálasérfræðingur
  7. Guðmundur Gauti Sveinsson aðstoðarstöðvarstjóri
  8. Sigríður Guðmunsdóttir ritari
  9. Sandra Finnsdóttir þjónustufulltrúi og háskólanemi
  10. Ásgeir Frímannsson útgerðarmaður
  11. Birgitta Þorsteinsdóttir grunnskólakennari
  12. Karen Sif Róbertsdóttir matráður og frístundaleiðbeinandi
  13. Sverrir Mjófjörð Gunnarsson útgerðarmaður
  14. Ómar Hauksson eldri borgari

7.4.2022 Framboðslisti Íbúalistans í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólms og Helgafellssveitar. Framboðslisti Íbúalistans í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólms og Helgafellssveitar. Um er að ræða sameinað framboð Samtaka félagshyggjufólks og Okkar Stykkishólms sem buðu fram í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Haukur Garðasson skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
  2. Ragnheiður Harpa Sverrisdóttir kennari
  3. Ragnar Már Ragnarsson forstöðumaður
  4. Heiðrún Höskuldsdóttir læknaritari og verslunareigandi
  5. Kristján Hildibrandsson ferðaþjónustubóndi og kennari
  6. Erla Friðriksdóttir framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
  7. Ingveldur Eyþórsdóttir yfirfélagsráðgjafi
  8. Steindór Hjaltalín Þorsteinsson rafvirki
  9. Unnur María Rafnsdóttir fjármálastjóri
  10. Halldóra Margrét Pálsdóttir framhaldsskólanemi
  11. Gísli Sveinn Grétarsson fjölmiðlafræðingur
  12. Þórleif Hjartardóttir móttökuritari
  13. Lárus Ástmar Hannesson kennari og bæjarfulltrúi
  14. Helga Guðmundsdóttir fiskverkakona

7.4.2022 Framboðslisti G-listans í „Húnaþingi eystra“. Framboðslisti G-listans í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps er kominn fram og er þetta fjórði listinn sem kominn er fram í sveitarfélaginu. Listinn er þannig skipaður:

  1. Edda Brynleifsdóttir atvinnurekandi og leikskólakennari
  2. Sverrir Þór Sverrisson bóndi, verktaki og sveitarstjórnarmaður
  3. Maríanna Þorgrímsdóttir starfsmaður Héraðsskjalasafns og bóndi
  4. Davíð Kr. Guðmundsson framkvæmdastjóri
  5. Jenný Lind Gunnarsdóttir sérkennslustjóri
  6. Guðmann Á. Halldórsson bóndi og smíðanemi
  7. Borghildur Aðils bóndi
  8. Þórður Á. Lúthersson bifvélavirki
  9. Kamila Zyzynska gjaldkeri
  10. Guðlaugur Torfi Sigurðsson bifvélavirki
  11. Kristín Rós Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur
  12. Óskar Eyvindur Óskarsson bóndi
  13. Jenný Rut Valsdóttir sjúkraliði
  14. Daníel V. Stefánsson leiðbeinandi á leikskóla
  15. Anna Margrét Arnasdóttir leik- og grunnskólakennari
  16. Hákon Pétur Þórsson vélvirki
  17. Linda Carlsson bóndi
  18. Jóhann Guðmundsson bóndi

7.4.2022 Framboðslisti Flokks fólksins í Reykjavík. Framboðslisti Flokks fólksins í Reykjavík er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi og sálfræðingur
  2. Helga Þórðardóttir varaþingmaður og kennari
  3. Einar Sveinbjörn Guðmundsson kerfisfræðingur
  4. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir stuðningsfulltrúi og háskólanemi
  5. Rúnar Sigurjónsson vélsmiður
  6. Gefn Baldursdóttir læknaritari
  7. Þráinn Óskarsson framhaldsskólakennari
  8. Harpa Karlsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur
  9. Halldór Gestsdóttir hönnuður
  10. Þröstur Ingólfur Víðisson yfirverkstjóri
  11. Birgir Jóhann Birgisson tónlistarmaður
  12. Stefanía Sesselja Hinriksdóttir þjónustufulltrúi
  13. Kristján Salvar Davíðsson fv.leigubílstjóri
  14. Hjördís Björg Kristinsdótti snyrtifræðingur
  15. Valur Sigurðsson rafvirki
  16. Magnús Sigurjónsson vélfræðingur
  17. Ingiborg Guðlaugsdóttir húsmóðir
  18. Margrét Elísabet Eggertsdóttir stuðningsfulltrúi
  19. Ingvar Gíslason stuðningsfulltrúi
  20. Guðmundur Ásgeirsson lögfræðingur
  21. Kristján Karlsson bílstjóri
  22. Gunnar Skúli Ármannsson læknir
  23. Ómar Örn Ómarsson verkamaður
  24. Kristbjörg María Gunnarsdóttir læknanemi
  25. Ólöf S. Wessam snyrtifræðingur
  26. Kristján Davíð Steinþórsson kokkur
  27. Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur
  28. Þórarinn Kristinsson prentari
  29. Berglind Gersdóttir bókari
  30. Óli Már Guðmundsson myndlistarmaður
  31. Bjarni Guðmundsson fv.leigubílstjóri
  32. Guðmundur Þórir Guðmundsson fv.bílstjóri
  33. Wilhelm W. G. Wessman hótelráðgjafi
  34. Hilmar Guðmundsson fv.sjómaður
  35. Sigríður Sæland Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur
  36. Kristján Arnar Helgason fv.prentari
  37. Sigrún Hermannsdóttir fv.póststarfsmaður
  38. Árni Már Guðmundsson verkamaður
  39. Jóna Marvinsdóttir matráður
  40. Ólafur Kristófersson fv.bókari
  41. Sigríður G. Kristjánsdóttir húsmóðir
  42. Baldvin Örn Ólason verkefnastjóri
  43. Inga Sæland Ástvaldsdóttir alþingismaður
  44. Tómas A. Tómasson alþingismaður
  45. Sigríður Sæland Jónsdóttir húsmóðir
  46. Oddur Friðrik Helgason ævisskrárritari

7.4.2022 Framboðslisti Framtíðarlistans í sameinuðu sveitarfélagi við Þistilfjörð. Framboðslisti Framtíðarlistans í sameinuðu sveitarfélagi Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar hefur verið lagður fram og er þannig skipaður:

  1. Þorsteinn Ægir Egilsson sjúkraflutningamaður, íþróttafræðingur og sveitarstjórnarmaður
  2. Júlíus Þröstur Sigurbjartsson bóndi og sjúkraflutningamaður
  3. Mirjam Blekkanhorst bóndi, ferðaþjónustuaðili og sveitarstjórnarmaður
  4. Karitas Ósk Agnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður
  5. Valgerður Sæmundsdóttir snyrtifræðingur
  6. Þóarinn J. Þórisson slökkviliðsstjóri og sjúkraflutningamaður
  7. Árni Bragi Njálsson útgerðarmaður og sveitarstjórnarmaður
  8. María Valgerður Jónsdóttir matráður og héraðslögmaður
  9. Halldór Stefánsson útgerðarmaður og sveitarstjórnarmaður
  10. Jósteinn Hermundsson smiður
  11. Jóhann Guðmundsson sjómaður
  12. Mariusz Mozejko útgerðarmaður
  13. Þorsteinn Vilberg Þórisson verkamaður
  14. Hallsteinn Stefánsson flugleiðsögumaður

7.4.2022 Framboðslisti Vina Mosfellsbæjar. Framboðslisti Vina Mosfellsbæjar hefur verið lagður fram og er þannig skipaður:

  1. Dagný Kristinsdóttir skólastjóri
  2. Guðmundur Hreinsson framhaldsskólakennari
  3. Kararzyna Krystyna Krolikowska
  4. Michele Rebora
  5. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir
  6. Stefán Ómar Jónsson bæjarfulltrúi
  7. Kristján Erling Jónsson
  8. Ásgerður Inga Stefánsdóttir
  9. Óskar Einarsson
  10. Rakel Baldursdóttir
  11. Kristinn Breki Hauksson
  12. Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir
  13. Sigurður Eggert Halldóruson
  14. Olga Jóhanna Stefánsdóttir
  15. Lárus Arnar Sölvason
  16. Jógvan Hansen
  17. Sandra Rut Falk
  18. Björn Óskar Björgvinsson
  19. Andri Gunnarsson
  20. Kristín Rós Guðmundsdóttir
  21. Þórunn Ísfeld Þorsteinsdóttir
  22. Úlfhildur Geirsdóttir

7.4.2022 Framboðslisti Skagastrandarlistans. Framboðslisti Skagastrandarlistans á Skagaströnd er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður
  2. Erla María Lárusdóttir innanhússhönnuður
  3. Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir nemi í uppeldis- og menntunarfræði
  4. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir ferðamálafræðingur
  5. Péturína Laufey Jakobsdóttir skrifstofustjóri og sveitarstjórnarmaður
  6. Arnar Ólafur Viggósson forstöðumaður
  7. Ragnar Már Björnsson iðanaðarmaður
  8. Ástrós Elíasdóttir atvinnuráðgjafi
  9. Jón Ólafur Sigurjónsson slökkviliðsstjóri
  10. Adolf Hjörvar Berndsen framkvæmdastjóri

7.4.2022 Framboðslisti Byggðalistans í Skagafirði. Framboðslisti Byggðalistans í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

  1. Jóhanna Ey Harðardóttir fatahönnuður, húsa- og húsgagnasmíðanemi og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Sveinn Úlfarsson bóndi
  3. Eyþór Fannar Sveinsson smíðakennari, rafiðnfræðingur og byggingafræðinemi
  4. Högni Elfa Gylfason bóndi
  5. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur
  6. Ólafur Bjarni Haraldsson sjómaður og sveitarstjórnarfulltrúi
  7. Anna Lilja Guðmundsdóttir ritari, bókavörður og kennaranemi
  8. Pálína Hildur Sigurðardóttir leikskólakennari
  9. Guttormur Hrafn Stefánsson bóndi, stuðningsfulltrúi og búfræðingur
  10. Þórunn Eyjólfsdóttir bóndi og íþróttakennari
  11. Sigurjón Leifsson afgreiðslumaður
  12. Ásta Birna Jónsdóttir rekstrarstjóri
  13. Jón Sigurjónsson bóndi og sjómaður
  14. Jón Einar Kjartansson bóndi
  15. Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir kennaranemi og stuðningsfulltrúi
  16. Alex Már Sigurbjörnsson verkamaður
  17. Teresa Sienkiewies ræstitæknir
  18. Agnar H. Gunnarsson bóndi og fv.oddviti Akrahrepps

6.4.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi. Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi var kynntur í kvöld og er þannig skipaður:

  1. Bjarney Vignisdóttir hjúkrunarfræðingur og sveitarstjónarfulltrúi
  2. Herbert Hauksson framkvæmdastjóri
  3. Jón Bjarnason bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi
  4. Ragnhildur Eyþórsdóttir sjúkraflutningamaður
  5. Sigríð Lárusdóttir sjúkraþjálfari
  6. Elvar Harðarson vélamaður og verktaki
  7. Nina Faryna kokkur og leikskólastarfsmaður
  8. Bjarni Arnar Hjaltason vörubílstjóri og verktaki
  9. Ásta Rún Jónsdóttir grunnskólakennari
  10. Þröstur Jónsson garðyrkjubóndi

6.4.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ var samþykktur í kvöld. Listinn er þannig skipaður:

  1. Björn Haraldur Hilmarsson útibússtjóri og bæjarfulltrúi
  2. Júníana Björg Óttarsdóttir ráðgjafi og bæjarfulltrúi
  3. Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
  4. Jón Bjarki Jónatansson sjómaður
  5. Eiríkur Böðvar Rúnarsson véltæknifræðingur
  6. Jóhanna Jóhannesdóttir ferðamálafræðingur
  7. Kristgeir Kristinsson sjómaður
  8. Lilja Hrund Jóhannsdóttir matreiðslumeistari
  9. Illugi Jens Jónasson skipstjóri
  10. Þorbjörg Erla Halldórsdóttir lögreglukona
  11. Gunnar Ólafur Sigmarsson framleiðslustjóri
  12. Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir stjórnmálafræðingur
  13. Zekira Crnac húsmóðir
  14. Bárður Guðmundsson útgerðarmaður

6.4.2022 Framboðslisti Miðflokksins á Akureyri. Framboðslisti Miðflokksins á Akureyri var kynntur í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Hlynur Jóhannsson bæjarfulltrúi
  2. Inga Dís Sigurðardóttir kennari
  3. Finnur Aðalbjörnsson framkvæmdastjóri
  4. Sigrún Elva Briem heilbrigðisritari HSN
  5. Einar Gunnlaugsson sjálfstæður atvinnurekandi
  6. Karl Liljendal nemi
  7. Sif Hjartardóttir sjúkraliði
  8. Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri
  9. Margrét Imsland framkvæmdastjóri
  10. Sigurður Pálsson matsveinn
  11. Bjarney Sigurðardóttir viðskiptafræðingur
  12. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson afgreiðslu- og fræðslufulltrúi
  13. Regína Helgadóttir bókari
  14. Viðar Valdimarsson ferðamálafræðingur
  15. Helga Kristjánsdóttir húsmóðir
  16. Pétur Jóhannsson ellilífeyrisþegi
  17. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir hársnyrtimeistari
  18. Þorvaldur Helgi Sigurpálsson verkstjóri
  19. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir eldri borgari
  20. Karl Steingrímsson fv.sjómaður
  21. Guðný Heiðveig Gestsdóttir fv.bóndi
  22. Hannes Karlsson framkvæmdastjóri

6.4.2022 Framboðslisti Eyjalistans í Eyjum. Framboðslisti Eyjalistans í Vestmannaeyjum var lagður fram í dag. Listinn er þannig skipaður:

  1. Njáll Ragnarsson deildarstjóri og form.bæjarráðs
  2. Helga Jóhanna Harðardóttir grunnskólakennari
  3. Erlingur Guðbjörnsson stöðvarstjóri
  4. Hildur Rún Róbertsdóttir deildarstjóri á leikskóla
  5. Díana Íva Gunnarsdóttir hönnuður og nemi
  6. Jónatan Guðni Jónsson grunnskólakennari
  7. Bjartey Hemannsdóttir móttökuritari
  8. Hafdís Ástþórsson hársnyrtimeistari
  9. Arna Huld Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur
  10. Drífa Þöll Arnardóttir bókavörður
  11. Sigurður Þór Símonarson sjómaður
  12. Salóme Ýr Rúnarsdóttir starfsmaður í Straumi
  13. Gauti Gunnarsson smiður
  14. Sigurður Hjörtur Grétarsson verkamaður
  15. Hrefna Valdís Guðmunsdóttir skjalavörður
  16. Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari
  17. Einar Friðþjófsson framhaldsskólakennari
  18. Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari

6.4.2022 Karen Elísabet leiðir Miðflokkinn í Kópavogi. Karen Elísabet Halldórsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi mun leiða lista Miðflokksins í Kópavogi í komandi bæjarstjórnarkosningum. Þetta var tilkynnt í dag á heimasíðu Miðflokksins. Karen hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin átta ár, og varabæjarfulltrúi í fjögur ár. Hún sóttist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor en var ekki meðal sex efstu í prófkjöri flokksins sem haldið var í mars sl.

6.4.2022 Framboðslisti Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð. Framboðslisti Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð var lagður fram í gærkvöldi og er þannig skipaður:

  1. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Dalvík
  2. Lilja Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir Dalvík
  3. Felix Rafn Felixson viðskiptafræðingur Dalvík
  4. Monika Margrét Stefánsdóttir MA í heimskautaréttir Árskógsströnd
  5. Kristinn Bogi Antonsson viðskiptastjóri Dalvík
  6. Þorsteinn Ingi Ragnarsson bruggari Árskógsströnd
  7. Þórhalla Franklín Karlsdóttir þroskaþjálfi og sveitarstjórnarmaður Dalvík
  8. Jón Ingi Sveinsson framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður Árskógsströnd
  9. Kristín Kjartansdóttir háskólanemi Dalvík
  10. Eiður Smári Árnason háskólanemi Svarfðardal
  11. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir glerlistakona Dalvík
  12. Sigvaldi Gunnlaugsson vélvirki Svarfaðardal
  13. Þór Vilhjálmsson véla- og tækjamaður Svarfaðardal
  14. Bjarnveig Ingvadóttir hjúkrunarfræðingur Dalvík

6.4.2022 Framboðslisti Betri byggðar í sameinuðu sveitarfélagi við Þistilfjörð. Framboðslisti Betri byggðar í sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Sigurður Þór Guðmundsson sveitarstjórnarmaður og bóndi Holti
  2. Halldóra Friðbergsdóttir leikskólastjóri Þórshöfn
  3. Gunnlaugur Steinarsson sjómaður Bakkafirði
  4. Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarnemi Þórshöfn
  5. Hjörtur Harðarson atvinnurekandi Þórshöfn
  6. Sigríður Friðný Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarmaður Þórshöfn
  7. Hulda Kristín baldursdóttir Kennari Þórshöfn
  8. Helga G. Henrýsdóttir rafvirki Bakkafirði
  9. Ragnar Skúlason sveitarstjórnarmaður og bóndi Ytra-Álandi
  10. Sigtryggur Brynjar Þorláksson húsasmiður Þórshöfn
  11. Marta Grazna Uscio leiðbeinandi Þórshöfn
  12. Svanhvít H. Jóhannesdóttir háskólanemi Þórshöfn
  13. Þórir Jónsson atvinnurekandi Þórshöfn
  14. Ólína I. Jóhannesdóttir atvinnurekandi Brúarlandi

6.4.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var samþykktur í gær. Sex efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins sem fór fram í síðasta mánuði. Listinn er þannig skipaður:

  1. Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur
  2. Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi og framleiðslustjóri
  3. Andri Steinn Hilmarsson varabæjarfulltrúi og aðstoðarmaður þingflokks
  4. Hannes Steindórsson fasteignasali
  5. Elísabet Sveinsdóttir markaðsstjóri
  6. Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri
  7. Sigvaldi Egill Lárusson fjármála- og rekstrarstjóri
  8. Bergur Þorri Benjamínsson starfsmaður þingflokks
  9. Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri
  10. Hermann Ármannsson stuðningsfulltrúi
  11. Axel Þór Eysteinsson framkvæmdastjóri
  12. Tinna Rán Sverrisdóttir lögfræðingur
  13. Rúnar Ívarsson markaðsfulltrúi
  14. Sólveig fv.dómsmálaráðherra og alþingismaður
  15. Kristín Amy Dyer forstjóri
  16. Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður
  17. Sunna Guðmundsdóttir forstöðumaður
  18. Jón Finnbogason útlánastjóri
  19. Unnur B. Friðriksdóttir fom.Ljósmæðrafélags Íslands
  20. Gunnsteinn Sigurðsson fv.skólastjóri
  21. Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar
  22. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

5.4.2022 Framboðslisti fyrir Heimaey. Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum var lagður fram í kvöld. Páll Magnússon fv.alþingismaður Sjálfstæðisflokksins leiðir listann. Með því hefur Páll Magnússon stimplað sig út úr Sjálfstæðisflokknum þar sem í skipulagsreglum flokksins „Flokksbundnum sjálfstæðismönnum er með öllu óheimilt að sitja á framboðslistum annarra framboða sem bjóða fram gegn framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Sitji flokksbundinn einstaklingur á öðrum framboðslista skal hann fjarlægður úr flokksskrá.“ Listinn er þannig skipaður:

  1. Páll Magnússon fv.alþingismaður
  2. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi
  3. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og bæjarfulltrúi
  4. Örn Friðriksson
  5. Ellert Scheving Pálsson
  6. Aníta Jóhnansdóttir
  7. Arnar Richardsson
  8. Rannveig Ísfjörð
  9. Sveinn Rúnar Valgeirsson
  10. Hrefna Jónsdóttir
  11. Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson
  12. Bryndís Gísladóttir
  13. Valur Már Valmundsson
  14. Guðný Halldórsdóttir
  15. Kristín Bernharðsdóttir
  16. Eiður Aron Sigurbjörnsson
  17. Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir
  18. Leifur Gunnarsson

5.4.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Vogum. Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum hefur verið lagður fram og er þannig skipaður:

  1. Björn Snæbjörnsson bæjarfulltrúi
  2. Andri Rúnar Sigurðsson bæjarfulltrúi
  3. Inga Sigrún Baldursdóttir
  4. Guðmann Rúnar Lúðvíksson
  5. Guðrún Sigurðardóttir
  6. Annas Jón Sigmundsson
  7. Bjarki Þór Kristinsson
  8. Þórunn Brynja Júlíusdóttir
  9. Gregorz A. Gawrosnski
  10. Sædís María Drzymkowska
  11. Sigurður Árni Leifsson
  12. Stefán Harald Hjaltalín
  13. Kristinn Benediktsson
  14. Hólmgrímur Rósenbergsson

5.4.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Vesturbyggð. Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Vesturbyggð hefur verið samþykktur og er þannig skipaður:

  1. Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi
  2. Anna Vilborg Rúnarsdóttir
  3. Guðrún Eggertsdóttir
  4. Ólafur B. Kristjánsson
  5. Valdimar B. Ottósson
  6. Maggý Hjördís Keransdóttir
  7. Matthías Ágústsson
  8. Jónina H. Sigurðardóttir Berg
  9. Petrína S. Helgadóttir
  10. Sigurborg Þórsdóttir
  11. Sigríður Bjarnadóttir
  12. Erlendur G. Gíslason
  13. Nanna Á. Jónsdóttir
  14. Erlendur Kristjánsson

5.4.2022 Framboðslisti VG og óháðra í Skagafirði. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var kynntur í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

  1. Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur
  3. Pétur Örn Sveinsson tamningamaður og bóndi
  4. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir ráðgjafi
  5. Auður Björk Birgisdóttir hárgreiðslumeistari
  6. Hrólfur Þeyr Hlínarson búfræðinemi og fjósamaður
  7. Tinna Kristín Stefánsdóttir meistaranemi í lögfræði
  8. Árni Gísli Brynleifsson þjónustufulltrúi
  9. Hildur Þóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri
  10. Úlfar Sveinsson bóndi
  11. Inga Katrín Magnúsdóttir þjóðfræðingur og menntunarfræðingur
  12. Arnar Bjarki Magnússon útgerðarmaður og bóndi
  13. Ólína Björk Hjartardóttir atvinnurekandi
  14. Jón Gunnar Helgason húsfaðir og smiður
  15. Páll Rúnar Heinsen Pálsson starfsmaður í búsetukjarna
  16. Helga Rós Indriðadóttir söngkona og tónlistarkennari
  17. Valdimar Sigmarsson bóndi
  18. Bjarni Jónsson alþingismaður og sveitarstjórnarfulltrúi

4.4.2022 Framboðslisti Samstöðu í Grundarfirði. Framboðslisti Bæjarmálafélagsins Samstöðu í Grundarfirði var samþykktur í kvöld og er þannig skipaður:

  1. Garðar Svavarsson bæjafulltrúi
  2. Signý Gunnarsdóttir
  3. Loftur Árni Björgvinsson
  4. Pálmi Jóhannsson
  5. Heiðdís Björk Jónsdóttir
  6. Rakel Birgisdóttir
  7. Heiðrún Hallgrímsdóttir
  8. Gunnar Jökull Karlsson
  9. Guðrún Lilja Magnúsdóttir
  10. Ásthildur Elva Kristjánsdóttir
  11. Ragnheiður Dröfn Benediktsdóttir
  12. Anna Rafnsdóttir
  13. Sigurborg Knarran Ólafsdóttir
  14. Elsa Björnsdóttir

4.4.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum var lagður fram í dag. Átta efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins sem fram fór í mars. Listinn er þannig skipaður:

  1. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og varabæjarfulltrúi
  2. Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og sjúkraþjálfari
  3. Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi
  4. Margrét Rós Ingólfsdóttir varabæjarfulltrúi og félagsfræðingur
  5. Rut Haraldsdóttir verkefnastjóri
  6. Sæunn Magnúsdóttir lögfræðingur
  7. Óskar Jósúason aðstoðarskólastjóri
  8. Halla Björk Hallgrímsdóttir fjármálastjóri
  9. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri
  10. Hannes Kristinn Sigurðsson stöðvarstjóri
  11. Jón Þór Guðjónsson tölvunarfræðingur
  12. Theodóra Ágústsdóttir rekstrarstjóri
  13. Arnar Gauti Egilsson
  14. Ragnheiður Sveinþórsdóttir framkvæmdastjóri
  15. Valur Smári Heimisson
  16. Ríkharður Zoega
  17. Aníta Óðinsdóttir
  18. Unnur Tómasdóttir

4.4.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra. Framboðslisti Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra var birtur í kvöld og er þannig skipaður:

  1. Þorleifur Karl Eggertsson sveitarstjórnarmaður
  2. Friðrik Már Sigurðsson sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður
  3. Elín Lilja Gunnarsdóttir
  4. Ingveldur Ása Konráðsdóttir sveitarstjórnarmaður
  5. Ingimar Sigurðsson
  6. Borghildur H. Haraldsdóttir
  7. Óskar Már Jónsson
  8. Dagný Ragnarsdóttir
  9. Gerður Rósa Sigurðardóttir
  10. Luis A. F. Braga de Aquino
  11. Kolbrún Stella Indriðadóttir
  12. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sveitarstjórnarmaður
  13. Guðmundur Ísfeld
  14. Eggert Karlsson

4.4.2022 Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram í Dalvíkurbyggð. Fram kemur á facebook-síðu stjórnar Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar tekin hafi verið ákvörðun um að bjóða ekki fram D-lista í sveitarstjórnarkosningum 2022. Ástæðan er að ekki hefur tekist að fá neinn til að leiða listann og að endurnýjun hefur ekki verið næg innan raða flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram í Dalvíkurbyggð og áður í sveitarstjórnarkosningum á Dalvík frá 1962 eða í 60 ár.

4.4.2022 Framboðslisti Framsóknar og frjálsra í Dalabyggð. Framboðslisti Framsóknar og frjálsra í Dalabyggð var lagður fram í kvöld. Ljóst er því að listakosningar verða í Dalabyggð að þessu sinni en í þremur síðustu kosningum hafa verið óhlutbundnar kosningar í sveitarfélaginu. Listinn er þannig skipaður:

  1. Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi og sveitarstjórnarmaður
  2. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir reglugerðarsérfræðingur
  3. Garðar Freyr Vilhjálmsson mjólkurfræðingur
  4. Skúli H. Guðbjörnsson bóndi og sveitarstjórnarmaður
  5. Þuríður Jóney Sigurðardóttir þjónustufulltrúi og sveitarstjórnarmaður
  6. Guðlaug Kristinsdóttir bókari
  7. Sindri Geir Sigurðarson skólaliði
  8. Alexandra Rut Jónsdóttir búvísindur
  9. Guðrún B. Blöndal bóndi
  10. Pétur J. Óskarsson eldri borgari
  11. Bjarnheiður Jóhannesdóttir athafnakona
  12. Þórey Björk Þórisdóttir bókari og bóndi
  13. Hermann Jóhann Bjarnason flokksstjóri
  14. Baldvin Guðmundsson fv.smiður og sjúkraflutningamaður

4.4.2022 Framboðslisti H-lista framfarasinna í Hólminum. Framboðslisti H-lista framfarasinna í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar var lagður fram í kvöld. Listinn er þannig skipaður:

  1. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir bæjarfulltrúi og skólameistari
  2. Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og kennari
  3. Ragnar Ingi Sigurðsson íþróttafræðingur og sjálfstætt starfandi
  4. Þórhildur Eyþórsdóttir kennari
  5. Halldór Árnason sjálfstætt starfandi
  6. Sæþór Heiðar Þorbergsson matreiðslumeistari og sjálfstætt starfandi
  7. Viktoría Líf Ingibergsdóttir þjónustufulltrúi og nemi
  8. Guðmundur Kolbeinn Björnsson vélfræðingur og fv.verktaki
  9. Gunnar Ásgeirsson vélfræðingur
  10. Þröstur Ingi Auðunsson sjómaður, útgerðarmaður og vélfræðingur
  11. Anna Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur
  12. Kári Geir Jensson framkvæmdastjóri og sjómaður
  13. Arnar Geir Diego Ævarsson meindýraeyðir, verka- og sjúkraflutningamaður
  14. Guðrún Reynisdóttir bóndi og sveitarstjórnarmaður

4.4.2022 Heimastjórnarflokkurinn býður ekki fram. Heimastjórnarflokkurinn í Borgarbyggð, sem stofnaður var í desember sl., mun ekki bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á fundi flokksins í febrúar var ákveðið að stilla á lista en í aðsendri grein í Skessuhorni í dag segir Eiríkur Þór Thedórsson formaður flokksins að þrátt fyrir góðar undirtektir verði ekki af framboði í vor. Útlit er því fyrir að fjögur framboð bjóði fram í Borgarbyggð. Þau eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstrihreyfingin grænt framboð og sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar og Viðreisnar.

4.4.2022 Framboð F-lista á Seltjarnarnesi í skoðun. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum bauð F-listi Fyrir Seltjarnarnes fram og var Skafti Harðarson oddviti flokksins 23 atkvæðum frá því að fella fjórða mann Sjálfstæðisflokksins og þar með meirihlutann. Skafti greinir frá því á facebook-síðu sinni að verið sé að skoða framboð F-listans að nýju.

3.4.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ. Framboðslisti sjálfstæðismann og óháðra í Suðurnesjabæ hefur verið lagður fram. Um er að ræða sameiginlegt framboð D-lista sjálfstæðismanna og H-lista fólksins en sameiginlega hlutu framboðin rúmlega meirihluta atkvæða og fimm af níu bæjarfulltrúum. Samkvæmt auglýsingu á facebooksíðu sjálfstæðismanna í Suðurnesjabæ skipuðu sjálfstæðismenn sæti með oddatölum og H-listamenn sætin með jöfnum tölum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Einar Jón Pálsson stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar
  2. Magnús Sigfús Magnússon verkalýðsformaður og bæjarfulltrúi
  3. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir verkefnisstjóri
  4. Svavar Grétarsson sölumaður
  5. Eva Rún Vilhjálmsdóttir sundlaugarvörður og knattspyrnuþjálfari
  6. Þórsteina Sigurjónsdóttir skrifstofumaður
  7. Elín Björg Gissurardóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva
  8. Guðlaug Helga Sigurðardóttir atvinnurekandi
  9. Tinna Torfadóttir forstöðumaður dagvistar aldraðra
  10. Arnar Geir Ásgeirsson flugmaður
  11. Jónatan Már Sigurjónsson aðstoðarvarðstjóri flugverndar
  12. Auður Eyberg Helgadóttir stöðvarstjóri
  13. Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson löggiltur fasteignasali
  14. Hanna Margrét Jónsdóttir háskólanemi
  15. Anes Moukhliss sölumaður
  16. Rakel Jónsdóttir viðskiptafræðingur
  17. Jón Heiðar Hjartarson vörubílstjóri
  18. Bogi Jónsson veitingamaður og frumkvöðull

3.4.2022 Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akranesi. Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akranesi var samþykktur í kvöld og er þannig skipaður:

  1. Valgarður Lyngdal Jónsson grunnskólakennari og bæjarufulltrúi
  2. Jónína M. Sigmundsdóttir starfsmaður fíkniteymis Rvík og sjúkraliðanemi
  3. Kristinn Hallur Sveinsson landfræðingur og bæjarfulltrúi
  4. Anna Sólveig Smáradóttir sjúkraþjálfari
  5. Björn Guðmundsson húsasmiður
  6. Sigrún Ríkiharðsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur og náms- og starfsráðgjafi
  7. Benedikt Júlíus Steingrímsson rafvirki
  8. Guðríður Sigurjónsdóttir leikskólakennari
  9. Auðun Ingi Hrólfsson starfsmaður félagsmiðstöðvar og nemi
  10. Bára Daðadóttir félagsráðgjafi og sveitarstjórnarmaður
  11. Uchechukwu Eze verkamaður
  12. Margét Helga Ísaksen hjúkrunarfræðinemi
  13. Pétur Ingi Jónsson lífeindafræðingur
  14. Þórhildur Hildur Kjartansdóttir sjúkraliði, lyfjatæknir og förðungarfræðingur
  15. Júlíus Már Þórarinsson tæknifræðingur
  16. Erna Björg Guðlaugsdóttir kennari og náms- og starfsráðgjafi
  17. Ágústa Friðriksdóttir ljósmyndari, ökukennari og hafnargæslumaður
  18. Guðjón S. Brjánsson fv.alþingismaður

3.4.2022 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra á Seltjarnarnesi. Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra var lagður fram í dag. Athygli vekur að Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skipar þriðja sætið á listanum sem er annars þannig skipaður:

  1. Guðmundur Ari Sigurjónsson verkefnastjóri og bæjarfulltrúi
  2. Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
  4. Karen María Jónsdóttir skapandi stjórnandi
  5. Guðmundur Gunnlaugsson rekstrarstjóri
  6. Eva Rún Guðmundsdóttir táknmálstúlkur
  7. Björg Þorsteinsdóttir grunnskólakennari
  8. Stefán Árni Gylfason framhaldsskólanemi
  9. Bryndís Kristjánsdóttir leiðsögumaður
  10. Stefá Bergmann fv.dósent
  11. Magnea Gylfadóttir fótaaðgerðarfræðingur
  12. Ólafur Finnbogason starfsþróunar- og öryggisstjóri
  13. Hildur Ólafsdóttir verkfræðingur
  14. Árni Emil Bjarnason prentsmiður

3.4.2022 Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði. Framboðslisti Framóknar og óháðra á Vopnafirði er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

  1. Axel Örn Sveinbjörnsson vélstjóri og sveitarstjórnarmaður
  2. Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir stuðningsfulltrúi
  3. Sigurður Grétar Sigurðsson vaktformaður
  4. Sigrún Lára Shanko listamaður
  5. Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir umsjónarkennari
  6. Bobana Micanocvic ferðamálafræðingur
  7. Jenný Heiða Hallgrímsdóttir húsmóðir og nemi
  8. Hreiðar Geirsson afgreiðslumaður
  9. Höskuldur Haraldsson sjómaður
  10. Dagný Steindórsdóttir fatahönnuður og sjúkraliðanemi
  11. Ólafur Ásbjörnsson bóndi
  12. Sigurþóra Hauksdóttir bóndi
  13. Sigurjón Haukur Hauksson vaktformaður
  14. Sigríður Bragadóttir oddviti

3.4.2022 Tíu efstu á lista Miðflokksins og sjálfstæðra í Árborg. Tíu efstu frambjóðendur á lista Miðflokksins og sjálfstæðra í Árborg voru kynntir í gær. Þeir eru:

  1. Tómas Ellert Tómasson byggingaverkfræðingur og formaður bæjarrráðs
  2. Ari Már Ólafsson húsamsíðameistari
  3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson sölumaður og fv.varabæjarfulltrúi
  4. Erling Magnússon lögfræðingur og húsasmíðameistari
  5. Ragnar Antony Antonsson dr. í heimspeki og kennari
  6. Dýrleif Júlía Guðlaugsdóttir líftæknifræðingur og dagforeldri
  7. Sveinbjörn Jóhannsson húsasmíðameistari
  8. Björgvin Smári Guðmundsson grunnskóla- og skákkennari
  9. Sverrir Ágústsson félagsliði
  10. Jón Ragnar Ólafsson atvinnubílstjóri

2.4.2022 Flokkur fólksins býður ekki fram í Eyjum. Georg Eiður Arnarson varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi greinir frá því í dag að ekki verði af framboði flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum en áður hafði hann lýst því yfir að það væri til skoðunar. Eyjamenn munu því líklega geta valið milli sömu framboða og í síðustu bæjarstjórnarkosningum, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Fyrir Heimaey og Eyjalistans.

1.4.2022 Framboðslisti VG í Reykjavík. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík var samþykktur í kvöld. Þrjú efstu sætin eru í samræmi við forval flokksins sem fram fór í mars. Listinn er þannig skipaður:

  1. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi
  2. Stefán Pálsson sagnfræðingur
  3. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur
  4. Íris Andrésdóttir grunnskólakennari
  5. Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur
  6. Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir sjúkraliði
  7. Andrés Skúlason verkefnastjóri
  8. Bryngeir Arnar Bryngeirsson forstöðumaður
  9. Guðrún Ágústsdóttir fv.forseti borgarstjórnar
  10. Ástvaldur Lárusson söluráðgjafi
  11. Sigrún Jóhannsdóttir líffræðingur
  12. Júlíus Andri Þórðarson háskólanemi og stuðningsfulltrúi
  13. Jenný Mirra Ringsted söluráðgjafi og sjávarútvegsfræðingur
  14. Torfi Hjartarson lektor
  15. Kristín Magnúsdóttir háskólanemi
  16. Helgi Hrafn Ólafsson íþróttafræðingur og kennari
  17. Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur
  18. Björgvin Viktor Færseth ritari
  19. Riitta Anne Maarit Kaipainen viðskiptafræðingur
  20. Gunnar Helgi Guðjónsson myndlistamaður
  21. Ewelina Osmialowska sérkennari
  22. Árni Tryggvason hönnuður og sáttamiðlari
  23. Drífa Magnúsdóttir öryrki
  24. Toshiki Toma prestur
  25. Sigurbjörg Gísladóttir efnafræðingur
  26. Þráinn Árni Baldvinsson tónlistarmaður
  27. Jóhanna Bryndís Helgadóttir framhaldsskólakennari
  28. Mikael Nils Lind tónlistarmaður og háskólakennari
  29. Drífa Lýðsdóttir framhaldsskólanemi
  30. Heimir Björn Janusarson garðyrkjumaður
  31. Anna Sigríður Pálsdóttir prestur
  32. Steinar Harðarson vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri
  33. Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona og söngkona
  34. Óli Njáll Ingólfsson framhaldsskólakennari
  35. Anna Friðriksdóttir lyfjafræðingur
  36. Guy Conan Stewart kennari
  37. Berglind Häsler aðstoðarmaður ráðherra
  38. Svavar Sigurður Guðfinnsson vefhönnuður
  39. Hafþór Ragnarsson verkefnastjóri
  40. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari
  41. Ragnar Karl Jóhannson uppeldis- og tómstundafræðingur
  42. Birna Björg Guðmundsdóttir form. Trans vina
  43. Ragnar Gauti Hauksson samgönguverkfræðingur
  44. Sigrún Birna Steinarsdóttir form.UVG
  45. Gísli Baldvin Björnsson teiknari FÍT
  46. Sjöfn Ingólfsdóttir fv.form. Starfsmannafélags Reykjavíkur

1.4.2022 Framboðslist Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Framboðslisti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ var birtur í kvöld. Bæjarlistinn er nýtt framboð í Suðurnesjabæ. Meðal frambjóðenda eru Laufey Erlendsdóttir bæjarfulltrúi sem er í 2.sæti og kjörin var af lista Jákvæðs samfélags í síðustu kosningum, Jón Ragnar Ástþórsson í 3.sæti sem kjörinn var varabæjarfulltrúi af lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra og Haraldur Helgason í 4.sæti sem kjörinn var bæjarfulltrúi af lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra. Listinn er þannig skipaður:

  1. Jónína Magnúsdóttir mannauðsstjóri
  2. Laufey Erlendsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur og bæjarfulltrúi
  3. Jón Ragnar Ástþórsson kennari, knattspyrnuþjálfari og varabæjarfulltrúi
  4. Haraldur Helgason matreiðslumaður og bæjarfulltrúi
  5. Fanný Þórsdóttir bókavörður
  6. Marinó Oddur Bjarnason stuðningsfulltrúi
  7. Heiðrún Tara Poulsen fótaaðgerðarfræðingur
  8. Júdit Sophusdóttir kennari
  9. Eysteinn Már Guðvarðarson vaktstjóri
  10. Jóhann Helgi Björnsson framhaldsskólanemi
  11. Jón Gunnar Sæmundsson verkefnastjóri
  12. Bjarnþóra María Pálsdóttir lögreglukona
  13. Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir skrifstofustjóri
  14. Sigrún Harpa Arnrúnardóttir stuðningsfulltrúi
  15. Sindri Lars Ómarsson kennari
  16. Ósk Matthildur Arnarsdóttir háskólanemi
  17. Reynir Ragnarsson fv.framkvæmdastjóri
  18. Ingimundur Þórmar Guðnason rafmagnstæknifræðingur

1.4.2022 Framboðslisti Vina Kópavogs. Framboðslisti Vina Kópavogs hefur verið lagður fram. Um er að ræða nýtt framboð í bænum sem leggur áherslu á að veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miðað því að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis. Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Helga Jónsdóttir fv.borgarritari og bæjarstjóri
  2. Kolbeinn Reginsson líffræðingur
  3. Telma Bergmann fjármálastjóri
  4. Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri
  5. Helga Þórólfsdóttir sáttamiðlari og stjórnendaráðgjafi
  6. Óskar Hákonarson nemi
  7. Jane Victoria Appleton markaðsstjóri
  8. Hreiðar Oddsson grunnskólakennari
  9. Vilborg Halldórsdóttir leikkona
  10. Ólafur Björnsson hugbúnaðarsérfræðingur
  11. Helga G. Halldórsdóttir fv.sviðsstjóri
  12. Hákon Sverrisson kennari
  13. Helga Guðrún Gunnarsdóttir sundkennari
  14. Einar Hauksson húsasmíðameistari
  15. Erna Ósk Ingvarsdóttir sölu- og markaðsstjóri
  16. Jón G. Sveinbjörnsson húsvörður
  17. Hólmfríður Hilmarsdóttir heilsunuddari
  18. Jóhann Már Sigurbjörnsson tölvunarfræðingur MBA
  19. Ísabella Leifsdóttir tónlistarmaður
  20. Gunnar K. Gylfason framkvæmdastjóri
  21. Þórólfur Matthíasson prófessor
  22. Margrét Pála Ólafsdóttir frumkvöðull

1.4.2022 Framboðslisti Máttar manna og meyja í Bolungarvík. Framboðslisti K-lista Máttar manna og meyja í Bolungarvík var birtur í dag og er þannig skipaður:

  1. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir ráðgjafi og bæjarfulltrúi
  2. Magnús Ingi Jónsson þjónustufulltrúi og bæjarfulltrúi
  3. Ástrós Þóra Valsdóttir leikskólakennari
  4. Olga Agata Tabaka stuðningsfulltrúi
  5. Guðfinnur Ragnar Jóhannsson vélfræðingur og rafvirkjanemi
  6. Hjörtur Traustason rafvirki og bæjarfulltrúi
  7. Monika Gawek stuðningsfulltrúi
  8. Helga Jónsdóttir kennari
  9. Guðbergur Arnarson rafeindavirki
  10. Ketill Elíasson
  11. Reimar Vilmundarson skipstjóri
  12. Hörður Snorrrason sjómaður
  13. Stefán Línberg Halldórsson stálsmiður
  14. Matthildur Guðmundsdóttir frú

1.4.2022 Framboðslisti M-lista Samfélagsins í Norðurþingi. Framboðslisti M-lista Samfélagsins í Norðurþingi. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta framboð býður fram en leiða má líkur að því að það tengist Miðflokknum þar sem M er listabókstafur flokksins auk þess sem listinn er auglýstur á heimasíðu Miðflokksins. Þá hafa a.mk. þrír frambjóðendur tekið sæti á listum Miðflokksins til Alþingiskosninga. Listinn er þannig skipaður:

  1. Áki Hauksson Húsavík
  2. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir Raufarhöfn
  3. Birkir Freyr Stefánsson Húsavík
  4. Ágústa Ágústsdóttir Kelduhverfi
  5. Sævar Veigar Agnarsson Húsavík
  6. Alexander G. Jónasson Húsavík
  7. Gunnar Páll Baldursson Raufarhöfn
  8. Elva Björk Óskarsdóttir Raufarhöfn
  9. Anný Peta Sigmundsdóttir Húsavík
  10. Gunnar Björnsson Öxarfirði
  11. María Guðrún Jónsdóttir Húsavík
  12. Daníel Atli Stefánsson Reykjahvefi
  13. Agnar Kári Sævarsson Húsavík
  14. Sigurður A. Ásmundsson Kópaskeri
  15. Heimir Sigurgeirsson Húsavík
  16. Sigmundur Þorgrímsson Húsavík
  17. Árni Stefán Guðnason Raufarhöfn
  18. Guðmundur A. Hólmgeirsson Húsavík

1.4.2022 Framboðslisti Strandabandalagsins í Strandabyggð. Fram er kominn framboðslisti Strandabandalagsins í Strandabyggð. Oddviti listans, sem jafnframt er fv.sveitarstjóri, er sveitarstjóraefni listans. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var kosið óhlutbundinni kosningu í Strandabyggð. Listi Strandabandalagsins er þannig skipaður:

  1. Þorgeir Pálsson fv.sveitarstjóri
  2. Jón Sigmundsson
  3. Sigríður G. Jónsdóttir
  4. Guðfinna Sævarsdóttir
  5. Óskar Hafsteinn Halldórsson
  6. Grettir Örn Ásmundsson
  7. Þröstur Áskelsson
  8. Júlíana Ágústsdóttir
  9. Þórdís Karlsdóttir
  10. María Sigvaldadóttir

1.4.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra. Framboðslisti sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra var lagður fram í gær. Sex efstu sætin byggja á skoðunarkönnun sem fór fram um röðun á lista flokksins í marsmánuði. Listinn er þannig skipaður:

  1. Anton Kári Halldórsson oddviti og deildarstjóri
  2. Árný Hrund Svavarsdóttir framkvæmdastjóri
  3. Sigríður Karólína Viðarsdóttir viðskiptafræðingur
  4. Elvar Eyvindsson bóndir og viðskiptafræðingur
  5. Sanda Sif Úlfarsdóttir einkaþjálfari og kennaranemi
  6. Ágúst Leó Sigurðsson sjúkraflutningamaður
  7. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir stjórnmálafræðingur og lögreglumaður
  8. Guðni Steinar Guðjónsson starfsmaður á Krikjuhvoli
  9. Baldur Ólafsson skólabílstjóri
  10. Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir hótelstjóri og kennari
  11. Ólafur Þórisson bóndi og tamningamaður
  12. Kristín Jóhannsdóttir líffræðingur og bóndi
  13. Elín Fríða Sigurðardóttir fjármála- og sviðsstjóri og sveitarstjórnarmaður
  14. Guðmundur Jón Viðarsson bóndi og sveitarstjórnarmaður

1.4.2022 Unnið að nýju framboði í Vopnafirði. Í gærkvöldi var haldinn undirbúningsfundur að nýju óháðu framboði fyrir komandi kosningar í Vopnafjarðarhreppi. Ljóst var fyrir fundinn að Nýtt Sigtrún og Samfylkingin myndu ekki bjóða fram en Framsóknarflokkurinn vinnur að framboðslista. Á fundinum var ákveðið að stilla upp lista hins nýja framboðs fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

1.4.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Árborg var samþykktur í gærkvöldi. Sjö efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins sem fór fram í mars. Listinn er þannig skipaður:

  1. Bragi Bjarnason deildarstjóri
  2. Fjóla St. Kristinsdóttir ráðgjafi
  3. Kjartan Björnsson rakari og bæjarfulltrúi
  4. Sveinn Ægir Birgisson starfsmaður Vallaskóla
  5. Brynhildur Jónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi og bæjarfulltrúi
  6. Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafi
  7. Þórhildur Dröfn Ingvadóttir leikskólaliði og dagforeldri
  8. Ari Björn Thorarensen fangavörður og bæjarfulltrúi
  9. Guðmundur Ármann Pétursson sjálfstætt starfandi
  10. Anna Linda Sigurðardóttir deildarstjóri
  11. Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri
  12. Maria Markovic hönnuður og kennari
  13. Björg Agnarsdóttir bókari
  14. Gísli Rúnar Gíslason húsasmíðanemi
  15. Ólafur Ibsen Tómasson sölumaður og slökkviliðsmaður
  16. Viðar Arason öryggisfulltrúi
  17. Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri
  18. Esther Ýr Óskarsdóttir lögfræðingur
  19. Ragna Berg Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri
  20. Óskar Örn Vilbergsson framkvæmdastjóri og slökkviliðsmaður
  21. Jón Karl Haraldsson fv. fiskverkandi og skipstjóri
  22. Guðrún Guðbjartsdóttir eftirlaunaþegi

1.4.2022 Framboðslisti VG og óháðra í Norðurþingi. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra var lagður fram í gærkvöldi og er þannig skipaður:

  1. Aldey Unnar Traustadóttir hjúkrunarfræðingur Húsavík
  2. Ingibjörg Benediktsdóttir verkefnastjóri Húsavík
  3. Jónas Þór Viðarsson húsasmiður, kennari og bóndi Kelduhverfi
  4. Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari Húsavík
  5. Kolbrún Valbergsdóttir rithöfundur Raufarhöfn
  6. Óli Halldórsson forstöðumaður Húsavík
  7. Þóra Katrín Þórsdóttir starfkona í Hvammi og kvennaathvarfinu Húsavík
  8. Bergljót Friðbjarnardóttir félagsliði Húsavík
  9. Valdimar Halldórsson viðskiptafræðingur Húsavík
  10. Sólveig Ása Arnarsdóttir mórðir Húsavík
  11. Íris Atladóttir starfsmaður félagsþjónustu Húsavík
  12. Berglind Ólafsdóttir kennari og hjúkrunarfræðingur Reykjahverfi
  13. Aðalbjörn Jóhannsson stuðnigns- og félagsmálafulltrúi Reykjavhverfi
  14. Sunna Torfadóttir leikskólaleiðbeinandi og stjórnarmaður í Framsýn-Ung Húsavík
  15. Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur Kelduhverfi
  16. Þórhildur Sigurðardóttir kennari Húsavík
  17. Þórsteinn Glúmsson bóndi Húsavík
  18. Guðrún Jóna Jónmundsdóttir starfsmaður í mötuneyti Húsavík

31.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Grundarfirði. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Grundarfjarðarbæ var samþykktur í kvöld. Listinn er þannig skipaður:

  1. Jósef Kjartansson verktaki og forseti bæjarstjórnar
  2. Ágústa Einarsdóttir framkvæmdastjóri og einka- og markþjálfi
  3. Bjarni Sigurbjörnsson bóndi
  4. Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri
  5. Davíð Magnússon framkvæmdastjóri
  6. Marta Magnúsdóttir athafnakona
  7. Patrycja Aleksandra Gawor starfsmaður hjá G.Run og nemi
  8. Unnur Þóra Sigurðardóttir fiskistelpa og bókari
  9. Arnar Kristjánsson skipstjóri
  10. Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir deildarstjóri
  11. Heimir Þór Ásgeirsson fjármálastjóri
  12. Sunneva Gissurardóttir húsmóðir
  13. Ásgeir Valdimarsson pípulagningameistari
  14. Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri og bæjarfulltrúi

31.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var samþykktur í kvöld. Fjögur efstu sætin eru í samræmi við úrslit prófkjörs flokksins sem fram fór fyrr í mánuðinum. Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Heimir Örn Árnason deildarstjóri
  2. Lára Halldóra Eiríksdóttir grunnskólakennari
  3. Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi og kaupmaður
  4. Hildur Brynjarsdóttir þjónustufulltrúi
  5. Þórhallur Harðarson framkvæmdastjóri
  6. Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
  7. Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri
  8. Sólveig María Árnadóttir eldri borgari
  9. Jóhann Gunnar Kristjánsson verkefnastjóri
  10. Ólöf Hallbjörg Árnadóttir eldri borgari
  11. Þorsteinn Kristjánsson stjórnmálafræðingur
  12. Sara Halldórsdóttir lögfræðingur
  13. Jóhann Stefánsson atvinnurekandi
  14. Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður
  15. Valmar Väljaots organisti
  16. Fjóla Björk Karlsdóttir aðjúnkt við HA
  17. Finnur Reyr Fjölnisson málarameistari
  18. Þorbjörg Jóhannsdóttir sölustjóri
  19. Halla Ingólfsdóttir atvinnurekandi og frumkvöðull
  20. Björn Magnússon tæknifræðingur
  21. Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi
  22. Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi

31.3.2022 Prófkjör Samstöðu í Grundarfirði á laugardag. Prófkjör bæjarmálafélagsins Samstöðu í Grundarfirði verður haldið á laugardaginn. Fimmtán eru í framboði en fullskipaður framboðslisti á Grundarfirði telur fjórtán einstaklinga. Þau eru:

  • í 1.sæti Garðar Svansson
  • í 1.-10.sæti Elsa Björnsdóttir, Heiðdís Björk Jónsdóttir, Heiðrún Hallgrímsdóttir og Loftur Árni Björgvinsson
  • í 2.-6.sæti Gunnar Jökull Karlsson, Signý Gunnarsdóttir og í 2.-8.sæti Pálmi Jóhannsson
  • í 4.-10.sæti Rakel Birgisdóttir og Ólöf Ingibjörg Sigurjónsdóttir
  • í 6.-10.sæti Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Ragnheiður Dröfn Benediktsdóttir og Sigurborg Knarran Ólafsdóttir
  • í 6.-14.sæti Anna Rafnsdóttir og Ásthildur Kristjánsdóttir.

31.3.2022 Framboðslisti Raddar unga fólksins í Grindavík. Framboðslisti Raddar unga fólksins í Grindavík var lagður fram í gærkvöldi og er þannig skipaður:

  1. Helga Dís Jakobsdóttir þjónustu- og upplifunarstjóri og bæjarfulltrúi
  2. Sævar Þór Birgisson hagfræðingur
  3. Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir lögfræðingur
  4. Eva Rún Barðadóttir tölvunarfræðinemi
  5. Ingi Steinn Ingvarsson íþróttafræðinemi
  6. Sigríður Etna Marinósdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur
  7. Lilja Ósk Sigmarsdóttir tækniteiknari
  8. David Ingi Bustion arkitekt og skipulagsfræðingur
  9. Inga Fanney Rúnarsdóttir félagsráðgjafanemi
  10. Anna Long forstöðumaður frístundar
  11. Ragnhildur Amelía Sigurðardóttir stuðningsfulltrúi
  12. Jón Fannar Sigurðsson framhaldsskólanemi
  13. Vigdís María Þórhallsdóttir verslunarstjóri
  14. Margrét Birna Valdimarsdóttir flugfreyja

30.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir teymisstjóri
  3. Guðlaugur Skúlason verslunarstjóri
  4. Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  5. Sigurður Hauksson forstöðumaður
  6. Jón Daníel Jónsson matreiðslumeistari
  7. Guðný Axelsdóttir skrifstofumaður
  8. Þorkell Gíslason bóndi
  9. Ragnar Helgason fjármálaráðgjafi
  10. Sigrún Eva Helgadóttir landbúnaðarfræðingur
  11. Róbert Smári Gunnarsson fulltrúi
  12. Elín Árdís Björnsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur
  13. Þröstur Magnússon framkvæmdastjóri
  14. Sandra Björk Jónsdóttir sjálfstætt starfandi
  15. Kristófer Már Maronsson sérfræðingur
  16. Steinunn Gunnsteinsdóttir ferðamálafræðingur
  17. Gunnsteinn Björnnsson framkvæmdastjóri og ráðgjafi
  18. Haraldur Þór Jóhannesson bóndi

30.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Grindavík. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Grindavík var lagður fram í kvöld og er þannig skipaður:

  1. Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari
  2. Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri
  3. Rannveig Jóna Guðmundsdóttir kennari
  4. Viktor Guðberg Hauksson rafvirki og knattspyrnumaður
  5. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson sölustjóri
  6. Sigurveig Margrét Önundardóttir sérkennari
  7. Valgerður Jennýardóttir leiðbeinandi
  8. Þórunn Erlingsdóttir íþróttafræðingur
  9. Páll Jóhann Pálsson útvegsbóndi og fv.alþingismaður
  10. Hólmfríður Karlsdóttir náms- og starfsráðgjafi
  11. Hilmir Kristjánsson sjúkraþjálfaranemi
  12. Klara Bjarnadóttir rekstrarstjóri
  13. Gunnar Vilbergsson eldri borgari
  14. Bjarni Andrésson vélstjóri

30.3.2022 Efstu sætin á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra. Í gærkvöldi voru efstu sætin á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra ákveðin. Sjö efstu sætin skipa:

  1. Tómas Birgir Magnússon ferðaþjónustuaðili og íþróttakennari
  2. Christiane Bahner sveitarstjórnarfulltrúi og lögmaður
  3. Guðni Ragnarsson flugmaður og bóndi
  4. Heiðbrá Ólafsdóttir lögfræðingur og bóndi
  5. Guðmundur Ólafsson bóndi
  6. Rebekka Katrínardóttir verslunareigandi
  7. Anna Runólfsdóttir verkfræðingur

30.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðslisti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík var samþykktur í dag. Tíu efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins sem haldið var fyrr í mánuðinum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur og borgarfulltrúi
  2. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mcs þjónustustjórnun
  3. Kjartan Magnússon varaþingmaður og fv.borgarfulltrúi
  4. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi
  5. Björn Gíslason borgarfulltrúi og fv.slökkviliðsmaður
  6. Friðjón R. Friðjónsson varaþingmaður og framkvæmdastjóri
  7. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og stórmeistari
  8. Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur
  9. Jórunn Pála Jónasdóttir lögmaður og varaborgarfulltrúi
  10. Birna Hafstein leikkona og form.FÍL stéttarfélags
  11. Egill Þór Jónsson félagsfræðingur og borgarfulltrúi
  12. Þorkell Siglaugsson viðskiptafræðingur
  13. Helga Margrét Marzellíusardóttir listakona
  14. Þórður Gunnarsson hagfræðingur
  15. Róbert Aron Magnússon athafnamaður
  16. Katrín Tanja Davíðsdóttir afrekskona í Crossfit
  17. Jónína Sigurðardóttir uppeldis- og menntunarfræðingur
  18. Harpa Þórunn Pétursdóttir lögfræðingur
  19. Gunnar Smári Þorsteinsson laganemi og form.Heimdallar
  20. Ásta Björk Matthíasdóttir fjármálastjóri
  21. Hjördís Halldóra Sigurðardóttir forstöðumaður hjúkrunar
  22. Atli Guðjónsson landfræðingur
  23. Hulda Bjarnadóttir viðskiptafræðingur og MPA
  24. Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir samtök um endómetríósu
  25. Vala Pálsdóttir form.LS
  26. Sif Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur og MPA
  27. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður
  28. Kári Freyr Kristinsson menntaskólanemi
  29. Einar Hjálmar Jónsson tæknifræðingur og fv.form.Tæknifræðingafélagsins
  30. Hlíf Sturludóttir viðskiptafræðingur og MPA
  31. Rúna Malmquist viðskiptafræðingur
  32. Gunnlaugur A. Gunnlaugsson pípari
  33. Guðmundur Edgarsson framhaldsskólakennari
  34. Birta Karen Tryggvadóttir hagfræðinemi
  35. Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður ráðherra
  36. Helgi Þór Guðmundsson skátaforingi og framkvæmdastjóri
  37. Sigríður B. Róbertsdóttir laganemi
  38. Eiríkur Björn Arnþórsson flugvirki
  39. Elín Engilbertsdóttir lífeyrisfulltrúi
  40. Kristný Sigurey Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali
  41. Arnet Orri Jónsson laganemi
  42. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður
  43. Hildur Sverrisdóttir alþingismaður
  44. Ágústa Johnson framkvæmdastjóri
  45. Inga Jóna Þórðardóttir fv.borgarfulltrúi
  46. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi

29.3.2022 Framboðslisti Framsóknar í Árborg. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Árborg var samþykktur í dag og er þannig skipaður:

  1. Arnar Freyr Ólafsson alþjóðafjármálafræðingur
  2. Ellý Tómasdóttir stjórnandi
  3. Gísli Guðjónsson leiðbeinandi
  4. Díana Lind Sigurjónsdóttir deildarstjóri
  5. Matthías Bjarnason framkvæmdastjóri
  6. Guðrún Rakel Svandísardóttir umhverfisskipulagsfræðingur og kennari
  7. Arnar Páll Gíslason vélfræðingur og bráðatæknir
  8. Kolbrún Júlía Erlendsdóttir sérfræðingur í kjaramálum
  9. Óskar Örn Hróbjartsson tamningamaður og reiðkennari
  10. Brynja Valgeirsdóttir líffræðingur og framhaldsskólakennari
  11. Páll Sigurðsson skógfræðingur
  12. Gissur Jónsson framkvæmdastjóri
  13. Marianne Ósk Brandsson-Nielsen fv.heilsugæslulæknir
  14. Björn Hilmarsson fangavörður
  15. Guðmunda Ólafsdóttir skjalavörður
  16. Gísli Geirsson fv.bóndi og rútubílstjóri
  17. Fjóla Ingimundardóttir hjúkrunarfræðingur
  18. Arnþór Tryggvason rafvirki
  19. Inga Jara Jónsdóttir teymisstjóri
  20. Þorvaldur Guðmundsson ökukennari
  21. Sólveig Þorvaldsdóttir bygginga- og jarðskjálftafræðingur
  22. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir alþingismaður

29.3.2022 Framboðsmál á Vopnafirði. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þrír listar fram á Vopnafirði. Það voru Framsóknarflokkur, Betra Sigtún og Samfylkingin. Þeir tveir síðarnefndu munu ekki bjóða fram í vor en boðað hefur verið til fundar um nýtt óháð framboð í vikunni. Framsóknarflokkurinn mun hins vegar vera að vinna að sínum framboðslista. Austurfrétt greinir frá.

29.3.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík. Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík er kominn fram og er þannig skipaður:

  1. Baldur Smári Einarsson viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
  2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Kristján Jón Guðmundsson viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
  4. Kristín Ósk Jónsdóttir leikskólaleiðbeinandi og bæjarfulltrúi
  5. Anna Magdalena Preisner þjónustufulltrúi
  6. Þorbergur Haraldsson kerfisstjóri
  7. Trausti Salvar Kristjánsson verkefnastjóri
  8. Hulda Birna Albertsdóttir deildarstjóri
  9. Karitas S. Ingimarsdóttir sviðsstjóri
  10. Rúna Kristinsdóttir viðskiptafræðingur
  11. Helga Svandís Helgadóttir kennari og nemi í landslagsarkitektúr
  12. Hafþór Gunnarsson pípulagningameistari
  13. Helena Hrund Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur
  14. Jón Guðni Pétursson skipstjóri

29.3.2022 Framboðslisti í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Kominn er fram framboðslisti í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Efstu sætin eru skipuð sveitarstjórnarmönnum úr sveitarfélögunum tveimur.

  1. Helgi Héðinsson sveitarstjóri Geiteyjarströnd 1
  2. Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi og sveitarstjórnarmaður Björgum
  3. Árni Pétur Hilmarsson kennari og sveitarstjórnarmaður Nesi
  4. Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir mannauðs- og markaðsstjóri Birkilandi
  5. Arnór Benónýsson framhaldsskólakennari og oddviti Hellu
  6. Úlla Árdal marksstjóri Reykjum II
  7. Guðrún Sigríður Tryggvadóttir bóndi Svartárkoti
  8. Sigurður Guðni Björnsson bóndi Gautlöndum
  9. Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson stálvirkjasmiður og sveitarstjórnarmaður Öndólfsstöðum
  10. Patrycja Maria Reimus rekstrarstjóri í ferðaþjónustu Þingeyjarskóla
  11. Hallgrímur Páll Leifsson flugmaður Vogum
  12. Elísabet Sigurðardóttir sveitarstjórnarmaður, baðvörður og heilsunuddnemi Reykjahlíð
  13. Sæþór Gunnsteinsson bóndi Presthvammi
  14. Linda Björk Árnadóttir viðskiptafræðingur Skútahrauni
  15. Snæþór Haukur Sveinbjörnsson bóndi Búvöllum
  16. Freydís Anna Ingvarsdóttir sjúkraliði og bóndi Miðhvammi
  17. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari og sveitarstjórnarmaður Holti
  18. Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarmaður Vagnbrekku

29.3.2022 Framboðslisti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Samfylkingin og Viðreisn bjóða fram sameiginlegan framboðslista í sveitarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð. Síðast bauð Samfylkingin fram S-lista ásamt óháðum en Viðreisn hefur ekki boðið fram lista í Borgarbyggð. Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Bjarney Bjarnadóttir grunnskólakennari og meistarnemi
  2. Logi Sigurðsson búfræðingur og bústjóri
  3. Kristján Rafn Sigurðsson fv.framkvæmdastjóri
  4. Anna Helga Sigfúsdóttir leikskólakennari
  5. Dagbjört Diljá Haraldsdóttir leiðbeinandi
  6. Jón Arnar Sigurþórsson varðstjóri
  7. Þórunn Birta Þórðardóttir lögfræðinemi
  8. Viktor Ingi Jakobsson háskólanemi
  9. Jóhanna M. Þorvaldsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari og uppeldisfræðingur
  10. Magdalena J. M. Tómasdóttir ferðamála- og markaðsfræðingur
  11. Elías Dofri G. Gylfason viðskiptafræðinemi
  12. Sigurjón Haukur Valsson umsjónarmaður og sjúkraflutningamaður
  13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir háskólanemi
  14. Inger Helgadóttir fv.framkvæmdastjóri
  15. Haukur Júlíusson verktaki
  16. Sólrún Tryggvadóttir sjúkraliði
  17. Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari
  18. Eyjólfur Torfi Geirsson bókari

28.3.2022 Framboðslisti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Framboðslisti Í-listans í Ísafjarðarbæ var lagður fram í kvöld. Í-listinn er sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Viðreisnar auk fólks sem er óháð og utan flokka. Listann skipa:

  1. Gylfi Ólafsson forstjóri HV Ísafirði
  2. Nanný Arna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Ísafirði
  3. Magnús Einar Magnússon innkaupastjóri Flateyri
  4. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sviðsstjóri, bóndi og frumkvöðull Önundarfirði
  5. Arna Lára Jónsdóttir svæðisstjóri og bæjarfulltrúi Ísafirði
  6. Þorbjörn Hlldór Jóhannesson fv.bæjarverkstjóri og bóndi Arnardal
  7. Finney Rakel Árnadóttir þjóð- og safnafræðingur Ísafirði
  8. Guðmundur Ólafsson sjávarútvegsfræðingur og fóðrari Þingeyri
  9. Kristín Björk Jóhannsdóttir grunnskólakennari Þingeyri
  10. Valur Richter húsasmíða- og pípulagningameistari Ísafirði
  11. Jónína Eyja Þórðardóttir umsjónarmaður Önundarfirði
  12. Einar Geir Jónasson leikskólastarfsmaður Ísafirði
  13. Þórir Guðmundsosn rannsóknarlögreglumaður og bæjarfulltrúi Ísafirði
  14. Hrafnhildur Hrönn Óðinsdótti verkefnisstjóri Ísafirði
  15. Wojciech Wielgosz framkvæmdastjóri og bifvélavirki
  16. Inga María Guðmundsdóttir athafnakona Ísafirði
  17. Halldóra Norðdahl kaupmaður og frumkvöðull Ísafirði
  18. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri Ísafirði

28.3.2022 Framboðslisti Samfylkingar í Norðurþingi. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðurþingi var lagður fram í dag og er þannig skipaður:

  1. Benóný Valur Jakobsson sveitarstjórnarmaður
  2. Rebekka Ásgeirsdóttir
  3. Reynir Ingi Reinhardsson
  4. Ísak Már Aðalsteinsson
  5. Jóna Björg Arnarsdóttir
  6. Bergdís Björk Jóhannsdóttir
  7. Kjartan Páll Þórarinsson
  8. Gunnar Illugi Sigurðsson
  9. Guðrún Einarsdóttir
  10. Bjarni Páll Vilhjálmsson
  11. Ruth Ragnarsdóttir
  12. Birta Guðlaug Amlin
  13. Inga Sigurðardóttir
  14. Adrienne Davis
  15. Árni Sigurbjarnarson
  16. Silja Jóhannesar Ástudóttir fv.sveitarstórnarmaður
  17. Jónas Einarsson
  18. Dóra Fjóla Guðmundsdóttir

28.3.2022 Framboðslisti VG í Kópavogi. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi var lagður fram í dag og er þannig skipaður:

  1. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og fv.alþingismaður
  2. Ásta Kristín Guðmundsdóttir félagsráðgjafi
  3. Anna Sigríður Hafliðadóttir markaðssérfræðingur
  4. Ársæll Már Arnarsson prófessor
  5. Ásbjörn Þ. Björgvinsson ferðamálafrömuður
  6. Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri
  7. Arnór Ingi Egilsson ráðgjafi og stundakennari
  8. Védís Einarsdóttir iðjuþjálfi
  9. Amid Dreayat fiskifræðingur
  10. Þóra Elfa Björnsson framhaldsskólakennari
  11. Gísli Ólafsson uppeldis- og menntunarfræðingur
  12. Kristín Njálsdóttir framkvæmdastjóri
  13. Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður
  14. Vala Steingrímsdóttir háskólanemi
  15. Helgi Máni Sigurðsson sagnfræðingur
  16. Kristín Einarsdóttir lífeindafræðingur
  17. Aldís Aðalbjarnardóttir kennari og leiðsögumaður
  18. Þórir Steingrímsson leikari og rannsóknarlögreglumaður
  19. Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur
  20. Margrét Pálína Guðmundsdóttir kennari
  21. Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur og fv.alþingismaður
  22. Ragnar Arnalds rithöfundur, fv.ráðherra og alþingismaður

28.3.2022 Framboðslisti Viðreisnar í Mosfellsbæ. Framboðslisti Viðreisnar í Mosfellsbæ var lagður fram í dag. Fimm efstu sætin eru í samræmi við skoðanakönnun flokksins sem haldin var fyrr í mánuðinum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Lovísa Jónsdóttir hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi
  2. Valdimar Birgisson auglýsingastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur og varaþingmaður
  4. Ölvir Karlsson lögfræðingur
  5. Olga Kristrún Ingólfsdóttir viðskiptafræðingur og verkefnastjóri
  6. Atlas Hendrik Ósk Dagbjarts framhaldsskólanemi
  7. Ágústa Fanney Snorradóttir framleiðandi og kvikmyndagerðarkona
  8. Rúnar Már Jónatansson rekstrarstjóri
  9. Guðrún Þórarinsdóttir viðurkenndur bókari
  10. Þórarinn Helgason nemi
  11. Gréta Jóhanna Ingólfsdóttir skrifstofufulltrúi
  12. Jón Örn Jónsson verkefnastjóri
  13. Emilía Mlynska mannfræðingur og náms- og starfsráðgjafi
  14. Kjartan Jóhannes Hauksson sölu- og þjónustufulltrúi
  15. Hrafnhildur Jónsdóttir öryrki
  16. Reynir Matthíasson framkvæmdastjóri
  17. Ólöf Guðmundsdóttir kennari
  18. Magnús Sverrir Ingibergsson húsasmíðameistari
  19. Ásta Lilja Maack Sigurðardóttir leikskólaleiðbeinandi
  20. Sigurberg Guðbrandsson rafvirki
  21. Hildur Björg Bæringsdóttir verkefnastjóri
  22. Bolli Valgarðsson ráðgjafi

28.3.2022 Íbúalistinn í Hvalfjarðarsveit býður ekki fram. Íbúalistinn í Hvalfjarðarsveit sem hlaut tvo sveitarstjórnarmenn í síðustu sveitarstjórnarkosningum mun ekki bjóða fram í kosningunum í vor. Áður höfðu Á-listi Áfram Hvalfjarðarsveit og H-listi gert það sama. Óljóst er hvort þetta sé upptaktur að nýjum framboðum í Hvalfjarðarsveit eða hvort það verði hreinlega óhlutbundin kosningin í sveitarfélaginu. Hvalfjarðarsveit varð til árið 2006 og hafa verið listakosningar síðan í sveitarfélaginu að undanskildum sveitarstjórnarkosningunum 2014.

28.3.2022 Framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði. Framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði var birtur í dag og er þannig skipaður:

  1. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi
  2. Karolína Helga Símonardóttir fjármálastjóri
  3. Árni Stefán Guðjónsson áfangastjóri
  4. Sigrún Jónsdóttir flugfreyja
  5. Auðbergur Már Magnússon fv.flugumferðarstjóri
  6. Þórey S. Þórisdóttir doktorsnemi
  7. Þröstur V. Söring framkvæmdastjóri og byggingatæknifræðingur
  8. Lilja Guðríður Karlsdóttir sviðsstjóri og samgönguverkfræðingur
  9. Sigurjón Ingvason lögfræðingur
  10. Rebekka Rósinberg Harðardóttir löggiltur fasteignasali
  11. Hrafnkell Karlsson organisti
  12. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir forstöðumaður
  13. Máni Þór Magnason nemi
  14. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir nemi
  15. Sævar Már Gústavsson sálfræðingur
  16. Sonja M. Scott mannauðsstjóri
  17. Hermundur Sigurðsson iðnfræðingur
  18. Ásthildur Ásmundardóttir listakona
  19. Daði Lárusson sérfræðingur
  20. Vaka Ágústsdóttir ráðningar- og þjálfunarstjóri
  21. Halldór Halldórsson eftirlaunaþegi
  22. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og fv.ráðherra

27.3.2022 Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði. Framboðslisti Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykktur í kvöld. Listinn er þannig skipaður:

  1. Einar E. Einarsson bóndi og fv.sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Hrund Pétursdóttir sérfræðingur
  3. Hrefna Jóhannesdóttir skógfræðingur og oddviti Akrahrepps
  4. Sigurður Bjarni Rafnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri
  5. Eyrún Sævarsdóttir sérfræðingur
  6. Sigríður Magnúsdóttir atvinnurekandi og fv.sveitarstjórnarmaður
  7. Jóhannes Ríkharðsson bóndi
  8. Atli Már Traustason bóndi
  9. Axel Kárason dýralæknir og sveitarstjórnarmaður
  10. Sigurlína Magnúsdóttir ráðunautur
  11. Sæþór Már Hinriksson framkvæmdastjóri
  12. Sigríður Inga Viggósdóttir verkefnastjóri frístundar
  13. Kristján Jónsson starfsmaður íþróttamannvirkja
  14. Ísak Óli Traustason íþróttamaður og íþróttakennari
  15. Ragnhildur Jónsdóttir bóndi
  16. Andri Árnason sérfræðingur
  17. Guðrún Kristófersdóttir atvinnurekandi
  18. Stefán Vagn Stefánsson alþingismaður og sveitarstjórnarfulltrúi

27.3.2022 Framboðslisti Á-listans í Rangárþingi ytra. Framboðslisti Á-listans í Rangárþingi ytra var lagður fram í dag. Efsta sætið skipar Eggert Valur Guðmundsson sem var bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg stærstan hluta af líðandi kjörtímabili. Listinn er þannig skipaður:

  1. Eggert Valur Guðmundsson, sjálfstætt starfandi
  2. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi
  3. Erla Sigríður Sigurðardóttir sjúkraflutningamaður
  4. Þórunn Dís Þórunnardóttir aðstoðarútungunarstjóri og rafvirkjanemi
  5. Viðar Már Þorsteinsson tæknifulltrúi og símsmiður
  6. Brynhildur Sighvatsdóttir tamningamaður
  7. Berglind Kristinsdóttir verslunareigandi og prjónakona
  8. Magdalena Przewlocka grunnskólakennari og stærðfræðingur
  9. Jón Ragnar Björnsson eldri borgari og form.félags eldri borgara í Rangárvallasýslu
  10. Fjóla Kristín B. Blandon grunnskólakennari og master í íþróttasálfræði
  11. Yngi Harðarson vélstjóri
  12. Daníel Freyr Steinarsson vélamaður og slökkviliðsmaður
  13. Jóhanna Hlöðversdóttir stöðvarstjóri
  14. Magnús Hrafn Jóhannsson teymisstjóri

27.3.2022 Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í „Húnaþingi eystra“. Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnvatnshrepps var lagður fram í dag og er þannig skipaður:

  1. Auðunn Steinn Sigurðsson skrifstofumaður
  2. Elín Aradóttir framkvæmdastjóri
  3. Grímur Rúnar Lárusson lögfræðingur
  4. Erla Gunnarsdóttir ferðamálafræðingur og ferðaþjónustubóndi
  5. Magnús Valur Ómarsson málarameistari
  6. Elín Ósk Gísladóttir fótaaðgerðarfræðingur og sjúkraliði
  7. Agnar Logi Eiríksson rafvirki og sjúkraflutningamaður
  8. Sara Björk Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og landbúnaðarfræðingur
  9. Karol Galazyn verkamaður
  10. Halldór Skagfjörð Jónsson bóndi og smiður
  11. Finna Birna Finnsdóttir deildarstjóri og leikskólaleiðbeinandi
  12. Anna Margrét Sigurðardóttir verkefnisstjóri, heimilisfræðikennari og sveitarstjórnarmaður
  13. Magnús Sigurjónsson bóndi og B.ed.í kennslufræðum
  14. Sigþrúður Friðriksdóttir bóndi
  15. Þorgils Magnússon byggingatæknifræðingur
  16. Björn Ívar Jónsson sjómaður
  17. Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri
  18. Valgarður Hilmarsson fv.sveitarstjóri

27.3.2022 Framboðslisti G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi. Framboðslisti G-listans í Grímnes- og Grafningshreppi var lagður fram í gær og er þannig skipaður:

  1. Ragnheiður Eggertsdóttir yfirmatráður og verslunarstjóri
  2. Dagný Davíðsdóttir þroskaþjálfi
  3. Þorkell Þorkelsson smiður
  4. Bergur Guðmundsson bifvélavirki
  5. Þórður Ingi Ingileifsson nemi í byggingartæknifræði
  6. Anna María Daníelsdóttir umsjónarmaður bókhalds og rekstrar
  7. Sigurður Yngvi Ágústsson smiður
  8. Ingólfur Jónsson verktaki
  9. Guðjón Kjartansson bóndi og sölumaður
  10. Bjarni Þorkelsson bóndi, kennari og sveitarstjórnarmaður

27.3.2022 Framboðslisti Kex í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framboðslisti Kex framboðs í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur verið lagður fram. Um er að ræða nýtt framboð sem formlega var stofnað á dögunum. Tveir af frambjóðendum Kex voru á lista 3.framboðsins í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Eyrún Fríða Árnadóttir uppeldis- og menntunarfræðingur
  2. Guðrún Stefanía V. Ingólfsdóttir yfirlandvörður
  3. Elías Tjörvi Halldórsson veitingamaður
  4. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir mastersnemi
  5. Sveinbjörg Jónsdóttir nuddmeistari og djáknakandidat
  6. Róslín Alma Valdemarsdóttir verkefnastjóri
  7. Sigrún Sigurgeirsdóttir verslunarstjóri og varabæjarfulltrúi
  8. Guðjón Örn Magnússon leiðbeinandi í grunnskóla
  9. Íris Ragnarsdóttir Petersen framhaldsskólakennari og fjallaleiðsögumaður
  10. Nikolina Tintor leikskólakennari
  11. Kristján Örn Ebenezerson framhaldsskólakennari
  12. Hrafnhildur Ævarsdóttir þjóðgarðsvörður
  13. Helga Árnadóttir verkefnastjóri
  14. Halldór Tjörvi Einarsson framhaldsskólakennari

27.3.2022 Framboðslisti VG á Akureyri. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri var lagður fram í dag. Sex efstu sætin eru í samræmi við úrslit í forvali flokksins. Listinn er þannig skipaður:

  1. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi
  2. Ásrún Ýr Gestsdóttir háskólanemi
  3. Sif Jóhannesar Ástudóttir verkefnastjóri
  4. Hermann Arason framkvæmdastjóri
  5. Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari
  6. Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi
  7. Ólafur Kjartansson vélvirki og fv.framhaldsskólakennari
  8. Herdís Júlía Júlíusdóttir iðjuþjálfi
  9. Inga Elísabet Vésteinsdóttir landfræðingur
  10. Angantýr Ómar Ásgeirsson háskólanemi
  11. Katla Tryggvadóttir menntaskólanemi
  12. Hildur Friðriksdóttir alþjóðafulltrúi hjá HA
  13. Valur Sæmundsson tölvunarfræðingur
  14. Karen Nótt Halldórsdóttir form.hverfisráðs Grímseyjar
  15. Davíð Örvar Hansson sérfræðingur
  16. Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
  17. Helgi Þorbjörn Svavarsson verkefnastjóri og hornleikari
  18. Fayrouz Nouh doktorsnemi
  19. Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður
  20. Dýrleif Skjóldal leikskólakennari og sundþjálfari
  21. Ólafur Þ. Jónsson fv.vitavörður
  22. Kristín Sigfúsdóttir fv.bæjarfulltrúi og kennari

27.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Svf.Hornafirði. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Hornafirði var samþykktur í gær og er þannig skipaður:

  1. Garðar Árnason
  2. Hjördís Edda Olgeirsdóttir
  3. Skúli Ingólfsson
  4. Björgvin Hlíðar Erlendsson
  5. Tinna Rut Sigurðardóttir
  6. Þröstur Jóhannsson
  7. Andri Már Ágústsson
  8. Kjartan Jóhann Einarsson
  9. Steindór Sigurjónsson
  10. Goran Basrak
  11. Bjarney Bjarnadóttir
  12. Þóra Björg Gísladóttir
  13. Níels Brimar Jónss
  14. Páll Róbert Matthíasson

27.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi var samþykktur í gær. Efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins sem fram fór fyrr í mánuðinum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður byggðaráðs og varaþingmaður
  2. Ívar Karl Hafliðason framkvæmdastjóri
  3. Guðný Lára Guðrúnardóttir laganemi og ljósmyndari
  4. Ólafur Áki Ragnarsson þróunarstjóri
  5. Einar Freyr Guðmundsson formaður ungmennaráðs Múlaþings
  6. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir bókari
  7. Sigurður Gunnarsson viðskiptafræðingur
  8. Sylvía Ösp Jónsdóttir leiðbeinandi
  9. Claudia Trinidad Gomez Vides verkakona
  10. Björgvin Stefán Pétursson framkvæmdastjóri
  11. Bjarki Sólon Daníelsson nemi og skólaliði
  12. Davíð Þór Sigurðarson svæðisstjóri og bóndi
  13. Kristófer Dan Stefánsson nemi
  14. Herdís Magna Gunnarsdóttir bóndi
  15. Guðný Margrét Hjaltadóttir skrifstofustjóri
  16. Oddný Björk Daníelsdóttir rekstrarstjóri
  17. Þórhallur Borgarsson vaktstjóri
  18. Ágústa Björnsdóttir hobbýbóndi
  19. Karl Lauritzson viðskiptafræðingur
  20. Elvar Snær Kristjánsson verktaki
  21. Vignir Freyr Magnússon skólaliði
  22. Jakob Sigurðsson, bifreiðastjóri bóndi og bæjarstjórnarfulltrúi

27.3.2022 Bæjarlistinn býður fram í Suðurnesjabæ. Bæjarlistinn, sem kynnir sig sem nýtt þverpólitískt framboð, boðar fram í komandi bæjarstjórnarkosningum í Suðurnesjabæ. Meðal stofnenda eru Haraldur Helgason bæjarfulltrúi sem kjörinn var af framboðslista Sjálfstæðisflokks og óháðra í síðustu bæjarstjórnarkosningum og Laufey Erlendsdóttir bæjarfulltrúi sem kjörin var af framboðslista Jákvæðs samfélags.

27.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík hefur verið birtur og er þannig skipaður:

  1. Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi
  2. Birgitta H. Ramsey Káradóttir bæjarfulltrúi
  3. Irmý Rós Þorsteinsdóttir
  4. Eva Lind Matthíasdóttir
  5. Sæmundur Halldórsson
  6. Ólöf Rún Óladóttir
  7. Ómar Davíð Ólafsson
  8. Viktor Bergmann Brynjarsson
  9. Erla Ósk Pétursdóttir
  10. Valgerður Söring Valmundsdóttir
  11. Garðar Alfreðsson
  12. Sigurður Guðjón Gíslason
  13. Teresa Birta Björnsdóttir
  14. Guðmundur Pálsson bæjarfulltrúi

27.3.2022 Viðreisn og Píratar með sameiginlegt framboð á Seltjarnarnesi. Í gær lauk prófkjöri Pírata á Seltjarnarnesi. Í frétt á vef Pírata kemur fram að Píartar hyggi á sameiginlegt framboð með Viðreisn og óháðum til bæjarstjórnar á Nesinu. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum var Viðreisn í samstarfi við Neslistann.

27.3.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþingi vestra. Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþingi vestra hefur verið birtur. Í síðustu tveimur sveitarstjórnarkosningum voru sjálfstæðismenn hluti af N-lista. Listinn er þannig skipaður:

  1. Magnús Magnússon sveitarstjórnarfulltrúi, prestur og bóndi
  2. Sigríður Ólafsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi og ráðunautur
  3. Liljana Milenkoska hjúkrunarfræðingur
  4. Birkir Snær Gunnlaugssond bóndi og rafvirki
  5. Dagbjört Diljá Einþórsdóttir bóndi
  6. Ragnar Bragi Ægisson framreiðslumaður
  7. Fríða Marý Halldórsdóttir hársnyrtisveinn
  8. Ingveldur Linda Gestsdóttir bóndi
  9. Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg leikskólaleiðbeinandi
  10. Elísa Ýr Sverrisdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa
  11. Gunnar Þórarinsson bóndi
  12. Guðný Helga Björnsdóttir bóndi
  13. Kristín Árnadóttir djákni og fv.skólastjóri
  14. Karl Ásgeir Sigurgeirsson fv.framkvæmdastjóri

26.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fór fram í dag. Fimmtán voru í kjöri. Samtals greiddu 927 atkvæði þar af voru auðir og ógildir seðlar 38. Úrslit urðu þessi:

  1. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og varabæjarfulltrúi með 597 atkvæði í 1.sæti – 67,2%
  2. Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og sjúkraþjálfari með 475 atkvæði í 1.-2.sæti – 53,4%
  3. Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi með 385 atkvæði í 1.-3.sæti – 43,3%
  4. Margrét Rós Ingólfsdóttir varabæjarfulltrúi og félagsfræðingur með 446 atkvæði í 1.-4.sæti – 50,2%
  5. Rut Haraldsdóttir verkefnastjóri með 693 atkvæði í 1.-5.sæti – 78,0%
  6. Sæunn Magnúsdóttir lögfræðingur með 519 atkvæði í 1.-6.sæti – 58,4%
  7. Óskar Jósúason aðstoðarskólastjóri með 441 atkvæði í 1.-7.sæti – 49,6%
  8. Halla Björk Hallgrímsdóttir fjármálastjóri með 425 atkvæði í 1.-8.sæti – 47,8%

Neðar lentu: Ragnheiður Sveinþórsdóttir framkvæmdastjóri, Alexander Hugi Jósepsson tæknifulltrúi, Hannes Kristinn Sigurðsson stöðvarstjóri, Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri, Jón Þór Guðjónsson tölvunarfræðingur, Theodóra Ágústsdóttir rekstrarstjóri og Snorri Rúnarsson nemi og rafvirki.

26.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fór fram í dag. Sex voru í kjöri. Samtals greiddu 737 atkvæði en þar af voru 20 auð eða ógild. Úrslit urðu þessi:

  1. Heimir Örn Árnason deildarstjóri með 388 atkvæði í 1.sæti – 54,1%
  2. Lára Halldóra Eiríksdóttir námsráðgjafi og varabæjarfulltrúi með 387 atkvæði í 1.-2.sæti – 54,0%
  3. Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi með 412 atkvæði í 1.-3.sæti – 57,5%
  4. Hildur Brynjarsdóttir viðskiptafræðingur með 481 atkvæði í 1.-4.sæti – 67,1%

Neðar lentu þeir Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur og Þórhallur Harðarson fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi.

26.3.2022 Báðar sameiningar samþykktar. Sameining Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar var samþykkt í atkvæðagreiðslu í dag. Í Helgafellssveit var kosningaþáttaka 82,9% og sögðu 41 já (82%) en 9 (18%) nei. Í Stykkishólmsbæ var kosningaþátttaka 55,0% og sögðu 422 (92,5%) já en 34 (7,5%) nei.

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var sömuleiðis samþykkt í atkvæðagreiðslu í dag. Í Svalbarðshreppi var kosningaþátttaka 74,3% og sögðu 35 (67,3%) já en 17 (32,7%) nei. Í Langanesbyggð var kosningaþátttaka 59,3% og sögðu 148 (73,6%) já en 53 (26,4%) nei.

26.3.2022 Úrslit í prófkjöri Pírata í Ísafjarðarbæ. Prófkjöri Pírata í Ísafjarðarbæ lauk í dag. Atkvæði greiddu 56. Þrír voru í framboði. Í fyrsta sæti var Pétur Óli Þorvaldsson, í öðru sæti Herbert Snorrason og í þriðja sæti Sindri Már Sigrúnarson.

26.3.2022 Úrslit í prófkjöri Pírata á Seltjarnarnesi. Prófkjöri Pírata á Seltjarnarnesi lauk í dag. Atkvæði greiddu 49. Tveir voru í kjöri. Björn Gunnlaugsson sem lenti í 1.sæti og Logi Björnsson sem lenti í 2.sæti.

26.3.2022 Úrslit í prófkjöri Pírata á Akureyri. Prófkjöri Pírata á Akureyri lauk í dag. Atkvæði greiddu 62. Þrír voru í framboði. Í fyrsta sæti varð Hrafndís Bára Einarsdóttir, í öðru sæti Kartl Vinther og í þriðja sæti Ólafur Búi Ólafsson.

26.3.2022 Prófkjöri Miðflokksins í Reykjavík aflýst. Ákveðið var á félagsfundi Miðflokksins í Reykjavík í gær að aflýsa prófkjöri flokksins þar sem að eins einn sóttist eftir hverju sæti eins og segir í tilkynningu frá flokknum. Efstu þrjú sæti framboðslistans skipa:

  1. Ómar Már Jónsson
  2. Jósteinn Þorgrímsson
  3. Sólveig Daníelsdóttir

26.3.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Hafnarfirði. Framboðslisti Miðflokksins í Hafnarfirði var samþykktur í gærkvöldi og er þannig skipaður:

  1. Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi
  2. Arnhildur Ásdís Kolbeins fjármálastjóri
  3. Sævar Gíslason véliðnfræðingur
  4. Björn Páll Fálki Valsson framleiðslustjóri
  5. Gísli Sveinbergsson málarameistari
  6. Ástbjört Viðja Harðardóttir blaðamaður
  7. Tanya Aleksandersdóttir kennari
  8. Magnús Pálsson Sigurðsson málarameistari
  9. Eyrún Sigurðardóttir heimavinnandi
  10. Margrét G. Karlsdóttir fv.bankastarfsmaður
  11. Hilmar Heiðar Eiríksson framleiðslustjóri
  12. Rúnar Þór Clausen bifvélavirki
  13. Davíð Hinrik Gígja sjómaður
  14. Hildur Jóhannesdóttir sundlaugarstarfsmaður
  15. Kolbeinn Helgi Kristjánsson fangavörður
  16. Bjarni Bergþór Eiríksson sjómaður
  17. Herdís J. Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
  18. Kristófer Guðni Kolbeins tölvunarfræðingur
  19. Ragnar J. Jóhannesson fv.slökkviliðsstjóri
  20. Holmfríður Þórisdóttir íslenskufræðingur
  21. Indriði Kristinsson stýrimaður
  22. Benedikt Elínbergsson bifreiðarstjóri

26.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð var lagður fram í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

  1. Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Davíð Sigurðsson framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  3. Eðvarð Ólafur Traustason flugstjóri og atvinnurekandi
  4. Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur
  5. Sigrún Ólafsdóttir bóndi og tamningamaður
  6. Þórður Brynjarsson búfræðinemi
  7. Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir framkvæmdastjóri
  8. Weronika Sajdowska kennari og þjónn
  9. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður
  10. Þorsteinn Eyþórsson eldri borgari
  11. Þórunn Unnur Birgisdóttir lögfræðingur
  12. Erla Rúnarsdóttir leikskólakennari
  13. Hafdís Lára Halldórsdóttir nemi
  14. Höskuldur Kolbeinsson bóndi og húsasmiður
    15..Sonja Linda Eyglóardóttir aðstoðarmaður þingflokks
  15. Orri Jónsson verkfræðingur
  16. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingismaður
  17. Finnbogi Leifsson sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi

25.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er á morgun. Á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Fimmtán bjóða sig fram. Þau eru:

  • í 1.sæti Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og varabæjarfulltrúi og Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og sjúkraþjálfari
  • í 2.-4.sæti Margrét Rós Ingólfsdóttir varabæjarfulltrúi og félagsfræðingur og Ragnheiður Sveinþórsdóttir framkvæmdastjóri
  • í 3.sæti Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi og í 3.-.5.sæti Sæunn Magnúsdóttir lögfræðingur
  • í 4.sæti Alexander Hugi Jósepsson tæknifulltrúi og í 4.-5.sæti Hannes Kristinn Sigurðsson stöðvarstjóri
  • í 5.sæti Rut Haraldsdóttir verkefnastjóri
  • í 6.sæti Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri, í 6.-7.sæti Jón Þór Guðjónsson tölvunarfræðingur, í 6.-8.sæti Halla Björk Hallgrímsdóttir fjármálastjóri og Theodóra Ágústsdóttir rekstrarstjóri
  • í ótilgreind sæti Óskar Jósúason aðstoðarskólastjóri og Snorri Rúnarsson nemi og rafvirki.

25.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fer fram á morgun. Sex eru í kjöri. Þau eru:

  • í 1.sæti Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi, Heimir Örn Árnason deildarstjóri og í 1.-2.sæti Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur 
  • í 2.sæti Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur  og í 2.-3.sæti Lára Halldóra Eiríksdóttir námsráðgjafi og varabæjarfulltrúi
  • í 4.sæti Þórhallur Harðarson fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi.

25.3.2022 Tvennar sameiningarkosningar á morgun. Tvennar sameiningarkosningar verða á morgun. Annars vegar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar og hins vegar um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.

25.3.2022 Prófkjör Miðflokksins í Reykjavík er á morgun. Framboðsfrestur fyrir prófkjör Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rann út á miðvikudaginn en prófkjörið verður haldið á morgun. Jóhannes Loftsson sem var í forsvari fyrir Ábyrga framtíð í síðustu alþingiskosningum og hafði boðað framboð er ekki meðal frambjóðenda. Eftirtaldir sex einstatklingar eru í kjöri:

  • í 1.sæti Ómar Már Jónsson fv.sveitarstjóri
  • í 2.sæti Anna Björg Hjartardóttir og Jósteinn Þorgrímsson
  • í 3.sæti Anna Kristbjörg Jónsdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir og Sólveig Daníelsdóttir.

25.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra var samþykktur í gærkvöldi. Efstu sæti byggja á prófkjöri flokksins sem haldið var fyrr í mánuðinum. Listinn lítur þannig út:

  1. Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi
  2. Eyrdís Þ. Indriðadóttir sveitarstjóri
  3. Björk Grétarsdóttir ráðgjafi
  4. Þröstur Sigurðsson framkvæmdastjóri
  5. Svavar Leópold Torfason rafvirkjameistari
  6. Sóley Margeirsdóttir grunnskólakennari og íþróttafræðingur
  7. Gústav Magnús Ásbjörnsson sviðsstjóri
  8. Roman JaryMowicz aðstoðarstöðvarstjóri
  9. Sævar Jónsson húsasmíðameistari
  10. Sigríður Arndís Þórðardóttir talmeinafræðingur og bóndi
  11. Hanna Valdís Guðjónsdóttir grunnskólakennari og bóndi
  12. Lárus Jóhann Guðmundsson tamningamaður
  13. Helena Kjartansdóttir þjónustufulltrúi
  14. Anna María Kristjánsdóttir starfsmaður í aðhlynningu og skógarbóndi

25.3.2022 Framboðslisti VG í Árborg. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboð í Árborg var samþykktur í gær. Hann er þannig skipaður:

  1. Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur Sandvíkurhreppi
  2. Guðbjörg Grímsdóttir framhaldsskólakennari Selfossi
  3. Jón Özur Snorrason framhaldsskólakennari Selfossi
  4. Sædís Ósk Harðardóttir deildarstjóri grunnskóla Eyrarbakki
  5. Guðrún Runólfsdóttir einkaþjálfari Selfossi
  6. Leifur Gunnarsson lögfræðingur Selfossi
  7. Pétur Már Guðmundsson bóksali Stokkseyri
  8. Kristrún Júlía Halldórsdóttir myndlistakona Selfossi
  9. Alex Máni Guðríðarson fuglaljósmyndari Stokkseyri
  10. Ágúst Eygló Backman fiskeldisfræðingur Eyrarbakki
  11. Magnús Thorlacius fiskalíffræðingur Selfossi
  12. Dagmara Maria Zolich félagsliði Selfossi
  13. Ágúst Hafsteinsson pípulagningameistari Tjarnabyggð
  14. Nanna Þorláksdóttir fv.skólafulltrúi og eftirlaunaþegi Selfossi
  15. Birgitta Ósk Hlöðversdóttir framhaldsskólanemi og tamningakona Eyrarbakki
  16. Ægir Pétur Ellertsson framhaldsskólakennari Selfossi
  17. Margrét Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur Selfossi
  18. Anna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur Selfossi
  19. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur Stokkseyri
  20. Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir efnafræðingur Selfossi
  21. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Selfossi
  22. Guðrún Jónsdóttir félagsráðjafi og eftirlaunaþegi Selfossi

25.3.2022 Framboðslisti Framfarasinna í Ölfusi. Framboðslisti Framfarasinna í Ölfusi er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

  1. Hrönn Guðmundsdótit skógfræðingur
  2. Vilhjálmur Baldur Guðmundsson húsasmíðameistari
  3. Gunnsteinn R. Ómarsson skrifstofustjóri
  4. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir hegðunarráðgjafi
  5. Hlynur Logi Erlingsson stuningsfulltrúi
  6. Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir kennaranemi
  7. Emil Karel Einarsson sjúkraþjálfari
  8. Sigrún Theódórsdóttir félagsliði
  9. Arnar Bjarki Árnason vél- og orkutæknifræðingur
  10. Helga Ósk Gunnsteinsdóttir framhaldsskólanemi
  11. Axel Orri Sigurðsson stýrimaður og hundaþjálfari
  12. Steinn Þór Karlsson búfræðingur
  13. Jón Páll Kristófersson rekstrarstjóri
  14. Anna Björg Níelsdóttir bókari

25.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í bænum í gærkvöldi. Listinn er þannig skipaður:

  1. Jóhann Birkir Helgason byggingafræðingur Hnífsdal
  2. Steinunn Guðný Einarsdóttir gæðastjóri Flaeyri
  3. Aðalsteinn Egill Traustason framkvæmdastjóri Suðureyri
  4. Dagný Finnbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Hnífsdal
  5. Eyþór Bjarnason verslunarstjóri og knattspyrnuþjálfari Ísafirði
  6. Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson leikskólastarfsmaður Ísafirði
  7. Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri Ísafirði
  8. Steinþór Bjarni Kristjánsson bóndi og skrifstofumaður Önundarfirði
  9. Magðalena Jónasdóttir innheimtufulltrúi Ísafirði
  10. Erla Sighvatsdóttir listdanskennari og ferðamálafræðingur Dýrafirði
  11. Högni Pétursson vélvirki Ísafirði
  12. Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Suðureyri
  13. Gísli Elís Úlfarsson kaupmaður Ísafirði
  14. Katrín Þorkelsdóttir verkefnastjóri og hjúkrunarfræðinemi Ísafirði
  15. Borgný Gunnarsdóttr grunnskólakennari Þingeyri
  16. Gautur Ívar Halldórsson framkvæmdastjóri Ísafirði
  17. Jens Kristmannsson fv.bæjarfulltrúi Ísafirði
  18. Ragnheiður Hákonardóttir fv.bæjarfulltrúi Ísafirði

25.3.2022 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg var lagður fram í gærkvöldi. Annað sætið skipar Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi sem kjörinn var af lista Áfram Árborg í síðustu bæjarstjórnarkosningum en er nú genginn til liðs við Samfylkinguna. Listinn er þannig skipaður:

  1. Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi
  2. Sigurjón Vídalín Guðmundsson jarðfræðingur og bæjarfulltrúi
  3. Björgvin Guðni Sigurðsson sjálfstætt starfandi og fv.alþingismaður
  4. Ástfríður M. Sigurðardóttir gæðastjóri
  5. María Skúladóttir grunnskólakennari
  6. Viktor Stefán Pálsson lögfræðingur
  7. Svala Norðdahl lífskúnstner
  8. Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri
  9. Elísabet Davíðsdóttir laganemi
  10. Jean Rémi Chareyre sjálfstætt starfandi
  11. Herdís Sif Ásmundsdóttir hjúkrunarfræðingur
  12. Jóhann Páll Helgason fangavörður
  13. Drífa Björt Ólafsdóttir kennaranemi og leiðbeinandi
  14. Egill Ö. Hermannsson háskólanemi og varaform.ungra umhverfissinna
  15. Guðrún Ragna Björgvinsdóttir nemi
  16. Hjalti Tómasson eftirlitsfulltrúi
  17. Drífa Eysteinsdóttir hjúkrunarfræðingur
  18. Elfar Guðni Þórðarson listmálari
  19. Þorvarður Hjaltason fv.framkvæmdastjóri
  20. Sigríður Ólafsdóttir fv.bæjarfulltrúi
  21. Margrét Frímannsdóttir húsmóðir og fv.alþingismaður
  22. Sigurjón Erlingsson múrari

25.3.2022 Framboðslisti Okkar Hveragerðis. Framboðslisti bæjarmálafélagsins Okkar Hveragerðis í Hveragerðisbæ var lagður fram í gær. Hann er þannig skipaður:

  1. Sandra Sigurðardóttir íþrótta-og heilsufræðingur og athafnakona
  2. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur og bæjarfulltrúi
  3. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir lögmaður og söngkona
  4. Hlynur Kárason húsasmíðameistari og varabæjarfulltrúi
  5. Atli Viðar Þorsteinsson verkefnastjóri og plötusnúður
  6. Sigríður Hauksdóttir ráðgjafi í félagsþjónustu
  7. Jóhann Karl Ásgeirsson háskólanemi
  8. Valgerður Rut Jakobsdóttir náms- og starfsráðgjafi
  9. Eygló Huld Jóhannesdóttir deildarstjóri
  10. Eydís Valgerður Valgarðsdóttir nemi
  11. Páll Kjartan Eiríksson öryrki
  12. Guðjóna Björk Sigurðardóttir viðskiptafræðingur
  13. Kristján Björnsson húsasmíðameistari
  14. Anna Jórunn Stefánsdóttir talmeinafræðingur

24.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði. Í kvöld var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði. Listinn er þannig skipaður:

  1. Ásgerður K. Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur og formaður byggðaráðs
  2. Björgvin Óskar Sigurjónsson byggingatæknifræðingur og bæjarfulltrúi
  3. Gunnar Ásgeirsson vinnslustjóri
  4. Gunnhildur Imsland heilbrigðisgagnafræðingur
  5. Íris Heiður Jóhnnsdóttir
  6. Finnur Smári Torfason
  7. Þórdís Þórsdóttir
  8. Bjarni Ólafur Stefánsson
  9. Guðrún Sigfinnsdóttir
  10. Arna Ósk Harðardóttir
  11. Lars Imsland
  12. Aðalheiður Fanney Björnsdóttir
  13. Nejra Mesetovic
  14. Ásgrímur Ingólfsson bæjarfulltrúi

24.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur í kvöld. Hann er í samræmi við prófkjör flokksins sem fram fór fyrr í mánuðinum með þeirri undantekningu að Áslaug Hulda Jónsdóttir sem lenti í öðru sæti tók ekki sæti á listanum. Þau sem lentu í 3.-8.sæti færðust upp um eitt sæti. Framboðslistinn er þannig:

  1. Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
  2. Björg Fenger forseti bæjarstjórnar
  3. Sigríður Hulda Jónsdóttir framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
  4. Margrét Bjarnadóttir matreiðslumaður og laganemi
  5. Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur
  6. Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
  7. Guðfinnur Sigurvinsson aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi
  8. Stella Stefánsdóttir viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi
  9. Harpa Rós Gísladóttir mannauðssérfræðingur
  10. Bjarni Th. Bjarnason rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi
  11. Lilja Lind Pálsdóttir viðskipta- og hagfræðingur
  12. Sigrún Antonsdóttir hjúkrunarfræðingur
  13. Eiríkur Þorbjörnsson Msc.í öryggis-og áhættustjórnun
  14. Inga Rós Reynisdóttir viðskiptastjóri
  15. Vera Rut Ragnarsdóttir viðburðarstjóri og sjúkaliði
  16. Sveinbjörn Halldórsson löggiltur fasteignasali
  17. Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri
  18. María Guðjónsdóttir lögfræðingur
  19. Kristjana Sigursteinsdóttir kennari
  20. Guðjón Máni Blöndal háskólanemi
  21. Stefanía Magnúsdóttir fv.form.Félags eldri borgara í Garðabæ
  22. Gunnar Einarsson bæjarstjóri

Framboðslisti Framsóknar í Hveragerði. Framboðslisti Framsóknar í Hveragerði var samþykktur í dag og er þannig skipaður:

  1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
  2. Halldór Benjamín Hreinsson framkvæmdastjóri
  3. Andri Helgason sjúkraþjálfari
  4. Lóreley Sigurjónsdóttir einkaþjálfari
  5. Thelma Rún Runólfsdóttir háskólanemi og leikskólaleiðbeinandi
  6. Snorri Þorvaldsson lögreglumaður
  7. Kolbrún Erna Jensen Björnsdóttir leikskólaleiðbeinandi
  8. Arnar Ingi Ingólfsson byggingafræðingur og húsasmíðameistari
  9. Hanna Einarsdóttir háskólanemi og söngkona
  10. Halldór Karl Þórsson körfuknattleiksþjálfari
  11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðinemi
  12. Örlygur Atli Guðmundsson tónlistarkennari og kórstjóri
  13. Magnea Ásdís Árnadóttir eftirlaunaþegi
  14. Garðar R. Árnason grunnskólakennari og fv.bæjarfulltrúi

24.3.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Mosfellsbæ. Framboðslisti Miðflokksins í Mosfellsbæ var kynntur í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
  2. Örlygur Þór Helgason kennar og varabæjarfulltrúi
  3. Sara Hafbergsdóttir rekstrarstjóri
  4. Helga Diljá Jóhannsdóttir dýralæknir
  5. Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir mennta- og flugnemi
  6. Linda Björk Stefánsdóttir matráður
  7. Lára Þorgeirsdóttir kennari
  8. Þorleifur Andri Harðarson flotastjóri
  9. Jón Pétursson skipstjóri
  10. Kristján Þórarinsson eftirlaunaþegi
  11. Friðbert Bragason viðskiptafræðingur
  12. Þorlákur Ásgeir Pétursson bóndi
  13. Þórunn Magnea Jónsdóttir viðskiptafræðingur
  14. Herdís Kristín Sigurðardóttir hrossaræktandi
  15. Bjarki Þór Þórisson nemandi
  16. Jón Þór Ólafsson bifreiðastjóri
  17. Jón Richard Sigmundsson verkfræðingur
  18. Ólöf Högnadóttir snyrtifræðingur
  19. Margrét Jakobía Ólafsdóttir félagsliði
  20. Hlynur Hilmarsson bifreiðasjtóri
  21. Magnús Jósefsson verktaki
  22. Sigurrós Indriðadóttir bóndi

24.3.2022 Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra. Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra hefur verið lagður fram. Hann er þannig skipaður:

  1. Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  2. Rafn Bergsson bóndi
  3. Bjarki Oddsson lögregluvarðstjóri
  4. Guri Hilstad Ólason kennari
  5. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir starfsmaður á Kirkjuhvol
  6. Sigurður Þór Þórhallsson starfsmaður íþróttamiðstöðvar
  7. Stefán Friðrik Friðriksson sérfræðingur í markaðsmálum
  8. Ingibjörg Marmundsdóttir eldri borgari
  9. Ástvaldur Helgi Gylfason leiðbeinandi og þjálfari
  10. Oddur Helgi Ólafsson nemi
  11. Lea Birna Lárusdóttir nemi
  12. Konráð Helgi Haraldsson bóndi
  13. Ágúst Jensson bóndi
  14. Ásta Brynjólfsdóttir sérkennari

24.3.2022 Könnun hjá D-lista í Svf. Hornafirði. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu stendur fyrir könnun meðal félagsmanna í dag og á morgun um röðun á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Eftirtaldir eru í kjöri: Andri Már Ágústsson öryrki, Björgvin Hlíðar Erlendsson iðnaðarmaður, Gauti Árnason stöðvarstjóri, Goran Basrak íþróttakennari, Guðbjörg Ómarsdóttir starfsmaður Afls, Hjördís Edda Olgeirsdóttir þjónustufulltrúi, Kjartan Jóhann Einarsson framhaldsskólanemi, Skúli Ingólfsson bæjarverkstjóri, Steindór Sigurjónsson hótelstjóri, Tinna Rut Sigurðardóttir félagsliði og Þröstur Jóhannsson hafnarvörður.

24.3.2022 Framboðslisti Miðflokksins í Grindavík. Framboðslisti Miðflokksins í Grindavík er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

  1. Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi
  2. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir húsmóðir
  3. Gunnar Már Gunnarsson umboðsmaður
  4. Unnar Á. Magnússon vélsmiður
  5. Hulda Kristín Smáradóttir stuðningsfulltrúi
  6. Páll Gíslason verktaki
  7. Snædís Ósk Guðjónsdóttir starfar með fötluðum einstaklingum
  8. Gerða Kristín Hammer stuðningsfulltrúi
  9. Sigurjón Veigar Þórðarson vélstjóri
  10. Steinberg Reynisson verktaki
  11. Auður Arna Guðfinnsdóttir matráður
  12. Aníta Björk Sveinsdóttir iðjuþjálfi
  13. Anton Ingi Rúnarsson smiður og knattspyrnuþjálfari
  14. Ragna Fossárdal ellilífeyrisþegi

24.3.2022 Framboðslisti Framfaralistans í Flóahreppi. Framboðslisti Framfaralistans í Flóahreppi hefur verið kynntur. Hann er þannig skipaður:

  1. Árni Eiríksson oddviti
  2. Hulda Kristjánsdóttir
  3. Walter Fannar Kristjánsson
  4. Sigrún Hrefna Arnardóttir
  5. Haraldur Einarsson
  6. Helena Hólm
  7. Sverrir Orri Einarsson
  8. Jakop Níelsen Kristjánsson
  9. Rúnar Magnússon
  10. Margrét Jónsdóttir sveitartjórnarmaður

24.3.2022 Tíu efstu á Bæjarlistanum í Hafnarfirði. Bæjarlistinn í Hafnarfirði hefur birt tíu efstu nöfnin á framboðslista framboðsins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þau eru:

  1. Sigurður P. Sigmundsson hagfræðingur
  2. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir íþróttafræðingur
  3. Árni Þór Finnsson gönguleiðsögumaður og lögfræðingur
  4. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri
  5. Arnbjörn Ólafsson framkvæmdastjóri
  6. Klara Guðrún Guðmundsdóttir tilsjónaraðili
  7. Jón Gunnar Ragnarsson viðskiptastjóri
  8. Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir viðskiptafræðinemi
  9. Lilja Eygerður Kristjánsdóttir lýðheilsufræðingur
  10. Einar P. Guðmundsson járniðnaðarmaður

23.3.2022 Framboðslisti H-listans í „Húnaþingi eystra“. Framboðslisti H-listans í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps var kynntur í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Jón Gíslason bóndi og oddviti Stóra-Búrfelli
  2. Berglind Hlín Baldursdóttir sérkennari, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi Miðhúsum
  3. Guðmundur Arnar Sigurjónsson framkvæmdastjóri og byggingafræðingur Blönduósi
  4. Guðný Ósk Jónsdóttir bóndi Ártúnastreng
  5. Lára Dagný Sævarsdóttir leikskólaliði Blönduósi
  6. Hilmar Smári Birgisson bóndi og verktaki Uppsölum
  7. Pála Sonja Wium Ragnarsdóttir sjúkraliði og kennari Blönduósi
  8. Þórarinn Bjarki Benediktsson bóndi og verktaki Breiðavaði
  9. Renate Janina Kennitz bóndi og líftækninemi Árholti
  10. Helgi Páll Gíslason Höllustöðum
  11. Þorsteinn Jóhannsson bóndi Auðólfsstöðum
  12. Gísli Hólm Geirsson bóndi og frjótæknir Mosfelli
  13. Egill Herbertsson bóndi Haukagili
  14. Auður Guðfinna Sigurðardóttir verslunarstarfsmaður Fremstagili
  15. Óli Valur Guðmundson eignaumsjónarmaður Húnavatnshrepps Blönduósi
  16. Grímur Guðmundsson vélvirki og bóndi Reykjum
  17. Selma Sigurbjörg Erludóttur ökukennari Blönduósi
  18. Þorleifur Ingvarsson bóndi og bókari Sólheimum

23.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins var samþykktur í gærkvöldi. Efstu sæti listans eru samræmi við prófkjör flokksins sem fór fram fyrr í mánuðinum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  2. Orri Björnsson forstjóri og varabæjarfulltrúi
  3. Kristinn Andersen verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar
  4. Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og varaþingmaður
  5. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi
  6. Helga Ingólfsdóttir viðurkenndur bókari og bæjarfulltrúi
  7. Lovísa Björg Traustadóttir framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi
  8. Helga Björg Loftsdóttir viðskipta- og sjávarútvegsfræðingur
  9. Hilmar Ingimundarson viðskiptafræðingur
  10. Bjarni Lúðviksson framkvæmdastjóri
  11. Þórður Heimir Sveinsson lögmaður
  12. Díana Björk Olsen ráðgjafi og verkefnastjóri
  13. Örn Geirsson verkefnastjóri og sölumaður
  14. Kristjana Ósk Jónsdóttir viðskiptafræðingur
  15. Thelma Þorbergsdóttir félagsráðgjafi
  16. Júlíus Freyr Bjarnason vélfræðingur
  17. Tita Valle hjúkrunarfræðingur
  18. Þorvaldur Svavarsson skipstjóri
  19. Viktor Pétur Finnsson viðskiptafræðinemi
  20. Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi
  21. Vaka Dagsdóttir lögfræðingur
  22. Ólafur Ingi Tómasson bæjarfulltrúi

22.3.2022 Framboðslisti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Framboðslisti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

  1. Valgerður Björk Pálsdóttir doktorsnemi í stjórnarmálafræði og kennari við HÍ
  2. Helga María Finnbjörnsdóttir viðskiptafræðingur og mannauðsstjóri
  3. Birgir Már Bragason málari og atvinnurekandi
  4. Halldór Rósmundur Guðjónsson lögfræðingur
  5. Sigrún Gyða Matthíasdóttir leikskólastjóri
  6. Darvíð Már Gunnarsson forstöðumaður
  7. Kristján Jóhannsson leiðsögumaður
  8. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, háskólanemi
  9. Jóhann Gunnar Sigmarsson grunnskólakennari
  10. Rannveig L. Garðarsdóttir bókvörður
  11. Þórarinn Darri Ólafsson framhaldsskólanemi
  12. Harpa Jóhannsdóttir tónlistarkennari
  13. Davíð Örn Óskarsson markaðsstjóri
  14. Justyna Wróblewska deildarstjóri og BA í sálfræði
  15. Hannes Friðriksson innanhússarkitekt
  16. Eygló Nanna Antonsdóttir framhaldsskólanemi
  17. Sólmundur Friðriksson verkefnastjóri
  18. Aleksandra Klara Waislewska þjónustufulltrúi
  19. Hrafn Ásgeirsson lögreglumaður
  20. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir grunnskólakennari
  21. Kolbrún Jóna Pétursdóttir lögfræðingur
  22. Guðbrandur Einarsson alþingismaður og bæjarfulltrúi

22.3.2022 Áslaug Hulda þiggur ekki 2.sætið á D-lista í Garðabæ. Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs Garðabæjar, sem sóttist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum en lenti í 2.sæti, mun ekki þiggja sætið en ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi, sem mun leiða listann, hlaut 41 atkvæði meira en Áslaug í fyrsta sætið í prófkjöri flokksins sem fór fram fyrr í mánuðinum.

22.3.2022 Framboðslisti Viðreisnar í Kópavogi. Framboðslisti Viðreisnar í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

  1. Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi
  2. Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi
  3. Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari
  4. Kristján Ingi Gunnarsson markaðssérfræðingur
  5. María Ellen Steingrímsdóttir lögfræðingur
  6. Leó Petursson vallarstjóri og handboltamaður
  7. Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir stjórnmálafræðingur
  8. Andrés Pétursson stjórnandi Nordplus
  9. Soumia I. Georgsdóttir atvinnurekandi
  10. Elvar Helgason viðskiptafræðingur
  11. Telma Huld Ragnarsdóttir læknir
  12. Ásgeir Þór Jónsson kokkur
  13. Auður C Sigrúnardóttir MA í klínískri sálfræði og jógakennari
  14. Andri Már Eggertsson leikskólastarfsmaður og íþróttafréttamaður
  15. Sóley Eiríksdóttir sagnfræðingur
  16. Arnar Þórðarson pípulagningamaður
  17. Sylvía Rós Arnarsdóttir nemi
  18. Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur
  19. Þóra S. Þorgeirsdóttir skrifstofufulltrúi
  20. Tryggvi Magnús Þórðarson verkfræðingur
  21. Anna Þorbjörg Toher BA í list-og ferðamálafræði
  22. Sigvaldi Einarsson fyrsti formaður Viðreisnar í Kópavogi

22.3.2022 Tímalína fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á vefnum kosning.is er að finna tímalínu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún er þannig:

  • 6. apríl – viðmiðunardagur kjörskrár
  • 8. apríl – síðasti dagur Þjóðskrár Íslands til að auglýsa að gerð hafi verið kjörskrá
  • 8. apríl kl.12 – framboðsfrestur rennur út
  • 11.apríl – eigi síðar en kl.16 boðar yfirkjörstjórn umboðsmenn á sinn fund og greinir frá meðferð á einstökum listum
  • 14.apríl – eigi síðar skal yfirkjörstjórn auglýsa framkomin framboð
  • 15.apríl – utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst eigi síðar
  • 23.apríl – atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, fangelsum o.s.frv.
  • 12.maí – eigi síðar en kl.12 á hádegi skal beiðni um heimakosningu berast kjörstjóra
  • 13.maí – utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis lýkur
  • 14.maí – kosningu utan kjörfundar innanlands lýkur kl.17
  • 14.maí – sveitarstjórnarkosningar

21.3.2022 Valgerður þiggur ekki 11.sætið. Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi sem lenti í 11.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á laugardag hefur ákveðið að þiggja ekki sætið. Hún greinir frá þessu á facebook-síðu sinni.

20.3.2022 Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavík. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavík var samþykktur í dag. Þrjú efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins en Geir Finnsson færðist upp í fjórða sætið vegna jafnréttisreglna. Listinn er þannig skipaður:

  1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs
  2. Pawel Bartoszek borgarfulltrúi
  3. Þórdís Jóna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  4. Geir Finnsson framhaldsskólakennari og forseti Landssambands ungmenna
  5. Jóhann Dýrunn Jónsdóttir öryrki
  6. Erlingur Sigvaldason kennaranemi
  7. Emilía Björt Írisardóttir háskólanemi og forseti Uppreisnar í Reykjavík
  8. Samúel Torfi Pétursson verkfræðingur og skipulagsráðgjafi
  9. Anna Kristín Jensdóttir náms- og starfsráðgjafi
  10. Pétur Björgvin Sveinsson verkefnastjóri
  11. Tatíana Ósk Hallgrímsdóttir forstöðukona
  12. Sverrir Kaaber fv.skrifstofustjóri
  13. Emma Ósk Ragnarsdóttir leikskólaleiðbeinandi
  14. Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri
  15. Katrín Sigríður Júlíu Steinsgrímsdóttir háskólanemi og forseti Uppreisnar
  16. Einar Karl Friðriksson efnafræðingur og einkaleyfasérfræðingur
  17. Anna Margrét Einarsdóttir lýðheilsufræðingur
  18. Bóas Sigurjónsson framhaldsskólanemi
  19. Þuríður Pétursdóttir lögfræðingur
  20. Máni Arnarsson háskólanemi
  21. Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona
  22. Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins
  23. Arna Garðarsdóttir verkefnastjóri
  24. Oddgeir Páll Georgsson hugbúnaðarverkfræðingur
  25. Stefanía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og form. Íbúaráðs Grafarholts
  26. Arnfinnur Kolbeinsson háskólanemi
  27. Þyrí Magnúsdóttir lögfræðingur
  28. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson lögfræðingur
  29. Sunna Kristín Hilmarsdóttir blaðamaður
  30. Ingvar Þóroddsson háskólanemi
  31. Ilanita Jósefína Harðardóttir framhaldsskólanemi
  32. Andri Freyr Þórðarson verkfræðingur
  33. Sigrún Helga Lund tölfræðingur
  34. Reynir Hans Reynisson sérnámslæknir
  35. María Rut Kristinsdóttir kynningarstýra
  36. Árni Grétar Jóhannsson leikstjóri og leiðsögumaður
  37. Svanborg Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri
  38. Hákon Guðmundsson markaðsfræðingur
  39. Sonja Sigríður Jónsdóttir háskólanemi
  40. Kjartan Þór Ingason umsjónarkennari
  41. Þórunn Hilda Jónsdóttir viðburðarstjóri
  42. David Erik Mollberg hugbúnaðarsérfræðingur
  43. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir fv.lektor
  44. Þorsteinn Eggertsson textahöfundur
  45. Diljá Ámundadóttir Zöega varaborgarfulltrúi
  46. Jón Steindór Valdimarsson fv.alþingismaður

20.3.2022 Framboðslisti VG í Borgarbyggð. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Borgarbyggð var lagður fram í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Thelma Dögg Harðardóttir verkefnastjóri Skarðshömrum Norðurárdal
  2. Brynja Þorsteinsdóttir leikskólaleiðbeinandi Borgarnesi
  3. Friðrik Aspelund skógfræðingur og leiðsögumaður Hvanneyri
  4. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir grunnskólakennari Borgarnesi
  5. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson doktorsnemi Brekku 2 Norðurárdal
  6. Lárus Elíasson verkfræðingur og skógarbóndi Rauðsgili Hálsasveit
  7. Ísfold Rán Grétarsdóttir háskólanemi Borgarnesi
  8. Helgi Eyleifur Þorvaldsson brautarstjóri og aðjúnkt Lyngholti Reykholtsdal
  9. Rakel Bryndís Gísladóttir sjúkraliði Borgarnesi
  10. Guðmundur Freyr Kristbergsson ferðaþjónustubóndi Háafelli Hvítársíðu
  11. Guðrún Hildur Þórðardóttir verkakona Furugrund Kleppsjárnsreykjum
  12. Kristberg Jónsson starfsmaður Borgarbyggðar Litla-Holti Stafholtstungum
  13. Jónína Svavarsdóttir umsjónarmaður tilrauna Hvanneyri
  14. Ása Erlingsdóttir grunnskólakennari Laufskálum 2 Stafholtstungum
  15. Flemming Jessen eldri borgari Hvanneyri
  16. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustjóri Reykholti
  17. Guðbrandur Brynjúlfsson bóndi Brúarlandi 2 Mýrum
  18. Ingibjörg Daníelsdóttir bóndi og kennari á eftirlaunum Fróðastöðum Hvítársíðu

20.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær og í fyrradag. Atkvæði greiddu 5545 en auðir og ógildir voru 253. Borgarfulltrúarnir Örn Gíslason og Egill Þór Jónsson voru ekki meðal 11 efstu í prófkjörinu. Því náði heldur ekki Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi sem kjörinn var af lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Úrslit urðu þessi:

  1. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og lögfræðingur með 2603 atkvæði í 1.sæti – 49,2%
  2. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi með 2257 atkvæði í 1.-2.sæti – 42,6%
  3. Kjartan Magnússon, fv.borgarfulltrúi og varaþingmaður með 1815 atkvæði í 1.-3.sæti – 34,3%
  4. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi með 1794 atkvæði í 1.-4.sæti – 33,9%
  5. Björn Gíslason borgafulltrúi með 1555 atkvæði í 1.-5.sæti – 29,4%
  6. Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri og varaþingmaður með 1688 atkvæði í 1.-6.sæti – 31,9%
  7. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur með 1955 atkvæði í 1.-7.sæti – 36,9%
  8. Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur með 2184 atkvæði í 1.-8.sæti – 41,3%
  9. Jórunn Pála Jónasdóttir borgarfulltrúi með 2059 atkvæði í 1.-8.sæti – 38,9%
  10. Birna Hafstein form.Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum með 2035 atkvæði í 1.-8.sæti – 38,5%
  11. Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi með 1937 atkvæði í 1.-8.sæti – 36,6%

Neðar lentu: Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri, Heiða Bergþóra Þórðardóttir athafnakona, Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Herdís Anna Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri og varaþingmaður, Viðar Helgi Guðjohnsen lyfjafræðingur, Örn Þórðarson borgarfulltrúi, Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi, Helga Margrét Marzelíusardóttir tónlistarmaður, Ingibjörg Gréta Gísladóttir nýsköpunarfræðingur og leikkona, Ólafur Kr. Guðmundsson varaborgarfulltrúi, Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi, Róbert Aron Magnússon veitingamaður og útvarpsstjórnandi, Nína Margrét Grímsdóttir deildarstjóri og píanóleikari, Ragnheiður J. Sverrisdóttir félagsfræðingur og Þórður Kristjánsson rannsóknarmaður.

19.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg fór fram í dag. Samtals greiddu 1432 atkvæði og þar af voru 32 atkvæði ógild. Meðal þeirra sem ekki náðu inn í efstu sjö sætin voru bæjarfulltrúarnir Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen. Úrslit urðu þessi:

  1. Bragi Bjarnason deildarstjóri með 575 atkvæði í 1.sæti – 41,1%
  2. Fjóla St. Kristinsdóttir sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi með 671 atkvæði í 1.-2.sæti – 47,9%
  3. Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi og rakari með 769 atkvæði í 1.-3.sæti – 54,9%
  4. Sveinn Ægir Birgisson námsmaður og varabæjarfulltrúi með 600 atkvæði í 1.-4.sæti – 42,9%
  5. Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi og forstöðuþroskaþjálfi með 487 atkvæði í 1.-5.sæti – 34,8%
  6. Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafi með 582 atkvæði í 1.-6.sæti – 41,6%
  7. Þórhildur Dröfn Ingvadóttir dagforeldri, leikskólaliði og varabæjarfulltrúi með 678 atkvæði í 1.-7.sæti – 48,4%

Neðar lentu: Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri, Magnús Gíslason raffræðingur og varabæjarfulltrúi, Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri, Ari Björn Thorarensen bæjarfulltrúi og fangavörður, Ólafur Ibsen Tómasson sölumaður og slökkviliðsmaður, María Markovic hönnuður og kennari, Anna Linda Sigurðardóttir deildarstjóri, Björg Agnarsdóttir bókari, Gísli Rúnar Gíslason húsasmíðanemi og Viðar Arason öryggisfulltrúi.

19.3.2022 Úrslit í skoðanakönnun D-lista í Rangárþingi eystra. Úrslit í skoðanakönnun sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra voru birt í dag. Samtals greiddu 148 atkvæði en 13 atkvæði voru auð eða ógild. Úrslit urðu sem hér segir:

  1. Anton Kári Halldórsson sveitarstjórnarmaður með 122 atkvæði í 1.sæti – 90,4%
  2. Árný Hrund Svavarsdóttir með 84 atkvæði í 1.-2.sæti – 62,2%
  3. Sigríður Karolína Viðarsdóttir með 65 atkvæði í 1.-3.sæti – 48,1%
  4. Elvar Eyvindsson fv.sveitarstjórnarmaður og fv.varaþingmaður í 1.-4.sæti – 74,1%
  5. Sandra Sif Úlfarsdóttir með 63 atkvæði í 1.-5.sæti – 46,7%
  6. Ágúst Leó Sigurðsson með 68 atkvæði í 1.-6.sæti – 50,4%

19.3.2022 Framboðslisti VG í Hafnarfirði. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Hafnarfirði var lagður fram í gær. Hann er þannig skipaður:

  1. Davíð Arnar Stefánsson sérfræðingur hjá Landgræðslunni
  2. Ólöf Helga Adolfsdóttir varaform. Eflingar
  3. Anna Sigríður Sigurðardóttir framhaldsskólakennari og NPA aðstoðarkona
  4. Árni Matthíasson netstjóri hjá mbl.is
  5. Bryndís Rós Morrison nemandi og stjórnarmaður SÁÁ
  6. Finnbogi Örn Rúnarsson Nemi, NPA verkstjórnandi og fréttamaður
  7. Marín Helgadóttir leikskólastarfsmaður
  8. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir iðjuþjálfi
  9. Thorsteinn Lár Ragnarsson flotastjóri og jöklaleiðsögumaður
  10. Sigríður Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur
  11. Alexander Klimek túlkur
  12. Björk Davíðsdóttir fangavörður
  13. Sigurbergur Árnason arkitekt
  14. Rannveig Traustadóttir prófessor emerita í fötlunarfræðum
  15. Birna Ólafsdóttir sjúkraliði
  16. Gestur Svavarsson hugbúnaðarráðgjafi
  17. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir þjóðfræðinemi
  18. Árni Áskelsson tónlistarmaður
  19. Svavar Benediktsson sagnfræðingur
  20. Björg Jóna Sveinsdóttir þjónustufulltrúi
  21. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna
  22. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og fv.bæjarstjóri

19.3.2022 Þrjú prófkjör Pírata hefjast í dag. Í dag hefjast prófkjör Pírata á Akureyri, Seltjarnarnesi og Ísafjarðarbæ en þeim lýkur n.k. laugardag. Einnig átti að vera prófkjör hjá Pírötum í Reykjanesbæ en þar er enginn skráður til þátttöku eftir að nafn Hrafnkels Brimars Hallundssonar var tekið út úr kosningakerfi flokksins.

  • Á Akureyri eru þrjú í kjöri. Þau eru: Hrafndís Bára Einarsdóttir, Karl Vinther og Ólafur Búi Ólafsson.
  • Í Ísafjarðarbæ eru þrír í kjöri: Þeir eru: Herbert Snorrason, Pétur Óli Þorvaldsson og Sindri Már Sigrúnarson.
  • Á Seltjarnarnesi eru tveir í kjöri: Þeir eru: Björn Gunnlaugsson og Logi Björnsson.

18.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg á morgun. Á morgun halda sjálfstæðismenn í Árborg prófkjör til að raða á framboðslista sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Átján bjóða sig fram. Þau eru:

  • í 1.sæti Bragi Bjarnason deildarstjóri, Fjóla St. Kristinsdóttir sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi og í 1.-2.sæti Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi og rakari.
  • í 2.sæti Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri og í 2.-3.sæti Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi og forstöðuþroskaþjálfi.
  • í 3.sæti Sveinn Ægir Birgisson námsmaður og varabæjarfulltrúi, í 3.-4.sæti Magnús Gíslason raffræðingur og varabæjarfulltrúi og í 3.-5.sæti Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri.
  • í 4.sæti Ari Björn Thorarensen bæjarfulltrúi og fangavörður og Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafi.
  • í 5.sæti Ólafur Ibsen Tómasson sölumaður og slökkviliðsmaður, María Markovic hönnuður og kennari, Þórhildur Dröfn Ingvadóttir dagforeldri, leikskólaliði og varabæjarfulltrúi og 5.-6.sæti Anna Linda Sigurðardóttir deildarstjóri.
  • í 6.-7.sæti Björg Agnarsdóttir bókari, í 7.sæti Gísli Rúnar Gíslason húsasmíðanemi og í ótilgreint sæti Viðar Arason öryggisfulltrúi.

18.3.2022 Framboðslist Samfylkingarinnar í Kópavogi. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi var samþykktur í vikunni. Hann er þannig skipaður:

  1. Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi
  2. Hákon Gunnarsson rekstrarhagfræðingur
  3. Erlendur Geirdal rafmagnstæknifræðingur
  4. Donata H. Bukowska kennsluráðgjafi
  5. Hildur María Friðriksdóttir náttúruvársérfræðingur
  6. Þorvar Hafsteinsson framkvæmdastjóri
  7. Kristin Sævarsdóttir vörustjóri
  8. Steini Þorvaldsson rekstrarfræðingur
  9. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fv.alþingismaður
  10. Sigurður M. Grétarsson sérfræðingur hjá TR
  11. Alma Martines sálfræðingur
  12. Tómas Þór Tómasson MBA
  13. Þóra Marteinsdóttir tónlistarkennari
  14. Freyr Snorrason sagnfræðingur
  15. Hjördís Erlingsdóttir þjónustustjóri
  16. Róbert Karol Zakaríasson myndlistarmaður
  17. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir laganemi
  18. Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi
  19. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS
  20. Ýr Gunnlaugsdóttir viðburðarstjóri
  21. Hafsteinn Karlsson skólastjóri
  22. Rannveig Guðmundsdóttir fv.ráðherra og alþingismaður

18.3.2022 Vinir Kópavogs boða framboð. Á félagsfundi Vina Kópavogs í gærkvöldi var ákveðið að bjóða fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í frétt í Kópavogsblaðinu segir að: „Félagið Vinir Kópavogs er sprottið upp úr andstöðu íbúa Hamraborgar við fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg og Fannborg og því sem félagsmenn upplifa sem samráðsleysi frá hendi bæjaryfirvalda. Samráð er sagt til málamynda og eðlilegs jafnræðis er ekki gætt, að mati félagsmanna Vina Kópavogs.“

18.3.2022 Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ var lagður fram í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

  1. Anton Guðmundsson matreiðslumeistari Sandgerði
  2. Úrsúla María Guðjónsdóttir meistarnemi í lögfræði Garði
  3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri Sandgerði
  4. Sigfríður Ólafsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf Garði
  5. Gísli Jónantan Pálsson trésmiður og húsasmíðanemi Sandgerði
  6. Elvar Þór Þorleifsson umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Garði
  7. Baldur Matthías Þóroddsson sundlaugarvörður Sandgerði
  8. Agata Maria Magnússon starfsmaður farþegaafgreiðslur garði
  9. Elías Mar Hrefnuson Sandgerði
  10. Óskar Helgason pípulagningarnemi Sandgerði
  11. Hulda Ósk Jónsdóttir nemi í kennslufræði og leikskólastarfsmaður Sandgerði
  12. Karel Bergmann Gunnarsson flugöryggisvrörður Garði
  13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir Garði
  14. Gunnlaug María Óskarsdóttir stuðningsfulltrúi Sandgerði
  15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir leikskólaliði og hópstjóri Sandgerði
  16. Guðrún Sif Pétursdóttir hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla Sandgerði
  17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir snyrtifræðingur Sandgerði
  18. Jón Sigurðsson bóndi Sandgerði

18.3.2022 Sex efstu hjá VG í Kópavogi. Vinstrihreyfingin grænt framboð í Kópavogi kynnt sex efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þau eru þannig skipuð:

  1. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og fv.alþingismaður
  2. Ásta Kristín Guðmundsdóttir félagsráðgjafi
  3. Anna Sigríður Hafliðadóttir markaðssérfræðingur
  4. Ársæll Már Arnarsson prófessor
  5. Ásbjörn Þ. Björgvinsson ferðamálafrömuður
  6. Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri

17.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefst á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður dagana 18.-19. mars og eru 26 í framboði. Kosið verður um níu efstu sætin. Frambjóðendur eru:

  • í 1.sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og lögfræðingur og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi.
  • í 2.sæti Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri og varaþingmaður, Kjartan Magnússon, fv.borgarfulltrúi og varaþingmaður, Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri og í 2.-3.sæti Birna Hafstein form.Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum.
  • í 3.sæti Björn Gíslason borgafulltrúi, Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur, Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi og í 3.-4.sæti Heiða Bergþóra Þórðardóttir athafnakona.
  • í 4.sæti Jórunn Pála Jónasdóttir borgarfulltrúi, Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Herdís Anna Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri og varaþingmaður.
  • í 4.-5.sæti Viðar Helgi Guðjohnsen lyfjafræðingur og Örn Þórðarson borgarfulltrúi.
  • í 5.sæti Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi (kjörinn fyrir Miðflokkinn), Helga Margrét Marzelíusardóttir tónlistarmaður, Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og í 5.-6.sæti Ólafur Kr. Guðmundsson varaborgarfulltrúi.
  • í 6.sæti Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi, Róbert Aron Magnússon veitingamaður og útvarpsstjórnandi og Nína Margrét Grímsdóttir deildarstjóri og píanóleikari.
  • í 6.-8.sæti Ragnheiður J. Sverrisdóttir félagsfræðingur og í ótilgreint Þórður Kristjánsson rannsóknarmaður.

17.3.2022 Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í „Húnaþingi eystra“. Framboðslisti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar var samþykktur í vikunni. Hann er þannig skipaður:

  1. Guðmundur Haukur Jakobsson forseti sveitarstjórnar og framkvæmdastjóri Blönduósi
  2. Ragnhildur Haraldsdóttir varaoddviti og lögreglukona Steinholti
  3. Zophonías Ari Lárusson framkvæmdastjóri og húsasmiður Blönduósi
  4. Birgir Þór Haraldsson bóndi Kornsá
  5. Ásdís Ýr Arnardóttir grunn- og framhaldsskólakennari Blönduósi
  6. Jón Árni Magnússon sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi Steinnesi
  7. Steinunn Hulda Magnúsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur Blönduósi
  8. Arnrún Bára Finnsdóttir svetiarstjórnarfulltrúi og grunn-og framhaldsskólakennari Blönduósi
  9. Höskuldur Steinn Björnsson framkvæmdastjóri og vélvirki Blönduósi
  10. Þuríður Hermannsdóttir dýralæknir og bóndi Akri
  11. Kristófer Kristjánsson rafvirki Köldukinn
  12. Sæavar Björgvinsson verslunarstjóri Blönduósi
  13. Lara Margrét Jónsdóttir háskólanemi Hofi
  14. Ólafur Þorsteinsson vélstjóri og eldri borgari Blönduósi
  15. Freyja Ólafsdóttir grunn-og framhaldsskólakennari og matrreiðslumeistari Bólstaðarhlíð
  16. Anna Margrét Jónsdóttir ráðunautur og bóndi Sölvabakka
  17. Sindri Bjarnason verktaki og bóndi Neðri-Mýrum
  18. Þóra Sverrisdóttir sveitarstjórnarfulltrúi og rekstrarfræðingur Stóru-Giljá

17.3.2022 Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2022. Landskjörstjórn auglýsir í dag með formlegum hætti að sveitarstjórnarkosningar fari fram laugardaginn 14. maí n.k. Framboðsfrestur rennur út kl.12 á hádegi föstudaginn 8.apríl. Þá kemur fram að utankjörfundaratkvæðagreiðsla skuli hefjast svo fljótt sem kostur er eftir að framboðslistar hafa verið auglýstir, þó eigi síðar en 29 dögum fyrir kjördag.

17.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi var samþykktur í gærkvöldi. Sjö efstu sætin eru í samræmi við prófkjör flokksins sem haldið var í lok febrúar. Listinn er þannig skipaður:

  1. Þór Sigurgeirsson fv.bæjarfulltrúi og sölu- og verkefnastjóri
  2. Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur og varabæjarfulltrúi
  3. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  4. Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur
  5. Dagbjört Oddsdóttir lögmaður
  6. Hildigunnur Gunnarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur
  7. Örn Viðar Skúlason hagverkfræðingur og fjárfestingastjóri
  8. Grétar Dór Sigurðsson hæstaréttarlögmaður
  9. Hannes Tryggvi Hafstein framkvæmdastjóri
  10. Guðmundur Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri og ráðgjafi
  11. Hákon Róbert Jónsson verkefnastjóri
  12. Inga Þóra Pálsdóttir háskólanemi
  13. Guðmundur Jón Helgason fv.flugumsjónarmaður
  14. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri

16.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Múlaþingi. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Múlaþingi var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Jónína Brynjólfsdóttir viðskiptalögfræðingur
  2. Vilhjálmur Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi
  3. Björg Eyþórsdóttir hjúkrunarfræðingur
  4. Eiður Gísli Guðmundsson leiðsögumaður
  5. Guðmundur Bj. Hafþórsson málarameistari
  6. Alda Ósk Harðardóttir snyrtifræðimeistari
  7. Þórey Birna Jónsdóttir kennari og bóndi
  8. Einar Tómas Björnsson leiðtogi í málmvinnslu
  9. Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri
  10. Jón Björgvin Vernharðsson verktaki og bóndi
  11. Sonia Stefánsson forstöðumaður bókasafns
  12. Atli Vilhelm Hjartarson framleiðslusérfræðingur
  13. Inga Sæbjörg Magnúsdóttir lyfjafræðingur
  14. Dánjal Salberg Adlersson tölvunarfræðingur
  15. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir leikskólakennari
  16. Kári Snær Valtingojer rafvirkjameistari
  17. Íris Randversdóttir grunnskólakennari
  18. Þorsteinn Kristjánsson bóndi
  19. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir búfræðingur
  20. Unnar Hallfreður Elísson vélvirki og verktaki
  21. Óla Björg Magnúsdóttir fv.skrifstofumaður
  22. Stefán Bogi Sveinsson sveitarstjórnarfulltrúi

16.3.2022 Diljá þiggur ekki 5.sætið hjá Viðreisn. Í prófkjöri Viðreisnar fyrr í mánuðinum lenti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi í 1.sæti, Pawel Bartozek borgarfulltrúi í 2.sæti og Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri í því þriðja. Í morgun bárust fréttir af því að Þórdís Sigurðardóttir muni þiggja þriðja sætið. Í 4.sæti lenti Diljá Ámundadóttir Zöega og Geir Finnsson í því fimmta. Vegna reglna um kynjasjónarmið hjá Viðreisn færist hins vegar Geir Finsson upp í 4.sæti og Diljá niður í það fimmta. Diljá greinir frá því á facebooksíðu sinni að hún muni ekki þiggja 5.sætið m.a. vegna fjölskylduástæðna.

15.3.2022 Efstu sæti L-lista á Akureyri. L-listinn á Akureyri, sem er með fulltrúa í bæjarstjórn, hefur birt fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þau skipa:

  1. Gunnar Líndal Sigurðsson forstöðumaður
  2. Elma Eysteinsdóttir einkaþjálfari og húsmóðir
  3. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  4. Andri Teitsson bæjarfulltrúi

15.3.2022 Framboðslisti E-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi. Framboðslisti E-lista Óháðra lýðræðissinna í Grímsnes- og Grafningshreppi er kominn fram. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut listinn fjóra af fimm sveitarstjórnarmönnum í hreppnum. Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  2. Björn Kristinn Pálmarsson verkamaður og sveitarstjórnarmaður
  3. Smári Bergmann Kolbeinsson viðskiptafræðingur og sveitarstjórnarmaður
  4. Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
  5. Anna Katarzyna Wozniczka verkefnastjóri
  6. Pétur Thomsen myndlistarmaður
  7. Guðrún Helga Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri
  8. Guðmundur Finnbogason verkefnastjóri
  9. Jakob Guðnason sölumaður
  10. Sigríður Kolbrún Oddsdóttir heldri borgari

14.3.2022 Hvalfjarðarlistinn býður ekki fram. Hvalfjarðarlistinn (H-listi) í Hvalfjarðarsveit býður ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrr í dag tilkynntu forsvarsmenn Á-lista Áfram Hvalfarðarsveit að listinn myndi ekki bjóða fram. Af þeim þremur framboðum sem buðu fram í síðustu kosningum er einungis Íbúalistinn að undirbúa framboð.

14.3.2022 Framboðsfrestur liðinn í 3 prófkjörum Pírata. Framboðsfrestur í prófkjörum Pírata á Akureyri, Seltjarnarnesi og í Reykjanesbæ rann út í dag. Samtals bárust sjö framboð í þessi þrjú prófkjör. Kosning í prófkjörunum hefjast 19. mars og stendur til laugardagsins 26. mars. Frambjóðendur eru:

  • Akureyri: Hrafndís Bára Einarsdóttir, Karl Vinther og Ólafur Búi Ólafsson.
  • Seltjarnarnes: Björn Gunnlaugsson, Grímur Friðgeirsson og Logi Björnsson
  • Reykjanesbær: Hrafnkell Brimar Hallmundsson – samkvæmt kosningakerfi Pírata er enginn í kjöri í Reykjanesbæ.

14.3.2022 Framboðslisti Íbúalistans í Ölfusi. Framboðslisti Íbúalistans, sem er nýtt framboð í Sveitarfélaginu Ölfusi, er kominn fram. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum komu fram tveir listar. Það voru D-listi Sjálfstæðisflokks og O-listi Framfarasinna og félagshyggjufólks. Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi O-lista skipar 10.sæti á lista Íbúalistans. Framboðslisti Íbúalistans er þannig skipaður:

  1. Ása Berglind Hjálmarsdóttir menningarstjórnandi, frumkvöðull og tónlistarkennari
  2. Böðvar Guðbjörn Jónsson hugbúnaðarsérfræðingur
  3. Berglind Friðriksdótir sálfræðingur
  4. Sigfús Benóný Harðarson aðalvarðstjóri
  5. Hrafnhildur Lilja Harðadóttir sálfræðingur
  6. Rumyana Björg Ivansdóttir sjúkraliði
  7. Arna Þórdís Árnadóttir verkefnastjóri
  8. Steingrímur Þorbjarnarson jarð- og mannfræðingur
  9. Guðlaug Arna Hannesdóttir geislafræðingur
  10. Guðmundur Oddgeirsson öryggis- og vinnuverndarfulltrúi og sveitarstjórnarmaður
  11. Agnes Erna Estherardóttir bókhaldari, söngkona og smiður
  12. Davíð Reimarsson stuðningsfulltrúi
  13. Óskar Hrafn Guðmundsson verkamaður
  14. Elín Björg Jónsdóttir eftirlaunakona

14.3.2022 Á-listinn í Hvalfjarðarsveit býður ekki fram. Á-listinn hlaut fjóra fulltrúa í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum en hefur ákveðið að bjóða ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

14.3.2022 Nýi óháði listinn í Rangárþingi eystra. Ákveðið hefur verið að L-listi óháðra í Rangárþingi eystra, sem bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum, og Nýi-listinn, sem lýst hafði yfir framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum, sameini krafta sína og bjóði fram undir merkjum Nýja óháða listans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Framboðslisti Garðabæjarlistans. Framboðslisti Garðbæjarlistans í Garðabæ var lagður fram í dag. Garðabæj­arlist­inn var stofnaður fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018 af fólki úr Bjartri framtíð, Pírötum, Sam­fylk­ing­u, Vinstri grænum, Viðreisn, og óháðum. Viðreisn ákvað að halda samstarfinu ekki áfram og bjóða fram sérstakan lista að þessu sinni. Framboðslisti Garðabæjarlistans er þannig skipaður:

  1. Ingibjörg Þorvaldsdóttir grunnskólakennari
  2. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi og MPA nemi
  3. Harpa Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi og lýðheilsufræðingur
  4. Guðjón Pétur Lýðsson varabæjarfulltrúi, knattspyrnumaður og iðnaðarmaður
  5. Ósk Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og frumkvöðull
  6. Baldur Ó. Svavarsson arkitekt
  7. Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur
  8. Sigurður Þórðarson verkefnastjóri
  9. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir fv.tónlistarskólastjóri
  10. Finnur Jónsson tómstunda- og félagsmálafræðingur
  11. Theodóra Fanndal Torfadóttir lögfræðinemi
  12. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur
  13. Maru Aleman tekjustjóri Keahótels
  14. Hrafn Magnússon fv.framkvæmdastjóri
  15. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur
  16. Björn Gabríel Björnsson nýstúdent
  17. Hulda Gísladóttir viðskiptafræðingur
  18. Hannes Ingi Geirsson íþróttakennari
  19. Sólveig Guðrún Geirsdóttir stuðningsfulltrúi
  20. Guðmundur Andri Thorsson fv.alþingismaður og rithöfundur
  21. Guðrún Elín Herbertsdóttir fv.bæjarfulltrúi
  22. Gísli Rafn Ólafsson alþingismaður

13.3.2022 Framboðslisti VG í Múlaþingi. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi var lagður fram í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Helgi Hlynur Ásgrímsson útvegsbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir húsasmiður og mannfræðingur
  3. Pétur Heimisson læknir
  4. Þuríður Erla Harðardóttir fornleifafræðingur
  5. Guðrún Ásta Tryggvadóttir kennari
  6. Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur
  7. Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri
  8. Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri
  9. Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur
  10. Kristján Ketill Stefánsson framkvæmdastjóri
  11. Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri
  12. Ruth Magnúsdóttir skólastjóri
  13. Skarphéðinn Þórisson náttúrufræðingur
  14. Ania Czeczko grunnskólaleiðbeinandi
  15. Guðlaug Ólafsdóttir eldri borgari
  16. Lára Vilbergsdóttir framkvæmdastjóri
  17. Kristín Amalía Atladóttir kvikmyndaframleiðandi
  18. Karen Erla Erlingsdóttir forstöðumaður
  19. Heiðdís Halla Bjarnadóttir grafískur hönnuður
  20. Ágúst Guðjónsson eldri borgari
  21. Daniela Gscheidel læknir
  22. Guðmundur Ármannsson bóndi

12.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fór fram í dag. Samtals greiddu 2521 atkvæði en auðir og ógildir seðlar voru 71. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi sem stefndi á 1.sæti náði ekki inn á topp sex og það gerði Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins ekki heldur. Úrslit urðu þessi:

  1. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA með 1881 atkvæði í 1.sæti – 76,8%
  2. Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi og framleiðslustjóri með 739 atkvæði í 1.-2.sæti – 30,2%
  3. Andri Steinn Hilmarsson varabæjarfulltrúi með 790 atkvæði í 1.-3.sæti – 32,2%
  4. Hannes Steindórsson fasteignasali með 980 atkvæði í 1.-4.sæti – 40,0%
  5. Elísabet Sveinsdóttir markaðs- og kynningarstjóri með 1059 atkvæði í 1.-5.sæti – 43,2%
  6. Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri með 1247 atkvæði í 1.-6.sæti – 50,9%

Neðar lentu: Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi, Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar, Sigvaldi Egill Lárusson fjármála- og rekstrarstjóri, Axel Þór Eysteinsson viðskipta- og tölvurekstrarfræðingur, Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Tinna Rán Sverrisdóttir lögfræðingur, Hermann Ármannsson stuðningsfulltrúi, Lilja Birgisdóttir viðskiptafræðingur og Rúnar Ívarsson markaðsfulltrúi. Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi dró sig út úr prófkjörinu í vikunni.

12.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra var í dag. Samtals greiddu 412 atkvæði en auðir og ógildir voru 12. Athygli vekur að Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem bauð sig fram til að leiða listann náði ekki inn í sex efstu sætin. Ekki kemur fram hvað hann hlaut mikið fylgi en miðað við sundurliðun atkvæða hlaut hann í mesta lagi ríflega 20%. Úrslit urðu þessi:

  1. Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins með 219 atkvæði í 1.sæti – 54,8%
  2. Eydís Þorbjörg Indriðadóttir sveitarstjóri Flóahrepps með 184 atkvæði í 1.-2.sæti – 46,0%
  3. Björk Grétarsdóttir ráðgjafi og oddviti sveitarstjórnar með 194 atkvæði í 1.-3.sæti – 48,5%
  4. Þröstur Sigurðsson framkvæmdastjóri með 213 atkvæði í 1.-4.sæti – 53,3%
  5. Svavar Leópold Torfason rafvirkjameistari með 235 atkvæði í 1.-5.sæti – 58,8%
  6. Sóley Margeirsdóttir íþróttafræðingur og grunnskólakennari með 254 atkvæði í 1.-6.sæti – 63,5%

Neðar lentu: Ásmundur Friðriksson alþingismaður, Gústav Magnús Ásbjörnsson sviðsstjóri og Sævar Jónsson búfræðingur.

12.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi fór fram í dag. Atkvæði greiddu 314 og þarf af voru 12 auð eða ógild. Athygli vekur að Jakob Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi náði ekki inn í fimm efstu sætin. Úrslit urðu sem hér segir:

  1. Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður Egilsstöðum með 199 atkvæði í 1.sæti – 65,9%
  2. Ívar Karl Hafliðason framkvæmdastjóri Egilsstöðum með 98 atkvæði 1.-2.sæti – 32,5%
  3. Guðný Lára Guðrúnardóttir ljósmyndari og laganemi Seyðisfirði með 137 atkvæði í 1.-3.sæti – 45,4%
  4. Ólafur Áki Ragnarsson þróunarstjóri Djúpavogi með 150 atkvæði í 1.-4.sæti – 49,7%
  5. Einar Freyr Guðmundsson menntaskólanemi Egilsstöðum með 190 atkvæði í 1.-5.sæti – 62,9%

Neðar lentu: Jakob Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og bifreiðastjóri Borgarf.eystri, Sigurður Gunnarsson viðskiptafræðingur Egilsstöðum og Þórhallur Borgarsson vaktstjóri Egilsstöðum.

12.3.2022 Framboðslisti VG í Mosfellsbæ. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Mosfellsbæ var lagður fram í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar
  2. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir flugumferðarstjóri
  3. Bjartur Steingrímsson fangavörður
  4. Bryndís Brynjarsdóttir kennari
  5. Garðar Hreinsson iðnaðarmaður
  6. Una Hildardóttir varaþingmaður og form.LUF
  7. Hlynur Þráinn Sigurjónsson yfirlandvörður
  8. Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt
  9. Ásdís Aðalbjörn Arnalds félagsfræðingur
  10. Sæmundur Karl Aðalbjörnsson iðnaðarmaður
  11. Stefanía R. Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi og listamaður
  12. Hulda Jónasdótti skrifstofumaður
  13. Þórir Guðlaugsson varðstjóri
  14. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og fv.alþingismaður
  15. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur, tónlistarkona og umhverfissinni
  16. Örvar Örn Guðmundsson atvinnubílstjóri
  17. Valgarð Már Jakobsson framhaldsskólakennari
  18. Oddgeir Þór Árnason fv.garðyrkjustjóri
  19. Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur
  20. Ólafur Jóhann Gunnarsson vélfræðingur
  21. Elísabet Kristjánsdóttir kennari
  22. Gísli Snorrason verkamaður

12.3.2022 Úrslit í prófkjöri Pírata í Árborg. Prófkjör Pírata í Árborg lauk í dag. Atkvæði greiddu 20. Úrslit urðu þessi:

  1. Álfheiður Eymarsdóttir
  2. Gunnar E. Sigurbjörnsson
  3. Ragnheiður Pálsdóttir

12.3.2022 Úrslit í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði. Prófkjör Pírata í Hafnarfirði lauk í dag. Atkvæði greiddu 57. Úrslit urðu þessi:

  1. Haraldur R. Ingvason, líffræðingur
  2. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
  3. Albert Svan 
  4. Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
  5. Phoenix Jessica Ramos
  6. Ragnheiður Eiríks- og Haraldsdóttir Bjarman geðhjúkrunarfræðingur
  7. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
  8. Leifur Eysteinn Kristjánsson
  9. Haraldur Óli Gunnarsson
  10. Kári Valur Sigurðsson
  11. Hallur Guðmundsson
  12. Haraldur Sigurjónsson

12.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var kynntur í dag. Efstu sæti eru í samræmi við prófkjör flokksins. Listinn er þannig skipaður:

  1. Margrét Sanders bæjarfulltrúi og stjórnunarráðgjafi
  2. Guðbergur Reynisson framkvæmdastjóri
  3. Helga Jóhanna Oddsdóttir sviðsstjóri rekstrarsviðs
  4. Alexander Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna
  5. Birgitta Rún Birgisdóttir einkaþjálfari og geislafræðingur
  6. Gígja Sigríður Guðjónsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur
  7. Eyjólfur Gíslason deildarstjóri
  8. Eiður Ævarsson framkvæmdastjóri
  9. Guðni Ívar Guðmundsson sölufulltrúi
  10. Steinþór J. Gunnarsson Aspelund framkvæmdastjóri
  11. Anna Lydía Helgadóttir deildar- og verkefnastjóri
  12. Adam Calicki verkfræðingur
  13. Unnar Stefán Sigurðsson aðstoðarskólastjóri og knattspyrnuþjálfari
  14. Páll Orri Pálsson lögfræðinemi
  15. Sigrún Inga Ævarsdóttir deildarstjóri
  16. Guðmundur Rúnar Júlíusson form.Nemendafélags FS
  17. Þórunn Friðriksdóttir fv.skrifstofustjóri
  18. Birta Rún Benediktsdóttir sálfræðinemi
  19. Hjördís Baldursdóttir íþróttastjóri
  20. Tanja Veselinovic lyfsöluleyfishafi og lyfjafræðingur
  21. Margrét Sæmundsdóttir skrifstofustjóri
  22. Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi

12.3.2022 Framboðslisti Framsóknar og félagshyggju í Norðurþingi. Framboðslisti Framsóknar og félagshyggju í Norðurþingi var kynntur í morgun. Hann er þannig skipaður:

  1. Hjálmar Bogi Hafliðason bæjarfulltrúi Húsavík
  2. Soffía Gísladóttir Kelduhverfi
  3. Eiður Pétursson varabæjarfulltrúi Húsavík
  4. Bylgja Steingrímsdóttir varabæjarfulltrúi Húsavík
  5. Eysteinn Heiðar Kristjánsson Húsavík
  6. Hanna Jóna Stefánsdóttir Húsavík
  7. Stefán Haukur Grímsson Kópaskeri
  8. Heiðar Hrafn Halldórson Húsavík
  9. Brynja Rún Benediktsdóttir Húsavík
  10. Unnsteinn Ingi Júlíusson Húsavík
  11. Birna Björnsdóttir Raufarhöfn
  12. Aðalgeir Bjarnason Húsavík
  13. Guðlaug Anna Ívarsdóttir Öxarfirði
  14. Bergur Elías Ágústsson bæjarfulltrúi Húsavík
  15. Aðalheiður Þorgrímsdóttir Kelduhverfi
  16. Óskar Ásgeirsson Húsavík
  17. Unnur Erlingsdóttir Húsavík
  18. Kristján Kárason Húsavík

11.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri. Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri var samþykktur í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Sunna Hlín Jóhannesdóttir varabæjarfulltrúi og framhaldsskólakennari
  2. Gunnar Már Gunnarsson verkefnastjóri
  3. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi
  4. Sverre Anderas Jakobsson þjónustustjóri
  5. Thea Rut Jónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur
  6. Óskar Ingi Sigurðsson iðnfræðingur og framhaldsskólakennari
  7. Tanja Hlín Þorgeirsdóttir sérfræðingur
  8. Grétar Ásgeirsson verkstjóri
  9. Ólöf Rún Pétursdóttir nemi
  10. Andri Kristjánsson bakarameistari
  11. Guðbjörg Anna Björnsdóttir leikskólastarfsmaður
  12. Jóhannes Gunnar Bjarnason íþróttafræðingur
  13. Halldóra Kristín Hauksdóttir lögmaður
  14. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri
  15. Ragnhildur Hjaltadóttir umboðsmaður
  16. Ingimar Eydal skólastjóri sjúkraflutningaskólans
  17. Katrín Ásgrímsdóttir framkvæmdastjóri
  18. Sigurjón Þórsson leigubílstjóri, iðnaðartæknifræðingur og viðskiptafræðinemi
  19. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verkefnastjóri
  20. Snæbjörn Sigurðsson sjálfstætt starfandi verkefnisstjóri og frumkvöðull
  21. Ingibjörg Isaksen alþingismaður
  22. Páll H. Jónsson eldri borgari

11.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fer fram á morgun. Níu eru í framboði. Þau eru:

  • í 1.sæti Ásmundur Friðriksson alþingismaður og Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins og í 1.-3.sæti Eydís Þorbjörg Indriðadóttir sveitarstjóri Flóahrepps.
  • í 2.sæti Björk Grétarsdóttir ráðgjafi og oddviti sveitarstjórnar og Sóley Margeirsdóttir íþróttafræðingur og grunnskólakennari
  • í 3.sæti Svavar Leópold Torfason rafvirkjameistari og Gústav Magnús Ásbjörnsson sviðsstjóri
  • í 4.sæti Þröstur Sigurðsson framkvæmdastjóri og í 4.-6.sæti Sævar Jónsson búfræðingur

11.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi fer fram á morgun. Átta eru í framboði. Þau eru:

  • í 1.sæti Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður Egilsstöðum og í 1.-3.sæti Jakob Sigurðsson bæjarfulltrúi og bifreiðastjóri Borgarfirði eystri
  • í 2.sæti Ólafur Áki Ragnarsson þróunarstjóri Djúpavogi og Sigurður Gunnarsson viðskiptafræðingur Egilsstöðum
  • í 2.-3.sæti Ívar Karl Hafliðason framkvæmdastjóri Egilsstöðum og í 3.sæti Guðný Lára Guðrúnardóttir ljósmyndari og laganemi Seyðisfirði
  • í 4.-5.sæti Þórhallur Borgarsson vaktstjóri Egilsstöðum og í 5.sæti Einar Freyr Guðmundsson menntaskólanemi Egilsstöðum

11.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á morgun. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fram á morgun laugardag. Fimmtán eru í framboði eftir að Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi dró framboð sitt til baka. Þau eru:

  • í 1.sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA
  • í 2.sæti Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi og framleiðslustjóri og Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar
  • í 2.-3.sæti Sigvaldi Egill Lárusson fjármála- og rekstrarstjóri og Andri Steinn Hilmarsson varabæjarfulltrúi
  • í 3.sæti Elísabet Sveirnsdóttir markaðs- og kynningarstjóri og í 3.-4.sæti Axel Þór Eysteinsson viðskipta- og tölvurekstrarfræðingur
  • í 4.sæti Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi, Hannes Steindórsson fasteignasali og Tinna Rán Sverrisdóttir lögfræðingur
  • í 5.-6.sæti Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri, Hermann Ármannsson stuðningsfulltrúi og Lilja Birgisdóttir viðskiptafræðingur.
  • í 6.sæti Rúnar Ívarsson markaðsfulltrúi.

11.3.2022 Framfaralisti í Flóanum. Í tilkynningu frá Framfaralistanum, sem hyggst bjóða fram í Flóahreppi í vor, segir að listanum standi þeir sem áður buðu fram undir merkjum Flóalistans ásamt fleira fólki. Uppstillinganefnd mun raða á framboðslista framboðsins og verður listinn kynntur þann 22.mars n.k.

11.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð var lagður fram í gærkvöldi. Efstu sæti listans eru í samræmi við prófkjör flokksins sem haldið var fyrir skömmu. Listinn er þannig skipaður:

  1. Ragnar Sigurðsson lögfræðingur Reyðarfirði
  2. Kristinn Þór Jónasson verkstjóri Eskifirði
  3. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir leikskólastjóri Eskifirði
  4. Jóhanna Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur Reyðarfirði
  5. Heimir Snær Gylfason framkvæmdastjóri Norðfirði
  6. Sigurjón Rúnarsson sjúkraþjálfari Reyðarfirði
  7. Guðbjörg Sandra Hjelm kokkur Fáskrúðsfirði
  8. Benedikt Jónsson starfsmaður Alcoa Breiðdalsvík
  9. Bryngeir Ágúst Margeirsson verkamaður Stöðvarfirði
  10. Barbara Izabela Kubielas aðstoðarverkstjóri Reyðarfirði
  11. Ingi Steinn Freysteinsson stöðvarstjóri Reyðarfirði
  12. Ingunn Eir Andrésdóttir snyrtifræðingur Eskifirði
  13. Andri Gunnar Axelsson nemi Norðfirði
  14. Eygerður Ósk Tómasdóttir fíkniráðgjafi Eskifirði
  15. Guðjón Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Norðfirði
  16. Sædís Eva Birgisdóttir launafulltrúi Eskifirði
  17. Theodór Elvar Haraldsson skipstjóri Norðfirði
  18. Árni Helgason framkvæmdastjóri Eskifirði

11.3.2022 Ómar vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Ómar Már Jónsson fv.sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi sækist eftir því að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar. Í vikunni tilkynnti Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi flokksins að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Auk Ómars hefur Jóhannes Loftsson sem leiddi eina lista Ábyrgrar framtíðar í haust gefið kost á sér í oddvitasætið.

10.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavík var samþykktur í kvöldi. Hann er þannig skipaður:

  1. Einar Þorsteinsson fv.fréttamaður og stjórnmálafræðingur
  2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við HÍ og rithöfundur
  3. Magnea Gná Jóhannsdóttir MA-nemi í lögfræði og form.Ung Framsókn í Reykjavík
  4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson framkvæmdastjóri og varaþingmaður
  5. Þorvaldur Daníelsson framkvæmdastjóri og MBA
  6. Unnur Þöll Benediktsdóttir öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
  7. Gísli S. Brynjólfsson markaðsstjóri
  8. Ásta Björg Björgvinsdóttir forstöðumaður og tónlistarkona
  9. Kristjana Þórarinsdóttir sálfræðingur
  10. Lárus Helgi Ólafsson kennari og handboltamaður
  11. Ásrún Kristjánsdóttir myndlistarkona og hönnuður
  12. Tetiana Medko leikskólakennari
  13. Fanný Gunnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi
  14. Jón Eggert Víðisson teymisstjóri
  15. Berglind Bragadóttir kynningarstjóri
  16. Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri
  17. Inga Þyrí Kjartansdóttir fv.framkvæmdastjóri
  18. Griselia Gíslason matráður
  19. Sveinn Rúnar Einarsson veitingamaður
  20. Gísli Jónatansson fv.kaupfélagsstjóri
  21. Jón Ingi Gíslason grunnskólakennari
  22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir fíkniráðgjafi og markþjálfi
  23. Ágúst Guðjónsson laganemi
  24. Birgitta Birgisdóttir háskólanemi
  25. Guðjón Þór Jósefsson laganemi
  26. Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
  27. Hinrik Bergs eðlisfræðingur
  28. Andriy Lifanov vélvirki
  29. Björn Ívar Björnsson hagfræðingur
  30. Gerður Hauksdóttir skrifstofustjóri
  31. Bragi Ingólfsson efnafræðingur
  32. Dagbjörg S. Höskuldsdóttir fv.kaupmaður
  33. Ingvar Andri Magnússon laganemi
  34. Sandra Óskarsdóttir grunnskólakennari
  35. Stefán Þór Björnsson viðskiptafræðingur
  36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir læknanemi
  37. Ívar Orri Aronsson stjórnmálafræðingur
  38. Jóhanna Gunnarsdóttir sjúkraliði
  39. Þorgeir Ástvaldsson fjölmiðlamaður
  40. Halldór Bachman kynningarstjóri
  41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir verkfræðingur
  42. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður
  43. Níels Árni Lund fv.skrifstofustjóri
  44. Ingvar Mar Jónsson flugstjóri
  45. Jóna Björg Sætran fv.varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
  46. Sigrún Magnúsdóttir fv.ráðherra, alþingismaður og borgarfulltrúi

10.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Framboðslisti Framsóknarflokksins var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir verkefnastjóri og varaþingmaður
  2. Bjarni Páll Tryggvason forstöðumaður
  3. Díana Hilmarsdóttir bæjarfulltrúi og forstöðumaður
  4. Róbert Jóhann Guðmundsson málarameistari
  5. Trausti Arngrímsson viðskiptafræðingur
  6. Sighvatur Jónsson tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
  7. Aneta Zdzislawa Grabowska einkaþjálfari, zumbakennari og snyrtifræðingur
  8. Sigurður Guðjónsson framkvæmdastjóri og bílasali
  9. Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri
  10. Bjarney Rut Jensdóttir lögfræðingur
  11. Birna Ósk Óskarsdóttir grunnskólakennari
  12. Unnur Ýr Kristinsdóttir verkefnastjóri
  13. Gunnar Jón Ólafsson verkefnastjóri
  14. Andri Fannar Freysson tölvunarfræðingur
  15. Birna Þórðardóttir viðurkenndur bókari
  16. Halldór Ármannsson trillukall
  17. Karítas Lára Rafnkelsdóttir ráðgjafi
  18. Eva Stefánsdóttir verkefnastjóri og MBA-nemi
  19. Ingibjörg Linda Jones hjúkrunanemi og heilbrigðisstarfsmaður
  20. Sævar Jóhannsson húsasmíðameistari
  21. Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
  22. Jóhann Friðrik Friðriksson alþingismaður og bæjarfulltrúi

10.3.2022 Framboðslisti T-listans í Bláskógabyggð. Framboðslisti T-listans í Bláskógabyggð var lagður fram í gærkvöldi. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut T-listinn fimm af sjö mönnum í sveitarstjórn. Listinn er þannig skipaður:

  1. Helgi Kjartansson kennari og oddviti Reykholti
  2. Stefanía Hákonarsdóttir rafmagns- og heilbrigðisfræðingur Laugardalshólum
  3. Sveinn Ingi Sveinbjörnsson vélvirki Heiðarbæ 4
  4. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir sveitarstjórnarmaður og bóndi Bræðratungu
  5. Guðni Sighvatsson íþróttafræðingur og kennari Laugarvatni
  6. Áslaug Alda Þórarinsdóttir þjónustustjóri Spóastöðum 1
  7. Elías Bergmann Jóhannsson starfsmaður íþróttamannavirkja Laugarvatni
  8. Sólmundur Magnús Sigurðarson stuðningsfulltrúi og þjálfari Austurhlíð 3
  9. Grímur Kristinsson smiður og búfræðingur Ketilvöllum
  10. Trausti Hjálmarsson bóndi Austurhlíð 2
  11. Auður Ólafsdóttir húsmóðir og hársnyrtir Litla-Fljóti
  12. Arite Fricke hönnuður og listgreinakennari Laugarási
  13. Kristinn Bjarnason verslunarmaður Brautarhóli
  14. Valgerður Sævarsdóttir sveitarstjórnarmaður og bóksafnsfræðingur Laugarvatni

9.3.2022 Framboðslisti Framsóknar og frjálsa á Akranesi. Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Ragnar Baldvin Sæmundsson bæjarfulltrúi og verslunarmaður
  2. Liv Åse Skarstad verkefnastjóri
  3. Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  4. Magni Grétarsson byggingatæknifræðingur
  5. Aníta Eir Einarsdóttir hjúkrunarnemi
  6. Guðmundur Magnússon löggildur áfengis- og vímuefnaráðgjafi
  7. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
  8. Ellert Jón Björnsson fjármálastjóri
  9. Martha Lind Róbertsdóttir forstöðumaður
  10. Róberta Lilja Ísólfsdóttir lögfræðinemi og knattspyrnukona
  11. Monika Górska verslunarmaður
  12. Jóhannes Geir Guðnason birgðastjóri og viðskiptafræðingur
  13. Sigrún Ágústa Helgudóttir þjónusturáðgjafi
  14. Eva Þórðardóttir stuðningsfulltrúi og tækniteiknari
  15. Sigfús Agnar Jónsson vélfræðingur og vaktstjóri
  16. Þórdís Eva Rúnarsdóttir framhaldsskólanemi
  17. Þröstur Karlsson vélstjóri
  18. Gestur Sveinbjörnsson eldri borgari og fv.sjómaður

9.3.2022 Þórhallur vill leiða á Akureyri. Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sækist eftir að leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Áður hafði hann gefið út að hann stefndi á 2.-3.sæti. Prófkjör flokksins fer fram 26.mars n.k. Aðrir sem eru í kjöri eru: Heimir Örn Árnason deildarstjóri í 1.sæti, Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur í 1.-2.sæti, Hildur Brynjarsdóttir viðskiptafræðingur í 2.sæti, Lára Halldóra Eiríksdótir námsráðgjafi og varabæjarfulltrúi í 2.-3.sæti og Þórhallur Harðarson fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi í 4.sæti.

9.3.2022 Vigdís Hauksdóttir gefur ekki kost á sér. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum. Áður hafði hún sagt að hún sækist eftir að leiða listann. Miðflokkurinn í Reykjavík velur á framboðslista flokksins í prófkjöri þann 26. mars en framboðsfrestur rennur út þann 23. mars.

9.3.2022 Af prófkjörum Pírata. Píratar hafa haldið eða ætla halda átta prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörum er lokið í Kópavogi og í Reykjavík. Prófkjör í Hafnarfirði er í gangi en þar er kosið á milli tólf frambjóðenda og þegar þetta er skrifað hafa 39 greitt atkvæði. Prófkjör í Árborg er í gangi en þar er kosið á milli þriggja frambjóðenda og þegar þetta er skrifað hafa 5 greitt atvkæði. Atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði og Árborg lýkur á laugardag. Opið er fyrir framboð í prófkjöri Pírata á Akureyri, Seltjarnarnesi, Ísafjarðarbæ og Reykjanesbæ. Í prófkjörinu á Akureyri hafa tveir boðið sig fram einn í hverju hinna.

8.3.2022 Fallið frá prófkjöri hjá Framsókn í Árborg. Frambjóðendur í prófkjöri Framsóknarflokksins og stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hætta við prófkjör og stilla þess í stað upp á lista. Sú ákvörðun var staðfest á félagsfundi í dag. Framboðslistinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna þann 17. mars n.k.

8.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Lilja Björg Ágústsdóttir forseti sveitarstjórnar Signýjarstöðum Hálsasveit
  2. Sigurður Guðmundsson Borgarnesi
  3. Jóhanna Marín Björnsdóttir Borgarnesi
  4. Árni Gunnarson Borgarnesi
  5. Ragnhildur Eva Jónsdóttir Arnþórsholti Lundarreykjardal
  6. Kristján Ágúst Magnússon Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi
  7. Birgir Heiðar Andrésson Borgarnesi
  8. Sjöfn Hilmarsdóttir Borgarnesi
  9. Valur Vífilsson Borgarnesi
  10. Birgitta Sigþórsdóttir Hvanneyri
  11. Bjarni Benedikt Gunnarsson Hlíðarkletti Reykholtsdal
  12. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir Ásbjarnarstöðum Stafholtstungum
  13. Bryndís Geirsdóttir Hvanneyri
  14. Sigurjón Helgason Mel Hraunhreppi
  15. Arnar Gylfi Jóhannesson Borgarnesi
  16. Silja Eyrún Steingrímsdóttir Borgarnesi
  17. Sigurður Guðmundsson Hvanneyri
  18. Guðrún María Harðardóttir Borgarnesi

8.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Friðrik Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar og viðskiptastjóri
  2. Alda Pálsdóttir verkefnastjóri
  3. Eyþór H. Ólafsson formaður bæjarráðs og verkfræðingur
  4. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  5. Sigamar Karlsson deildarstjóri
  6. Ingibjörg Zöega húsmóðir
  7. Sigurður Einar Guðjónsson verkefnastjóri
  8. Aníta Líf Aradóttir íþróttafræðingur
  9. Árni Þór Busk forritari og grunnskólastarfsmaður
  10. Halldóra Baldvinsdóttir hársnyrtir og förðunarfræðingur
  11. Styrmir Jökull Einarsson framhaldsskólanemi
  12. Feng Jiang Hannesdóttir starfsmaður NLFÍ
  13. Áslaug Einarsdóttir starfsmaður Áss
  14. Bjarni Kristinsson pípulagningameistari

8.3.2022 Niðurstaða úr könnun Viðreisnar í Mosfellsbæ. Rafrænni skoðanakönnun Viðreisnar í Mosfellsbæ vegna sex efstu sætana á framboðslista lauk í gær. Úrslit urðu þessi:

  1. Lovísa Jónsdóttir varabæjarfulltrúi og hugverkalögfræðingur
  2. Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi og sölu- og markaðsráðgjafi
  3. Elín Anna Gísladóttir rekstrarverkfræðingur og varaþingmaður
  4. Ölvir Karlsson lögfræðingur
  5. Olga Guðrún Ingólfsdóttir viðskiptafræðingur
  6. Ágústa Fanney Snorradóttir kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi
  7. Ari Páll Karlsson sálfræði- og tónlistarnemi

8.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbær var samþykktur í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

  1. Kristján Þór Kristjánsson hótelstjóri og bæjarfulltrúi Ísafirði
  2. Elísabet Samúelsdóttir mannauðsstjóri Ísafirði
  3. Sædís Ólöf Þórsdóttir framkvæmdastjóri Suðureyri
  4. Bernharður Guðmundsson stöðvarstjóri Flateyri
  5. Þráinn Ágúst Arnaldsson þjónustu- og fjármálafulltrúi Ísafirði
  6. Gerður Ágústa Sigmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og bóndi Mosvöllum Önundarfirði
  7. Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Ísafirði
  8. Elísabet Jónasdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Bæ Súgandafirði
  9. Birkir Kristjánsson skipstjóri Þingeyri
  10. Anton Helgi Guðjónsson framkvæmdastjóri Ísafirði
  11. Bríet Vagna Birgisdóttir nemi og formaður NMÍ Þingeyri
  12. Halldór Karl Valsson forstöðumaður Ísafirði
  13. Brynjar Proppe vélstjóri Þingeyri
  14. Hrefna E. Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Flateyri
  15. Jóhann Bæring Gunnarsson framkvæmdastjóri Ísafirði
  16. Gísli Jón Kristjánsson útgerðarmaður Ísafirði
  17. Guðrún Steinþórsdóttir bóndi Brekku Dýrafirði
  18. Guðríður Sigurðardóttir fv.kennari Ísafirði

8.3.2022 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var samþykktur í gærkvöldi. Efstu sæti listans byggja á flokksvali sem fór fram í síðasta mánuði. Listinn er þannig skipaður:

  1. Guðmundur Árni Stefánsson fv.bæjarstjóri, ráðherra og alþingismaður
  2. Sigrún Sverrisdóttir bæjarfullt´rui
  3. Árni Rúnar Þorvaldsson varabæjarfulltrúi
  4. Hildur Rós Guðbjargardóttir kennaranemi
  5. Stefán Már Gunnlaugsson varabæjarfulltrúi og prestur
  6. Kolbrún Magnúsdóttir mannauðsráðgjafi
  7. Auður Brynjólfsdóttir stjórnmálafræðingur
  8. Jón Grétar Þórsson starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar
  9. Gunnar Þór Sigurjónsson form.UJ í Hafnarfirði
  10. Helga Þóra Eiðsdóttir fostöðumaður
  11. Gauti Skúlason starfsmaður BHM
  12. Gundega Jaunlinina
  13. Snædís Helma Harðardóttir
  14. Símon Jón Jóhannsson
  15. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
  16. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
  17. Reynir Ingibjartsson
  18. Sigurjóna Hauksdóttir
  19. Gylfi Ingvarsson
  20. Sigrid Foss
  21. Steinn Jóhannsson
  22. Adda María Jóhannsdóttir

7.3.2022 Framboðslisti Fjarðarlistans í Fjarðabyggð. Framboðslisti Fjarðarlistans í Fjarðabyggð var samþykktur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Stefán Þór Eysteinsson matvælafræðingur og verkefnastjóri Norðfirði
  2. Hjördís Helga Seljan grunnskólakennari og bæjarfulltrúi Reyðarfirði
  3. Arndís Bára Pétursdóttir háskólanemi Eskifirði
  4. Birta Sæmundsdóttir meistaranemi og varabæjarfulltrúi Norðfirði
  5. Einar Hafþór Heiðarsson umsjónarmaður og rekstrarstjóri Eskifirði
  6. Esther Ösp Gunnarsdóttir verkefnastjóri og varabæjarfulltrúi Reyðarfirði
  7. Jóhanna Guðný Halldórsdóttir liðveitandi og nuddari Stöðvarfirði
  8. Birkir Snær Guðjónsson hafnarvörður Fáskrúðsfirði
  9. Salóme Harðardóttir íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Norðfirði
  10. Sigrún Birgisdóttir þroskaþjálfi, sjúkraflutningamaður og meistaranemi Breiðdal
  11. Oddur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja Fáskrúðsfirði
  12. Elías Jónsson stóriðjutæknir Reyðarfirði
  13. Katrín Birna Viðarsdóttir nemi Norðfirði
  14. Kamilla Borg Hjálmarsdóttir þroskaþjálfi Eskifirði
  15. Adam Ingi Guðlaugsson nemi Eskifirði
  16. Malgorzata Beata Libera þjónustufulltrúi Eskifirði
  17. Sveinn Árnason fv.sparisjóðsstjóri og eldri borgari Norðfirði

7.3.2022 Fimmtán í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem haldið verður 26. mars n.k. rann út í dag. Fimmtán framboð bárust. Frambjóðendur eru eftirtaldir:

  • í 1.sæti Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og sjúkraþjálfari og Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og varabæjarfulltrúi.
  • í 2.-4.sæti Margrét Rós Ingólfsdóttir varabæjarfulltrúi og félagsfræðingur
  • í 3.sæti Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi og í 3.-5.sæti Sæunn Magnúsdóttir lögfræðingur.
  • í 5.sæti Rut Haraldsdóttir verkefnisstjóri og Hannes Kristinn Sigurðsson stöðvarstjóri.
  • aðrir: Alexander Hugi Jósepsson tæknifulltrúi NOVA, Halla Björk Hallgrímsdóttir fjármálastjóri, Jón Þór Guðjónsson tölvunarfræðingur, Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri, Óskar Jósúason aðstoðarskólastjóri, Ragnheiður Sveinþórsdóttir framkvæmdastjóri, Snorri Rúnarsson nemi og rafvirki og Theodóra Ágústsdóttir rekstrarstjóri.

7.3.2022 Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Reykjanesbæ. Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ var lagður fram í kvöld. Hann er þannig skipaður:

  1. Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi og ráðgjafi
  2. Guðný Birna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri
  3. Sverrir Bergmann Magnússon söngvari og stærðfræðikennari
  4. Sigurrós Antonsdóttir hársnyrtimeistari og háskólanemi
  5. Hjörtur Magnús Guðbjartsson kerfisstjóri
  6. Aðalheiður Hilmarsdóttir viðskiptafræðingur
  7. Sigurjón Gauti Friðriksson meistraranemi í lögfræði
  8. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri og fótaaðgerðarfræðingur
  9. Sindri Kristinn Ólafsson íþróttafræðingur og knattspyrnumaður
  10. Eydís Hentze Pétursdóttir ráðgjafi
  11. Stymir Gauti Fjeldsted bæjarfulltrúi og B.Sc.í rekstrarverkfræði
  12. Marta Sigurðardóttir viðskiptastjóri
  13. Magnús Einþór Áskelsson þroskaþjálfi
  14. Íris Ósk Ólafsdóttir stafrænn lausnastjóri
  15. Jón Helgason öryggisvörður
  16. Elfa Hrund Guttormsdóttir teymisstjóri geðheilsuteymis HSS
  17. Borgar Lúðvík Jónsson skipasmiður
  18. Katrín Freyja Ólafsdóttir framhaldsskólanemi
  19. Svava Ósk Svansdóttir framhaldsskólanemi
  20. Sveindís Valdimarsdóttir verkefnastjóri og kennari
  21. Guðjón Ólafsson fv.framkvæmdastjóri
  22. Jón Ólafur Jónsson fv.bankamaður

7.3.2022 Prófkjör Pírata í Ísafjarðarbæ. Opnað hefur verið fyrir skráningu frambjóðenda í prófkjör Pírata í Ísafjarðarbæ en framboðsfrestur rennur út þann 14.mars n.k. Gert er ráð fyrir að prófkjörið hefjist þann 19.mars og standi til 26.mars. Píratar hafa aldrei boðið fram lista til bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ.

7.3.2022 Guðmundur Gísli dregur framboð til baka. Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem sóttist eftir 3.sæti í prófkjöri flokksins um næstu helgi, hefur dregið framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Vísis.is er ástæðan óviðeigandi hegðun Guðmundar „sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi“ eins og segir orðrétt í frétt á Vísir.is.

7.3.2002 Rut vill baráttusætið í Eyjum. Rut Haraldsdóttir fv. framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Vestmannaeyjabæ sækist eftir 5.sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem hún segir vera baráttusætið í komandi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Eyjum fer fram 26. mars n.k. en framboðsfrestur rennur út í dag.

7.3.2022 Sex í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Sex gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem fram fer 26. mars n.k. en framboðsfrestur rann út þann 26. febrúar sl. Þau eru:

  • í 1.sæti Heimir Örn Árnason deildarstjóri og 1.-2.sæti Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur
  • í 2.sæti Hildur Brynjarsdóttir viðskiptafræðingur
  • í 2.-3.sæti Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi og Lára Halldóra Eiríksdóttir námsráðgjafi og varabæjarfulltrúi
  • í 4.sæti Þórhallur Harðarson fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi

7.3.2022 Framboðlisti Austurlistans í Múlaþingi. Framboðslisti Austurlistans í Múlaþingi var samþykktur í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

  1. Hildur Þórisdóttir mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi Seyðisfirði
  2. Eyþór Stefánsson verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi Borgarfirði
  3. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir bókari og varasveitarstjórnarfulltrúi Djúpavogi
  4. Kristjana Ditta Sigurðardóttir ritari og sveitarstjórnarfulltrúi Fljótsdalshéraði
  5. Jóhann Hjalti Þorsteinsson umsjónarmaður og skrifstofumaður Fljótsdalshéraði
  6. Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður Seyðisfirði
  7. Tinna Jóhanna Magnusson miðaldafræðingur og kennari Borgarfirði
  8. Ævar Orri Eðvaldsson verkstjóri Djúpavogi
  9. Baldur Pálsson austurlandsgoði Fljótsdalshéraði
  10. Sóley Rún Jónsdóttir nemi Seyðisfirði
  11. Skúli Heiðar Benediktsson hreindýraleiðsögumaður Djúpavogi
  12. Snorri Emilsson lýsingahönnuður Seyðisfirði
  13. Arna Magnúsdóttir grunnskólakennari Seyðisfirði
  14. Rúnar Ingi Hjartarson leiðsögumaður Fljótsdalshéraði
  15. Lindsey Lee autntæknir og verkefnastjóri Borgarfirði
  16. Ragnhildur Billa Árnadóttir sjúkraliði Seyðisfirði
  17. Sigurður Snæbjörn Stefánsson fornleifafræðingur
  18. Ásdís Heiðdal leiðbeinandi í grunnskóla Djúpavogi
  19. Jakobía Isold Smáradóttir háskólanemi Fljótsdalshéraði
  20. Hafliði Sævarsson bóndi Djúpavogi
  21. Aðalsteinn Ásmundsson smiður Fljótsdalshéraði
  22. Sigrún Blöndal grunnskólakennari Fljótsdalshéraði

6.3.2022 Framboðslisti Samfylkingar í Reykjavík. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík var kynntur í dag en efstu sætin byggja á flokksvali sem fram fór í fyrra mánuði:

  1. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir
  2. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaform. Samfylkingarinnar
  3. Skúli Þór Helgason borgarfulltrúi
  4. Sabine Leskopf borgarfulltrúi
  5. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi
  6. Guðný Maja Riba kennari
  7. Sara Björg Sigurðardóttir stjórnsýslufræðingur
  8. Birkir Ingibjartsson arkitekt
  9. Ellen Calmon borgarfulltrúi og fv.form.ÖBÍ
  10. Ragna Sigurðardóttir borgarfulltrúi og unglæknir
  11. Helgi Pétursson form.Landssambands eldri borgara
  12. Aron Leví Beck myndlistarmaður og málarameistari
  13. Alondra Silva Munoz markaðsstjóri
  14. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson lögfræðingur
  15. Ólöf Helga Jakobsdóttir matreiðslumeistari
  16. Stein Olav Romslo grunnskólakennari
  17. Berglind Eyjólfsdóttir form.Öldungaráðs Reykjavíkur
  18. Þorleifur Örn Gunnarsson kennari
  19. Thomasz Chaprek tölvunarfræðingur og form.ProjektPolska.is
  20. Elva María Birgisdóttir forseti Nemendafélags MH
  21. Davíð Sól Pálsson deildarstjóri á leikskóla
  22. Valgerður Gréta G. Gröndal bókmenntafræðingur og deildarstj.á leikskóla
  23. Brandur Bryndísarson Karlsson frumkvöðull og framtíðarfræðingur
  24. Aðalheiður Franzdóttir framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Rvk.
  25. Örn Kaldalóns Magnússon formaður DM félags Íslands
  26. Hjördís Sveinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
  27. Ingiríður Halldórsdóttir öryrki
  28. Geoffrey Huntington-Williams veitingamaður og tónlistarstjóri
  29. Elísabet Unnur Gísladóttir háskólanemi
  30. Konráð Gylfason framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands
  31. Frigg Thorlacius lögfræðingur
  32. Sigfús Ómar Höskuldsson rekstrarfræðingur og knattspyrnuþjálfari
  33. Ragnhildur Berta Bolladóttir verkefnastjóri
  34. Rúnar Geirmundsson framkvæmdastjóri
  35. Ingibjörg Grímsdóttir kjaramálafulltrúi hjá Elfingu
  36. Jódís Bjarnadóttir sérfræðingur í málefnum flóttafólks
  37. Þóroddur Þórarinsson þroskaþjálfi
  38. Inga Auðbjörg Straumland form.Siðmenntar g kaospilot
  39. Margrét Pálmadóttir söngkona
  40. Hákon Óli Guðmundsson rafmagnsverkfræðingur
  41. Barbara Bruns Kristvinsson ráðgjafi í málefnum innflytjenda
  42. Gísli Víkingsson sjávarvistfræðingur
  43. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og fv.borgarfulltrúi
  44. Oddný Sturludóttir menntunarfræðingur og fv.borgarfulltrúi
  45. Jón Gnarr fv.borgarstjóri
  46. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fv.borgarstjóri

6.3.2022 Óvissa um framboð 3.framboðsins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að 3.framboðið í Sveitarfélaginu Hornafirði bjóði fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor en í síðustu kosningum hlaut framboðið einn sveitarstjórnarmann. Á heimasíðu listans segir m.a. „Miðað við auglýsingar og fundi síðustu daga eru miklar líkur á að þrír listar bjóði fram í vor. Telur stjórnin ekki þörf fyrir fjögur framboð í ekki stærra sveitarfélagi.“

6.3.2022 Fallið frá prófkjöri hjá Framsókn á Akureyri. Framsóknarflokkurinn á Akureyri hefur fallið frá því að halda prófkjör fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Fjögur framboð bárust í fjögur efstu sætin og munu viðkomandi leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Framboðlisti flokksins verður kynntur n.k. laugardag.

6.3.2022 N-listinn býður fram í Húnaþingi vestra. Eins og áður hefur komið fram hefur Sjálfstæðisfélag Vestur Húnavatnssýslu ákveðið að bjóða fram D-lista í kosningum og taka því ekki áfram þátt í samstarfi innan N-lista Nýs afls. N-listinn hefur hins vegar ákveðið að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum og leitar eftir fólki í framboð og í málefnavinnu.

6.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fór fram í gær. Úrslit urðu þessi:

  1. Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 832 atkvæði eða 35,1% í 1.sæti
  2. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs 1032 atkvæði eða 43,6% í 1.-2.sæti
  3. Björg Fenger lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar 1153 atkvæði eða 48,7% í 1.-3.sæti
  4. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 1177 atkvæði eða 49,7% í 1.-4.sæti
  5. Margrét Bjarnadóttir matreiðslumaður og lögfræðinemi 828 atkvæði eða 35,0% í 1.-5.sæti
  6. Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur 1048 atkvæði eða 44,3% í 1.-6.sæti
  7. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 1111 atkvæði eða 46,9% í 1.-7.sæti
  8. Guðfinnur Sigurvinsson varabæjarfulltrúi og aðstoðarmaður þingflokks 1193 atkvæði eða 50,4% í 1.-8.sæti

Neðar lentu: Stella Stefánsdóttir viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi, Vera Rut Ragnarsdóttir sjúkraliði og viðburðarstjóri, Eiríkur K. Þorbjörnsson Msc.í öryggis- og áhættustjórnun, Bjarni Th. Bjarnason rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi, Sigrún Antonsdóttir hjúkrunarfræðingur, Harpa Rós Gísladóttir grunnskólakennari og markþjálfi, Inga Rós Reynisdóttir viðskiptastjóri, Lilja Lind Pálsdóttir sérfræðingur hjá LSR og Sveinbjörn Halldórsson löggiltur fasteignasali.

5.3.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði lauk í dag. Gild atkvæði voru 1114. Úrslit urðu sem hér segir:

  1. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri 904 atkvæði eða 70,4% í 1. sæti
  2. Skarphéðinn Orri Björnsson forstjóri og varabæjarfulltrúi 384 atkvæði eða 34,5% í 1.-2.sæti
  3. Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar og verkfræðingur 404 atkvæði eða 36,3% í 1.-3.sæti
  4. Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi og varaþingmaður 409 atkvæði eða 36,7% í 1.-4.sæti
  5. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður 482 atkvæði eða 43,3% í 1.-5.sæti
  6. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður 548 atkvæði eða 49,2% í 1.-6.sæti

Neðar lentu: Lovísa Björg Traustadóttir framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi, Bjarni Geir Lúðvíksson framkvæmdastjóri, Þórður Heimir Sveinsson lögmaður, Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi, Hilmar Ingimundarson viðskipafræðingur, Díana Björk Olsen ráðgjafi og verkefnastjóri, Örn Geirsson verkefnastjóri og sölumaður og Helga Björg Loftsdóttir viðskipta- og sjávarútvegsfræðingur.

5.3.2022 Úrslit í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík lauk í dag. Á kjörskrá voru 1939 en 1182 greiddu atkvæði eða 61,0%. Auðir seðlar voru 4. Úrslit urðu þessi:

  1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi með 575 atkvæði eða 48,8% í 1.sæti
  2. Pawel Bartozek borgarfulltrúi með 799 atkvæði eða 67,8% í 1.-2.sæti
  3. Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri með 646 atkvæði eða 54,8% í 1.-3.sæti
  4. Diljá Ámundadóttir Zöega varaborgarfulltrúi með 855 atkvæði eða 72,6% í 1.-4.sæti
  5. Geir Finnsson varaborgarfulltrúi með 725 atkvæði eða 61,5% í 1.-4.sæti
  6. Erlingur Sigvaldason kennaranemi með 349 atkvæði eða 29,6% í 1.-4.sæti
  7. Anna Kristín Jensdóttir náms- og starfsráðgjafi með 241 atkvæði eða 20,5% í 1.-4.sæti

5.3.2022 Úrslit í forvali VG í Reykjavík. Forvali Vinstrihreyfingarinnar græns Reykjavík lauk í dag. Atkvæði greiddu 897 eða 30% af þeim sem voru á kjörskrá. Úrslit urðu þessi:

  1. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi 441 atkvæði eða 49,2% í 1sæti
  2. Stefán Pálsson sagnfræðingur 458 atkvæði eða 51,1% í 1.-2.sæti
  3. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur 447 atkvæði eða 49,8% í 1.-3.sæti

Neðar lentu: Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi, Andrés Skúlason verkefnastjóri, Bryngeir Arnar Bryngeirsson tómstunda- og félagsmálafræðingur, Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir sjúkraliði og Íris Andrésdóttir grunnskólakennari.

5.3.2022 Úrslit í forvali VG á Akureyri. Forvali Vinstrihreyfingarinnar græns Akureyri lauk í dag. Atkvæði greiddu 110 eða 29% af þeim sem voru á kjörskrá. Úrslit urðu þessi:

  1. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi 68 atkvæði eða 61,8% í 1.sæti
  2. Ásrún Ýr Gestsdóttir háskólanemi 80 atkvæði eða 72,7% í 1.-2.sæti
  3. Sif Jóhannesar Ástudóttir verkefnastjóri
  4. Hermann Arason framkvæmdastjóri
  5. Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari
  6. Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi

Neðar lentu: Ólafur Kjartansson vélvirki og fv.framhaldsskólakennari, Herdís Júlía Júlíusdóttir iðjuþjálfi og Inga Elísabet Vésteinsdóttir landfræðingur,

5.3.2022 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ var samþykktur í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi
  2. Ólafur Ingi Óskarsson varabæjarfulltrúi
  3. Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt
  4. Elín Árnadóttir lögmaður
  5. Jakob Smári Magnússon tónlistarmaður og ráðgjafi
  6. Sunna Björt Arnarsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum
  7. Daníel Óli Ólafsson læknanemi
  8. Margrét Gróa Björnsdóttir stuðningsfulltrúi
  9. Elín Eiríksdóttir deildarstjóri sérkennslu
  10. Ragnar Gunnar Þórhallsson
  11. Kristrún Halla Gylfadóttir umhverfis- og auðlindafræðingur
  12. Guðbjörn Sigvaldason verslunarmaður
  13. Sólborg Alda Pétursdóttir verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi
  14. Þóra Sigrún Kjartansdóttir hárgreiðslunemi
  15. Símon Guðni Sveinbjörnsson bifreiðasmiður
  16. Gerður Pálsdóttir þroskaþjálfi
  17. Greipur Rafnsson nemi í félagsráðgjöf
  18. Gunnhildur Ebba Guðmundsdóttir viðburðahönnuður og leiðbeinandi
  19. Finnbogi Rútur Hálfdánarson lyfjafræðingur
  20. Nína Rós Ísberg framhaldsskólakennari
  21. Ólafur Guðmundsson húsasmiður
  22. Kristín Sæunnar Sigurðardóttir eftirlaunakona

5.3.2022 Framboðslisti VG í Fjarðabyggð. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Fjarðabyggð var samþykktur í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem að VG býður fram í Fjarðabyggð en athygli vekur að listann skipa 17 konur og 1 karl. Listinn er þannig skipaður:

  1. Anna Margrét Arnarsdóttir háskólanemi Neskaupstað
  2. Anna Berg Samúelsdóttir náttúru- og landfræðingur Reyðarfirði
  3. Anna Sigrún Jóhönnudóttir öryrki Reyðarfirði
  4. Helga Björt Jóhannsdóttir framhaldsskólanemi Neskaupstað
  5. Guðrún Tinna Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur Stöðvarfirði
  6. Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir framleiðslustarfsmaður Reyðarfirði
  7. Þórunn Björg Halldórsdóttir verkefnastjóri Neskaupstað
  8. Helga Guðmundsdóttir Snædal viðskiptafræðingur Reyðarfirði
  9. Marta Zielinska leiðtogi framleiðslu Reyðarfirði
  10. Auður Hermannsdóttir kaffihúsaeigandi Breiðdalsvík
  11. Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari Neskaupstað
  12. Guðlaug Björgvinsdóttir BA í félagsvísindum Reyðarfirði
  13. Fanney Kristjánsdóttir leik- og grunnskólakennari Neskaupstað
  14. Styrmir Ingi Stefánsson íþróttafræðingur Reyðarfirði
  15. Kristín Inga Stefánsdóttir framleiðslustarfsmaður Eskifirði/Reyðarfirði
  16. Selma Kahriman Mesetovic skrifstofustarfsmaður Fáskrúðsfirði
  17. Hrönn Hilmarsdóttir hjúkurunarfræðingur og ljósmóðurnemi Neskaupstað
  18. Þóra Þórðardóttir eldri borgari Neskaupstað

5.3.2022 Prófkjör Pírata á Seltjarnarnesi. Opnað hefur verið fyrir skráningu frambjóðenda í prófkjör Pírata á Seltjarnarnesi en framboðsfrestur rennur út þann 14.mars n.k. Gert er ráð fyrir að prófkjörið hefjist þann 19.mars og standi til 26.mars. Píratar hafa aldrei boðið fram lista til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.

5.3.2022 Prófkjör Pírata í Árborg hefst í dag. Prófkjör Pírata í Árborg hefst í dag og stendur til 12. mars. Fjögur eru í kjöri en þau eru: Álfheiður Eymarsdóttir, Gunnar E. Sigurbjörnsson, Ragnheiður Pálsdóttir og Sigurður Ágúst Hreggviðsson.

5.3.2022 Prófkjör Pírata í Hafnarfirði hefst í dag. Prófkjör Pírata í Hafnarfirði hefst í dag og stendur til 12. mars n.k. Tólf eru í framboði en þau eru: Albert Svan, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Hallur Guðmundsson, Haraldur Óli Gunnarsson, Haraldur R. Ingvason, Haraldur Sigurjónsson, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Kári Valur Sigurðsson, Leifur Eysteinn Kristjánsson, Phoenix Jessica Ramos og Ragnheiður Eiríks- og Haraldsdóttir Bjarman.

5.3.2022 Jóhannes Loftsson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Jóhannes Loftsson sem leiddi lista Ábyrgrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum í haust, sem hlaut 0,4% fylgi í kjördæminu, býður sig fram í 1.sæti á lista Miðflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem haldið verður 26. mars n.k. Áður hafði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi flokksins gefið út að hún sæktist eftir því að leiða lista flokksins áfram.

5.3.2022 Uppstilling hjá Samfylkingu í Árborg. Uppstillingarnefnd hefur tekið til starfa hjá Samfylkingunni í Árborg. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Samfylkingin tvo bæjarfulltrúa. Eggert Valur Guðmundsson sem leiddi listann síðast er fluttur úr sveitarfélaginu og hefur Klara Öfjörð tekið sæti hans í bæjarstjórn til vors. Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi sem skipaði 2.sætið í síðustu kosningum hefur gefið kost á sér til að leiða listann í komandi kosningum. Þá hefur Sigurjón Vídalín bæjarfulltrúi Á-listans, Áfam Árborg sem borinn var fram af Pírötum, Viðreisn o.fl., gengið til liðs við Samfylkinguna skv. facebook-síðu Samfylkingarinnar í Árborg.

5.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði var kynntur í gær. Hann er þannig skipaður:

  1. Valdimar Víðisson skólastjóri og varabæjarfulltrúi
  2. Margrét Vala Marteinsdóttri forstöðukona búsetukjarna
  3. Árni Rúnar Árnason tækjamaður
  4. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi
  5. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari
  6. Guðmundur Fylkisson lögreglumaður
  7. Einar Gautur Jóhannesson sundlaugarvörður
  8. Jóhanna M. Fleckenstein framkvæmdastjóri
  9. Jón Atli Magnússon rannsóknar- og þróunarstjóri
  10. Sindri Mar Jónsson ml.viðskiptalögfræði
  11. Juliana Kalenikova öryggisvörður
  12. Garðar Smári Gunnarsson fiskiðnaðarmaður
  13. Anna Karen Svövudóttir þýðandi og varaþingmaður
  14. Þórey Anna Matthíasdóttir ökuleiðsögumaður og rútubílstjóri
  15. Júlíus Sigurjónsson sölumaður og plötusnúður
  16. Linda Hrönn Þórisdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur
  17. Ágúst Bjarni Garðarsson alþingismaður og bæjarfulltrúi
  18. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir eldri borgari
  19. Erlingur Örn Árnason lögreglumaður
  20. Petra Aðalheiður Ómarsdóttir BA í félagsráðgjöf
  21. Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttri nemi í félagsráðgjöf
  22. Þórarinn Þórhallsson mjólkurfræðingur

5.3.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í dag.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fer fram í dag og lýkur kl.19. Sautján bjóða sig fram. Þau eru:

  • í 1.sæti Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri.
  • í 2.sæti Björg Fenger forseti bæjarstjórnar og lögfræðingur.
  • í 3.-4.sæti Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Stella Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri.
  • í 4.sæti Guðfinnur Sigurvinsson varabæjarfulltrúi og aðstoðarmaður þingflokks og Vera Rut Ragnarsdóttir viðburðarstjóri og sjúkraliði.
  • í 4.-5.sæti Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur og Eiríkur K. Þorbjörnsson Msc.í öryggis- og áhættustjórnun.
  • í 4.-6.sæti Bjarni Th. Bjarnason varabæjarfulltrúi og rekstrarhagfræðingur, Sigrún Antonsdóttir hjúkrunarfræðingur og Harpa Rós Gísladóttir grunnskólakennari og markþjálfi.
  • í 5.sæti Margrét Bjarnadóttir lögfræðinemi.
  • í 6.sæti Inga Rós Reynisdóttir viðskiptastjóri, Lilja Lind Pálsdóttir sérfræðingur hjá LSR og Sveinbjörn Halldórsson löggiltur fasteignasali.

4.3.2022 Einar Þorsteinsson vill leiða Framsókn í Reykjavík. Einar Þorsteinsson fv.fréttamaður gaf það út í kvöld að hann sækist eftir því að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn náði ekki inn í borgarstjórn í síðustu kosningum. Framboðslisti flokksins verður lagður fram til samþykktar þann 10. mars n.k.

4.3.2022 H-listi sameinast D-lista í Suðurnesjabæ. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og H-listi, Listi fólksins í Suðurnesjabæ, hafa sameinast og munu bjóða fram í komandi bæjarstjórnarkosningum undir merkjum D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut D-listi þrjá bæjarfulltrúa og H-listi tvo. Auk þessara framboða buðu fram listi Jákvæðs samfélags sem hlaut þrjá bæjarfulltrúa og Framsóknarflokkur og óháðir sem hlutu einn bæjarfulltrúa.

4.3.2022 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð var samþykktur í gærkvöldi. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn tvo bæjarfulltrúa. Listinn er þannig skipaður:

  1. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Norðfirði
  2. Þuríður Lillý Sigurðardóttir bóndi Reyðarfirði
  3. Birgir Jónsson framhaldsskólakennari Eskifirði
  4. Arnfríður Eide Hafþórsdóttir mannauðs- og öryggisstjóri Fáskrúðsfirði
  5. Elías Pétur Elíasson framkvæmdastjóri Breiðdal
  6. Pálína Margeirsdóttir bæjarfulltrúi og ritari Reyðarfirði
  7. Bjarni Stefán Vilhjálmsson verkstjóri Stöðvarfirði
  8. Karen Ragnarsdóttir skólastýra Norðfirði
  9. Kristinn Magnússon rafvirki og íþróttafræðingur Breiðdal
  10. Margrét Sigfúsdóttir grunnskólakennari Mjóafirði
  11. Ívar Dan Arnarsson tæknistjóri Reyðarfirði
  12. Tinna Hrönn Smáradóttir iðjuþjálfi Fáskrúðsfirði
  13. Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri Eskifirði
  14. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir forstöðumaður og stuðningsfulltrúi Fáskrúðsfirði
  15. Bjarki Ingason rafvirkjanemi Norðfirði
  16. Bjarney Hallgrímsdóttir grunnskólakennari Eskifirði
  17. Jón Kristinn Arngrímsson matráður Reyðarfirði
  18. Elsa Guðjónsdóttir sundlaugarvörður Fáskrúðsfirði

4.3.2022 Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík hefst í dag. Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík hefst í dag og lýkur á morgun kl.16. Sjö eru í framboð en þau eru:

  • í 1.sæti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi og Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri.
  • í 2.sæti Pawel Bartozek borgarfulltrúi.
  • í 3.sæti Geir Finnsson varaborgarfulltrúi, Diljá Ámundadóttir Zoega varaborgarfulltrúi, Erlingur Sigvaldason kennaranemi og í 3.-4.sæti Anna Kristín Jensdóttir náms- og starfsráðgjafi.

3.3.2022 Þau vilja leiða Framsókn í Hveragerði. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hveragerði sækist eftir því að leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Þá hefur Halldór Benjamín Hreinsson framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá gefið út að hann sækist eftir 2.sætinu.

3.3.2022 Hannes Kristinn vill 5.sæti á D-lista í Eyjum. Hannes Kristinn Sigurðsson sækist eftir því að skipa 5.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi bæjarstjórnarkosningum.

3.3.2022 D-listi í Húnaþingi vestra. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra verður boðinn fram í Húnaþingi vestra í vor. Í tveimur síðustu sveitarstjórnarkosningunum voru sjálfstæðismenn hluti af N-lista, sem hlaut meirihluta í kosningum 2014 en tapaði honum síðan í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

3.3.2022 Prófkjör D-lista í Hafnarfirði hefst í dag. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefst í dag en því lýkur kl.18 á laugardag. Fjórtán eru í kjöri en þau eru:

  • í 1.sæti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
  • í 2.sæti Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar og verkfræðingur, Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi og varaþingmaður, Skarphéðinn Orri Björnsson forstjóri og varabæjarfulltrúi og í 2.-3.sæti Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi og bókari.
  • í 3.sæti Guðbjörg Oddný Jónsdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður og Lovísa Björk Traustadóttir framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi.
  • í 3.-4.sæti Bjarni Geir Lúðvíksson framkvæmdastjóri og Þórður Heimir Sveinsson lögmaður.
  • í 4.sæti Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi og Hilmar Ingimundarson viðskiptafræðingur.
  • í 4.-5.sæti Díana Björk Olsen ráðgjafi og verkefnastjóri, Örn Geirsson verkefnastjóri og sölumaður og í 6.sæti Helga Björg Loftsdóttir viðskipta- og sjávarútvegsfræðingur.

2.3.2022 Könnun Viðreisnar í Mosfellsbæ hófst í dag. Óbindandi skoðanakönnun á meðal félagsmanna Viðreisnar í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hófst í dag og stendur til 7.mars n.k. Sjö framboð eru í sex efstu sætin. Þau eru:

  • í 1.sæti Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi og sölu- og markaðsráðgjafi og Lovísa Jónsdóttir varabæjarfulltrúi og hugverkalögfræðingur.
  • í 2.-4.sæti Elín Anna Gísladóttir rekstrarverkfræðingur og varaþingmaður og í 3.-4.sæti Ölvir Karlsson lögfræðingur.
  • í 5.sæti Olga Guðrún Ingólfsdóttir viðskiptafræðingur og í 5.-6.sæti Ari Páll Karlsson sálfræði- og tónlistarnemi og Ágústa Fanney Snorradóttir kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi.

2.3.2022 Forval VG á Akureyri hófst í dag. Forval Vinstihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri hófst í dag en því lýkur á laugardaginn kl.17. Níu eru í framboði, þau eru:

  • í 1.sæti Jane Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi og Ásrún Ýr Gestsdóttir háskólanemi.
  • í 2.sæti Ólafur Kjartansson vélvirki og fv.framhaldsskólakennari, í 2.-4.sæti Hermann Arason framkvæmdastjóri og í 2.-6.sæti Sif Jóhannesar Ástudóttir verkefnastjóri.
  • í 3.sæti Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari og í 4.-6.sæti Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi.
  • í 6.sæti Herdís Júlía Júlíusdóttir iðjuþjálfi og Inga Elísabet Vésteinsdóttir landfræðingur.

2.3.2022 Forval VG í Reykjavík hófst í dag. Forval Vinstihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík hófst í dag en því lýkur á laugardaginn kl.17. Átta eru í framboði, þau eru:

  • í 1.sæti Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi og Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.
  • í 2.sæti Stefán Pálsson sagnfræðingur og Andrés Skúlason verkefnastjóri.
  • í 2.-3.sæti Bryngeir Arnar Bryngeirsson tómstunda- og félagsmálafræðingur, Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir sjúkraliði og Íris Andrésdóttri grunnskólakennari.

2.3.2022 Átján í prófkjöri D-lista í Árborg. Átján taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg sem fram fer 19.mars en framboðsfrestur rann út í gær. Þau eru:

  • í 1.sæti Kjartan Björnsson rakari og bæjarfulltrúi, Bragi Bjarnason deildarstjóri og Fjóla St. Kristinsdóttir sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi.
  • í 2.sæti Gunnar Egilsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri og í 2.-3.sæti Brynhildur Jónsson forstöðuþroskaþjálfi og bæjarfulltrúi.
  • í 3.sæti Sveinn Ægir Birgisson kennaranemi og varabæjarfulltrúi, í 3.-4.sæti Magnús Gíslason raffræðingur og varabæjarfulltrúi og í 3.-5.sæti Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri.
  • í 4.sæti Ari Björn Thorarensen bæjarfulltrúi og Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafi.
  • í 5.sæti Ólafur Ibsen Tómasson sölumaður og slökkviliðsmaður, María Markovic hönnuður og kennari og Þórhildur Dröfn Ingvadóttir dagforeldri, leikskólaleiðbeinandi og varabæjarfulltrúi.
  • í 5.-6.sæti Anna Linda Sigurðardóttir deildarstjóri og í 7.sæti Gísli Rúnar Gíslason húsasmíðanemi.
  • í ótilgreind sæti Björg Agnarsdóttir bókari og Viðar Arason öryggisvörður.

2.3.2022 Hildur Brynjarsdóttir vill 2.sæti á D-lista á Akureyri. Hildur Brynjarsdóttir viðskiptafræðingur býður sig fram í 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri en prófkjör fer fram 26.mars n.k. en framboðsfrestur er liðinn.

1.3.2022 Miðflokkurinn á Akranesi auglýsir eftir frambjóðendum. Miðflokkurinn á Akranesi auglýsir eftir frambjóðendum undir merkjum Miðflokksins og óháðra á Akranesi. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Miðflokkurinn ekki nægilegt fylgi til að ná manni í bæjarstjórn.

1.3.2022 Framboðslisti Viðreisnar í Garðabæ. Framboðslisti Viðreisnar í Garðabæ hefur verið lagður fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Viðreisn býður fram sjálfstæðan lista í Garðabæ en í síðustu bæjarstjórnarkosningum tók Viðreisn þátt í Garðabæjarlistanum. Listinn er þannig skipaður:

  1. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi
  2. Guðlaugur Kristmundsson markaðsstjóri
  3. Rakel Steinberg Sölvadóttir frumkvöðull
  4. Árni Björn Kristjánsson aðstoðarmaður fasteignasala
  5. Ásta Sigríður Guðjónsdóttir verkefnastjóri
  6. Arnar Hólm Einarsson fræðslustjóri
  7. Ásta Leonhards viðskiptafræðingur
  8. Benedikt D Valdez Stefánsson hugvirki
  9. Tinna Borg Arnfinnsdóttir viðskiptafræðingur
  10. Ólafur G. Skúlason skurðhjúkrunarfræðingur
  11. Tamar Lipka Þormarsdóttir lögfræðingur
  12. Svanur Þorvaldsson ráðgjafi
  13. Heiðrún Sigurðardóttir viðskiptafræðingur
  14. Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður
  15. Dagný Fjóla Ómarsdóttir ferðamála- og viðskiptafræðingur
  16. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður
  17. Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir lyfjafræðingur
  18. Eyþór Eðvarðsson stjórnendaráðgjafi
  19. Margrét Rósa Kristjánsdóttir lyfjafræðingur
  20. Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður
  21. Íris Sigtryggsdóttir viðskiptafræðingur
  22. Thomas Möller verkfræðingur

1.3.2022 Framlengdur framboðsfrestur hjá Pírötum á Akureyri og í Reykjanesbæ. Framboðsfrestur í prófkjörum Pírata á Akureyri og Reykjanesbæ áttu að renna út í dag en hafa verið framlengdir til 14. mars n.k. Sömuleiðis hefur kosningu verið frestað til dagana 19.-26.mars. Aðeins eitt framboð var komið í Reykjanesbæ og tvö á Akureyri.

1.3.2022 Fjórir frambjóðendur í prófkjöri Pírata í Árborg. Fjórir bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði sem fram fer dagana 5.-12. mars n.k. en framboðsfrestur rann út í dag. Þau eru: Álfheiður Eymarsdóttir, Gunnar E. Sigurbjörnsson, Ragnheiður Pálsdóttir og Sigurður Ágúst Hreggviðsson.

1.3.2022 Tólf í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði. Tólf bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði sem fram fer dagana 5.-12. mars n.k. en framboðsfrestur rann út í dag. Þau eru: Albert Svan, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Hallur Guðmundsson, Haraldur Óli Gunnarsson, Haraldur R. Ingvason, Haraldur Sigurjónsson, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Kári Valur Sigurðsson, Leifur Eysteinn Kristjánsson, Phoenix Jessica Ramos og Ragnheiður Eiríks- og Haraldsdóttir Bjarman.

1.3.2022 26 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 18.-19. mars n.k. rann út í gær. Samtals gefa 26 kost á sér. Þau eru:

  • í 1.sæti Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi.
  • í 2.sæti Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri og varaþingmaður, Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi og varaþingmaður og Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
  • í 2.-3.sæti Birna Hafstein formaður íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndagerð og Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur.
  • í 3.sæti Björn Gíslason borgarfulltrúi, Sandra Hlíf Ocares lögmaður og Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi.
  • í 3.-4.sæti Heiða Bergþóra Þórðardóttir ahafnakona og í 4.sæti Jórunn Pála Jónasdóttir lögfræðingur og Þórður Gunnarsson hagfræðingur.
  • í 4.-5.sæti Herdís Anna Þorvaldsdóttir athafnakona og varaþingmaður, Viðar Helgi Guðjohnsen lyfjafræðingur og Örn Þórðarson borgarfulltrúi.
  • í 5.sæti Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi (kjörinn af M-lista), Helga Margrét Marzelíusardóttir kórstjóri og Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur.
  • í 5.-6.sæti Ólafur Kr. Guðmundsson varaborgarfulltrúi og í 6.sæti Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi og Róbert Aron Magnússon veitingamaður og útvarpsstjórnandi.
  • Aðrir eru Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Nína Margrét Grímsdóttir, Ragnheiður J. Sverrisdóttir og Þórður Kristjánsson.

1.3.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi hefur verið samþykktur. Flokkurinn hlaut fjóra bæjarfulltrúa af níu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Einungis einn af þeim sækist eftir endurkjöri. Listinn er þannig skipaður:

  1. Líf Lárusdóttir markaðsstjóri
  2. Einar Brandsson bæjarfulltrúi og tæknifræðingur
  3. Ingþór Guðjónsson framkvæmdastjóri
  4. Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkraflutningakona
  5. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri
  6. Ragnheiður Helgadóttir hjúkrunarfræðingur
  7. Anna Maía Þráinsdóttir verkfræðingur
  8. Einar Örn Guðnason vélvirki
  9. Bergþóra Ingþórsdóttir félagsráðgjafi
  10. Guðmundur Júlíusson tæknimaður
  11. Ella María Gunnarsdóttir sérfræðingur
  12. Erla Karlsdóttir deildarstjóri
  13. Daníel Þór Heimisson bókari
  14. Erla Sís Sigurjónsdóttir héraðsskjalavörður
  15. Helgi Rafn Bergþórsson nemandi
  16. Elínbjörg Magnúsdóttir verkakona
  17. Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi og lyfsali
  18. Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri

1.3.2022 Fimm í prófkjöri Framsóknar í Árborg. Prófkjör Framsóknarflokksins í Árborg fer fram þann 12. mars n.k. Framsóknarflokkurinn í Árborg hlaut einn bæjarfulltrúa af níu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Fimm eru í kjöri. Þau eru:

  • í 1. sæti Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar og Stefán Gunnar Stefánsson iðnfræðingur
  • í 2.sæti Ellý Tómasdóttir forstöðumaður og í 2.-3.sæti Páll Sigurðsson skógfræðingur
  • í 3.sæti Díana Lind Sigurjónsdóttir deildarstjóri.

28.2.2022 Friðjón R. vill 2.sætið í borginni. Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri og varaþingmaður sækist eftir því að skipa 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars n.k. en framboðsfrestur rann út í dag. Vitað er um 19 sem hafa tilkynnt um framboð. Þau eru:

  • í 1.sæti Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi.
  • í 2.sæti Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi og varaþingmaður, Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri og varaþingmaður.
  • í 2.-3.sæti Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur og Birna Hafstein formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndagerð.
  • í 3.sæti Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi, Björn Gíslason borgarfulltrúi, Sandra Hlíf Ocares lögmaður og í 3.-4.sæti Heiða Björnsdóttir athafnakona.
  • í 4.sæti Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Jórunn Pála Jónasdóttir lögfræðingur og í 4.-5.sæti Örn Þórðarson borgarfulltrúi.
  • í 5.sæti Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi, Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og Helga Margrét Marzelíusardóttir kórstjóri.
  • í 6.sæti Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi og Róbert Aron Magnússon veitingamaður og útvarpsstjórnandi.

28.2.2022 Vinir Mosfellsbæjar bjóða aftur fram. Bæjarmálafélagið Vinir Mosfellsbæjar boða framboð í vor en í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut framboðið einn bæjarfulltrúa af níu.

28.2.2022 Margrét Rós vill 2.-4.sætið á D-lista í Eyjum. Margrét Rós Ingólfsdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum gefur kost á sér í 2.-4.sæti á lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjörið verður haldið í mars en framboðsfrestur rennur út þann 7.mars n.k.

27.2.2022 Þorbjörg leiðir Garðabæjarlistann. Uppstillingarnefn Garðabæjarlistans hefur valið Þorbjörgu Þorvaldsdóttur málfræðing og grunnskólakennara til að leiða listann í komandi bæjarstjórnarkosningum í Garðabæ. Þorbjörg skipaði 7.sæti Garðabæjarlistans í síðustu kostningum. Listinn í heild verður kynntur á félagsfundi þann 13. mars n.k.

27.2.2022 Guðmundur Ármann vill 2.sæti á D-lista í Árborg. Guðmundur Ármann fv.framkvæmdastjóri Sólheima sækist eftir því að skipa 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi bæjarstjórnarkosningum.

26.2.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fór fram í dag. Samtals greiddu 354 atkvæði en auð og ógild atkvæði voru 4. Úrslit urðu þessi:

  1. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi og varaþingmaður 263 atkvæði í 1.sæti – 75,1%
  2. Kristinn Þór Jónasson verkstjóri 199 atkvæði í 1.-2.sæti – 56,9%
  3. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir leikskólastjóri 158 atkvæði í 1.-3.sæti – 45,1%
  4. Jóhanna Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur 211 atkvæði í 1.-4.sæti – 60,3%

Neðar lentu: Heimir Snær Gylfason framkvæmdastjóri, Helgi Laxdal Helgason sérfræðingur og Sigurjón Rúnarsson sjúkraþjálfari.

26.2.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fór fram í dag. Samtals greiddu 1352 atkvæði en þar af voru auð og ógild 40. Athygli vekur að Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi varð ekki í sex efstu sætunum. Úrslit urðu annars þessi:

  1. Margét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi og rekstrarráðgjafi 1067 atkvæði í 1.sæti – 81,3%
  2. Guðbergur Ingólfur Reynisson framkvæmdastjóri 813 atkvæði í 1.-2.sæti – 61,8%
  3. Helga Jóhanna Oddsdóttir deildarstjóri 497 atkvæði í 1.-3.sæti – 37,9%
  4. Alexander Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna 468 atkvæði í 1.-4.sæti – 35,7%
  5. Birgitta Rún Birgisdóttir þjálfari 655 atkvæði í 1.-5.sæti – 49,9%
  6. Gígja S. Guðjónsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur 678 atkvæði í 1.-6.sæti – 51,7%

Neðar lentu: Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi, Eiður Sævarsson framkvæmdastjóri, Eyjólfur Gíslason þróunarstjóri, Guðni Ívar Guðmundsson sölufulltrúi og Steinþór Jón Aspelund rafvirki.

26.2.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fór fram í dag. Samtals greiddu 906 atkvæði en 18 atkvæði voru ógild. Gild atkvæði voru því 888. Úrslit urðu þessi:

  1. Þór Sigurgeirsson fv.bæjarfulltrúi með 311 atkvæði í 1.sæti – 35,0%
  2. Ragnhildur Jónsdóttir varabæjarfulltrúi með 374 atkvæði í 1.-2.sæti – 42,1%
  3. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar með 392 atkvæði í 1.-3.sæti – 44,1%
  4. Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur með 402 atkvæði í 1.-4.sæti – 45,3%
  5. Dagbjörg Snjólaug Oddsdóttir lögmaður með 464 atkvæði í 1.-5.sæti – 52,3%
  6. Hildigunnur Gunnarsdóttir varabæjarfullltrúi með 504 atkvæði í 1.-6.sæti – 56,8%
  7. Örn Viðar Skúlason fjárfestingastjóri með 581 atkvæði í 1.-7.sæti – 65,4%

Neðar lentu: Grétar Dór Sigurðsson lögmaður, Guðmundur Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri og ráðgjafi, Hannes Tryggvi Hafstein varabæjarfulltrúi og Hákon Róbert Jónsson verkefnastjóri.

26.2.2022 Úrslit í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Prófkjöri Pírata í Reykjavík lauk í dag. Píratar eru með tvo fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur af 23. Samtals greiddu 314 atkvæði. Úrslit urðu þessi:

  1. Dóra Björt Guðjónsdóttri borgarfulltrúi
  2. Alexandra Briem borgarfulltrúi
  3. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður
  4. Kristinn Jón Ólafsson nýsköpunarfræðingur
  5. Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir tölvunarfræðingur
  6. Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi
  7. Oktavía Hrund Jónsdóttir ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi
  8. Olga Margrét Kristínardóttir Cilia lögmaður
  9. Tinna Helgadóttir nemi
  10. Kjartan Jónsson kennari, þýðandi og framkvæmdastjóri
  11. Atli Stefán Yngvason ráðsali
  12. Vignir Árnason bókavörður og rithöfundur
  13. Huginn Þór Jóhannsson fyrirlesari
  14. Sævar Ólafsson íþróttafræðingur og nemi
  15. Elsa Nore leikskólakennari
  16. Alexandra Ýrr Ford listakona og öryrki
  17. Unnar Þór Sæmundsson nemi og rekstrarstjóri
  18. Kristján Richard Thors frumkvöðull
  19. Haraldur Tristan Gunnarsson AV Developer
  20. Stefán Örvar Sigmundsson svæðisstjóri
  21. Jón Arnar Magnússon frumkvöðull
  22. Halldór Emelíuson húsasmiður

26.2.2022 Úrslit í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Prófkjöri Pírata í Kópavogi lauk í dag. Píratar eru með einn bæjarfulltrúa af ellfu í bæjarstjórn Kópavogs. Samtals greiddu 153 atkvæði. Úrslit urðu þessi:

  1. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi
  2. Indriði Ingi Stefánsson tölvunarfræðingur
  3. Eva Sjöfn Helgadóttir sálfræðingur
  4. Matthías Hjartarson verkfræðingur
  5. Margrét Ásta Arnarsdóttir stuðningsfulltrúi
  6. Árni Pétur Árnason nemi
  7. Kjartan Sveinn Guðmundsson nemi

26.2.2022 Nýtt framboð í Rangárþingi eystra. Nýi-listinn hefur hafið undirbúning að framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Rangárþingi eystra. Í síðustu sveitarstjórnarkosningar buðu fram þrír lístar, Framsóknarmenn og aðrir framfarasinnar, sjálfstæðismenn og aðrir lýðræðissinnar og framboð óháðra.

26.2.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ hefur verið samþykktur. Listinn byggir í meginatriðum á prófkjör flokksins sem haldið var 5.febrúar sl. Undantekningin í sjö efstu sætunum er að Kolbrún Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi sem lenti í 4.sæti er ekki á listanum en Helga Jóhannesdóttir sem lenti fyrir neðan sjö efstu kemur í hennar stað. Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra af níu bæjarfulltrúum í Mosfellsbæ en bæjarfulltrúum í Mosfellsbæ verður fjölgað í ellefu í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Listinn er þannig skipaður:

  1. Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi og rekstrarstjóri
  2. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur
  3. Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
  4. Helga Jóhannesdóttir forstöðumaður
  5. Hjörtur Örn Arnarson landfræðingur
  6. Arna Hagalínsdóttir rekstrar- og fjármálastjóri
  7. Hilmar Stefánsson framkvæmdastjóri
  8. Brynja Hlíf Hjaltadóttir laganemi
  9. Helga Möller söngkona og fv.flugfreyja
  10. Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson flugnemi
  11. Davíð Örn Guðnason lögmaður
  12. Júlíana Guðmundsdóttir lögfræðingur
  13. Gunnar Pétur Haraldsson, sölu- og þjónustufulltrúi
  14. Kári Sigurðsson viðskiptastjóri
  15. Þóra Björg Ingimundardóttir sölu- og þjónusturáðgjafi
  16. Franklin Ernir Kristjánsson háskólanemi og þjónn
  17. Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv.bæjarstjóri og alþingismaður
  18. Alfa Regína Jóhannsdóttir kennari
  19. Davíð Ólafsson söngvari
  20. Elín María Jónsdóttir húsmóðir
  21. Ari Hermann Oddsson múrari
  22. Bjarney Einarsdóttir athafnakona

25.2.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð hlaut tvo bæjarfulltrúa í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Á morgun heldur flokkurinn prófkjör til að raða á framboðslista sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Fjarðabyggð. Sjö eru í kjöri. Þau eru:

  • í 1.sæti Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi og varaþingmaður og í 1.-4.sæti Heimir Snær Gylfason framkvæmdastjóri.
  • í 2.sæti Kristinn Þór Jónasson verkstjóri og formaður íbúasamtaka Eskifjarðar og í 2.-4.sæti Sigurjón Rúnarsson sjúkraþjálfari.
  • í 3.-4 sæti Þórdís Mjöll Benediktsdóttir leikskólastjóri og í 3.-6.sæti Helgi Laxdal Helgason sérfræðingur.
  • í 4.sæti Jóhanna Sigfúsdótti viðskiptafræðingur.

25.2.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ þrjá bæjarfulltrúa af ellefu. Á morgun verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í bænum haldið til að raða á framboðslista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Elleftu eru í kjöri. Þau eru:

  • í 1.sæti Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi og rekstrarráðgjafi
  • í 2.sæti Eyjólfur Gíslason þróunarstjóri og Guðbergur Ingólfur Reynisson framkvæmdastjóri og í 2.-3.sæti Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og verkefnastjóri.
  • í 3.sæti Helga Jóhanna Oddsdóttir sviðsstjóri og í 3.-4.sæti Alexander Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna.
  • í 4.sæti Gígja S. Guðjónsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur og Eiður Sævarsson framkvæmdastjóri.
  • í 5.sæti Birgitta Rún Birgisdóttir þjálfari og Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund rafvirki.
  • í 6.sæti Guðni Ívar Guðmundsson sölufulltrúi.

25.2.2022 Níu í prófkjöri D-lista í Rangárþingi ytra. Níu bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra sem fram fer 12. mars en framboðsfrestur rann út í vikunni. Frambjóðendur eru:

  • í 1.sæti Ásmundur Friðriksson alþingismaður, Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins og í 1.-3.sæti Eydís Þorbjörg Indriðadóttir sveitarstjóri í Flóahreppi.
  • í 2.sæti Björk Grétarsdóttir oddviti sveitarstjórnar og Sóley Margeirsdóttir íþróttafræðingur og grunnskólakennari.
  • í 3.sæti Svavar Leópold Torfason rafvirkjameistari og Gústav Magnús Ásbjörnsson sviðsstjóri.
  • í 4.sæti Þröstur Sigurðsson framkvæmdastjóri og í 4.-6.sæti Sævar Jónsson búfræðingur.

25.2.2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn og áður hreppsnefnd á Seltjarnarnesi undanfarin 60 ár. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi til að raða á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar fer fram á morgun. Ellefu eru í framboði. Þau eru:

  • í 1.sæti Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar, Ragnhildur Jónsdóttir varabæjarfulltrúi, Þór Sigurgeirsson fv.bæjarfulltrúi og Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur.
  • í 2.sæti Dagbjört Oddsdóttir lögmaður og í 2.-4.sæti Guðmundur Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri og ráðgjafi.
  • í 3.sæti Hannes Tryggvi Hafstein varabæjarfulltrúi og í 3.-4.sæti Hildigunnur Gunnarsdóttir varabæjarfulltrúi (kosin af N-lista) og Örn Viðar Skúlason fjárfestingarstjóri.
  • í 4.-5.sæti Grétar Dór Sigurðsson lögmaður og Hákon Róbert Jónsson verkefnastjóri.

25.2.2022 Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri. Samfylkingin á Akureyri er með tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri. Í gærkvöldi var framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri var samþykktur. Hann er þannig skipaður:

  1. Hildur Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi
  2. Sindri Kristjánsson yfirlögfræðingur
  3. Elsa María Guðmundsdóttir grunnskólakennari
  4. Ísak Már Jóhannesson umhverfisfræðingur
  5. Kolfinna María Níelsdóttir ferðamálafræðingur
  6. Hlynur Örn Ásgeirsson hugbúnaðarfræðingur
  7. Rannveig Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur
  8. Jóhannes Óli Sveinsson nemi
  9. Valdís Anna Jónsdóttir viðskiptafræðingur
  10. Sigríður Stefánsdóttir fv.bæjarfulltrúi
  11. Orri Kristjánsson sérfræðingur
  12. Unnar Jónsson forstöðumaður
  13. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fv.alþingismaður
  14. Sveinn Arnarsson byggðafræðingur
  15. Valgerður S. Bjarnadóttir nýdoktor
  16. Reynir Antonsson stjórnmálafræðingur
  17. Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir nemi
  18. Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi
  19. Margrét Kristín Helgadóttir lögfræðingur
  20. Jón Ingi Cæsarsson form.Póstmannafélags Ísl.
  21. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari
  22. Hreinn Pálsson lögmaður

25.2.2022 Haraldur vill leiða Pírata í Hafnarfirði. Haraldur R. Ingvason sækist eftir að leiða framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Píratar buðu fram í síðustu bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði en náðu ekki kjörnum bæjarfulltrúa. Aðrir sem bjóða sig fram eru Albert Svan, Hallur Guðmundsson, Haraldur Óli Gunnarsson, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Kári Valur Sigurðsson, Leifur Eysteinn Kristjánsson og Phoenix Jessica Ramos. Framboðsfrestur rennur út 1.mars.

25.2.2022 Sæunn gefur kost á sér á D-lista í Eyjum. Sæunn Magnúsdóttir gefur kost á sér til að skipa 3.-5.sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.

24.2.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá sveitarstjórnarmenn af níu í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Í kvöld samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurþingi framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hafrún Olgeirsdóttir sem leiðir listann var í 2.sæti á E-lista Samfélagsins í síðustu kosningum, sem hlaut einn bæjarfulltrúa, Kristján Friðrik í 4.sæti og Arna Ýr í 6.sæti voru einnig ofarlega á E-listanum. Framboðslitinn er þannig skipaður:

  1. Hafrún Olgeirsdóttir lögfræðingur Húsavík
  2. Helena Eydís Ingólfsdóttir verkefnastjóri Húsavík
  3. Kristinn Jóhann Lund húsamiður Húsavík
  4. Kristján Friðrik Sigurðsson fiskeldisfræðingur Húsavík
  5. Birna Ásgeirsdóttir skrifstofumaður Húsavík
  6. Arna Ýr Arnarsdóttir fjármála- og skrifstofustjóri Húsavík
  7. Þorsteinn Snævar Benediktsson bruggmeistari Húsavík
  8. Sigríður Þorvaldsdóttir héraðsfulltrúi Öxarfirði
  9. Hilmar Kári Þráinsson bóndi Reykjahverfi
  10. Sigurgeir Höskuldsson matvælafræðingur Húsavík
  11. Kristín Þormar Pálsdóttir verkakkona Raufarhöfn
  12. Ívar Sigþórsson verkamaður Raufarhöfn
  13. Ásta Hermannsdóttir næringafræðingur Húsavík
  14. Steinþór Friðriksson bóndi Melrakkasléttu
  15. Karolína Kristín Gunnlaugsdóttir viðskiptafræðingur Húsavík
  16. Bjarki Breiðfjörð teymisstjóri Húsavík
  17. Jóhanna S. Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur Húsavík
  18. Reynir Jónasson fv.kaupmaður Húsavík

24.2.2022 Gísli Stefánsson vill 3.sætið á D-lista í Eyjum. Gísli Stefánsson formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja sækist eftir því að skipa 3.sætið á lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Eyjum verður haldið í mars og rennur framboðsfrestur út 7.mars. Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti D-listans sækist eftir að leiða listann áfram en það gerir Eyþór Harðarson varabæjarfulltrúi einnig.

24.2.2022 Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Framsóknarflokkurinn hefur einn bæjarfulltrúa í Kópavogi, Birki Jón Jónsson sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Listinn er þannig skipaður:

  1. Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri
  2. Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri
  3. Björg Baldursdóttir skólastjóri
  4. Gunnar Sær Ragnarsson lögfræðingur
  5. Sverrir Kári Karlsson verkfræðingur
  6. Svava H. Friðgeirsdóttir skjalastjóri
  7. Sveinn Gíslason forstöðumaður
  8. Heiðdís Geirsdóttir félagsfræðingur
  9. Haukur Thors Einarsson sálfræðingur
  10. Hjördís Einarsdóttir aðstoðarskólameistari
  11. Kristinn Dagur Gissurarson viðskiptafræðingur
  12. Hrefna Hilmisdóttir fv.rekstrarfulltrúi
  13. Eysteinn Þorri Björnsson stuðningsfulltrúi
  14. Sigrún Ingólfsdóttir íþróttakennari
  15. Sigurður H. Svavarsson rekstrarstjóri
  16. Guðrún Viggósdóttir fv.deildarstjóri
  17. Páll Marís Pálsson lögfræðingur
  18. Baldur Þór Baldvinsson eldri borgari
  19. Kristín Hermannsdóttir háskólanemi og varaþingmaður
  20. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
  21. Helga Hauksdóttir lögfræðingur
  22. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður

24.2.2022 Framboðslisti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Mosfellbæ var samþykktur í fyrrakvöld. Listinn er þannig skipaður:

  1. Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari
  2. Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur
  3. Sævar Birgisson viðskiptafræðingur
  4. Örvar Jóhannsson rafvirki
  5. Leifur Ingi Eysteinsson háskólanemi
  6. Erla Edvardsdóttir kennari
  7. Hrafnhildur Gísladóttir tómstunda- og félagsfræðingur
  8. Þorbjörg Sólbjartsdóttir kennari
  9. Hilmar Tómas Guðmundsson sjálfstætt starfandi
  10. Rúnar Þór Guðbrandsson framkvæmdastjóri
  11. Hallgerður Ragnarsdóttir stjórnmálafræðingur og master í verkefnastjórnun
  12. Birkir Már Árnason söluráðgjafi
  13. Grétar Strange flugmaður
  14. Ragnar Sverrisson matreiðslumaður og framkvæmdastjóri
  15. Matthildur Þórðardóttir kennari og stjórnmálafræðingur
  16. Ísak Viktorsson háskólanemi
  17. Bjarni Ingimarsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
  18. Hörður Hafberg Gunnlaugsson húsasmíðameistari
  19. Ævar H. Sigdórsson vélstjóri
  20. Ingibjörg Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur
  21. Níels Unnar Hauksson verktaki
  22. Eygló Harðardóttir matreiðslunemi og fv.ráðherra

23.2.2022 Tvö prófkjör Pírata í gangi. Prófkjör Pírata í Reykjavík og Kópavogi hófust 19. febrúar og lýkur kl.15 á laugardag. Þegar þetta er skrifað hafa 208 greitt atkvæði í Reykjavík og 83 í Kópavogi.

23.2.2022 Prófkjöri Miðflokksins í Reykjavík frestað. Framboðsfrestur í prófkjöri Miðflokksins í Reykjavík, hvar kjósa á um þrjú sæti í félagaprófkjöri flokksins, hefur verið framlengdur um mánuð en hann átti að renna út í dag. Sömuleiðis hefur prófkjörið verið fært aftur um tvær vikur og verður haldið 26. mars n.k. Borgarfulltrúi flokksins, Vigdís Hauksdóttir, hefur gefið út að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins áfram.

23.2.2022 Oddviti D-lista á Akranesi hættir. Rakel Óskarsdóttir sem leiddi lista Sjálfsæðisflokksins í síðustu kosningum hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér.

22.2.2022 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Svf.Ölfusi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Ölfusi var samþykktur í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Sveitarfélaginu Ölfusi, fjóra bæjarfulltrúa í sjö. Listinn er þannig skipaður:

  1. Gestur Þór Kristjánsson húsasmíðameistari og forseti bæjarstjórnar
  2. Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir bóndi og viðskiptafræðingur
  3. Grétar Ingi Erlendsson sölu- og markaðsstjóri og form.bæjarráðs
  4. Erla Sif Markúsdóttir grunnskólakennari
  5. Guðlaug Einarsdóttir grunnskólakennari
  6. Geir Höskuldsson byggingaiðnfræðingur
  7. Davíð Arnar Ágústsson kennaranemi og körfuknattleiksmaður
  8. Margrét Polly Hansen Hauksdóttir hótelstjórnandi og frumkvöðull
  9. Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur
  10. Hjörtur Sigurður Ragnarsson sjúkraþjálfari
  11. Bettý Grímsdóttir hjúkrunarfræðingur
  12. Oskar Rybinski nemi og starfsmaður í félagsmiðstöð
  13. Steinar Lúðvíksson sérfræðingur hjá Landsvirkjun og bæjarfulltrúi
  14. Anna Lúthersdóttir heldri borgari

22.2.2022 Örn Þórðarson vill 4.-5.sæti. Örn Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tilkynnti í gær að hann sæktist eftir 4.-5.sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið fer fram dagana 18.-19. mars og rennur framboðsfrestur út þann 28. febrúar. Eftir því sem næst verður komist hafa 18 einstaklingar lýst yfir framboði. Þau eru:

  • í 1.sæti Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi
  • í 2.sæti Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi og varaþingmaður
  • í 2.-3.sæti Þorkell Siglaugsson viðskiptafræðingur og Birna Hafstein form.Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
  • í 3.sæti Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi, Björn Gíslason borgarfulltrúi og Sandra Hlíf Ocares lögmaður
  • í 3.-4.sæti Heiða Björnsdóttir athafnakona
  • í 4.sæti Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Jórunn Pála Jónasdóttir lögfræðingur
  • í 4.-5.sæti Örn Þórðarson borgarfulltrúi
  • í 5.sæti Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi, Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og Helga Margrét Marzelíusardóttir kórstjóri.
  • í 6.sæti Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi og Róbert Aron Magnússon veitingamaður og útvarpsstjórnandi

21.2.2022 Fyrir Heimaey – ekkert verður af prófkjöri. Framboðsfrestur vegna prófkjörs bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum rann út sl. laugardag. Tíu framboð bárust en aðeins fjögur í fjögur efstu sætin. Samkvæmt prófkjörsreglum hefði þurft sex framboð í fjögur efstu sætin til að prófkjör færi fram. Því verður ekki af prófkjöri og mun kjörnefnd því raða á listann og leggja tillögu sína fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörnefnd bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey. Ekki kemur fram í tilkynningunni hverjir gáfu kost á sér.

21.2.2022 Framsókn í Garðabæ stillir upp. Framsóknarflokkurinn í Garðabæ hefur ákveðið að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn náði ekki kjörnum fulltrúa í bæjarstjórn í kosningunum 2018.

21.2.2022 Hildur Sólveig vill leiða D-lista í Eyjum. Hildur Sólveg Sigurðardóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sækist eftir að leiða lista flokksins áfram í komandi bæjarstjórnarkosningum. Eyþór Harðarson varabæjarfulltrúi sækist einnig eftir að leiða listann. Prófjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fer fram í mars en framboðsfrestur rennur út 7. mars n.k.

21.2.2022 Ólafur Kristinn vil 5.-6.sæti á D-lista í Reykjavík. Ólafur Kristinn Guðmundsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefur kost á sér í 5.-6.sæti.

20.2.2022 Egill Þór vill 6.sætið á D-lista í Reykjavík. Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur ákveðið að bjóða sig fram í 6.sætið á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18.-19. mars n.k. Hátt í tuttugu framboð eru komin fram en framboðsfrestur rennur út 28. febrúar n.k.

20.2.2022 Okkar Hveragerði býður fram að nýju. Framboðið Okkar Hveragerði í Hveragerði býðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor og hefur hafið undirbúning að framboði. Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 hlaut Okkar Hveragerði tvo af sjö bæjarfulltrúum í Hveragerði.

20.2.2022 Á-listinn í Rangárþingi ytra býður fram. Á-listinn í Rangárþingi ytra mun bjóða fram í vor og hefur hafið undirbúning að framboði samkvæmt facebook-síðu framboðsins. Á-listinn hlaut þrjá af sjö sveitarstjórnarmönnum í Rangárþingi ytra í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

19.2.2022 Sameining samþykkt í Skagafirði. Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Í Akrahreppi voru 156 á kjörskrá en atkvæði greiddu 135 eða 86,5%. Já sögðu 84 (62,2%) en Nei 51 (37,8%). Í Sveitarfélaginu Skagafirði voru 2963 á kjörskrá en atkvæði greiddu 1022 eða 34,5%. Já sögðu 961 (94,7%) en Nei 54 (5,3%). Auðir seðlar voru 5 og ógildir 7.

19.2.2022 Sameining samþykkt í Austur-Húnavatnssýslu. Tillaga um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæ var samþykkt í báðum sveitarfélögunum í dag. Í Húnavatnshreppi voru 301 á kjörskrá en 250 greiddu atkvæði eða 83,1%. Já sögðu 152 (62,3%) en Nei 92 (37,7%). Auðir og ógildir voru 6. Í Blönduósbæ voru 637 á kjörskrá en atkvæði greiddu 411 eða 64,5%. Já sögðu 400 (97,8%) en Nei 9 (2,2%). Auðir seðlar voru 4.

19.2.2022 Sameining felld á Snæfellsnesi. Tillaga um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar var felld í dag. Í Eyja- og Miklaholtshreppi greiddu 62 af 83 kjósendum á kjörskrá atkvæði eða 74,7%. Já sögðu 20 (32,8%) en Nei 41 (67,2%). Einn seðill var ógildur. Í Snæfellsbæ greiddu 412 atkvæði af 1174 á kjörskrá eða 35,1%. Já sögðu 207 (50,7%) en Nei 201 (49,3%). 4 seðlar voru ógildir.

19.2.2022 Úrslit í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Forval Samfylkingarinnar fór fram í dag og í gær. Samtals greiddu 311 atkvæði. Úrslit urðu þessi:

  1. Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi með 160 atkvæði í 1.sæti – 51,4%.
  2. Hákon Gunnarsson ráðgjafi með 167 atkvæði í 1.-2.sæti – 53,7%
  3. Erlendur Geirdal rafeindaverkfræðingur með 187 atkvæði í 1.-3.sæti – 60,1%
  4. Donata H. Bukowska sérfræðingur með 194 atkvæði í 1.-4.sæti – 62,4%

Neðar lentu þau Sigurður M. Grétarsson sérfræðingur, Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir háskólanemi og Róbert Karol Zakaríasson listamaður.

19.2.2022 Prófkjör Pírata í Kópavogi. Prófkjör Pírata í Kópavogi hefst í dag og stendur til 26. febrúar. Sjö eru í framboði. Þau eru Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi sem gefur kost á sér til að leiða listann áfram, Árni Pétur Árnason nemi, Eva Sjöfn Helgadóttir sálfræðingur, Indriði Ingi Stefánsson tölvunarfræðingur, Kjartan Sveinn Guðmundsson nemi, Margrét Ásta Arnarsdóttir stuðningsfulltrúi og Matthías Hjartarson verkfræðingur.

19.2.2022 Prófkjör Pírata í Reykjavík. Prófkjör Pírata í Reykjavík hefst í dag og stendur til 26. febrúar. 23 eru í framboði. Þau eru: Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi (í 1.sæti), Alexandra Briem borgarfulltrúi, Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi, Alexandra Ýrr Ford listakona og öryrki, Atli Stefán Yngvason ráðsali (í 1.-3.sæti), Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir tölvunarfræðingur, Elsa Nore leikskólakennari, Eyþór Árni Möller Árnason nemi, Halldór Emelíuson húsasmiður, Haraldur Tristan Gunnarsson AV Developer, Huginn Þór Jóhannsson fyrirlesari, Jón Arnar Magnússon frumkvöðull, Kjartan Jónsson kennari, þýðandi og framkvæmdastjóri, Kristinn Jón Ólafsson nýsköpunarfræðingur (í eitt af efstu sætunum), Kristján Richard Thors frumkvöðull, Magnús Davíð Norðdahl lögmaður (2.-4.sæti), Oktavía Hrund Jónsdóttir ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi, Olga Margrét Kristínardóttir Cilia lögmaður, Stefán Örvar Sigmundsson svæðisstjóri, Sævar Ólafsson íþróttafræðingur og nemi, Tinna Helgadóttir nemi, Unnar Þór Sæmundsson nemi og rekstrarstjóri og Vignir Árnason bókavörður og rithöfundur.

19.2.2022 Jóna Sigríður vill halda áfram. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey gefur kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn Vestmannaeyjar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og bæjarfulltrúi gefur kost á sér til að leiða listann áfram. Prófkjör bæjarmálafélagsins fer fram 5.mars n.k. framboðsfrestur rennur út dag.

18.2.2022 Eyþór vill leiða D-lista í Eyjum. Eyþór Harðarson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sækist eftir því að leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa af sjö í síðustu kosningum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fer fram í síðasta lagi 12. mars n.k. og rennur framboðsfrestur út mánudaginn 7.mars.

18.2.2022 Þrennar sameiningarkosningar á morgun. Þrennar sameiningarkosningar verða á morgun laugardaginn 19. febrúar. Á Snæfellsnesi verður kosið um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, í Austur-Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu Blöndusbæjar og Húnavatnshrepps og í Skagafirði um sameingu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Talið verður í hverju sveitarfélagi fyrir sig og búast má við að úrslit verði kunn alls staðar um eða eftir miðnætti.

18.2.2022 Valgerður vill halda 3.sætinu í Reykjavík. Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem skipaði þriðja sætið í síðustu borgarstjórnarkosningum sækist eftir að skipa það sæti áfram.

17.2.2022 Helgi Áss vill í borgarstjórn. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og stórmeistari í skák sækist eftir 5.sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

17.2.2022 Flokksval Samfylkingar í Kópavogi. Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi fer fram á morgun föstudaginn 18. og laugardaginn 19. febrúar. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Samfylkingin tvo bæjarfulltrúa. Sjö eru í framboði. Þau eru:

  • í 1.sæti Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi og í 1.-2.sæti Hákon Gunnarsson ráðgjafi.
  • í 2.sæti Sigurður M. Grétarsson sérfræðingur í lífeyristryggingum og í 2.-3.sæti Lilja Hrönn Ö. Hrannsdóttir háskólanemi.
  • í 3.sæti Róbert Karol Zakaríasson listamaður og Erlendur Geirdal rafeindaverkfræðingur og í 3.-4.sæti Donata H. Bukowska sérfræðingur.

17.2.2022 Prófkjör D-lista í Reykjavík 18. og 19. mars. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur ákveðið að prófkjör flokksins til að raða á framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fari fram 18. og 19. mars n.k. og framboðsfrestur renni út 28. febrúar n.k.

17.2.2022 Sjö í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Sjö bjóða sig fram í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fram fer 4.-.5.mars en framboðsfrestur rann út á hádegi. Frambjóðendur eru: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi (1.sæti), Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri (1.sæti), Pawel Bartozek borgarfulltrúi (2.sæti), Geir Finnsson varaborgarfulltrúi (3.sæti), Diljá Ámundadóttir Zöega varaborgarfulltrúi (3.sæti), Erlingur Sigvaldason kennaranemi (3.sæti) og Anna Kristín Jensdóttir (3.-4.sæti).

17.2.2022 Hjálmar Bogi vill leiða B-lista í Norðurþingi. Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti Framsóknarflokksins í Norðurþingi sækist eftir því að leiða lista flokksins áfram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í síðustu kosningum hlaut Framsóknarflokkurinn þrjá af níu sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi.

17.2.2022 Nýtt framboð í Sveitarfélaginu Hornafirði. Boðað hefur verið til stofnfunds framboðsins Kex í Sveitarfélaginu Hornafirði þann 23. febrúar n.k. Í tilkynningu sem birtist í Eystrahorni segir m.a. „Framboðið Kex er hópur ungs fólks sem hingað til hefur ekki látið til sín taka í sveitarstjórnarmálum. Við eigum það öll sameiginlegt að hafa valið okkur Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðar heimili og höfum við skýra og einlæga sýn á samfélagið sem við viljum búa í. “ Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þrír listar fram. B-listi Framsóknarmann og stuðningsmanna þeirra, D-listi Sjálfstæðisflokks og E-listi 3.framboðsins.

17.2.2022 Birna Hafstein vill 2.-3.sæti á D-lista í Reykjavík. irna Hafstein formaður Fé­lags ís­lenskra lista­manna í sviðslist­um og kvik­mynd­um sækist eftir 2.-3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar. Eftir því sem næst verður komist eru því frambjóðendur orðnir sextán en prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram í mars.

Heiða sækist eftir 3.-4.sæti á D-lista í Reykjavík. Heiða Björnsdóttir athafnakona sækist eftir því að skipa 3.-4.sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

15.2.2022 23 framboð í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata í Reykjavík sem haldið verður dagana 19.-26. febrúar n.k. rann út í dag. 23 framboð bárust. Frambjóðendur eru: Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, Alexandra Briem borgarfulltrúi, Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi, Alexandra Ford, Atli Stefán Yngvason, Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir, Elsa Nore, Eyþór Árnason, Halldór Emelíuson, Haraldur Tristan Gunnarsson, Huginn Þór Jóhannsson, Jón Arnar Magnússon, Kjartan Jónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Kristján Thors, Magnús Davíð Norðdahl, Oktavía Hrund Jónsdóttir, Olga Margrét Cilia, Stefán Örvar Sigmundsson, Sævar Ólafsson, Tinna Helgadóttir, Unnar Þór Sæmundsson og Vignir Árnason.

Sjö í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata í Kópavogi sem haldið verður dagana 19.-26. febrúar n.k. rann út í dag. Sjö framboð bárust. Frambjóðendur eru: Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi, Árni Pétur Árnason, Eva Sjöfn Helgadóttir, Indriði Ingi Stefánsson, Kjartan Sveinn Guðmundsson, Margrét Ásta og Matthías Hjartarson.

15.2.2022 Davíð gefur kost á sér áfram í Borgarbyggð. Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Borgarbyggðs sem skipaði 2.sæti á lista flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum hefur tilkynnt uppstillinganefnd að hann gefi kost á sér áfram. Framsóknarflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

15.2.2022 Bára hættir í bæjarstjórn Akraness. Bára Daðadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

15.2.2022 Prófkjör hjá D-lista í Eyjum. Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjum ákvað í gærkvöldi að prófkjör yrði viðhaft til að raða á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Prófkjörið á að fara fram eigi síðar en 12.mars n.k. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn þrjá af sjö bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum.

15.2.2022 Jón Björn vill leiða áfram í Fjarðabyggð. Jón Björn Hákonarson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og bæjarstjóri í Fjarðabyggð sækist eftir því að leiða lista flokksins áfram eins og hann hefur gert frá 2010.

15.2.2022 Þórdís Sigurðardóttir vill leiða C-lista í Reykjavík. Þórdís Sigurðardóttir sækist eftir því að leiða framboðslista Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Nafna hennar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi, sækist eftir því að leiða listann áfram. Auk þeirra hafa Pawel Bartozek borgarfulltrúi gefið kost á sér í 2.sæti, Geir Finnsson varaborgarfulltrúi, Diljá Ámundadóttir Zöega varaborgarfulltrúi og Einar Sigvaldason kennaranemigefið kost á sér í 3.sæti. Prófkjörið fer fram 4.-5. mars en framboðsfrestur rennur út 17.febrúar.

14.2.2022 Stillt upp á B-lista í Norðurþingi. Framsóknarfélag Þingeyinga samþykkti í síðustu vik að stillt verði upp á B-lista Framsóknar og félagshyggju fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. B-listinn hlaut þrjá fulltrúa af níu í kosningunum 2018.

14.2.2022 Tvö VG framboð á Austurlandi? Vinstrihreyfingin grænt framboð er að skoða að bjóða bæði fram í Múlaþingi og í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. VG bauð fram í sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi 2020 og hlaut þá einn mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei boðið fram í Fjarðabyggð en ætlar að láta reyna á hvort að flokkurinn nái að bjóða fram. Austurfrétt greinir frá.

14.2.2022 Könnun og uppstilling á D-lista í Rangárþingi eystra. Sjálfstæðisflokkurinn í Rangárþingi eystra, sem býður fram undir merkjum D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, hefur ákveðið að fram fari skoðanakönnun sem kjörnefnd hefur til hliðsjónar við val á framboðslistanum. Skoðanakönnunin fer fram 19.mars n.k. D-listinn hlaut 3 sveitarstjórnarmenn af sjö í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

14.2.2022 Fjóla vill leiða D-lista í Árborg. Fjóla Kristinsdóttir segir í e að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Áður höfðu þeir Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi og Bragi Bjarnason deildarstjóri gefið kost á sér í 1.sætið. Auk þeirra hefur Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi gefið kost á sér í 1.-2.sæti. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg rennur út 1. mars n.k. en prófkjörið fer fram 19. mars.

13.2.2022 Úrslit í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Forval Samfylkingarinn í Reykjavík fór fram í dag og í gær. Atkvæði greiddu 3036 af þeim 6051 sem voru á kjörskrá eða 50,2%. Í borgarstjórnarkosningunum 2018 hlaut Samfylkingin 7 borgarfulltrúa. Röð efstu mann var þessi:

  1. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 2419 atkvæði í 1.sæti eða 79,7%
  2. Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi 1926 atkvæði í 1.-2.sæti eða 63,4%
  3. Skúli Helgason borgarfulltrúi 1104 atkvæði í 1.-3.sæti eða 36,4%
  4. Sabine Leskopf borgarfulltrúi 910 atkvæði í 1.-4.sæti eða 30,0%
  5. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi 1122 atkvæði í 1.-5.sæti eða 37,0%
  6. Guðný Maja Riba kennari 1212 atkvæði í 1.-6.sæti eða 39,9%
  7. Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi
  8. Ellen Jacqueline Calmon borgarfulltrúi

Neðar lentu: Aron Leví Beck borgarfulltrúi, Ólöf Helga Jakobsdótti veitingamaður, Birkir Ingibjartsson arkitekt, Þorleifur Örn Gunnarsson grunnskólakennari, Þorkell Heiðarsson líffræðingur, Stein Olav Romslo kennari og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson lögfræðingur.

13.2.2022 Jórunn Pála vill 4.sætið á D-lista í Reykjavík. Jórunn Pála Jónasdóttir lögfræðingur sækist eftir 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Samtals eru komin fram fjórtán framboð sem vitað er um. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars n.k. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 8 af 23 borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningum.

13.2.2022 Uppstilling hjá L-lista á Akureyri. Stillt verður upp á L-listann á Akureyri og hefur uppstillingarnefnd verið skipuð. L-listinn hlaut 20% fylgi í síðustu bæjarstjórnarkosningum og tvo bæjarfulltrúa.

13.2.2022 Uppstilling á B-lista í Múlaþingi. Framsóknarfélag Múlaþings hefur ákveðið að stilla upp á framboðlista flokksins fyrir komandi sveitarstjónarkosningar. Framsóknarflokkurinn hlaut 2 bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2020 í þá nýsameinuðu sveitarfélagi.

13.2.2022 Átta í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Átta munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem haldið verður 12. mars n.k. en framboðsfrestur rann út á fimmtudaginn. Austurfrétt greinir frá. Frambjóðendur eru:

  • í 1.sæti Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður á Egilsstöðum og í 1.-3.sæti Jakob Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og breiðastjóri á Borgarfirði eystri.
  • í 2.sæti Ólafur Áki Ragnarsson þróunarstjóri á Djúpavogi, Sigurður Gunnarsson viðskiptafræðingur á Egilsstöðum og í 2.-3.sæti Ívar Karl Hafliðason framkvæmdastjóri á Egilsstöðum.
  • í 3.sæti Guðný Lára Guðrúnardóttir ljósmyndari og laganemi á Seyðisfirði, í 5.sæti Einar Freyr Guðmundsson menntaskólanemi á Egilsstöðum og Þórhallur Borgarsson vaktstjóri á Egilsstöðum en óvíst er í hvaða sæti hann býður sig fram í.

12.2.2022 Úrslit í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var haldið í dag. Samtals greiddu 962 atkvæði af 2225 á kjörskrá eða 43%. Úrslit urðu þessi:

  1. Guðmundur Árni Stefánsson fv.bæjarstjóri, alþingismaður og ráðherra 537 atkvæði í 1.sæti eða 55,8%
  2. Sigrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi 290 atkvæði í 1.-2.sæti eða 30,1%
  3. Árni Rúnar Þorvaldsson varabæjarfulltrúi 485 atkvæði í 1.-3.sæti eða 50,4%
  4. Hildur Rós Guðbjargardóttir kennaranemi 351 atkvæði í 1.-4.sæti eða 36,5%
  5. Stefán Már Gunnlaugsson varabæjarfulltrúi og prestur 429 atkvæði í 1.-5.sæti eða 44,6%
  6. Kolbrún Magnúsdóttir mannauðsráðgjafi 434 atkvæði í 1.-6.sæti eða 45,1%

Neðar lentu þau Helga Þóra Eiðsdóttir forstöðumaður, Gunnar Þór Sigurjónsson formaður UJ í Hafnarfirði, Jón Grétar Þórsson starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, Sigurbjörg Anna Guðnadóttir doktorsnemi, Auður Brynjólfsdóttir stjórnmálafræðingur og Gauti Skúlason starfsmaður BHM.

12.2.2022 Björn Gíslason vill 3.sætið á D-lista í Reykjavík. Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að skipa 3.sætið á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

12.2.2022 Ellefu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ. Ellefu bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer 26. febrúar n.k. en framboðsfrestur rann út á fimmtudaginn. Frambjóðendur eru:

  • í 1.sæti Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi og rekstrarráðgjafi
  • í 2.sæti Eyjólfur Gíslason þróunarstjóri, Guðbergur Ingólfur Reynisson framkvæmdastjóri og í 2.-3.sæti Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og verkefnastjóri
  • í 3.sæti Helga Jóhanna Oddsdóttir sviðsstjóri og í 3.-4.sæti Alexander Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna
  • í 4.sæti Gígja S. Guðjónsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur og Eiður Sævarsson framkvæmdastjóri
  • í 5.sæti Birgitta Rún Birgisdóttir þjálfari og Steinþór Jón Gunnarsson rafvirki. Í 6.sæti Guðni Ívar Guðmundsson sölufulltrúi.

12.2.2022 Guðmundur Ingi ekki í prókjöri Samfylkingarinnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu er ekki í kjöri á flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag eftir að kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík ógildi framboð hans. Nafn hans hefur verið fjarlægt af upplýsingasíðu um frambjóðendur á xs.is. Guðmundur Ingi ætlaði að bjóða sig fram í 3.sætið en ástæða þess að hann fær ekki að bjóða sig fram munu vera refsidómar sem hann hefur hlotið.

12.2.2022 Ragnhildur Arna vill leiða D-lista í Reykjavík. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir (Egilssonar fv.alþingismanns) varaborgarfulltrúi býður sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún mun þar etja kappi við Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa sem einnig vill verma forystusætið.

11.2.2022 Píratar opna fyrir prófkjör í Árborg. Píratar hafa opnað fyrir prófkjör í Sveitarfélaginu Árborg. Á prófkjörssíðunni segir að um sé að ræða prófkjör til lista Pírata í Árborg. Í síðustu kosningum voru Píratar með á lista Áfram Árborgar, sem hlaut einn bæjarfulltrúa, en ekki er vitað til að því samstarfi hafi verið slitið og því þarf að bíðar frekari frétta hvort um sjálfstætt framboð Pírata verður að ræða eða ekki. Framboðsfrestur í prófkjörinu er til 1.mars n.k. en prófkjörið fer fram 5.-12.mars n.k.

11.2.2022 Píratar opna fyrir prófkjör í Reykjanesbæ. Píratar hafa opnað fyrir prófkjör í Reykjanesbæ. Framboðsfrestur er til 1.mars og prófkjörið fer fram dagana 5.-12.mars. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlutu Píratar 6% en náðu ekki fulltrúa í bæjarstjórn.

11.2.20222 Baldur vill 5.sæti á D-lista í Reykjavík. Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi sækist eftir 5.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í síðustu kosningum var hann í 2.sæti á lista Miðflokksins en sagði sig úr Miðflokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn í nóvember.

11.2.2022 Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram á morgun og sunnudag, 12.-13.febrúar. Sextán bjóða sig fram. Þau eru:

  • í 1.sæti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og í 2.sæti Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar
  • í 3.sæti Skúli Helgason borgarfulltrúi, Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu
  • í 3.-4.sæti Sabine Laskopf borgarfulltrúi og í 4.sæti Ellen Calmon borgarfulltrúi
  • í 4.-6.sæti Aron Leví Beck borgarfulltrúi, Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi, Guðrún Maja Riba kennari og Ólöf Helga Jakobsdóttir veitingamaður
  • í 5.sæti Birkir Ingibjartsson kennari, Þorleifur Örn Gunnarsson framhaldsskólakennari og Þorkell Heiðarsson líffræðingur
  • í 5.-6.sæti Stein Olav Romslo kennari og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson lögfræðingur

11.2.2022 Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Á morgun laugardaginn 12. febrúar fer fram flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Tólf eru í framboði. Þau eru:

  • í 1.sæti Guðmundur Árni Stefánsson fv.bæjarstjóri, ráðherra og alþingismaður og Árni Rúnar Stefánsson varabæjarfulltrúi.
  • í 2.sæti Sigrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Helga Þóra Eiðsdóttir forstöðumaður. Í 2.-4.sæti Kolbrún Magnúsdóttir mannauðsráðgjafi.
  • í 3.sæti Gunnar Þór Sigurjónsson formaður UJ í Hafnarfirði og Stefán Már Gunnlaugsson varabæjarfulltrúi og prestur.
  • í 3.-5.sæti Jón Grétar Þórsson starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar og Sigurbjörg Anna Guðnadóttir tölfræðingur og doktorsnemi.
  • í 4.sæti Hildur Þór Guðbjargardóttir kennaranemi, í 4.-6.sæti Auður Brynjólfsdóttir stjórnmálafræðingur og í 6.sæti Gauti Skúlason starfsmaður BHM.

11.2.2022 Hrafndís Bára vill leiða Pírata á Akureyri. Hrafndís Bára Einarsdóttir vill leiða lista Pírata á Akureyri. Auk hennar hefur Ólafur Búi Ólafsson boðið sig fram í prófkjöri Pírata á Akureyri sem haldið verður 5.mars n.k. en framboðsfrestur rennur út 1.mars.

10.2.2022 Rödd unga fólksins býður fram að nýju. ramboðið Rödd unga fólksins í Grindavík sem bauð fram í bæjarstjórnarkosningunum 2018 býður fram að nýju í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Samkvæmt facebook-síðu framboðsins er verið að ganga frá framboðslistanum þessa dagana.

10.2.2022 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákvað í kvöld að viðhafa prófkjör til að raða á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars en kjörstjórn auglýsir endanlega dagsetningu á næstunni.

10.2.2022 Sigurður Gunnarsson vill 2.sætið á D-lista í Múlaþingi. Sigurður Gunnarsson viðskiptafræðingur á Egilsstöðum býður sig fram í 2.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþing. Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rann út í dag en listi yfir frambjóðendur liggur ekki fyrir.

10.2.2022 Prófkjör hjá Miðflokknum í Reykjavík. Félagaprófkjör verður hjá Miðflokknum í Reykjavík til að velja á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fer fram þann 12. mars n.k. Framboðsfrestur rennur út 23. febrúar n.k. en kosið verður um þrjú efstu sætin. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi flokksins hefur gefið út að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins áfram.

10.2.2022 Ólafur Áki vill 2.sætið á D-lista í Múlaþingi. Ólafur Árki Ragnarsson fv.bæjar- og sveitartjóri og þróunarstjóri á Djúpavogi sækist eftir að skipa 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi rennur út í dag.

10.2.2022 Róbert Aron sækist eftir sæti á D-lista í Reykjavík. Róbert Aron Magnússon veitingamaður og útvarpsstjórnandi sækist eftir 6.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar.

10.2.2022 Marta vill 2.sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi sækist eftir 2.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að á fundi Varðar, fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði ákveðið í dag að halda prófkjör til að raða á framboðslista flokksins. Aðrir sem hafa tilkynnt framboð eru: Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi í 1.sæti, Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi og varaþingmaður í 2.sæti, Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur í 2.-3.sæti, Sanda Sif Ocares lögmaður í 3.sæti, Þórður Gunnarsson hagfræðingur í 4.sæti og Helga Margrét Marzelíusardóttir kórstjóri í 5.sæti. Þá hafa borgarfulltrúarnir Björn Gíslason, Valgerður Sigurðardóttir og Örn Þórðarson boðað framboð en ekki tilgreint hvaða sæti þau sækist eftir.

9.2.2022 Guðný Lára vill 3.sæti á D-lista í Múlaþingi. Guðný Lára Guðrúnardóttir ljósmyndari og laganemi á Seyðisfirði sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Prófkjörið fer fram þann 12. mars en framboðsfrestur rennur út á morgun. Aðir sem hafa boðið sig fram eru: Berglind Harpa Sigurðardóttir sveitarstjórnarfulltrúi í 1.sæti, Jakob Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi í 1.-3.sæti og Ívar Karl Hafliðason framkvæmdastjóri í 2.-3.sæti.

9.2.2022 Erlingur vill 3.sæti á C-lista í Reykjavík. Erlingur Sigvaldason kennaranemi sækist eftir því að skipa 3.sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Aðrir sem boðið hafa sig fram í prófkjöri Viðreisnar, sem fer fram 4.-5. mars n.k. og rennur framboðsfrestur út 17. febrúar, eru: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi í 1.sæti, Pawel Bartozek borgarfulltrúi í 2.sæti, Geir Finnsson varaborgarfulltrúi í 3.sæti og Diljá Ámundadóttir í 3.sæti.

9.2.2022 Níu í forvali VG á Akureyri. Níu taka þátt í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri sem fram fer 2.-5. mars en framboðsfrestur rann út á miðnætti. Eftirtaldir eru í framboði:

  • í 1.sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi og Ásrún Ýr Gestsdóttir háskólanemi.
  • í 2.sæti Ólafur Kjartansson vélvirki og fv.framhaldsskólakennari, í 2.-4.sæti Hermann Arason framkvæmdastjóri og í 2.-6.sæti Sif Jóhannesar Ástudóttir verkefnastjóri.
  • í 3.sæti Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari og í 4.-6.sæti Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi.
  • í 6.sæti Herdís Júlía Júlíusdóttir iðjuþjálfi og Inga Elísabet Vésteinsdóttir landfræðingur.

9.2.2022 Nýtt framboð í Borgarbyggð. Heimastjórnarflokkurinn, nýtt framboð í Borgarbyggð, ákvað á stjórnarfundi í gærkvöldi að stilla upp á lista flokksins. Í þrennum síðustu kosningum hafa Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð boðið fram og fengið kjörna sveitarstjórnarmenn. Í kosningunum 2010 bauð auk þess fram Svartilistinn en náði ekki inn í sveitarstjórn.

9.2.2022 Jakob vill 1.-3.sæti á D-lista í Múlaþingi. Jakob Sigurðsson bóndi, bifreiðastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi í Njarðvík (í fyrrum Borgarfjarðarhreppi) gefur kost á sér í 1.-3.sæti á lista Sjálfsæðisflokksins í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jakob hefur verið sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi frá 2020 en hafði áður verið hreppsnefndarmaður í Borgarfjarðarhreppi í mörg ár. Aðrir sem boðið hafa sig fram eru Berglind Harpa Svavarsdóttir sveitarstjórnarmaður í 1.sæti og Ívar Karl Hafliðason í 3.sæti. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi fer fram 12.mars en framboðsfrestur rennur út á morgun.

8.2.2022 Uppstilling hjá C-lista í Garðabæ. Ákveðið hefur verið að stillt verði upp á lista Viðreisnar í Garðabæ. Þetta er í fyrsta skipti sem Viðreisn býður fram eigin lista í Garðabæ en í síðustu bæjarstjórnarkosningum stóð Viðreisn að Garðabæjarlistanum ásamt fleiri flokkum.

8.2.2022 Eyjólfur Gíslason vill 2.sætið á D-lista í Reykjanesbæ. Eyjólfur Gíslason sækist eftir 2.sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ heldur prófkjör þann 26. febrúar n.k. en framboðsfrestur rennur út á fimmtudaginn. Auk Eyjólfs hafa eftirtaldir boðið sig fram: Margrét Sanders bæjarfulltrúi í 1.sæti, Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi í 2.-3.sæti, Gígja S. Guðjónsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur í 4.sæti, Eiður Sævarsson í 4.sæti og Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund í 5.sæti.

8.2.2022 Þórður Gunnarsson vill 4.sætið á D-lista í Reykjavík. Þórður Gunnarsson hagfræðingur tilkynnti í dag að hann sækist eftir 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar. Gert er ráð fyrir að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveði á fundi sínum á fimmtudaginn að halda prófkjör til að raða á lista flokksins.

8.2.2022 Jónína vill leiða Framsókn í Múlaþingi. Jónína Brynjólfsdóttir varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Múlþingi sækist eftir að leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í kosningunum 2020, eftir sameiningu sveitarfélaganna, var Jónína í 3.sæti en þá hlaut Framsóknarflokkurinn tvo bæjarfulltrúa. Stefán Bogi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins í Múlaþingi gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

8.2.2022 Helga Hauksdóttir vill leiða Framsókn í Kópavogi. Helga Hauksdóttir varabæjarfulltrúi og formaður skipulagsráðs sækist eftir því að leiða Framsóknarflokkinn í Kópavogi í komandi bæjarstjórnarkosningum. Áður hafði Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri lýst því yfir að hann sækist eftir því að leiða listann. Birkir Jón Jónsson sem hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins undanfarin ár gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Stillt verður upp á listann.

8.2.2022 Átta í forvali VG í Reykjavík. Átta framboð bárust í forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sem haldið verður 2.-5. mars n.k. Eftirtaldir eru í framboði:

  • í 1. sæti Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi og Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.
  • í 2. sæti Stefán Pálsson sagnfræðingur og Andrés Skúlason verkefnastjóri.
  • í 2.-3.sæti Bryngeir Arnar Bryngeirsson tómstunda- og félagsmálafræðingur, Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir og Íris Andrésdóttir grunnskólakennari.

8.2.2022 Uppstilling á B-lista á Akranesi. Á fundi B-lista Framsóknar með frjálsum á Akranesi í gærkvöldi var ákveðið að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í síðustu bæjarstjórnarkosningunum hlaut B-listinn tvo bæjarfulltrúa. Ragnar Baldvin Sæmundsson bæjarfulltrúi hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að leiða listann og Liv Åse Skarstad sækist eftir því að skipa 2.sætið.

8.2.2022 Sjö í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sjö bjóða sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fer 18.-19.febrúar n.k. Frambjóðendur eru: Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi í 1.sæti, Hákon Gunnarsson ráðgjafi í 1.-2.sæti, Róbert Karol Zakaríasson listamaður í 3.sæti, Erlendur Geirdal í 3.sæti, Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir háskólanemi, Sigurður M. Grétarsson og Donata H. Bukowska.

8.2.2022 Davíð Arnar vill leiða VG í Hafnarfirði. Davíð Arnar Stefánsson garðyrkjufræðingur, húsasmiður og landfræðingur sækist eftir því að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Hafnarfirði.

8.2.2022 Andrés Skúlason vill 2.sæti á lista VG í Reykjavík. Andrés Skúlason fv.sveitarstjórnarmaður í Djúpavogshreppi og formaður Fornminjanefndar sækist eftir 2.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur rann út á miðnætti og er vitað um eftirtalin framboð auk framboðs Andrésar: Líf Magneudóttir borgarfulltrúi í 1.sæti, Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi í 1.sæti, Elín Björk Jónasdóttir formaður VG í Reykjavík í 1.sæti og Stefán Pálsson sagnfræðingur í 2.sæti.

7.2.2022 Prófkjör hjá D-lista í Rangárþingi ytra. Prófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum í Rangárþingi ytra til að velja sex efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 12. mars n.k. og rennur framboðsfrestur út þann 21. febrúar. Tveir hafa lýst yfir að þeir sækist eftir að leiða listann, þeir Ásmundur Friðriksson alþingismaður og Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

7.2.2022 Ívar Karl vill 2.-3.sætið á D-lista í Múlaþingi. Ívar Karl Hafliðason framkvæmdastjóri sækist eftir að skipa 2.-3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður sækist eftir að leiða listann. Framboðsfrestur rennur út á fimmtudaginn en prófkjörið fer fram 12.mars.

7.2.2022 Oddviti D-lista í Vesturbyggð hættir. Friðbjörg Matthíasdóttir oddviti D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í vor. Yfirstandandi kjörtímabil er hennar þriðja. BB.is greinir frá.

7.2.2022 Björgvin Páll vill á lista Framsóknar í Reykjavík. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik m.m. sækist eftir að skipa 1.-2.sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar.

7.2.2022 Sextán í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Sextán bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fer fram þann 12. mars en framboðsfrestur rann út í síðustu viku. Frambjóðendur eru:

  • í 1.sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA
  • í 2.sæti Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi, Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar og í 2.-3.sæti Sigvaldi Egill Lárusson fjármála- og rekstrarstjóri
  • í 3.sæti Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi og í 3.-4.sæti Axel Þór Eysteinsson viðskipta- og tölvurekstrarfræðingur
  • í 4.sæti Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi og Hannes Steindórsson fasteignasali
  • í 5.-6.sæti Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri
  • aðrir sem ekki er vitað um hvaða sæti stefna á eru: Andri Steinn Hilmarsson varabæjarfulltrúi, Elísabet Sveinsdóttir, Hermann Ármannsson, Lilja Birgisdóttir, Rúnar Ívarsson og Tinna Rán Sverrisdóttir.

7.2.2022 Einar Gauti sækist eftir 3.sæti hjá VG á Akureyri. Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari sækist eftir að skipa 3.sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við komandi bæjarstjórnarkosningar. Áður höfðu þær Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi og Ásrún Ýr Gestsdóttir varaformaður svæðisfélags VG boðið sig fram til að leiða listann. Raðað verður á listann í forvali sem haldið verður dagana 2.-5. mars og rennur framboðsfrestur út á miðnætti annað kvöld.

7.2.2022 Hjördís Ýr vill 2.sæti á D-lista í Kópavogi. Hjördís Ýr Johnson framleiðslustjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sækist eftir að skipa 2.sæti listans í komandi bæjarstjórnarkosningum.

7.2.2022 Þórhallur vill 2.-3.sæti á D-lista á Akureyri. Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sækist eftir því að skipa 2.-3.sætið á lista flokksins við komandi bæjarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri er með þrjá bæjarfulltrúa og skipaði Þórhallur þriðja sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fer fram 26.mars. Tveir hafa boðið sig fram til að leiða listann. Þeir Heimir Örn Árnason stjórnandi við Naustaskóla og Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur.

6.2.2022 Kristín Ýr segir sig úr flokknum. Kristín Ýr Pálmarsdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og frambjóðandi í prófkjöri flokksins í gær hefur sagt sig úr Sjálfstæðsiflokknum. Kristín sóttist eftir 3.-4.sæti en var ekki meðal sjö efstu. Hún sakar oddvita listans o.fl. um smölun í prófkjörinu og kallar þá trúða. Í svari við facebook-færslu hennar segist Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi, sem lenti í 4. sæti sem hún ætlar ekki að þiggja,: „Ég mun ekki kjósa flokkinn í vor.“

6.2.2022 Kolbrún tekur ekki sæti. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem lenti í 4.sæti í prófkjöri flokksins í gær ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins. Hún sóttist eftir 1.sæti en hlaut aðeins um fjórðung atkvæða í það sæti. Hún segir að „Öflin í bænum hafi sigrað“ en útskýrir það ekki nánar.

6.2.2022 Sigvaldi Egill vill 2.-3.sæti á D-lista í Kópavogi. Sigvaldi Egill Lárusson fjármála- og rekstrarstjóri sækist eftir 2.-3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fer fram 12. mars n.k.

6.2.2022 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Á kjörskrá voru 2.363 og greiddu 1.045 atkvæði, þar af voru auðir og ógildir 34. Úrslit urðu þessi:

  1. Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi og ráðgjafi – 697 atkvæði í 1.sæti eða 69,0%
  2. Jana Katrín Knútsdóttir sölu- og markaðsfræðingur – 380 atkvæði í 1.-2.sæti eða 37,6%
  3. Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi – 429 atkvæði í 1.-3.sæti eða 42,5%
  4. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi – 412 atkvæði í 1.-4.sæti eða 40,8%
  5. Hjörtur Örn Arnarson landfræðingur – 477 atkvæði í 1.-5.sæti eða 47,2%
  6. Arna Hagalíns rekstrar- og fjármálastjóri – 437 atkvæði í 1.-6.sæti eða 43,3%
  7. Hilmar Stefánsson framkvæmdastjóri – 497 atkvæði í 1.-7.sæti eða 49,2%

Neðar lentu: Helga Jóhannesdóttir forstöðumaður og varabæjarfulltrúi, Kristín Ýr Pálmadóttir fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Helga Möller söngkona og fv.flugfreyja, Ragnar Bjarni Zöega Hreiðarsson flugnemi, Kári Sigurðsson viðskiptastjóri, Þóra Björg Ingimundardóttir sölu- og þjónusturáðgjafi, Júlíana Guðmundsdóttir lögfræðingur, Gunnar Pétur Haraldsson sölu- og þjónustufulltrúi, Davíð Örn Guðnason lögmaður og Brynja Hlíf Hjaltadóttir laganemi.

5.2.2022 Sandra Hlíf vill 3.sæti á D-lista í Reykjavík. Sandra Hlíf Ocares lögmaður vill 3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

5.2.2022 Uppstilling á V-lista í Borgarbyggð. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Borgarbyggð og hefur uppstillingarnefnd tekið til starfa. Flokkurinn er með tvo fulltrúa af níu í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

5.2.2022 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Grindavík. Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík hefur auglýst prófkjör til að raða á lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjörið fer fram þann 12.mars og rennur framboðsfrestur út þann 22.febrúar kl.16. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjarfulltrúa af sjö í bæjarstjórnarkosningunum 2018.

5.2.2022 Tíu framboð komin hjá D-lista í Árborg. Tíu framboð eru komin fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg sem haldið verður 19. mars n.k. Framboðsfrestur rennur út 19. febrúar. Frambjóðendur eru: Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi í 1.sæti, Bragi Bjarnason deildarstjóri í 1.sæti, Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi í 1.-2.sæti, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi í 2.-3.sæti og Anna Lind Karlsdóttir í 5.-6.sæti. Þau sem hafa ekki tilgreint sæti eru: Ari Björn Thorarensen bæjarfulltrúi, Sveinn Ægir Birgisson, Helga Lind Pálsdóttir, Fjóla Kristinsdóttir og María Marko. Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg hlaut fjóra bæjarfulltrúa af níu í bæjarstjórnarkosningunum 2018.

5.2.2022 Stillt upp á B-lista í Hafnarfirði. Á fundi fulltrúarráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði þann 3.febrúar var samþykkt að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Eftir því sem best er vitað eru komin fimm framboð á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Þau eru Valdimar Víðisson varabæjarfulltrúi í 1.sæti, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður í 2.sæti, Árni Rúnar Árnason tækjamaður í 3.sæti, Þórður Ingi Scheving Bjarnason 3.-5.sæti og Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri 5.-6.sæti. Ágúst Bjarni Garðarsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnafirði var kjörinn alþingismaður síðastliðið haust.

5.2.2022 Uppstilling á D-lista á Akranesi. Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi þann 29.janúar var samþykkt að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fjóra af níu bæjarfulltrúum.

4.2.2022 Hannes vill 4.sætið á D-lista í Kópavogi. Hannes Steindórsson fasteignasali sækist eftir 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi rann út í dag en listi með frambjóðendum hefur ekki verið birtur. Prófkjörið verður haldið 12. mars. Vitað er að Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sækjast eftir að leiða listann. Auk þeirra hafa þeir Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi og Bergur Þorri Benjamínsson boðað framboð.

4.2.2022 Uppstilling hjá Samfylkingu í Mosfellsbæ. Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ sem haldinn var þann 31. janúar sl. var ákveðið að viðhafa uppstillingu til að raða á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Samfylkingin einn bæjarfulltrúa af níu bæjarfulltrúum í Mosfellsbæ.

4.2.2022 Heimir Örn vill leiða D-lista á Akureyri. Heimir Örn Árnason stjórnandi í Naustaskóla sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur hafði áður boðið sig fram í 1.-2.sæti. Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri heldur prófkjör þann 26. mars.

4.2.2022 Stefán Pálsson vill í forystusveit VG í Reykjavík. Stefán Pálsson sagnfræðingur sækist eftir því að skipa 2.sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þrjár konur keppa um efsta sætið. Það eru þær Lív Magneudóttir borgarfulltrúi, Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi og Elín Björg Jónasdóttir formaður VG í Reykjavík. Forval fer fram 2.-5.mars.

4.2.2022 Forsetinn í Fjarðabyggð hættir. Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans og forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum.

4.2.2022 Miðflokkurinn og sjálfstæðir bjóða fram í Árborg. Á félagsfundi Árnesingadeildar Miðflokksins í gærkvöldi var ákveðið að bjóða fram M-lista Miðflokksins og sjálfstæðra í komandi bæjarstjórnarkosningum. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Sveitarfélaginu Árborg hlaut Miðflokkurinn einn bæjarfulltrúa af níu.

4.2.2022 Bragi Bjarnason vill leiða í Árborg. Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Sveitarfélagsins Árborgar, sækist eftir að leiða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Prófkjör mun fara fram 19.mars n.k.

4.2.2022 Kjartan Magnússon vill 2.sætið. Kjartan Magnússon fv.borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir því að skipa 2.sætið á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.

4.2.2022 Bergur Þorri vill 2.sætið á D-lista í Kópavogi. Bergur Þorri Benjamínsson sækist eftir 2.sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem haldið verður 12.mars.

Róbert sækist eftir 3.sæti í Kópavogi. Róbert Zakaríasson sjálfstætt starfandi listamaður sækist eftir 3.sæti í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi.

3.2.2022 Tillaga um prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík. Á fundi stjórnar Varðar, sem er fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í kvöld var ákveðið að leggja til við fulltrúaráðsfund, sem haldinn verður þann 10. febrúar, að halda prófkjör þann 12.mars til að raða á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

3.2.2022 Uppstilling á B-lista í Dalvíkurbyggð. Á félagsfundi Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar á þriðjudagskvöld var ákveðið að viðhafa uppstillingu til að raða á lista Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn þrjá bæjarfulltrúa af sjö.

3.2.2022 17 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Sautján taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fram fer 5.mars n.k. Þrjú sækjast eftir að leiða listann. Þau eru: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi og framvæmdastjóri. Björg Fenger lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar sækist eftir 2.sæti. Þau Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi og Stella Stefánsdóttir viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi sækjast eftir 3.-4.sæti. Guðfinnur Sigurvinsson sækist eftir 4.sæti. Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur og Eiríkur K. Þorbjörnsson Msc.í öryggis- og áhættustjórnun sækjast eftir 4.-5.sæti, Bjarni Th. Bjarnason varabæjarfulltrúi og rekstrarhagfræðingur, Sigrún Antonsdóttir hjúkrunarfræðingur og Harpa Rós Gísladóttir MA í mannauðsstjórnun sækjast eftir 4.-6.sæti. Margrét Bjarnadóttir sækist eftir 5.sæti. Inga Rós Reynisdóttir viðskiptastjóri og Lilja Lind Pálsdóttir sérfræðingur hjá LSR sækjast eftir 6.sæti. Sveinbjörn Halldórsson löggiltur fasteignasali og Vera Rut Ragnarsdóttir sjúkraliði og viðburðastjóri tilgeina ekki sæti. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 8 af 11 bæjarfulltrúum í Garðabæ.

3.2.2022 Forsetinn í Vesturbyggð hættir í vor. Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð og oddviti Nýrrar Sýnar sem er með meirihluta ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. BB.is greindi frá.

3.2.2022 Oddvitarnir í Bolungarvík vilja halda áfram. Baldur Smári Einarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, sem hefur hreinan meirihluta, segir að hann muni gefa kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. Hinir þrír bæjarfulltrúar flokksins hafa ekki tekið ákvörðun. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir oddviti K-lista, Máttar manna og meyja segist ætla að sækjast eftir endurkjöri. Sömurleiðis segjast þeir Magnús Ingi Jónsson og Hjörtur Traustason á K-lista að þeir sækist eftir að halda áfram. BB.is greinir frá.

3.2.2022 Oddviti Framsóknar í Ísafjarðarbæ hættir. Marzellíus Sveinbjörnsson oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ gefur ekki kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn hlaut tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórnarkosningunum 2018 í Ísafjarðarbæ.

3.2.2022 Diljá vill 3.sætið á C-lista í Reykjavík. Diljá Ámundadóttir Zöega varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík sækist eftir 3.sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Það gerir einnig Geir Finnsson varaborgarfulltrúi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi sækist eftir að leiða listann áfram og Pawel Bartozek borgarfulltrúi sækist eftir að skipa 2.sætið áfram.

3.2.2022 Íris vill leiða áfram í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og bæjarfulltrúi framboðsins Fyrir Heimaey sækist eftir því að leiða áfram lista framboðsins. Valið verður á listann með prófkjöri þann 5. mars n.k.

3.2.2022 Elín Björk vill einnig leiða VG í Reykjavík. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík vill leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Elín Björk er þriðji frambjóðandinn sem vill leiða VG í Reykjavík í komandi kosningum en þær Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi sækjast einnig eftir að leiða listann. Vinstrihreyfingin grænt framboð er með einn borgarfulltrúa í Reykjavík.

2.2.2022 Stillt upp á Garðabæjarlistann. Garðabæjarlistinn í Garðbæ ákvað á félagsfundi sínum í gær að stilla upp á framboðslistann fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Sú breyting verður á Garðabæjarlistanum að félagsmenn Viðreisnar standa ekki að framboðinu heldur munu bjóða fram sinn eiginn lista. Garðabæjarlistinn hlaut 3 af 11 bæjarfulltrúum í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

2.2.2022 Ómar Stefáns í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 2002-2014 er genginn í Sjálfstæðisflokkinn og boðar þátttöku sína í prófkjöri flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum var Ómar oddviti K-lista Okkar Kópavogs en vantaði nokkurt fylgi til að komast inn í bæjarstjórn.

2.2.2022 Lilja Björg vill leiða D-lista áfram. Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og forseti sveitarstjórnar sækist eftir því að leiða lista flokksins áfram. Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarbyggð hefur skipað uppstillingarnefnd til að raða á framboðslista flokksins.

2.2.2022 Geir Finnsson vill 3.sætið hjá Viðreisn. Geir Finnsson varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík sækist eftir 3.sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Auk þeirra hafa borgarfulltrúar flokksins þau Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartozek gefið kost á sér. Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fer fram 4.-5. mars n.k. og framboðsfrestur rennur út þann 17.febrúar n.k.

2.2.2022 Liv Åse vill 2.sætið á B-lista á Akranesi. Liv Åse Skarstad varabæjarfulltrúi á Akranesi sækist eftir því að skipa 2.sætið listans en hún skipaði það 3. í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

2.2.2022 Ragnar vill leiða lista Framsóknar og frjálsra. Ragnar Baldvin Sæmundsson bæjarfulltrúi Framsóknar og frjálsra á Akranesi vill leiða listann í komandi bæjarstjórnarkosningum. Ragnar skipaði annað sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum en þá leiddi listann Elsa Lára Arnardóttir sem ekki gefur kost á sér til áframhaldandi setu.

2.2.2022 Ólafur Þór vill leiða VG í Kópavogi. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og fv.alþingismaður segir í yfirlýsingu að hann vilji leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi. Ólafur Þór var alþingismaður fyrir Suðvesturkjördæmi 2013 og aftur 2017-2021. Þá var hann bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi 2006-2017.

2.2.2022 Frambjóðendur í prófkjöri D-lista í Reykjanesbæ. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ varður haldið 26. mars n.k. en framboðsfrestur rennur út 10. febrúar. Vitað er um fimm frambjóðendur. Þau eru Margrét Sanders bæjarfulltrúi sem sækist eftir 1.sæti, Anna Sigríður Jóhannesdóttir sækist eftir 2.-3.sæti, Gígja G. Guðjónsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur sækist eftir 4.sæti, Eiður Sævarsson sækist eftir 4.sæti og Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund rafvirki sem sækist eftir 5.sæti.

1.2.2022 Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík. Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík verður haldið dagana 4.-5.mars n.k. og verður kosið um fjögur efstu sætin. Framboðsfrestur rennur út á hádegi 17.febrúar n.k. Í borgarstjórnarkosningunum 2018 hlaut Viðreisn tvo borgarfulltrúa, þau Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bartoszek sem bæði sækjast eftir endurkjöri.

1.2.2022 Bein leið býður fram í vor. Y-listi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ býður fram í vor. Víkurfréttir greina frá því. Það verður í þriðja skipti sem framboðið býður fram. Fyrst bauð það fram 2014 og hlaut þá tvo bæjarfulltrúa. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut listinn einn bæjarfulltrúa, Guðbrand Einarsson sem kjörinn var á þing fyrir Viðreisn í alþingiskosningunum í september sl.

1.2.2022 Jón Ingi vill leiða Viðreisn áfram. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði vill leiða lista flokksins áfram í komandi bæjarstjórnarkosningum. Búist er við að stillt verði upp á listann. Fjarðarfréttir greina frá.

1.2.2022 14 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Fjórtán verða í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram 3.-5.mars n.k. Framboðsfrestur rann út 15.janúar sl. Frambjóðendur eru: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í 1.sæti, Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar og verkfræðingur í 2.sæti, Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi og varaþingmaður í 2.sæti, Þórður Heimir Sveinsson lögmaður í 2.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi og bókari í 2.-3.sæti, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður í 3.sæti, Lovísa Björg Traustadóttir framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi í 3.sæti, Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi í 4.sæti, Hilmar Ingimundarson viðskipafræðingur í 4.sæti, Díana Björk Olsen ráðgjafi og verkefnastjóri í 4.-5.sæti og Helga Björg Loftsdóttir meistaranemi í 6.sæti. Þá bjóða þeir Bjarni Geir Lúðvíksson framkvæmdastjóri, Skarphéðinn Orri Björnsson forstjóri og varabæjarfulltrúi og Örn Geirsson verkefnastjóri og sölumaður sig fram en ekki er vitað á hvaða sæti þeir stefna.

1.2.2022 Berglind Harpa vill leiða í Múlaþingi. Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Núverandi oddviti listans Gauti Jóhannesson gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi heldur prófkjör þann 12. mars n.k. en framboðsfrestur rennur út 10.febrúar n.k.

1.2.2022 Hákon vill 1.-2.sæti á S-lista í Kópavogi. Hákon Gunnarsson ráðgafi gefur kost á sér í 1.-2.sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

1.2.2022 Stella vill 3.-4.sæti á D-lista í Garðabæ. Stella Stefánsdóttir viðskiptafræðingur sækist eftir 3.-4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjör verður haldið 5. mars og rann framboðsfrestur út í gær. Þrjú hafa boðið sig fram í 1.sæti. Þau eru Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger forseti bæjarstjórnar býður sig fram í 2.sætið, Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi í 3.-4.sæti, Guðfinnur Sigurvinsson varabæjarfulltrúi í 4.sæti, Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur í 4.-5.sæti og Margrét Bjarnadóttir lögfræðinemi í 5.sæti.

1.2.2022 Frambjóðendur hjá Framsókn í Hafnarfirði. Vitað er um fimm framboð á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Þau eru Valdimar Víðisson varabæjarfulltrúi í 1.sæti, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður í 2.sæti, Árni Rúnar Árnason tækjamaður í 3.sæti, Þórður Ingi Scheving Bjarnason 3.-5.sæti og Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri 5.-6.sæti. Ágúst Bjarni Garðarsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnafirði var kjörinn alþingismaður síðastliðið haust.

31.1.2022 Díana Lind vill 3.sæti hjá Framsókn í Árborg. Díana Lind Sigurjónsdóttir leikskólakennari og deildarstjóri sækist eftir að skipa 3.sætið á lista Framsóknarflokkins í Sveitarfélaginu Árborg. Framsóknarflokkurinn í Árborg verður með prófkjör til að raða á lista flokksins þann 12.mars. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði eru: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar í 1.sæti, Stefán Gunnar Stefánsson iðnfræðingur í 1.sæti og Ellý Tómasdóttir forstöðumaður í 2.sæti.

31.1.2022 Helga Margrét sækist eftir 5.sæti á D-lista í Reykjavík. Helga Margrét Marzellíusardóttir kórstjóri gefur kost á sér í 5.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um með hvaða hætti raðað verður á listann. Aðrir sem hafa lýst yfir framboði eru Hildur Björnsdóttir í 1.sæti og Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur í 2.-3.sæti. Auk þeirra hafa borgarfulltrúarnir Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Örn Þórðarson lýst því yfir að þau sækist eftir endurkjöri.

31.1.2022 Hilmar vill 4.sætið í Hafnarfirði. Hilmar Ingimundarson viðskiptafræðingur sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Framboðsfrestur fyrir prófkjör flokksins rann út 20. janúar sl. en upplýsingar um frambjóðendur hafa ekki verið birtar. Prófkjörið fer fram dagana 3.-5. mars n.k. Auk Hilmars er vitað um eftirtalin framboð: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sem býður sig fram í 1.sæti, Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar í 2.sæti, Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og varaþingmaður í 2.sætið, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í 2.-3.sæti, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður í 3.sæti og Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi í 4.sæti.

31.1.2022 Ásmundur vill leiða í Rangárþingi ytra. Ásmundur Friðriksson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum og verða þannig sveitarstjóraefni flokksins. Áður hafði Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins gefið kost á sér til að leiða listann. Ásmundur segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að ef hann nái kjöri muni hann hætta á þingi. Fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu er Björgvin Jóhannesson sem búsettur er á Selfossi.

31.1.2022 Guðveig Lind vill leiða áfram í Borgarbyggð. Guðveig Lind Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð sækist eftir því að leiða lista flokksins áfram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Guðveig hefur verið oddviti flokksins í átta ár. Framsóknarflokkurinn er með fjóra sveitarstjórnarmenn af níu í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

30.1.2022 Ásdís vill leiða D-lista í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfsæðisflokksins í Kópavogi. Áður hafði Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi gefið kost á sér til að leiða listann.

29.1.2022 Sunna Hlín vill leiða Framsókn á Akureyri. Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins á Akureyri. Sunna var í 5.sæti á lista Framsóknarflokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum á Akureyri en var áður í sveitarstjórn Hörgársveitar 2010-2014. Eins og áður hefur komið fram mun Framsóknarflokkurinn halda prófkjör þann 12. mars n.k. til að raða á lista flokksins.

29.1.2022 Opið prófkjör hjá Framsókn á Akureyri. Framsóknarfélögin á Akureyri ákváðu í dag að efna til opins prófkjörs til að velja fimm efstu sæti lista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 hlaut Framsóknarflokkurinn tvo bæjarfulltrúa af ellefu. Það voru þau Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs og Ingibjörg Ólöf Isaksen sem horfin er til þinstarfa eftir að hafa verið kjörin á Alþingi.

29.1.2022 Uppstilling hjá Framsókn í Borgarbyggð. Á félagsfundi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð á fimmtudagskvöldið var ákveðið að uppstillingarnefnd myndi raða á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 fékk Framsóknarflokkurinn fjóra af níu sveitarstjórnarmönnum í Borgarbyggð.

28.1.2022 Sjö í prófkjöri D-lista í Fjarðabyggð. Sjö framboð bárust í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð sem haldið verður 26. febrúar n.k. Frambjóðendur eru: Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi og varaþingmaður sem gefur kost á sér í 1.sæti, Heimir Snær Gylfason framkvæmdastjóri í 1.-4.sæti, Kristinn Þór Jónasson verkstjóri og formaður íbúasamtaka Eskifjarðar í 2.sæti, Sigurjón Rúnarsson sjúkraþjálfari í 2.-4.sæti, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir leikskólastjóri í 3.-4.sæti, Helgi Laxdal Helgason sérfræðingur í 3.-6.sæti og Jóhanna Vigfúsdóttir viðskiptafræðingur í 4.sæti. í bæjarstjórnarkosningunum 2018 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn tvo bæjarfulltrúa kjörna af níu.

28.1.2022 Sigurður P. vill leiða Bæjarlistann. Sigurður P. Sigmundsson vill leiða Bæjarlistann í Hafnarfirði í komandi bæjarstjórnarkosningum. Nýverið lýsti Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir sem leitt hefur listann að hún sækist ekki eftir að gera það áfram. Sigurður Pétur skipaði 4.sætið á Bæjarlistandum í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

28.1.2022 Páll vill 2.-3.sætið á B-lista í Árborg. Páll Sigurðsson skógfræðingur sækist eftir 2.-3.sæti á lista Framsóknarflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum.

28.1.2022 Ellý vill 2.sætið á lista Framsóknar í Árborg. Ellý Tómasdóttir forstöðumaður býður sig fram í 2.sætið á lista Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Áður höfðu þeir Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar og Stefán Gunnar Stefánsson iðnfræðingur boðið sig fram til að leiða listann.

27.1.2022 Karen Elísabet vill leiða í Kópavogi. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Forystusætið flokksins losnaði þegar Ármann Kr. Ólafsson ákvað að gefa ekki kost á sér áfram. Prófkjör flokksins fer fram 5.mars n.k.

27.1.2022 Ingvar P. vill leiða D-lista í Rangárþingi ytra. Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sækist eftir því að leiða litsa Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.

27.1.2022 Stefán Gunnar vill leiða Framsókn í Árborg. Stefán Gunnar Stefánsson iðnfræðingur vill leiða lista Framsóknarflokksins í Árborg og keppir því við núverandi oddvita flokksins, Helga Sigurð Haraldsson forseta bæjarstjórnar, um efsta sætið. Framsóknarflokkurinn í Sveitarfélaginu Árborg raðar í efstu sæti á lista sínum með prófkjöri sem fram fer 12.mars n.k.

27.1.2022 Gunnar Valur vill 3.-4.sætið á D-lista í Garðabæ. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sækist eftir 3.-4.sæti á lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjör verður haldið 5. mars og rennur framboðsfrestur út 31. janúar n.k. Þrjú hafa boðið sig fram í 1.sæti. Þau eru Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger forseti bæjarstjórnar býður sig fram í 2.sætið, Guðfinnur Sigurvinsson varabæjarfulltrúi í 4.sæti, Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur í 4.-5.sæti og Margrét Bjarnadóttir lögfræðinemi í 5.sæti.

26.1.2022 Guðlaug Svala gefur ekki kost á sér. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. Guðlaug Svala hefur verið í bæjarstjórn síðustu átta ár en á síðasta kjörtímabili var hún bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð.

26.1.2022 Framsókn í Fjarðabyggð stillir upp. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð mun stilla upp á lista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

26.1.2022 Frjálst afl býður ekki fram. Víkurfréttir greina frá því að Frjálst afl í Reykjanesbæ bjóði ekki fram í komandi bæjarstjórnarkosningum. Framboðið hlaut 8,3% í síðustu bæjarstjórnarkosningum og hlaut einn bæjarfulltrúa, Gunnar Þórarinsson. Í kosningunum 2014 hlaut framboðið 15,3% og tvo menn kjörna. Gunnar var áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

26.1.2022 Píratar hyggja á framboð í Reykjanesbæ. Víkurfréttir greina frá því að prófkjör Pírata í Reykjanesbæ verði haldið á næstunni. Píratar buðu fram í bæjarstjórnarkosningunum 2014 og 2018 í Reykjanesbæ en náði ekki manni kjörnum í bæjarstjórn.

26.1.2022 Anna Sigríður vill 2.-3.sæti á D-lista í Reykjanesbæ. Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sækist eftir 2.-3. sæti á lista flokksins. Margrét Sanders oddviti listans hefur lýst yfir að hún sækist eftir að leiða listann áfram. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fer fram þann 26. febrúar.

26.1.2022 Hildur Jana vill leiða áfram. Hildur Jana Gísladóttir varaþingmaður og bæjarfulltrúi á Akureyri sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í komandi bæjarstjórnarkosningum. Á fundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi var ákveðið að stilla upp á lista flokksins.

26.1.2022 Hrannar Bragi sækist eftir 4.-.5sæti á D-lista í Garðabæ. Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur sækist eftir því að skipa 4.-5.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Prófkjör um skipan listans fer fram þann 5. mars n.k.

26.1.2022 Prófkjör Pírata á Akureyri og Hafnarfirði. Opnað hefur verið á skráningu frambjóðenda í kosningakerfi Pírata vegna prófkjara á Akureyri og í Hafnarfirði. Dagsetningar í prófkjörunum eru þær sömu. Framboðsfrestur rennur út 1. mars, prófkjörið hefst 5. mars og lýkur þann 12. mars. Píratar buðu fram á Akureyri og Hafnarfirði í síðustu bæjarstjórnarkosningum en náðu ekki kjörnum fulltrúa. Skráning í prófkjör Pírata í Reykjavík og Kópavogi er hafin fyrir nokkrum dögum. Þar rennur framboðsfrestur út 15.febrúar, kosning hefst 19.febrúar og lýkur þann 26. febrúar.

25.1.2022 Margrét Bjarnadóttir vill 5.sætið í Garðabæ. Margrét Bjarnadóttir (Benediktssonar fjármálaráðherra) laganemi sækist eftir 5.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

25.1.2022 Uppstilling á V-lista í Skagafirði. Á fundi svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði þann 17. janúar var samþykkt að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og kosin uppstillingarnefnd.

25.1.2022 Stillt upp á S-lista í Reykjanesbæ. Á félagsfundi hjá Samfylkingunni í Reykjanesbæ í síðustu viku var samþykkt að stilla upp á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut S-listi Samfylkingar og óháðra þrjá bæjarfulltrúa af ellefu.

24.1.2022 Fimm borgarfulltrúar D-lista í Reykjavík vilja halda áfram. RÚV greinir frá því í kvöld að fimm af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa hug á því að halda áfram. Það eru þau Hildur Björnsdóttir sem vill leiða listann, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Örn Þórðarson. Þá hefur Egill Þór Jónsson ekki gert upp hug sinn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut átta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

23.1.2022 Þorkell Sigurlaugsson vill í borgarstjórn. Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur, sem kunnur er af afskiptum af viðskiptalífinu, sækist eftir 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eftirtektarvert er að hann talar í yfirlýsingunni um væntanlegt prófkjör Sjálfstæðisflokksins en ekki liggur fyrir hvort af því verður.

23.1.2022 Dóra Björt vill leiða Pírata áfram. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík ætlar að gefa kost á sér til að leiða flokkinn áfram í næstu borgarstjórnarkosningum. Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata ætlar einnig að gefa kost á sér áfram.

23.1.2022 Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík. Framsóknarfélögin í Reykjavík hafa ákveðið að stilla upp á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

22.1.2022 13 í flokksvali Samfylkingar í Hafnarfirði. Þrettán framboð bárust í flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem haldið verður 12. febrúar n.k. Guðmundur Árni Stefánsson fv.ráðherra, alþingismaður og bæjarfulltrúi býður sig fram í 1.sætið en það gerir líka Árni Rúnar Þorvaldsson varabæjarfulltrúi. Sigrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Helga Þóra Eiðsdóttir bjóða sig fram í 2.sæti en Kolbrún Magnúsdóttir í 2.-4.sæti. Stefán Már Gunnlaugsson varabæjarfulltrúi og prestur og Gunnar Þór Sigurjónsson bjóða sig fram í 3.sætið. Jón Grétar Þórsson og Sigurbjörg Anna Guðnadóttir bjóða sig fram í 3.-5.sæti, Hildur Rós Guðbjargardóttir í 4.sæti, Auður Brynjólfsdóttir í 4.-6.sæti, Gauti Skúlason í 5.sæti en ekki liggur fyrir í hvaða sæti Rósa Stefánsdóttir býður sig fam í.

22.1.2022 16 í flokksval Samfylkingar í Reykjavík. Framboðsfrestur í flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út í hádeginu í dag. Sextán framboð bárust en flokksvalið fer fram 12.-13. febrúar. Dagur B. Eggertsson býður sig einn fram í 1.sæti og Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingar ein fram í 2.sætið. Í 3.sætið bjóða þeir sig fram Skúli Helgason borgarfulltrúi, Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. Í 3.-4. sæti býður sig fram Sabine Laskopf borgarfulltrúi og Ellen Calomon borgarfulltrúi í 4.sætið. Í 4.-6. sæti bjóða sig fram Aron Leví Beck borgarfulltrúi, Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi og Guðný Maja Riba kennari. Birkir Ingibjartsson arkitekt býður sig fram í 5.sæti og Stein Olav Romslo kennari í 5.-6.sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru: Ólöf Helga Jakobsdóttir veitingamaður, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Þorleifur Örn Gunnarsson grunnskólakennari og Þorkell Heiðarsson líffræðingur.

22.1.2022 Uppstilling á D-lista í Norðurþingi. Sameiginlegum fundi sjálfstæðisfélaganna í Norðurþingi á miðvikdag var ákveðið að viðhafa uppstillingu til að velja á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Eins og fram í síðustu viku gefur Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri og oddviti listans ekki kost á sér.

22.1.2022 Guðbjörg Oddný vill 3.sætið á D-lista í Kópavogi. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varaþingmaður og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sækist eftir því að skipa 3.sætið á lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

21.1.2022 Orri Hlöðvers vill leiða Framsókn í Kópavogi. Orri Hlöðversson framvkæmdastjóri og fv. bæjarstjóri í Hveragerði gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

21.1.2022 Helga Ingólfsdóttir vill 2.-3.sæti á D-lista í Hafnarfirði. Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi sækist eftir 2.-3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Aðrir sem boðið hafa sig fram eru: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í 1.sæti, Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar í 2.sæti, Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi í 2.sæti og Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltúi í 4.sæti. Framboðsfrestur rann út í gær en listi um frambjóðendur hefur ekki verið kynntur opinberlega. Prófkjörið fer fram 3.-5. mars n.k.

21.1.2022 Margrét vill leiða D-lista í Reykjanesbæ. Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ lýsti því yfir í gærkvöldi að hún gæfi kost á sér til að leiða lista flokksins á áfram. Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ í gærkvöldi var ákveðið að halda prófkjör til að stilla upp á lista flokkins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

21.1.2022 Prófkjör Pírata í Reykjavík og Kópavogi. Opnað hefur verið fyrir skráningu frambjóðenda í prófkjörum Pírata í Reykjavík og Kópavogi. Prófkjörin fara fram dagana 19. – 26. febrúar og rennur framboðsfrestur út þann 15. febrúar. Eitt framboð er komið fram í hvoru prófkjöri. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi hefur boðið sig fram í Kópavogi og Alexandra Briem borgarfulltrúi í Reykjavík.

20.1.2022 Magnús Ægir vill 4.sæti á D-lista í Hafnarfirði. Magnús Ægir Magnússon rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sækist eftir 4.sæti á lista flokksins. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum skipaði hann 9.sætið.

20.1.2022 Elsa Lára hættir í vor. Elsa Lára Arnardóttir oddviti Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórn Akraness og fv.alþingismaður tilkynnti á facebook-síðu sinni í kvöld að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs.

20.1.2022 Kristinn Þór vill 2.sætið á D-lista í Fjarðabyggð. Kristinn Þór Jónasson verkstjóri og formaður íbúasamtaka Eskifjarðar býður sig fram í 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Áður hafði Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi og varaþingmaður boðið sig fram til að leiða listann. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð heldur prófkjör þann 26.febrúar og rennur framboðsfrestur út á laugardaginn.

20.1.2022 Fyrir Heimaey býður fram í vor. Á fundi í bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey í Vestmanneyjum í gærkvöldi var ákveðið að bjóða fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Valið verður í fimm efstu sætin á framboðslistanum í prófkjöri sem haldið verður 5. mars n.k. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut framboðið ríflega þriðjung atkvæða og 3 bæjarfulltrúa af 7.

20.1.2022 Utankjörfundur hafinn vegna sameiningakosninga. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þriggja sameiningakosninga sem fara eiga fram þann 19. febrúar n.k. er hafin. Þær kosningar sem um ræðir eru: Blönduósbær og Húnvatnshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur og Snæfellsbær, Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður.

19.1.2022 Aron Leví vill 4.-6. sæti á S-lista í Reykjavík. Aron Leví Beck borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sækist eftir 4.-6.sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Aron skipaði 11.sætið í síðustu borgarstjórnarkosningum en varð aðalmaður í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Allir sjö sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar gefa því kost á sér til áframhaldandi setu.

19.1.2022 Helgi vill leiða Framsókn í Árborg áfram. Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar í Árborg og oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu vill leiða lista flokksins áfram. Framsóknarflokkurinn í Árborg raðar á lista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar með prófkjöri þann 12. mars.

19.1.2022 Elín Oddný vill leiða VG í Reykjavík. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sækist eftir að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi flokksins sækist sömuleiðis eftir því að leiða listann eins og hún gerði í síðustu borgarstjórnarkosningum.

18.1.2022 Kristján Þór bæjarstjóri hættir. Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi tilkynnti á facebook í dag að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í bæjarstjórn Norðurþings né að sækjast eftir því að vera áfram bæjarstjóri. Í vor verður Kristján búinn að vera bæjarstjóri í Norðurþingi í átta ár og bæjarfulltrúi í fjögur.

18.1.2022 Björg Fenger vill 2.sætið á D-lista í Garðabæ. Björg Fenger forseti bæjarstjórnar í Garðabæ sækist eftir því að skipa 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í komandi bæjarstjórnarkosningum. Björg skipaði 7.sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

18.1.2022 Viðreisn í Kópavogi stillir upp. Viðreisn í Kópavogi mun stilla upp á framboðslista sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta var samþykkt á félagsfundi þann 10.janúar sl. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut C-listi BF Viðreisnar, sem að einhverjum var skipuð fólki úr Bjartri framtíð, tvo bæjarfulltrúa af ellefu.

18.1.2022 Ellefu í prófkjöri D-lista á Seltjarnarnesi. Ellefu framboð bárust í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi en framboðsfrestur rann út í gær. Fjórir sækjast eftir oddvitasætinu. Það eru: Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar og formaður byggðarráðs, Ragnhildur Jónsdóttir varabæjarfulltrúi, Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur og Þór Sigurgeirsson fv.bæjarfulltrúi. Hannes Tryggvi Hafstein býður sig fram í 3.sæti og þau Hildigunnur Gunnardóttir varabæjarfulltrúi og Örn Viðar Skúlason í 3.-4.sæti. Grétar Dór Sigurðsson og Hákon Róbert Jónsson bjóða sig fram í 4.-5.sæti og þau Dagbjört Oddsdóttir og Gunnlaugur Helgi Þorsteinsson tilgreina ekki sæti.

Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra af sjö bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi og hefur flokkurinn veirð með hreinan meirihluta á Nesinu frá 1962 eða í 60 ár. Mikil endurnýjun verður hjá flokknum að þessu sinni þar sem að þrír af fjórum bæjarfulltrúum gefa ekki kost á sér til endukjörs. Hins vegar hefur Hildigunnur Gunnarsdóttir varabæjarfulltrúi sem kjörin var af N-lista Neslistans og Viðreisnar gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og býður sig fram í 3.-4.sæti.

18.1.2022 Forval hjá VG í Reykjavík. Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík ákvað á félagsfundi í gærkvöldi að efna til forvals um efstu þrjú sætin á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Áður hafði komið fram að Líf Magneudóttir borgarfulltrúi flokksins sækist eftir því að leiða listann áfram.

18.1.2022 Almar vill leiða D-lista í Reykjavík. Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ vill leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Almar skipaði 6. sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum.  Bæjarfulltrúarnir Sigríður Hulda Jónsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir oddviti listans sækjast einnig eftir því að leiða framboðslistann í vor. Að auki hefur Guðfinnur Sigurvinsson varabæjarfulltrúi boðið sig fram í 4.sætið.

17.1.2022 Guðfinnur vill 4.sætið á D-lista í Garðabæ. Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sækist eftir 4.sætinu á lista flokkins. Bæjarfulltrúarnir Sigríður Hulda Jónsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir oddviti listans sækjast báðar eftir því að leiða framboðslistann í vor. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ heldur prófkjör þann 5.mars og er framboðsfrestur til 31. janúar.

17.1.2022 Ármann Kr. hættir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi bæjarstjórnarkosningum. Ármann var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs 1998 og hefur verið bæjarstjóri frá 2012. Ármann var alþingismaður fyrir Suðvesturkjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2007-2009. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi efnir til prófkjörs þann 12. mars og rennur framboðsfrestur út 4. febrúar. Flokkurinn hefur 5 af 11 bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Kópavogs.

17.1.2022 Ellen Calmon vill 4.sæti á S-lista í Reykjavík. Ellen Calmon borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sækist eftir 4.sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ellen var í 10.sæti á lista Samfylkingarinnar í síðustu borgarstjórnarkosningum og því kjörinn varaborgarfulltrúi í síðustu kosningum. Aðrir frambjóðendur sem fram eru komnir eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í 1. sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingar og borgarfulltrúi í 2. sæti. Í þriðja sætið hafa boðið sig fram þeir Skúli Helgason og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúar og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. Sa­bine Leskopf borgarfulltrúi sækist eftir 3.-4. sæti og Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi eftir 4.-6.sæti.

17.1.2022 Ragnar vill leiða D-lista í Fjarðabyggð. Ragnar Sigurðsson varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð vill leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksin í Fjarðabyggð fer fram þann 26. febrúar n.k. og rennur framboðsfrestur út 22. janúar n.k.

17.1.2022 Bæjarlistinn í Hafnarfirði býður fram. Bæjarlistinn í Hafnarfirði, sem hlaut einn bæjarfulltrúa í síðustu bæjarstjórnarkosningum, boðar að listinn bjóði fram að nýju í vor og hefur skipað undirbúiningshóp til að vinna að því. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans er Guðlaug Svala Kristjánsdóttir en hún fyrst kjörin í bæjarstjórn 2014 af lista Bjartrar framtíðar.

16.1.2022 Kristinn vill 2.sætið áfram. Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, sækist eftir að skipa 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í bænum líkt og í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Áður hafði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði gefið út að hún sækist eftir að leiða listann áfram.

15.1.2022 Prófkjör hjá D-lista í Múlaþingi. Prófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum í Múlþingi til að velja á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 12. mars n.k. og rennur framboðsfrestur út þann 10. febrúar. Gauti Jóhannesson oddviti listans og forseti sveitarstjórnar hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér.

14.1.2022 Ágúst sveitarstjóri ekki í framboð. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í Rangárþingi eystra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra segir frá því á facebook-síðu sinni að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í vor.

14.1.2022 Sigrún Sverrisdóttir vill 2.sætið á S-lista í Hafnarfirði. Sigrún Sverrisdóttir, sem skipaði 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í síðustu bæjarstjórnarkosningum og varð bæjarfulltrúi nú um áramótin, sækist eftir 2.sætinu á lista flokksins í komandi kosningum. Í gær tilkynnti Guðmundur Árni Stefánsson fv.bæjarstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra að hann hygðist bjóða sig fram í 1.sætið. Áður hafðir Stefán Már Gunnlaugsson varabæjarfulltrúi og prestur boðið sig fram í 3.sætið.

13.1.2022 Sara Björg vill 4.-6. sæti á S-lista í Reykjavík. Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík gefur kost á sér í 4.-6. sæti á lista flokksins í flokksvalinu sem haldið verður 22. febrúar n.k.

13.1.2022 Guðmundur Árni í framboð á ný. Guðmundur Árni Stefánsson fv.bæjarstjóri í Hafnarfirði, alþingismaður og ráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs í komandi bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna og vill leiða listann. Guðmundur Árni var bæjarstjóri í Hafnarfirði 1986-1993, alþingismaður 1993-2005 fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna og ráðherra 1993-1994. Undanfarin 16 ár hefur Guðmundur Árni starfað í utanríkisþjónustunni. Þess má geta að bróðursonur Guðmundar, Stefán Már Gunnlaugsson, sækist eftir 3.sætinu á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

13.1.2022 Stillt upp á D-lista í Borgarbyggð. Á mánudagskvöld samþykkt fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að skipa uppstillingarnefnd til að skipa á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut tvo af níu sveitarstjórnarmönnum í Borgarbyggð í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

12.1.2022 Sabine vill 3.-4. sæti á S-lista í Reykjavík. Sa­bine Leskopf borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sækist eftir 3.-4. sæti á lista flokksins. Í síðustu borgarstjórnarkosningum skipaði hún 6.sæti listans en þá hlaut Samfylkingin 7 borgarfulltrúa af 23. Aðrir frambjóðendur sem fram eru komnir eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í 1. sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingar og borgarfulltrúi í 2. sæti. Í þriðja sætið hafa boðið sig fram þeir Skúli Helgason og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúar og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu.

12.1.2022 Valdimar vill leiða B-lista í Hafnarfirði. Valdimar Víðisson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði gefur kost sér til að leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkur hlaut einn bæjarfulltrúa í bæjarstjórnarkosningunum 2018, Ágúst Bjarna Garðarsson sem kjörinn var á Alþingi í haust.

12.1.2022 Stefán már vill 3.sætið á S-lista í Hafnarfirði. Stefán Már Gunnlaugsson prestur og varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3.sæti á lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum.

12.1.2022 Ketill tilbúinn að leiða á Akureyri. Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur gefur kost á sér í 1.-2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi sem leiddi listann í síðustu kosningum og Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi gefa ekki kost á sér. Ekki er annað vitað en að Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúi flokksins, gefi kost á sér.

11.1.2022 Heiða Björg í 2. sætið. Heiða Björg Hilimisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi í Reykjavík sækist eftir 2.sætinu á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.

11.1.2022 Guðmundur Ingi vill líka 3.sætið. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, sækist eftir því að skipa 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Áður höfðu þeir Hjálmar Sveinsson og Skúli Helgason lýst yfir að þeir stefndu á 3. sætið.

11.1.2022 Skúli og Hjálmar vilja 3. sætið. Hjálmar Sveinsson og Skúli Helgason borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa báðir gefið út að þeir sækist eftir 3.sætinu á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Skúli skipaði 3. sætið í síðustu kosningum en Hjálmar 5. sætið. Í gær gaf Dagur B. Eggertsson borgarstjóri það út að hann sækist eftir að leiða listann í næstu kosningum. Heiða Björg Hilmarsdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi sem skipaði 2. sætið í síðustu kosningum hefur ekki gefið út áform sín.

11.1.2022 Kristín Thoroddsen vill 2.sætið. Kristín Thoroddsen varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sækist eftir 2.sætinu í á lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Kristín skipaði 5.sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum og kom þá ný inn í bæjarstjórn. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur gefið út að hún sækist eftir að leiða listann áfram en prófkjör verður haldið 3.-5.mars en framboðsfrestur rennur út þann 20. janúar.

11.1.2022 Fjórir oddvitar í Reykjavík vilja leiða áfram. Vísir.is greinir frá því að fjórir oddvitar í borgarstjórn Reykjavíkur vilji leiða flokka sína áfram. Það eru þær Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, Líf Magneudóttir Vinstrihreyfingunnir grænu framboði, Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki íslands og Vigdís Hauksdóttir Miðflokknum. Þær eru jafnframt einu borgarfulltrúar flokka sinna.

10.1.2022 Prófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík í kvöld var ákveðið að halda lokað prófkjör til að raða í efstu sæti listans. Félagar í Viðreisn í Reykjavík og þeir sem að ganga í flokkinn a.m.k. þremur dögum fyrir kjördag geta kosið í prófkjörinu. Kjörnefnd var kosin á fundinum sem á að útfæra prófkjörið nánar m.a. hvernær það fer fram.

10.1.2022 Gauti hættir. Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum.

10.1.2022 Dagur B. áfram. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík upplýsti í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann ætlaði að gefa kost á sér áfram.

10.1.2022 Ásrún Ýr vill líka leiða VG á Akureyri. Ásrún Ýr Gestsdóttir varaformaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinngar græns framboðs á Akureyri og nágrenni sækist eftir því að liða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í komandi bæjarstjórnarkosningum. Ásrún Ýr skipaði 7.sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Í gær gaf Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi að hún sækist því að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri.

9.1.2022 Jana vill oddvitasætið hjá VG á Akureyri. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, sem skipaði annað sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum, vill leiða lista flokksins í vor. Áður hefur komið fram að Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi VG á Akureyri gæfi ekki kost á sér áfram.

6.1.2022 Sigríður Hulda vill leiða D-lista í Garðabæ. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í bænum. Sigríður skipaði annað sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum og hefur verið bæjarfulltrúi frá 2014.Áður hafði Áslaug Hulda Jónsdóttir sem leitt hefur listann í síðustu þremur kosningum boðið sig fram í efsta sætið.

6.1.2022 Uppstilling á D-lista í Hveragerði. Sjálfstæðisfélag Hveragerðis ákvað á félagsfundi í desember að stilla upp á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra af sjö bæjarfulltrúum í Hveragerði og hefur verið með meirihluta í bæjarstjórn frá 2006.

5.1.2022 Nýtt fólk hjá Samfylkingu í Hafnarfirði. Adda María Jóhannsdóttir sem leiddi lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í síðustu bæjarstjórnarkosningum mun ekki gefa kost sér í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Friðþjófur Helgi Karlsson sem var einnig kjörinn í síðustu kosningum flutti úr bænum um áramótin og situr því ekki lengur í bæjarstjórn en Sigrún Sverrisdóttir varabæjarfulltrúi tók sæti hans. Flokksval verður hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði þann 12. febrúar n.k. en framboðsfrestur rennur út eftir 10 daga, þann 14. janúar.

4.1.2022 Prófkjör hjá D-lista í Garðabæ. Sjálfstæðisflokkurinn Garðabæ heldur prófkjör þann 5. mars n.k. til að raða á framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar n.k. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut átta af ellefu bæjarfulltrúum í Garðabæ í bæjarstjórnarkosningunum 2018.

3.1.2022 Nýr listi í Strandabyggð. Á nýjársdag skrifaði Þorgeir Pálsson fv.sveitarstjóri í Strandabyggð pistil á vefmiðlinn Strandir.is þar sem hann boðar nýtt framboð í Strandabyggð. Greinina skrifar Þorgeir f.h. hóps íbúa um nýja framtíðarsýn í Strandabyggð. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var óhlutbundin kosning í Strandabyggð og var Þorgeir Pálsson ráðinn sveitarstjóri að þeim loknum. Síðastliðið vor var Þorgeiri síðan sagt upp störfum og er hann nú í málaferlum við sveitarfélagið vegna starfsloka sinna.

2.1.2022 H-listi ekki áfram í Hrunamannahreppi. H-listinn í Hrunamannahreppi, sem hefur verið í meirihluta í Hrunamannahreppi undanfarin kjörtímabil, tilkynnti í áramótakveðju sinni að listinn muni ekki bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

1.1.2022 Prókjör hjá D-lista í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi heldur prófkjör þann 12. mars n.k. til að velja á framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

31.12.2021 Árið 2021 í mjög stuttu máli. Andrés Ingi Jónsson sem var kjörinn árið 2017 fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð og gekk úr þingflokknum 2019 gekk til liðs við Pírata í febrúar.

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lést í júlí 2021 og tók Þórarinn Ingi Pétursson sæti hennar.

Alþingiskosningar voru haldnar 25. september. Úrslit urðu þau að Sjálfstæðisflokkur hlaut 16 þingmenn, Framsóknarflokkur 13, Vinstrihreyfingin grænt framboð 8, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og Miðflokkurinn 3. Miklar tafir urðu á endanlegum úrslitum kosninganna vegna mistaka í talningu í Norðvesturkjördæmi. Mikil endurnýjun varð á þingliði.

Birgir Þórarinsson, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, gekk til liðs við Sjálfstæðiflokkinn þann 9. október.

Sameining Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps var samþykkt í júní en sameining fjögurra sveitarfélaga í A-Húnavatnssýslu felld.  Samhliða alþingiskosningum í september var kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Sameiningartillagan var felld.

Í maí n.k. verða sveitarstjórnarkosningar og er undirbúningur vegna þeirra hafinn í stærstu sveitarfélögunum. Það verða fyrstu kosningarnar sem haldnar verða eftir nýjum kosningalögum.

Sameiningarviðræður eru í gangi á nokkrum stöðum á landinu og hafa sameiningarkosningar verið ákveðnar í nokkrum sveitarfélögum.  

30.12.2021 Prófkjör hjá D-lista í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði heldur prófkjör 3.-.5. mars og rennur framboðsfrestur út þann 20. janúar 2022. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sem leiddi listann í síðustu kosningum hefur gefið út að hún sækist eftir að gera það áfram.

29.12.2021 Breytingar hjá D-lista í Fjarðabyggð. Nýtt fólk mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Flokkurinn hefur tvo bæjarfulltrúa, þau Jens Garðar Helgason sem leiddi listann og Dýrunni Pálu Skaftadóttur. Jens Garðar hefur verið í leyfi frá því snemma árs 2019 og hefur Ragnar Sigurðsson setið í bæjarstjórn síðar. Jens Garðar mun ekki sækjast eftir því að leiða listann og Dýrunn ætlar ekki gefa kost á sér í prófkjörinu. Ragnar Sigurðsson hefur hins vegar hug á því að halda áfram. Austurfrétt greinir frá þessu.

28.12.2021 17 í framboð hjá D-lista í Mosfellsbæ. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram þann 5. febrúar n.k. rann út 21. desember sl. Sautján framboð bárust. Þau eru:

  • Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúi í 1.sæti
  • Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari í 1.sæti
  • Arna Hagalíns, rekstrar- og fjármálastjóri í 2.sæti
  • Helga Jóhannesdóttir, forstöðumaður og bæjarfulltrúi í 2.sæti
  • Jana Katrín Knútsdóttir, sölu- og markaðsfræðingur í 2.sæti
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi í 3.sæti
  • Kristín Ýr Pálmadóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi í 3.-4.sæti
  • Hjörtur Örn Arnarson, landfræðingur í 4.sæti
  • Ragnar Bjarni Zöega Hreiðarsson, flugnemi í 4.sæti
  • Kári Sigurðsson, viðskiptastjóri í 4.-6.sæti
  • Þóra Björg Ingimundardóttir, sölu- og þjónusturáðgjafi í 5.sæti
  • Júlíana Guðmundsdóttir, lögfræðingur í 5.sæti
  • Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri í 6.sæti
  • Brynja Hlíf Hjaltadóttir, laganemi
  • Davíð Örn Guðnason, lögmaður
  • Gunnar Pétur Haraldsson, sölu- og þjónustufulltrúi
  • Helga Möller, söngkona og fv.flugfreyja

24.12.2021 Prófkjör hjá D-lista í Fjarðabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun efna til prófkjörs til að velja á framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Valið verður í fjögur efstu sætin. Framboðsfrestur er til 22. janúar en prófkjörið fór fram 26. febrúar. Austurfrétt greindi frá.

21.12.2021 Eyþór Arnalds hættir í vor. Eyþór Arnalds oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum. Áður hafði hann sagt að hann sækist eftir að leiða listann að óbreyttu. Síðan hefur Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem skipaði 2.sætið í síðustu kosningum gefið út að hún sækist eftir 1.sætinu á lista flokksins.

19.12.2021 Uppstilling hjá Framsókn í Kópavogi. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi ákvað á fundi sínum þann 15. desember sl. að stillt verði upp á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Birkir Jón Jónsson er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

18.12.2021 Almar gefur kost á sér áfram. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem skipaði 6. sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum segist munu gefa kost á sér í bæjarstjórnarkosningunum en hefur ekki ákveðið í hvaða sæti hann hyggst bjóða sig fram í.

17.12.2021 Prófkjör hjá D-lista á Seltjarnarnesi. Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi efnir til prófkjörs þann 26. febrúar n.k. fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar en framboðsfrestur rennur út 17. janúar. Magnús Örn Guðmundsson bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 1.sæti listans en Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sem leiddi listann í síðustu kosningum gefur ekki kost á sér.

16.12.2021 Opið flokksval hjá Samfylkingu í Reykjavík. Samfylkingin í Reykjavík ákvað á fundi sínum í kvöld að viðhafa flokksval í sex efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokksvalið verður opið að því leyti að bæði flokksmenn og stuðningsmenn flokksins geta tekið þátt í því. Flokksvalið fer fram 12.-13. febrúar n.k.

16.12.2021 Magnús Örn vill leiða D-lista á Seltjarnarnesi. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs á Seltjarnarnesi vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Magnús skipaði 2.sætið í síðustu kosningum en Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sem skipaði 1.sætið síðast gefur ekki kost á sér.

15.12.2021 Áslaug Hulda vill leiða D-lista í Garðabæ. Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Garðabæ vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins áfram en hún hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2010 og leitt listann í þremur síðustu bæjarstjórnarkosningum.

14.12.2021 Rósa Guðbjartsdóttir vill halda áfram. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og oddviti Sjálfstæðisflokknum í bænum gefur kost á sér áfram í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Rósa hefur verið bæjarstjóri í Hafnarfirði frá 2018.

14.12.2021 Ármann Kr. vill halda áfram. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi gefur kost á sér komandi bæjarstjórnarkosningum. Ármann hefur verið bæjarstjóri í Kópavogi frá 2012.

13.12.2021 Viðreisn ekki með í Garðabæjarlistanum í vor. Garðabæjarlistinn sem bauð fram í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Garðabæ samanstóð af fólki úr Samfylkingu, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum auk óháðra. Í næstu bæjarstjórnarkosningum mun hins vegar Viðreisn bjóða fram sérstakan lista og einnig er gert ráð fyrir því að Garðabæjarlistinn bjóði fram. Sara Dögg Svanhildardóttir, sem leiddi Garðabæjarlistann í síðustu kosningum, sækist eftir að leiða lista Viðreisnar í vor.

13.12.2021 Gunnar Einarsson hættir í vor. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðbæ og oddviti Sjálfstæðisflokksins mun ekki gefa kost á sér í bæjarstjórnarkosningunum í vor en þá verður hann búinn að vera bæjarstjóri í 17 ár. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum skipaði Gunnar 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokkinn og náði kjöri þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 8 af 11 bæjarfulltrúum í Garðabæ.

9.12.2021 Kolbrún Þorsteinsdóttir vill leiða D-lista í Mosfellsbæ. Tíu hafa gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram þann 5. febrúar n.k. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi sem skipaði 3.sætið í síðustu bæjarstjórnarkosningum sækist nú eftir að leiða listann en það gerir Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi einnig sem skipaði 2.sætið síðast. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sem leiddi listann síðast gefur ekki kost á sér. Þær Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunarfræðingur og Arna Hagalínsdóttir sem skipaði 5.sætið síðast sækjast eftir 2.sætinu á listanum. Rúnar Bragi Guðlaugsson sem skipaði 4.sætið síðast gefur kost á sér í 3.sætið. Kristín Ýr Pálmadóttir varabæjarfulltrúi sem skipaði 8.sætið síðast gefur kost á sér í 3.-4.sætið. Hjörtur Örn Arnarson landfræðingur gefur kost á sér í 4.sæti. Þóra Björk Ingimundardóttir viðskiptafræðingur og Júlíana Guðmundsdóttir lögfræðingur gefa kost á sér í 5.sæti og Kári Sigurðsson starfsmaður í félagsmiðstöð gefur kost á sér í 4.-6.sæti.

9.12.2021 Hildur vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem skipaði 2. sætið á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum sækist nú eftir að leiða listann. Áður hafði Eyþór Arnalds oddviti listans lýst því yfir að hann sækist eftir því að leiða listann áfram.

7.12.2021 Flokksval hjá Samfylkingu í Hafnarfirði. Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í gærkvöldi var ákveðið að við hafa flokksval til að velja á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Flokksval er prófkjör þar sem félagar í Samfylkingunni geta greitt atkvæði. Kosið verður um 6 efstu sætin á listanum, sem verður paralisti . Framboðsfrestur er til 14. janúar 2022 og fer flokksvalið fram 12. febrúar 2022.

7.12.2021 Daníel Jakobsson hættir. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og formaður bæjarráðs mun ekki gefa kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. Hann tilkynnti þetta á síðasta bæjarstjórnarfundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

18.11.2021 Frambjóðendur í prófkjöri D-lista í Mosfellsbæ. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Ákveðið hefur verið að prófkjör verði haldið til að raða á lista flokksins þann 5. febrúar n.k. Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs, sem skipaði 2.sætið síðast, býður sig fram í 1.sæti. Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi, sem skipaði 4.sætið síðast, sækist eftir 3.sætinu. Kristín Ýr Pálmadóttir varabæjarfulltrúi, sem skipaði 8.sætið síðast, sækist eftir 3.-4.sæti og Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram í 2.sætið.

16.11.2021 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki á Akureyri. Í gærkvöldi samþykkti fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri að viðhafa prófkjör til að velja fjögur efstu sæti á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Á fundinum í kvöld tilkynnti Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi að hún gæfi ekki kost á sér áfram. Áður hafði Gunnar Gíslason oddviti flokksins tilkynnt að hann gæfi ekki kost á sér. Þriðji bæjarfulltrúi flokksins, Þórhallur Jónsson, mun samkvæmt Akureyri.net sækjast eftir endurkjöri.

11.11.2021 Haraldur bæjarstjóri í Mosfellsbæ hættir. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ mun ekki gefa kost á sér í bæjarstjórnarkosningum í vor. Haraldur hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan 2007, þegar hann tók við af Ragnheiði Ríkharðsdóttur, bæjarfulltrúi frá 2002 og varabæjarfulltrúi tímabilið á undan.

10.11.2021 Prófkjör hjá Framsókn í Árborg. Framsóknarfélag Árborgar ákvað á félagsfundi sínum þann 28. október sl. að viðhafa prófkjör til að velja frambjóðendur á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí 2022.

30.10.2021 Sameiningarkosningar í A-Hún. Kosið verður um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduóssbæjar þann 19. febrúar á næsta ári. Fyrr á árinu var felld samneining Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar.

21.10.2021 Þórdís Lóa vill leiða áfram. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík sækist eftir að leiða listann áfram í næstu borgarstjórnarkosningum. Áður hafði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar gefið út að hann sækist eftir endurkjöri.

20.10.2021 Stefán Bogi ætlar að hætta. Stefán Bogi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins í Múlþingi tilkynnti á facebook í dag að hann sækist ekki eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í tilkynningu segir hann að hann hafi í vor setið í sveitarstjórn í 12 ár en hann var sveitarstjórnarmaður í Fljótsdalshérði áður til sameiningar kom fyrir austan.

19.10.2021 Pawel Bartoszek vill halda áfram. Pawel Bartoszek borgarfulltrúi greindi frá því í facebook-færslu í síðustu viku að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Jafnframt sagði hann: „Ég tel líka að það sé kominn tími á að Viðreisnarfólk fái að velja frambjóðendur flokksins í lýðræðislegu prófkjöri.“

17.10.2021 Eyþór Arnalds vill leiða áfram. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sagði aðspurður í Silfri Egils í morgun að hann myndi, að óbreyttu, sækjast eftir að leiða borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 8 af 23 borgarfulltrúum borgarstjórnarkosningunum 2018.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí n.k. og rennur framboðsfrestur út þann 8. apríl n.k. Framboð og frambjóðendur fara því líklega í uppstillingar- og framboðsgír upp úr áramótum.

15.10.2021 Deigla í sameiningu sveitarfélaga. Frá sveitarstjórnarkosningunum 2018 hefur orðið ein sameining þegar Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðakaupstaður sameinuðust. Við það fækkaði sveitarfélögum á Íslandi úr 72 í 69. Að auki er ljóst að sveitarfélögum fækkar um eitt í viðbót íbúar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps hafa samþykkt sameiningu.

Sameining allrar Austur-Húnavatnssýslu gekk hins vegar ekki í gegn og sama má segja um stóra sameiningu á Suðurlandi þar sem fimm sveitafélög í Rangárvallasýslu og Austur-Skaftafellssýslu skoðuðu sameiningu. Margt er hins vegar í skoðun hvort sem að það gengur eftir eða ekki.

  • Í Sveitarfélaginu Voga er verið að skoða hug íbúanna til sameiningar við nágrannasveitarfélögin.
  • Kjósarhreppur er í könnunarviðræðum við nágrannasveitarfélögin um sameiningu.
  • Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur eru í viðræðum um sameiningu.
  • Grundarfjörður hefur boðið hinum sveitarfélögunum á Snæfellsnesi til óformlegra viðræðna.
  • Tálknafjarðarhreppur hefur boðað til íbúafundar um sameiningarmál.
  • Dalabyggð er að skoða sameiningu við nágrannasveitarfélögin.
  • Blönduósbær eru í viðræðum sameiningu.
  • Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð héldu skoðanakönnun um vilja íbúa til að hefja sameiningarviðræður.
  • Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur eru í sameiningarviðræðum.
  • Langanesbyggð og Svalbarðshreppur eru að skoða sameiningarmál.

13.10.2021 Sameiningarviðræður á Snæfellsnesi. Hafnar eru sameiningarviðræður á milli Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps, en stefnt er að kosningum um sameininguna í febrúar á næsta ári. Í Snæfellsbæ bjuggu 1679 íbúar þann 1. janúar sl. en 119 í Eyja- og Miklaholtshreppi.