Eyjafjarðarsýsla 1874-1908

Kjörnir alþingismenn

  • Einar Ásmundsson 1874-1885. Var þingmaður Suður Þingeyjarsýslu 1892-1893.
  • Snorri Pálsson 1874-1880.
  • Arnljótur Ólafsson 1880-1885. Var þingmaður Borgarfjarðarsýslu 1858-1869, Norður Múlasýslu 1877-1880, konungkjörinn þingmaður 1886-1893 og Norður Þingeyjarsýslu 1900-1902.
  • Jón Sigurðsson 1886-1889. Var þingmaður Suður Þingeyinga 1858-1874 og 1880-1885 og Þingeyinga 1874-1880.
  • Benedikt Sveinsson 1886-1892. Var konungkjörinn þingmaður 1861-1863, þingmaður Árnessýslu 1864-1880, Norður Múlasýslu 1881-1885 og Norður Þingeyjarsýslu 1892-1899.
  • Skúli Thoroddsen 1890-1892. Var þingmaður Ísafjarðarsýslu 1892-1902 og Norður Ísafjarðarsýslu 1903-1915.
  • Klemens Jónsson 1892-1904. Var þingmaður Ragnárvallasýslu 1923-1927.
  • Jón Jónsson 1892-1900. Var þingmaður Norður Þingeyjarsýslu 1886-1892, Seyðisfjarðar 1904-1908 og Suður Múlasýslu 1908-1912.
  • Stefán Stefánsson 1900-1902.
  • Hannes Hafstein 1903-1915. Var þingmaður Ísafjarðarsýslu 1900-1901 og landskjörinn þingmaður 1916-1922.
  • Stefán Stefánsson1904-1923

Eyjafjarðarsýsla var tvímenningskjördæmi.

Heimild: vefur Alþingis.